Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. JANÚAR, 1930- HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA hver með sína sérstöku trúarskoðun, fullvissa þá um, að aðeins þeirra trú sé sú rétta og sanna? Þama VQru saman komnir 7 trúboðar, er keppt- ust um að gera þessar 70 eða 80 Lappasáiir, sem þarna voru staddar, sáluhólpnar. Lapparnir eiga þó að heita kristnir að nafninu til, ef til vill eins vel og aðrir Norðurlanda- búar. En ölum þessum trúarflokk- um er vist sérlega umhugað um Lappana. . Og það var ekki nóg með að þarna væru sænskir trúboðar, heldur líka norskir og amerískir! Lappamessan er jafnframt skemti samkoma fyrir Lappana og sveita- fólkið, sem býr í þessum afskekktu sveitum- Milli messugerðanna og ræðuhaldanna ganga Lappamir um °g spjalla og drekka kaffi. Ferða- niennir snúast í kringum þá með út- dregnar myndavélar og panta að fá að taka myndir af þeim í þjóðbún- ingunum. Búningurinn er skraut- legur. Blár eða brúnn kyrtill, sem nær niður fyrir hné á kvenfólkinu, en um mjaðmirnar á körlunum. Um hálsmálið er kyrtililnn bryddur með grænum, rauðum og gulum borð- um. Um mittið hafa þeir ísaumað hreitt skinnbelti, hinn mesta skart- grip og við það hangir dálítll úti- saumaður poki og lyklakippa við sum. S^kkar kvennanna eru alla- vega litir, en buxum karlanna er stungið niður í skóna, sem ná upp á mjóalegg og þar um er hinum uiarglitu sokkaböndum vafið. Skórn- ir eru hælalausir og með uppbrettri oddmjórri tá- A höfðinu hafa þeir horðalagðar húfur með dúsk í. Sum- ir karlmennimir hafa hatt. Þjóð- búninginn nota Lapparnir ekki dag- iega, heldur aðeins þegar þeir dubba sig upp. Þegar prestarnir og trúboðárnir eru famir, byrja Lapparnir að skemta sér. Þá byrjar dansinn eft- ir ágætu harmóníkuspili á danspall- inum. Unga fólkið dansar, karlam- ir sitja í veitingatjöldunum eða í skógarjaðrinum og staupa sig. Nú Þurfa þeir að gera sér glaðan dag, Það er ekki svo oft sem Þeir eiga kost á Því- Þegar fer að líða á nótt ina, halla sumir sér í skaut móður náttúru og sofna sætum svefni. Þeg- ar líður að hádegi á mánudag og Þeir hafa núið stýrurnar úr augun- um og fengið eitthvað til að hressa sig á Sænska ríkið hefir sumstaðar hyggt heimavistarskóla fyrir Lappa- hörnin. En það fyrirkomulag hefir reynst mjög illa og mikið horfið frá Því, og kotuskólarnir teknir upp i staðinn. I heimavistarskólunum eru hörnin álin upp eins 0g börn búfasta fólksins og við sömu kjör. Þegar Þau hafa lokið skólanáminu, eiga Þau að fara út á heiðar, gæta hrein- dýra og liggja í kotum á hrísi. Um- skiftin eru svo mikil að Þau Þola ekki þessi hörðu lífskjör Lappanna °g veikjast. Þegar þau eru orðin vön við þægindi búfasta fólksins, vilja þau ógjarna fara út á heiðar °íT liggja í "kotum” og sýsla um hreindýr. Stúlkumar verða þá held ur vinnukonur í sveitunum eða bæj- unum, og piltarnir vinnumenn eða verkamenn í verksmiðjum. Gamal- Uiennahæli hefir ríkið einnig byggt íyrir Lappana. Það var þarft og hauðsynlegt verk, því að líf gamal- hiennanna á öllum þessum flutning- um var slæmt, og oft kom fyrir, að Það varð að skilja gamalmenninn eítir sitjandi í einhverjum snjóskafl- 'uum og bíða dauða síns. En bænd- Urnir i Jamtalandi, sem öfunda Lap- Pana mjög af Þessum sérréttindum um mill Svía, Norðmanna og Finna. skattfrjálsir, segja að með Þessu eyði 'eggi ríkið sjálfsbjargarhvöt Lapp- anna, og