Heimskringla - 28.01.1931, Síða 5

Heimskringla - 28.01.1931, Síða 5
WINNIPEG 28. JANÚAR 1931. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSIÐA BENNETT OG STJÓRNARBÍLARNIR. Rt. Hon. R. B. Bennett, stjórnarformaður Canada, hef- ir lýst því yfir, að stjórnarbíl- arnir, sem fyrir mörgum árum var byrjað að kaupa ráðherrum Ottawastjórnarinnar til afnota, verði seldir, og stjórnin ætli framvegis ekki að standa straum af notkun þeirra, eins °g gert hefir verið um mörg undanfarin ár. Bílar þessir eru allir af dýr- ustu tegund, svo sem Cadillacs, Packards og Paiges o. s. frv. Verða þeir við hamarshögg seldir við lok fjárhagsársins, sem er 31. marz. Þetta bílaúthald stjórnarinn- ar hefir verið all kostnaðarsamt. Uni 17 ráðherrar og eins marg- fr aðstoðarráðherrar höfðu þessa ódýru bíla eða hitt þó heldur, til snúninga. Hafði hver þeirra sérstakan bílstjóra, arinnar að nota bíl í stað járn- brautanna, sem stjórnarþjónar ferðast með án endurgjalds, mætti þá leigja bíl. En auðvit að er notkun bílanna að mestu í eigin þágu ráðherranna. Og þess eru ekki allfá dæmi, að einn ráðherra hafi tvo slíka bíla blátt áfram til þess að skemta sér og fjölskyldu sinni í og vin- um. Til þess að ná í þá, þurfti ráðherrann ekki annað en að láta óánægju sína í ljósi með bílinn, sem hann hafði, og þá var dýrari og fegurri bíll keypt- ur handa honum með hinum. Og því ekki? Stjórnin borg- aði brúsann! Einn ráðherrann ferðaðist sér til skembunar og fjölökyldu sinni á einu ári um 40,000 míl- ur. Er það sæmilega gott dæmi af því, hvað þetta var farið að ganga langt. Það var á stríðsárunum, að byrjað var á þessu. En á stjórn- arárum Kings fór þetta að keyrá fram úr öllu hófi, og bíl- setja það neitt fyrir sig, þótt ráðherrum hans finnist þeir sviftir þægindum, sem fyrir- rennarar þeirra nutu, og hann hefir ákveðið að leggja málið fyrir næsta þing til staðfesting ar. TÍMARIT. sem stjórnin varð að borga kaup, auk viðgerða, gaseyðslu arn>r voru alltaf að verða dýr- og geymslu á bílunum. Er ! ari °S dýrari, sem keyptir voru sagt að kostnaðurinn, með! handa stjórnargæðingunum. voxtum af höfuðstólnum, sem í þeim liggur og viðhaldi, hafi mimið allt að því $100,000 á ári. Það er mælt að forsætisráð- herran hafi um langt skeið gefið þessari eyðslu á stjórnar- innar fé óhýrt auga. Honum fannst, eins og eflaust fleirum, að ef ráðlierrana fýsti að hafa bíla til ferðalaga, þá gætu þeir keypt þá sjálfir, eða væri það ekki meiri vorkunn en öðrum. Ef endilega þyrfti í þarfir stjórn Sjálfur kvað Bennett varla nokkru sinni nota þessa bíla. Það mun enginn efi á því, að þessi stefna Bennetts. mæl- ist vel fyrir. Það mun fleirum en honum virðast sanngjarnt, að ráðherrarnir borgi fyrir sína eigin bíla og notkun þeirra, í stað þess að demba kostnaðin- um af því á landiö. Hitt er auð- vitað vafamál, hvað ráðherrun- um finnst um það. En Mr. Bennett kvað ekki Be Among the First to Wear Advance Spring - DRESSES - Obviously New in Style and Fabric — Low Prices $12'95 $15-95 $1925 $22-50 and up Fashions as new as new- buds.....the color themes are superb ...... printed and pastel shades ....... Jacket Effects .... Geor- gettes, Canton and Flat Crepes, Chiffons, etc. — Sizes 13 to 44. Pay a Few Dollars Down Wear your garment im- mediately — pay balance weekly or monthly. EASY TERMS AU Our Fur and Fur-Trlmmed COATS At Unexpected REDUCTIONS KING'S™ “The House of Credit” 396 PORTAGE AVE.