Heimskringla - 24.09.1930, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.09.1930, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. SEPTEMBER 1930 HEIMSK.RINGLA 5. BLAÐSIÐA skipa, sem raun ber vitni, — skarp- gáfaða, einlæga áhugamenn, svo að þeirra líkar eru nú fáir innan kirkju- legra vébanda Islendinga . Máske er það á parti, að minnsta kosti, þvi að þakka, að þeir vita sig frjálsa að hugsunum sinum og kenningum. — Þess vegna eru þar áhugafullir og drenglyndir sannleiksleitendur. Vera má að orþódox kirkjan hafi jafngáf- aða menn í sinni þjónustu. En menn, sem verða að halda sig við fornar kenningar, njóta sín ekki, Menn geta ekki verið heilir, sem vita sig fara með óheilindi. Og gáfaðir menn geta ekki trúað gömlum kenn- ingum, sem þeir jafnvel í barnaskól- um vorra tíma, svo ófullkomnir sem þeir skólar þó eru, læra að ekki þoli Ijós jafnvel lægstu upplýsingar eða menningar. Aumingjarnir! Svo reyna þeir að bæta þessi víssvitandi óheil- indi upp, *með yfirborðs þolinmæði og kurteisi — þögn, þegar annað þrýtur, og undirferli, með hverjum þeir reyna að koma andstæðingum sínum fyrir kattamef — á öðrum sviðum. — Nú gleymdi eg erindi mínu til K. N. og Rósu — bið afsök- unar. I Winnipeg hitti eg marga forn- kunningja. Þar á meðal þau hjón- in Guðmund og Rósu Christie. Með þeim fór eg á sunnudaginn til Seikirk og á mánudaginn til Gimli. Er mér ljúft að minnast þeirra daga, og fólks þess, er eg fann — vinir frá gamalli tið á báðum stöðum. — Þeg- ar eg fór að heiman, hélt eg að þess- ir dagar frá 7. til 12. yrðu nógu langur tími til að heimsækja þá kunningja, er enn kynnu að muna eftir mér. En það fór á annan veg. Ollu því að nokkru þessar ferðir tit Gimli og Selkirk, sem eg ekki gerði ráð fyrir i fyrstu . En nú sá eg að þessi timi reyndist langtof stuttur, því ekki einungis reyndist hann svo stuttur, að eg sá ekki nærri alla, er mig langaði til að sjá, heldur fann eg nú, að mig langaði til að sjá alla þessa fornvini aftur — hafði enda erindi frá Islandi til sumra, sem eg gat ekki persónulega rekið. Af því að ,þegar til kom, fékk eg ekki far- bréfi mínu breytt, þannig að eg gæti farið sömu leið til baka, eins og eg þó reyndi að gera. En skrifa mun eg þeim, er eg átti sérstakt erindi við að heiman — það er frá Islandi. Winnipeg fannst mér að flestu lík og þegar eg fór þaðan, að þvi er fólk ið snerti — fannst eg mundi ennþá kunna vel við mig, ef eg ætti þar heima. Vitanlega hefir borgin stækk að mikið og á þann hátt breyzt, svo eg átti örðugt með að rata; mest vegna þess, að sumt af því fólki, sem mig langaði mest til að sjá, var nú dreift um allan vesturhluta hennar, þar sem eg var að mestu ókunnug Sérstaklega gilti það um þá, eða það fólk, sem komið hefir í bæinn síðan eg fór þaðan. Gefinn hæfi- legur tími, held eg samt að eg hefði getað farið allra minna ferða bráð- lega. Þeim fornvinum mínum, sem eg sá þar austurfrá, þakka eg hér með alúð alla; einnig þeim hjónum Jóh. Christie og frú hans, sem eg þá kynntist í fyrsta sinn, fyrir flutning á mér bæði til Selkirk og Gimli, sem og siðasta kvöld mitt í Winnipeg heima hjá þeim. Veit eg að þar naut eg fornvina minna, Muncia bróður Jóhanns, og konu hans Jóninu, og er mér ljúft aðíþakka þeim það, eins og fleira frá ferð þessari, sem síð- ar mun getið. Allan þann tíma, sem eg var í Winnipeg og þar um slóðir, var veður hið ágætasta, þangað til þann 12. — einmitt daginn, sem við lögð- um upp þaðan, þ. e. í Islandsförina. Að morgni þess 12. var húðarrign- ing, Naut eg enn þeirri M. Christie- hjónanna, sem nú voru að fara til Islands. Mundi í annað eða þriðja sinn síðan hann kom að heiman, en Mrs. 