þegar eldist og letjist, gefa Þeir börnum sínum alla hjörðina, en setjist sjálfir á gamalmennahælið og láti ríkið sjá fyrir sér. Dæmi til Þessa Þekkjast, en algeng eru þau ekki. Löppum fækkar árlega, eins og hðrum náttúrubörnum. Svíarnir sjá Þetta og reyna að vinna á móti f®kkuninni með Því að láta Þá vera skattfrjálsa, menta þá í skólum og klrkjum, byggja gamalmennahæli o. fl' En Lapparnir segja, útvegið okk Ur betri markað fyrir hreindýrakjöt- *ð’ °& látið okkur hafa eins mikið ian<^ °g við höfðum áður. Nú erum Vlð inniklemmdir uppi í regin fjöll- drjúgar skaðabætur. Fyrir nokkrum Ef hreindýr okkar koma niður á landareign bændanna, purfum við að borga háan beitartoll, og miklar skaðabætur, ef hreindýr troða akur bóndans. Það eru stöðug málaferli milli bændanna og Lappanna út af skemmdum, sem hreindýrin gera, og Lapparnir hafa oft orðið að borga drjúgar skaðabætur. Fyrir n0kkrum árum komu tveir gamlir Lappabænd- ur alla leið suður til Stokkhólms til að kæra mál sin fyrir kónginum. Þótti för þeirra merkileg. En Lapp- arnir fengu rétting mála sinna. Nú eru settir sérstakir valdsmenn, Lappafógetar, til þess að gæta þess að réttur Lappanna sé ekki fyrir borð borinn. Lapparnir njóta auðæfa þarna uppi í fjöllunum, sem alveg færu til ó- nýtis, ef þeir hagnýttu þau ekki. Þeir hafa þar um 200,000 hreindýra. En hreindýrarækt í fjöllum uppi í frosti og byljum i baráttu við úlfa Og birni, er enginn gamanleikur, og eru varla aðrir en Lappar, sem upp- aldir eru við þetta líf frá barnæsku, er hafa þolinmæði og heilsu til þess að stunda þessa atvinnu. Lapparnir eru engar kátlegar verur fyrir skemtiferðafólk að skoða og mjmda á sumarlagi. Nei, Lapparnir stunda þýðingarmikla atvinnu og eru landi sínu til mesta gagns og sóma- Gunnlaugur Rosenkranz. —Tíminn. Trúariátnin? mír. Albert Einstein. Undarleg er tilvera vor á þessari jörð. Sérhvert af oss kemur hing- að sem gestur um stutta stund, án þess að vita hvers vegna, og þó virð- ist stundum eins og það sé í guð- legum tilgangi. Samt sem áður er eitt atriði, sem vér þekkjum frá sjón armiði hins daglega lífs, og það er það, að maður er hér vegna annara manna — einkum þeirra, sem með brosi sínu og vellíðan vekja og vernda gleði manns, og einnig vegna hinna óteljandi sálna, sem forlögin binda mann við með böndum sam- úðarinnar. Margsinnis daglega renn ur það upp í hug mínum, hve mjög mitt ytra 0g innra líf byggist á erf- iði minna lifandi og látinna með- bræðra, og hversu alvarlega eg verð að leggja mig fram til þess, að gefa eins mikið og eg þigg. Mín hugar- ró verður oft fyrir óþægilegum árás- um af þeirri tilfinningu, að eg hafi tekið of mikið til láns af vinnu ann- ara- Eg get ekki litið svo á, að vér getum haft nokkurt frelsi í heim- spekilegum skilningi, vegna þess að vér vinnum ekki aðeins fyrir ytri knýjandi ástæður, heldur einnig af innanaðkomandi nauðsyn. Orð Scho- penhauer’s þar sem hann segir: Mað urinn getur vissulega gert það sem hann vill, en hann getur ekki ákveð- ið hvað hann vill”, — þau orð hafa ávalt veitt mér huggun, þegar eg hefi lent í hrakningum lífsins eða séð aðra verða fyrir harðrétti þess. Þessi sannfæring getur af sér stöðugt um- burðarlyndi, því að hún leyfir oss ekki að taka oss sjálf né aðra um of alvarlega; hún stefnir í þá átt að skapa kímniskenndan geðblæ. Að brjóta heilann látlaust yfir or- sök