Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 7
WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA The 6. McLean Co., Limited WT? Matvöru Heildsalar pm WINNIPEG MANITOBA Ráðvendni, fljóta afgreiðslu og sanngirni mega allir reiða sig á af vorri hendi.—Vér njótum góðs trausts kaupmanna í Vestur-Canada, og erum hinir einu sem ekki höfum dagprísa á söluvarn- ingi vorum. störfum sínum á meðan hún var hjá móður sinni. Dick varð að víkja úr húsinu, þegar Plorence kom, og svaf í geymslukofa skammt frá húsinu. t*að var snemma í september að Plorence yar hjálpað ofan í stól. Varð hún mjög glöð og fegin að komast úr rúminu, og voru henni fengnar hækjur til að hvíla sig á, ef hana langaði til að hoppa út að glugga, sem hún gerði strax, og sjá náttúr- una í allri sinni dýrð. Ekki hafði Dick komið inn í herbergið til Plorence nema einu sinni Hieð systur sinni, allan tímann sem hún var veik. Eigi að síður spurði hann eftir líðan hennar daglega. Var Florence farin að álíta að hann væri mesti kven- hatari, en komst að því von bráðar að svo var ekki. í>ví l>egar systir hans segir honum að nú sé Plorence komin ofan í *tól, þá tekur hann hörpuna, en hefir orð á því um leið, hvort l>að muni ekki verða til þess að setja hana í rúmið aftur. Hlógu Þau systkinin mjög að þessu. — Síðan tekur Dick hörpuna út á svalirnar og ieikur á hana af mikilli list. Florence spyr eftir hver sé kominn og leiki svona vel. Syst- ir hans segir henni, að það sé bróðir sinn, sem leiki; hann hafi bara ekki fengist til að snerta hörpuna fyr. “Honum þykir svo vænt um, að þú getur nú orðið setið uppi í stól." Florence hugsaði meira en hún lét í ljós, og bað um að °>ega sjá bróður hennar og Þakka honum fyrir skemtunina. Þegar Dick hætti að leika á hörpuna fór hann og tíndi stór- an blómvönd. Þar á meðal v°ru tvær hvítar stengur af hollyhock, og yfirgnæfðu þær aliar aðrar tegundir. Hann kallar til systur sinnar og spyr hvort hann megi sjá Miss Reed. Mundu þau bæði að hafa sést úður, þótt ekki væri á það Hhniist. Hann býður henni góð- an daginn og óskar henni til lukku með batann, og fær henni svo blómin; segist hann sjá, að hún sé orðin svo frísk, að hún geti farið að vinna svolítið. Hún brosir að gletni hans og spyr, hver vinnan sé. Hann segir henni að vinnan sé, að segja sér fyrir, hvernig hún vilji að hann raði blómunum í blómapottinn. Þau brosa. “Má eg gefa móður minni blómin? Hún kemur í kvöld að sjá mig.” “Já, velkomið 0g skal gefa þér fersk blóm á morgun; það er nóg af þeim hér í kring.” Síðan gengur hann út til verka sinna. » Florence var komin ófan í stól klukkan ellefu daginn eftir, og leið svo vel, að hún bjóst við að verða flutt heim til sín bráð- k lega. Þeg^r Dick kemur inn með blómin og fær Miss Reed þau, þá sér hann að hollyhock stengurnar eru kyrrar í bióma- pottinum. Hann raðar blómun- um og segir um leið: “Nær heldur þú að þú getir komið og séð musterið mitt?” “Hvað er það? Og hvar? Eg skal hlaupa strax.’’ “Nei,’ ’segir systir hans. “Þú ert ekki orðin nógu hraust, og ekki nógu vön við hækjurnar. Eftir þrjá eða fjóra daga geturðu það. En þetta musteri, sem Dick kallar, er svolítill skógar- toppur hinumeginn við garð- inn. Þegar föðurbróðir okkar var að hjálpa til að hreinsa skóginn, þá mæltist hann til þess að þessi skógartoppur yrði skil- inn eftir handa Dick; enda kom það á daginn, að Dick hefir haft meiri ánægju og skemtun af þessum skógi, en nokkru öðru upp að þessum tíma.” “Nú, hvað er svo sérlegt við þenna skóg?” spyr Miss Reed. Dick útskýrir það fyrir þér, þegar þú getur farið með hon- honum.” “Nú er þriðjudagur, og á fimtudaginn vill faðir minn að eg komi heim. En hvað segir þú, læknir góður? Heldurðu að eg megi sjá skóginn á föstu- daginn og fara svo heim á laug- ardaginn?” “Það er óhætt að lofa því,” svaraði læknirinn. “Þú verður að búa þig vel, ef þú ætlar að ganga út í skóg með mér í dag,” segir Dick. “vegalengdin er 200 til 250 fet. Ef þú treystir þér ekki til að ganga, þá skal eg keyra þig á Brún.” “Nei, nei! Eg get hoppað hækjulaust hérna út í skóg- inn.” “Nei, hér er stól, sem þú verð- ur borin á,” segir Dick, “svo að engin hætta sé á að þú ofreyn- ir þig. Vegurinn er sléttur eins og gólfið.” Systkinin bera Florence á stólnum og nema staðar hjá blómabeðinu. Voru nú öll þau blóm föinuð, er blómgast á vor- in og fyrri hluta sumars. “Þetta er rósabeðið,’’ sagði Dick, og setja þau stólinn nið- ur “En hinumeginn er zennia- beðið með öllum þess márglitu blómum. Þarna uppi við girð- heyrt neitt líkt þessu, né séð aðra eins sjón, og aldrei heyrt minnst á þetta musteri fyr. — Hver var kennari þinn?’’ “Það var föðurbróðir minn, sem eg heiti eftir; hann var vei að sér um marga hluti. Hann er dáinn fyrir nokkrum árum. Þeg- ar eg var þriggja ára þá tók hann mig i^t í skóg og fór að kenna mér að herma eftir smá- fuglunum. Síðan hefi eg hald- ið við þessum æfingum daglega, svo að segja, og ætti eg að vera orðinn nokkuð líkur þeim nú. En Musterið er bara gamanyrði hjá fjölskyldunni, og ekki þess vert að auglýsa það. En slepp- um því. Sumar tegundir af þess um fuglum koma á vorin, gera hreiður sín, og fara svo með ung ana á haustin í heitara lofts- lag. En þeim fuglum, sem eftir eru yfir veturinn, gef eg mat, þegar harðast er. Hefi eg haldið þessu við um tuttugu ár. Þér er ný farið að ieiðast þetta fugla kvak og skulum við halda heim.” Eftir að búið var að koma Miss Reed fyrir á legubekknum inni í herbergi hennar, heyrir inguna er röð af phlox með j hún að dr. Martein segir við blönduðum litum; en þessir skúf | bróður sinn, að hann skuli sækja ar eru stocks, og er angandi ilm ur af þeim Við höfum tíu eða fleiri liti af þeim. En þessir tveir búskar með bláu blómun- um er stokesia, og þarna hinu- megin er fuchsia, með þessu mikla laufi og rauðu blómunum. En þetta er hollyhock, og höf- um við átta eða níu liti í þessu langa beði, og eru sumar átta til níu fet á hæð. Þessi rauði brúskur er salvia; en þessir fag- urbláu blómbrúskar, sem eru fyrir framan háu blómaraðirn- ar, eru lobelia. Mér finnst það eiga svo vel við, ekki sízt þar sem margbreyttir blómalitir eru í röð.’’ hörpuna og spila “Fuglaklið” fyrir þær. Hann tekur hörp- una inn í borðstofuna, sezt við glugga og horfir út að muster- inu. Hann er að hugsa um litlu fuglana og lagið “Fuglakiið”.— Hann leikur nokkur lög, þar til hann byrjar “Fuglaklið” Setti hann svo mikil tilþrif í lagið, að það var guðdómlegt að hlusta á það: að heyra smáfugla-kvak, tíst og söng, samtvinnað hljóm- ræmi með hörpu undirspili, er hann hafði samið sjálfur. Hann spilaði það tvisvar eða þrisvar, og lét allar þær tilfinningar smá fuglanna í lagið, er hann þekti. Ekki hafði hann hann hugmynd “En hvaðan koma allir þess- i um að hann hafði verið að leika ir smáfuglar?” spyr Miss Reed. “Ó, það er partur af söfnuði þetta lag fyrir mörgum gestum; því þegar hann hætti að spila á mínum,” segir