'Chrisitie í þriðja eða fjórða sinn, og með þeim fóstursonur þeirra William Scheving, systursonur Mrs. Christie, Flutti Jóhannes Christie þau ofan á C. P. R. stöðina og fékk eg að vera með. Þegar þar kom, var ös svo mikil, að eg vogaði mér hvergi, þótt eg sæi kunnugum and- litum bregða fyrir hér og þar — hélt mig að föggum minum og þeim Christie-hjónum, og komst slysa- iaust út í lestina. Var það vist vel ráðið, að hætta mér hvergi, því síð- ar frétti eg að nokkrir Islandsfarar hefðu vilst á aðra lest . Ekki varð það samt að sök. Þeir komu til Montreal í tæka tíð eins og við. A vagnstöð C. P. R. var aragrúi af Islendingum að kveðja frændur og vini, sem nú voru að fara heim. Hornleikaraflokkur spilaði nokkur íslenzk lög. Upphaf ferðarinnar var hið hátíðlegasta þrátt fyrir rigning- una. öll hefðum við sjálfsagt kos- ið, að veðrið hefði verið skemtilegra. En við þetta varð nú að sitja. Ekki hygg eg fjarri sanni, að á lest þess- ari hafi verið nær, eða um 300 Is- lendingar. Þekkti eg flesta þeirra að einhverju leyti — marga af per- sónulegri viðkynningu, Meðal þeirra fyrstu, er eg þekkti, voru þau W. H. Paulson og frú hans, séra Jónas A. Sigurðsson, séra Guðm. Árnason. Bjarni Dalmann frá Selkirk; frú Westmann (ekkja Bjarna West- manns) frá Churchbridge; frú Ella Carpenter, frá Tacoma; Sigfús Hall- dórs, ritstjóra Heimskringlu og frú hans, of fleiri . Þar var og konýnn fyrverandi ferðafélagi minn og ná- granni, Þorgeir Símonarson frá Blaine. Lestin lagði af stað kl. 10 f. m., eða þar um bil. Eftir hádegi tók að birta, og var allgott veður siðara hluta dags . Nú voru menn og ekki með neinar áhyggjur út af véðrinu. Hér þurfti ekkert fyrir að hafa, nema eins og Jón ólafsson sagði: "Sitja kyr í sama stað, samt þó vera að ferðast”. Það var létt verk og löðurmannlegt, en þægilegt og skemti legt. 13. Júní. — Nú er gott veður. Lest- in rennur áfram gegnum ljótt og ó- frjótt iand . Ef mig minnir rétt, var á þessari leið fyrir 43 árum síðan, himinhár skógur, en nú er ekkert stórt tré til á allri þessari löngu leið, og landið virðist ófrjótt og grýtt. 14. júní komum við til Montreal kl. 8 e. h. Erum komin um borð í Montcalm kl. 9.30. Leggur skipið af stað kringum kl. 10 s.d. I Montreal bættust nýir farþegar í hópinn frá ýmsum stöðum, sem komið höfðu með öðrum iestum, sjó- eða vatna- leiðir, og á bílum. Meðal þeirra síð- asttöldu var álitlegur hópur frá Utah. Þegar á skip var komið, tald- ist svo til, að þar væri eitthvað á fjórða hundrað af Islendingum, auk útlendinga, sem einnig voru margir á leið til Islands. Þegar á skip kom, hófst óánægja nokkur á meðal fólks á þriðja far- rými. Kváðu þeir fólki hrúgað sam- an of mörgum á sumum stöðum, og óhreinindi, svo við hvorugt væri un- andi. Sumir sverja, að hvorugt þetta hafi átt sér stað, svo orð væri á ger- andi. Hvergi verra en við væri að búast á þriðja farrými. Eg var á Tourist 3rd, hafði tveggja rúma her- bergi, hreint og vel við unandi, og var þar ein. Þar fann eg tösku mína, sem eg sendi beina leið frá Blaine til Montreal. Eg hafði und- an engu að kvarta — hvoruga leið- ina. En skömmu eftir að eg kom á þetta nýja heimili mitt, kom til min vinkona