tilveru sinnar eða tilgangi lífs- ins yfirleitt, virðist mér frá hlut- rænu sjónarmiði mjög barnalegt. Samt á hver maður einhverjar sér- stakar hugsjónir, er leiða og stjórna löngun hans og skoðun. Þær hug- sjónir, sem lýst hafa mér sífelt og fyllt líf mitt fögnuði, eru: gæzkan, fegurðin og sannleikurinn. Það, að gera þægindi 0g glaðværð að mark- miði sínu, hefir aldrei fengið neinn fangstað á mér, og siðgæðisreglur, reistar á slíkum grunni, myndu að- eins nægja nautgripahjörð. Líf mitt mundi hafa orðið ótta-. lega tómlegt án kenndarinnar um samvinnu við mér andlega skyldar verur, I eftirsókn hins ónáanlega i listum og vísindalegri rannsókn. Æ- tíð síðan eg var barn, hefi eg fyrir- litið hinar venjulegu hömlur, sem svo oft eru settar á mannlegan metnað. Eignarráð, ytri heppni, oflátungs- skapur og munaður hefir alla tíð tíð verið andstyggilegt i mínum aug um. Eg hygg að hinir óbrotnu og hæversku lífshættir séu beztir fyrir sérhvern mann hvað likama og sál snertir. Hinn ástriðuþrungni áhugi minn fyrir borgaralegri réttvísi og borg- aralegri ábyrgð, hefir stöðugt verið í kynlegri mótsögn við ómannblendni mína, eða óvilja til að umgangast mikið menn og konur. Eg er einækisskepna, ónothæf i samæki. Eg hefi aldrei óskorað, heilhuga getað tilheyrt landi eða þjóð eða vinahóp mínum, eða jafnvel minni eigin fjölskyldu. Þessum vin- áttu- og tryggðaböndum hefir ávalt verið samfara óljós fjarstaða, og með aldrinum hefir tilhneiging mín til einangrunar farið vaxandi. Þessi einangrun er stundum beiskju blandin, en mig iðrar þess samt ekki, þó eg sé fráskilinn skilningi og samúð annara manna. Eg veit vel, að slíkt er mér n0kkurt tjón, en bætur fyrir það öðlast eg í því, að vera óháður venjum, skoðunum og fordómum annara, að losna með þeim hætti við þá freisting, að láta minn sálarfrið hvila á þeim óhrjá- lega grundvelli. Hin stjórnarfarslega hugsjón mín er lýðræði. Sérhver maður ætti að vera virtur sem ein- staklingur, en enginn tignaður. Það er kaldhæðni forlaganna, að yfir mig skuli hafa verið helt svo mikilli, en óþarfri og óverðskuldaðri aðdáun og virðingu. En ef til vill er þessi fag- urgali fjöldans sprottinn af hinni ó- uppfylltu ósk fjöldans um það, að skilja hinar fáu hugmyndir, sem eg hefi borið fram. Mér er það vel Ijóst, að til þes3 að ná einhverju ákveðnu marki, er það nauðsynlegt, að einhver einn annist hugsunarstarfið, skipi fyrir og beri að mestu leyti alla ábyrgðina. En það á ekki að reka þá, sem verið er að leiða, þeir ættu ætíð að hafa leyfi til að velja leiðtoga sinn. T minum augum er mannvirðingar að- greining þjóðfélagsflokkanna fölsk; í sannasta skilningi er mátturinn meginstoð þeirra. Og eg er þess fullviss, að spilling fylgir sérhverju einveldiskenndu ofbeldi, því ofbeldið dregur stöðugt að sér lághneigðir og siðleysi. Tíminn hefir sannað, að nafnkenndir harðstjórar hafa kom- ið sínu fram með tilsíyrk þorpara. Fyrir þessa sök hefi eg alla tíð verið eindregið mótfallinn því stjórn- arfyrirkomulagi, sem á sér stað nú á dögum i Rússlandi 0g Italiu. Það sem vakið hefir ótrú á evrópisku lýð- ræði er ekki grundvallarkenning sjálfs lýðræðisins, sem sumir álita villu eða ráðleysu, heldur óstöðug- leiki hinnar stjórnfræðilegu forustu vorrar, og auk þess óveruleikablær- inn á umbótunum. Eg hygg að þér i Bandaríkjunum hafið hitt á hina réttu hugmynd. Þér kjósið forseta til