Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 11. JCNI, 1930.
heimskrincla
37 BLAÐSIÐA
Ekki verður því neitað, að óheilla-
vænlega var. það úr hlaði riðið, að
byrjað var með þvi, að hnekkja hinni
fornu tign íslenzkra kvenna, og setja
Þ*r á bekk með Gyðingakonum, sem
lítið voru hærra settar en ambáttir,
°S skrítið má heita, að þetta skyldi
e>ga sér stað í hinni frjálsu Ameríku.
Kennir þar eins og víðar þeirra óís-
tenzku áhrifa, sem hafa verið mein-
v*ttur Kirkjufélagsins frá byrjun
Þess, og ollað þeim ólánsslettum, sem
Það hefir svo þráfaldlega orðið fyrir.
I sambandi við þessar kirkjumála-
Þrætur heyrði eg oft nafn, sem eg
hafði ekki áður heyrt, en það var
orðið “Sýnóda”. Ekki vissi eg þá,
Þvað það þýddi; en það skildi eg, að
e'nskis góðs væri af Sýnódunni að
v*nta, og að hún ætti heima i Vík-
'Oni. Stundum var “Sýnóda” brúk-
að í nokkuð víðtækari merkingu. T.
d. kom ungur maður á heimilið og
spurði eg hann, hver væri kærasta
Þróður hans, sem eg hafði séð og leizt
vel á. “Hún er norðan úr Sýnódu,”
var svarið, og þar við sat. Það var
ekki fyr en nokkru síðar, að eg fékk
að vita, að með orðinu “Sýnóda” var
att við norska kirkjufélagið, sem
•henntað hafði suma af fyrstu ís-
'enzku prestunum í Ameríku, og sem
var nú að ná andlegum yfirráðum
yf'r hinu nýmyndaða íslenzka kirkju-
félagi. Seint verður metin öll sú ó-
S*fa, sem því hefir fylgt, að kirkju-
félagið lútherska sleit sig þegar í
barnæsku frá móður sinni, kirkjunni
a Islandi, sem nú um langan tíma
Þefir leyft mönnum að miklu leyti
að hugsa fyrir sig sjálfa; vaxa í náð
°S þekkingu, eins og manninum er
*tlað, en lagðist á brjóst norsku
hornarinnar, með þvi markmiði að
óthýsa öllum, sem ekki vildu játa
eða undirskrifa allt það, er það uppá-
stóð. Eg hefi getið þess áður, að Is-
'endingar voru allir lútherskir, þegar
Þeir komu til Ameríku og voru á-
n«gðir með það. Jafnvel Brynjólf-
Ur Brynjólfsson, sem með sonum sín-
Uri hefir allra manna helzt verið
taiinn vargur í véum, í trúarbragða-
legu tilliti, hélt uppi húslestrum (um
stöðuga prestsþjónustu var ekki að
tala) í nýlendunni í Nova Scotia, og
jafnvel sendi son sinn Björn á lúth-
erskan prestaskóla í Pennsylvaníu.
Þ’að var fyrst þegar hann kom til
^fountain og kynntist “Sýnódunni”,
hann snerist á móti. Og þá fór
Þonum, eins og mörgum öðrum geð-
r'kum mönnum, að hann kastaði
hiörgu af því, sem hann hefði haldið,
ef hann hefði verið látinn í friði
ö'eð sínar skoðanir. Og svo var um
hiarga fleiri af vitrustu og beztu
hiönnum byggðarinnar í Dakota.
Þeir hefðu fylgst með í umburðar-
'yndu kirkjufélagi, þó þeim kannske
stundum fyndist þeir þurfa að sjá í
Segnum fingur við prestana, þeir
Voru vanir þvi. Það var, þegar átti
að kippa þeim aftur í tímann, að
Þeir spyrntu á móti, og af því hlauzt
al>ur andlegur klofningur á meðal
Islendinga í Ameríku.
Aldrei var þó um trúarhatur að
tala í Dakota á þeim dögum. Þó menn
v*ru sinn á hverri skoðun og tækju
örjúgt upp í sig, þegar þeim lenti
Saman, voru þeir góðir vinir og ná-
gvannar fyrir þvi. Faðir minn var
húkill vinur séra Hans Thorgrimsens,
enda er hann, kosta sinna vegna
tQaður, er flest getur fyrirgefið; dáð-
ist mikið að sr. Friðrik Bergmann, og
var góður vinur Þorláks Jónssonar og
s°na hans, og var þó þeim mjög ólík-
Ur i skoðunum. Og svo var með alla.
