Heimskringla - 24.09.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.09.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. SEPTEMBER 1930 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA Marz, og eins hitt, hvort þar mundi nokkur mannabyggð vera. Þegar eg var kennari, hafði eg nokkum áhuga fyrir þessu, sem margir aðrir. Nú þegar mér varð það mögulegt að fara þangað sjálfur, með guðs hjálp og aðstoð, og þurfti ekki nema svo sem einn klukkutíma til þess, þá lét eg það ekki undir höfuð leggjast lengur en þurfti. Það sem mér varð einna starsýnast á, er þangað kom, voru hinir afar djúpu dalir milli geysihárra fjalla, sem eru þó ekki þverhnypt heldur bunguvaxin. Niðri í þessum dölum er sumstaðar eins dimmt og i hellum á jörðinni. Enga sá eg þar gígi eða skurði grafna, en stóra græna gras- fláka sá eg. Það sem sagt er um endurholdgun Jarðarbúa á Marz eða annarsstaðar, er alveg rangt. Hvorki endurhaldg- ast jarðarbúar né aðrir menn, sem hafa yfirgefið holdlegan líkama. En fólk býr á Marz, sem hefir haft sinn uppruna þar, eins og jarðarbúar höfðu sinn uppruna. Fólk þetta hefir mikl- ar verklegar framkvæmdir með hönd um sem jarðarbúar, en djörfung og þrek virðist þó minna. Eru litilsigld- ari í útliti og ekki eins djarflegir í sjón Gefa sig ekkert að þvi að kynnast öðrum hnöttum, og enginn sérleg löngun til að fræðast um utanað komandi áhrif. Sýnast vera rólyndir og friðsamir. Mjög næmir eru þeir fyrir komu okkar, sem vorum í holdinu, þvi þeir vita um ef einhvern ber að garði frá okkar svokallaða ósýnilega heimi. Verða þeir áskynja um þetta, því sjón þeirra er stórum fullkomnari en Jarðarbúa. Þetta hefir líka sína galla, því svo margt er að sjá, og ekki allt sem girnilegast. Svi veld- ur þetta og því, að fólkið er hálf óttaslegið er aðkomugestir koma. Eg á við þá, sem hér á jörðinni eru kallaðir ósýnilegir. En þetta heldur þeim betur saman, og er eining á meðal þeirra, eftir öllu að dæma. Meðal annars stunda þeir veiðar í einskonar opnum bátum, og er þeim mönnum, er standa fyrir verkum, goldið mikið þakklætiskaup í vinnu- afurðum, því engir sjást þar pening- ar, og engin stríð vita þeir um. Að því leyti eru Marzbúar langt á und- an Jarðarbúum. Sú hin mikla dráps- löngun er ekki þekkt þar, sem gerir jörðina að blóðvelli vegna rangra laga og ágimdar, og sem veldur hinu mesta böli. Þegar Marzbúar deyja ,eins og kall að er, eru þeir háðir sömu íögum og við. Verða þá án holdlegs líkama, og á sömu sviðum og við. Þeir voru friðsamir og góðir, og reynast þeir því sérlega góðir nágrannar, þessir menn, er eg hefi nú skýrt frá að nokkru leyti. Hnöttinn, sem þeir byggja sem holdklæddir menn, kalla Jarðarbúar Marz. Sjálfir kalla þeir hann “Staffir”. “Þakka þér fyrir það, sem þú last, ekki af þvi, að þar sé farið svo rétt með, heldur af því, að það rifjaði upp atriði úr ferðasögu minni til Staffir. Séu nú einhverjir, sem muna eft- ir Steingrími Thorsteinsson, og vilja við það kannast, að hann hafi kos- ið að fara rétt með, þá lofið þeim að sjá þessa stuttu lýsingu af ferð minni til Marzbúa. Ykkar vörður og vinur, Steingrímur Thorsteinsson.” * * * Aths.