Heimskringla - 26.11.1930, Side 4

Heimskringla - 26.11.1930, Side 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 26. NÓVEHBER, 1930 l^i’tmskrínglci (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 653 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: S6537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Ailar borganir sendist THE VTKING PRESS LTD. Vtanáskrift til blaðsirs: Manager THE VIKING PRESS LTD., S53 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til riistjórans: EDITOR HEIKSKRINGLA S53 Sargent A je„ Winnipeg. ‘‘Heimskringla'’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Snrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 26. NÓVEMBER, 1930 Sjálfstœðismál Indiands i. EStt eftirtektarverðasta málið, sem nú er á dagskrá — ekki aðeins innan hins brezka veldis, heldur og um heim alian — er sjálfstæðismál Indlands. Ein fjölmennasta þjóð heimsins, er síðan 1857 hefir lotið einu og sama erlendu stjórnarvaldi, rís nú upp sem einn mað- ur, að því er virðist og krefst sjálfsstjórn- ar. íætta má heita einn af stórviðburð- um sögunnar, og fundurinn, sem nú stend ur yfir um þetta mál í Englandi, verður, hvernig sem um málið fer, skráður þar stóru letri á sínum tíma. Indland er eitt af auðugustu löndum heimsins frá náttúrunnar hendi. Bómull, kryddjurtir, gimsteinar, silki, te og fíla- bein; er þar óþrjótandi, og hefir svo öldum skiftir verið verzlunarvara út um allan heim. Þegar allsherjarríkið sundraðist á 7. öld eftir Krist, og þjóðin sem heild mátti heita sem höfuðlaus her og varnarlaus gegn útlendri ásælni, varð landið fyrst að bitbeini viðskiftaþjóða heimsins, þó mest kvæði auðvitað að því, eftir að Vestrænu þjóðimar fóru að leggja leið sína þang- að á síðari öldum. Auk þess sem landið er auðugt, er það víða töfrandi fagurt. Kasimírhéraðið hef- ir t.d. verið nefnt “hin jarðneska para- dás” sökum hins unaðslega landslags þar. Og Paradís má Indland ef til vill einnig heita í eldri merkingu þess orðs, þar sem það er nú orðin mjög ríkjandi skoðun vís- indamanna, að þar hafi vagga mannkyns- ins staðið. Einhverjar allra elztu leifar af mönn- um, sem fundist hafa, koma úr þeirri átt. Og á eyjunum suður af Indlandi, eru menn enn á lægra menningarstígi en nokkrir eða flestir núlifandi mannflokkar, og ætla margir þá einna líkasta frumstofni mann- kynsins. Um uppruna Indverja vita menn ógerla, en þetta er skoðun margra um það, að þeir muni af fyrstu eða frumstæðustu mann- verum jarðarinnar komnir, er á Indlandi hafi stöðugt haldist við, þó greinar af þeim stofni breiddust út, og þeir blönduðust þeim svo aftur, svo sem Aríönum, er að vestan komu til Indlands, og Mongólum að norðan miklu síðar, og þá á hærra menningarstígi heldur en frumþjóðin ind- verska. Af þessum stofni er þá nútíðar Indverjinn kominn. Prumbyggjar lands- ins voru komnir á það menningarstig, er aðrar þjóðir komu til landsins, að þeir vou farnir að vinna sér klæði úr bómull og stunduðu ýmsan annan iðnað. Þeir þekktu eir og voru farnir að gera sér ýmsa muni úr þeim málrni, en járni ekki. En ritmál sitt, sanskrit, fengu þeir frá Persum og Grikkjum. Á Indlandi var allsherjarríki stofnað á fjórðu öld fyrir Krists fæðingu, og sátu keisaraættir þar að völdum ein eftir aðra, þangað til á 7. öld e. Kr. Um veldi þess- ara keisara ber það nokkurn vott, að einn þeirra hafði níu rnílna langan hallargarð gerðan um bústað sinn, og voru 750 tum- ar á honum og 64 hlið. Hann hafði og 700,000 hermenn undir vopnum, 9000 fíla (til hernaðar) og 8000 hervagna. En þess ar keisaraættir misstu þó völdin um síð- ir, og tóku þá um stund Múhameðstrúar- menn, er vestan að komu, við og síðar Mongólar. En ríki Mongólanna liðaðist í sundur