Andinn var allur annar en í Winnipeg,
Þar sem manngildis mælikvarðinn er
aÖeins einn: Allt er miðað við hvert
Þú ferð til messu; annað er ekki talið.
E" hér hefir líka nú í nærri hálfa
ölö rétttrúnaðurinn haft þröngsýna
iiberal pólitík fyrir fylgikonu. En
®ú vanheilaga samlega hefir fætt af
sér þá eiturnöðru, er enginn veit hve-
Uaer næst stingur upp sínu ámátlega
Þöfði. Sem dæmi þess má nefna
Þeimferðarmálið og ótal önnur mál.
Fiest er réttlaust nema rétttrúað sé.
®nginn getur fyllilega notið sin fyr-
lr þessu fargani, jafnvei ekki þeir,
Sem halda því mest uppi.
Er það því ekki of djúpt tekið i
Þrinni, að segja, að í Winnipeg hafi
að sumu leyti verið Svartiskóli Is-
lendinga í Ameríku í öll þessl ár.
°g eitt er áreiðanlegt, ef iútherska
Þirkjufélaginu er illa við Únitara-
hafnið, hefir það engu þar um að
kenna nema, sjálfu sér.*)
Allan þenna útúrdúr bið eg lesar-
ann að fyrirgefa; hann kom eins og
sJálfkrafa þegar eg minntist á “Sýn-
öduna”.
*) Það eru tHtölulega 'fáir menn,
Sem hafa dugnað, vit og þolinmæði
1:11 þess að fara að eins og séra Frið-
rik Bergmann, sem þrátt fyrir þröng-
sýna skólamenntun, hélt áfram að
auðga anda sinn, þangað til hann óx
UPP úr þröngsýninni og kastaði svo
éinni og einni af erfikenningum kirkj-
Unnar, eftir því sem hann fann þær
öbrúklegar. Þökk sé honum og
Þeim mönnum, er honum fylgdu; en
skömm hinum er aftur runnu á lykt-
ina úr kjötkötlunum i Egyptalandi,
Þvort sem þá katla var að finna á
Garðar eða á Victor stræti í Winni-
Peg.
Hjá Stephani G. var um þetta leyti
fjósamaður, sem Eiríkur hét, og var
kallaður bragheppni. Hann var
skeggjaður karl, lotinn, lágur og
búralegur, en ekki ófríður í andliti.
Mikið skáld var hann og síyrkjandi.
Vinur Helgu Baldvinsdóttur, og kom
daglega til hennar, því hún var góð-
hjörtuð og gaf karli margan kaffi-
sopann, en hann sagði henni aftur
kveðskap sinn, sem hún brosti að.
Afmæli Eiríks var seinni part
vetrar.
Svo stóð á, að hann átti eitthvað inni
hjá bónda nokkrum þar í sveitinni,
fyrir gripahirðingu, sem ekki var
búist við að hann myndi fá, og fann
einhver upp á þvi að láta bónda
kaupa brennivínsflösku handa Eiríki
til afmælisins. Var nú þetta gert
og kom flaskan, og hafði verið borg-
að fyrir hana í eggjum.
Afmælisdagskvöldið lögðum við
svo af stað upp til Stephans, Jakob
Lindal, Asgeir bróðir Helgu konu
hans og eg. Var framorðið þegar
þangað kom, en Eiríki ekkert sagt
frá heimsókninni, svo hann var hátt-
aður uppi á lofti. Var honum nú
sagt til hvað um var að vera, og var
hann ekkert að hafa fyrir því að
klæða sig, heldur kom ofan á nær-
fötunum og sat þannig skryd.Ur
veizluna. Stephan dró upp flöskuna,
tók úr henni tappann, gekk yfir þvert
gólf, rétti Eiríki og kvað:
Gamli Rúki lifi lengi,
lánist honum kvæðagengi
til að gleúja svanna og segg.
Bensi honum bjóði i staupi,
Brennivínið óspart kaupi,
Þó að kosti öll hans egg.