—Litlu síðar en St. Th. flutti þetta erindi sitt, stóð til að aðrir tækju sér sömu ferð á hendur, sem þeir ög gerðu. Eg beið með þetta er- indi þangað til eg fékk sögu þeirra. Nú ber sögusögnum þessum saman í öllum aðalatriðum, og sendi eg því sögu St. Th. til birtingar í Heims- kringlu. Jóhannes Frímann. Ste. 20, 626 Elice Ave. t)R REYKJAVIKURLIFINU Smásaga um hest. Margt er skrifað í erlendum blöð- um um Island, mismunandi skemti- legt og mismunandi satt. 1 blaði einu í Suður-Jótlandi birtist nýlega eftir- farandi lýsing á götulífinu í Reykja- vik, en sagan var tekin úr þýsku blaði: . Það var á miðjum degi, er mest var umferðin á Reykjavíkurgötum. Kerr- ur og bílar þutu fram og aftur með fisk og kol, og fjöldi fólks var á gangi. Alt í einu stöðvast öll um- ferð á aðalgötunni (Austurstræti), bílar og kerrur stóðu í hnapp og fólk- ið stóð í köku, og komst hvergi. Eigi varð þversfótað, og alt kom til af því, að einn af þessum ágætu íslensku hestum hafði fundið upp á því að velta sér á miðri götunni. Að stundarkorni liðnu hafði hann fengið nóg, og stóð þá upp og leit í kringum sig með mesta sakleysis- svip, eins og hann væri að gefa til kynna, að hann gæti ekkert gert, hristi sig síðan allan og skók, og labb- aði svo í gegnum mannþröngina. “Þetta er daglegt brauð,” sagði einn Islendingur sem með mér var, og eg komst brátt að raun um, að hann hafði rétt fyrir sér, því þessir bless- aðir hestar voru alltaf að þvælast fyrir mér á gangstéttunum. I Reykjavik er það siður hestanna I að þeir fara heim um hádegisbilið til i áð éta. Að því loknu taka þeir sér j dálítinn skemtitúr um bæinn, velta sér á götunum, reka hausinn inn, þar I sem þeir koma fram hjá opnum gluggum og líta á helstu nýungar i ; búðargluggunum, og koma svo til ! vinnu sinnar um klukkan þrjú. Allir eru þeir stirðlyndir og staðir nokkuð, en vinalegir þegar vel er að þeim farið. Og þó þeir séu úfnir og skrítnir, geta þeir oft og einatt horft svo skemtilega á mann, að ómögu- legt ér að reiðast þeim. Frá Islandi Siglufirði, 29. ágúst Vínandi verður manni að bana Skipverjar af Iho drukku í fyrri nótt af áttavitavökva skipsins með þeim afleiðingum, aip einn þeirra Jón K. Jónsson bðið bana af, en tveir aðrir voru fluttir á sjúkrahúsið fár- veikir. * * * Rvík. 30 ágúst Ný bílleið Fyrir skemstu fór bíll frá Húsa- vík norður yfir Reykjaheiði að Fjöll- um í Kelduhverfi. Er það í fyrsta skifti að bill fer þessa leið, og mun vegurinn ekki hafa verið góður. En nauðsynlegt er að hafa sumarveg fyrir bíla þarna yfir heiðina. Þegar hann er kominn, má fara á bíl alla leið frá Reykjavík og norður á Mel- rakkasléttu. * * * Rvík. 30. ágúst VANDAÐISTI TOGARI senska flotans Hinn nýi togari Einars Þor gilssonar “Garðar” Um síðustu helgi kom hinn nýi togari Enars Þorgilssonar tii Hafn- arfarðar. Hann er smíðaður hjá skipasmíðastöðinni Smiths Dock Co. í Middlesborough. Gísli Jónsson hefir haft eftirlit með smíði skipsins, enda gert aílar út- boðslýsingar. Skipstjóri er Sigurjón Einarsson. Eftir því, sem fróðir ménn herma, er togari þessi, er nefndur hefir verið "Garðar,” sá mesti og vandaðisti togari, sem smíðaður hefir verið fyrir íslenska útgerð. Togarinn er 465 tonn, 155 fet á lengd, 26 y2 fet á breidd, og 15 fet á dýpt. öll er smíði togarans hin traust- asta. Þarf engan sérfræðing til að sjá það, að óvenjulega traustlega og vel er frá öllú gengið, í smáu sem stóru. Skipið er mikið vandaðra en Lloyds reglur mæla fyrir. — Er skipsskrokk- urinn með þrem langböndum, en 16 —21 þuml, er milli þverbanda. Eru þverbönd með þykkildi í innri brún, og miklu sterkari en venja er til, en langböndin tengd við skipssíðuna milli þverbandanna. Vél skipsins er af nýustu og bestu gerð, og útbúin til þess að nota yfir- hitaða gufu, 350 mæla heita, og er það 50 mæla heitari gufa, en hér hefir áður verið notuð. Vélin er út- búin með nýtísku málmtróðum og sjálfvrkun smyrslisáhöldum, forkatli til hitunar á veitivatni og tvöföldum austurs- og veitivatnsdælum. Vélin hefir 870 hestöfl, og er ganghraði skipsins 11,6 mílur. Kolaeyðslan 8 __8^ tonn á sólarhring, þegar skip- ið fer fulla ferð. Ketillinn er inni- brygður milli tveggja rykþéttra þilja. til að fyrirbyggja hit^tap og til að hafa sem best not af dragsúgnum fyr- ir eldholin. Tvær ljósavélar eru í skipinu, baeði til þess að ljós bregðist ekki þó ljósa- vél bili, en sú sem þarf minna afl er notuð yfir bjarta tímann. Lýsisbræðsluskýli á afturdekki er úr stáli. Þar eru 3 bræðsluker og kælikassi. Vinda skipsins hefir 100 hestöfl og getur dregið upp botnvörpuna í 3— 4 mínútum. — Sérstaklega vandaður útbúnaður er á gálgunum, meðal annars eru þeir festir á rammbyggi- leg fótstykki á þilfarinu. I skipinu eru liftskeytatæki, mið- unartæki fyrir radiovita, og spánýr dýptarmælir, þannig gerður, að hægt er í vetfangi að sjá á mælinum hve dýpið er mikið þar sem skipið er. Er hægt að mæla dýpið á sekúndu hverri. _ Mælir þessi er festur á vegg stýr- irhússins. Slíkur útbúnaður hefir eigi sést hér áður. Aðbúnaður skipverja er þarna í bezta lagi, lúgur rúmgóðar, með 27 rúmum og 16 fataskápum. Þar eru þvottaskálar og sérstakur dæluut- búnaður til að ná þangað vatni. En við innganginn í lúgarinn er klefi fyrir yfirhafnir skipverja. Herbergi stýrimanna eru hin vönd- uðustu, timbur úr ljósri eik, og þar snyrtilega frá öllu gengið. En her- bergi skipstjóra er sem i lystiskipi. Einar Þorgilsson útgerðarmaður hefir her stígið heillalríkt framfara- spor með því að láta gera hinn vand- aða og stóra togara. Meðan útgerð- armenn leggja sig fram tii þess að vanda skip sín sem best, eru þeir áreiðanlega á réttri leið. — Stingur sú stefna æðimikið i stúf við stefnu núverandi stjórnar, sem vinnur að því að safna hingað gömlum skipum til landsins. — Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. “Þér ættuð ekki að tala svona til mín, tigna frú!” sagði hann dauf- lega. “Eg þoli yður rtieira en nokkr- um öðrum manni; en þenna skipun- arróm þoli eg ekki. Reynið ekki að hleypa hestinum af stað!” bætti hann við, er Eugenie ætlaði að slá í klár- inn. “Þér getið ekki riðið mig um koll, en guð veit að eg skal skella hestinum, eins og gerði við vagnhest ana ykkar í vor.” Það lá