Heimskringla - 26.11.1930, Side 2

Heimskringla - 26.11.1930, Side 2
RT.AÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 26. NÓVEMBER, 1930 Guðrún Hannesson. 24. apríl, 1856—4. júní, 1930. Enn eru orpnar íslenzkar leifar moldu — móður fjarri. Landnemi er iátinn. Landnámið blómgast yfir grónum gröfum. Falla og fækka fornar stoðir vorra búða vestra. Breikkuð er brautin brautryðjandans. Frumbýlið er fállið. # Lof sé þér, látna iandnáms kona fimtíu og fjögur árin. Guðrún frá Gimli, góðan orðstír gaztu þér tii grafar. Kær varstu kona, kærleiks rík móðir, föst á vini og frændur. Lékstu við listir iöngum stundum — þar fann sál sig sjálfa. Góð varstu, Guðrún. glaður vors friður andaði þér yfir. Sál þín var sólskin sannrar vináttu. Gafstu bezt og gladdir. List þinni lífið litla tilsögn gaf á vestur vegum. Lífið af list lifðir þú samt: — máske fþrótt mesta. Ung í anda eldri skólans, trygg við trú og siði, elífrar æsku unaðar himinn sástu sálum búinn. Sástu svanhvítar sálir fljúga heimi frá til himna, — ár að eilífu endurborin ljósi guðs lifanda. Allan alheiminn alkærleikans guð í miskunn geymdi. Alt líf eignaðist eilíflega helga sæld með honum. Bjartsýnin bezta barna trú þína hóf í hæsta veidi. Sann-göfgar sálir sértrú hverja ljóma eigin ljósi. Góð varstu, Guðrún, gott þig að eiga þegar sorg var sárust. Talnabönd týna tölum sínum. Gæðin þín ei gleymast . Frumbýlið fallið. Friður sé með vorri kynslóð grænna grafa. Eilífrar æsku englarnir þig leiði, Guðrún, heim — að Gimli. Þ. Þ. Þ. Opið bréf til Hkr. Tileinkað þeim vinum rnínurn K. N. skáldi á Mountain, og frú Rósu Casper í Blaine. MillibUsástand. Síðan eg sendi síðasta þáttinn af opnu bréfi til þeirra vina minna K. N. og Rósu Casper, hefi eg tekið mér tíma til að yfirfara heild þá, sem út er komin, og rekið mig á ýmislegt, sem þarf leiðréttinga við. Og af því eg vil bæði vera sanngjöm og sann- sögul, bið eg Hkr. leyfis að leiðrétta það hér, áður en eg sekk mér nið- ur í framhaldið. Fyrst af þessu tæi. — 1 Heims- . kringlu 1. okt. er skakkt frá sagt — dögum og atburðum ruglað, eða at- burðaröð. Sérstaklega fyrir þá sök að einum degi er sleppt úr, nokkuð af atburðum hans tileinkað öðrum degi en nokkru sleppt með öllu. Eg vil því biðja þá sem lesið hafa bréf mitt, að minnast þess, að ganga mín til Reykjavíkur gat ekki skeð 21. né ! 22. júní. Fyrri daginn lentum við og þann dag var Vestur-Islendingum fagnað í Bíó, eins og frá er sagt. Þá mun eg og hafa séð Mörtu Stefáns- dóttur en ekki farið heim með henni. Næsti dagur hefir fallið úr frásögn- inni. Hann kemur hér: Sunnudaginn 22.. júní var veður þurt en fremur kalt. Séra Friðrik Hallgrímsson (einu sinni í Argyle) prédikaði i dómkirkjunni og bauð Vestur-Islendinga velkomna í nafni íslenzku kirkjunnar. Þann dag var kirkjan full, að undanteknum tveim lokuðum bekkjum rétt fyrir innan mig. Þegar komið var fram í miðja guðsþjónustu kom Pétur með lykla sína og opnaði annan bekkinn og hleypti inn þangað seinkomnum sauð um. Eg er hrædd um að mér hafi orðið á, þvi eg brosti, því þessu stétta merki var eg búinn að gleyma. — Skyldu slík stéttaskifti eiga sér stað í Himnaríki? Kirkjusöngurinnar var góður, en ekki betri en eg hefi heyrt kirkju- söng hjá okkur heima í Blaine. Ræð- an — hana man eg ekki nema hvað presturinn talaði hlýlega til Vestur- Islendinga, eins og allir heima ávalt gera. Frá messu gengu þau Þorvaldssons hjón upp að Arnarhól, og eg með þeim.