Heimskringla - 07.01.1931, Síða 7
WINNIPEG 7. JANCAR, 1931
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
Þér senduð eftirm ér, Lynborough
lá.varður?”
Jarlinn stóð upp — Mr. Bolton
hafði stokkið á fætur þegar hún kom
inn — og stúlkan stóð þar teinrétt,
studdi annari hendinni á borðið og
horfði róleg, og næstum drottningar-
leg á þá á víxl.
‘‘Já, já, Veróníka,” sagði hans há-
göfgi, “viltu ekki fá þér sætl?”
Mr. Bolton sótti stól handa henni
og settist hún í hann, yndislega, eðli-
lega, með fullkomnu sjálfsvaldi yfir
hreyfingum sínum, sem við hyggjum
'— réttilega eða ranglega — vera sér-
gjöf þeirra, sem fæddir eru af tign-
um ættum. Síðan beið hún róleg og
alvarleg.
“Veróníka, eg ætla að arfleiða þig
að Wayneford og fjárupphæð — öllu,
sem eg á, auðvitað.”
Stúlkan sat grafkyr og þögul dá-
litia stund. Mjög daufur roði færð-
ist yfir andlitið. Jafn dauf undrun
lýsti sér í yndislegu augunum henn-
ar.
“Ein hvers vegna?” sagði hún loks
Þýðlega og með undrunarróm.
“Hvers vegna eg arfleiði þig? Gott
°g vel, eg gæti sagt að eg gerði það
af þvi að mér þóknaðist það, — en
eg segi öllu heldur af því að þú þókn-
ast mér. Bíddu” — því að hún hafði
opnað varir sínar eins og til þess
a ðsegja eitthvað — “bíddu með að
láta í ljósi þakkiæti þitt, kæra Ver-
ónika. Það er með einu skilyrði, þvi
vandi fylgir vegsemd hverri, eins og
Þú veizt. Mér finnst hann ekki mik-
ill, en Mr. Bolton er á annari skoð-
un. Nú skulum við sjá, hvor okkar
hefir rétt fyrir sér. Það er, að þú
giftist manni af tignum ættum.”
Hún varð hljóð við, og horfði í
augu honum. Augnaráð hennar lýsti
forvitni, en ekki undrun.
“Þér finnst þetta heimskulegt skil-
ýrði. Jæja, eg skal ekki neita þvi.
í*ú getur kallað það sérvizku úr mér.
En þetta er þó skilyrðið. Giftist tíg-
Inbornum manni með aðal nafnbót —
jafnvel þó ekki væri nema undir-bar-
— og Wayneford og peningar mín-
ir eru þín eign. Það er skilyrðið. Þitt
er nú að taka boðinu eða hafna því ”
Hún var algerlega róleg, roðinn
hafði komið og horfið aftur af and-
liti hennar og hún hnyklaði brýrnar
óálítið. Hún var þögul fáein augna-
blik — Mr. Bolton fannst það mjög
langur tími — en sagði svo með lágri
röddu, og virtist fremur segja það
við sjálfa sig en jarlinn.
“Wayneford — rík. Þá verð eg
uijög rík?”
“Svo segir Bolton, hann fer nær
Um það,” muldraði jarlinn. Var sem
hann óttaðist að trufla hana i hugs-
unum sínum.
“Þegar eg kom hingað,” hélt hún
&fram i enn lægri tón, “hafði eg enga
hugmynd um, hvað tign og félagslíf
heldri manna var. Eg hafði verið
fátæk. Þegar faðir minn dó, voru
tæplega til peningar fyrir — fyrir út-
för hans.”
Jarlinn tók föstum tökum um brík
Urnar á stólnum, sem hann sat á, og
örættir komu á varirnar.
“Eg vissi ekki, skildi ekki þá þýð-
ingu, sem þeir hafa. Nú veit eg, að
e£ er af Denbyættinni. Er frænka
ýðar, Lynborough lávarðar —”
Jarlin nhneigði höfuð sitt til sam-
Þykkis.
