Heimskringla - 22.10.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 22.10.1930, Blaðsíða 1
DYERS & CLRANRRS, LTD. SPEOIAL Men’s Suits Dry P 4 AA Cleaned & Pressedí? I iUU (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free DYERS & CLEANERS, LTD. SPECIAL Ladies’ Plain Silk ðí ■! fl rt Dresses Dry Cleaned I aUu & Finished (Cash and Carry PriceJ Delivered, $1.25 Minor Repairs Free XLV. ARGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 22. OKTÓBER, 1930. NCrMER 4 SJALFSTÆÐISBARATTA FÆREYINGA. Stjórnmálabarátta Færeyinga er nú háð af mikilli harðfylgi, og er ekkert líklegra en að óðum dragi að Því, að F'æreyjar verði sjálfstætt ríki eins og Island. Engin þjóð verður kúguð til lengdar, á vorum dögum, Þótt lítil sé, ef hún stendur einhuga °S samhent um réttindi sín. Og talsverðar urgur hafa verið í Fær- eyingum við Stauning forsætisráð- herra síðan í sumar, að hann heimt- aði að fáni þeirra væri dreginn nið- ur á Þingvelli. Þeirrar smánar hafa Þeir heitið f að hefna. Raunar hét Stauning því eftir för sína til Græn- lands í sumar, að veiðiréttindi Fær- eyinga á Grænlandi skyldu verða tekin til athugunar á ríkisþinginu, °g það mál útkljáð svo að allir yrðu ánægðir, en Færeyingar trúa honum ekki sem bezt, og þegar hann kom við í Færeyjum á heimleiðinni, tóku Þeir honum mjög þurlega og þáði sjálfstæðisflokkurinn ekki boð það, er ráðherra hafði inni um borð í skipi sínu “Hvidbjörn”. Sömuleiðis hunzuðu þeir aðra veizlu, er amtmað ur hélt dagin eftir í amtmannshöll- inni og létu Dannebrog hvíla sig að mestu, og hélt ráðherra heimleiðis þaðan við litla blíðu. Hins vegar hef- ir sjálfstæðisflokkurinn undir for- ustu Jóannesar Patursson kóngs- úónda, sent dönsku stjórninnl svo- hljóðandi yfirlýsingu um afstöðu sina: “Þegar sjálfstæðisflokkurlnn var stofnaður 1906, var það eitt atriðið á stefnuskránni, að flokkurinn mimdi starfa að því eins mikið og honum væri framast unnt, að Færeyingar nðluðust sjálfstæði, þó í fullu sam- komulagi við stjórn og ríkisdag. — Með því að þetta atriði frelsisbarátt- unnar fékk litlar undirtektir eftir því sem árin liðu, þá féll þessi liður burtu nf stefnuskránni. En við endurskoð- un, sem nýlega hefir verið gerð á stefnuskránni, hafa verið tekin fyr- lr ný atriði, sem fjalla um það, að vér æskjum eftir að semja við Dan- niörku um viss efni, sem landanna fara á miili. Vár kærum oss eigi frekar um Það en Berlingske Tidende og Poli- tiken, að Danir kosti sjálfstjórn vora, en vér höldum fast við Þá kröfu, að Þeir borgi oss til baka skaðabætur fyrir það tillag’ sem frá Færeyjum úefir um langa hríð runnið í ríkis- fjárhirzluna. Flokkurinn hefir að Þessu óskað að vinna sjálfstjórn smám saman. En ef Þetta nær ekki fram að ganga, viljum vér semja um endanleg reikningsskil á grundvelli alÞjóðaréttar, og munum vér þar fara fram á, að hæfilegt tillit sé tekið til fjáreiðu á milli landanna og gætt forréttinda þeirra, sem Færeyingar elga á Vestur-Grænlandi.” WóÐEIGN SPORV AGN AFÉL AGSIN S. Marcus Hyman, sem af hálfu verka- manna sækir um borgarstjórastöð- una í Winnipeg í kosningunum, sem 1 hönd fara, hélt því fram á fyrsta kosningafundi sinum, er nýlega var haldinn, að Winnipegborg ætti að kaupa og starfrækja sporvagnakerfi hæjarins. Lægi sú ástæða til þess, að ekki væri hægt að ganga