-Open Saturday till 10 p.m. Þessi tímarit hafa borist Heimskringlu: Eimreiðin XXXVI. ár, 4. h. Mjög fróðleg og skemtileg að vanda. Efni: Hannes Guðmundsson: Holds veiki nú á tímum (6 myndir) ; Sigurður Skúlason: Islenzkar særingar; Sveinn Sigurðsson Geimfarir og gosflugur; Ársæll Árnason: Hérar (2 myndir); Kristín Matthíasson: Dr. Annie Besant og stjórnmálin (mynd) ; Sveinn Sigurðsson: Frá landinu helga (12 myndir); Halldór Kiljan Laxness: Saga úr síld- inni; Davíð Þorvaldsson: Biðin (saga); Thomas Coulsson: Rauða dansmærin (sönn saga frá ófriðarárunum) ; Kvæði eft- ir Jóhannes frá Kötlum, Jónas A. Sigurðsson og Guðmund Böðvarsson; Ritsjá eftir Guðm. Finnbogason, Richard Beck, Jóh. Sveinsson og Svein Sig- urðsson o. fl. • • * “Perlur’’, 5. til 6. hefti. — Efni: Á Eyjafjallajökli (mynd); Kristinn Pétursson, grein eftir Sig. Einarsson (2 myndir); Slút nes, Grein eftir Jóhannes Óla kennara (2 myndir) ; Þorkell í Hraunadal, kvæði eftir Jón Magnússon (með mynd); “Á siglingu’’ heilsíðumynd eftir I. Knudson; Jólasveinninn, saga eftir Stefán frá Hvítadal (með mynd); Fyrsta skriftabarnið, saga eftir J. O. Curwood (með mynd); höfðingskonan í Efes- us, saga eftir Arbiter (með mynd) ; Snjótitlingurinn, kvæði eftir Jónas Thóroddsen; Sagan af Gunnhildi, eftir Pelle Molin (með mynd) ; Hamingjan, þýtt kvæði af Magnúsi Ásgeirssyni; Frosið vatnsfall, heilsíðumynd; Tvenn jól, grein eftir Guð. Ein- arsson frá Miðdal (með 5 mynd- um); Frægur sigur, kvæði þýtt af M. R.; Eins og gengur, kvæði þýtt af Magnúsi Ásgeirs- syni; Trúðleikarinn, saga eftir Anatole France (með mynd); Flækingur, kvæði eftir Sig. Ein arsson (með mynd); Jólafrið- ur, saga eftir Jóhannes Frið- laugsson frá Fjalli (með mynd) Ilin fallna, kvæði eftir Sigur- jón Guðjónsson; Tal og tónar, um leiklist eftir E. O. S. og A. G.’Þ. (með 6 myndum); Sól- mey mín, saga eftir T. Vesaas (með mynd) ; Kímni, saga með mynd. Eins og sjá má af þessu efn- isyfirliti, eru Perlur afar fjöl- breytt rit að efni og læsilegt, og ber þó hitt af, hversoi fagur frágangur er á því öllu og vel valdar myndir. Ritið er einn- ig mjög ódýrt eftir stærð, að- eins $2.50. Það má panta það hjá Magnúsi Peterson, 313 Hor- ace St. Norwood. SLITUR Menn héldu, að um langa framtíð mundi vera vitnað til Tennesaee- ríkis í Bandaríkjunum, þegar um eindæma lagagerð er talað, af heimskulegu tagi. Verður þó hér- eftir e. t. v. krýningin tekin frá því riki fyrir endemi í lagatilbún- ingi, og heiðurinn iatin skína yfir Missisippi-ríki, og er tilefnið lög- gjöf, sem borgarráðið í Laurel er að reyna að fæða af sér, og sem vænta má að verði til þess að auglýsa borgina betur út um heim, en verzl unarráð og fasteignabraskarar væru I megnugir að koma í framkvæmd. | Fér hér á eftir þýðing,' er lýsir þessu nýja undri í lagagerð, — samþykkt, er gerð var á bæjarráðs fundi j Laurel, 29. des. s. 1., og málið þar með afgreitt tll' þriðju umræðu: "Frumvarp til laga, til stuðnings framförum, velmegun og hamingju í Laurel-borg, í Jones-héraði í Mis- sissippi, og ákvæði um hegningu, ef útaf er brugðið: Borgarstjórnin og bæjarráðið i Laurel gerir svofellda samþykt, sem lög fyrir borgina: 1 gr. Það er ólöglegt fyrir nokkurn einstakling, á kvaða aldri, sem ^er, hvaða kyni eða hörundslit, sem hef- ir atvinnu eða á kost á atvinnu, eða hefir lífsframfæri á einhvern hátt, að tala, gefa í skyn eða láta á sér skilja eða hugsa*), að iðnaðar-, fjármálalegar eða þjóðhags legar kringumstæður, séu eða muni verað slæmar. 