Dick; “við skui- hörpuna og snýr sér við, sér um halda áfram til musteris- ! hann móður sína standa á miðju íns. En er þau koma að fyrstu trjánum, nema þau staðar. Og alt í einu fer Dick að blístra eins og rauðbrystingur, og tístir eins og svölur og grátitlingar. Svo hermir hann hann eftir whip-poor-will og engjalævirkja og mörgum fleiri fuglategund- um, sem eg kann ekki að nefna. En þegar Dick byrjaði að blístra, þá var honum svarað með þús- und tónum. Og þetta gekk í heila mi'nútu eða lengur. En á meðan er Miss Reed að horfa í kringum sig, og sér hún að þessi litli skógartoppur er fullur af smáfugium,, og er eins og hún segi við sjálfa sig: “Þetta er musterið hans Dicks og þetta er sfnuðurinn hans. Ó, hvað þetta er yndislegt — guð- dómlegt! Ja, hvað þú ert lík- ur litlu fuglunum! Það er ekki hægt að þekkja það að, þegar þeir syngja og þú anzar þeim. Ó, hvað söngurinn í musterinu er yndislegur! Aldrei á æfi minni hefi eg heyrt annað eins, og hefi eg þó víðar farið og verið á mörgum samkomum. Aldrei gólfi hjá Mr. og Mrs. Reed. — Tvær ungar stúlkur og einn ungur maður eru með þeim. Og hann sér þar líka systur sfna og Miss Reed. Hann verður hálf- hissa og er eins og grípi hann feimni, er hann heilsar gestun- um og biður þá að setjast, og biður um leið fyrirgefningar á vankunnáttu sinni, segist ekki spila mikið, og leggur hörpuna frá sér. Mr. Reed gengur til hans og biður fyrirgefningar á því, að hann og fólk sitt hafi komið inn að honum óvörum, og segir að móðir hans hafi boðið þeim inn, og beint þeinwað fara hægt. “Og eg stanzaði á miðju gólfi, svo þau gætu sem bezt heyrt uppáhaldslagið mitt,” segir systir Dicks og brosir um leið. Dick svarar því ekki, en hann heyrir að önnur stúlkan segir við Miss Reed, að það sé slæmt, að maður svo miklum hæfileik- um búinn, skuli ekki eiga heima í bænum. Ekki heyrði hann hverju Miss Reed svaraði; en Mr. Reed segir að þau séu kom- in til að sækja dóttur sína, og að sig undri nú ekki neitt, þótt hún hafi ekki flýtt sér heim fyr, þar sem hún hafði búið við aðra eins náttúrufegurð og fjöl- breytni hennar, sem hér sé; og þakkar hann þeim hjartanlega fyrir meðferðina á dóttur sinni, og biður þau velkomin á heim- ili sitt f bænum. Dick þakkar fyrir þau og segir að það geti orðið nokkuð oft, þar sem hann fari til bæjarins einu sinni á viku og stundum oftar. Reeds fólkið stanzaði dálítið úti við, áður en það lagði á stað heim til sín, til þess að skoða blómin, Musterið og fuglana, og lét það allt undrun sína í ljósi yfir því öllu saman. Þegar Miss Reed kveður Dick, þá spyr hún hann, hvort hann vilji gera svo vel og gera bón sína. “Já, sjálfsagt; bara að eg geti það. Hvað er það?” “Eg skal skrifa þér það,” seg- ir hún og roðnar við, og kveður um leið. Miss Reed var forseti ungra meyja félags, er vann a, líknar- starfsemi til styrktar nauð- stöddum systrum þeirra. Voru tvær samkomur haldnar á ári fyrir það starf; var önnur hald- in í nóvembermánuði en hin í maí. Varð þessum félagsskap æfinlega vel til fjár. Það var um miðjan nóvember að Dick fékk bréf frá Miss Reed, og biður hún hann að koma fram á skemtisamkomu þeirra og spiia “Fuglaklið.” Samkomau átti að haldast í stærsta sam- komusal bæjarins, og átti að vera á föstudagskvöld seint í mánuðinum. Dick svarar því strax og segist koma með hörp- una. Samkomudaginn fer Dick með móður sinni til Reeds hjón- anna. Voru þau boðin þangað til að vera um nóttina. En