fram hjá því máli nú, að Winnipeg Elec- tric félagið hefði hækkað fargjöld sín ósanngjarnlega. Um mál þetta hefir oft áður verið rætt. Og að það sé fýsilegt fyrir Winnipeg, sem ýmsa aðra bæi, t .d. Torontoborg, að reka sporvagnaflutn iug sinn, er skoðun margra. En þá kemur til hins, hvort bærinn geti sem stendur keypt kerfið af strætisvagna- fólaginu. Samningarnir um sporvagnarekst- urinn milli bæjarins og strætisvagna- félagsins var gerður 1. febrúar 1892 er samkvæmt honum strætisvagna félaginu heimilaður reksturinn í 35 ár. Að þvi búnu var bærinn laus allra mála við Strætisvagnafélagið Fimm mánaða fyrirvara varð þó bær- inn að gefa félaginu, ef hann hugsaði sér að taka við rekstrinum og kaupa af félaginu eignir þess, samkvæmt Því er óháð nefnd mat þær. En bær- inn gaf félaginu ekki neina tilkynn- ingu um, að hann ætlaði sjálfur að starfrækja kerfið, átti félagið að halda honum áfram næstu fimm árin. Nú var samningur bæjarins og strætisvagnaíélagsins úr gildi árið 1927. En af bænum var þá engin tilkynning gefin um að hann ætlaðt sér að taka við rekstrinum. Er því samningurinn í gildi þar til 31. jan- úar 1932. Og um kaup á kerfinu get ur þvi nú ekki verið að ræða, nema að Strætisvagnafélagið gefi það eft- ir. Sé bænum alvara með að taka kerfið yfir, verður auðvitað verðið aðalatriðið. En um það er hætt við að bænúm og Strætisvagnafélaginu komi ekki saman. Samt sem áður er skýrt fram tekið í samningunum, að óháð nefnd eigi að skera úr því, og við það verði báðir aðilar að sætta sig, ef til alvörunnar kemur. UPPREISNIN I BRAZILIU. Uppreisnin i Brazilíu gegn þeim Washington Luis forseta og Julius Prestes forsetaefni, virðist nú vera komin í óslökkvandi bál, og verður sennilega þar sami endi og orðið hefir í ttðrum löndum Suður-Ameriku, San- to Domingo, Bolivía, Perú og nú síð- ast í Argentínu. Eru þeir Getulio Vergas, andsækjand Prestes við kosn- ingarnar og Col. Juan Alberto Barros aðal upphafsmenn óeirðanna, en inn i uppreisnarherinn hafa dregist ýmsii sundurleitir flokkar frá flestum fylkj- um landsins, sem eru 20 að tölu og öll hafa sjálfstæða heri. I gær barst fregn um það, að Matto Grosso, ann- að stærsta fylkið í sambandinu, hefði slegið sér saman við uppreisnarmenn. Þar hafði Lima Silva hershöfðingi safnað saman miklum her til varnar sambandsstjórninni, en herinn gerði uppreisn og kjöri einn yfirmanna sinna, Major Reveles til fylkisstjórá, en Col. Lima Silva varð að flýja til aðalherbúðanna. Ástæðurnar, sem færðar eru fyrir uppreisn þessqri, eru fyrst og fremst verðhrun ýmiskonar og fjárhagsvand- ræði í landinu, sem stjóminni er kennt um, og í öðru lagi að stjórnin hafi seilst nokkuð djúpt niður í landssjóð • inn til að nota fé landsins til pólitískra veiðibragða fyrir sjálfa sig. Auk þess þykjast fylkin hafa verið ofbeldi og órétti beitt á ýmsan hátt. Er alls ekki ósennilegt að núverandi stjórn verði bylt úr völdum. En það sem einkennilegast er við allar uppreisn- ir þarna syðra, er það, að litlum um- bótum virðast þær koma á, því að einum einræðismanninum er velt að- eins til að koma öðrum að- NAMUSPRENGING. Símað er frá Alsdorf á Þýzkalandi að hræðileg námusprenging hafi orð- ið þar, með því að kviknað hafi ! heilu tonni af tundri. Varð ógurlegt jarðrask á stóru svæði, sem drap og eyðilagði allt, sem í nánd var, og auk þess kviknaði í olíugeymum í sam- bandi við námurnar, og jók það á slysfarirnar. Nú sem stendur vita menn um 134 menn sem farist hafa. en um 100 eru innibyrgðir þarna niðri í jörðinni að auki, og er þeim eigi ætlað líf. Námurnar eru um 1500 ft. niðri í jörði^, svo að ekki er hægt til bjargar. Þetta er annað stórslys ið sem verður á Þýzkalandi í sumar. Hitt var sprengingin í Neurode í Slesíu, sem kostaði 150 manns lífið. FEDERATED BUDGET. 