Heimskringla - 22.10.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 22.10.1930, Blaðsíða 7
WINNIPEG 22. OKTÓBER, 1930. HEIM8KRINCLA 7. BLAÐSHJA Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. Baróninn áleit hentugast að dylja sannleikann, það flýtti fyrir úrslit- unum og hann var viss um að Eu- genie mundi verða honum þakklát fyrir það. “Eg tala í nafni dóttur minnar!” sagði hann þurlega. Arthur stökk á fætur svo snögg- lega að stóllinn hentist um. “Eg fellst á allar yðar tillögur, herra bar- ón! Eg þóttist hafa sagt dóttur yðar ástæðurnar til að fresta þessu og það gjörði eg hennar vegna, það skiftir minna um mig. En fyrst hún samt sem áður vill flýta fyrir því, þá verði það svo!” Málrómurinn sem þessi síðustu orð voru töluð í, var svo einkennilegur, að Curt, sem hafði látizt vera að horfa út um gluggann, snerí sér snögglega við og horfði forviða á mág sinn. Windeg virtist iíka verði forviða, honum fannst Arthur ekki hafa heina ástæðu til að reiðast, þar sem skilnaðurinn létti fargi af báðum hjónunum. “Þér gangið þá að uppástungu minni skilmálalaust?” spurði hann hikandi. “Já, skilmálalaust!” Baróninum létti fyrir brjósti. Eu- genie hafði getið rétt til er hún sagði hð maður hennar mundi þegar í stað samþykkja skilnaðinn. Það sem eft- >r var að semja um, áleit baróninum engum vanldkvæðum bundið. "Eg er yður þakklátur fyrir það, hve vel þér takið i þetta'mál,” sagði hann kurteislega, “það gjörir þenn- au óþægilega samning léttan. Nú er aðeins eitt atriði eftir, sem reynd- ar stendur ekki í beinu sambandi við skilnaðinn, en verður samt að koma til orða. Faðir yðar, “baróninn sót- foðnaði, er hann minntist á hin fyrri vandræð sín,” “faðir yðar var svo vænn að gefa mér upp skuld, er eg Þá ekki gat greitt honum. Nú get eS það og vil þvi flýta mér—”. Hann hætti í miðju kafi, því Arth- Ur leit þannig til hans, að honum •eizt ekki að halda áfram. “Eigum við ekki heldur að láta Þetta atriði liggja i þagnargild? Eg tyrir mitt leyti óska þess.” “Það gat legið í þagnargild, meðan mægðir áttu sér stað okkar milli, en ekki þegar þeim verður slitið” sagði Windeg alvarlega. “Þér viljið von- andi ekki neyða mig til að halda á- fram að vera skuldnautur yðar?” “Hér getur varla verið að ræða um skuld í orðsins venjulegu þýð- ingu. Faðir minn gaf kröfur sínar eftir og skjölin voru mér vitanlega eyðilögð—” Arthur gat nú ekki lengur skýlt geðshræringu sinni Þegar þér greidduð kaupverðið.” Haróninn stóð á fætur, styggur f bragði. "b’á var ráðahagurinn ákveðinn,” sa&ði hann kuldalega; “reyndar sam kvæmt óskum herra Berkows. Nú verður honum slitið mestmegnis eft- ir óskum okkar. Málið snýr nú allt öðruvisi við. Er það nauðsynlegt að við ííka sk°ðuum skilnaðinn sem verzlunar- viðskifti?” spurði Arthur beisklega. vona að konan min og eg verð- Ulu ekki 1 annað sinn látin ganga kaupum og sölum. Það er meira en a6S, að það hefir einu sinni verið gert.” Haróninn misskildi bæði orðin og geðshræringuna, sem þau voru sprott In af; hann varð mjög hátíðlegur á svip. Rekur yður ekki minni til þess, a® orðin “kaup og sala”, sem yður Þóknast að viðhafa, geta aðeins átt við annan málsaðila — það snertir ,°kkur ekki.” Arthur færði sig einu feti fjær, og svipur hans og limaburður var engu siður tígulegur en aðalsmannsins, er stóð gagnvart honum. “Eg veit nú, hver tildrögin voru Hl þessa hjónabands, og hvernig þeim akuldbindingum var varið, er neyddu y°ur til að gefa samþykki yðar til Pess. Þér ættuð því að geta skilið að eg heimta, að ekki sé minnst með eiuu orði á þessa skuld. Eg krefst Þess að yður, herra barón, að þér heyðið ekki soninn til að blygðast