mín vestan frá hafi. Hún hafði 3rd class farbréf. Sagði hún að sér hefði verið vísað í fjögurra rúma herbergi, við 8. mann. Hún gaf það dauðanum og D........., að hún yrði þar eina nótt, og spurði hvort mér væri ekki sama, þó hún væri hjá mér. Auðvitað var mér það — ekki sama — heldur fegin að hafa svo góða konu með mér. Fór- um við svo báðar til umráðamanns þeirra efna, og fengum samþykki hans. Auðvitað borgaði hún fyrir þessi skifti, frá 3. farrými til 3. tourist farrýmis. Annars var um- kvörtun fólks ekki með öllu ástæðu- laus. Næsta dag skifti um til batn aðar . Þá voru gangar, sem kvöidið áður voru blautir og sóðalegir, hreinir og þurrir. Næstu tvo daga var ágætt veður— niður Lawrenceflóann. Voru flestir úti og uppi á dekki. Gekk tíminn í að kynnast fólki sumu, sem er hafði hvorki séð né heyrt fyr . Eg man ekki til að eg hafi séð meira mann- val saman komið á einum stað—í ekki stærri hóp af fólki. — Ekki ein- ungis voru þar margir Isl. atkvæða- menn og konur—heldur og hópur af annara þjóða mentafólki, sem flest var á leið til Islands. Frá Utah voru 14 manns dða máske fleira, alt hið ágætasta fólk. Liðu þessir dagar eins og í sögu. Tel eg mig persónu- lega rikari fyrir að hafa mætt þessu, mér áður óþektu fólki og vildi helst meiga skrifa heilann kapitula um hverja fjölskyldu og hálfann um hvern einstakling og mundi þó ei of sagt frá honum einum. Messur — Þess er máske vert að. geta, að sunnudaginn 15 júní voru þrjár messur haldnar á skipinu. Predikaði sr. J. A. S. fyrir Isl. en tveir enskumælandi prestar (annar er mér nú sagt að hafi verið biskup —þeim biskup mætti eg seinna, var hann á leið til Englands til að sitja þar einhverja biskupastefnu) fyrir annara þjóða fólk. Fer eg a mis við þær allar. Næsta kvöld á eftir þ. e. þ 16 júni héldu Isl. samkomu. I henni tóku þessir þátt: Sr. R. Kvaran ræðu hann mun og hafa sungið seinna það sama kvöld. Ungfrú J. Jameson frá Utah söng einsöng. Hún hefir ágæta rödd vel æfða. Utahfólk kallar hana Næturgalann sinn og á hún þann titil skiiið. Samt vil eg taka það fram, að hún syngur alveg eins vel á dag- inn eins og á nóttunni. Sigfús Halldórs söng og kona hans spilaði undir, Séra Jónas Jas langt og snjalt kvæði eftir sjálfan sig. Hefi eg verið að vonast eftir að sjá það í Hkr. Magnús Arnason las og lék kvæði eftir sig og aðra. Allir sungu “ö, guð vors lands”. Fleira kann að hafa verið til skemtana þetta kvöld, þó eg hafi ei punktað fleira niður hjá mér. Hvað dönsunum leið, vissi eg aldrei nema hvað eg heyrði, að dansað hefði verið flest kvöldin. einhverstaðar á skipinu þegar stætt var. A þriðjudag þann 17. var gott veð- ur framan af. Seinni part þess dags tók Ægir gamli að ýfa sig. Það var þá, sem eg hripaði Rósu línurnar, sem Heimskringla flutti henni. Mér leið illa í höfðinu, þoldi ekki að lúta við skriftir. Spilaði dálitla stund. Fór í rúmið kl. 8, og missti við það skemtiskrá á öðrum stað í skipinu. A miðvikudag er eg snemma á fótum. Kem upp á þilfar og eru þá skipverjar að byrgja með seglum miðskipsrúm öll, sem opin eru. — Segja nú í aðsigi eitt hið versta veð- ur, er komið hafi á mörgum árum. Radiofréttir herma, að óvanalega mikill stormur hafi geysað yfir Eng- land, og vorum við nú að súpa seyð- ið af því verði. öldur og veður skullu nú á vinstri kinnung skipsins og töfðu svo gang þess, að nú fór það aðeins 16 til 17 mílur á klukkustpnd í stað 20 til 22, sem áður