1 níunda sinni leggur Federated Budget af stað að safna fé fyrir likn- arstofnanir þessa bæjar. Stofnanir þessar eru 25 talsins og eru reknar af flestum þjóðflokkum þessa bæj- ar. Nemur féð $450.000 sem fram á er farið. Vegna hinna erfiðu tíma, er líklegt að á meira fé þurfi að halda í ár en nokkru sinni fyr. En munaðarlaus- um börnum verður þó fyrst og fremst hjálp og umsjá veitt eins og að und anförnu. Næst þeim koma sjúkling ar og ósjálfbjarga gamalmenni. Um þörfina á starfi Federated Budget nefndarinnar verður ekki deilt. Það starf er e'itt hið mann- úðlegasta sem hægt er að hugsa sér í fyrra lögðu 31,000 manns nokkuð af mörkum. Ef hver íbúi legði fram rúman dollar, væri upphæð nefndar- innar fullkomlega náð. Er því óskandi að sem flestir taki þátt í þessu starfi Federated Bud- get nefndarinnar með ofurlitlu fram- lagi. Því fleiri sem það gera, þess betur heppnast fjársöfnunin fyrir þetta líknarstarf, sem hefst 3. nóv- ember n.k. FRA SAMVELDISFUNDINUM. Stjórnin á Englandi hefir ekki orð- ið sammála um tillögur Bennetts á samveldisfundinum. Stjórnarfor- maðurinn, Ramsay MacDonald, er að vísu ekki tollmála'btefnunni, sem í tillögunum felst, samþykkur. En eigi að síður áiítur hann réttast að rannsaka efnið sem bezt, áður en frá hugmyndinni sé horfið. Hann virðist líta svo á, sem sanngjarnt væri að Bretland veitti nýlendum sínum ein- hverja ívilnun í viðskiftum við þær, en samt með sérstökum samningum en ekki almennum tolli Fjármála- ráðherrann, P. Snowden, er aftur al- gerlega mótfallinn tillögunum. Skift- ist stjómarliðið í tvo mjög ákveðna flokka um þettá, og er nú óvist mjög hvernig fara muni. FRÆGUR FLUGMAÐUR. Astralskur flugmaður að nafni Kingsford-Smith hefir nýlega unnið sér það til frægðar, að fljúga á tiu dögum frá Bretlandi til Astraliu- — Hefir þessi óraleið aldrei verið farin á svo stuttum tíma. Bert Hintler, er hana fór áður á 15V& degi, þótti gera vel. En hvað er slíkt hjá fleygihraða Kingsford-Smith ? Áður hefir þessi fluggarpur farið í loftfari við þriðja mann frá Cali- forníu til Ástralíu, Kyrrahafsleiðina. Einnig hefir hann flogið vestur yfir Atlantshaf, og aldrei hefir honum hlekkst á. Er því enginn efi á að hann er fimur flugmaður. Þessa siðustu ferð sína mun hann hafa farið til þess að setja nýtt met í hraðflugi. En einnig ber á það að líta, að hann átti kærustu í Ástralíu sem hann hafði ákveðið að giftast þegar hann kæmi heim úr þessari för. Verður það því skiljanlegt, hvers vegna hann flýtti svo mjög för sinni. BANKARAN. Sá atburður varð á fimtudagsmorg uninn, að þrír grímuklæddir ræningj- ar ruddust inn I Torontobankann í Transcona, rændu 12,000 dollurum og sluppu burt í bíl. Gerðist þetta aðeins 17 klukkustundum siðar en Canada Malting Co. skrifstofan hafði verið rænd að 2,400 dollurum, og hyggur lögreglan að sömu þorpar- arnir