Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.01.1931, Blaðsíða 7
WlNNIPEG, 21. JANÚAR, 1930- HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSXÐA Veroníka. (Frh. frá 3. siðn) “ — Hermir það líklega eftir hon- um”. Fanny kinkaði kolli. “Já”, sagði hún í þýísum, en hikandi róm, eins og hún var vön. “Hún er eins drambsöm °g — og sjálfur myrkrahöfðinginn.” “En hún er mjög væn,” bætti móð- *r hennar við, svona blátt áfram, og ^oit til dóttur sinnar með átakandi augnaráði. “Það er alveg takmarka- iaust, hvað mikil áhrif hún ávalt hef- ir til hins betra. Lynne Court hef r alveg umskapast, síðan hún kom þang að- Hún gengur um á meðal fólks- ins og litur eftir- Hún hefir ákafan ^huga á búskapnum. — Eftirlitið er ihiklu fullkomnara en það var áður en hún kom.” “Eg skil, nokkurskonar frú örlát,” ^gði Ralph. En hvorug mæðganna virtist skilja við hvað hann átti. "Og Þogar hann deyr — eg ímynda mér, a« jafnvel svo mikil maður, sem hans hágöfgi, deyi einhvertíma, eða eru Þeir kanske ódauðlegir ? — hver erfir hann þá, hver hlýtur tigina?” “Mr. Talbot Denby, frændi hans,” svaraði Mrs. Mason fremur þurtega. “Nú, og hverskonar maður er það?” sPurði Ralph, og tók pípuna sina upp vasanum en lét hana niður aftur •ueð afsakandi bendingu- “ö, gerið þér svo vel að reykja,” sagði Fanny mjög lágt. ^egar Mrs. Mason hafði kinkað kolli til samþykkis kveykti hann í Pípunni. “Mr. Talbot er — er sannur sóma- uaaður” segir hún. “Hann er þing- nnaður — skýr og skynsamur.” Hún setti fram orðin eins og það væri hokkurs konar óskammfeilni, að við- hafa lýsingarorð um nokkurn af Lyn- horough-fjölskydunni, “Ekki er hon- biu tíðförult til Lynne Court, því honum kemur ekki vel saman við jarlinn. Hans hágöfgi fellur alls ekki hðrum mönnum í geð. Hann sótast og skammar heimilisfólk sitt og — og Þess vegna hefir hann engan hjá sér, hema Miss Veroníku.” “Elskulegur sómakarl!” mælti Ral- Ph og brosti. “Hans hágöfgi er — hans hágöf- &i,” hreytti Mrs. Mason úr sér nokk- uð þurlega. “Einmitt,” sagði Ralph. ‘T Ást- ralíu höfum við ekki marga lávarða, að undanteknum nokkrum ‘uppgjafa hiönnum’ — mönnum, sem lifa á því, sem þjóðin þeirra heima á Englandi skamtar þeim, — |)g þeir eru ekki hietnir á marga fiska. En eg sé, að Það er alt öðruvísi hér á Englandi. J®ja, eg ætla að fara og hitta þenna einsetumann, ráðsmanninn, — hvað heitir hann nú aftur ? — Geoffrev Eurchett. Fái er stöðuna, verðum við nábúar. Eg vona að eg fái þá tima og tækifæri til þess, að þakka yður fyrir alla alúðina og gestrisina, ^trs. Mason.” Hann st'óð á fætur og rétti fram hendina. — Fanny tók eftir því, að þú hún væri snörp og brún, þá var hún löng og vel löguð, alve geins og ^ hetjunni í skáldsögunni. Hún fann að í handtakinu, með fullum lófan- úm, var styrkur og karlmenska. Svo gekk hann til dyra. Þar hikaði hann, ieit um öxl og sagði: “Meðal annara orða, ef ungfrú Veróníka skyldi koma hingað, þá lát- ið þér hana ekki vita, að eg hafi meitt mig- “ö, mamma, hann er hreint ljóm- andi indæll þessi ungi maður!” sagði Eanny mjög lágt og dró andann djúpt °S þungt, um leið og Ralph gekk niður götuna, léttur í spori og tein- r<5ttur. hlrs. Mason kipraði varirnar. “Nokkuð frjáls af sér, i þeirri stöðu sem hann