var. Nú voru flest matborð illa skipuð þenna morgun, en þó fásóttari seinna um daginn, enda þá flestir komnir í flet sín, og var eg í þeirra hóp. Fimm slys var mér sagt, að orðið hefðu þenna dag. Eitt af þeim — frú Ses- selía frá Vancouver, meiddist á fæti, Og Þórdís Eldon meiddist nokkuð á auga . Hitt var að eg held annara þjóða fólk. Næsta dag, þ. e. 19. júní, var eg komin yfir sjóveiki mína og var á flakki og matheil allan þann dag. En þá voru margir í rúmum sínum — fáir mjög veikir, en þó svo, að þeim ieið betur þar en á flakki. Nokkrir voru þó, sem aldrei misstu máltíð. Voru eins og sjómenn sögðu, góðir sjómcnn. — Alla þessa daga, síðan við komum út í haf, hefir verið kalt. Þess heyrði eg getið, að skipið hefði verið 150 mílur suður á við. Hafði skipstjóri óttast, að ísinn þar norð- ur gæti orðið honum óþarfur náungi, vegna dimmviðra. Tafði þetta auð- vitað mikið fyrir. Föstudaginn 20. júní er veður far- ið að lækka, og þó margir enn lasn- ir. Enda kalsa veður og rigning fram eftir deginum. Um hádegi voru vist flestir á fótum og komnir upp á- þilfar, og Island fyrir stafni. Síðastiiðin nótt var björt og þenna dag dimmir ei, og þó nú sé veður kalt og rigning nokkur, dettur engum rúm og svefn i hug. Milli kl. 10 og 11 kom varðskipið Þór á móti Mont- calm og lagðist samhliða. Gengu svo höfðingjar Islands upp á skip vort. Var þar Alþingishátíðarnefnd- in ásamt Rögpvaldi Péturssyni og fleira stórmenni. I stærsta samkomu- sal skipsins buðu þessir menn Vest- ur-Islendinga velkomna með söng og ræðuhöldum. Var þar vel og vin- gjarnlega talað til þessara gesta. — Séra Jónas A. Sigurðsson þakk- aði fyrir hönd Vestur-Islendinga (að mig minnir. Hann gerði það svo oft og vel, að eg vona að mér fyrirgefist ef hér er þetta ofhermt, sem eg hygg þó varla vera.) Þess vil eg geta hér, hvort sem það er nú óþarft eða ekki, að við komum ekki til Islands i miðnætur- sólskini, eins og segir í Heimskringlu 25. júní. Þetta um miðnætursólskin- ið þá, er nú bara skáldskapur, sem lætur vel í eyrum, og við hefðum gjarna viljað, að verið hefði sann- leikur. En það var nú ekki. Við komum þangað i miðnætur regni og drungaveðri. Það er sannleikur, hvort sem mönnum líkar hann nú betur eða miður. En að sólskin hafi verið í hver manns hug og hjarta, sem þar komu og voru fyrir, get eg vel trúað, því betur var ekki hægt að fagna þessum farmönnum en heima-Islendingar gerðu; og þess munum við jafnan minnast með gleði og þakklæti. Og fyrir þetta viðmóts-sólskin, er mishermið af- sakanlegt, því svona hefði veðrið átt að vera til þess að vera í fullu sam- ræmi við þjóðina heima, meðan við vorum þar. Þegar þessir fyrstu gestir Mont- calm voru komnir á skip sitt, lagð- ist annað skip við hlið vora. Var þar söngflokkur Akureyrar, að mér var sagt, fallegir menn með bláar einkennishúfur, sem fóru einkar vel. Þessi flokkur söng þarna á skipi sínu og söng mjög vel. Þessi bæði skip og fleiri bátar fylgdu Montcalra inn á fjörðinn, þar sem hann lá um nóttina. Þegar þar var komið, kom annað varðskip með borgarstjóra Reykja- víkur og nokkra vini hans. Gengu þeir og á skip vort og buðu oss vel- komin. Voru þar bæði söngur og ræðuhöld. Aldrei gleymi eg, hvað tslendingar heima syngja vel. Af öllu, sem eg sá og heyrði vel gert á Islandi, held eg að söngurinn hafi verið beztur. En hér vil eg þó und- anskilja listaverk Einars Jónssonar. Listin er heimur út af fyrir sig, er