hæfilega langs tíma, og veitið honum nægilegt vald til þess að hann geti réttilega leyst af höndum sín ábyrgðarstörf. Hins vegar geðjast mér mjög vel hin meiri umhyggja, sem þýzka landstjórnin og þýzka rik ið ber fyrir einstaklingnum, þegar hann er vanheill eða atvinnulaus. Því það sem hefir mest gildi i ys og þys lífsins, er ekki þjóðin, heldur hið skapandi og áhrifanæma einstak- lingseðli, persónuleikinn — sá sem framleiðir hið göfuga og háleita, meðan almenningurinn dvelur og dregst áfram í hugsanamóki og til- finningasljóleika. — Við þetta at- riði kemur mér i hug eitt hið al- versta afsprengi hópsálarinnar (herd mind), hin svívirðilega hervörn. Sá maður sem hefir nautn af hergöngu með hljóðfæraslætti, er neðar en svo að eg geti fyrirlitið hánn. Af ein- hverjum mistökum hefir hann öðl- ast sinn stóra heila — mænan ein væri yfrið nóg. Þennan hernaðar- hetjuskap, þetta tilfinningalausa of- beldi, þetta bannsetta orðagjálfur um föðurlandsást — en hvað eg fyr- irlít það allt af heilum hug. Styrj- öld er siðlaus og andstyggileg, og heldur hefði eg látið tæta mig sund- ur ögn fyrir ögn en gerast þátttak- andi í slíku ódæði- Slika smán á að afmá sem allra fyrst af manneðl- inu. Og svo mikla trú hefi eg á mannlegu eðli, að eg held að þenna ósóma hefði fyrir löngu mátt vera búið að þurka burt af því, e fheil- brigð skynsemi þjóðanna hefði ekki verið afvegaleidd eftir nótum, með Taktu mig heim kostar í The Premier Spic Span (þenna litla rafmagns handsóp) með öllu tilheyrandi, sogbelg og s. frv., má nú fá í nokkrar vikur með því að borga út í hönd v AÐEINS 50c — AFGANGINN Á VÆGUM SKILMÁLUM Til viðskiftavina vorra skulum vér senda Spic Span með fylgikröfu. Þeir borga flytjanda 50c. Og svo $1.00 á mánuði með ljósa reikningnum. Simar 848.131 848 132 848 133 Cfty ofMnnfpeg ” ’ lEkcincSiiStem, iii im 55-59 PRINCESS ST. I afborgunum $19.75 Fyrir borgun út í hönd. $18.75 Scandinavian Landseekers Co. 203 MclNTYRE BLOCK WINNIPEG, MAN. SÍMI 88956 Eg óska eftir að fá sölu umboð á búlöndum með áhöld- um — eða án þeirra, hvert heldur sem er. Ef kjör yðar eru samgjörn, þá get eg selt Iöndin yðar. CARL JACOBSEN Ráðsmaður. skólum og skrifum í fjárhagslegum 0g stjórnmálalegum tilgangi. Hin fegursta reynsla, sem vér fá- um hlotið, er i djúpum hins dular- fulla. Þar er uppspretta sannra lista og vísinda. Sá, sem ekki þekk- ir hræringar sálarinnar, sem þessi reynsla framkallar, og sá, sem ekki lengur fær numið staðar til að undr- ast, verða frá sér numin og fyllast lotningu, hann er lifandi dauður, augu hans eru lokuð. Þessi innsýn i leyndardóma lífsins hefir, þó hún sé óttabundin, vakið trúna til tilveru sinnar. Að vita að það, sem fyrir oss er órannsakanlegt, er í raun og veru til, og opinberar sig í hinni æðstu speki og sönnustu fegurð, sem hinir sljóu hæfileikar vorir fá aðeins gripið í ófullkominni mynd — að vita þetta, að eiga þessa þekking, þessa tilfinning, er brennipunktur hinnar sönnu guðrækni. I þessum skilningi, aðeins i þessum skilningl, tilheyri eg flokki hinna einlæglega trúræknu manna. Eg get ekki hugs að mér þann guð, sem launar og hegnir oss, Verum sköpunar sinnar, þar eð tilgangur hennar lagar sig eftir vorum* tilgangi — þann guð, sem i stuttu máli sagt er aðeins hug smíði mannlegs ófullkomleika- — Eg get heldur ekki trúað þvi, að ein- staklingurinn lifi áfram, þegar lík- aminn