ain vegna föður síns látins.” Windeg hafði einu sinni áður stað- lð uppi ráðþrota gagnvart tengda- syni sinum, það var þegar Arthur neitaði aðalstigninni. En þá hafði hann samt verið líkur sjálfum sér. öaufur og kærulaus. En þessi ein- arða framkoma gekk alveg fram af baróninum. Hann leit ósjálfrátt til sonar síns, og pá að hann starði á móg sinn, frá sér numinn af undrun. “Eg vissi ekki að þér lituð þannig á málið,” sagði Windeg loks. "Það Var alls ekki tilgangur minn að möðga yður, en —” V* þvi bjóst. Við minnumst þá e ki á þetta framar. - Hvað skilnað- num viðvíkur, þá skal eg gera mála- mnslumanni mínum aðvart um að hafa sér i öllu eftir vild yðar. Eg skal gera allt sem i mínu valdi stend- ur til þess, að skilnaðurinn komist fljótt og umsvifalaust i kring.” Hann hneigði sig fyrir feðgunum og gekk burtu . Curt flýtti sér til föður síns. “Hvernig stendur á þessu, pabbi’ Hvernig getur Arthur hafa breyzt svona á þremur mánuðum? Eg tók reyndar eftir því óðara en við kom- um, að hann var miklu alvörugefn- ari og þrekmeiri en áður, en eg gat ekki búist við annari eins fram komu.” “Svo virðist sem honum hafi ekki verið kunnugt um klæki föður síns. Það breytir málinu talsvert,” sagði hann hálf vandræðanlega. “Bara aðJ hann heimti nú ekki, að eg skuli halda áfram að vera skuldunautur hans.” “Hann breytir alveg rétt,” sagði Curt í einlægni, “nú þegar honum er kunnugt um fjárprettina, sem faðir hans hafði í frammi við okkur. — Hann hefir ekki lánað okkur fjórða partinn af upphæðinni, sem seinna varð svo afskaplega há; og sonur hans getur ekki tekið við eins eyris borgun fyrir það okur, án þess að ó- sómi falli á hann. Það var auðséð að hann tók nærri sér klæki föður sins; en annars fór þetta samtal und- arlega fram. Hann hafði vafalaust verri málstað, en samt fór svo að lok um, að við máttum* næstum fyrir- verða okkur fýrir tilboð okkar.” Windeg styggðist auðsjáanlega við hin siðustu orð sonar síns, ef til vill af því að hann gat ekki borið á móti þeim. “Ef við höfiim gert honum rangt til, þá er nú fús til að láta hann njóta sannmælis, og það því fremur, sem við megum vera honum þakklátir fyrir undirtektir hans í skilnaðar- málinu. Eg hélt að það mundi ekki ganga svona greiðlega, þó hann frá byrjun hafi látið sér standa á sama um giftinguna.” Curt varð áhyggjufullur á svip, og var það honum þó ekki eiginlegt. “Eg veit ekki, hvernig þessu er varið, pabbi, en mér finnst að málið sé alls ekki útkljáð. Berkow var á engan hátt eins rólegur og Hann vildi sýnast, og Eugenie heldur ekki. — Ofsinn, sem hljóp í hann, þegar þú sagðir að hún óskaði að fá skilnað þegar í stað, bar ekki vott um að honum stæði á sama, og því síður var það að sjá á Eugenie, þegar hún fór frá okkur. Mér dettur ýmislegt í hug.” Baróninn Jyosti yfirlætislega. “Þú ert stundum eins og krakki, Curt, þó þú sért tvítugur að aldri og berir einkennisbúning. Geturðu ímyndað þér að hjónin hafi tekið þessa ákvörðun, nema af því sam- lyndi þeirra hafi verið óbærilegt? Eugenie hefir tekið sér það nærri og máske Berkow líka. Það, sem þú þykist hafa orðið var við, er ekkert annað en bergmál undanfarins ó- veðurs. Guði sé lof, nú birtir aftur í lofti og óveðrinu er lokið.” “Eða skyldi það nú ekki fyrst vera að byrja,” tautaði Curt i hálfum hljóðum, um leið og hann gekk út úr stofunni með föður sínum. __ Það var komið kvöld. Seinni part dagsins hafði Windeg setið lengi á tali við dóttur sína, og rétt á eftir var herbergisþernu frúarinnar skip- að að taka saman farangur húsmóð- ur sinnar. Áður hafði Berkow sjálf- ur sagt vinnufólkinu frá því, að kon- an sín ætlaði að fara að morgni með