Heimskringla


Heimskringla - 07.01.1931, Qupperneq 5

Heimskringla - 07.01.1931, Qupperneq 5
WINNIPEG 7. JANCrAR, 1931 HEIMSKRINGLA 5. RLAÐSIÐA verja nú, geti svo farið, að af því leiði enn alvarlegri sundr- ungu og óeirðir á Indlandi. — Heppileg úrlausn íþessara mála báðum aðilum til handa er því vandfundin. En Bretar virðast þó ennþá gera sér einhverjar vonir um hana, og mun hið ný- byrjaða ár leiða í ljós, hvernig um þetta mál fer, sem óefað má telja stærsta og þýðingarmesta málið á liðnu ári, vegna hinna tveggja ólíku meginstefna, er í því felast og um er deilt, ásamt hinum víðtæku áhrifum, er úr- slitin geta haft og munu víða hafa í för með sér á þjóðmál heimsins. * * • Hefir nokkuð unnist í friðar- áttina á árinu 1930? Um það her mönnum ekki saman. Tveir niikils metnir menn hafa nýlega látið til sín heyra um þetta, páf- inn og Frank B. Kellogg. Eru báðir þeirra skoðunar, að vafa- samt sé, að hugir manna séu vit und hneigðari að friði nú en áð- ur. Aftur er Arthur Henderson utanríkismálaráðherra Breta, hjartsýnni í þessu efni. í ræðu, nr hann hélt fyrir skömmu síð- an benti hann á sjö þýðingar- tnikil spor, sem stígin hefðu ver- ið á árinu 1930 til tryggingar friði. Þessi eru sporin: 1. Fund- urinn í London um takmörkun sjóhers, er enda batt á sam- keppni Evrópu og Ameríku í herskipa útbiinaði, annars veg- ar, og Ameríku og Asíu (Japan) hins vegar. 2. Fundurinn í Haag, er stríðsskaðabótamálinu réði til lykta og sendi leifar sam- bandshersins burt úr landshlut- um Þjóðverja. 3. Hér um bil aliar Evrópuþjóðirnar og marg- ar þjóðir utan Evrópu, urðu á- sáttar með það, að leggja mál sín undir úrskurð alþjóðadóm- stólanna. 4. Á milli ríkjanna á Balkanskaganum tókust sættir. b. Kína hét að vernda og halda á friði innan lands. 6. Fundur- *un um Indlandsmálið, er hefir Sengið friðsamlegar en nokkur gatbúist við. 7. Og síðast, hepn- aðist alþjóða friðarnefndinni, eftir fjögra ára tilraunir að ^yðja veginn fyrir alþjóða af- vopnunarfundi, er haldinn verð- Ur einhverntíma á þessu ný- byrjaða ári. Eigi að síður á sér megn óá- UseSja stað í mörgum hinna yf- fvunnu ríkja út af illri meðferð minnihlutans þar, svo sem í Pól- landi, þrátt fyrir vernd alþjóða- félagsins. Einnig eru Frakkar pg sambandsmenn þeirra á meg ^nlandi Evrópu, algerlega mót- fallnir allri takmörkun á herút- búnaði, nema alþjóðafélagið her- væðist og tryggi þeim á þann bátt frið, sem Bretar og fleiri Þjóðir tilheyrandi alþjóðafélag- inu eru eindregið á móti. Er Þessi framkoma Frakka ekki til að bæta skap Þjóðverja. Á fundi alþjóðaráðsins í þessum mán- nði, hafa Þjóðverjar ákveðið að feggja fram kvörtun út af með- ferðinni á Þjóðverjum í Slesíu. Ófriðarefnin virðast því mörg. En þrátt fyrir það hefir tekist að afstýra stríðum á þessu liðna árí. Og við hvert árið, sem það heppnast, eflist vonandi friðar- hugsjónin og trúin á hana, frem ur en dvínar. • • • Fyrir ættland vort, ísland, var árið 1930 eflaust eitt merkileg- asta árið í sögu þess. Þúsund ára minningarhátíð Alþingis, er þar var haldin s.l. sumar, hefir vakið eftirtekt á landinu og þjóð inni út um allan hinn menntaða heim. Það hefir aldrei farið mikið fyrir þekkingu