Var nú farið að kveðast á og
skyldi Eiríkur botna. Gekk það
nokkuð misjafnlega, en lukkaðist
furðanlega á stundum, og þá bezt, er
visurnar voru ekki prentsvertuhæf-
ar. <
Vorið kom með semna m >ti, svo
snjór sást ennþá í lautum á sumar-
daginn fyrsta. Þann dag var stofn-
að til leika á grundinni austan við
hús Kristins ólafssonar, og fórum við
bræður, Björn og eg, þangað. Þar
voru saman komnir margir piltar úr
nágrenninu: Oddur Daimann, synir
Kristins ólafssonar, ólafur, Pétur
og Jón; Kristinn (séra Kristinn) var
þá kornungur, enda man eg ekki
eftir honum þennan dag; Brandur
sonur Jóns Brandssonar (Dr. Brand-
son); Jón Hall (Hallgrímsson), og
margir fleiri, sem eg man ekki að
nefna. Oddur hafði verið í glimu
.og undið á sér öklann, svo hann sat
hjá það sem eftir var dagsins.
Fyrst var glimt, og vorum við
bræður vel liðtækir eftir aldri, því
við höfðum æft i»á list frá því við
gátum gengið. Þá var okkur boðið
í “Baseball”. rikki vissum viO hvaða
leikur það var, en vorun; til í allt.
Man eg það, að eg þótti hætinn, en
að öðru leyti varð óll konstin skökk
eins og hjá Sveini Dútu. Samt með
því að taka eftir hvað aðrir gerðu,
og með miklum kSium og iiljöðum
þeirra, er betur ’vissu, slampaðist
það af, en mikið fann eg þá til minn-
ar fávizku.
Mér hefir oft orðið að bera sam-
an þennan leik og þann. er eg sá á
Mountain 1928. Sat eg þar hjá J.
B. Skaptason frá Selkirk. og segir
hann þá: "Are there any Iceiard-
ers playing?” "I understand that
one of the teams is mostly Iceland-
ic,” svaraði eg. “Well, I didn’t know.
They all look alike to me.”
Undir sólarlagið héldum við bræð-
ur heim og töluðum um glímu en ekki
baseball, hann var okkur of mikil
ráðgáta. Björn var að útskýra fyr-
ir mér eitthvert bragð og brá mér.
Eg varaði mig ekki og datt á kné.
“Lifandi undur ertu stirður,” sagði
hann.-------------
Þannig endaði þessi fyrsti vetur
minn í Ameríku. Eg hafði lítið gert
og lítið lært, eins og mér siðan hefir
oft orðið á, en hugðnæmt er mér að
minnast Dakotabyggðarinnar, eins og
eg man eftir henni þá.
' Hún var aðeins sex ára gömul, og
þó var furðumargt búið að gera, þeg-
ar þess er gætt, að flestir komu
þangað svo að segja allslausir. Marg-
ir höfðu komið sér upp myndarleg-
um húsum, þó langflest væru bjálka-
hús, og plægt töluvert stóra akra.
Líka áttu allir fleiri eða færri naut-
gripi, og sumir kindur, og kom sú
eign að góðu haldi, þó mjög lítil sala
væri þá fyrir annað en hveiti.
Akuryrkjuverkfæri voru menn sem
óðast að kaupa, oftast hver fyrir
sig, en stundum tveir eða þrír í fé-
lagi. Uxinn, þessi tigni, sterki og
þrautseigi alúðarvinur nýbyggjans,
var stoð og stytta langflestra. Þó
var hestum að fjölga, en reyndust
misjafnlega, enda kunnu Islendingar,
er vanist höfðu íslenzkum hestum, er
allt má bjóða, lítið með þá að fara,
en þeir oft gallaðir á ýmsan hátt.
Skólar voru komnir upp á fjórum
stöðum, Garðar, Eyford, Mountain
og Hallson, og voru þeir óspart not-
aðir, enda var byggðin aðeins 15 ára
þegar 16 íslenzkir kennarar voru
samankomnir á kennarafundi i Pem-
bina. Þennan vetur voru tveir ís-
lenzkir piltar við skóla i Decorah,
Iowa, þeir D. J. Laxdal og Gunnlaug-
ur Peterson, og tveir við guðfræðis-
nám í Noregi, Stgr. Þorláksson og
Friðrik Bergman.
En vænst þykir mér um G-in þrjú:
Glaðlyndið, Gestrisnina og Greið-
viknina, sem alstaðar var að mæta.