Það var þenna dag að Marta Stefánsdóttir kom og eg fór heim með henni. Eftir hátíðina. — Einnig leiðrétt- ingar: Nú þegar hátíðinni er lokið og eg komin til sjálfrar mín aftur, hérna vestur á Kyrrahafsströnd; því siðan eg byrjaði að skrifa ferðasögu mína, hefi eg endurlifað atburði þá er frá segir, og lítils annars gætt — tek eg eftir því að mishermi hafa orðið á nokkrurp stöðum. Til dæmis að varðskipið Þór hafi mætt Mont- calm á Faxaflóa. Það var ekki Þór, heldur Ægir, ef mig minnir rétt. Á- stæðan fyrir þessari missögn er næst um afsakanleg. Hún er þessi: Þegar Montcalm skreið inn fjörðinni, gekk Þór gamli aldrei frá augum mér. — Hann öslaði á undan skipinu eins og hann væri að vísa okkur leið. Ef til vill hefir hann verið að bjóða okk- ur velkomin. Það var ekkert skip, heldur Þór í mannsmynd — með ham arinn reiddan um öxl, og hvarf þá fyrst er skip vort lagðist við akkeri. Síðar þegar eg byrjaði að skrifa ferðasögu þessa, birtist hann mér á ný og hvarf aldrei frá augum mér, fyr en fyrsti og annar kafli hennar var kominn í póstinn. Og enn stend- ur hann hér og glottir., ekki illilega heldur eins og maður, sem er á- nægður með sjálfan sig. Lygi, veit eg flestir segja, en samt er það nú satt. Annað. — Þar sem sagt er frá pré- dikunarstólnum í Almannagjá segir: I gjánni austanverðri var prédikunar stóllinn o. s. frv. Atti að vera: í vesturhlið gjárinnar. Fleiri missagn- ir af líku tæi kunna víðar að vera, sem og skrif- eða prentvillur, eins og t. d. í kaflanum “Þingvellir og um- hverfið” i Hkr. 15. okt. Þar stendur: eystri veggur gjárinnar; á að vera vestri veggur, og seinna í sömu máls- grein, hraðvirkum, átti að vera hroð virkum, þetta er prentvilla, eða hefir verið svo hroðvirknislega skrifað, að prentarinn gat ekki lesið. Seinna í sömu grein stendur: til suðausturs Þingvallavatn; átti að vera: til suð- urs eða suðvesturs. Ymislegt fleira smávegis er og að, t. d. orðavillur, en sízt meira en ger- ist um atmennar blaðagreinar. Staf- villur minnist eg ekki á og er löngu hætt að roðna þó eg sjái þær. Þar sem um missagnir átta eða staðhátta er að ræða, munu kunnugir sjá af hverju það ér sprottið og góðfúslega leiðrétta, ókunnugum gerir það lítið eða ekki til. Þeir sem kritisera af einskærri löngun til að ná í mig eða jafna um mig, er það sizt of gott. Verði þeim að góðu. En vegna hinna mörgu, sem votta mér þakklæti fyr- ir bréf þetta, ætla eg að halda á- fram, meðan eg hefi eitthvað til að segja og meðan og þegar Heims- kringla hefir rúm fyrir það. Eg mun og segja frá hlutunum eins og þeir komu mér fyrir augu og eyru, án til- lits til þess, sem öðrum kann að sýn- ast um þá. Það er tilraun til að endurgjalda á þann eina hátt, á þann eina hátt sem í mínu valdi stendur — þó í smáum stíl sé — örlítinn part af hinni stóru þakkarskuld, sem eg er í við þá, sem hjálpuðu til að senda mig heim. * » • Mánudag 30. júní. — Vakna eg við sólarheilsan — því sólin skein fullum fetum á mig inn um 4 feta glugga. Þá er hún á suðurleið. Nokkrir kunn- ingjar ná mér