Heimskringla - 17.12.1930, Qupperneq 3
«
WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930.
HEIMSkRINGLA
írá gluggaaum, að hann glotti,
og ranghvolfdi hvítgljáandi sjón
lausum augunum, þegar hann
sagði “sumar sálir’’. Guðríður
var að reyna að segja eitthvað,
en það tók hana langa stund
þangað til hún náði þessu, sem
var í kokinu á henni, upp í
munninn. Svo lét hún það
drjúpa í Iófa sinn og sletti því
fram fyrir rúmstokkinn. Mig
hryllti við. Eg vissi hvernig það
leit út: gulgræn leðja.
“Æ, heldur þú ekki, góði
minn,’’ sagði hún með hvíldum,
“að til séu sálir, sem búa ennþá
í líkamanum, sem andvarpa svo
að jafnvel himininn bergmál-
ar?”
“Og það eiga margir bágt,”
svaraði Sigurður dræmt. Svo
sagði hann við mig: “Farðu nú
að hátta, hróið. Lestu bænirn-
ar þínar og þú þarft ekkert að
óttast.”
Eg gerði sem hann sagði; las
það sem eg kunni; vafði svo
rekkjuvoðinni um höfuðið, og
bað guð sérstaklega að lofa mér
að sofna áður en Sigurður færi
í rúmið. Mér gekk samt seint
að sofna, því hugurinn dvaldi
við það, sem skeð hafði. Svo
fór eg að hugsa um Guðríði
gömlu, að hún ætti bágt, og að
hún myndi bráðum deyja; eða
svo sagði fólkið. Eg hafði aldrei
hugsað svona um hana áður,
j>ví að mér bauð við henni og
hrákunum. Það var mín vana-
iega hugsun til hennar, en ekki
aú. Hún átti bágt. Eg var að
kafna af hita og varð að taka
frá höfðinu; þá gæti eg líka séð
bvort Sigurður væri enn í föt-
unum. Já, hann var á fótum
og var að þreifa fyrir sér á borð
inu. “Ekkert vatn,” hvíslaði
hann lágt; “og eg er svo hrædd-
ur um að eg veki fólkið með há-
vaða, ef eg fer að leita niðri. I>ú i
verður að þrauka við í nótt,
veslingur.”
Svo Guðríður gamla var þyrst
og átti ekki að fá að drekka alla
nóttina. Eg fann ekki lengur til
hræðslu; eg þaut fram úr rúm-
inu og tók vatnskönnuna. “Eg
skal fara,” hvíslaði eg lágt, og1
var kominn af stað áður en Sig-
urður gat svarað. Eg fór hægt
niður stigann, líklegt að Sóti
gamli lægi við tröppuna. Eg
þreifaði með hendinni; já,*þarna
var hann. “Aumingja Sóti
minn, fyrirgefðu mér hvað eg
var vondur í morgun; eg skal
aldrei, aldrei gera það aftur; hér
eftir skal eg alltaf vera góður
við þig og alla aðra.” Annað-
hvort skildi Sóti, eða var áður
búinn að fyrirgefa. Hann sleikti
hendina með mestu áfergi. Svo
hélt eg áfram inn í eldhús og
náði vatninu án mjög mikils há -
vaða. Mér gekk slysalaust upp
aftur; eg kalla það ekki slys, þó
eg hallaði könnunni stundum of
mikið og smáslettur færu á
gólfið; engir af þeim, sem
sváfu, vöknuðu við, og þá voru
skvetturnar engin sök. Hægt
og rólega gekk eg inn gólfið og
hélt á könnunni tveim höndum.
Sigurður heyrði, þegar eg gekk
innar með rúmstokknum, og
teygði hendurnar eftir könn-
unni; en mér fannst eg ekki
hafa gert skyldu mína alla,
nema eg rétti könnuna að Guð-
ríði sjálfur.
“Nei, Siggi gamli, eg vil rétta
henni könnuna sjálfur.”
“Jæja, hróið, gáðu þá að þér
að hella ekki í rúmið.”
"*“Hérna, Guðríður mín, er
vatn.’’
Guðríður teygði skjálfandi
hendina eftir könnunni. Eg
sleppti, þegar eg fann að hún
hafði hald á henni sjálf; en
þetta var mér ekki nóg. Eg
skreið upp í rúmið og studdi
undir könnuna með annari
hendinni, en hinni á handlegg
hennar, sem að mér vissi; mér
fannst eg ekki geta minna gert.
Eg hafði aldrei hugsað um það
fyr, að hún átti bágt; en nú gat.
eg skilið, að henni liði svona æf-
inlega. eg strauk hendinni nið-
ur eftir vöðvalausum handlegg
hennar.
“Guðríður mín,” spurði eg,
“get eg nokkuð annað gert fyr-
ir þig?”
“Nei, barnið mitt, mér líður
nú betur. Geturðu lyft könn •
unni yfir á borðið?”