föður sinum og dvelja nokkrar vikur í höfuðborginni, og bauð því að búa allt til ferðarinnar. Fregnin um það barst eins og eldur í sinu til allra umsjónarmannanna i þorpinu, og það varð ölum áhyggjuefni fremur en menn undruðust það. öllum þóttí auðsætt, að húsbóndinn mundi því aðeins senda frú sína burtu, að hann byggist við, að þá og þegar mundi tn skarar skríða í námunum. Hann vildi vita hana á óhultum stað i höf- uðborginni, og hafði líklega sjálfur beðið föður hennar að koma og sækja hana. Windeg hafði haft rétt fyrir sér. Astæðan til burtferðarinnar var svo vel til fundin, að engan grunaði um að neitt væri á seiði. Fyrst í stað hafði mikið verið rætt um það í sveit- inni, hve kalt væri milli ungu hjón- anna, en svo hættu menn að tala um það. Allir vissu, að ástin hafðl ekkí komið til greina, er þetta hjónaban 1 komst á, en af því aldrei fréttist um neitt ósamlyndi eða háværar deilur milli hjónanna, sem ekki hefði getað farið framhjá vinnufólkinu, og þau hjónin voru ætíð kurteis hvort við annað, héldu menn að þau hefðu sætt sig við forlög sín. Það væri sið- ur heldra fólks, að hjónin hefðu lít- ið saman að sæída, og því væri ekki undarlegt, þó sonur miljónaeigand- ans og barónsdóttirin fylgdu þeim sið. XIX. Engan furðaði á því þótt húsbænd urnir dveldu sitt í hvoru lagi þetta kvöld. Gestirnir neyttu kvöldverðar einir saman í borðstfounni, frúin hafði látið færa sér te og brauð upp á svefnherbergi sitt, en bragðaði ekki á því, þernunni til mikillar undrun- ar; og Arthur borðaði alls ekki. — Hann bar við annríki og hélt sig á skrifstofu sinni, hafði hann áður bannað að nokkur maður mætti trufla sig. Aldimmt var orðið útifyrir, en á skrifborðinu í vinnustofunni logaði á lampa og lagði birtuna á mann, er um meira en klukkustund hafði gengið um gólf hvíldarlaust, og nú í einrúmi hafði varpað stillingar og kæruleysisgrímunni og gefið tilfinn- ingunum lausan tauminn. A svip hans mátti sjá ákafa og brennheita tilfinning, sem hann sjálfur hafði ekki þekkt til fulls, fyr en um leið og hann átti að missa konuna, sem hann hafði þessa ofurást á. Nú var sú stund komin og varð ekki umflú- in. Kom það í Ijós hve nærri sér hann hafði tekið samninga þá, sem Windeg fannst hunn hafa tekið svo vel og hæglega. Nú var þá skilnaðarstundin upp- runnin, sú stund er hann hafði ótt- ast svo mjög; en gott var, að það skeði á þennan hátt, að aðrir fram- kvæmdu það, sem hann hafði ekki hug til að gera. Oft hafði Arthur nú upp á siðkastið komið til hugar að nota sömu viðbáruna og Windeg, til að stytta kvalræði þessarar sam- búðar, honum var um megn að hylja ást sína með kulda — en samt hafði hann ekki gert það. Reyndar verð- ur því ekki mótmælt, að það sem ekki verður hjá komist, ætti helzt að ske með skjótri svipan, en þó ein- hver maður hafi hug til að skera í opið sár, er ekki víst að sá hinn sami hafi hug til að slíta ástina úr hjarta sínu, því fylgir ætið ótti fyrir ■ miss- inum. Þau hjónin voru eiginlega skilin fyrir löngu; en ennþá gat hann þó horft á fríða, bjarta andlit- ið með tignarsvipnum, og augun djúpu og fögru; hann heyrði ennþá málróm hennar, Og einstöku sælu- stundir bættu úr margra vikna van- , sælu. Þannig hafði það verið um daginn í skóginum, þegar hún leit- aði skjóls hjá honum og síðan titr- aði í faðmi hans, er hann tók hana af baki . Honum var ómögulegt að sleppa henni fyr en hún var heimtuð af honum. Dyrnar voru opnaðar hægt og þjónninn steig hikandi á þröskuld- inn. “Hvað viltu?” sagði Arthur upp- vægur; “hefi eg ekki bannað —” “Fyrirgefið, herra Berkow,” svar- aði þjónninn v&ndræðalegur. ‘’Eg veit, að þér viljjð ekki láta trufla