í rúmi. Meðal þeirra ferðafélagi minn Th. Símonarson frá Blaine og Jakob Benediktsson, sem lengi átti heima við Hallson N. D. og síðar í Bellingham, Wash., en nú tii heimilis heima, fornkunningi minn. Eg flýtti mér á fætur þvi Jakob þurfti margs að spyrja þaðan að vestan. — Leysti eg úr því sem eg gat. Ekki þurfti eg að spyrja um líðan hans; hann bar öll merki vellíðanar utan á sér, í svip, augum og látbragði. Dökk- rauða skeggið huldi niðurandlitið og teygði sig ofan á bringu. Hann gat verið auðugur bóndi eða aðalsmaður, sem gefið hafði frá sér áhyggjur lífs- ins og lifði nú í áhyggjulausri ró. Seinni hluta þessa dags fórum við þrjú, Kristján, Marta og eg út í bæ. Fyrst á listasafn Einars Jónssonar. | Þar yfirgaf Kristján okkur. Þaðan I fórum við á landssýninguna; þá í | kirkjugarðinn; hans hefi eg fyr getið Þaðan gengum við austur fyrir Tjörn | komum við á spítalanum. Var þá á- liðið dags, svo við gengum heim að Undralandi og gisti eg þar næstu nótt. Á landssýningunni var margt að sjá vel unnið og meira en þess vert að vera umgetið. Voru þar margir hlut- ir merkilegir. Hafði eg ágirnd á mörgu. En flest fannst mér það dýrt — miðað við pyngj.u mína og varð hún að ráða. Einn hlut keypti eg þó, fannst hann helzt við mitt hæfi. Það voru morgunskór. Það voru morgun- skór úr hrosshári, þrinnuðu, þ.e.a.s. hrosshársbandið var þrinnað. Innan voru þeir fóðraðir með ullar prjónlesi. Tel eg þá hinn mesta dýrgrip. íslenzk an vefnað sá eg, sem mér leizt einkar vel á, og íslenzkan vefstól, nýja eða nýlega uppfynding, að mér var sagt. Hver sýsla hafði sina muni út af fyrir sig. Eitt af því sem stakk í augu, voru sjöl unnin úr togi. Vinnan var framúrskarandi falleg. Furðaði mig nokkuð á því, að svo mikið verk skyldi lagt í slíkt efni. Því mér þyk - ir næsta ólíklegt að þau verði mikið notuð. Sá engan hafa þau til skjóls eða skrauts. Allskonar muni úr málmum, kopar og eir, sá eg einnig, svo sem kertastiku, könnur og katla og margt fleira. Sumt af þeim mun- um varm ér sagt að væru eftir kven- fólk. Sannast það á þeim — konum — að þær leggja á flest gerva hönd og gera það veL Einn ask sá eg, sem eg hafði verulega ágirnd á, en þótti nokkuð mikið að borga fyrir hann 60 klónur og lét hann vera. Listasöfnin sá eg, eins og þegar hefir verið tekið fram. En leiði hjá mér að lýsa þeim vegna þess, að þar skortir mig þekkingu og orð. Þar kemur fram stórtækur skáldskapur og djúpsær skilningur á viðfangsefni höf, eins og t. d. Einars Jónssonar. Listræni hans liggur á sviðum, sem heimta stærrí, hærri og dýpri skiln- ing en almennt gerist. Hann nær í einu hæð Matthíasar, heimspeki Ein- ars og skarpsýni Stephans. Samstill ing verknaðar og hugsana eins og þeirra Matthíasar og Sveinbjörns í “ö, guð vors lands” — ljóði og lagi. Sveinbjörn verður svo hrifinn af anda- gift Ijóðskáldsins, að tónar hans ná þessari lrlegu samstilling og hrifn- ingu í ljóði og lagi ,sem lyftir báðum höfundunum í senn langt yfir allt, sem enn hefir komið fram á þeim sviðum. I samskonar samstilling verður sá að komast, er hyggst að lýsa sönnum listaverkum. Og meira, hann verður að skilja og þess utan hafa andagift og orðfæri til að lýsa þeim skilningi — vera sjálfur lista- maður á háu stigi. Sé hann það