hótun í orðum hans og ógn stóð af augnaráðinu. Eugenie sá nú í fyrsta sinni þann geðofsa, er allir óttuðust, beinast að sér sjálfri; og hún sá allt í einu að hún var í hættu stödd. En hún fann samstundis eina hjálparráðið. “Hartmann!” sagði hún ásakandi. en í hlýlegum málrómi. “Aðan buð- uð þér mér vernd yðar og nú ógnið þér mér sjálfur. Nú þegar þér kom- ið svona fram við mig, skil eg fyrst við hverju eg hefði mátt búast af fé- lögum yðar. Eg hefði ekki riðið ein upp í skóginn, ef mig hefði grunað slíkt.” Asökunin, og einkum mildi mál- rómurinn, kom vitinu fyrir Ulrich aftur. Mesta heiftin hvarf úr svipn- um og hann linaði tökin á taumunum. “Eg hefi aldrei verið hrædd við yður,” sagði Eugenie hægt, “þó mér hafi verið sagt margt misjafnt ura yður. Ætlið þér nú að koma mér til að hræðast yður? Við erum hér fast við brekkuna, ef þér haldið áfram að reyna að fæla hestinn, þá hlýzt af þvi slys. Ætlar sami maðurinn og eitt sinn bjargaði mér, er hann ekki þekkti neitt, nú að stofna mér í hættu?” Ulrich hrökk við og leit á klifið, er var rétt hjá hestinum. Hann sleppti taumunum og gekk hægt til hliðar og lét hana komast fram hjá sér. Það var sem hann léti undan einhverju óviðráðanlegu afli. Eugenie leit ósjálfrátt við, hann stóð þegj- andi og horfði niður fyrir sig; en ekki yrti hann á hana einu orði, er hún j reið framhjá honum, og varð ekkert um kveðjur af hans hendi. I XVI. Eugenie létt fyrst fyrir brjósti, er Freyja óðfluga bar hana burt frá hinum hættulega manni. Þó hún væri huguð, þá hafði hún titrað. Hún hefði ekki verið kona, ef hún hefði ekik vitað og fundið af því, sem nú hafði farið á milli þeirra, að það var tilfinning miklu hættulegri en hat- ur, sem var orsök í hinni undarlegu framkomu manns þessa gagnvart henni. Ennþá laut hann valdi henn- ar, en nærri lá að hann hefði slitið af sér hlekkina. Hún var komin út úr dalnum og ætlaði að fara að beygja út af akveg- inum, þegar hún heyrði hófadyn fyr- ir aftan sig; og er hún leit aftur, sá hún mann koma ríðandi á harða spretti, og náði hann henni á svip- stundu. "Loksins!” sagði Arthur feðinn, um leið og hann stöðvaði hest sinn. “En sú ógætni, að riða einssaman út ein- mitt í dag . En þú vissir reyndar ekki af hættunni.” Eugenie horfði forviða á mann sinn. Hann var móður og heitur eftir sprettinn. Hann var ekki í nein- nm feiðfötum og hafði hvorki glófa né spora. Hafði hann auðsjáanlega fleygt sér á hestbak óviðbúinn til að leita hana uppi. “Eg frétti fyrst um þetta uppá- tæki þitt fyrir hálfri klukkustundu,” hélt hann áfram og reyndi að sýnast rólegur. “Franz og Anton fóru sinn í hvora áttina til að leita að þér, en eg hitti á réttu leiðina. Mér var sagt á búgarðinum, að þú hefðir rið- ið þar fram hjá fyrir stundu.” Eugenie spurði ekki um ástæðuna til þessarar umhyggju. Henni var vel kunnugt um hana, en hana furð- aði á umhyggjunni. Hann hefði get- að látið sér nægja að senda þjónana til að leita að henni. Reyndar var það óþægilegt fyrir eiganda nám- anna, að eiga það á hættu, að námu- mennirnir gerðu á hluta konu sinn- ar. Það hafði náttúrlega komið hon- um af