útlendinga á íslandi. Það munu flestir ís- lendingar hafa komist að ein- hverri raun um, er dvalið hafa erlendis, að alþýða manna þar hefir ekki liaft mikið í afgangi mað að þekkja fslending frá Eskimóa. Og nokkrum sinnum höfum vér íslendingar orðið að bíta á jaxlinn út af því skilnings leysi, sem hetir lýst sér í því, sem út og suður um þessa álfu j hiefir verið skriifað um fsland og íslendinga. í sumar sem leið urðu þó mikil ef ekki alger stakkaskifti áþessu. Hver blað- snepill, jafnvel þeir, sem gefnir eru út í litkjálka- eða óræktar- foælum menningarinnar, fluttu greinarstúfa, af sæmilegu viti skrifaða, um ísland og menningu íslenzk'U þjóðarinnar. Virðist af því mega dæma nokkuð um það, að áhrif hátíðarinnar hafi verið mikil út á við. Og inn á við hjá þjóðinni sjálfri hlýtur hún að hafa vakið dáð og heilbrigðan metnað. En jafnframt öllu því meðlæti er árið 1930 bar íslenzku þjóð- inni í skauti sínu, hefir hún orð- ið á bak að sjá nokkrum ágætis mönnum. Verða fæstir þeirra hér taldir. Séra Valdimar Briem sálmaskáldið mikla, lézt á árinu. i Með láti hans má segja, að einn | af ástmörgum íslenzku þjóðar- | innar, hafi til foldar hnígið. — Hann átti þau ítök í hjörtum landsins barna, er aðeins fáum hlotnast, og minning hans munu þau geyma með ást og virðingu. Öðrum manni átti þjóðin einnig á bak að sjá á árinu, er hún mun minnast sem eins sinna atorku- sömustu sona, Klemens Jónsson ar fyrv. landritara. Var hann að skrifa sögu Reykjavíkur, er hann lá banaleguna, og lauk við hana rétt áður en hann lézt. — Aðeins eitt dæmi um atorku- semi og dugnað þessa þjóðholla sæmdarmanns. * • * Eftir ýmsum fleiri viðburðum munum vér frá liðnu ári, er vert væri að minnast, svo sem er- lendum mannalátum, uppgötv- unum ýmiskonar o. fl. En með því að það þryti fyri dagur en dæmi, ef segja ætti nokkuð verulega frá því, verður hér stað ar numið að sinni. Norsk hjón að nafni Mr. og Mrs. Haakon Overgaard, til heimilis í Winnipeg, eignuðust son kl. 15 sek- úndur eftir 12 á nýársnótt. Er það fyrsta barnið, sem fæðist á árinu 1931, og hlýtur því öll verðlaunin, er ýms félög hér lofuðu, svo sem mjólk- ina frá City Dairy, silfurspóninn frá Dingwall, o. s. frv. Fishermens Supplies PRICES REDUCED LINEN—30-3 — 40-3 — 45-3 and 50-3 — SPECIAL EXTRA DIS- COUNT 10% off List. Sea Island Cotton—60-6 and 70-6 in 3% mest—This netting gave wonderful results on Lake Winnipeg last Winter—SPECIAL NET CASH PRICE— $2.95 per pound. Big reductions on Sideline and Seaming Twine. large stock in vvinnipeg nets seamed to order. Write for price list or call and see us. FISHERMENS SUPPLIES LTD. 132 PRINCESS ST., Cor. William and Princess, Winnipeg. PHONE 28 071 Athugasemd. I síðasta tölublaði Heimskringlu birtist grein eftir öldunginn Magnús Jónsson frá Fjalli, sem hann nefnir “Lokasenna min”, og af því að efni greinarinnar snertir aö nokkru mál það, er eg hefi einna helzt rennt hug- anum að í nýliðinni tíð, vildi eg fá að leggja nokkur orð I belg- Ekki hefi eg hlotið þá ánægju að kynnast M. J. persónulega, en af þeim ritum er eg hefi séð eftir hann á liðn- um árum, gizka eg á að hann muni vera einn af hinum skýrustu og ment- uðustu í hópu