Enginn efaðist um framtíðina, enda
unnu flestir eins og víkingar. Gengu
í mórauðum strigafötum, höfðu treyj-
una hneppta upp undir höku, með
belti um mittið, og þoldu allt, jafn-
vel að fara til markaðar með hveiti-
hlass á uxum sínum, sem seinfærir
voru, um miðjan vetur og stundum
yfirhafnarlausir.
Góðir borgarar voru þessir menn
líka, og það eru Dakotamenn enn.
Þess var ekki langt að bíða, að nokk-
uð víða sáust borgarabréf föðursins
í ramma uppi á veggjunum innan
um fermingaráttesti barnanna, sem
eðlilega var ætlast til að reyndust
borgarabréf þeirra í guðsríki. Eng-
inn efaðist um að Bandaríkin væru
bezta land undir sólinni — efaðist
ekki um, að eg vona — enda var
Uncle Sam þá ekki kominn í þá al-
heims ónáð, er nú steytir hnefann
að honum úr öllum áttum, svo að
hver sullbolla-froðusnakkurinn sem
er, eys nú yfir hann öllum þeim
skömmum, er hans kvarnahöfði
kemur til hugar. Var þá líka þess
langt að bíða, að honum yrðu þau
óhöppin á að hléypa þýzku snörunni
fram af svíranum á Jóni bola og
kippa í skottið á Marianne frönsku,
svo að hún hröklaðist niður af högg-
stokknum; eða að fæða Belgíu og
Rússland, þegar allir aðrir stóðu
höggdofa og horfðu ráðalausir á
þau svelta.
Washington spáði því fyrir löngu,
að engin gæfa myndi því fylgja, að
Bandaríkin skiftu sér af málum Ev-
rópu. Hefir það ræzt; hefir hún líka
lengi blendin verið og viðsjálsgrip-
ur.
Winnipeg Borg
Eftir J. J. BILDFELL
Borgin Winnipeg er 57 ára gömul,
var löggilt 1873, þá ofur lítið þorp,
er engum datt í hug að ætti eftir að
vaxa og þroskast, unz það væri orðið
með allra glæsilegustu borgum Kan-
ada. Fólkstalan á stöðvum þeim, þar
sem Winnipeg stendur nú, var árið
1870 215. Ef einhver hefði komið upp
með þá, að eftir 60 ár yrði risin upp
vegleg borg með stórbyggingum og
steinlögðum strætum; með 300,000
íbúa, og að flugvélar svifu í loftinu
upp yfir henni bæði nótt og dag.
hefði hann verið álitinn viti slnu
fjær. Sannleikurinn var sá, að þá
var fátt sem gat bent í þá átt. Land-
ið var lágt og árnar flóðu yfir bakka
sína. En það var eitt, sem að lík-
indum hefir ráðið meiru en nokkuð
annað, að byggð hófst og bær mynd-
aðist, þar sem Rauðá og Assiniboineá
renna saman, og það var Rauðáin,
sem tengdi staðinn við byggðir
manna sunnan .landamærannd, því
eftir henni var þá hægt að ná til
þeirra, þegar á þurfti að halda.
Nafnið Winnipeg er tekið úr máli
Indíána, eða úr máli þess flokks
Indíána, sem Cree heitir. “Win ni-
pee”, sem þýðir grugguga vatnið,
en svo nefndu þeir Winnipegvatn.
Þó að meiningin sé, að ritgerð
þessi fjalli aðallega um Winnipeg-
borg og þroska hennar, þá er naum-
ast hægt að komast hjá að minnast
nokkrum orðum á tímabil það, er
liggur á milli löggildingar borgar-
innar og byggðar hvítra manna á
þessum slóðum.
Það er eðli manna, séu þeir heil-
brigðir, að vilja sjá, kanna og skilja
helzt alla hluti. Svo var það líka
um fyrstu frumbyggja þessa lands.
Þeir námu fyrst austurströnd og hér-
uð Canada. En þeir voru ekki á-
nægðir með það, að sitja kyrrir við
nið hafsins, eða hið straumþunga St.