er dauður, enda þótt óstyrk- ar sálir ali með sér slíkar hugsanir af ótta eða athlægisverðri eigingirni. Mér nægir sú hugsun, að leyndardóm ur meðvitundarlífsins endurtekur sig í gegnum alla eilífðina, mér nægir að íhuga hina undursamlegu bygg- ingu alheimsins, sem vér skynjum svo óljóst, 0g reyna í allri auðmýkt að skilja, þó ekki væri nema óend- anlega lítið brot þeirrar vizku, sem opinberast i náttúrunni. Þ. J. þýddi. —Vísir. Næsta heimsstyrjöld Ludendorff, hinn heimsfrægi þýzki hershöfðingi, sem mestu réð í her “miðveldanna” •síðari hluta heims- styrjaldarinnar, hefir nýlega gefið út bók, sem heitir "Heimsstyrjöld- in yfirvofandi” ((Weltkrieg droht’). Nú síðari árin hefir af ýmsum á- stæðum verið hljótt um nafn þessa fræga hershöfðingja. Hefir hann fengist við að rita endurminningar sínar frá stríðsárunum. En bók eins og þessari hefir vist enginn búist við úr þeirri átt, því frá upphafi til enda er hún árás á hernaðarstefnu þá, sem nú er upp risin á Þýzka- Iandi. “Alveg eins og eg árið 1912 sá fyrir komu heimsstyrjaldarinnar,” segir Ludendorff, “sé eg nú hina nýju heimsstyrjöld nálgast hröðum fetuir. — heimsstyrjöld, sem dregur Norð- urálfuþjóðirnar út í eyðilegginguna. Þess vegna tel eg mér skylt að láta uppi álit mitt sem sérfræðings á hinni yfirvofandi styrjöld.” Frá hernaðarlegu sjónarmiði skift- ist Norðurálfa í þrjá hluta, segir Ludendorff. Frakkar og bandaríki þeirra, Belg- ía, Pólland, Tékkó-Slóvakía, Rúmen- ía og Jugo-Slavía, ráða yfir 12 milj- ónum hermanna- Annað aðal herveldi álfunnar er Italía og þau lönd, sem henni fylgja. Mussolini getur sent 5 miljónir fram á vígvöllinn. En þar sem sá lið- styrkur er ekki nægilegur til að veita franska bandalaginu viðnám, væntir Mussolini sér styrktar frá Þýzkalandi, Ausfurrlhi og Ungverja- landi. En herinn, sem þau ríki hafa á að skipa, er aðeins nokkur hund- ruð þúsunda. Næsta skrefið verð- ur þá að gjöra bandalag við Eng- land. Samkomulag vlð Englendinga mun reynast erfitt, en ekki ómögu- legt. Flugvélarnar og kafbátamir frönsku hafa þegar skotið Englend- ingum skelk í bringu. Ennfremur má vænta hjálpar frá Búlgariu og Grikklandi- En öll þessi riki sam- anlögð hafa þó ekki herafla til móts Við Frakka og bandamenn þeirra. En þá kemur til sögunnar þjóða herveldi álfunnar nl. Rússland. Rússar hafa búið sig rækilega und- ir þáttöku í styrjöld milli Norður- álfuþjóðanna, segir Ludendorff. “Með hverjum deginum sem líður, auka Rússar herafla sinn, þrátt fyr- ir allar friðaryfirlýsingar. Sovéts- stjórnin ræður nú yfir 6 miljóna hér, vel búnum að vopnum, og bandamenn hennar, Tyrkir, ráða yfir 1 miljón.” Og Ludend0rff þykist vita meira “Samningar milli Mussolini og Sov- étsstjórnarinnar eru nú þegar komn- ir i kring”, segir hann. “Þeir voru undirritaðir 2. ágúst síðastliðið sum- ar” Ludendorff segist vita, hvað í samningunum standi. — Tilgangur samningsins er að ganga milli bols og höfuðs á Frökkum og banda- mönnum þeirra, en að því loknu ætla sigurvegararnir auðvitað hvor um sig sjálfum sér herfangið og yfir- ráð álfunnar. Þýzka þjóðin getur aldrei orðið annað en fótaskinn i þessum mikla hrikaleik, segir Ludendorff. “Ríkis- herinn, flotinn, “Stálhjálmarnir” og Fascistasveitir Hitlers verða ekki annað en peð á taflborðinu. Eg hefi orðið að takast á hendur þá raun- alegu skyldu að láta I ljós 0pinber- lega þær staðreyndir