á 16. öld og var landið þá brytj- að upp í smáríki, hvert öðru óháð, er prinsar réðu yfir, og var þannig ástatt í landinu, er Evrópumenn korou þangað. Portugálsmenn voru fyrstir allra Ev- rópuþjóða til að seilast í viðskifti Ind- lands. En litlu seinna feta Hollendingar, Danir, FYakkar og Englendingar í fótspor þeirra. En viðskiifti þessi voru rekin af einstökum mönnum, og án nokkurrar í- hlutunar frá stjóraum Evrópulandanna. A milli þessara Blvrópukaupmanna byrj- aði nú hin grimmasta verzlunarsamkepni, og notuðu þeir hver um sig landsmenn til að gera keppinaut sínum allan þann ó- skunda, er þeim gat hugsast. Loks var Indlandsfélagið brezka stofnað upp úr 1600. Eflist það brátt svo, að það stjak- ar hinum Evrópuþjóðunum til hliðar. Við- skifti þess breiðast út um smáríkin, og gengur allt sæmilega milli þess og Ind- verja í fyrstu. En er fram liðu stundir fór Indverjum að þykja nóg um viðskiftin, enda hugs- aði félagið ekki um annað en að græða. Og þá gengu Frakkar á lagið með að æsa Indverja upp á móti Englendingum, því þeir þóttust eiga þeim grátt að gjalda, fyr- ir það hve halloka þeir fóru í viðskiftun- um. Og á óeirðum og uppþotum fór nú að bera, og kom loks að því, að brezka Indlandsfélagið þóttist ekki án hermanna mega vera og var því leyft að hafa þá á sinn kostnað til varnar og verndar eign- um sínum, sem þá voru orðnar gríðar miklar, bæði í löndum, er það hafði keypt, og í öðru gózi. Svo liðu sem næst tvær aldir, og Eng- land skifti sér ekki af því er fram fór á Indlandi. Kaupmennirnir rökuðu saman fé og rúðu landsmenn miskunnarlaust. — Hinir indversku prinsar, er ríkjum réðu, sáu ekki sjálfir við kaupmönnum og urðu oftast að sitja og standa eins og kaup- menn buðu þeim, þótt þeir sæju og skildu óréttlætið og fyndu meira að segja sár- an til þess, hve verzlunarkúgunin gekk langt og þrengdi að landsmönnum. Reynd- u þeir þó annað veifið að ná sér niðri á kaupmönnum, en af höndum sér gátu þeir ekki rekið þá. Einn indverskur prins tók t. d. eitt sinn með hervaldi 146 Eng- lendinga og skaut þeim I svartholið í Kal- kútta, er svo var pestnæmt, að aðeins -23 voru lifandi næsta morgun. Þannig gengu óeirðirnar og óskundinn á báðar hliðar hvern áratuginn af öðrum, unz ár- ið 1857, að uppreisn varð svo mikil og manndráp svo gífurleg, að brezka stjórnin varð að skerast í leikinn, og tók stjórn landsins, eða þann hluta þess, er kaup- mennirnir höfðu undir sig lagt, í sínar hendur og hefir síðan verið stjóraandi landsins. II. Þetta, sem hér að framan hefir verið minnst á, getur nú í sumra augum álitist óviðkomandi fundinum, sem nú stendur yfir á Englandi um sjálfstæðismál Ind- lands. En á tvennt er samt vert að benda þar, er sjálfstæðismálinu kemur talsvert við. Það virðist mjög almennt litið svo á, sem England hafi með vopnum lagt Indland undir sig. En engu slíku er til að dreifa. Það gerist verndari indversku þjóðarinnar gegn ásælni og miskunnar- leysi viðskiftahöldanna evrópisku þar. Það bjargar landinu úr ráns- fuglaklóm. Og svo mikil eru umskiftin, sem verða við það, á hag þjóðarinn- ar indversku, að hún hefir á þeim tíma, s e m h ú n hefir lotið stjórn Englands, verið hafin að talsvert miklu leyti upp í tölu menningarþjóðanna. Eng- land lætur þar undireins byrja á opinber- um störfum, sem hag íbúanna bætir til muna. Það kemur þar á fyrstu 10 eða 12 árunum upp 25,000 skólum með 800,000 nemendum. Efnahagur landsins batnar. Hungur og drepsóttir, sem drápu landslýð- inn niður miljónum saman, er upprætt. Og ýmsir heimskulegir siðir, eins og það t. d. að konur yrðu að ganga á bál brennandi og enda á þann hátt líf sitt um leið og eig- inmaðurinn dó, var með öllu aftekið. — Lærdómsmenn enskir tóku að kynna