óbreyttra vestur-ís- lenzkra manna. Ef orð min kunna, að brjóta nokkuð í bága við tillögur j M. J. er það þvi ekki fyrir þá sök, j að eg beri ekki fulla virðingu fyrir ! skoðunum hans. öðru nær. Það j stappar nærri að mann langi til þess að bera virðingu fyrir öllum, sem hafa nokkrar skoðanir á þeim mál- um, sem hann hugfjallar (mannfé- lagsmálunum) — þeir virðast vera svo fáir. Og er það verkefni þó ná- lega hið eina, sem okkur, að sinni, varðar nokkuð um; þvi að í kjölfar þess kemur, svo að segja fyrirhafn- arlaust, allt það annað, er við verð- ur ráðið og til okkar friðar heyrir- Tillögur M. J. eru i sex liðum og fjalla allar um ímyndaðar endurbæt- ur á hinu núverandi fyrirkomulagi — kapítalismanum — sem allir menn, háir sem lágir, stynja og sveitast und ir. Þær sýnast ganga út frá því sem vísu, að kapítalisminn verði náttúr- lega að halda áfram, og að hægt muni vera að endurbæta hann —- tvær kór- villur, sem meira fylgi hafa hlotið i heiminum, en öll önnur afglöp, sem eg þekki til. Eg hygg að trúin á kapítalismann stafi aðallega af því, hvað hann er gamall. Okkur hættir svo við að dýrka og vegsama allt það, sem gam- alt er — nema þá helzt menn. Af þvi að séreignarrétturinn hefir haldist við frá örófi alda, og aldrei neitt ann að verið reynt, finnst mönnum hann hljóti að vera hin neini sanni vegur. Hann er orðinn nokkurskonar hálf- heilagt vé eða trúaratriði, sem geng- ur goðgá næst að tortryggja. Eru því alilr, sem andæfa, álitnir af flest- um sem hættulegir æsingamenn eða heiðingjar- Heimskulegt væri að neita því, að það sem gott er, geti orðið gamalt; til dæmis náttúran, sólin, sannleikur- inn og lífið. En eins mikil fjarstæða væri að segja, að eitthvað sé gott vegna þess að það sé gamalt; svo sem glæpir, vitleysa, vansæla og dauði. Hvað mannlega útsjón og at- hafnir áhrærir, dettur mér i hug að álíta, að það yngsta sé að líkindum skárst — annars væru allar breyting- ar til óbóta og Adam vitrari en Edi- son. Einn ávani hugans, sem einna mest hefir staðið í vegi fyrir öllum fram- förum, er sá að álykta, að það, sem lengi hefir varað, verði að sjálfsögðu að vara lengi framvegis. Hve oft heyrir maður ekki sagt; “Það hefir æfinlega verið svo og verður æfin- lega” ? Ef sú skoðun væri réttmæt, þá væri ekki til mikils að hugsa um framfarir. Þá væri ekki árennilegt að leggja af stað áleiðis að einhverju takmarki; því eftir því sem lengra væri gengið, eftir því lengdist leiðin til áfangastaðarins. Eftir því sem maður ynni lengur að einhverju marki eftir því væri meira eftir. Annað, er hefir stöðuglega farið framhjá at- hygli manna, er hinn sívaxandi hraði viðburðanna. Eins og steinninn, er dettur úr lofti, margfaldar hraðann eftir því sem á líður, eins fleygir rás viðburðanna fram ár frá ári. Það sem fyrir nokkrum öldum síðan þurfti máske marga mannsaldra til um- sköpunar, mundi á þessum tímum ske á svo að segja örskots stund. Ef menn gætu meira en verið hefir, til- einkað sér þann sannleika, þá hirfu að mestu leyti þeir fordómar og sú vantrú á nálægri framtíð, sem fólk yfirleitt þjáist af. Þeir færu að hugsa alvariegar um þær framfarir, sem stefnt er að, af þeirri eigin- gjörnu og al-eðlilegu