Svo klappaði hún á höfuð mitt
með hendinni, sem hún hafði
hrækt f nokkru áður; en nú
hrylltí mig ekkert við henni, og
eg var glaður og feginir, að hún
skyldi klappa mér.
“Svona, blessað barnið, farðu
nú að hátta og sofa. Guð launi
þér fyrir vatnið." Nú átti hún
ekki eins örðugt með að tala
og áður.
Sigurður þreifaði á mér um
leið og eg skreið fram úr rúm-
inu..
“Já, stúfurinn minn, farðu nú
að sofa. éDg fer ekki úr fötun-
um fyr en eg veit að þú ert
sofnaður.”
Eg stökk léttilega yfir í mitt
eigið rúm og lagðist út af á
bakið og breiddi ekki yfir mig
nema að nokkru leyti, og nú var
eg ekkert hræddur, fann ekki
til ótta.
En atburðir dagsins liðu mér
fyrir augu hver af öðrum. Eg
fann ekki lengur sársauka von-
brigðanna, og reiði mín til Sig-
rúnar var horfin. Svo fór eg að
hugsa um Magnús og Rúnu syst
ur hans. Eg sá greinilega hvern-
ig þeim yrði við þegar þau fyndu
ekki húsið, og þótt eg gæti
ekki annað en brosað að því í
huganum, þegar eg minntist
þess, þegar húsið var að smá-
hverfa, var eg þó sárhryggur yf-
ir þessu verki, og mér fannst
réttast að segja þeim strax og
eg sæi þau, hvað eg hefði gert
og biðja þau fyrirgefningar. —
Samt bjóst eg ekki við að þau
yrðu við þeirri bæn. En þá ætl-
aði eg að taka 'við höggunum
með allri þeirri rósemd og hug-
rekki, er eg átti til. Og svo þeg-
ar þau byrjuðu að byggja aftur,
því eg var viss um að þau mundu
gera það, þá ætlaði eg að bera
að þeim grjótið úr mínu hrunda
húsi, og hjálpa þeim eins vel
og eg gæti. Gat þá ekki skeð,
að þau leyfðu mér að koma inn
í húsið með sér og yrðu góð við
mig?
Hverja ætli Sigurður hafi ver
ið að hugsa um, þegar hann
sagði að sumar sálir yrðu hissa?
Ætli hailn hafi átt við Sigrúnu?
Hún var ekki góð við neinn
nema máske þau systkinin
stundum.
Skyldi guð ekki langa til að
hjálpa, þegar hann heyrði fólk
hljóða? Og Guðríður sagði að
fólk þyrfti ekki að vera dáið,
til að himininn bergmálaði vein
þeirra. Ætli guð hafi ekki heyrt
stunur Guðríðar og látið mig
sækja vatnið handa henni, og
svo hafi þetta verið laun hans
til mín að taka burt frá mér
myrkfælina?
Hugsunin fór að verða óskýr
og þokukennd. Eg reif opin
augun og horfði yfir til rúms
Sigurðar. Guðríður var hætt
að hósta og virtist llggja niður
í rúminu. Sigurður sat ennþá
alklæddur á rúmstokknum. Nú
var hann hættur að róa. Hann
hallaði sér áfram með olnbog-
ana á hnjánum og hendurnar
fyrir andlitinu.
En frá vörum hans leið hvorki
skerandi vein, né nokkur heyr-
anleg bæn til náðugs og ná-
lægs guðs.
Þögnin ein og örvæntingin
ríktu undir himni hins óskiljan-
lega almættis.
örn.
Musterið.
Heíðraði ritstjóri!
Vildir þú svo vel gera og ljá
mér rúm í þínu heiðraða blaði
fyrir nokkar línur til hennar
Helgu litlu? Hún gleymdi að
senda mér áritun sína, svo að eg
get ekki skrifað henni. Hún
segist vera 11 ára og hafa gam-
an af blómum og smáfuglum,
og biður hún mig að segja sér
eitthvað um blóm og fugla.
En í stað þess að segja henni
nokkuð um niðurröðun blóma,
ætla eg að segja henni smásögu,
þar sem talað er um blóm og
fugla, og sagt er frá manni, sem
syngur fuglasöng Sagan heitir
“Musterið”.
Er þú, Helga litla, hefir les-
ið þessa smásögu, þá skrifaðu
mér nokkrar línur og lofaðu
mér að vita, ef þú finnur nokk-
uð þess vert að muna úr henni;
og mundu líka að margar teg-
undir af smáfuglum tína smá-
pöddur af blómunum á sumr-
in, og gefur það blómunum
enn meira tækifæri til að ná
fegurð og þroska. Og einnig
ætti sá, sem blómreit hefir, að
hreyfa til moldina nokkrum
sinnum á sumrin; iþað heldur
úti villigrasi og færir meira loft
að rótum plantanna. Og eru
þetta stór skilyrði fyrir blóma-
rækt.)
