Heimskringla - 28.01.1931, Side 2

Heimskringla - 28.01.1931, Side 2
2 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. JANCAR 1931. Endurminningar Eftir Fr. Guðmundsson. Þegar eg, eins og aðrir góðir meniv lagði frá mér pennan fyrir hátíð- imar, til þess að fylgjast með á öðrum sviðum, þá hafði eg að mestu leyti lokið við að segja frá þeim við- burðum, sem eg endurminnist frá þessari kaupstaðarferð, og þvi ekki annað eftir en að flýta sér heim. Eg var seint um kvöldið á leið upp að vertshúsinu þar sem eg ætlaði að gista um nóttina. Gekk eg þá fram hjá húsi einu blökku og lítilfjörlegu að sjá- Þvert yfir framstafn húss- ins ofan við dymar var negld breið fjöl og á hana var grafið með stóm og fallegu letri nafnið Sókrates. Þó eg væri ekki mikið menntaður mað- ur, þá mundi eg vel eftir manninum, sem bar þetta nafn, og eg held eg hafi tekið mér þetta til fyrir hönd Sókratesar, þvi eg var hálf gramur þegar maður gekk fram hjá mér, og spurði eg hann hvarskonar kumbaldi þetta væri. Hann sagði mér að þetta væri hús sem færeyskum fiskimönn- um væri léð sem bústaður yfir sum- arið, og yrðu þeir að láta tiunda part af afla sínum fyrir húsnæðið. Hann sagði mér og að strandað hefði skip á vopnafirði 'með þessu nafni, og að viðirnir úr skipinu hefði verið notaðir í þenna kofa. A vertshúsinu áttum við góða nótt og fórum snemma á fætur næsta morgun. Verzlunarmenn voru ekki komnir á fætur ,og nú vildi eg nota morgunstundina til að sækja fisk, sem faðir minn átti úti í Leiðarhöfn, bóndabýli hér um hálfa mílu danska norður með firðinum að vestan. Nú var um að gera að fá lánaðan bát til að sækja i fiskinn, svo hestamir mættu halda áfram að hvíla sig. En allir bátar voru rónir. á sjó í góða veðrinu. Þá var mér sagt frá ein- um bát, sem ekki var róið þenna dag, og hann fékk eg lánaðan. Eg verð að segja það, að þó að ferðin væri ekki löng og veðrið gott, þá var þó -f' mér hálfgerður beygur við að fara út á sjóinn, því það hafði eg aldrei fyr reynt, og það með óvön- um manni, sem var að iíkindum miklu verri sjómaður en eg, því eg kunni þó að róa yfir Jökulsá á Fjöll- um, en hann þótti ekki lipur. En nauðsyn brýtur lög og fara urðum við eftir fiskinum. Ferðin gekk stór slysalaust og við komum aftur með góðan hestburð af fiski, en ein- hver kunningi minn gat um það við mig eftirá að áralagið hefði ekki verið fallegt hjá okkur, og hann var ekki frá því að við hefðum kann ske róið fleiri mílur fyrir krókana, því annar hamaðist þó hinum lægi sjáanlega ekkert á, og hafði eg víst gert ráð fyrir að láta ekki straum- inn bera mig til hafs. Nú voru búð- armenn vaknaðir og þvi mál að taka til óspilltra málanna. En þá láu fyrir mér orð um að koma inn í stofu til að borða morgunverð. Ekki var eg eins ótta sleginn og daginn áður, en nóg þótti mér um, og yngri kynslóðin getur þvi ekki nærri, hve miklu þótti skifta á þeim dögum að kunna borðsiði. En tilfellið var að alþýðumenn vöndust ekki öðrum á- höldum en sjálfskeiðung sínum við að seðja hungrið, og vildu þvi allra handa slys til, þegar þeir áttu að fara að beita hnífapörum, og ekki sízt ef þeir voru dálítið upp með sér og ætluðu að sýnast öllu vanir, því það þótti bera vott um talsverða menntun að kunna sig vel við fínt borðhald. Eg réði það af að þiggja boðið, vissi líka undur vel, að það var ókurteisi hin mesta að neita slíku enda var eg vanur við að brúka hnífapör og fara