muni hafa verið að verki. — Atta menn voru í bankanum og ráku þeir þá alla inn í geymsluskápinn á meðan þeir létu greipar sópa um allt það fé, sem á glámbekk var. Mælti foringi ræningjanna á þá leið við bankastjórann, að ekkert kærðu þeir sig um að gera fólki þessu neitt mein, þótt þeir óskuðu eftir að þeir gengju þarna inn um stund. “Við látum ljósin vera á og hérna er skrúf- járn svo þið getið losað ykkur sjálfir ef þið eruð nokkuð laghentir,” mælti hann. “Hvað haldið þið annars að þið verðið lengi að komast út?” — "Svo sem fimm mínútur,” svaraði bankastjórinn. “Það er ágætt,” mælti ræningjaforinginn. “Við þurf- um ekki nema tvær mínútur til að komast undan.” Síðan kvöddu þeir með mestu bliðu og höfðu með sér 12,000 dollara, en $25,000 höfðu þeir skilið eftir inni í skápnum. En það er altlaf hægt að sækja það, þegar þetta er búið. Yfirleitt voru þetta allra kurteisustu ræningjar. Atta menn hafa verið teknir fast- ir í sambandi við ran þetta og eru undir rannsókn. SNJALLRÆÐI'. Það hefir á margt verið bent til þess að bæta úr núverandi atvinnu- leysi. En eitt snjallasta ráðið til þess, sem vér minnumst að hafa séð, er þó það, sem bent er á í einu af bréfunum, er í Free Press stóðu ný- lega. Bréfritarinn leggur til a") far- ið sé fram á það við Manitobastjórn- ina, að hún færi verðið á hverri bjór- flösku niður um fimm cent. Með því telur hann áreiðánlegt að áfengistil- búningur aukist, vegna þess að meira hljóti að verða drukkið — og það efli atvinnu í fylkinu. Erum vér næsta hissa á þvi, að höfundur bréfsins skuli gleyma að minnast á það í sambandi við blómgun þessa at- vinnuvegar, sem honum hefir mest til bóta verið talið til þessa, en það er að áfengið skerpi skilninginn, — eins og svo ljóst má sjá á skjögrandi drykkjumönnum. I ER ORKA HYDRO- KERFISINS A ÞROTUM? Það má heita eftirtektarvert í meira lagi, að Hydro-kerfi þessa bæjar hefir verið að minna á það ur.danfarið, að spara orkuneyzlu á heimilum hér í bænum 1 þurkun- um, sem gengið höfðu um hríð virt- ist orkuverið eiga fullt í fangi með að framleiða næga orku fyrri heimilin er við það eða Hydrostofnunina skifta. Vatnsleysi í Winnipegánni var um þetta kennt, og mun svo hafa verið, því um leið og rigna fór, jókst orkuframleiðslan aftur svo, að nú er lítið um skort á henni rætt. En at- vik þetta hlýtur að vekja þá spurn- ingu, hvort að fyrir það sé nú byggt, að orku þrjóti hér aftur? Sú spurn- ing er alvarlegri en menn virðast gera sér grein fyrir. Hydrostofnun- in hefir verð að selja rafáhpld til heimilisnotkunar svo ódýr, að vafa- samt er, hvort hún heflr gert það sér að skaðlausu. Það hafa margir fært sér í nyt og það hefir aukið raforku- notkun á heimilum. En þegar heim- lin eru nú aftur hvött til þess, að spara orkuneyzluna, eða að nota á- höld sin sem minnst að hægt er, er auðsætt, að allt er ekki með feldu. Og hvernig við því verður séð fram- vegis, að orku þrjóti ekki, þar sem öll orkustæði i Winnipegánni eru seld öðrum félögum, mun mörgum ráð- gáta og öllum þjóðeignarsinnuðum mönnum ærið alvarlegt umhugsunar- efni. FIMM MENN LATA LIFIO. I hríðarbyl, sem geysaði í Saskatche wan og Alberta s.l. fimtudag, létu 5 manns lífið. Voru þeir á ferð i bíl eftir þjóðveginum fyrir austan Re- gina, en urðu að nema staðar sök- um snjóþyngsla, og höfðust