sem sérþekk- ing mín segir mér um varfmátt þýzka hersins gagnvart herjum págrann- anna. Hið átakanlega varnarleysi þýzku þjóðarinnar er alvarlegasta mótbáran gegn þeirri fávislegu hern- aðar- og lanvinningastefnu, sem nú er fram haldið af Fascistum, Þjóð- ernissinnum, Stálhjálmfélögunum og málpípum þeirra.” Jafnframt varar hann þjóðina við að trúa ýkjufregn- um þeim, sem nú sé verið að breiða út um uppgötvanir þýzkra vísinda- manna, sem eigi að ráða niðurlög- um óvinanna. Slíkar flugufregnir eru ekkert annað en loddarabragð tli að draga alþýðu manna út i styrjöld segir hann. Þá getur Ludendorff þess, að ýms- ir foringjar þjóðernissinna, og þá einkum gamlir herforingjar, hafi bent á sig sem væntanlegan foringja í "frelsisstriði” þýzku þjóðarinnar "Sú tilgáta mun aldrei rætast,” segir hann. “Eg mun aldrei lyfta mínum minnsta fingri til þess að framkvæma svo stórfelldan glæp. Ef þjóðin virðir aðvaranir mínar að vettugi, verður hún sjálf að grafa sér gröfina án minnar að- staðar.” Svo kemur lýsingin á hinni vænt- anlgeu heimsstyrjöld. Friðarslitin munu ekki verða tilkynnt opinber- lega. Þegar úrslitastunin kemur, brestur kúlnahríðin á “af sjálfu sér.” öllum herstyrk álfunnar mun verða blásið til atlögu í einni svipan. Strax fyrstu nóttina eftir að strið- ið brýzt út, byrjar loft- og sjóhern- aðurinn. Gas- og sprengikúlum verð- ur þá varpað niður yfir stórborgir Þýzkalands. Brynjaðar bifreiðar ryðjast yfir landamærin. övopnaður almenningur tekur þátt í bardög- unum, sem háðir verða með meiri grimmd en nokkru sinni áður. Lud- endorff heldur að þessi tíðindi muni verða í mai 1932 eða jafnvel fyr. I lengsta lagi geta þau dregizt fram til árins 1933, ef ekkert verður að gjört. Sv0 nákvæmir eru spádóm- ar hans! Og svo heldur hann áfram að segja fyrir um atburði ófriðarins og hör- mungar þjóðanna. Þýzkaland verð- ur aðalvígvöllurinn, herjað og sund- urflakandi eins og í 30-ára stríðinu. Leikurinn berst norður á Jótland og hlutleysi Danmerkur verður brotið. 300 þúsund Englendingar verða sett- ir á land í Hamborg en hraktir það- an af franska hernum norður á Holtsetaland. A 24. degi styrjaldarinnar (svo viss er Ludendorff í sinni sök) ríður Framhald á 8. síðu Veroníka. Mrs. Mason glápti á hann. “Hans hágöfgi er mikilmenni”, sagði hún. Hún var alveg ráðum þrotin, eins og fólk af hennar tagi verður, þegar það stendur augliti til auglitis við eitthvað alveg óvanalegt. "Jæja, hann er ekki sérlega ánægju- legur að sjá,” sagði Ralph. Þessi dirfska virtist koma Mrs. Mason mjög á óvart, en með þeirri hreinskilni, sem var henni jafn eigin- leg og deyfðin, svaraði hún: “Jæja, þarna komuð þér með það, hann er það ekki. Nei, hans hágöfgi er ekki óskabarn hamingjunnar.” “Er hann kvæntur?” spurði Ralph, sem var heldur forvitari en góðu hófi gegndi. Mrs. Mason hristi höfuðið. “Nei, hans hágöfgi hefir aldrei kvongast og þangað til Miss Veroníka kom, dvaldi hann aleinn á Lynne Court eða einhverju öðru landsbýlinu —”. “Það lítur svo út, sem fólk hér vilji vera eitt útaf fyrir sig,” sagði Ralph. “Heilsa hans er heldur ekkert góð,” hélt Mrs. Mason áfram, án þess að gefa gaum. að orðum hans. “Hann er mjög strangur og drambsamur.” “Það virtist mér,” sagði RaUph. “Og frænka hans — hvað sögðuð þér að hún héti?” "Miss Veroníka Denby.” (Frh. á 7. bls).

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.