eftir borðsiðum, en það var feimnin, sem kvaldi mig. Strax þegar eg var kominn inn í stofuna og hafði heilsað upp á fóikið, sem þar var fyrir, kom eg auga á blessaða gamla karlinn, sem var þar daginn áður við borðið, og þó eg verði að kannast við, að á mér sann- aðist máltækið, að það er vesælum fró að vita aðra í kvölinni, þá var ; það ekki annað sem hélt mér uppi en það, að gamli maðurinn mundi verða fyrir meira athygli fólksins við borðið heldur en þó eg. Nú býð- ur kaupmaðurinn öllum að gera svo vel og fá sér sæti við borðið, og i sömu svifum kemur frúin inn með stórt kjötfat, setur það á mitt borðið og biður menn að gera svo vel að fara að borða og sjálf sezt hún við hiiðina á manni sínum; en það var lítil lhjartastyrkur fyrir mig, því vanalega eru konur næmari á smá- yfirsjónir en karlmenn. Svo fara menn að bjarga sér hver af öðrum og gamli maðurinn kemur með hend- ina, sem riðaði öll, ekki af feimni heldur af margra ára þrælkun, og hann handsamaði álitlegan kjötbita af fatinu og færði hann yfir á sinn disk. “Þér hafið þarna áhöld, S. minn,” sagði kaupmaður. “Og eg kann ekkert með það að fara,” sagði S. í ákveðnum og einbeittum róm, og þó vingjarnlegur. Það leyndi sér ekki að alilr dáðust að manninum og svarinu, og eg hefði feginn viljað verða fyrir þeim heiðri, en eg verð að kannast við, að mér hefði aldrei dottið þetta svar í hug, og afhent af þeim kjarki, sem á bak við það bjó. öðar hófust vingjarnlegar og fjörugar samræður þar til máltíðinni var lokið og allir gengu til sinna verka. Nú héldum við okkur vel að verki — tókum út allar okkar nauðsynj- ar, bundum klyfjar, sóttum hestana og kvöddum kunningja og lögðum af stað til heimferðarinnar, en þá var komið kvöld. Af því nóttin var | líka björt, þá var gert ráð fyrir að halda hiklaust áfram inn í svokall- | aðan Víðirlæk, en þar var vanalega 1 áð og men nog hestar hvíldir undir beru lofti, áður en lagt var á sjálf- an fjallgarðinn. Eftir þetta gerð- ust heldur engir sögulegir atburðir. Þegar við vorum komnir upp á brún- imar ofan bið Fremrihlíð, þá fyllt- ust allir dalirnir með hvitri þoku, sem var samlit sjónum og ekki stóðu upp úr nema hæstu nýpurnar á fjöllunum og hálsunum, sem gengu út á milli dalanna og skilja þá hvern frá öðrum. Hæstu tindarnir, sem upp úr þokunni stóðu, sýndust þvi fljóta á hafinu, sem hafði á lítilli t stundu flætt yfir alla byggðina inn í dalbotna og svæft allt lif að baki okkar, en Krossavikurfjöllin stóðu i nætursólinni hafin yfir alla móa- læðu, eins og til að sýna mér, að allt það háa tilheyrði fremur himninum en jörðinni, en eg sá þó að Krossa- víkurfjöllin stóðu ekki I ríki sann- leikans og kærleikans ,um það báru fannirnar vitni. Eg kvaddi því kunn ingjana í huganum í öruggri von um að sjá þá alla aftur á glaðri stund. Eg fékk bréf frá góðkunningja mínum Guðmundi Jónssyni á Vogar. Hann minnti mig á sögu eina, sem eg hafði áður heyrt, en var búinn að gleyma. Vopnfirðingar voru margir á fundi á Hofi að kjálka niður ómög um sínum, en þar á meðal var kerl- ing ein, sem þótti óráðvönd og eng- inn vildi taka, en þá segir Jón á Vakursstöðum: "Það er bezt að þú takir hana, séra Halldór, það er svo mörgu stolið á Hofi hvort sem er.” “Já, það er bezt að hafa það svo, Jón minn,” svaraði Halldór. En altalað var að það kæmi mest á þá séra Halldór og Jón á Vakurs- SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. SKEGGBURSTI