"Eg tilheyri göfugri ætt. E gátti
eina utanhafnarskyrtu, þegar eg kom
h’ngað. I gær sagði stúlkan mín,
nð hún yrði að fá annað herbergi fyr-
ir fötin mín, þau væru svo mikil. Eg
hefi vagn, mína eigin hesta, þjóna til
^ess að þjóna mér, vini af minni eig-
in stétt — eini kunninginn, sem eg
&tti áður, var vinnustúlkan okkar.
hefi allt, sem eg vil hendinni til
rétta. En öllu þessu verð eg að
slePpa, nema —’*
Öún þagnaði. Augu beggja mann-
anna hvíldu á henni; lögmaðurinn
°rfði á hana með ákafri eftirvænt-
inSu, en jarlinn með rannsakandi ná-
hvæmni.
Nema eg gangi að þessu skilyrði?
Þér eruð ekki veikur, Lynbor-
°u8:h lávarður, þér farið ekki að
öeyja!” sagði hún með grátstaf i
hverkunum.
Hér er lækning
við kviðsiiti
Heimalækning sem allir geta nntuð
við kviðsliti, slæma sem væga
kostar ekkert að reyna það
Það mun færa þúsundum manna af
veiki þessari þjázt huggun, að vita til
þess, að þeir geta sér að kostnaður
lausu orðið aðnjótandi þeirrar lækn-
ingar, er gerði Kaftein Collings heil-
an heilsu af kviðsliti er hann hafði á
tveim stöðum og lá rúmfastur í árum
saman.
Alt sem gera þarf til þess er að
senda nafn yður og addressu til Capt.
W- C. Collins, Inc., Box 98-K Water-
town N. Y. Það kostar ekki cent, en
getur þó verið ómetanlega mikils
virði. Hundruðir hafa nú þegar skýrt
oss frá að þeir hafi með þessu lækn-
að sig með þessari fríu reynslu.
Skrifið oss NC um leið þér leggið
blaðið frá yður.
“Hvenær sem vera skal. Vertu
viss um það; að minnsta kosti segir
dr. Thorne það ”
Yndislegu augun hennar urðu þíð-
legri og varirnar titruðu.
“Ó, eg vona að þa ðverði ekki. Þér
— þér hafið verið svo góður við
mig!”
“Þú hefir verið mjög góð við mig,”
sagði hann og brosti. “Þú hefir
gengið mér í /dótturstað.”
Hún starði inn í eldinn um stund.
Svo sneri hún sér aftur að honum og
mælti:
“Þvi eruð þér svona stoltur?” —
Rómurinn var lágur.
Jarlinnh ló, en sá hlátur var kold-
ur.
Frh.
Sagan ókunna.
Sléttumannasaga.
I.
Með þessari fyrirsögn er átt við
sögu landsins, sem við, langflest
hinna vestrænu Fjallkonubarna, bú-
um nú á.
Allir þeir, sem þessa grein geta á
annað borð lesið, vita þá að minnsta
kosti það um Island, að það á til
einhverja sögu; ekki sízt þegar ný-
búið er að koma hverjum einasta ung-
lingi til að skynja það, að Island eigi
til þúsund ára gamalt þing.
I skólunum hér er líka talsvert að
því unnið, að láta mönnum ekki fá
að gleymast saga Englands, og það re
auk heldur dálitlu til að dreifa, sem
kallað er saga Canada, en vitanlega
fylgir það að langmestu leyti þeim
landshlutanum, sem nafnið átti út af
fyrir sig fram að árinu 1867.
Það vara fæstir sig á þvi, að norð-
urhallinn á Ameríku, milli austur og
vestur fjallanna, eigi svo sem nokkra
sögu, nema þá síðan að Selkirk lá-
varður byrjaði hér á nýlendustofnun
fyrir liðugum hundrað árum.
Þó er nú sannleikurinn sá, að
hvergi, utan brezku eyjanna sjálfra,
hefir enski fáninn jafnlengi blaktað
yfir nokkrum bletti jarðarinnar eins
og þeim, sem nú nefnist Manitoba-
fylki. Hvort sem þetta atriði er nú
sjálfu sér nokkuð merkilegt eða ekki
merkilegt, þá er það sögulegt atriði
samt, — og ekki óeðlilegt, að Mani-
tobamenn festi sér það í minni, frem
ur en þeir, sem annarsstaðar búa, og
jafnvel láti sér verða það tilefni til
þess, að vilja vita meira úr þeirri
sögu, sem annars má nokkurnveginn
með réttu heita sagan ókunna.