yður — en af því tignarfrúin sjálf —’ i “Hver?” “Tignarfrúin er hér sjálf og ósk- . ar —” Þjónninn gat ekki lokið við setn- j inguna, því húsbóndi hans hratt hon- um úr dyrunum og þaut út í for- stofuna og hitti þar konu slna er bei^ð þar. “Þú lætur tilkynna komu þína? En sú óþarfa viðhöfn!” “Mér var sagt að þú vildir ekki taka á móti nokkrum manni, og að enginn væri undanskilinn.” Arthur sneri sér reiðilega að þjón inum, sepi fór að afsaka sig: Eg vissi sannarlega ekki hvað eg átti að gera. Þetta er i fyrsta sinni sem tignarfrúin kemur hingað. Þetta var aðeins afsökun og engin önnur meining frá þjónsins hendi. En Eugenie sneri sér undan; og á- kúrur bær, er Arthur ætlaði að demba yfir þjóninn, urðu að engu. Þjónn- inn hafði rétt að mæla: þetta var sannarlega í fyrsta sinn, er tignar- frúin steig fæti sinum inn í herbergi mannsins síns. Hjónin hittust ein- ungis í skrautsalnum, borðstofunni eða í samkvæmissalnum. Var því ekki kyn, þótt þjónustufólkinu þætti þetta tiðindum sæta. Arthur benti þjóninum að fara burtu og gekk síðan ásamt konu sinni inn á vinnustofu sína. “Mig langaði til að tala við þig,” sagði Eugenie hljóðlega. “Eg er reiðubúinn að hlusta á mál þitt.” Hann lét hurðina aftur og dró fram hægindastól, er hann benti konu sinni að setjast í. Hann var nú búinn að jafna sig og andsvör hans og hreyfingar voru hægar og stilltar, eins og það væri framandj kona, er hann vildi sýna virðingu. “Viltu ekki sitjast niður?” sagði hann. “Nei, eg ætla ekki að tefja lengi fyrir þér.” Framkoma ungu konunn ar lýsti bæði angist og ráðaleysi, og' kom þáð kynlega fyrir, þar sem hún var vön að vera einörð í öllu. Ef ti! vill fannst henni hún vera ókunnug á þessum stað og átti því erfitt með að byrja samtalið. Arthur gerði henni heldur ekki léttara fyrir; hann stóð þegjandi og þungbúinn við skrif borðið og beið þess að hún tæki til máls. “Faðir minn hefir sagt méf frá samtali ykkar í dag,” sagði hún loks, “og sömuleðis frá ákvörðun ykkar.’ “Eg bjóst við því, og einmitt þess vegna — fyrirgefðu, Eugenie — þá varð eg fyrst forviða, er eg kom auga á þig hér. Eg hélt að þú værir að búa þig undir burtförina’.” Þessi orð áttu að gera að engu geðshræringu þá, er hann hafði ekki getað dulið, er hann sá hana, og virtust þau hafa tilætluð áhrif. Eft- ir litla stund svaraði Eugenie: “Þú hafðir strax i dag sagt vinnu- fólkinu frá burtför minni.” “Já, eg hélt það vera eftir þinu geði, og þar að auki fannst mér fara betur á því að eg skipaði fyrir um undirbúning fararinnar, þú veizt hvaða ástæðu við berum við. Hafir þú haft í hyggju að koma þessu öðruvísi fyrir, þá þykir mér leitt, að mér var ekki kunnugt um fyrirætl- anir þínar.” Málrómurinn var svo kuldalegur, að Eugenie færði sig ósjálfrátt einu feti fjær honum. “Eg ætlaði mér ekki neitt. Mér kom það aðeins á óvart, að eg ætti að fara löngu fyrir þann tíma, er við vorum búin að ákveða. Þú hafð ir fullgildar ástæður til þess að fara ekki að breyta þeirri ákvörðun.” “Eg? Það var þín ósk og krafa. sem eg fór eftir. Windeg barón sagði mér að það væri svo.” Eugenie kipptist við. öll feimni og allt rá.