við í bilnum yfir nóttina. Sjö manns voru í bilnum, en að morgni fundust þeir allir dauðir nema tveir. Annar bill átti þar leið um og nam einnig stað- ar fast hjá þeim. Voru fjórir menn i honum, en þeir yoru allir lifandi daginn eftir. Svo var snjóhríðin mikil, að menn þessir sáu ekki hús er var aðeins 50 yards frá þeim. — Heldur treystu þeir sér ekki að halda áfram gangandi eftir veginum inn tii Regina, og voru þó aðeins 3 míl- ur þaðan. Að mennirnir í fyrra biln- um hafi dáið af kulda, er þó talið ólíklegt. Er illu lofti af gasi frá vél- inni kennt um dauða þeirra. Menn- irnir voru allir frá Regina. VIÐSKIFTI VIÐ RCSSLAND. A flokksfundi liberala i Lundúnum s.l. föstudag, hélt Lloyd George því skifti sín við Rússland. Þar sem á Englandi er ekki um annað meira talað en innbyrðis viðskifti ríkisins, koma þessi ummæli Lloyd George mörgum á óvart. Bretland hefir selt Rússlandi talsvert af jarðyrkjuverk- færum undanfarið. HVAÐANÆFA. lshafsskipið “Sedov”, sem undan- farið hefir verið í rannsóknarferð á norðurhöfum, er nú nýlega komið til Archangel á Rússlandi og segir góð- an árangur ferðar sinnar. Megin til- gangur ferðarinnar hafði verið að endurbæta þráðlausu skeytastöðina á Franz Jósefs landi og byggja aðra á Norðurlandinu. Hafa leiðangurs- menn þessir kannað norðurhluta Karahafsins, sem hingað til hefir verið táknaður með hvítri skellu á landabréfum, og hafa menn eigi fyr komist á snoðir um austurtakmörk þessa hafs. — Arið 1928 flaug að vísu , loftskipið "Italia” yfir norðursvæði | Karahafsins, en harla lítill visindaleg ur árangur varð af ferð Nobile, t. d. má nefna það, að hann flaug fram hjá báðum eyjunum Wiese og Kam- enev, án þess að sjá þær. Árang- ur af þessari ferð Sedov hefir orðið talsvert merkilegur. Ýmsar líffræði- legar rannsóknir hafa verið gerðar, og safnað náttúrugripum frá fjar- lægum löndum, þar sem enginn mað- ur hefir áður stigið fæti sínum. — Meðal annars kom það upp úr kaf- inu, að þama austurfrá, við opinn f^ðm Norður-Ishafsins, lifir urmull af sel og rostungi og er yfirleitt kvikt mjög í Karahafinu. I radtóskeyti, sem vetrarsetumenn á Franz Jósefs landi hafa sent til Moskva, er skýrt frá því, að sólin hafi gengið undir 2. september og sé þá heimskautanóttin skollin á. Þó rækta þeir hjá sér allskonar kálmeti og plöntur í vermireitum, er þeir hafa flutt með sér frá Leningrad, t. d. laukur, péturselja og jarðarber. * » * Langur er ómagaháls styrjaldanna. Bandaríkin borga ennþá 120 dollara eftirlaun til 10 ekkna úr stríðinu við England 1812. Yngsta ekkjan af þessum er 91 árs gömul og giftist hún tæplega 16 ára gömul árið 1855 upp- gjafahermanni úr þessu striði, sem þá var kominn yfir sextugt. Á ríkis- sjóðurinn nú i máli við einn af erf- ingjum þessara hermanna frá 1812. Þannig var mál með vexti, að ríkið var í kröggum i striðinu með að borga hermönnum sínum, og reiddi því út mála þeirra í seðlum, sem fyrst voru innleysanlegir eftir stríð. Nú hefir sonarsonarsonur eins her- mannsins 1812 seðil í höndum, sem langafi hans var prettaður á og fékk aldrei útborgaðan, og krefst þess að fá hann nú útborgaðan með rentum og renturentum. Hljóðar nú upphæð in upp á 580 dollara og 67 cent, sem hann krefst að borgað sé, en ríkis- sjóður telur, að skuld þessi sé nú fyrnt og um þetta standa