Það er t. a. m. annað atriði, sem
ekki er óeðlilegt að einhvern streng
snerti í brjósti þeirra, sem þetta geta
lesið, nefnilega það, að hinn hæst-
virti sagnfræðingur hér vesturfrá,
skuli nýlega hafa opinberað þá skoð-
un sína, að hér við Rauðána hafi nor-
rænir menn verið staddir árið 1362.
Þetta er ekki prentvilla, þvi að ávarp
sem flutt var hér í sumar á demants
hátíðinni, sem miðaðist við 60 ár, var
kallað “5 sinnum 60 ár af Manitoba-
sögu” og hert á því í sambandi við
ofangreint ártal, að nafn ávarpsins
yrði að öllum líkindum réttara, ef
því væri breytt í “10 sinnum 50 ár”.
Ræðumaðurinn var David A- Stew-
art, M.D., L.L.D., yfirlæknir við
sjúkrahúsið i Ninette og forseti sögu-
félagsins í þessu fylki.
ósjálfrátt hvarflar íslenzkur hug-
ur ofan ána, eftir vatninu út til fló-
ans og áfram heldur hann að rekja
sundin, að þvi sem grænlenzkt kynni
að vera og seinast íslenzkt. Hvað
hefir ekki getað komið fyrir á þrek-
miklum æfintýramanna æfiferlum?
En svo maður hverfi aftur að hinu
sannsögulega upphafsatriði hinnar
núverandi afstöðu þjóðfélagsins, verð
ur að minnast ársins 1612. Það er að
vísu 18 árum meira en 5 sinnum 60
ár að baki yfirstandandi stundar. En
taki maður 200 árin (1670—1870), frá
þvi Hudsonsflóa verzlunarfélagið
hófst og þangað til Manitobafylki var
skipulega sett á stofn, og skifti þeim
árum í ríflega mælda þrjá slíka hluti,
eins og dr. Stewart gerði í ávarpi sínu
í sumar, þá hefir maður fyrsta kafl-
ann frá 1612 framan við, og fimta
kaflann upp að 1930, aftan við, og
getur það orðið mönnum hægðarauki
ef þeir vilja setja á sig tímarorð at-
burðanna.
Það var sem sé tveimur árum síðar
en Henry Hudson fann flóann, sem
eftir honum er nefndur, að enskur
skipstjóri, , Thomas Button að nafni,
sigldi skipum sínum “Discovery” og
“Resolution”, alla leið vestur þangað
sem nú heitir York Factory, og dvaldi
þar vetrarlangt. Hann gaf ánni nafn
ið Nelson, eftir yfirmanni sínum, og
hóf enska fánann á stöng, reisti
. krossmark og helgaði Bretum land -
ið. Allt var þetta nú samt eiginlega
óviljaverk, eða að minnsta kosti
aukageta við aðalerindið, þvi skip-
stjóri var gerður út til þess af kaup-
mannafélagi i Lundúnum, að sigla
þessa leiðina til Austurlanda. Það
var i þá daga fest svo óbifandi trú á
þvi, að um sjóleið væri að ræða norð-
an við Ameríku, að menn ætluðu
aldrei að hætta við að fara sér þar
að voða, hvað margir sem týndust
í þeim leiðangrum. Þessi Thomas
Button hafði með sér bréf frá kon-
ungi sínum, “til keisarans i Japan
eða hvers annars austræns þjóðhöfð-
ingja, sem fundinn verður”. Sýnir
það að margt fer öðruvisi en ætlað
er, að þessi óframkvæmanlegi bréf-
burður (1612) skyldi verða upphafið
að sögu allrar þeirrar landsviðáttu,
sem liggur milli Hudsonsflóans og
Klettafjalla.