ástæðu, að þeim hefir þá verið kippt aftur i þeirra eig- in framtið. Það er einþættur barna- skapur að ætlast til að nokkur mað- ur beiti sér fyrir því, sem hann hygg- ur að muni ekki áhræra sina eigin hagsæld. Þess vegna eru kærleiks- kennslu tilraunir kirkna og annara stofnana einatt svo áhrifalausar. — Enginn maður, eða verundur, er svo góður, að hann vilji fórna sjálfum sér fyrir það, sem fjarlægast er í tima eða rúmi, og þvi er svo afar nauðsynlegt að menn skilji nálægð og hraða þeirra viðburða og hugsjóna, sem mannkynið hefir, á einhverja vísu, eygt. Hin hugmyndin — jafnaldra sögu mannkynsins — að hægt sé að milda eða “reformera” kapítalismann, er sprottin blátt áfram af andlegri leti — ef hún er ekki bara misnefni yfxr hugsunarlausa samþykkt- Flestum mönnum hættir við að láta fortíðina hugsa fyrir sig; það er svo miklu umsvifaminna að játa bara og sam- þykkja. Hugtök og trúaratriði hafa líka þenna ávana að steinrenna með köflum, og liggur þá hugsunin á þeim sviðum i dvala þangað til eitthvert óvanalegt tilfelli spyrnir við. Getur það ástand hent hvern sem er, eins og raun ber vitni, þvi engin hugsun, fremur eh annað, hreyfir sig óáreitt Og nú er kapítalisminn farinn að koma svo við kaun manna, að sumir hverjir fá ekki setið kyrrir lengur. Þeir eru, með öðrum orðum, farnir að hugsa ,og þá á nú athöfnin ekki langt í land. En úrlausnin er ekki breyttur og epdurbættur kapitalismi; þvi það er eitt af þvi fáa, sem ómögulegt er að afreka — enda ekki æskilegt, væri hann á annað borð rétti vegurinn. Ef hægt væri að gera stríð mannúð- leg — eins og margir hátt settir asn- ar hafa iðulega látið sér um munn fara — þá er líka hægt að gera kapí- talismann góðan. Eðlið er nákvæm- lega hið sama- En öll viðleitni manna í þá átt að reyna að bæta kapítal- ismann, af hvað góðum hug sem hún kann að hafa verið runnin, hefir því miður orðið einungis til að blinda menn fyrir hinu virkilega eðli hans og halda honum við, allt að þessu. Hvort sem það nú likar betur eða ver, þá er aðeins ein leið til og hún er sú, að afnema hann með öllu — afnema séreignarréttinn. Með þvi er líka allt fengið í einu, og sporið, þó stórt virðist, léttara og einfaldara en hver önnur ein tilgangslaus til- raun út af fyrir sig. Mönnum hefir frá alda öðli verið talin trú um, að fólkið sé of spillt til að geta lifað saman í sátt og sam- lyndi undir samvinnufyrirkomulagi. O jæja! Búum við þá við sátt og samkomulag núna ? Eigum við úr svo háum söðli að detta, að það sé eiginlega nokkuð að hræðast ? Er hægt að hugsa sér nokkurt fyrirkomu lag eins dýrslegt og bölvað, eins og hinar róttæku striðsaðferðir fésýsl- unnar, sem frá upphafi vega hefir orðið að rekast í skjóli einvalds og hernaðar og viðhaldast á yfirtroðsl- um og blóðsúthellingum. Er hægt að búast við þvi að menn séu velviljaðir og samrýmdir, þar sem hver einasta lífsvon byggist á lýgi, yfirgangi og svikum. Englar himnanna myndu, hrapa hver af öðrum, ættu þeir til lengdar við slíkt ástand að búa. En það kemur ekki til þess, því enginn maður er enn svo skyni skroppinn — þrátt fyrir alla viðleitni kapítalism- ans að halda fjöldanum í myrkri van- þekkingarinnar — að hann ætli