ekki er betra að þegja, og þann kostinn kýs eg mér, að því er listasýningar snertir. Auðvitað eru listaverk á mismunandi stigi, alveg eins og ljóða- gerðin. Um sum ljóð segja menn: ja, þetta er laglegt — hefði farið bet ur á þenna eða hinn veginn. Aftur, já, þetta er gott eða lélegt, eftir á- stæðum, viti, réttlætistilfinning og góðgirni þess er um dæmir. Flest lög lög eru svo sungin, að mönnum finnst ekki miklu skifta hver syng- ur. En lög eru til — og ljóð — sem manni finnst ganga guðlasti næst að sungin séu af öðrum en þeim, sem syngja eða lesa með sönnum skiln- ingi — list, sem samsvari frumlist höf. Svo er og um listaverkin, hvort sem þau birtast í steyptum, samsett- um' leir, málmum eða málverkum. — VISS MERKI kemur af því að nýrun hreinsa ekki eitraðar sýrur úr blóðinu. Gin Pills veita lækningu með því eyðileggja sýrur þessar og koma nýrunum aftur til að starfa eðlilega. — Kosta 50c í öllum lyfjabúðum. Maður starir í þegjandi hrifning, og þessa hrifning tekur maður með sér. Það er eins og ósungið ljóð eða lag, sem kemur fram á yfirborð hugsana og tilfinninga manns á tómstundum og flytur nýjan —- ávalt nýjan indis- leik og hrifning- Verður þvi þetta að duga um þessi efni. Eg er óánægð með það, og veit, að aðrir verða það lika. Við því verður samt ekki gert. Vantar 100 Mernt tö i i | ve! borguð virra Oss vantar fleiri menn undireins og borgum 50c á kl.tímann áhuga- miklum mönnum. Part af tímanum borgað fyrir meðan þú nemur iðn sem vel er borguð svo sem Auto Mechanics og Garage vinna, En- gineering og raffræði, plastering, tile setting og húsavírun. Einnig rakara-iðn, sem er hrein inni vinna. Menn hætta erfiðisvinnu og nema nú iðn sem betur er borguð. Skrifið eða komið eftir fríum bókum um tækifærin hjá Dominion. The Dominion er með stjórnarleyfi starf- ræktur með frírri atvinnudeild. Vér ábyrgjumst að gera menn á- nægða. Þetta er stærsta stofnun sinnar tegundar, með útibú hafa á milli í Canada og Bandaríkjunum. Utanáskrift vor er: fpOWlNlON *1möö! SChools 580 MAIN STREET WINNIPKG - MANITOBA Ferðist Með Canadian Pacific brautinni til GAMLA LANDSINS í SAMA VAGNINUM ALLA LEIÐ til skips í W. Saint John, N. B. í desember sigla Duchess of York..desember 5 Duchess of Richmond. .desember 12 Montclare .......desember 13 Duchess of Atholl. . . . .desember 16 Fargjöld lœgri yfir desembermánuð | Skrifið yður fyrir plássi hjá agentum CANADIAN PACIFIC Skemtiferðir bæði til Kyrrahafs og Atlantshafsstrendar MAGIC BAKING POWDER gefur bezta reynslu ^ ^ ^ # Look for this mark on ev«ry tm. It is our guarantee that Magic Baking Powder does not contain alum or any harmful ingredient. Kf l>ér Imkilt hrlmn, |>« Mkrlfin rftlr nýj»i Mafclo mntrelIÍMlubOk Innl. Ilún Inniheld- ur marfcnr flun‘t«r forMkrlftlr. Vflr Mcnil- um hana enduriíjaldM laufft. 3 af hverjum 4 konum í Canada* sem baka heima, segjast nota Magic Baking Powder vegna þess að hann reynist ávalt bezt. Ef þér notið Magic, getið þér einnig verið vissar um góðan árangur af bökun yðar. 'KHDnMflkn I |>eMMu M»m- hnnililelddi þettii f IJúm. STANDARD BRANDS LIMITED GILLETT PRODUCTS Toronto Montreal Winnipeg Vancouvi og útibú i öilum aðal borgum Canada

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.