einungis listamenn skilja til fulls, og þó spursmál, hvort að jafnvel þeir eru færir um að dæma réttilega. nema máske um þá tegund hennar sem þeir stunda hver um sig. Við hin — að minnsta kosti má eg segja það um sjálfa mig, að eg dæmi eftir því, hvaða áhrif þessi eða hin tegund hennar hefir á mig — hvaða tökum hún tekur sál mína eða tilfinningar — hvað hún gefur mér og skilur eft- ir hjá mér. Um það leyti, sem allir heima- tslendingar voru komnir, mun klukk an hafa verið orðin 2 eflir miðnætti. Heimfararnefndin lét þess getið, að allir, sem vildu, og þegar hefðu fundið frændur eða vini, mættu fara með þeim þá þegar. Hinir yrðu auðvitað til morguns kyrrir á Mont- calm. Var oss sagt, að morgunverð- ur yrði kl. 6 fyrir hádegi, en að við yrðum flutt i land kl. 7. Margir nokkuð af þeim, sem farið höfðu í land, komu eigi út aftur. Hinir fóru úr þessu að hreiðra sig niður. þó fáum væri svefn i hug. Bar eðli- lega margt til þeSs. Fólk, sem hafði verið langvistum burtu — 40 til 50 — áttu nú margir hverjir fáum vin- um að fagna, og ekki frændum, sem kannast mundu Við þá. Þeir fundu nú til þess, að þeir voru gestir og framandi í föðurlandi sínu. Aðrir, er skemur höfðu burtu verið, enda sumir hinna, hlökkuðu auðvitað til að finna allt í senn, frændur, vini og íöðurland. Já, sjálfsagt hafa flestar kenndir mannlegra tilfinn- inga gert þar vart við sig, nú þegar heim var komið. Samt munu flestir hafa sofnað, enda hafði sá dagur ver- ið langur og strangur. Margir munu hafa byrjað hann veilir eftir sjóveik- ina. Sá dagur var og kaldur; og undir kvöldið hjálpaði regnið til að gera hann ömurlegri; og síðast, hin mikla tilfinningaalda, sem greip fólk við landsýn og heimkomu. Framh. MENJAR FRANKLINS- • LEIÐANGURSINS. Eins og áður er getið um hér í blaðinu, lögðu þeir Major L. T. Bur- wash og flugmaðurinn W. E. Gilbert af stað snemma í sumar flugleiðis á norðurvegu, og einkum til King Wil- liam lands, sumpart í þeim tilgangi, ef verða mætti, að þeim heppnaðist að leiða í ljós einhverja frekari vitn- eskju um hin hörmulegu afdrif Frank- lins og manna hans, en þegar eru kun ug. Hafa þeir nú dvalist þar nyrðra um hríð og eru búnir að taka loft- myndakort af héruðunum umhverfis segulpólinn nyrðri og hér um 2000 mílna strandlengju af þessu heim- skautalandi, sem enn hefir eigi verið kortlögð. Berast einnig þær fregnir að norðan, að þeir hafi fundið kumbl á King William landi, þar sem þeir hyggja að verið hafi aðal aðseturs- staður Franklinsmanna, og búast menn við, að nú muni verða hægt að ráða til fullnustu um afdrif þessara vösku manna, sem er ein hin mesta harmsaga í sögu heimskautarann - sóknanna. Á norðurodda King William lands hafa þeir fundið grafir margar og ýmsa muni, sem ótvírætt benda í þá átt, að þetta muni vera fyrsti dvalar- staður þessará óhamingjusömu manna, er þarna fórust fyrir löngu síðan af hungri, kulda og margvís- legum hrakningi af völdum náttúr- unnar. Einnig hugðust þeir félag- ar hafa séð úr loftinu leifar beggja skipanna, "Erebus” og “Terror”, er voru í för þessari. Er búist við að þeir komi bráðl^ga til Edmonton, og munu þá skýra greinilegar frá þess- um stórmerkilegu uppgötvunum. Fyrir 83 árum síðan lagði Sir John Franklin af stað með 2 skip og 134 manna skipshöfn, til þess að reyna að finna siglingaleið norðan við Ameríku. Kom enginn þessara manna til baka aftur af reginauðn- um norðursins, og þótt menn hafi