er, finst mér,” svar- ®ði hún. “Eg ímynda mér að Geof- frey l°fi honum að sigla sinn sjó. — Eomdu, Fanny, og hjálpaðu mér með þessa kraga. Þetta verk ætlar aldrei að taka enda.” Ralph gekk rösklega yfir heiðina- **ann fann kofann í rjóðrinu, eftir tilsögn Veróníku. Dyrnar voru lok- og enginn kom til dyra, þótt hnnn berði hurðina svo undir tók 1 hofanum. Hann tyllti sér þvi á hrör- iegan bekk fyrir utan dyrnar, fyllti Pipuna og beið. Þetta hafði verið æfintýramorgunn. ^ngum mönnum þykir ekkert jafn eftirsóknarvert sem æfintýr. Hann hugsaði um jarlinn mikla, um fallegu stúlkuna með lokkana björtu og I- stöðuleysislega munninn og hökuna. En mest af öllu hugsaði hann um drambsömu meyjuna yndislegu, sem hafði verið of þóttafull til þess að virða þakklátt augnaráð hans við- lits. I vissum skilningi var það hugs- unin um yndisþokka hennar, æsku- fegurðina og fagra og drembilega munninn hennar, sem ásótti hann Það lá nærri að hann hrykki við, þegar skóhljóð, sem nálgaðist, vakti hann úr leiðslu hugsana hans, og hann sá gráhærðan, beinvaxinn öldung, með byssu um öxl og tvo stóra veiði- hunda við hlið sér, koma fram á milli trjánna, staðnæmast fyrir framan hann og horfa á hann stórum spurn- araugum. Ralph stóð á fætur og hneigði sig. “Mr. Burchatt?” spyr hann með djarfmannlega brosið á vörunum. “Nafn mitt er Burchett,” svaraði ráðsmaðurinn heldur kuldalega. — “Hvað varðar yður um mig?” Þess spurning var svo óaðlaðandi, eða jafnvel fráhrindandi, að flestum myndi hafa fallið allur ketill i eld. Brosið á vörum unga mannsins hvarf ekki. Hann lét óhikað glað- værð mæta hinum stranga yglisvip gamla mannsins og svaraði: “Eg óska eftir atvinnu — skógar- vörður. Eg mætti Lynborough lá • varði hann sendi mig til yðar. Þeir gengu inn i dagstofuna i kof- anum. Þar voru húsgögnin ekki marg- brotin, en þægileg. Veggjaskrautið var hjartarhöfuð og horn, heil röð af byssum og önnur röðin af fiskönglum- Allt mjög algengir hlutir. Geoffrey Burchett lét unga manninn setjast á einn af hörðu reyrstólunum. “Hvað heitið þér, og hvaðan kom- ið þér ?” Ralph svaraði þessari spurningu i þriðja sinn þenna morgun. “Astralíu. Hvað kunnið þér til þess að vera skógarvörður?” spurði Burchett kuldalega. Ralph hallaði sér aftur á bak i stól- inn með því frjálslega Iátbragði, sem hafði vakið undrun hjá Masons mæðgunum. "Jæja, ekki mikið,” sagði hann, en eg held að eg viti það sem heimt- að er, og eg er þolanlega fljótur að að læra. Ef þér þurfið mann til að gæta veiðidýranna, halda veiðiþjóf- unum i skefjum og rekja slóð þeirra- — Hafið þér nokkurntíma skomið til Ástralíu, Mr. Burchett?” Ráðsmaðurinn ygldi loðnu, gránu brýrnar að honum. “Nei,” svaraði hann. “Jæja, þá vitið þér víst ekki, hvað við köllum að skáta. Ef það er til nokkurs gagns fyrir skógarvörð, þá er eg ágætur i þvi. Eg get rakið slóð manns yfir grassléttur, sandar allt nema vatn, og það — hundrað míl- ur.” “Ekki til neins gagns fyrir mig,” anzaði karlinn stuttur í spuna. Hann var þó orðinn heldur viðmótsbetri, því hafði hin hljómfagra og þróttmikla rödd unga mannsins til vegar kom- ið. “Kunnið þér að skjóta?” “Já, dálítið. Hafið þér Winchest- er riffil hérna?” spurði Ralph; hann gekk þar að sem byssurnar héngu. “Já, .