2 gr. Það skal vera skilda lögreglunnar i Laurel, sem heyrir slíkt tal, beint eða óbeint, frá einhverjum einstakl- ingi, sem kemur undir þá sundur- liðan, sem að ofan getur, eða sér einhverja manneskju brjóta í bág við þessi lög, svo sem með fram- komu, sem ekki ber vott um glað- legt yfirbragð og ánægju, þá skal sá lögregluþjónn — eða þjónar, skipa þeim einstakling að blístra fimtán takthluta af “Glory, Glory, Halleiujah”, og stíga tafarlaust dans í fimtán mínútur. Láti hinn brot- legi ekki segjast við slíka skipun og hlýði henni nákvæmlega, er viðkom- andi lögregluþjón eða þjónum fyrir- 'agt og gefið vald til að skjóta hinn seka.” Lýgilegt ?! Já, satt er það lesari; lýgilegt er þetta. Og því var það, að eftir að hafa lesið þetta innan tilvitun- ar merkja í blaði er mér barst i gær, að eg skundaði á fund rit- stjórans, og spurði hann um heim- ildir fyrir fregninni. Hvaðst hann hafa tekið hana upp eftir Banda- ríkjablaði, og dr^g ekki í efa að sönn væri. En svo vitlaus, sem þessi laga-ó- skapnaður er, hnígur þó andinn 1 honum að þeim farveg sem kúg- unarvald auðs og óstjórnar bakka- fyllir, til drekkingar hverju and- varpi stritandi lýðsins, sem ekki getur áhyggjulaus soltið fyrir of mikla fæðuframleiðslu, eða ‘ bros- andi kyst hendur þeirra böðla, er bjargræðið draga úr búi bóndans og ekki viðurkenna að “verður sé verk- amaðurinn launa sinna”. — Asgeir I. Blondahl. Saskatoon, 23. jan. 1931. STÚRKOSTLEG T PPGÖTVUN A SVI»I RAFMAGNSFRÆÐI. Enska verkamannablaðið Daily Herald skýrir nýlega frá stórmerkri uppgötvun á sviðj rafmagnsfræðinn- ar, sem rússneskur prófessor, að nafni Kapitza hefir gert. Kapizta hefir gert tilraunir sínar í Cambridge á Englandi. Tilraunir prófessorins og niður- stöður hans þýða hvorki meira ué minna en stórfellda byltingu á svjði rafmagnsframleiðslu og notkunar. Munu umbætur hans til dæmis hafa það í för með sér, að rafmagn verður miklu ódýrara í notkun en það hef- ir verið. Kapitza hefir tekist að framleiða geysihátt kuldastig, og er kuldinn miklu meiri en áður hefjr þekkst. Þegar kuldi þessi er færður í raf- magnsleiðslur, leiða þær rafmagnið sterkar og öruggar en áður, en það hefir það í för með sér, að hægt er að framleiða miklu meira rafnmagn með sömu aflstöð og áður og straum urinn verður sterkari og því ódýrari. Enskir vísindamenn hafa látið það áljt sitt í ljós, að ef með þessu móti sé hægt að minnka mótstöðuafl málmsins á leiðslum, þó ekki væri inn er studdur af stærstu vísindafé- hafa geysiþýðingu bæði fyrir vísind- in og rafmagnsnotendur. Kapitza prófessor hefir við tilraun ir sínar hingað til notað verkfæri sem framleiddi fljótandi vatnsefni (Brint), en hann er nú að búa til verkfæri, sem getur framleitt fljót- andi sólmálm (Helium). Prófessor- um meira en 5 prósent, myndi það lögum Stóra Bretlands, m. a- Royal Society. Leturbreyting mín. Á. I. B. Mannskaðinn á togaranum “Apríl” Ennfær þú, móðir, offrið þungt að gjalda. Enn táraflóðið hafsins vekur alda. Roðið er blóði banasverðið kalda. Burt missir þjóðin átján syni valda. Opið er skarð í íslands þjóðarskildi. Enginn fær metið skaíSans fulla gildi. Sjóhetjur vorar hinnstu heyja hildi. Höndin almættis þann veg ráða vildi. Kaldan við boðskap bliknar gleði-sólin. Bræður og systur! Nú nm þessi jólin bló mvonar kremur aðhert angurs-ólin, upp stígur klögun fyrir náðarstólinn. Kaldir þótt hvílið, unnar armi vafnir, ástvinir kæru, hafs á botni grafnir. Sælunnar ljóma landið fyrir stafni lítið þið nú, of jarðlífsraunir hafnir. Alvaldur guð, sem græðir allra sárin. Gef huggun, frið þeim, angurs nístir ljárinn! Strjúk af brá hverri blóðug saknaðstárin! Blessaðu hvíld, þars kaldur liggur nárinn! Straumhvörfin sorga stilltu, faðir hæða! Staðv blóðund, sem vina-hugi mæða! Sól þinnar náðar mildast megi græða mannraunaspor, sem fjöldinn verður þræða. 