öðruhvoru verið að rekast á ýms kyn- leg spor af ógæfuferli þeirra, þá hef- ir aldrei tekist að varpa fullkomnu ljósi yfir hann, fyr en ef vera skyldi nú. Hafa þó margsinnis verið gerð- ar tilraunir í þá átt. Árið 1848 veitti enska stjórnin 5 miljón doll- ara til þess að leita að Franklin og mönnum hans, og var leitað stöðugt í 7 ár, en allt reyndist árangurslaust. Eigi fundu menn aðrar menjar eftir menn Franklins en tjaldstæði nokk- urt við Wellingtonsundið. Ári seinna kom þó fregn frá dr. Rae, manni sem starfaði að því að kortleggja héruð- in við Hudsonsflóann, og hafði jafn- framt i huga að hyggja eftir mönn- um Franklins. Árið 1853 hitti hann á Boothia skaga Eskimóaflokk, sem fyrir þrem árum var kominn norð- an frá King William landi. s''*>rðu þeir frá því að þar hefðu þeir n..t stóran hóp hvítra manna, sem voru á ferð suður á við. Hefðu þeir ver- ið magrir og hungraðir og dregið stóran bát með sér á sleða. Sögðu Eskimóarnil- að þeir hefðu verið á leiðinni til þjóðar sinnar, sem byggju við fljótið mikla (Back Fish River). Nokkru seinna sögðust Eskimóarnir hafa komið að Fiskifljóti, og hefðu þeir þá fundið á syðri bakka þess lík 30 manna, og dálítið af silfurmun- um, er þeir sýndu dr. Rae og gekk hann úr skugga um það, að þeir mundu hafa tilheyrt Franklins mönn um. Tilkynnti dr. Rae sögu þessa ensku stjórninni, og þág að launum 10 þús. pund sterling, sem heitið hafði verið að verðlaunum hverjum þeim, er fyrstur gæti flutt fregnir af afdrifum Franklins. Hugði nú enska stjórnin að liðnir mundu allir menpirnir og gaf upp leitina. En Lady Franklin, sem mjög unni manni sínum, vildi á engan hátt gef- ast upp fyr en hún fengi einhverjar nánari fregnir, og vildi heimta hann heim annaðhvort dauðan eða lifandi, gerði nú út leiðangur á sinn eigin kostnað. Gerði hún út íshafsfarið “Fox”, og kom það tveimur árum síðar til baka til Englands úr þeim leiðangri, og flutti skipstjórinn M’Clintock þá með sér þau einu skil- ríki, sem enn eru til um leiðangur þenna. Höfðu þeir rekist á ýmsar menjar eftir leiðangursmenn á vest- urströnd King Wililam Land, og einn dag hafði einn af yfirmönnum skips- ins, Hobson að nafni, fundið í vörðu á Point Victory pjáturkassa með stuttri skýrslu í, sem náði yfir ferð- ina til 25. apríl 1848. Er þar m. a. skýrt frá því, að skipin “Erebus” og “Terror" hefðu frosið inni 12. sept. 1846 við Beechy Island og hefðu þeir haft þar vetursetu. 11. júní um vor- ið 1847 dó Sir John Franklin, og yfir gáfu menn hans skipin næstum því ári síðar, 22. apríl 1848, er þeir voru orðnir vonlausir um að þau losnuðu út. Voru 24 menn dánir alls, er skýrslan þrýtur, og segjast þeir ætla að leggja af stað næsta dag til Fiski- fljóts. Mun þá hafa verið mjög af þeirh dregið, því eftir því sem Skræl- ingjakona sagði dr. Rae, féllu þeir hver um annan þveran á göngunni og dóu. En Hobson lautinant brá nú skjótt við og hélt til Fiskifljóts. Á þeim stað, sem síðan er nefnd Ere- busvik, fann hann bát með tveim lík- um. 1 bátnum voru tvær tvíhleypt- ar afturhlæður með sínu skotinu hvor. Lítið eitt var í bátnum af föt- um, te og súkkulaði, en annars eng- in matvæli. Þrjár bækur voru þar opnar, sálmabók, nýja testamenti og kvæðabók, og hafði þar verið flett upp á kvæði, er nefndist “Móðir mín”. Eigi telja menn það neinum vafa bundið, að Franklin og menn hans hafi skilið eftir sig ýmsar skrifleg- ar upplýsingar um hinn hörmulega