Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. JANÚAR, 1930- Hctmskringla (.StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Ailar borganir sendist THE (TIKING PRESS LTD. Ráðsmaður. TH. PETURSSON Utandskrijt til blaðsivj: Manager THE VIKING PRZSS LTD.. 853 Saraent Ave.. Winnivea Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ri'Mjórans: EDITOR HEIY.SKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Heimskringla'’ is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Svrgent Avenue. Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 21. JANÚAR, 1930- LÖGBERGSSPRAUTAN ENN. Af öllu því pólitíska rausi, er eftir dr. Sig. Júl. Jóhannesson liggur á síðastliðnu ári, mun fátt hafa komið mönnum furðu- legar fyrir sjónir, en póhtíska jólahugleið ingin, sem eftir hann birtist í síðustu jóla- hátíðarútgáfu Lögbergs. Valda því ekki eingöngu gífuyrði hans og staðlausu staf ir, sem í greininni eru, því slíku hafa menn annað veifið átt að venjast frá höf- undinum, heldur jafnframt, eða þó öllu ■öðru fremur nýlunda sú, að kalla einn hinn gapalegasta pólitíska vaðal, sem hefnigirnin getur brætt saman um and- stæðinga sína,- jólaboðskap eða hátíða- söng, eins og þar er gert. Það hefir víst aldrei áður verið gert, og oss furðar ekk ert á, þó lesendur þessara jólahugleiðinga teldu sér vera alveg nóg boðið með því. Og árvekni Lögbergs ber auðvitað eigi síður að virða en höfundar jólahugleið- inganna fyrir að vaka svona yfir því, að láta ekki neitt tækifæri sér úr greipum ganga, að sverta andstæðinga sína. Að vísu mun ýmsum finnast, sem hófs hefði mátt gæta í þessu þá stundina, sem hug- ir manna og tilfinningar voru knýttar jóla helginni. En það var til of mikils mælst. Ritstjóranum tókst ekki alveg að feta í fótspor þess, er freistað var á allan hátt, en þó án syndar. Annars ætlaði Heimskringla að leiða hjá sér að svara þessu skrifi læknisins. Hún var þess fullviss, að lesendur blað- anna mundu líta á það að verðleikum sem pólitískt gjálfur. Þau einu orð, sem hún átti þá yfir það, var að það væri róg- bull og markleysa. En vegna þess, að brígslinu er haldið áfram í síðasta blaði Lögbergs á leið- toga conservatíva flokksins, og vitnað er í þessar jólahugleiðingar læknisins, skulu þær hér athugaðar að nokkru. Segir höfundur í inngangi þeirrar greinar: “Heimskringla minntist nýlega á “róg- bull” Lögbergs um afturhaldsforingjana og hefir að líkindum átt við þau vægu ummæli (undirstrikað af oss), er eg vi|S- hafði um þá í greinarkorni, sem eg skrif- aði.” Já, Heimskringla átti við þau “vægu ummæli’’. Skulu nokkur þeirra hér sýnd til þess að lesendur geti sjálfir um dæmt hve væg þau eru. Til dæmis þetta: “Yfirleitt má svo að orði komast, að vonbirta og vellíðan hafi fylgt flestum stjórnarárum frjálslynda flokksins í Can- ada, en dauðinn og djöfullinn stjórn hins flokksins.” (þ. e. conservatíva). Um framkomu Bennetts á samveldis- fundinum er þeim orðum farið, að “hún hafi lýst svo miklum hroka, sjálfsáliti og ókurteisi, að slíks séu tæpast dæmi”. Og ennfremur stendur þetta í “jólahug leiðingum” læknisins: “Með kinnroða og blygðun fyrir framkomu fulltrúa sinna, hengir þjóðin höfuð sitt. Jólahelgin er lítils virt með óefndum loforðum.