stað. “Eg var þarna uppi,” sagði hún og benti upp á hæðina. “Uppi á hæðinni, þar sem við bið- um í illviðrinu forðum! Hefir þú verið þar?” Eugenie sótroðnaði. Hún sá nú aftur glampann í augum hans, sem hún hafði saknað vikum saman. Því spurði hann svona ákaft eftir þessu? Hafði hann ekki fyrir löngu gleymt þeirri stundu, sem henni sárnaði svo oft að minnast? “Eg kom þangað af hendingu,” sagði hún fljótlega, eins og hún væri að bera sök af sér, og þessi leiðrétt- ing hennar hafði líka tilætluð áhrif. Glam^inn hvarf úr augunum og mál- rómurinn varð kuldalegur. “Af hendingu! Já, auðvitað. En þú hefðir einnig af hendingu getað komist út á brautina til M. og það óttaðist eg.” “Nú, fyrst þessu er svona varið. þá get eg ómögulega þegið fylgd og vernd þess manns, er lýsir beinlínis yfir, að hann sé fjandmaður manns- ins míns — eg ætla að fara ein.” Hún ætlaði að hleypa hestinum af stað, en Ulrich þaut í veginn fyrir hana. “Verið kyrrar, tigna frú! Þér verð- ið að taka mig með yður!” sagði hann ógnandi. “Verðið eg?” Eugenie hóf upp höfuðið þótatlega. “Og ef eg nú ekki vil það ?” ‘‘Þá — bið eg yður þess!” Þarna komu aftur í ljós snöggu umskiftin hjá Ulrich; ósvífin hótun varð að næstum auðmjúkri bæn. — Einnig í þetta skifti sefaði það bræði Eugenie. Hún sá að hann var æstur af reiði, en horfði þó á hana áhyggju- fullur. “Eg get ekki tekið boði yðar, Hartmann,” sagði hún alvarlega “Fyrst félagar yðar eru í þeim ó- friðarham, að mér sé hætta búin af því að mæta þeim, þá er eg hrædd um að það sé yður að kenna; og að þiggja vernd manns, sem ber óslökkv andi hatur til okkar —” “Okkar!” tók Ulrich upp eftir henni. “Yður hata eg ekki, tigna frú; og þér skuluð ekki verða fyrir neinni móðgun, það getið þér reitt yður á. Enginn þorir að segja ill- yrði í yðar garð, þegar eg er hjá yð- ur, og ef einhver yrði samt svo djarf- ur að gera það, skyldi sá fá fyrir ferðina. Lofið mér að fara með yð- ur!” Eugenie hugsaði sig um litla stund, en kjarkur hennar og hin óvinveittu orð hans, er hann áður hafði notað. réðu úrslitum. “Eg ætla að snúa við og forðast akveginn. Þér verðið að vera hér eftir Hartmann! Það hlýtur svo að vera vegna herra Berkow!” Augu hans sindruðh ailt í einu, og sú heift, er hann svo lengi hafði alið brauzt nú út, er hann heyrði nafn Berkows nefnt. ' “Vegna herra Berkows!” hrópaði hann, “sem er svo góður og um- hyggjusamur, að láta yður ferðast aleina, og þó er hann á ferð hér I skóginum. En hann hefir reyndar aldrei skeytt um yður; honum stend- ur á sama, hvort yður líður vel eða illa! Og þó á gæfa yðar að vera á hans ábyrgð!” “Hartmann, ætlið þér að leyfa yð- ur að tala svona!” hrópaði Eugenie sótrauð af reiði. “Já, það leyfi eg mér, og bæti því víð, að eg hefi séð frúna gráta, þeg- ar frúin hefir ætlað sig eina. Og það er álit mitt, að þér hafið mjög oft grátið, náðuga frú, síðan þér komuð hingað. En enginn hefir orð/ ið þess var nema eg. Eg veit vel, hverjum það er að kenna, og eg skal láta hann .....” Hann steinþagnaði allt í einu, því hin unga kona hafði rétt úr sér í söðlinum, og nú varð hann fyrir kalda og drambláta