þarna er einn. Komið þér út fyrir.” Hann hlóð riffilinn og gekk út úr kofanum. — Það var nú reyndar brot á kurteisis reglunum — og benti á beykitré langt frá kofanum. “Sjáið þér ekki kvistinn þarna í því miðju? Reynið þér það fyrst.” Geoffrey Burchett, sem var upp með sér af því, hve góð skytta hann var, tók riffilinn, miðaði og skaut Þegar púðurmökkurinn var horfinn, sagði Ralph: "Mistuð markið. Markið er lítið; þér miðuðuð heldur hátt. Leyfið mér nú.” Hann tók riffilinn, lyfti honum fim- lega upp að öxlinni og hleypti af. — Hann virtist alls ekki hnitmiða. Kúl- an hitti nákvæmlega í kvistinn í trénu. Burchett gaut til hans hornauga sem lýsti þögulli aðdáun. “Þér eruð enginn klaufi að skjóta,” sagði hann. “Hvar eru meðmælin yðar?” Ralph dró upp úr vasa sinum gamla vasabók og tók bréf út úr henni. “Það er frá manni, sem var verk- stjóri í námunum í Waley-Welley,” ! sagði hann til skýringar. Burchett las bréfið. “Hm. Heiðarlegur, áreiðanlegur. Gef honum beztu meðmæli’. Hvers vegna fóruð þér frá Astralíu? Hvi komuð þér til Englands?” Ungi maðurinn ypti öxlum. “Þurfti að fá tilbreytingu. Langaði til að sjá gamla landið, sem við allir, bæði fullir og ófullir, köllum alltaf “heima”.” Burchet tvirtist enn vera á báðum áttum. “Er nokkur sá hér á Englandi, sem þekkir yður?” spurði hann. “Engin lifandi sál þekkir mig hér,” svaraði Ralph. “Ef þér viljið mig ekki, þá ætla eg að halda áfram.” Burchett kinkaði kolli, og leit til birkitrésins. “Gerið þér þetta aftur,” sagði hann dræmt. Ralph lyfti rifflinum ,lét kúluna fljúga og i annað sinn hitti hún mark- ið. Burchett lét kollinn riða. “Komið þér inn fyrir; setjist þér niður,” sagði hann. Ralph settist aftur í sæti sitt og beið rólegur. Bruchett gekk um gólf, hleypti brúnum og var í þung- um hugsunum. “Þetta er hættuspil fyrir mig,” sagði hann með rudda keim. Eg þekki yður ekkert, ungi maður. Þetta bréf, sem þér hafið meðferðis, gæti vel verið falsað.” Ralph hló- “Eg hefi aldrei hugsað út í það. ö, j það er alveg ófalsað. Fyrirgefið, mér ! sýnist ekki mikil hætta á ferðum. — J Þér komið mér svo fyrir sjónir, að i þér séuð maður, sem hugsar um reit- ! urnar og sjálfan sig.” “Það er eg,” svaraði Burchett og var kuldalegur á brána. “Eg ætla að reyna yður. Eg verð að kenna yður . þenna starfa. Eftir viku veit eg, | hvort eg get notað yður. Vinnan er j erfið. Skóginum er haldið vel við, ^ nóg er af veiðiþjófum — eða væri, ef við ekki gættum þeirra. Þér getið, að því er það snertir, ekki talið neina stund dagsins yðar eiginn tíma, og , ekki heldur næturinnar.” Ralph kinkaði kolli. “Eg er ekik smeykur við að vinna,” sagði hann glaðlega og stóð upp. — , “Meðal annars, þér getið ef til vill sagt mér, hvar eg get átt heima. Eg , hefi dálitið af skildingum til þess að borga fyrir mig.” Burchett hugsaði sig dálítið um. “Eg veit ekki um neinn stað. Það er liklega bezt fyrir yður að vera ! hér. Þarna er herbergi, sem þér get- j ið haft aðsetur í, að minnsta kosti meðan þér leitið fyrir yður annars- staðar.” “Þér eruð mjög vænn,” sagði Ralph. Burchett lét heyrast til sin nokk- urskonar urr, og var sem hann stygð- ist af þessum orðum. “Hvar er farangurinn yðar?” "Á járnbrautarstöðinni í Halsery. Það er bara einn baggi. Eg ætla