-------- Jólablessuninni er breytt í bölvun hátolla. og harðstjórnar. Þjóðinni eru á þessum jólum gefnir steinar fyrir brauð og högg- ormar fyrir fisk.------” Þetta eru nú hin vægu ummæli í jóla- hugleiðingum læknisins, sem oss fannst að rógbull mætti fremur heita en hátíða- söngur, en sem eigi að síður voru birtar í jólablaði Lögbergs. Það sem leggur lækninum þessi vægu ummæli á tungu, er hatur hans til con- servatíva vegna hrakfara liberala við kosningarnar síðastliðið sumar. En nú er það ekkert ótíður viðburður í stjórn- málum, að einn flokkur tapar og annar sigrar. Og vanalega er því tekið karl- mannlega af flokkinum, sem tapar, og virðingin hjá honum fyrir vilja kjósenda engu minni eftir en áður. En þetta verð- ur þó ekki sagt um liberala eftir síðustu kosningar. í herbúðum þeim má heita að verið hafi látluas harmagrátur og gníst- ran tanna síðan um kosningar, og möglið og vælið um það, að kjósendur hafi geng- ið sofandi eða blindir upp að atkvæða- borðinu, er þjóðin orðin steinþreytt að hlýða á. Enda sýndu kosningarnar ský- laust hið gagnstæða. Kjósendur hafa ef til vill aldrei í sögu þessa lands gengið á- kveðnari til verks á kosningadaginn, en í sumar. Þeim duldist ekki, að það varð að koma í veg fyrir, að liberalar söktu landinu dýpra en þeir voru búnir að gera á þeim níu árum, sem þeir höfðu sam- fleytt verið við völd, ef hér ætti að sjá á nokkurn tind að fáum árum liðnum. Þeir höfðu þreifað á þessu og goldið í ótöld- um svitadropum fyrir það ráðleysi King- stjórnarinnar. Þess vegna voru- úrslit kosninganna eins ótvíræð og þau voru. Og þeim dylst það ekki heldur, að atkvæð um þeim var ekki á glæ kastað, því að hag alþýðu hefir ekki fyr í þessu landi af nokkurri stjórn verið gefinn eins mikill og alvarlegur gaumur og af núverandi stjórn. Þeir vita og vel, að harmagrátur liberala stafar af öðru en því, hvernig um hag alþýðu fer. Þeir eru bara að gráta yfir sjálfum sér, en ekki öðrum. Fólki eru dálítið orðnar kunnar hundakúnstir hinna smærri spámanna útlifaðra stjórn- málastefna, og er hætt að taka það al- varlega, þó þeir lemji lóminn út af hrak- förum sínum. Að því leyti til mun “jóla- hugleiðing” læknisins ekki bera hinn minnsta árangur, og höfundur hennar hefir aðeins gert sig hlægilegri með henni en hann var áður fyrir sín pólitísku skrif, ef á það var bætandi. Annað atriði í “pólitískum jólahugleið- ingum’’ læknisins, sem athuga skal, er vitnisburður “bók þekkingarinnar”!! um það, að hér hafi góðæri verið, er liberal- ar sátu að völdum, en dauði og djöfull, er conservatívar stjórnuðu. Þessi “bók þekkingarinnar”, er læknirinn á við, er alfræðibók sú handa börnum upp að tólf ára aldri, er Grolier útgáfufélagið gaf út fyrir nokkrum árum. Vitanlega átti ekki heima í þeirri bók að segja ítarlega póli- tíska sögu Canada, enda er það ekki gert og aðeins á merka menn sögunnar minst. Að á Sir Wilfred Laurier er þar minnst, sem eins hinna merkustu stjórnmála- manna Canada, er ekki nema það sem sjálfsagt var. Sá maður mun ávalt vera í hópi þeirra talinn af canadísku þjóð- inni. Og vér skulum ekkert á móti því bera, að hann