Fjögur setti af Poker Hands VEKJARA KLUKKA Fimm setti af Poker Hands BLYSLJÓS Atta setti af Poker Hands Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta muni POKER HANDS Eru einnig í eftirfarandi alþekktum tóbakstegundum: T^rret Sigarettur MillkanR Si^arettur Winchester Sigarettnr Rex Sigarettur Old Chum tobaK Ogdens plötu reyKtobaR Dixie plötvi reyKtobaK Big Ðen munntobaK Stonewall JacKson Vindlar (í vasa pökkum fimm í hverjum) AXLABÖND Tvö setti af Poker Hands Tvö setti af Poker Hands KETILL Tíu setti af Poker Hands SPIL Eitt setti af Poker Hands stöðum, að undirhalda þá menn, er vandræði stöfuðu af í sveitinni, enda sá maður æfinlega nokkuð af slíku fólki á þeirra heimilum. Sökum áburðarhestanna fögnuðum við yfir þvi að vera komnir upp úr öllum bratta, og héldum nú umsvifa- laust áfram, en þá vorum við komn- ir á þann stað, þar sem vatnaleiðir skilja, því þegar þarna er komið, stefna ailar lindir og lækir ofan að innstu drögum Selárdals, sem er vestasti hluti Vopnafjarðarsveitar, en þá ruddist áhuginn á undan lest- inni inn að vegasteini, sem er stór og merkur álfabústaður á gatnamót- um, þar sem önnur leiðin liggur of- an að Haugsstöðum. Þar er og ann að náttúrunudur til að sjá, sem kall- að er Haugsstaðataflan. Það er mó- bergssaltari, er stendur lóðrétt upp úr lágsléttum grunni og er á að gizka 10 til 12 fet á hæð og fleiri hundruð fet í þvermál. Gömul, margvís og mjög fróð kona um hulda hluti, sagði mér að tafla þessi væri rennslétt að ofan eins og hefl- að gólf og að heilir herskarar af skrautlega klæddum álfasveinum og álfameyjar dönsuðu á töflunni á hverri nýársnótt, og af því að dans- salurinn væri svo ákjósanlegur, þá gleymdu þeir stundum að gæta vel að tímanum, þangað til farið væri að roða að degi; hlypu þá allir af stað eins og fætur toguðu, og skildu þeir þá stundum eftir mjög verð- mæta muni í ofboðinu, og kæmu þeir þá næstu nótt að sækja þá- Það væri vel þess vert að liggja í leyni einhversstaðar nálægt og vitja um töfluna strax og álfarnir væru farn- ir heim til sin á nýársdagsmorgun- inn, og hefði mörgum orðið það að góðu, en vel yrði að gæta slíkra hluta og láta aldrei sjá þá í fórum sínum nema inni í kirkju, því þar kæmu álfar aldrei. Slíkir hlutir sæjust stundum á gömlum konum í Hofskirkju, sem elskhugar þeirra gáfu þeim í æsku, en þeir höfðu vog að lífi sínu fyrir á nýársnótt inn hjá Haugsstaðatöflu; en framar væri ekki slíkt hugrekki til í landinu. — Þegar við fórum fram hjá Vegasteini hvessti eg augun af öllum mætti ef eg kynni að sjá fallega álfamey, en þær voru vist ekki staddar úti. Um þessar mundir tók eg eftir því að dalalæðan, sem var að fylla Vest urárdal, þegar við vorum að sleppa upp á brúnir dalsins, og sem fyllti jafnfram hina dalina, var nú að teygja sig upp með árdrögunum og inn á heiðina ,eins og hún vildi ráða ríkjum í heiðarkotunum líka, eða al- staðar þar sem menn voru fyrir. En sú ósvífni af þessari máttlausu og fáfengilegu dalavellu, sem hafði svo oft reynt að fela fyrir mér ærnar, en aldrei lukkast það nema litla stund! Eg óskaði að til mín væri kominn einhver andlítill pokoprestur, svo hann fengi þó efni í eina almennilega stólræðu. Dalalæðan tekur heims- hyggjuna að fyrirmynd. Hún ætlar sér auðsjáanlega ekkert minna en að birgja jarðveginn fyrir áhrifum sólarinnar ,svo að jurtalífið skuli ekki þroskast eðlilega og hagsæld sveitar- innar