að skreppa þangað og sækja hann.” Hgnn reis á fætur. Þegar birtan frá glugganum féll á andlit hans, leit Burchett á hann skörpum athugunar- augum, og var ekkert hlýindalegur útlits. “Ástralía,” sagði hann. "Þér lítið út fyrir að vera Englendingur.” “Já, eg er það líka. Heldur það!” sagði Ralph og hló. “Það er bezt að þér komið og gang ið með mér,” sagði Burchett. “Takið byssu með- Vagnstjórinn getur sótt dótið yðar. Varið yður á þessum hundi, hann bítur,” bætti hann við, þegar þeir gengu út úr kofanum, og hundarnir, sem höfðu legið fram á lappir sínar fyrir utan dyrnar, þutu upp urrandi. “Hver er þessi?” sagði Ralph um leið og hann stanzaði og lagði hend- / ina á trýnið á írskum rottuhundi. — Hann leit snöggvast á hann.. öll hár- in á honum risu. Svo rénaði grimmd hans smám saman. Dökku augun urðu ekki jafn grimmdarleg sem áð- ur. Loks teygði hann út úr sér tung- una og sleikti hönd hans- Burchett lygndi hörkulega augun- um. “Filfldjarfur,” mæti hann stuttur í spuna. "Ekki vitund,” svaraði Ralph glað- lega. “Ekki einn hundur af hverjum þúsund bítur, af maður leggur hend- ina ofan á trýnið á honum. Auk þess get eg líka stundum lagt út i hættu — eins og þér, Mr. Burchett,” bætti hann við og hló. IV. KAPITULI Þetta kvöld, kl- hér um bil ellefu, streymdi mikil mannfjöldi inn í neðri málstofu enska þingsins. Fór hann með þys miklum. Það voru þing- menirnir, sem þyrptust að út úr an- dyrunum, reykingaherbergjunum og lestrarsölunum. Þeim hafði borist til eyrna að Talbot Denby væri byrjað- ur að tala. Þeir vildu alilr hlusta á hann. Talbot var hár, ungur maður, með næstum nábleikt andlit, sléttgreitt. hár og dökk augu. Hann var nýrak- aður, svo að hver dráttur á hinum þunnu vörum sást greinilega. And- litið var harla einkennilegt. ólíklegt að sá, sem eitt sinn hafði séð það, myndi geta gleymt því. En svipur- inn var að engu leyti aðlaðandi. And- litið var fritt sýnum, augun fögur og lýstu sterkum vilja, en voru einnig hörð og kuldaleg. Þau báru vott um skynsemi, óháða öllum tilfinningum. Rödd Talbots var samsvarandi and- litinu. Hún var skær og köld, hvell eins og hljómapdi málmur. Honum lá ekki hátt rómur, en þó heyrðist hvert einasta orð, hver samstafa út í hvern krók og kima, í hinum heita og illa ræstaða þingsal, þar sem þjóð- arvizkunni er dyngt saman til að setja landslýðnum lög. Ræða hans var á þann veg, að all- ir þingmen nhlutu að dást að henni. Hún var ekki þrungin af neinni mælskusnilld, í vanalegum skilningi þess orðs. En skörulega var hún flutt. Hún var aðdáunarverð vegna orðavalsins, full af nöpru háði og fág- uðum fúkyrðum. Þetta kvöld komu þau eins og brennandi hraunflóð yfir þann flgkk, sem hann tilheyrði, að nafninu til. Mr. Talbot hafði að vísu verið kosinn þingmaður fyrir Lynne af íhaldsmönnum, en hann var svo vitur, að han fann, að hver duglegur stjórnmálamaður vinnur meira við að egna sinn eigin flokk, heldur en að beygja sig sem þræll i auðmýkt und- ir flokksvöndinn. Þetta kvöld var hann að tala um frumvarp, sem stjórnin hafði rubb- að upp í flýti og lagt fram. Var það mjög klaufalega samið, og í því margt það, sem andstæðingar þess gátu hengt hatt sinn á- Mr. Talbot, sem stóð teinréttur og studdi annari hend- inni á bekkinn