Lawrence fljót. Skógarnir, sem þeir
sáu ekki út yfir, lokkuðu þá. Vötn-
in, víð sem hafið, eggjuðu þá, og
landið dró þá æ lengra inn í mið-
bik sitt, þar sem hjarðir dýra og
víðáttumikið og auðugt sléttlendi
beið þeirra. Svo þeir ruddu sér braut
í gegnum skógana, sigldu stórvötnin
unz þeir náðu, ekki aðeins inn í land-
ið mitt, til sléttanna hinna miklu,
sem mynda miðbik Kanada, þar sem
visundar svo tugum þúsunda skifti
voru á beit, heldur vestur yfir þær,
vestur að Klettafjöllum; vestur yfir
þau og alla leið vestur á Kyrrahafs-
strönd. En það er ekki landið í heild
sem átti að vera umtalsefnið i þess-
ari grein, heldur sá partur þess, sem
Winnipegborg stendur á; bærinn
sjálfur og umhverfi hans, að því leyti
sem það snertir sögu bæjarins sjálfs.
Það má segja, að byggð hvitra
manna hefjist á og kringum svæði
það, sem Winnipegborg stendur nú
á, árið 1812. Að vísu kom Sieur de
la Verendrye þangað sem Rauðá og
Assiniboineá mætast, í september
1738, og dvaldi þar eitthvað, þvi
hann reisti virki á suðurbakka As-
siniboineárinnar rétt við ármótin, er
hann nefndi Fort Rouge, og heldur
sá hluti borgarinnar þvi nafni enn,
eins og kunnugt er.
Það er samt ekki fyr en 74 árum
seinna, eða árið 1812, að byggð
hvítra manna hefst í Rauðárdalnum.
Árið 1811 gerði Selkirk lávarður,
sem var skozkur. að ætt og uppruna.
og ágætur maður, samning við Hud-
sonsflóafélagið, sem hann tiéði þá
yfir, um að setja til síðu 116,000 ekr-
ur af landi í Rauðárdalnum, til ný-
lendumyndunar; og það ár sendi
hann 23 menn vestur til Kanada, til
þeps að nema land í hinu nýja land-
námi í Rauðárdalnum, undir forystu
manns, sem Milles Macdonnell hét.
Þessi innflytjendahópur náði aðeins
til York Factory við Jaines Bay það
ár. En til Rauðárdalsins komu þeir
30. ágúst 1812 og settust þar að.
Nýlendusvæðið, sem þessum mönn-
um var valið, var við Rauðána, þar
sem nú heitir Point Douglas. Voru
hverjum manni úthlutaðar 10 ekrur
af landi með dágóðu húsi á. Vai\
byggð þessi nefnd “Colony Gardens”.
Síðar sendi Selkirk lávarður fleiri
menn vestur til landtöku í þessu nýja
landnámi, og var byggðin þá færð
norður með Rauðánni að vestan,
þangað, sem nú heitir West Kildon-
an. Bújarðir þeirra, sem þar bygðu,
voru stærri (100 ekrur). Þær náðu
allar að ánni og svo fjórar mílur
vestur. Var það gert til þess að
menn gætu búið á árbakkanum, sem
var skógi vaxinn, og þar því nógur
viður til eldsneytis og skýlis, og svo
var fiskiveiði mikil í ánni, sem kom
sér einkar vel fyrir nýbyggjana. En
löndin voru óþægileg til jarðyrkju, því
þetta voru lengjur, 10 keðjur á
breidd (660 fet), en fjórar mílur á
lengd.
Nýlenda þessi eða byggð var ekki
stór, en samt sem áður undirstaðan
undir byggð Winnipegborgar. En
hún var meira, hún var undirstaðan
undir aðalatvinnugrein fylkisins, sem
sé kornræktinni.
Saga þessarar ungu byggðar er
aðallega raunasaga. Það var ekki
aðeins að þessir frumbyggjar yrðu
að mæta erfiðleikum þeim, sem frum-
byggjalífinu eru ávalt samfara, held-
ur stóð svo á, að verzlunarfélögin
tvö, sem hér kepptu um grávöru-
verzlun, bárust á banaspjótum, og
var foringi Hudsonsflóafélagsins,
Semple, ráðinn af dögum 19. júní
1816, ásamt tuttugu af fylgismönn-
um sínum, þar sem Seven Oaks varð-
inn stendur nú, og reistur var til
minningar um þann sorglega at-
burð. Selkirk lávarður var ofsóttur
af mönnum mótstöðufélagsins, North
West Fur félagsins, og er sagt að
sá hildarleikur hafi lagt þann ágæt-
ismann í gröfina. Landið sem hann
hafði fengið hjá Hudsonsflóafélag-
inu, gekk aftur til félagsins 1836.