augnatillitinu, er nísti hann í gegn. Málrómurinn var hastur og óviðfeldinn, og það þótti honum verst, að það var drott- insvald í röddinni; hún ytri á hann eins og undirmann sinn, er hún sagði ■ “Þegið þér, Hartmann! Ef þér segið eitt einasta móðgunarorð í garð mannsins míns, þá gleymi eg, að þér hafið bjargað lífi hans og mínu, og svara yður eins og þér eig- ið skilið.” Hún sneri hestinum við og ætlaði að hleypa fram hjá honum, en Ulrich varnaði henni veginn. Hann hafði náfölnað, er hann í fyrsta sinn heyrði hana yrða á sig í þessum skipunar- róm, og hatrið, sem lýsti sér I aug um hans, virtist nú einnig beinast að henni. “Farið frá!” skipaði Eugenie enn harðar en fyr. “Eg vil komast á- fram!” En hún átti hér við mann, sem ekki gekkst fyrir skipunum, og þoldi ekki heldur að heyra skipun frá henni. 1 stað þess að hlýða, gekk hann nær og þreif í taumana af al- efli; hann kærði sig ekki um, þó að hesturinn prjónaði og Eugenie kæm- ist í hættu. “Og hvað var þar að óttast?” spurði Eugenie um leið og þau riðu samhliða útaf akbrautinni og á mjóan stíg, er lá í gegnum skóginn. Artahur forðaðist að líta i augu hennar. “Þú hefðir getað verið fyrir óþægindum. Námumennirnir okkar fóru í gær upp að efstu bræðsluskál- unum, til þess líka að vekja þar ófrið og uppreisn. Hartmann hefir komið peim i uppnám með æsingarræðum, mér hefir verið sagt að það hefi ver- ið róstusamt þar uppfrá síðan i gær, og hópur óstyrilátra manna, sem koma frá því að gjöra óspektir, er vís til að svífast einkis. Þeir munu vera komnir á'heimleið.” “Eg hefði forðast akveginn hvort sem var,” sagði Eugenie með hægð. “Eg hefi nýlega verið vöruð við hon- um.” “Vöruð við? Hver gjörði það?” “Hartmann sjálfur, er eg hitti fyrir lítilli stimdu uppi í skóginum.” Arthur kippti svo fast í taumana að hesturinn prjónaði. “Hartmann ? Dirfist hann að verða á vegi þínum og yrða á þig eftir að- farir slnar þessa síðustu daga?” “Hann gpörði það aðeins til að vara mig við og bjóða mér fylgd sína og vemd. Eg neitaði hvorttveggju, a£ jvi eg hélt mér bæri kð gjöra það pín vegna.” “Þú hélzt, að þér bæri að gjöra ýað mln vegna,” hafði Arthur upp eftir henni i sárbeittum málrómi. “Eg er þér óendanlega þakklátur fyrir þá hugsunarsemi, hún kom sér vel. Því ef þú hefðir látið hann fylgja þér, þá hefði eg neyðst til að láta hann skilja að uppreisnarforingjanum ber ekki að nálgast konu mína, — hversu mik- ið far sem eg anars gjöri mér um að forðast ófrið.” Eugenie þagði; hún þekkti nú mann sinn nógu vel til að sjá að hann var ákaflega reiður, þó hann reyndi að stilla sig. Hún kannaðist við hvern- ig hann beit á vörina og titringinn á höndunum. Einmitt svona hafði hann staðið frammi fyrir henni fyrsta kvölidð á heimili þeirra. Nú vissi hún að stillingin var aðeins á yfir- borðinu. Þau riðu þegjandi gegnum sól- bjartan skóginn. Ilmandi vorloftið umkringdiþau, á milli grettitrjánna sást í alreiðan himininn, en Eugenie var pungt innanbrjósts; hin leynda tilfinning varð æ sárari. Gatan var mjó, svo þau riðu þétt samhliða. Eu- genie hlaut að taka, eftir því hve fölur maður hennar var, þegar hann var