sér af kappi sögu landsins, af hinum rykugu fornu handritum, og sneru þeim af sans- krit á enska tungu. Vissu menn lítið um áður en hafist var handa á þessu verki, áður en hafist var handa í þessu verki, eða um gullaldar tímabilin í hinni fornu sögu Indverja. En þetta allt var nú far- ið að rifja upp fyrir æskulýðnum. Má nærri geta, hvort það hefir ekki styrkt þjóðræknis- og sjálfstæðismeðvitund hans. Það var sagt í blaði einu nýlega, að Bretland væri sá óframsýnasti nýlendu drottnari, sem nokkurntíma befði þekkst, því það héldi frelsi og sjálfstæði sem æðsta hugsjónatakmarki að nýlendulýð sínum, sem svo stæltist á ótrúlega stutt- um tíma á móti því sjálfu. Þetta á fylli- lega við um ástandið á Indlandi. Indverj- ar hafa drukkið í sig vestræna menningu í svo stórum teygum, síðan Bretar tóku þar við völdum, að hinn uppvaxandi lýður landsins er nú orðinn í fáu ólíkur æsku- lýð enskumælandi landa, enda hefir hann tugum þúsunda saman á síðari árum, sótt menntun sína til EJnglands og Ameríku, auk þess sem henni hefir verið haldið að þeim heima á Indlandi sjálfu. Kenning Kiplings um það, að austrið og vestríð myndi aldrei verða eitt og hið sama, virð- ist ekki við neitt hafa orðið að styðjast. Annað atriði, sem einnig mjög kemur til greina í sjálfstæðisbaráttu Indlands, er það að Bretland hefir aldrei stjóraað öllu Indlandi. Það tók aðeins við því landi sem Indlandsfélagið hafði undir sig lagt, en allt að því einn fjórði Indverja hefir aldrei lotið Bretlandi. Þessum óháðu rík- ishlutum er stjómað af indverskum prins- uni (rajahs eða maharajahs, sem gæti ver ið sama or/iið oé ræsir á íslenzku), og Bretland hefir aldrei neina tilraun gert til að innlima þau í brezka hlutann. Það lætur mjög að líkum, að þeir Indverjar, sem hinum brezka hluta landsins heyra til, líti ekki á sig sem neitt óhæfari til að stjórna sér sjálfir, en þessir þjóðbræðui þeirra í óháðu ríkjunum, og hafa eflaust nokkra ástæðu til þess. Ennfremur eru trúarbrögðin. Búddha- trúin hefir ’eflaust náð langmestu og var- anlegustu haldi í hugsunum fjöldans á Indlandi, enda er hún einn sá merkileg- asti siðalærdómur, er mönnum hefir verið boðaður. Eins og öllum er kunnugt, er til sögunnar þekkja, er það frelsis- og jafnréttis hugsjónin, sem þar yfirgnæfir allt. Hún útrýmdi hinni eldgömlu Brahma trú þar ekki sízt vegna þess, að þar voru allir gerðir jafnir, en hin stranga stétta- skifting í Brahmatrúnni hlaut að skoðast allt annað en réttlát í augum hinna lægri og fyrirlitnu stétta. Þótt Búddhatrúin blandaðist seinna ýmsum kreddum úr Brahma og Múhameðstrúnni, og sé þess vegna mjög oft misskilin af mönnum hér, er hún í eðli sínu allt annað, og ef til vill ekki til þess ætluð, að vera beint trú, heldur sem skynsemishugsjón. Sjálfur trúði Búddha á einn guð, en kenning hans laut meira að því, að glæða hreinar og sið- betrandi hugsanir hjá lýðnum. En út í þá sálma skal hér ekki lengra farið. III. Sá maðurinn, sem næst stendur hugs- unarhætti indversku þjóðarinnar nú, er eflaust Mahatma Gandhi. Sjálfur er hann vel menntaður maður, og er útlærður lög- fræðingur. Hann hefir á Englandi, í Bandaríkjunum og Afríku verið, og er hinni vestrænu menningu gagnkunnug- ur. En hann er eigi að síður Indverji í húð og hár. Og í sjálfstæðisbaráttu Ind- lands e^ hann andlegi leiðtoginn og hefir verið mörg undanfarin ár. Á fundinum, sem nú stendur yfir á Ehg- landi um sjálfstæðismálið, er það þegar ljóst, að ful*trúarnir indversku fylgja skoð unum hans í því máli. Og af því að ekk- ert af þeim skoðunum kom fram í upp- kasti því, er Simon-nefndin samdi, er send var út af örkinni frá Englandi til að íhuga breytingar á stjórnarfarinu, fékk uppkast- ið enga áheyrn hjá