leiðangur, þótt enn hafi eigi tekist að finna neitt fleira. Skipsbækur hljóta þeir að hafa haldið og dagbækur, eft- ir að þeir yfirgáfu skipið, en hvað af þessu hefir orðið, hefir enn eigi tek- ist að fá vitneskju um. Þó hafa ýms- ar tilraunir verið gerðar til þess að grennslast um þetta. Amerískur maður að nafni C. F. Hall, fór og lifði meðal Skrælingja þarna norður frá í mörg ár, í þeirri von, að fá grafið upp eitthvað um þessi efni, en fékk engar upplýsingar nema óljósar sagnir um hvíta menn, sem einhvern- tíma hefðu dáið úr hungri þarna norðurfrá. Þrjátíu ár liðu, og enn gat mönnum eigi úr minni liðið leið- angur Franklins. Árið 1878 lagði lautinant F. Schwatka af stað í rann- sóknarleiðangur til King Wvlhams lands, og enn gengu þar sögur milli Skrælingjanna um hina hvitu menn, sem hungraði og þreyttir hefðu hald- ið í suðurátt. Á austurströnd Adel- aide skagans hefðu nokkrir þeirra numið staðar, þegar þeir áttu ekki eftir nema nokkurra daga ferð til Fiskifljóts, og hafi þeir dáið þar úr hungri. Er staður þessi síðan nefnd- ur Hungursvogur (Starvation Cove). Á öðrum stað fann Schwatka beina- grind og heiðurspening úr silfri hjá. Voru það hinar síðustu leifar Irving lautinants, og hafði hann hlotið pen- ing þenna á sjóliðsskólanum fyrir lausn á stærðfræðiþraut, er hann gat sér orðstír fyrir. Voru bein Ir- vings flutt heim til Skotlands og Skotlands og molduð þar. Af Skræl- ingjum frétti Schwatka þá sögu, að þeir hefðu fundið ýmsar pappírs- bækur um þessar slóðir, er þeir léðu kögurbörnum sínum fyrir leikfang. Þetta voru hinar síðustu fregnir, sem borist hafa af Franklins leið- angrinum. I 83 ár hefir eyðiþögn heimskautakyrrðarinnar grúft yfir þessum ægilega leyndardómi. Ein Indíánakona sagði Schwatka, að hún hefði hitt þessa hvitu menn, er þeir voru á leiðinni suður, aðfram komn- ir. Seinna kom hún á sömu slóðir. Þá lifði einn eftir, mikill maður og sterklegur. Hann sat á ströndinni og horfði löngunarfullum augum i suðurátt. Síðan studdi hann oln- bogunum á kalin knén og huldi and- litið í höndum sér. Hún ávarpaði hann, og þá leit hann upp sem snöggvast eins og til þess að svara henni, en í sama bili færðist dauð- inn yfir hann. Það var seinasti mað- urinn. ENTERPRISE SIGRAR Kappsiglingu þeirri um Ameríku- bikarinn, sem um var getið í síð- asta blaði, lauk þannig, að Enter- prise (Bandaríkjaskipið) vann fjór- um sinnum í rennu, og var þá full- rejmt. Ameríkubikarinn situr enn I New York, en Sir Thomas Lipton fer heim sVo búinn. I þriðju tilrauninni byrjaði Sham- rock vel, var heldur á undan Enter- prise, þegar allt í einu að toppur stórseglsins losnaði, svo að það kom dynjandi niður á þilfarið. Voru þá ekki tiltök að halda áfram, svo Shamrock sneri aftur til hafnar, en Enterprise hélt áfram eins og til stóð. Líkt tilfelli kom fyrir 1920, þegar Shamrock IV. þreytti við Bandaríkjaskipið Resolute. Vann Shamrock fyrstu siglinguna, og i þeirri næstu bilaði Resolute, svo að litlu munaði að Sir Thomas næði i bikarinn. En þá vann Resolute 3 lotur í rennu og endaði það keppnina. Sir Thomas segist nú hættur við að reyna að ná Ameríkubikarnum: tel^ það engum einum manni fært að byggja skip, sem taki fram þeim beztu skipum, sem Bandaríkjamenn geta byggt. Því ávalt, er til keppni kemur, er úr tveimur eða þremur skipum að velja hérna megin hafs- ins. Þar við bætist, að það skip, er frá Englandi kemur, verður að sigla undir