megi í einhverjum skiln- ingi heita “faðir Vesturlandsins”, þó vér höfum ekki á það rekist þar. En það er einnig þar minnst á Sir John A. Macdon- ald, fyrsta forsætisráðherra Canada, Manninn, sem barðist fyrir því að ná Vesturlandinu úr höndum félags, sem ein- stakra manna eign var. Og til þess að Vesturlandið byggðist, gekkst stjórn hans fyrir því að fá járnbraut gerða vestur yfir þvert landið. Þá tók Vesturlandið að byggjast. Er nú fjarri því, að þessi maður, sem að vísu var conservatívi, sé kallaður faðir Vesturlandsins, sem að fyrsta og stærsta framfaraspor þess steig? Oss dettur ekki í hug að gera lít- ið úr starfi Sir Wilfred Laurier fyrir hönd Vesturlandsins, fyrir því, þó vér bendum á þetta. Ean hann kemur eigi að síður seinna við sögu þess en Sir John A. Mac- donald. Þessir hlutir eru öllum kunnir. En er það ekki þeim mun barnalegra, að vera að fara út í þessa sálma með það fyrir augum, að gera pólitíska andstæð- inga auðvirðilega eða jafnvel að þræl- mennum, eins og gert er í pólitískum jóla- hugleiðingum læknisins? Heldur hann að hann snúi nokkrum manni gegn con- servatívum með því? í “pólitískum jólahugleiðingum” sín- um ber læknirinn það ennfremur á borð fyrir lesendur sína, að conservatívar hafi gefið auðfélagi, eða C. P. R. járnbrauta- félaginu 60,000,000 ekrur af landi sem einhverntíma var reiknað $1 ekran. Hvað er sannleikurinn í þessu? Eftir að conservatívar voru búnir að ná Vesturlandinu úr klóm “prívat” félags og koma því í hendur þjóðarinnar, þurfti að leggja járnbraut um það. Og stjórn- irnar urðu á fyrstu árunum að leggja fram féð til þeirra. En það fé átti sam- bandsstjórnin þá ekki til í vörzlum sín- um. En járnbrautarfélögin vildu ekki leggja járnbraut um óbyggt land upp á eigin spýtur. Var því ekki til annara ráða að grípa, ef Vesturlandið átti að byggj- ast, en að láta járnbrautarfélagið hafa þessi lönd fyrir að leggja járnbrautina. Og þannig stendur nú á þessari gjöf con- servatíva til járnbrautafélagsins, sem læknirinn er að tala um. Teljum vér lagningu þessarar járnbrautar ekki að- eins hafa verið eitt stærsta þjóðþrifaspor landsins, heldur valt á henni, að landið stæði ekki í eyði um óákveðinn tíma, heldur byggðist hvítum mönnum cana- diska þjóðfélaginu til framfara og efl- ingar. En úr því að læknirinn minnist á gjöf- ulsemi conservatíva í sambandi við þessa járnbrautarlagningu Vesturlandsins, skal á það bent, að liberalar hafa einnig lagt hér járnbrautir. Það var í stjórnartíð Lauriers, að Grand Trunk brautin í Aust- urCanada var byggð. Var kostnaður á lagning brautarinnar reiknaður út og tal- inn um $60,000,000. Og um að veita þetta fé var þjóðin beðin að greiða at- kvæði. Og svo var byrjað á að leggja brautina. En þegar henni var lokið, kostaði hún landið$234,000,000, eða um það fjórum sinnum meira en áætlað var. Vildarvinir stjórnarinnar, er verkið höfðu með höndum, gátu teygt vinnutímann við hana þetta fram yfir það, sem æfður verkfræðingur áætlaði kostnaðinn. Og um veitingu á þessum þrem fjórðu hluta kastnaðarins greiddi þjóðin aldrei at- kvæði. Að nokkru leyti var einnig braut þessi lögð um svæði, er áður höfðu stjórn arjárnbraut og