sjálfstæðismönnum á Indlandi. Og það sem fulltrúarnir fara fram á, sem á fundinum eru, er að Ind- landi sé veitt sjálfsstjórn með fullri á- byrgð. Og ábyrgarfull er sú stjórn í aug- um Indverja, sem alla meðgerð hefir sinna mála. Til þess að skilja hvað í þessu felst, nægir að benda á frumvarp það er Indverjinn S. N. Haji bar upp á þinginu á Indlandi árið 1928, en það fór fram á að Indverjar sjálfir önnuðust alla. strand- flutninga með skipum. Kvað hann óhaf- andi ágengni koma fram í rekstri þessa starfs nú í höndum útlendinga, eða Breta. og auk þess hefði það aftrað Indverjum sjálfum frá að k: ma sér upp skipum. — Þegar til atkvæðagreiðslu kom, var frum- varpið fellt, en Indverjar greiddu allir at- kvæði með því, en brezku þingmennirnir á móti því. Stjórnarskrá Indlands var rýmkuð og bætt árið 1920, þannig að Indverjar fengu meiri yfirráð sinna sérmála en áður. — Frekari rýmkun, eða sú rýmkun, sem nú er farið fram á, felur í sér umráð allra verzlunar -og siglingamála. Játa Indverj- ar hreinskilnislega, að þessi sjálfstæðis- krafa þeirra, sem þetta felst í, skerði mjög eða hnekki verzlun Breta, sem annara þjóða svo sem Japana, Bandaríkjanna, ít- alíu, Belgíu og Þýzkalands, sem skæðir keppinautar Breta eru nú á Indlandi. En alt ber þó með sér að af sjálfstæðis kröfunum verði ekki slegið af hálfu' Ind- verja. Og sú mótbára, að þeir séu ekki færir að stjórna sér sjálfir, eða að þeim sé hætta af því búin, að verða öðrum þjóð- um að bráð, ef Bretar sleppi af þeim hendi, er nú ekki skoðuð eins veigamikil og fyr. Indverska þjóðin er auðsjáanlega vö/knuð til fuílrar meðvitundar um sín þjóðlegu verkefni. Og þó að krafa þeirra á fundin- um á Englandi verði nú ekki veitt til fulls, næsta líklegt, að ekki líði mörg ár þar til að henni verður að sinna. Viðskiftum eða fram- komu brezku stjómarinnar þarf ekki að vera um það að kenna. Indverjar hafa sjálfir eflaust þroskast svo, að verzlunar- og stjórnar farslegum hæfileikum, að þeir sjá sér fært, að leggja sér ábyrgðina sem kröfunni er samfara á herðar. Og rétt sinn til að búa að sínu eins og hver önnur þjóð.virðast þeir orðið fyllilega skilja. Engin þjóð sem ekki er sér alls þessa meðvit- andi, æskir sjálfstæðis síns eins ákveðið og einlæglega og Ind- verjar gera. Hveiti frá Rússlandi Það virðist sem mönnum hafi til þessa ekki verið það fyllilega ljóst hver áhríf að útflutningur hveitis frá Rússlandi til Vestur- Evrópulandanna hefir haft á hyeiti markað heimsins. En eng - inn efi er þó á því, að þau áhrif hafa bæði mikil verið og ill, og eiga þó, eftir síðustu fréttum að dæma eflaust eftir að koma alvarlegar í ljós. Fyrir stríðið voru um tvö hundruð miliónir mælar af hveit: fluttir árlega úr Rússlandi. Að vísu er hveiti sala Rússlands ekki enn orðin nærri því eins mikil, en mikil hætta vofir þó vfir með að hún verði það innan tiltölulega skamms tírna og ef til vill Tneiri en hún hefir nokkru sinni áður verið. Og svo.áfiáðir eru Rússar nú í hveiti markaðinn, að þeir hafa sent menn í þeim erinda-gerð- um til Efiglands, að semja við brezku stjórnina um sölu á hveiti þangað með þeim skilmálum að Bretland veiti þeim fimtíu milj- ón dala þeninga lán til viðreisn- ar iðnaðinum heima fyrir í Rúss- landi. Hvað af þessu verður, er ennþá ekki ljóst, en það eitt er víst að Bretiand virðist gefa þessu viðskifta tilboði Rússlands binn mesta gaum og á blöðun- um er að heyra að undirtektirn- ar séu yfirleitt góðar. Hvað af því leiðir fyrir Cana- da, ef af þessum samningum verður, er auðráðið. Sala á canadfsku hveiti er há úr sög- unni á Bretlandi að minnsta kosti, ef ekki víðast um Evrópu. Menn kunna að spyrja sem svo hvað Bretland siái sér í þessu og hversvegna að það snúi sér