En nýlendan stækkaði lítið eftir frá-
fall Selkirk lávarðar.
Arið 1821, eftir all biturt stríð og
langt ósamlyndi milli Hudsonsflóa-
félagsins og North West félagsins,
sameinuðust þau undir Hudsonsflóa-
nafninu, og réð félagið svo yfir þess-
ari litlu byggð, þar til að það lét af
hendi landeignir sínar í Kanada ,að
undanteknum 7,000,000 ekra af ak-
uryrkjulandi til Kanadastjómar ár-
ið 1869.
Þegar þau umskifti urðu, tók
Kanadastjórn yfirráðin í sínar hend-
ur, og það með svo skjótum atvik-
um, að menn áttuðu sig ekki á skift-
unum og gripu til vopna undir for-
ustu Louis Riel, sem var franskur
kynblendingur, og vildi óefað verða
höfðingi bæði hvitra manna og Indí-
ána á þessum slóðum. En sigur hans |
varð skammgóður vermir, því hann
flýði, er Garnet Woolseley (síðar
Woolseley lávarður kom til að
skakka leikinn árið eftir.
Þorpið er myndast hafði kringum
Fort Garry vígið, sem Hudsonsflóa-
félagið byggði kringum verzlunarhús
sín, var lítið, og er íbúatalan, þegar
það félag sleppir stjórn og umsjón,
yfir því, 1869, aðeins 215 manns.
Nafn þorpsins var í fyrstu Fort
Garry. Svo var það nefnt Selkirk,
eftir Selkirk lávarði, um tíma, en
síðan Winnipeg. Arið 1870 er Mani-
tobafylki myndað og gekk fylkið inn
í fylkjasamband Kanada það sama
ár, og sýnir manntalsskýrsla fylkis-
ins frá 1871, að þá hafi fólkstala
þess verið 11,963 er skiftíst þannig:
5,757 franskir kynblendingar, 4,083
enskir, 1,565 hvítir menn og 558
hreinir Indíánar.
Árið 1873 var Winnipeg löggilt
sem bær og var fólkstalan þá kom-
in upp í 1,800, og má það heita bráð-
ur vöxtur á þremur árum, og það
jafnvel þótt skilyrðin hefðu verið
aðgengilegri heldur en Winnipeg
hafði að bjóða. Bærinn máttl heita
án nokkurs sambands við umheim-
inn, nema að því leyti að Rauðáin
knýtti hann við mannabyggðir suður
í Minnesota, sem var bæði erfið og
torsótt leið að hagnýta sér.
Hvað var það þá, sem dró fólk til
Winnipeg um þær mundir? Að
sjálfsögðu hefir það verið æfintýra-
þrá að meira eða minna leyti, þvi
hún hefir laðað menn til óþekktra
plássa og ónuminna landa frá alda
öðli.
I öðru lagi bárust sögur um víð-
áttumiklar og frjósamar sléttur, þar
sem menn þóttust vissir um þegar í
byrjun, að blómlegar byggðir mundu
rísa í nálægri framtíð. Að þar væru
og miklir skógar, með ótal verðmæt-
um dýrategundum. Að árnar, sem
þessi nýi bær stæði við, væru svo
fiskisælar, að á einum degi hefði
maður tekið 300 af hvítfiski úr
Rauðánni við mynnið á Assiniboine-
ánni. Og svo ekki sízt það, að stað-
ur, þar sem um jafnmikinn auð væri
að ræða, yrði ekki lengi látinn vera
án járnbrautarsambands við aðra
parta landsins. Menn voru því ró-
legir þó erfitt væri um samgöngur í
bili — þó Winnipegbúar á fyrstu ár-
um bæjarins yrðu að sækja nauð-
synjar sínar nokkur hundruð mílur
suður á bóginn. Þeir fóru i kaup-
staðarferðir sínar haust og vor, með
mörg akneyti og “Red River Carts”,
í vissri von um, að slíkt væri aðeins
bráðabirgðarraun. Enda varð þeim
að von sinni, því fimm árum eftir
löggilding Winnipeg, kom fyrsta eim-
lestin frá St. Paul, Minn., til St. Boni-
face í Manitoba, og kanadiska Kyrra-
hafslestin, sem fór alla leið vestur
að hafi, kom til Winnipeg 4. júlí
1886, og var þá Winnipeg komin i
samband við Montreal og Vancou-
mál er að ræða, að þá geta menn
ekki orðið sammála. Eins var það
um þetta löggildingarmál. Ýmsir
leiðandi menn fylgdu löggildingar-
málinu hart fram, en Hudsonsflóa-
félagið lagðist á móti.