fyrir framan sig, en hafði hina í vasanum, tætti það sund- ur lið fyrir lið. Hann var svo róleg- ur og gætinn, eins og skurðlæknir, sem er að skera burt meinsemd mann legs líkama. Andstæðingar stjórnar- inhar hlógu, æptu og litu hróðugir hver til annars. Hans eigin flokks- menn voru sárgramir, en reyndu þó að líta hæðnislega eða kæruleysislega út. En Talbot hélt ræðu sinni á- fram án þess að ofmetnast af aðdá- unarópunum, án þess að láta bugast af óánægju-urginum, sem við og við heyrðust frá bekkjunum á bak við hann. “Talbot tekst upp í kvöld,” sagði Mr. Bouchier, sem var þektur sjálf- stæðis þingmaður, við Mr. Welch kunningja sinn. Þeir sátu þar sem þeir voru vanir, fyrir neðan göngin, og hlustuðu á köldu, málmhvellu röddina. Welch kinkaði kolli. “Já, hann er skynsamur betlari. Hann er aldrei skynsamari eða á- hrifameiri én þegar hann ræðst á vini sína. Hann á mikla framtíð fyrir sér, á þvi er enginn efi. En þó fell- ur hann mér ekki vel í geð. En eg þekki hann ekki eins vel og þér.” “Já, eg þekki hann nógu vel,” sagði Bouchier- "En hann fellur mér heldur ekki vel í geð. Hann er einn af laglegustu mönnum á þingi, og mjög prúðmannlegur í allri fram- göngu. Og þó hefir hann eitthvað það við sig, sem dregur úr virðing- unni fyrir honum. Eg á ekki við það að hann sendir flokki sinum hnútur við og við. Það er tízka. En það er eitthvað í augnaráðinu og hreimn- um i röddinni. I hvert skifti, sem eg tala við Tal- bot eða hlusta á hann, er eins og eg tali við eða hlusti á mann í dular- gervi. Eg er alltaf tortrygginn gagn vart þeim mönnum, sem ætíð eru var- ir um aig. Skil aldrei við Talbot að eg ekki hugsi sem svona: Það er eitthvað dularfullt við þenna mann. Einhver viðburður í lífi hans, sem er ógeðfelldur og hann vUl leyna.” “Þér hefðuð átt að leggja skáld- skap fyrir yður,” sagði Welch og brosti. Nafnspjöld Dr. M. B. Halldorson 401 Bojd Dldfc. Skrifstof usimi: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er ati finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talníml t 33158 DRl A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AtJ hitta: kl. 10—12 ♦ k. og 3—5 e. h. Helmlll: 806 Vlctor St. Simi 28 130 DR. B. H. OLSON 210-220 Medlcal Arts Rldg. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21 834 Vlt5talstími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 219 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar elngóngru augkin- eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er ati hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Talsfmt: 21834 Heimili: 638 McMillan Ave. 42691 Talslml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 014 Somernet Block Portage Avenue WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja Ult. 8. O. SIMPSON, N.D.. U.