svona fast hjá henni. Hann hafði reyndar aldrei verið hraustlegur að yfirbragði en nú var auðséð að föli yfirliturinn kom ekki af svalli og munaður lífi einsog áður hafði verið. Svipurinn var líka allur annar. Deyfð- in og kæruleysið var horfið, en al- vara og áhyggjur komnar í staðinn. En s ásvlpur fór Arthur Berkow vel. Eugenie sá nú fyrst, að maður henn- ar var friður sýnum, áður hafði hún ekki viljað kannast við það. Þá fannst henni ómennska hans skyggja á alla kosti, en nú bar öll framkoma hans vott um þrek og einbeittan vilja. Hann var leystur úr álögunum, en það var ekki henni að þakka, það fann hún, og henni sámaði það. Vandræðin og erfiðleikarnir, og hætt an, sem yfir vofði, höfðu vakið h^pn af álagasvefninum. “Mér þykir fyrir þvi að þurfa að verða til að stytta skemmrtiferðina fyrir þér,” sagði Arthur með kald- rinalegri kurteisi, sem hans var vandi. “Veðrið er ágætt í dag.” “Eg er hrædd um að þér hafi legið meira á að létta þér upp í góða veðr- inu heldur en mér!” Vel mátti heyra áhyggju I rödd ungu konunnar. “Þú ert svo fölur, Arthur.” “Eg er ekki vanur vinnu,” sagði hann. "Svona er það að hafa aldrei gjört handarvik. Eg get ekki unnið á við neinn undirmanna minna.” “Mér finnst aftur á móti að þú leggir of hart að þér með vinnu,” svaraði Eugenie fljótlega. “Þú ferð varla út úr vinnuherbergi þínu allan daginn, og á nóttunni hefi eg séð ljós loga þar fram undir morgun.” Arthur stokkroðnaði allt í einu. “Hvað er langt síðan þú fórst að gefa svo nákvæmlega gaum að glugg- unum í vinnuherbergi mínu?” spurði hann í beisjulegum málrómi. “Eg hélt þú vissir ekki af þeim.” Nú roðnaði Eugenie; en reyndi að láta ekki bera á neinni geðshræringu og svaraði einarðlega; "Síðan eg komst að því, að hættan, er þú neit- aðir að væri nokkur til — færist allt- af nær. Því reyndirðu að villa mér sjónir með því að gjöra ekkert úr þessum deilum?” “Eg vildi ekki valda þér áhyggju.” "Eg er enginn hræðslugjarn krakki sem verður að hlífa við öllu og þegar einhver hætta vofir yfir okkur------” “Okkur?” sagði Arthur hvatskeyt- lega. “Hættan nær aðeins til mín. Mér hefir aldrei komið til hugar að fara með þig einsog bam, en eg hefi álitið mér skylt að mæða ekki dótt- ur Windeg's baróns með þeim hlut- um, sem hénni eru vist eins ógeðfeld- (Frh. á 7. siBu) TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðlr: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. Haldíd Sorpstampinum hreinum, vel hirtum og lyktarlausum Til þess að halda sorp- stampinum vel hirtum, hreinum og lyktarlausum reynið þetta: Hellið hálfu galloni af köldu vatni í könnu. Bætið tveimur matskeiðum af Giilett’s Lye í það. Nudd- ið síðan stampinn með gömlum bursta. Og til þess að varna því að flugur kvikni í honum, stráið daglega yfir mat- arleyfarnar í honum. GILLETT’S Pure Flake LYE er gott til margs annars. % Sendið eftir nýrri bók fritt, hjálpar til við alla hreins- sem skýrir hvernig það un. STANDARD BRANDS LIMITED GILLETT PRODUCTS TORONTO MONTREAL WINNIPEG and offices in ali the principal cities in Canada

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.