Þessi verzlunarferða-fýkn vestur í
Austurveg, þurfti um þær mundir
víða við að koma. Kristján fjórði
Danakonungur gerði út þann leiðang-
urinn, sem Jens Munck var fyrir, og
voru 64 menn á tveim skipum, “Uni-
com” og “Lampsey”. Þótt norrænir
menn kunni að hafa farið um Nelson
ána, áður en Thomas Button gaf
henni nafn, og að hann hafi þvi ekki
verið allra hvítra manna fyrstur til
að stiga fæti á land í þessu fylki, þá
er hitt nokkuiinveginjn áreiðanlegt,
að þessir 64 dönsku menn, eru fyrstu
hvítu mennirnir, sem opnað hafa það,
sem nú er að verða norðurdyrnar á
Ameríku, og glæstastan er nú að fá
sér dyraumbúninginn gerðan. Jens
Munk og skipshafnir hans dvöldu
veturinn 1619—20 þar sem nú heitir
Churchill. Þeir nefndu ána trtlend-
ingafljót (River of Strangers, i ensk-
um ritum); en eftir þeirra burtför
var hún lengi kölluð Danafljót (Dan-
ish River). Það gengur enn sú saga
að þeir hafi á jólum haft messugerð,
þvi prestur var í förinni. Segist
enskum mönnum svo frá, sem von
er, eftir þeirra kirkjusiðum, að sam-
skot hafi verið tekin við messuna, en
af þvi lítið hafi verið um peninga í
förinni, hafi samskotin verið í hvít-
um tófuskinnum til þess að fóðra
með þeim kápuna prestsins. A pásk
um var presturinn og mestur hluti
skipshafnanna dáinn úr skyrbjúg, og
fjórir gátu þá setið uppi til að hlýða
á fyrirliða sinn lesa lesturinn.
Það voru þrír af þessum mönnum
eftir á lífi, þegar komið var fram 1
júnímánuð og sjór orðinn svo fær,
' að þeir gátu siglt smærra skipinu
aftur til Danmerkur. Hinn danski
lútherski prestur með sinum sextiu
safnaðarmönnum, sem eftir urðu við
Crtlendingafljót, hafði fyrstur orðið til
þess að vígja hvítum mönnum mold-
ina I Manitoba, með beinum sinum.
Og allt þetta var um garð gengið
hér í Manitoba, þegar skipshöfnin á
hinu nafnkunna “Mayflower”, þá um
haustið kastaði akkerum við Ply-
mouth Rock, og nokkur veruleg saga
Bandaríkjanna byrjar.
II.
Hvíta tóuskinnssagan er að minnsta
kosti tákn aldarandans, sem þá fór
i hönd. En það væri löng saga að
segja greinilega frá því, hvernig hon-
um var varið og hversu hann var
til kominn.
Frá alda öðli allra byggða bústaða
hafa menn treyst á fénaðinn og fisk-
inn í sínum heimahögum. Þvi til við-
bótar hefir hvergi á jörðinni þurft
nema tiltölulega stutt að fara til
kornkaupa, hafi brauðsefnið ekki ver-
ið til heimafyrir; og um húsagerðar-
efni og efni til almennra áhalda, má
hið sama segja. En þegar til krydd-
metis og skrautgripa kemur, er öðru
máli að gegna. Velgengni gróða-
mannsins hefir frá ómunatíð byggst
á þvi, að hafa þann varning í fór-
um sínum, og í sem allra margflókn-
ustu kringumstæðum, getað fengið
hann fyrir sem minnst og selt hann
fyrir sem mest. Lögmálið er hið
sama í gegnum allt það, sem verzlun
heitir. Snilldin, þegar hún nær há-
marki sinu, er og hin sama: að æsa
ílöngun og hagnýta sér svo hvað sem
í aðrah önd er að hafa, en fá nógu
mikið af því. Þetta hefir hvergi orð-
ið svo uppvíst sem í hvítra manna
verzlun í vililmannalöndum; en af
þeirri verzlun höfðu germanskar eða
norrænar þjóðir lítið að segja fyr en
á 17. öld. Síðan þeir slógust í þann
leik, hefir Ameríka verið glímuvöll-
urinn mikli; en tildrög þess ástands
má rekja af glöggum kennimerkjum
tvö hundruð ár aftur fyrir þann tíma
oð vitanlega lengra aftur, ef út í
það er farið.