Náði löggilding samt fram að ganga
árið 1873, og urðu fyrstu bæjar-
stjórnatfkosningarnar allalvarlegar.
A meðal annars, var einn af læknum
bæjarins eða þorpsins, kallaður að
kvöldi til I embættiserindum niður á
Point Douglas. Þegar þangað kom,
var hann tekinn, dreginn út úr vagni
sínum og bundinn.
Til borgarstjóra við þessar fyrstu
kosningar í Winnipeg buðu sig fram
sjö menn, þeir W. F. Luxton, Ken-
nedy, Ashdown, Bannatyne, Cornish,
McMicken og Macauly. Francis E.
Cornish varð hlutskarpastur við kosn-
ingarnar og varð því fyrst borgar-
stjóri í Winnipeg. Meðráðendur hans
voru kosnir T. Scott, Archie Wright
og A. Strang. Allir þessir menn eru
vel þekktir i sögu Winnipegborgar,
og hafa tekið mikinn og ákveðinn
þátt í að byggja upp og þroska bæ-
inn.
Löggildingin var nú fengin, og
bæjarstjómin kosin; en ráðhús var
Hornið á Main og Portage, 1872.
ver, og líka orðin að miðstöð hins
mikla meginlands Kanada.
En þrátt fyrir það, þá hefir víst
engan á þeim árum dreymt um það,
sem bærinn átti eða á eftir að verða.
En menn hefðu mátt taka undir með
Whittier og segja:
“I hear the tread of nations.
Of empire yet to be;
The dull low wash of waves where
yet
Shall roll a human sea.”
Löggilding Winnipeg.
Þegar Kanadastjórn var búin að
taka við stjórnartaumunum í Mani-
toba, þá kom það brátt í ljós, að
þorpið litla við mót Rauðár og Assi-
niboineár, gerði sig ekki ánægt með
allar ráðstafanir sér til handa frá
þvi opinbera; og þar að auki hefir
að líkindum verið lifandi hjá þorps-
búum sú almenna heilbrigða tilfinn-
ing, að eiga með slg sjálfir. En hvor
þessara tilfinninga eða eitthvað ann-
að, hefir ráðið, þá er það víst, að
þorpsbúar hafa fundið til þess, að
æskilegt væri að löggilda bæinn. En
það er oft, þegar um mikilsvarðandi
ekkert til. Crr þessu var þó bætt
með því, að hin nýkosna bæjarstjórn
leigði sér funda- og starfspláss uppi
á lofti í verzlunarbúð, er stóð við Að-
alstræti, þar sem minnisvarðinn
framundan ráðhúsinu stendur nú.
En sú bygging var ekki traustari en
svo, að á fundi einum, sem bæjar-
stjórnin hélt þar, var að því komið
að gólfið brotnaði undan þunganum.
en sem betur fór, komst þó fólk allt
út óskaddað.
Þörfin var því augsýnileg til að
eignast ráðhús, og var afráðið að
byggja það. Staðurinn var valinn á
flötinni á milli ráðhússins, þar sem
það stendur nú, og Aðalstrætisins.
Var þar gil eða lægð allmikil, sem
vatn var oft í. Þetta gil notuðu þeir
fyrir kjallara, en endarnir náðu yfir
það. Ekki heppnaðist þessi bygg-
ingaraðferð vel. Suðurveggurinn
sprakk á jóladaginn 1874, og urðu
byggingameistararnir að endurbæta
hann með ærnum kostnaði, áður en
það þótti nothæft. En svo bar það
ráðhúsnafn í 11 ár, eða þar til að
lokið var byggingu ráðhússins, sem
nú stendur, árið 1886.
Bæjarstjómin nýkosna hafði um
I
Ask tor Kiewol’$ Whitt Seal 1
Ai - Lisiníid Parior* wr froTrt
Oa#h »ed Carry Sio-aa.
KIEWEL BREWING CO.LTQ.
ORDER TELEPHONES 201 178-201 178,