var því lögð fram með þeim. Hún hafði ekki sömu þýðingu og járnbraut Vesturlandsins. Rannsókn var hafin í þessu máli, er ekkert annað leiddi auðvitað í ljós en það, að þetta hafi ver- ið greitt fyrir vinnu við brautina. Ef conservatívar hefðu braut þessa lagt, erum vér vissir um að læknirinn hefði kallað þá í meira lagi gjöfula. En það voru nú ekki þeir, heldur liberalar, sem hlut áttu að máli, og það verður nú alltaf dálítið önnur saga hjá lækninum. Hér hefir nú verið minnst á veigamestu atriðin í “pólitískum hugleiðingum’’ lækn isins. Um sannleiksgildi þeirra og sann- girni geta nú lesendurnir dæmt. Frá voru sjónarmiði hefir aldrei, svo vér minn umst, verið skrifaður ósvífnari'pólitískur leíðari en þær hugleiðingar; og í hátíða- eða jólaútgáfu nokkurs blaðs, hyggjum vér að leit muni vera á slíku. Og ef um' ritstjóri og útgefendur Lögbergs, svo sem Hjálmar A Bergman og dr. B. J. Brandson, hafa ekkert við þær að at- huga í góðu tómi, förum vér að halda að hinn andlegi óskyldleiki þeirra og læknisins hafi ekki verið eins mikill og um eina tíð leit út fxrir að vera. * * * SINDUR 1 ritstjórnargrein í Lögbergl eigi alls fyrir löngu, var svo að orði kom- ist um ræðu þá, er forsætisráðherra R. B- Bennett hélt nýlega í Regina, að í henni kvæði við annan tón en í kosningaloforðaræðum hans síðast- liðið sumar. Og sannfærður um at- hugunargáfu sína í þessu sambandi skrifar ritstjórinn svo langan leið- ara um þetta efni. En nú víkur þvi þó svo einkennilega við með þetta, að forsætisráðherrann byrjar ein- mitt ræðu sína í Regina með því, að lesa upp öll kosningaloforð sín í sumar, eins og þau voru prentuð í stefnuskrá conservatíva flokksins und ir hans leiðsögn, og hann lagði dreng skap sinn við að framfylgja, ef hann næði völdum. Og ræða hans í Re- gina snerist mjög um það, að sýna fram á, að við þau loforð sin hefði hann staðið. • Þetta var tæpum fjór- um mánuðum eftir að hann tók við völdum, og þótti mjög eftirtektar- vert, að eftir ekki lengri tima skyldi með athöfnum stjórnarinnar vera hægt að sýna, að staðið hefði verið, jafnvel fram yfir það, sem hægt var að hugsa sér, við loforð sín. Þetta er svo sérstakt í stjórnmálasögu þessa lands, að flest blöð, sem ræð- unnar minntust á eftir, létu þessa getið- Ritstjóri Lögbergs er líklega eini blaðstjórinn í öllu landinu, sem þetta fór algerlega fram hjá. Það kvað við annan tón hjá honum sjálfum, en öllum öðrum um ræðuna- -O- Mundi það vera hægt? Fyrir nokkrum árum virtist sem töluverður áhugi væri vaknaður á meðal Vestur-lslendinga, bæði hér í Winnipeg og víðar, fyrir sjónleikj- Komst jafnvel svo langt að til samkeppni var stofnað hér í borg- inni, leikfólk “pantað” heiman af Islandi, o- s- frv. f síðasta blaði Lögbergs er dr. Sig. Júl. Jóhannesson að árétta jólalesturinn, með því að lepja upp frekari óhróðursáburð á conservatíva flokkinn og helztu menn hans. Og það sem þar er gert að um- talsefni, er senna sú, er sum blöð lands- ins áttu í eða hófu á forsætisráðherra Canada fyrir ummæli hans á þinginu í haust út af fréttaburði þeirra. Þannig stendur á þeirri sennu, að fyrverandi for- sætisráðherra King, tók til að lesa upp úr blöðum hingað