Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 17.12.1930, Blaðsíða 8
16. BLAÐSIÐA :a*. HEIMSKRINCLA WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930. Take no Chances! Many Icelandlc people find SatisSaction with Perth Dye Works, Dry Cleaning and Dyeing—because they find it the best, and prices are not an injustice.—Phone 37 266. Fjær og Nær Taflfélagið Island í Winnipeg hef- ir ákveðið að stofna til frjálsrar sam keppni um Halldórssons bikarinn, eft ir miðjan næstkomandi janúar. Þeir sem ætla sér að taka þátt i sam- keppninni eru vinsamlega beðnir um að vera búnir að tilkynna það undir- rituðum fyrir 15- janúar. Davíð Bjömsson. 618 Alverstone St., Winnipeg. * * * Þjóðræknisdeildin Frón heldur fund mánudagskvöldið 22. þ. m. i efri sal Goodtemplarahússins. Á þessum fundi má búast við góðri skemtun ,því yngsta kynslóð lslend- inga hér í bæ hefir tekið að sér að annast um skemtiskrána. Böra, sem notað hafa umferða- kennslu Þjóðræknisfélagsins, ætla að skemta með upplestri, framsögn og hljómlist; ennfremur hafa þau æft stuttan jólaleik, sem tiu börn leika í. Allir eru velkomnir, en sérstaklega er foreldrum og öðrum aðstandend- um barnanna boðið að koma; það er hvatning fyrir börnin, ef eldra fólk- ið veitir þeim athygli og sýnir þeim samhyggð sína. Enginn inngangs- eyrir, en samskot verða tekin. öllum börnum, sem koma, verður gefinn candypoki. • * * Líknarfélagið Harpa heldur Christ mas Hamper Shower á laugardags- kvöldið 20. des. n.k. að heimili Mrs. Thomson, 647 Home St., Winnipeg. Þeir sem eitthvað hafa aflögu i munum eða öðru, er til hjálpar mætti verða fátækum ,eða þeim til einhverr “PERLUR” $2.50 árgangurinn Falleg og skemtileg jólagjöf. M. PETERSON 313 Horace St. Norwood Man., Can. J ar gleði yfir jólin ,eru vinsamlega beðnir að koma þvi til Mrs. Thomson. Þörfin á slíkri hjálp er bráð og það er vonast til að hver, sem nokkuð getur af mörkum lagt hjálparþurf- andi mönnum, bregðist hið bezta við því. m m • Vestur-lslendingar! Gefið vinum yðar á lslandi jóla- gjöf ,hina nýju ljóðabók Guttorms J. Guttormssonar “Gaman og al- vara’’. Bókin hefir ekki verið til sölu þar og verður að líkindum aldrei. Verð $200 póstfrítt. Fæst hjá höfundin- um, Riverton, Man. * • m Minningarrit 50 ára landnáms Islendinga í Norð- ur-Dakota .verður hér eftir selt með miklum afslætti: í bandi, $1.50 óbundið $1.00 Og er það gjafverð. Þeir sem bók- ina hafa til sölu eru beðnir að at- huga þetta og fara eftir því, og láta fólk í nágrenni vita um verðbreyt- inguna. I Canada er hentugast að panta bókina hjá Columbia Press Ltd. en í Bandaríkjunum hjá séra H. Sig- mar, Mountain, N. D. Nokkur ein- tök eru enn til, sem verða seld fyrir þetta lága verð. Pantið bókina sem fyrst; hún er hentug jólagjöf. Hjónabandið. Framhald frá 5 síðu. því nafni hvíldi nú enginn skuggi framar, það var allsstað- ar í heiðri haft. Námurnar voru stórkostlegri en áður og stóðu á fastari fót- um, og þá einnig ríkidæmi eig- andans. Þessi auður, sem eitt virtist ætla að verða hinum unga erfingja til niðurdreps, og varð það einnig að nokkru leyti, af því að gæfan hafði lagt honum þessi auðæfi í skaut án þess að hann hefði nokkuð fyrir þeim unnið. Nú, er hann árum sam- an «hafði orðið að leggja haft á sig til að ná þessum auð aftur, þá varð hann í höndum Arth- urs mörgum mönnum til bless- unar, og því mikiis virði fyrir han nsjálfan. í>að var á áliðnum degi að forstöðumaðurinn og yfirverk- fræðingurinn urðu samferða heim á leið úr námunum. Þeir höfðu báðir elzt þessi ár, en voru að öðru leyti óbreyttir. Annar þeirra hafði haldið jafn- lyndi sínu og hinn kýmninni, er einnig heyrðist vel í rödd hans er hann hélt áfram samræð- unni. ★VICT0R STILL* STANDS SUPREME HOME RECORDING RADI0- ELECTROLA Greaiest lnstrument ofatlS39752 I0%cash 120months E.NiEsiBinnr ilto. Sarqent at Sherbrook LOWEST TERMS IN