Dr. Martein, systir Dicks, gat ekki komið, því hún hafði sérstökum sjúkling að sinna. Miss Reed gekk við hækjur ennþá, en var orðin vel styrk, og leit hún yndislega út í bláa silkikjólnum með langa perlu- festi um hálsinn og stóra rauða rós í barminum. Var hún glöð og kát og lék við hvern sinn" fingur. Af einhverri vangá var Dick ekki sýndur prógramslist- inn, og mundi þá ekki eftir að spyrja um hann. Miss Reed þurfti að fara fyr en vanalega, því hún þurfti að sjá um svo margt áður en samkoman byrj- aði, svo Dick fór með henni, en eldra fólkið kom seinna. Dick hafði með sér hörpuna og dökk- bláa silkisólhlíf, sem var um 4 fet á lengd. Var Miss Reed undrandi yfir því, hvað hann ætlaði sér með því, að koma með sólhlíf á samkomu, ekki sízt þar sem norðaustan næðingur var úti þetta kvöld. Við dyrnar á samkomusalnum stendur maður, og kemur hann strax út að bifreiðinni, er þau Dick og Miss Reed nema stað- ar, og býðst til að bera inn hörp- una og sólhlífina fyrir Dick og setja það upp á söngpallinn. — Dick fær honum hörpuna, en segist halda sólhlífinni sjálfur. Þau ganga nú inn í salinn og verður þá mikið lófaklapp, því Miss Reed var vei þekkt í bæn- um fyrir starf sitt. En enginn kannaðist við Dick, þenna unga sveitamann, sem kom með henni inn. Þau tóku sér sæti innar- lega í salnum, því enn voni tuttugu mínútur eftir áður en byrja skyldi. Þá er þau voru sezt, spyr Miss Reed, hvað hann ætli sér að gera með sólhlífina uppi á pallinum. “Ó, það er fuglahiminlnn minn. Sjáðu til,’’ segir hann og flettir við nokkrum fellingum. “Systir mín málaði þessar smá- fuglamyndir þegar hún var í skóla, og hefi eg hér flestar teg- undirnar, sem eru í Musterinu.” Rétt í þessu stendur upp gam- all maður, sem er í þriðja sæti frá þeim, og kallar til Misa Reed. Gengur hún til hans og talast þau við dálitia stund. Fær hún honum blað, og lítur hann yfir það. Síðan ganga þau bæði upp á ræðupallinn. Gerðu áhorfendur lófaklapp og fagn- aðarlæti mikil. Setur Miss Reed samkomuna með nokkrum vel völdum orðum, og skýrii frá líknarstarfsemi félags síns. Á skemtiskránni voru tíu númer: prófessor nokkur talaði um vísindalegar rannsóknir; læknir talaði um góða heilsu frá vöggunni til grafarinn^r; háskóiakennari flutti erindi um menntunarreglur frá byrjun náms upp í háskóla; prestur safnaðar þess er Miss Reed til- heyrði, ræddi um samvinnu al- mennings á ýmsum sviðum, og sýndi fram á hvaða blessun það hefði í för með sér. Svo voru 5 söngvar og Dick. Var hann sá áttundi á listanum. Þegar Miss Reed var búin að setja samkomuna, kemur hún niður í salinn og sezt hjá Dick. Segir hún honum, að það líti helzt út fyrir að salurinn ætli ekki að verða of stór, því fólk standi frammi í salnum. Dick verður glaður að heyra það, og óskar að ailir megi fara heim á- nægðir. Háskólakennarinn var númer sjö á listanum, og segir hann í enda ræðu sinnar, að til- heyrendur hafi því láni að fagna, að hlusta á prófessor Martein hér í kvöld, hann taii fuglamál og syngi það. Var því svarað með miklu lófaklappi. Dick varð sem þrumulostinn, er hann heyrði sig kallaðan prófessor, og snýr sér að Miss Reed, er brosti mjög ánægjulega framan í hann og óskaði með sjálfri sér, að hon um gæti nú tekist eins vel í kvöld, eins og skilnaðarkvöldið. Hann spyr hana hvernig standi á því, að hann sé kallaður pró- fessor. Hún biður fyrirgefning- Frh. 8. bls. SheasWinnipegBreweryLti

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.