eigin seglum yfir Atlantshaf, og verður þvi að vera byggt töluvert sterkara en ella. Er þvi líklegt, að næst þegar þessar kappsiglingar fara fram, verði skipið er á sækir, byggt í Canada. En til þess að það leyfist verður reglunum eitthvað að breyta. Því frá því fyrsta hefir sú regla gilt, að skipið sem á sækti sigldí heiman frá sér undir eigin seglum, eins og skipið Ameríka gerði í fyrst- unni. Ekki er að furða þó Thomas Lip- ton sé leiður orðinn á þessu þjarki. Hann er nú kominn á níræðisaldur, þegar flestir menn eru hættir að standa í stórræðum, nema ef vera kynni í ástamálum, því oft lifir lengi í gömlum glæðum. En þar kemur Sir Thomas hvergi nærri. Hann hefir aldrei verið við kvenmann kenndur alla sina löngu æfi, og má það mik- ið heita um slíkan dugnaðarmann. Hann var fæddur í Glasgow, af irskum foreldrum, og byrjaði svo að segja æfina með því að strjúka til Ameríku. Var hann um tima á austurströnd Bandarikjanna hér og þar, og lærði margt, sem honum kom að góðu haldi síðar. Þegar hann kom til baka til Glasgow, byrjaði hann kornungur á matvöruverzlun, mest með smjör, egg og reykt flesk. — Græddist honum brátt fé, enda var hann allra manna ráðugastur með að auglýsa sig. Eru til margar skrítnar sögur af þessum auglýsinga- brögðum hans frá þeim árum. Til dæmis hafði hann þann sið, að kaupa á haustin þann stærsta ost, sem hann gat fengið frá Ameríku. Stakk svo hér og þar í hann gullpeningum, og seldi svo á jólanóttina. Þyrptist þá að búðinni múgur og margmenni, þvi allir vildu gullið eignast, svo umferð á strætinu framundan stöðvaðist, en ösin i búðinni meiri en í nokkurri kauptið á Islandi. Varð þess ekki langt að bíða, að Lipton var búinn að koma á stað verzlun í flestum stórborgum Bretlands. Var það oft að hann setti afstað nýja verzlun i hverri viku. Til að vera viss um nógar vörur fyrir allar þessar verzlanir, setti hann á stofn sláturhús, fyrst í Oma- ha og síðar í Chicago, og rak þá iðju í mörg ár. Þar næst keypti hann stórar landeignir á Ceylon, og tók að rækta þar te i stórum stil, og að gefa sig meira og meira að teverzlun. ■ Heldur hann því áfram enn. Um síðustu aldamót fór hann að byggja skip til að keppa um Ameríkubikar- inn, og hefir, eins og áður var sagt, nú byggt fimm, sem öll hafa tapað, þegar á hólminn hefir verið komið. Mikið er talað um það meðal skipa smiða, hvað hafi valdið því að Shamrock tapaði í þetta sinn, og er bent sérstaklega á tvennt, sem því hafi valdið. Annað, að skipsskrokk- urinn er allur úr tré, sem talið er að valdi meiri núningi í sjó en málmur. Var þó ekkert til sparað, þvi súðin er að utan klædd mahogany, og nátt- úrlega póleruð, sem bezt mátti vera. Skrokkurinn á Enterprise er aftur úr bronze, og er það talið enn hálla í sjó. Hitt var mastrið á Shamrock, sem líka er úr tré, en 160 feta sigla hlýtur að vera afskaplega þung, hve vel sem viðurinn 1 hana er valinn. Aftur er siglan á Enterprise úr hol- um málmi, og er því miklu léttari. Voru margir vantrúa á, að sú sigla héldi, kölluðu hana pípulegg, sem beyglast mundi og brotna, en hún hélt og reyndist ágætlega í alla staði. Þó Lipton fengi ekki Ameríkubik- arinn til forráða, eru Bandaríkja- menn nú að skjóta saman fé til að gefa honum “Loving Cup” fyrir alla hans framkomu. Er Walker borgar- stjóri í New York sá, er við fénu tekur, og er sagt að það rigni að úr öllum áttum. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.