og þangað að, ýmis- legt, sem eftir forsætisráðherra var haft. Var í einni fréttinni það eftir Bennett haft, að hann hefði vitnað í verzlunar- samning milli Canada og Þýzkalands, en með því að sá samningur er ekki til, neitaði Bennett að hafa talað um gerðan verzlunársamning, heldur um viðskifti landanna. Vék hann jafnframt að því, að það væri nú ekki ávalt að blöð hefðu rett eftir eða tulkuðu hugmyndir manna rétt. Út af þessu fauk í blöðin. Þau kváðust hafa svo færa fréttaritara, að þessi ummæli forsætisráðherrans væru ósanngjörn og ótilhlýðileg. Forsætis- ráðherra svaraði þeim aldrei og mun ekki gera. En á þessari synd hans, að hafa sagt blöðin hafa annað eftir sér, en hann hefði ætlast til, ætlar dr. Sigurður nú að halda áfram að gera það númer úr, að conservatíva flokkinum verði til alvarlegs álitshnekkis í augum íslendinga er Lög- berg lesa. O-jæja, verði honum að góðu sú von sín og áform! Það er sagt að Heine hafi eitt sinn komist svo að orði, þegar hann sá um eitthvert atriði getið í blöðunum, sem honum þótti miklu varða að hann óttað- ist nú fyrst fyrir alvöru að það væri ekki satt, úr því að það væri komið á prent!, . „ , Þetta hefir upp aftur og aftur verig haft! m“et k“r'um “m efttr honum, vegna þesa aS vit þykir í ""“e “ *“ *y“ e*tu *ln* 4 þvi felast. Og allur munur er þó ekki á meiningu orða hans og Bennetts, sem canadisku blöðin sum reiddust út af og Sigurður er byrjaður að þýða þvæluna um í ritstjórnardálka Lögbergs. Er ekki j En svo kemur annað til greina, og annað hægt að segja en að efnið sé djúpt, I Það er peningaspursmáiið. Það gæti og er vonandi að menn verði andríkari ekki komið til mála, að svona flokk- eftir lesturinn! ! ur sýndi list sina fyrir ekkert I aðra En hvað gerist nú á því sviði ? Er sú hreyfing dáin með öllu? Eða sofandi um tima? Og ef svo er, hve nær á að vekja hana aftur? Eng- inn vafi er á því, þó við séum fáir Islendingar hér vestan hafs, þá höf- um við nóg fólk, sem skapað er með eins góðum leikarahæfileikum, eins og hvort heldur er heima á lslandi eða hvar sem er. Allur galdurinn er að finna það fólk, sem ekki er við búið að sé allt á sama stað. En ef vakin væri aftur upp sú hreyf- ing, sem eg gat um hér að ofan, kæmi fljótt í ljós, hver hefði hæfi- leika eða listfengi á því sviði og hver ekki. Þegar fyrst var stofnað leikfélag í Reykjavík á Islandi, gerð- ust fjölda margir menn meðlimir þess, með vissu iðgjaldi á ári, ekki i þeim tilgangi, margir af þeim, að ætla sér að gerast leikendur, held- ur til þess að styrkja listina. Er það. nú vanhugsun af mér, að halda, að slíkt félag mundi vera hægt að mynda meðal vor Vestur- jslendinga? Eg treysti því fastlega að fjöldinn af eldra fólki, körlum og kgnum, séu svo listelsk, að þau myndu hópast í þann félagsskap, og ennfremur margt af ungu fólki, sem vildi reyna sig á listasviðinu. Og með iðgjaldum félaga fengist dálítið fé lti undirbúnings til framkvæmda. Nóg er til af góðum og áhrifamiklum ís- lenzkum sjónleikjum, og sem stend- ur að minnsta kosti tveir menn, sem eru fyrirtaks kennarar í leiklist, og einn maður, sem eg veit um (geta verið margir fleiri), sem er sérstak- lega góður að mála