CANADA ★ ____É ðí prígíjt attb Jlerrp Cijrtótmaá ®o 9U Winnipeg Electric Company *Toar Guarantee of Good Servlce” “Windeg barón hefir enn á ný látið elzta son sinn tilkynna komu sína hingað. Hann stær- ir sig nú af mægðunum, er hon um í fyrstu var svo illa . við. En síðan stjórnin og konungur hafa sýnt stórvirki voru svo mikla viðurkenningu, þá hefir hinn gamli stórbokki einnig fengið álit á því. Hann hefir nú lengi haft álit á tengdasyni sínum, enda stendur hann Win- deg fyllilega jafnfætis. Allt Rabenau greifadæmið kemst ekki í hálfkvisti við eignir Ber- kows og áhrif hans. Við mynd- um eins konar ríki í landinu, og það veit Windeg vel. “Það er líka meiru komið í framkvæmd hjá okkur en ann- arsstaðar,” sagði forstöðumað- urinn. “Menn koma víðsvegar að til að kynna sér fyrirkomulag vort og umbætur þær, er vér höfum látið gera.’’ “Já, víst er svo, og ef svona heldur áfram, þá vantar lítið á að hér sé komin á fót sú fyr- irmyndar mannúðarstofnun, er Berkow heitum var svo mjög á móti skapi. En guði sé lof, við höfum efni á því. Okkur munar nú ekki um það, þótt við verjum talsverðu fé til þess að bæta kjör verkamannanna okkar. Og þó er ekki svo mjög langt síðan við áttum í vök að verjast, og hefðum ekki komist út úr klíp- unni ef ekki hefði borið sérstakt happ að höndum.” “Og ef verkamennlrnir ökk- ar hefðu ekki reynst svo ágæt- lega,’’ sagði forstöðumaðurinn alvarlega. “Það var enginn hægðarleikur fyrir þá að halda friði, þrátt fyrir verkamanna- rósturnar, sem áttu sér stað í fylkinu allt um kring. Námu- slysið kostaði stórfé, og það þegar erfitt var að ná hverju þúsundi, en eg held ekki, að hús bóndinn hafi lagt of mikið í söl- urnar, þegar litið er á það, að hann með því ávann sér traust verkamannanna. Engum þeirra mun það úr minni líða, að hann stóð með þeim í hættunni og vann með þeim að því að bjarga félögum þeirra. Slíkir atburðir tengja menn saman um aldur og æfi. Frá þeim degi hafa þeir treyst honum; henn hét þeim þá að bæta kjör þeirra þegar hann gæti, og þeir hafa beðið rólegir; það er því ekki undarlegt, þó hann nú hafi gert meira fyrir þá en hann lofaði þeim.’’ “Mín vegna má hann það,” sagði yfirverkfræðingurinn þur- lega. “Hann hefir nú efni á því. En það er líka bót í máli að góð- gerðasemin virðist borga sig vel. Tekjurnar eru nú miklu meiri en í tíð gamla húsbóndans, og þó gat enginn borið honum of mik- ið örlæti á brýn.” “Þér eruð sami háðfuglinn og áður,’’ sagði forstöðumaðurinn. “Þér vitið þó vel, að herra Ber- kow lætur ekki stjórnast af svo eigingjörnum hvötum.’’ “Nei, hann er ennþá of mikill hugsjónamaður til þess,” svaraði yfirverkfræðingurinn. “En hann lætur samt hugsjónir sínar ekki bera hyggjuvitið ofurliði, sem betur fer Hann hefir svo mikla reynslu fengið, að hann veit, hvað til þess þarf að sjá hag sínum borgið. En eg er eng- inn hugsjónavinur, það vitið þér” Forstöðumaðurinn ; brosti hrekkjalega. “Já, það vitum við allir; en hvernig ætli fari, þegar jafn mikill hugsjónamaður og Wi!- berg fer að mægjast við yður? Þess verður víst ekki langt að bíða?” a Yfirverkfræðingnum kom þessi sneið auðsjáanlega illa; hann gretti sig og svaraði gremju- lega: “Og minnist þér ekki á það! Eg heyri nóg um það heima fyrir. Að eg skyldi líka þurfa að verða fyrir öðru eins, eg sem hefi svo mikla óbeit á hug- sjónavingli og skáldagrillum. Mér hafa forlögin úthlutað, tengdasyni, sem yrkir ljóð ogj spilar á gítar! Það er ómögu- legt að losna við þann náun og eg get ekki komið vitinu fyr- irr Melaníu. En eg er ekki bú- inn að samþykkja þann ráða- hag og mun ekki gera það nokk- urntíma.” “Fröken Melanía sér víst um það,” sagði forstöðumaðurinn hlæjandi “Hún er lík föður sín umí mörgu, og kann að hafa sitt mál fram. Eg get fullvissað yður um að Wilberg telur sér sig urinn vísan, og ef hann er spurð- ur, hvort ekki megi óska hon- um til hamingju, þá