málaferl- in. Fleiri kurl eru það, sem enn eru ekki komin til grafar -frá styrjöld þessari. • • * Frá Moskva kemur sú ótrúlega fregn, að Sovietstjórnin hafi látið bann út ganga til allra bolshevika gegn því að láta skera skegg sitt Til þess að hindra það ennfremur, að lög þessi verði brotin, hafi verið lagð ur 300 króna skattur á hverja Gil- ette rakvél og 150 kr. skattur á hvert rakblað. Heitir svo að þetta sé bæði gert i spamaðarskyni, og eins til þess að jafn lubbalegur svipur sé yfir öll- um öreigalýð Rússlands og að enginn reyni að hreykja sér yfir annan með þvi að skafa kampa af kjálkum sín- um. Er nú öldin önnur en þegar Pétur mikli var með ofbeldi að stýfa skegglubbann af embættismönnum sínum. • * • Bók, sem nýlega er komln út í London eftir rithöfundinn Katherine Carswell, hefir heldur en ekki vakið írafár meðal aðdáenda skozka skálds- ins Robert Burns, og hefir gert hvort tveggja í senn, að hneyksla þá og fylla heilagri reiði gegn konunni, er ekkert dregur þó fram nema bláber- ann sannleikann. Hefir rignt yfir hana hótunum og bréfum frá ýms- um Bums félögum, þar sem hún er beðin að draga bók sína til baka, svo að fólk þetta geti haft í friði sínar “siðferðilegu” hugmyndir um hið vinsæla skáld. — Nú, þessi ósköp sem konan hefir grafið upp um Ro- bert Bums, eru þá það, áð hann hafi átt i leynilegu ástaræfintýri við sína “Highland Mary”, gifst henni á laun og hafi hún andast af fyrsta bami þeirra og það verið lagt í kistu hjá henni án almennings vitundar. Tfel- ur höfundur bókarinnar, að þetta hafi verið sannað með því að rjúfa gröfina fyrir ári síðan eða tveimur. Ennfremur hefir hún grafið upp úr skjölum í British Museum, að Bums hafi verið meðlimur í félagi, sem nefndist Court of Equity, sem vernd- aði rétt óskilgetinna barna. Hvort- tveggja þetta þykir aðdáendum Ro- berts Burns kasta óbærilegum skugga á minningu hans, en sennilega mun hið ágæta skáld hvila jafn rólega í gröf sinni þrátt fyrir uppljóstranir þessar, og hinna viðkvæmu siðferðis- hugmjmda þessara nútíma manna, sem jafnvel geta hneykslást á hundr að ára gömlu ástaræfintýri, sorgar- sögu, sem moldin hefir nú breitt yf- ir og hulið svo langa hríð i faðmi sinum. • • • Margir hafa haldið því fram, að þegar menn sofi sem fastast, liggi menn eins og sveskjur og bæri ekki á sér. Annað er komið upp úr dúm- um. Þrír ameriskir læknar hafa rannsakað nákvæmlega 112 menn í svefni, og skýra fi£ árangri sinum í enska læknablaðinu “Lancet”. — Heilbrigður maður byltir sér til i rúminu, snýr sér og veltir allt að 45 sinnum yfir nóttina, og er það marg- reynt, að á þann hátt hvílist líkam- inn bezt. Þetta hafa menn fundið með því að setja hreyfimæli i botn- inn á rúminu, en sá mælir er svo aft- ur settur í samband við sjálfvirka Ijósmyndavél. Má þannig af mynd- ! unum sem bezt fylgjast með hreyf- ingum mannsins yfir nóttina. 