* * *
Það var fagurt veður þenna
morgun — seinni hluta sumars
— og það var afmælisdagur Mrs.
Martein. Hún var 60 ára þenna
dag, og hafði systir hennar er
bjó í bænum, boðið henni til
miðdegisverðar. Mrs. Martein
átti lieima átta mílur út frá bæn
um á tuttugu ekrum af landi.
Bjó bún þar með syni sínum,
Dick að nafni, og var hano 27
ára að aldri; og eina dóttur átti
liún, er Florence hét, og var hún
útlærður læknir fyrir tveimur
árum og bjó í smábæ um ”0
mílur iiá móður sinni Stund-
aði Florence þar lækningar og
gekk tel. Þjóðvegur lá með-
fram >and Mrs. Martem Skó'.p
1 ugða • ar á veginum skamt fr.i
hiislnu, og vildu slys oft eiga sér
þir stað aí’ bifreiðaárelcstri. Var
fólk, sem meiddist, oft og tíðum
borið þangað heim til hjúkrun-
ar. Stundum fékk það að vera
meðan því var að batna, en oft
fór Dick með þá særðu inn á
sjúkrahiis í bænum.
Dick átti brúnan keyrsluhest,
sem hann hélt mikið upp á,
enda var sagt að hvergi væri að
finna annan eins þar um slóðir.
Var hann lengi að búa sig af
stað þenna morgun, og aldrei
hafði Brúnn eða kerran litið
betur út. Þau fóru mjög hægt,
sem Dicks var venja, þegar hann
var með móður sinni, og kunni
Brúnn illa við þessa hægu ferð;
hann sem var vanur að fara á
40 mínútum með Dick þessa leið
inn í bæinn; en þenna morgun
fór hann átta mílurnar á hálf-
um öðrum klukkutíma. Og
þegar inn í bæinn kom, fór
hann enn hægra, því umferð
var þar mikil. Hann beygir út
af aðalgötunni og inn á aðra
götu, þar sem mikið minni um-
ferð var. í þessari götu bjó
ríkara fólkið.
Þau voru fyrir framan stórt
og vandað steinhúé, er bifreið
kemur á fleygiferð framhjá
þeim. Brúnn kipptist ögn til
hliðar og sleit ól í aktýgjunum,
svo Dick nemur strax staðar til
að gera við það, sem slitnaði.
Inni í húsinu var Mrs. Reed að
tala við dóttur sfna Florence, 22
ára gamla.
We
NORTHERN
TRUST COMPANY
Wishes their many
Icelandic Customers
and Friends
A Merry Christmas
and a
Happy & Prosperous
Neiv Year
m
r*
3 j S
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m
m.
m
m
m
m
1
..
3. BLAÐStÐA
“Þú mátt til að taka þér hvfld
þótt ekki væri nema tvær vik-
ur, þú ert orðin svo horuð og
þreytuleg, blessað barnið mitt.”
“Eg hefi engan tíma aflögu,
móðir mín; eg þarf á fund strax
eftir hádegið viðvíkjandi líknar-
starfsemi ungra meyja; á morg-
un verð eg að taka þátt í söng-
æfihgunni fyrir kirkjuna; svo
er stóri dansinn hennar May;
svo er samsætið hjá frænku eftir
hádegið, og — ó, hvað er þetta!
Hestur að fælast! Hefirðu nokk
urn tíma séð annað eins?’’
Þær ganga báðar út úr húsinu
er Dick stöðvar hestinn. 'En
það sem þær sjá, er að aktýgin
á hestinum eru öll sett blóma-
knipplingum. Einnig var fax og
tagl allt fléttað blómum, og svo
þessi stóri blómvöndur er Mrs.
Martein hélt á, sem þær héldu
að væri ung stúlka, því að þær
sáu ekki greinilega í andlitið á
henni fyrir blómum. Þær gengu
nú út að götunni til að sjá þenna
blómaútbúnað enn betur. Sjá
þær þá að gamla konan heldur
á fötu, sem hún hafði litað
bréf utan um, og var fatan hálf
full af vatni; þar var blómvönd
urinn í. Var mörgum tegundum
af blómum þar blandað saman:
rósir, rauðar, hvítar, koparlit-
aðar og ljósrauðar; hollyhock
delphinium, larkspur og baby’s
Frh. á 6. bls.
Andrews, Andrews, Burbidge
and Bastedo
Barristers, Solicitors, Etc.
101—111 BANK OF NOVA SCOTIA BUILDINC
Corner Portage Ave. and Garry St.
WINNIPEG
MANITOBA
s
1
ARCTIC
FÉLAGIÐ
örKumenn þess og
aðrir starfsmenn
. ósK.a y<ð\ar
Gleðilegra Jóla
Phone 42 321