tjöld. Með þetta allt í huga, sýnist þessi hugmynd ekki vera óframkvæman- leg. Og eg er viss um, að ef svona I félag væri stofnað, fyndist nógu leiksviði; og væri því hægt að stofna flokk, sem kallaður væri leikflokkur Islendinga í Vesturheimi, eða eitt- hvað þvíumlíkt- í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. hönd, annað en vanþakklæti Qg jafn vel ónot, að eg ekki hafi stærri orð- Nei, ef við viljum að þetta nái tak- markinu (ef það kemst á fót), þá verðum við að borga þessu fólki eins vel og hægt er. Og til þess að fá fé til þess, er eina ráðið að sýna leikina á tveimur málum, ensku og islenzku. Við höfum í okkar hópi bæði karl og konu, frú Jakobínu Johnson og Pál Bjamason, sem hvort fyrir sig eru meistarar í að snúa íslenzkum ljóðum á enska tungu. Mundu þau ekki vera það líka við að snúa leikjum? Flestir vita hve mikla sigurför “Fjalla-Eyvindur” hefir farið um hinn menntaða heim; og eg vil fullyrða að við eigum á- hrifameiri leikrit á íslenzku en hann. Eg var í Reykjavík veturinn 1908 (ef mig minnir rétt), þegar nýja “Nýársnótt” Indriða Einarssonar var leikin í fyrsta sinn. Og hvernig hald ið þið að hún hafi verið sótt í bæ, sem þá mun hafa talið um 12—15 þúsund? Hún var leikin 18 kvöld hvert eftir annað, og húsið var jafn fullt síðasta kvöldið sem hið fyrsta- Þetta veit eg að er satt, þvi eg hafði þá æru að vera dyravörður við leik- húsið, svo eg vissi þetta vel. Svo sem mánuði siðar varð einhver stanz á nýjum leik, svo leikendur gripu til “Nýársnóttar” aftur og þá var hún sýnd með sama húsfylli í sjö kvöld. Hvernig myndi nú svona leikur ganga í stórborg eins og Winnipeg? Eg er viss um mörg hundruð dollara inn- tektir, og ætti það að hjálpa til að borga leikurum. En svo er annað, sem íslenzkir sjónleikir myndu gera, ef farið væri að sýna þá iðulega, en það er að kynna líf og háttu heima- þjóðarinnar, sem sannarlega er eng- in vanþörf á. Því þó Alþingishótíð- in hafi opnað augu margra fyrir því, að Islendingar séu menn, þá er mik- ið ógert á því sviði að kynna Island og Islendinga eins og vera ber. Þetta, sem segir hér, er ekki nema eins og beinagrind, sem vantar alla vöðva og taugar; en eg vona að það veki áhuga hjá einhverjum, með eða móti því, að þetta sé framkvæman- legt. Og víst væri gaman að þetta mál eða málleysa kæmi til umtals á næsta þjóðræknisþingi, því engum stendur nær að reyna þetta (ef það yrði framkvæmt) en Þjóðrækn- isfélaginu. En sérlega gott væri það, ef eg fengi að heyra frá ein- hverjum (ef hann er nokkur til), er væri á sömu skoðun og eg með að þetta væri gerandi, og jafnframt að það væri þarflegt- Eg tek líka vel upp, ef einhver getur með rökum sýnt, að þetta sé meiningarlaus og óframkvæmanleg heimska, því eg á- Ht mig sjálfan ekki neinn speking, svo eg ætlast ekki til að aðrir geri það; en eg hefi gaman af tali og skrifum mér hyggnari manna, um hvaða mál sem er. Þögnin er verst. Guðjón S. Friðriksson. I ritstjómargrein í síðasta blaí um áfengiskaup Canada, varð s prentvilla, að þar stendur að kauj: in hafi numið tveim miljónum dah en átti að vera 200 miljónum. Orí ið hundrað féll út.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.