greiðlegar að því að gera samn- inga við Rússland um hveiti kaup en nýlendurnar. Að einhverju leyti kemur ef- laust verðið til greina. Með því fyrirkomulagi sem framleiðslan er rekin á Rússlandi, er eflaust hægðarleikur fyrir það að selja hveiti sitt á lægra verði en nokk- urt annað hveiti-framleiðslu- land getur gert. Stjórnin sér um framleiðsluna og það sem hún borgar vinnulýðnum á ekkert skilt við kaupgjald annara hveiti ræktarlanda. Að öðru leyti er sagt, að um einhverja endur- greiðslul á gömlum skuldum Rússa sé að ræða. Sé nokkuð til í því er ekki ólíklegt, að það sé stærsta atriðið í þessu, ef af samningi verður. Brezk blöð halda því fram, að sala á Rússnesku hveiti til Bret- lands verði með þessu reglulegri og komi í veg fyrir að mark- aðurinn verði of-fyltur. En jafn- vel þó þetta hafi síðast liðið ár eyðilagt eanadn'ska markaðinn. fáum vér samt ekki betur séð, en að meina bót sé lítil í þessu fólgin og aðmmmælin miði að- eins að því að vera Canada og hinum nýlendunum í þess stað ofurh'till raunaléttir í viðskifta- mótlæti þeirra. 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. En hvað sem því líður, verður Bretland samt sem áður að leggja peninga fram til þess að af viðskiftum þessum geti orð- ið. Og þá er það eflaust orðið alveg eins og liberalar hér vilja hafa það, en það er að Bretland kaupi hveiti af Rússlandi fyrír gull, en líti ekki við viðskiftum nýiendanna. ENDURMINNINGAR. (Frh. frá 1. sí5u). sínu; og eftir það gekk nú allt vel. Það gekk hálf stirt að fá landshöfð- ingjann til að borga hestinn; þótti honum sem hesturinn hafa verið í ábyrgð fylgdarmannsins, sem -þó þurfti að teyma hest þann, sem lands- höfðinginn sat á, yfir hættuna. Þeg- ar landshöfðinginn skildi við fylgdar manninn og hafði borgað honum kaupið, þá bauð hann honum, að koma við hjá sér, þegar hann kæmi til Reykjavíkur; og þetta tilboð notaði Snædal ,þegar hann einu eða tveim árum seinna varð að skreppa til Reykjavíkur; og þegar hann var bú- inn að afla sér upplýsingar um það, hvar landshöfðinginn byggi, því fyr hafði hann ekki komið til höfuðstað- arins, þá skundaði hann þar heim og bankaði rösklega á dyr að íslenzkum sveitahætti, og bankaði aftur og enn- þá; þá kom eldhúsmey til dyra og spurði á bjagaðri dönsku, hvað svo sem hann vildi; en Snædal sá hvar fiskur lá undir steini, að stúlkan var íslenzk, og hafði bara gleymt því, að hún var ennþá ekkert búin að vinna til þess að kunna dönsku, en það eitt að ^hafa komist sem vinnukona í þetta danska hús. Þá gerði Gunnlaugur ljósa grein fyrir sér ,og bað stúlkuna að skila til landshöfðingjans, að sig langaði til að finna hann. Stúlkan hvarf inn og var nógu lengi i burtu til þess að reka erindi hans greini- lega. Þegar hún kom aftur, bauð hún honum inn og lagði honum til stól i eldhúsinu hjá sér og gaf honum kaffisopa. Lauk svo heimsókn þess- ari, að hann fékk ekki að sjá hús- bóndann. Eg varð að segja þessa sögu til þess að bregða ljósi á mann- félags stéttaskipulagið á þeim ár- um. Eldhúsþerna landshöfðingjans hefir numið það af tíðarandanum, að henni sé ekki aðeins óhætt, heldur nauðsynlegt að lita niður á sveita- bónda, sem þó ber með sér allra mannkosta samsafn, eins og svipurinn á Gunnlaugi Snædal. Hitt er og líka umhugsunar vert, hvað hátt settir embættismenn ætluðu sér að vinna með því, að marka bilið sem breið- ast milli sín og alþýðumanna þeirra, sem þó báru með sér að þeir voru stórhugsandi, og margir sjálfum þeim FRED H. DAVIDSON KJÓSIÐ FRED H. DAVIDSON SEM BÆJARFULLTRÚA FYRIR 2. KJÖRDEILD Hann er yður að góðu kunn- ur, sem fyrverandi bæj- fulltrúi og borg- arstjóri SETJIÐ TÖLUNA 1 GEGNT NAFNI DAVIDSON

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.