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. “Eg vildi að eg hefði gert það. Alt er betra en þetta,” sagði hinn frægi Mr. Bouchier og andvarpaði. Hann horfði þreytulega í kringum sig og hlustaði með skarpri athygli og á- kafa á hin nöpru orðatiltæki Mr. Tal- bots- “Eg hefi heyrt því fleygt, að frænda hans, Lynborough lávarði og honum komi ekki sérlega vel sam- an,” sagði Welch eftir stundarþögn. “Ekki ákaflega vel, held eg”, sagðt Bouchier. “Faðir Talbots og jarl- in áttu 1 brösum saman — gamli maðurinn er alveg orðlagður snill- ingur í að rífast. Eg ímynda mér, að Talbot hafi fengið kaldlyndi sitt að erfðum frá honum. Var það ekki fyr en faðir Talbots dó, að jarlinn vildi kannast við Talbot og taka hann að sér. Honum var nauðugur einn kost ur, svo að segja, því Talbot er erfingi hans og stendur næstur að erfa tign- ina. Jarlinn miðlar honum ríflega eyðslufá. Þeir hittast stöku sinnum og kemur þá nokkurnveginn saman. Auðvitað er það Talbot að þakka, því hann er of skynsamur til að ybbast við sinn eigin brauðbita og smjör- sköfu. Vissulega of skynsamur til að hefja erjur við nokkurn mann. Hann fer nú þannig að. Nú verður hann mjög vingjarnlegur og alúðlegur við flokksbræður sína, þrátt fyrir þessa ræðu, sem er að gera þá alla brjál- aða. Og i raun og veru, þá er ekk- ert út á mannin að setja, enda þótt þér og mér geðjist hann ekki. Að því er virðist, er líferni hans ólastan- legt. Hann lifir rólegu lífi í óbrotn- um herbergjum í Chelsea. Hann um- gengst einungis menn úr sinni stétt. Hann veitir vinum sinum stundum beina á hæverskan hátt, og lítur ekki J út fyrir að vera neinn gallagripur.” Frh. j G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrceSingur 702 Confederation Life Bklg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFANSSON Islenxkir lögfræSingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Sími: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur að Lund&r, Piney, Gimli, og Riverton, Mul Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur LögfrœSingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL s«lur Ifkkistur og ann&st um útf&r- ir. Allur útbúna'ður sá besti. Ennfremur selur h&nn allskonar minnisv&rða og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phonei S0 0O7 WINNIPBQ Biömvin Guðmundson A. r. c. M. Teacher of MusSc, Composition, Theory, Counterpoint, Orche*- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. 8IMI 716*1 MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO 854 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar Ií. Ragrtar Píanókennari hefir opnað nýja kenslustofu að STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIMI 38 295 TIL SÖLU A rtUÍHU VKHDI “KUHNACE” —bælil vlíar og kola "furnace” Htltí brúkats, or (U böIu hjé undirrttuöum. Gott tœkifæri fyrlr fólk út é landl er bæta vllja hltunar- éhöld é heimlllnu. GOODIIAN Jt CO. 786 Toronto St. Slml 28847 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— B.NK.re and F'urnltnre Mot!.c 762 VICTOB ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergi metJ eöa én baSa SEYMOUR HOTEL verö sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HUTCHISON, el(.n41 Market and King St., Wlnnlpeg —:— Man. MESSUR OG FUNDIR f kirkju SambandssafnaSar Messur: — á hvtrjum sunnudegi kl. 7. e.h. SafnaSarnefndin: Fundir 2. og 4. finrtudagskveld i hverjum mánutSi. Hjálparnefndin’. Fundir fyratK mánudagskveld i hverjum mánuCi. KvenfilagiS: Fundir annan þridju dag hvers mánaðar, kl. I «0 lcveldinu. Söngflokkurvm'. Æfingar i hrerjm fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjtMi sunnudegi, kl. 11 f. h. i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.