ðaleysi var farið af henni. það var sem fargi væri l^tt af henni við að heyra þetta svar. “Þetta grunaði mig! Faðir minn hefir farið of langt. Hann hefir tal- að í mínu nafni, þar sem hann aðeins bar fram sína eigin ósk. Eg er kom- in til að greiða úr þessum misskiln- ingi og segja þér, að eg vil ekki fara, að minnsta kosti ekki fyr en heyri þig sjálfan segja, að þú heimtir það.” Eugenie hafði ekki augun af Arth- ur; hún var frá sér numin af eftir- væntingu. Nú þurfti hún að lesa l augum hans, en það birti ekkert yfir þessum augum og orð hennar virtust engln áhrif hafa. Reyndar sýndist henni andlitsvöðvarnir kippast við, er hún minntist á “misskilninginn”, en það var máske missýning, því svipurinn breyttist ekki og málróm- urinn var jafn kaldur og áður, er hann eftir litla þögn svaraði henni. “Þú vilt ekki fara! Hvers vegna ekki ?” Unga konan gekk einarðlega að manni sínum. “Þú hefir sjálfur sagt mér að vel- megun þín sé í hættu i bardaga þeim, er nú fer 1 hönd. Síðan við hittum Hartmann, veit eg að sá bar- dagi verður upp á líf og dauða, og þú ert í miklu meiri hættu en þú vilt sjálfur kannast við. Eg get ekki og vil ekki skilja við þig þegar svo stendur á; það væri hugleysi og —” “Þú ert göfuglyndið sjálft,” greip Arthur fram i; í gegnum kuldann mátti heyra gbemju í röddinni. “En til þess að hægt sé að sýna göfug- lyndi, verður einhver að vilja taka á móti þvi, og eg vil ekki taka á móti því frá þér.” Eugenie studdi hendinni á stólbak- ið og reyndi að stilla skap sitt. “Ekki?” sagði hún. “Nei! Faðir þinn átti uppástung- una — látum svo vera. Hann hefir gflaust rétt til að forða dóttur sinni frá óeirðum þeim og róstum, sem hér má búast við. Eg er á sama máli og hann og fellst skilmálalaust á skilnaðinn á morgun.” Eugenie leit einarðlega upp. N al ín s PJ iöl ld |l a-JS.U Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Blde- Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aTJ finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. ogr 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsfmi: 331.%K V DR A. BLONDAL 602 Medical ^Lrts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — At5 hitta: kl. 10—12 ♦ h. og 3—5 e. h. Heimill: 806 Victor St. Sími 28 Í&0 DR. B. H. OLSON 210-220 Medlcal Artm Bldg. Cor. Graham and Kennedy 8t. Phone: 21834 VitJtalstími: 11—12 og 1_5.30 Heimlli: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 21« MBDICAli ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar flimönsii aiijMin- eyrna- nef- ok kverka-Njflkdöma Er atJ hltta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Talnlmi t 21834 Heimlll: 638 McMillan Ave. 42691 Talafmt: 28 88» DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR «14 Someraet Block Portafge Avenue WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja Dlt. 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. A. S. BARDAL selur likklstur og annast um útfar- ir. Allur útbúriatiur s& bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarSa og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phonet 8« «07 WINNIPKG OPIÐ BKJEF TIL HKK. (Framh. frá 2. bls.J Æflntýrið. Unglingar tveir voru í hóp okkar, stúlka sú er fyr var getið, og piltur á reki við hana. Einhverra hluta vegna gengu þau sem fleiri upp í hraun. Þegar þau komu aftur, var þeim mikið niðri fyrir, einkum stúlk- unni, sem er örlynd, og hefir það til að vera nokkuð stif, en hjartagóð og trölltrygg. Leið unglinga þessara lá yfir ^ina af hinum mörgu gjám eða sprungum, sem svo mikið er af í hrauninu uftihverfis Leiruvelli á alla vegu. Sprungur þessar eða gjár eru misdjúpar og misbreiðar, og í flest- um eða öllum meira og minna vatn. Niðri í einni slíkri gjá þóttust börn- in hafa séð nakinn mann, og héldu að þangað hefði hann ei farið sjálf- ráður eða sjálfviljugur. Þau sáu á flíkum þar niðri eitthvað rautt, sem þau héldu að væri blóð. Af öllu þessu héldu þau, að maður þessi þyrfti hjálpar við. Ekki var maður þessi þó niðri í vatninu, heldur á bergsillu niðri í gjánni. Samt var vatn i gjánni, en það náði ei sillunni. Þannig var sagan. Fólkið brosti að ákafa barnanna og gerði litið úr þessari