svarar hann íbygginn: “Ekki ennþá”. Ver- ið þér sælir, kæri starfsbróðir! þér látið mig vita það fyrstan manna, þegar mægðirnar eru komnar á.” 1 þetta sinn hafði forstöðu- manninum tekist að stríða starfsbróður sínum; yfirverk- fræðingurinn var í slæmu skapi er hann gekk upp riðið að húsi sínu. Dóttir hans tók á móti honum. Hún var venju fremur blíð við föður sinn þenna dag, heilsaði honum glaðlega, tók við hattinum hans og glófunum, lét vel að honum og fannst það hæfilegt, er öllum þessum und- irbúningi var lokið, að bera fram bæn sína. “Pabbi, það er maður, sem langaði til að tala við þig sem fyrst um áríðandi málefni. — Hann er inni hjá mömmu. Má eg fylgja honum inn til þín?” “Eg vil ekki sjá neinn,” taut- aði faðir hennar, sem þegar þóttist vita hvað væri á seiði; end óttir hans skifti sér ekki af orðum hans. Hún hvarf inn í hliðarherbergið, og litlu síðar tti hún “manninum” inn, er hún fyrst hafði hvíslað nokkrum hughreystingarorðum að hon- um. Það var víst heldur ekki að ó- þörfu, því herra Wílberg, — er hafði greitt ljósa hárið sitt vand lega og allur var prúðbúinn sem biðli sómdi — nam allt í einu staðar svo skelkaður á svip sem væri hann kominn inn í Ijóna- gryfju. Hann var búinn að taka saman vandaða og hjartnæma bónorðsræðu, en er hann sá svipinn á yfirboðara sínum, þá leizt honum ekki á þá yglibrún, og ekki batnaði honum, er karl spurði byrstur hvert erindi hans væri; féll honum þá allur ketill í eld. “Óskir mínar og vonir —” stamaði hann; “ást dóttur yð- ar — mesta gæfa að eignast hana —” hann kom varla nokkru orði upp. “Átti eg ekki á von, maður- inn getur ekki einu sinni borið upp einfalt bónorð!” sagði yfir- verkfræðingurinn bálvondur og skeytti ekki um það, þótt þessar viðtökur væru ekki sem þægi- legastar fyrir biðilinn, sem allt- af varð feimnari og óframfærn- ari, og fipaðist algerlega í ræð* unni. * | i ♦ I ♦ ♦ p ♦ I I/ • , 1» ✓ Jvomist hja - -1 því af húsverkunum, sem J mest þreyta og reyna á | Léttu af þér þvottadeginum M með því að láta oss þvo þvott- M inn og straua hann með voru * SEMI FINISH SERVICE | Vér skulum þvo og straua M borðdúka og línlök yðar ágæt- " lega og færa þér afganginn af M þvottinum mátulega rakan til Á þess að þú getir strauað hann " sjálf. Allt þetta gerum við fyrir að- * eins fá cent pundið. Látið oss sækja þvottinn. Á SEMI FINISH SERVICE 1 1 8 CENTS PUNDIÐ i MINNST $100 NEW METH0D ♦ LAUNDRY LTD. ♦ DACr t™ lVUJlj Phone 88o2a During Christmas Week, Dec. 22 Sargent and Arlington and New Years Week- Dec- 29 The Rose Theatre Management and Staff Wish AU Their Patrons and Friends A MERRY CHRISTMAS AND A HAPPY NEVV YEAR Thur., Fri., Sat., This Week, Dec. 18-19- LUPE VELEZ, WILLIAM BOYD The STORM Added Comedy, “Indians are Coming” (2) SPECIAL Saturday Matinee Only Westem Picture and 20 Prizes for the Kiddies Mon., Tues., Dec. 22-23 2 Days Only GEORGE O’BRIEN in Rouge Romance VVcíI., Thur., Dec. 24-25, 2 Days Only SPECIAL MATINEE Christmus Day, Dec. 25 Show Opens 12.30 p.m. A P|CTURE FOR EVERYBODY Double Crossroads Added:—Comedy, Serlal, News DUSTLESS COAL and COKE CHEMICALLY TREATED IN OUR OWN YARD Phone 87308 THREE LINES Lm 372 BtJRNELL STREET PHONE 37 222 D. D. WOOD « SONS LIMITED. WARMING WINNIPEG HOMES SINCE “82” i.'* k Jólagjafir * ,,'s \\ / 0 ÓDÝRT LAUST TÉ ER ÁVALT DYRASTA TÉIÐ SEM ÞÉR KAUPIÐ. — BLUE RIBBON ER BÆÐI BRAGD GOTT OG STERKT — OG ER ÁVALT BYRLEGAST. Blue Ribbon Limited HVERNIG ERU ÞESSAR: Teppi Tricycles Vagnar Brúðukerrur Scooters Kindergarten setti Borð og tveir stólar róslitaðir — end- ingargóðir. Barna-loftför Skrifborð og stólar Rekjar setti CÓLF LAMPAR trrval af fallegum ÞETTA ER VALIN GJÖF. Alla þessa muni er hægt að kaupa á auðveldum skilmálum. LANS- TRAUST YÐUR ER GOTT HJA OSS. Gillies Furniture Co. Ltd. 956 MAIN ST. PHONE 53 533

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.