1 Marion, Ohio, var Charles Lewis, 30 ára gamall, tekinn fastur og á- kærður fyrir að hafa myrt Raymond Steele olíusala þar í bænum. Charles Lewis stóð fast á þeim fótunum, að hann væri blásaklaus af þessu, og kvaðst geta sannað sitt “alibi”. Og þetta gerði hann . Hann sýndi fram á það með óhrekjandi rökum, að : sama mund og Steele var drepinn, var hann sjálfur staddur í verzlun- arbúð í Cleveland, þar sem hann hafði stolið kynstrum af vörum um nóttina. * * * 1 sveit einni í Svíþjóð var fyrir nokkrum árum síðan gömul yfirsetu kona af eldri skólanum, sem ekki þótti neitt ýkja fríð, en var mjög brjóstgóð, og kunni lögmálið og spá- mennina eins vel og hver annar. — Einn af tryg^ustu viðskiftamönnum hennar var kíæðskerinn þar í sveit- inni, Jóhann Pétur, eða öllu heldur kona hans, því að hún átti krakka á hverju ári. Loks var gömlu kon- unni farið að blöskra barneignimar. og segir þá við skraddarann, þegar hún var rétt búin að taka á móti tólfta króanum: “Nú fer að verða nóg komið, Jóhann Pétur, og ættir dú að hugsa svolítið um konuna Dína, og gera þig nú ánægðan með þenna blessaða hóp, sem kominn er.” Skraddarinn segir: “En það stendur Skrifað í ritningunni: Verið frjósöm og uppfyllið jörðina.” “Já, rétt er það,” sagði sú gamla, “en er það nokkursstaðar nefnt á nafn, að Jó- hann Pétur eigi að gera það einn?” * • • Kvartað hefir verið undan því, að ástfangnir menn væri að skera fanga mark sitt og kærustunnar sinnar í bekkina við “ástarbrautina” á þing- húshæðinni í Ottawa. Hafa sumir geðvondir menn viljað, að þessir ná- ungar væru teknir og sektaðir dug- lega fyrir tiltækið. Um þetta mál kemst Ottawa Citizen mjög spá- mannlega að orði. “Vér viljum,” segir blaðið, “leggja það til, að nafn- skurður þessi verði ekki talinn sak- næmur, eins lengi og það sannast að maðurinn sé innan við þrjátíu ára aldur, sem ástfanginn er. Þrjátiu ára aldur er að vísu tekinn af handa- hófi, en það virðist þó vera sann- gjarnt aldurstakmark, þar sem draga megi línuna milli rómantískrar ástar og praktískrar. Það sem vér-eigum við, er þetta: Innan 30 ára aldurs er ástfanginn maður. skáld. Eftir þann tíma er hann flón. Skáldaleyfi geta ekki verið naumari en það, að leyft sé að krota fangamörk á bekkina við ástarbraut.” • • • Rev. Dr. J. L. Gordon, er um skeið var prestur í Central Congregational kirkjunni hér í Winnipeg, dó í Los Angeles s.l. laugardag. Hahn var einn af áhrifamestu og vitrustu prest um þessa bæjar. I Los Angeles hafði hann verið prestur um hríð. FJÆR OG NÆR. Samkoma í Arborg. verður haldin föstudaginn 7. nóv. n. k., þar sem margt verður til skemt- unar. Meðal annars segir séra R E. Kvaran frá Islandsför. • * • Séra Ragnar E. Kvaran flytur guðsþjónustu í Árnesi sunnudaginn 26. okt. kl. 2 e. h.: á Gimli sunnudag- inn 2. nóv., kl. 7 e h„ og í Riverton 9- nóv., kl. 3 e. h. • • • Spilafundur á mánudagskvöldið kemur 27. okt., undir umsjón einnar deildar Kven- félags Sambandssafnar. ..I samkomu- sal kirkjunnar; byrjar kl. 8.S0 stund \áslega. Seinasti spilafundur til arðs fyrir haust-bazaar félagsins.......- • • • jónas Jónasson, 522 Sherbrooke St„ Winnipeg andaðist þriðjudaginn 21. október á almenna sjúkrahúsinu hér i bænum, eftir langvarandi veik- indi. Hann var 79 ára að aldri. — Jarðarförin fer fram á föstudaginn kemur, , kl. 2 e h„ frá heimili hans. Séra Rögnv. Pétursson jarðsyngur. • • • Kvenfélag Sambandssafnaðar held ur sinn árlega haustbazaar mánudag inn og þriðjudaginn þann 3: og 4. nóv. n.k„ að 649 Sargent Ave. • • • Takið eftir þægindum þeim, sem Carl Thorlaksson úrsmiður býður fyr- ir jólin í auglýsingu á öðrum stað i blaðinu. | fram, að eitt af því, sem Bretlandi Iriði nú mikð á, væri að auka við-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.