bíða hnekki. En einmitt þeg- ar hún seilist með snjáldrið inn á heiðina, þá hefjast þúsund fugla- raddir, sem boða sólarupprás, og hún skýrist og hækkar óðum á loft- inu og dalalæðan dregur angana inn og hverfur til baka, og eg veit að eftir litla stund eru allir Vopnafjarð- ardalir þokulausir. Hins vegar held ur heimshyggjan stöó sinni enn i dag og varnar ljósum sannleikans og kærleikans að verma hugarfar og hjartalag mannanna, svo að þar megi þroskast varanlegur gróður. A áningarstaðinn vorum við komn- ir um óttuskeið. En nú var um að 'gera að hvíla hestana vel og lengi áður en lagt væri upp á aðal fjall- garðinn. Við tókum klyfjamar of- an, sprettum reiðverum af öllum hestum og slepptum þeim frjálsum í góða hagarétt sunnan við svonefnd / an Hrappslæk; en sjálfir tókum við upp nesti okkar, saltaða og hangna sauðamagála og súrsaða bringukolla, rúllupylsur, lundabagga og rauð- seyddar pottkökur, sauðasmjör, hlaup ost og mysuost; ekkert var of gott í þá, sem drógu svo vel í búið. Þá var tekið upp skonrok og koníak á eftir mat, sem hvergi var þó al- gengt nema í Víðirlækjum á heimleið úr kaupstað. Þá stóð nú til að fara að sofa í blessuðu sólskininu í fangi hinnar helgu heiðarkyrrðar, og lóur og spó- ar kepptust við að kveða kvæðin sín og tóku engan inngangseyri. — Þó höfðu þau verið á Italíu og í Egypta landi næstliðinn vetur og máske mik ið oftar, og höfðu að öllum líkind- j um hvílt sig á hallarturnum Vil- hjálms Þýzkalandskeisara og Um- bertó Italíukonungs og páfans í Róm. Við höfðum reiðinga undir höfðinu og yfirhafnir ofan á okkur, svo altl var nú i góðu lagi. Vinnu- maðurinn var farinn að hrjóta; en eg gat ekki sofnað, var kannske að hugsa heim, en þó einkum í Vopna- fjörð, iklæddan öllu þvi skrauti og öllum þeim töfraljóma, sem mér fannst hvíla yfir byggðinni og íbú- um hennar. Eg veit að ekkert nema heilbrigður æskumaður getur málað slíkt útlit. En æfinlega uppfrá þessu þótt í stórhríð væri, þótti mér Vopnafjörður fegurri en flestar aðr- ar byggðir. Æskusystir mín, sem átti að pasas lítinn dreng, kallaði til mömmu sinnar og sagði: “Veiztu það mamma, hann getur ekki orðið ljótur, þó hann gretti sig. Allt í einu heyrði eg maansmál og var þá ekki lengi að setjast upp, sá eg að kominn var hinumeginn við Hrappslækinn vinnumaður frá Við- irdal, eg hafði fundíð hann í kaup- staðnum og gerði hann ekki ráð fyr- ir að losna þaðan um kvöldið, en honum hafði sózt svo vel að erind- islokum, að hann komst af stað um háttatíma og var nú kominn hér Eg hjálpaði honum að losa hestana, og varð nú að samningum með okk- ur að þeir vinnumaður minn og hann yrðu samferða yfir fjallgarðinn. — i Þurfti nú ekki annað en að okkar hestar yrðu hvíldir dálítið lengur en við hefðum ætlað og að hann hvildi ofurlítið minna en ákjósanlegt var. En þá gat eg riðið strax af stað og sieppt öllum svefni þangað til eg háttaði í rúmið mitt heima. Eg masaði við þenna góða gest þangað til hann vildi fara að sofa. Sótti eg þá hest minn, lagði á hann og reið af stað. Veður var gott og hitinu of mikill um miðjan daginn til þess að ríða mjög hart, og varð því að láta mér lynda að vinna á vegalengd ina með iðninni. Inni á miðjum fjallgarði lá leiðin þar framhjáo, sem úti höfðu orðið tveir vinnumenn af Hólsfjöllum i stórhriðum að vetr- arlagi; annar þeirra var af heimili foreldra minna, Brynjólfur Brynj- ólfsson að nafni, Hinn hét Einar og Var