sögu. En þvi minna, sem úr henni var gert, þess ákafari varð stúlkan. Pilturinn fór sér hægra, en játti þó, er stúlkan vitnaði til hans. Og loks fór hún að gráta, og vildi með engu móti huggast láta. Var þá afráðið, að eitthvað af fullortna fólkinu færi með þeim til gjárinnar þó ekki væri það til annars en að friða þau. Fóru þrír, auk barnanna. karlmaður og tvær stúlkur. Dvald- ist þeim nokkuð. A meðan gekk *g enn út í hraun, og eitthvað af fólki okkar með mér. Tók eg þá niður viðburði þessa dags. Vildi eg gjarna njóta sem bezt og festa i minni um- hverfi og útsýn á þessum fomhelgu stöðvum, siðustu augnablik þarveru minnar. Þegar við komum heim til tjalda, var og sendinefndin aftur komin. Reyndist allt satt, sem börn in sögðu, að svo miklu leyti sem þau sáu í fátinu, sem á þau hafði komið Maður var í gjánni. En hann hafði farið þangað með náttúrlegum hætti; og var eða gat hafa verið nakinn, þá er þau, börnin, komu þangað fyrst — nýstiginn úr laug, sem þar var svo dæmalaust handhæg, tilbúin af hönd- um náttúrunnar, sem einnig var svo hugulsöm að velgja fyrir hann vatn- ið, því vatnið í flestum þessum gjám kvað vera volgt. Blóðið, sem brörn-, in þóttust hafa séð, voru rauðir flekk ir í teppi, sem maðurinn hafði að sér. Hann hafði sem sé tekið sér nátt- stað í gjánni — skynsamlegt. Og þó kvað maður þessi vera eitthvað geggjaður — hafa orðið það af bók- ar-, en ekki bóka-lestri. Kl. 6 siðdegis fórum við af stað til Reykjavíkur. Þessi dagur var góð- ur frá morgni til kvölds, og þur, að undanskildum smáskúr laitst fyrir hádegi. Til Reykjavíkur komum við kringum kl. 8, og fór eg nú til Krist- inar frænku og þeirra hjóna. Þau fóru heim af Þingvöllum árla morg- uns þenna dag. Eins og svo oft endr- arnær, var seint gengið til rekkju i þetta sinn Að hátta og sofa fannst mér heimskulegt um albjarta daga ■— lá við að trúa Edison um það, að svefn sé ekki nauðsyn — ekkert nema vani og tímaeyðsla. Frh. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Ifögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenzkir lögfmOingar 709 MINING EXCHANGE Bldg Stmi: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur a8 Lundar, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islenskur LögfræOingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, ;: Manitoba. Mrs. B. H. Olson TEACHER OF SINGING 5 St. James Place Tel. 35076 Bjömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Musíc, Composition, Theory, Counterpoint, Orchei- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71021 MARGARET DALMAN TEACHRR OF PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Planókennari hefir opnað nýja kenslustofu að STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIMI 38 295 TIL SÖLU A ADfRU VEltHI “F-URNACE” —bætsi vltJar o* kola “furnace” lítltS brúkatS, *r ttl sölu hjá undlrrftutJum. Gott tækifærl fyrlr fólk út 4 landl er bæta vllja hltunar- áhöUl á helmilinu. GOODMAN & CO. 786 Toronto St. Slml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Bafrftafre anil FurBitare Movlnc 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergi metj etla án baö. SEYMOUR HOTEL vertJ sanngjarnt 8Iml 28 411 C. G. HIITCHISON, efgandl Market and Kinff St., Winnipeg ^ —:— Man, L MESSUR OG FUNDIR i kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudegi kl. 7. e.h. SafnaOarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuSi. Hjálparnefndin: Fundir fyrsta mánudagskveld t hverjum mánuBi. KvenfélagiO: Fundir annan þriBju dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkuri~n: Æfingar á hrerju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.