Víkingsandinn í norðrinu hafði lát-
ið það vel að beizli kaþólskunnar, þó
hann taumaþræll væri, að hann um
langan aldur glataði nokkurnveginn
sjálfum sér og sjómennskunni, og lét
Vínland og Grænland algerlega týn-
ast. Hann vaknaði loksins aftur, í
upphafi 15. aldar, þar sem yrringun-
um láðist mest að varna þess, að
finna sjálfan sig, og rankaði þá fyrst
við sér í Hiniriki "sæfara”, Portúgals-
manna konungi. Að hans dæmi
þreyttu menn alla þá öld við það að
finna skipaletð til hinna austlægu
Asíulanda, því úrslit krossferðanna
höfðu mikið til lokað þeirri landleið,
sem perlusalarnir höfðu alla sína tið
farið, með skrautmuni sína og ann-
að góðgæti þaðan að austan; og lásn
um mátti heita smellt til fulls fyrir
þá leið, þegar gríska keisaraveldið
féll og Tyrkir settust að i Konstan-
tinopel árið 1453-
Það var smiðshöggið; og sú lif-
andi prangarakeðja, sem um ótal ald-
ir hafði lagt það eitt' fyrir sig, að
rétta þeim næstu, frá úlfalda til úlf-
alda, alla leið vestan frá Atlants-
hafi og austur til Kyrrahafs, og aft-
ur til baka sömu leið,—hún varð nú
eitthvað úr að ráða. Þörfin kennir
mönnum rannsóknir hverjum í sinni
grein. 1 öllu var grúskað, um allt
spurt. tslendingar fóru ekki varhluta
af þvi fremur en aðrir, að segja, hvað
þeir vissu til að vestast væri. Þeir
voru þá vestastir sjálfir, svo að al-
mennt væri kunnugt, og þessi hnýsni
til vesturáttar var eins gömul eins
og grískir trúarbragðadraumar um
eyjalönd sælunnar í vestri. Góð ráð
voru dýr — fyrir einhvern. Isabella
Spánardrottning veðsetti demanta
sína og Columbus fann aftur Vínland.
En landafundurinn skifti ekki
mestu fyrir forlög mannkynsins, þeg-
ar Ameríka fannst aftur.
Það var gullfundurinn.
Gullið var ekki einungis niðri i
jörðinni, eins og áður var sumstaðar
búið að finna það. Gullið var ofan-
jarðar — öll óskapa skelfileg kynst-
ur af gulli ofanjarðar, — bara í hönd
unum á lituðum mönunm, og ekkert
fyrir þvi að hafa annað en að taka
það af þeim — villi mönnunum.
Enginn stærri atburður hafði nokk
urntíma komið fyrir á æfiferli mann-
kynsins, annar en sá fyrir óralöngu
að taka upp á því að notfæra sér
eldinn, og með því greina sig að lifn-
aðarháttum frá öllum öðrum dýrum
á jörðinni. Það hófst smám saman
í nýjum búningi — sem við núorðið
köllum bankakerfi, — ný aðgreining
allra hluta sem mennirnir hafa með
höndum. Gullið eitt gildir sem auð-
ur, hver einasta lífsnauðsyn og sér-
hver uppspretta hennar, að meðtöldu
mannviti og uppfyndingagáfum þess.
^ 1 N laf ns PJ iöl Id
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldf?.
Skrifstofusíml: 23674
Stund&r sérstaklega lungnasjúk-
dóma.
Kr atJ flnna á skrifstofu kl 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heimlll: 46 Alloway Ave.
TalMfml: 3315S
DR’ A. BLONDAL
602 Medical Arts Bldg.
Talsími: 22.296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
og barnasjúkdóma. — AtJ hitta:
kl. 10—12 ♦ h. og 3—5 e. h.
Helmlli: 806 Victor St. Simi 28 130
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Artm BldfC.
Cor. Oraham and Kennedy St.
Phone: 21 834
VitJtalstlmi: 11—12 og 1_6.30
Heimili: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
Dr. J. Stefansson
216 MRDICAL A RTS BLDG.
Hornl Kennedy og Graham
Stundar elnKdnffu aurtna- eyrna •
nef- or kverka-ftjtlkdóraa
Er atJ hitta frá kl. 11—12 f. h
og: kl. 3—6 e. h.
Talnlmi: 21S34
Helmill: 688 McMiH&n Ave. 42691
Talafml: 28 HHO
DR. J. G. SNIDAL
TAHNLÆKNIR
614 Somerset Block
Portaire Avenue WINNIPEG
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
OR. S. O. SIMPSOIV, K.D., D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
verður lægri og lægri auðvaldsins
undirlægja. Þvi mikilsverðara sem
gullið þykir, þvi minna er vert um
allt annað en það. Þetta er lykill-
inn að öllum þeim ritverkum mann-
anna, sem þeir kalla auðfræði. Það
var sú tíð, að ein dýrindis perla, var
hæsta dæmi, sem hægt var að vitna
til, en það hætti, þegar perluleiðinni
var lokað.