frá Gamlahóli. Glórulausar stór- hríðar og frost héldust í fleiri daga um þær mundir, sem von var á þess- um mönnum heim aftur, og þegar^iú loksins birti upp aftur, svo fréttír gátu borist á milli, og uppvíst varð, hvað fyrir hafði komið, þá var safn- að mönnum og hafin leit á degi hverj um þangað til líkin fundust, en það var á þrettánda sólarhringi eftir að þeir höfðu farið frá mönnum og orð- ið úti. Þeir höfðu hest og dálítinn sleða í förinni; en þegar hríðin var skollin á, höfðu mennirnir farið að villast af réttri leið, og tekið það til bragðs, eins og altítt var, að grafa sig í fönn, og höfðu þá bundið hest- inn við sleðann og gefið honum hey- tuggu, se’m þeir áttu eftir af nesti VISS MERKI sivsiswm um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa og þvajgsteinar. GIN PILLS lækna nýrnaveiki, meö því að deyfa og græða sjúka parta. — 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 131 hans; en allt skefldi í kaf, nema hesturinn og var þó langur taumur við múlinn kominn svo í kaf, að munnurinn á hestinum var kominn alveg ofan að fönninni, þegar hann fannst. Og strax þegar búið var að skera sundur tauminn, svo hann varð frjáls, þá labbaði hann af stað í áttina heim. 1 fleiri daga eftir að heim kom, gat hesturinn ekki nærst á öðru en nýmjólk, svo var farið að saxa handa honum ofurlitla tuggu af töðu á hVerjum degi og hræra það saman við snjó svo hann æti ekki of ört. Um vorið var hann búinn að ná sér býsna vel, en var samt látinn ganga frjáls í haganum allt sumarið. Frh. Islerdirgabygðir í Grænlandi Frá rannsóknum dr. Nörlunds á hinni fomu Vestribyggð. I haust fluttu dönsk blöð lausleg- ar fregnir af rannsóknum dr. Nör- lunds á Grænlandi í sumar. 1 þetta sinn var hann í Vestribyggð, við hinn svonefnda Godthaabfjörð, sem nú er nefndur, en hét áður Ranga- fjörður, að menn ætla. 1 hvert sinn sem þessi merkt vísindamaður fer í rannsóknarleið-- angur til Grænlands, má ganga að því vísu að hann fjnni margt merki- legt. Hann er einstakur vísindamað- ur og fornfræðingur. Hann er svo nákvæmur, athugull og aðgætinn. Hann hefir þá reglu ,sem svo 'vel gefst, að fara ekki víða um. en rann saka ákaflega gaumgæfilega allt, er hann á annað borð snertir á. * * * \ Hann hefir nýlega skrifað grein i Berlingatíðindi um rannsóknir sinar í sumar. Efni hennar er að mestu leyti um Eskimóana, sem hann hefjr haft í vinnu, og kemur það ekki mál- inu við. En nokkuð er þar um rann- sóknirnar sjálfar. • • • Dr. Nörlund rannsakaði í sumar rústir Sandness í Vestribyggð. Hann segir: Sandnes hlýtur til forna að hafa verið mikil jörð, og bóndinn þar sveitarhöfðingj. Húsaþyrping jarð- arinnar hefir veri ðstór, og kringum hana hefir verið mikið tún. 1 hinum breiða dal og víðáttumiklu heiðalönd- um hefir verið beit fyrir margar þús- undjr sauðfjár. Engin önnur jörð þar í sveit hefir verið önnur eins kostajörð og Sand- $60 ALLOWANCE ON YOUR OLD RADIO OR PMONOGPAPH PeQardless of its age.make or con - dition as part payment on ð Victor Combinotion Home Recordino Radlo- Electrola $397- 2 years topay the balance. Phone22_68o. Open till 11 THE BEST IN PADIO Lowest Terms in Canada ! • þér sem notiÖ TIMBUR KA UPIÐ The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSlr: Henry Ave. East Phone: 26 358 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton verð gæði anægja.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.