guð svo heimskan og þrællyndan að beita | kapítalismanum í sínu eigin riki. Um langan aldur var eg, eins og j aðrir, þeirrar skoáunar, að menn | væru í eðli sínu óeinlægir og vondir. j Kirkjur, skólar og blöð — málgögn j kapítalismans — hafa æfinlega ham- ; ast með þá staðhæfingu, og fæstir hafa hvöt eða þor til að samsinna í huga sínum annað en það, sem þeim er kennt af þeim, sem valdið hafa. — | En nú er eg að komast á þá skoðun, ; að menn séu yfirleitt góðir, ef hægt i væri; betri en englar að minnsta kosti, því annars gæti ekki nokkur mann- úðleg hugsun haldist deginum leng- ' ur, í því víti sem við er að búa. Ann- ars mundu þeir ekki hafa leyft fáein- um mönnum, þótt fjáðir væru, að leiða sig á miðsnesinu í biljóna tali allt fram á þenna dag. Það er nú meiri kurteisin! Nei það er ekki mikil hætta á að mennirnir séu ekki nógu góðir til að lifa undir betra fyrirkomulagi. Enda kemur það ekki málinu við. Eigin- girnin, sem betur fer, er guð náttúr- unnar, og þegar menn vitkast upp Framhald á 8. síðu Páll Jónsson Dáinn að Wynyard, Sask., 13. sept. 1930. Það fækkar óSum íslands meiðum, er okkar fána lyftu hæst; og veittu hér á vesturleiðum það vald, er stóð oss hjarta næst. Sem feður kalli feður heim við fallin spor á leiðum þeim. Og þú varst flestum þeirra mestur, er þekktu íslenzkt hjartalag. Að vera hjá þér vökugestur, það var að eignast heilan dag; og finna skýran fróðleik þinn sem faðm um dýrsta gimstein sinn. Þú kunnir lands þíns kosta fræði, er komumann að garði bar. Hvert ættarmót og óðal blði, sem opin bók þér fyrir var. Þú sýndist kenna svip og lund og sérhvert grafið ættarpund. Og þá var ekki síður svali, er sviða og ama hjartað kveið. Með þér og kátu vísnavali að velja glaða stundarleið. Það var sem brysti burtu allt, er brjóstið hitti, kalasvalt. Er lúabrögð og lífsins skærur í lágum skuggum teygjast nær, þá glóir sól á sjlfurhærur með sigurljóma,.vinur kær. Þitt gleðibragð og göfga traust og glettni og tryggð í svip og raust. Eg veit það iáta vinir margir við vetrar gróna leiðið þitt, er sóttu til þín beztar bjargir, þá brotsjór lífsins heimti sitt. Því væri skyssu orðið að, var aldrei þitt að fást um það. Og þínum síðstu þrautastundum var þrekið sama ins gamla stáls, sem áður fyr á glímu-grundum, þú gekkst af hólmi beinn og frjáls. Því þitt hið góða gróðrarmagn ei glepjast lét við dauðans agn. Og nú er ennþá einum færra í okkar hóp, sem lýsti frá. og skjöldur klofinn, skarðið stærra í skiftri fylking okkur hjá. — En ljósheiðið um landnám hans er leiðarhvatning framtímans. T. T. Kalman. A NEW TERM OPENED Monday, Jan. Sth In Advance of the Times New courses anticipating the more strenuous business competition which is develop • ing, x«re pufesented by our College in co-operation with the Cooper Institute. They are definitely in ad- vance of any other courses of commercial instruction ob- tainable in WTestern Canada. An enquiry will bring complete details of subjects and tuition fees. ENROLL NOW DAY and EVENING CLASSES DOM#JION BUSINtsPfflUfGE THE MALL - - - WINNIPEG Branches in Elmwood and St. James ■ ....................

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.