Kirkjan úrskurðaði Portúgal og
Spáni heimild til þessara villimanna-
landa, sem fundist höfðu, og því meir
sem auðurinn hrúgaðist upp har
syðra, því meira ofríki var beitt við
þjóðirnar fyrir norðan- Loksins
þoldu þær ekki mátið, og fyrir munn
þeirra allra varð Marteinn Lúther
fyrstur til að tala. Þess vegna fékk
þessi glima á sig i upphafi trúar-
bragðastríðsblæ, og upp úr þeim glæð
um gusu logarnir til og frá, í ölum
þeim löndum, í nærri tvö hundruð ár.
Þessar norðurþjóðir höfðu þvi lengi
vel öðru að sinna en Amerikuferð-
um, enda fyrst í stað ekki leyfisverð-
ar fyrir þeim, að svo miklu leyti sem
þær tóku nokkuð kirkjunnar úrskurð
tl greiina. En smám saman var eins
fyrntist yfir þá hugsun. Frakkar
höfðu lengi fiskinn elt; fyrst til Is-
lands, svo til Nýfundnalands; sein-
ast inn að eyjunni Anticosti. Loks-
ins fóru sjómennirnir að taka konurn
ar með sér og nýlenda byggðist í
Acadiu, sem nú heitir Nova Scotia:
og að lokum inn í Quebec. Það voru
ekki orðnir fiskarnir einir í sjónum
til að sælast eftir, heldur líka feld-
irnir á landi.
Og þá byrjar önnur hríðiiL.
Það fer vel á þvi að tákn hennar
sé hvítur feldur. Norðriuu hæfir það
vel, að liturinn sé likur snjónum, þó
á hann falli. I suðrinu hafði táknið
verið gyllt.
Frh.
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 24 587
WALTER J. LINDAL
BJÖRN STEFANSSON
lslenzkir lögfræOingar
709 MINING EXCHANGB Bldg
Simi: 24 963 356 Moin St.
Hafa einnig skrifstofur at5 Lundar,
Piney, Gimli, og Riverton, Man.
Telephone: 21613
J. Christopherson.
Islenskur LögjrœSingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
A. S. BARDAL
selur llkktstur og ann&st um útfar-
tr. Allur útbúnatSur sá bestt.
Knnfremur selur hann allskonar
minnisvarba og legstelna.
843 SHERBROOKE ST.
Phone: 86 607 WINfíIPBG
Biömvin Guðmundson
A. R. C. M.
Teacher of Musíc, Composition,
Theory, Counterpoint, Orchet-
tration, Piano, etc.
555 Arlington SL
SIMI 71621
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
8M BANNING ST.
PHONE: 26 420
Ragnar H. Ragnar
Pianókennari
hefir opnað nýja kenslustofu að
STE. 4 NORMAN APTS.
(814 Sargent Ave.*
TALSIMI 38 295
TIL SÖLU
AÖDÍRU VEHOI
“FURN ACEM —bætJI vtUar og
kola “furnace” lftlH brúkatl, ar
UI sölu hjá undlrrituttum,
Gott tæklfærl fyrlr fólk út á
landl er bæta vtlja hltunar-
áhöld á hetmillnu.
GOODMAN A CO.
786 Toronto St. Slml 28847
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
BaKgage and Furnltare MotIbk
762 VICTOK ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fram
og aftur um bæinn.
100 herbergl meb eöa án baBa
SEYMOUR HOTEL
vertt sanngjarnt
Slml 28 411
C. G. HUTCHISON, eigandl
Market and Ktng St., •>
Wlnnlpeg —:— Man.
MESSUR OG FUNDIR
( kirkju SambandssafnaSar
Messur: — á hverjum sunnudegi
kl. 7. e.h.
SafnaSarnefndin: Fundir 2. of 4.
fimtudagskveld í hverjuaa
mánufii.
Hjálparnefndin: Fundir fyrata
mánudagskveld i hverjum
mánufii.
KvenfélagiS: Fundir annan þriVju
dag hvers mánaCar, kl. S afl
kveldinu.
S'öngflokkuri**: Æfingar i hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn:— A hverjum
sunnudegi, kl. 11 f. h.