20. des. 1930. ólafur Vigfússon. —AlþýðublaSið. Danskir blaðamenn hafa spurt rafmagnsfræðinga óg aðra vísinda- menn um álit þeirra á þessari merku uppgötvun, og hefir einn þekktasti þeirra, Holstein Rathau, látið álit sitt í Ijós með þessum orðum: “Eg hefi ekkert heyrt þessa rúss- neska vísindamanns fyr getið. En frásögn Daily Herald er mjög lík- leg. Vísindamenn hafa áður vitað, að rafmagnsleiðslur, sem voru mjög mikið kældar, leiddu sterkari straum en aðrar. Ef þessi rússneski visinda- maður getur notað fljótandi’ sól- málm (Helium), er liklegt að honum takist að ná mesta kulda, sem hægt er að fá, sem er það kuldastig, sem er fyrir utan gufuhvolf hnattanna (ætheren), en það er 272 stig (C?). Ef þetta tekst verður hægt að fram- leiða næstum ótakmarkað rafmagn með miklu minni vélum en nú er gert.” Alþbl. SAMKEPPNI f FRAMSÖGN. Samkeppni Fróns í framsögn verð- ur haldin í efri sal Goodtemplara- hússins þann 16. febrúar. Þetta er þriðji veturinn, sem Frón hefir þessa samkeppni, og er óhætt að fulyrða. að ekkert til viðhalds íslenzkri tungu hefir vakið eins mikinn áhuga með al barna og unglinga. Allar und- anfarandi samkeppnir hafa tekist frábærlega vel, og er vonandi að á- hugi fólks verði ekki minni í þetta sinn. Eg leyfi mér að setja reglu- gerð þá," er fyrst var samin fyrir þessa samkeppni Fróns: 1. Samkeppni þessi er aðallega til að efla viðhald islenzkrar tungu á meðal upp vaxandi barna vestan hafs- 2. Skal samkeppni þessi haldin und ir umsjón deilda Þjóðræknisfélags- ins, þar sem þær eru, en annars skulu valin félög eða einstaklingar, þar sem engar deildir eru. 3. Unglingar upp að 16 ára aldri mega taka þátt í samkeppninni. 4. Engin takmörk skulu sett um efni eða lengd kvæðanna. 5. Tvenn verðlaun skulu veitt: silfur- og bronzmedaliur. 6. Þeir er vinna silfurmedalíu, mega taka þátt í samkepipni fyrir gullmedalíu, er haldin skal á þingi Þjóðræknisfélagsins- 7. Skal stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins hafa umsjón með veitingu verðlauna, eða skal skipa nefnd til að sjá um þetta starf. 8. Þrír dómarar, valdir af þeim er hafa umsjón með samkepninni á hverjum stað, skulu dæma verðlaun samkvæmt eftirfarandi reglum. a) Fyrir islenzkt málfæri og fram burð 45 mörk; b) skilning á efni 40 mörk, og c) framkomu 15 mörk- Fyrir silfurmedalíu samkeppni Fróns er bömunum skift í þrjár deildir: böm innan 8 ára; frá 8—12 ára og frá 12—16 ára. Þau þrjú böm er hljóta silfurmedaliu, taka þátt í samkeppninni um gullmedalí- una á þingi Þjóðræknisfélagsins. Ef deildir út um byggðir eða önnur fé- lög geta ekki komið á samkeppnt, er mjög æskilegt að böm utan af landi gætu komið til Winnipeg og tekið þátt í samkeppni Fróns. Þetta er starf fyrir unglinga sem má ekki leggja niður, og ættu sem flestir að velja sér kvæði nú þeg-- ar og undirbúa sig. Fyllið salinn þetta kvöld ,landar, og sýnið með þvi áhuga ykkar tií bamanna. B. E. J. MANITOBAÞINGIÐ. Fylkisþing Manitoba kom saman i gær. 1 hásætisræðunni er minnst á þessi mál: Lántöku í sambandi við verk þau, sem gerð em til þess að útvega atvinnu; lánveitingu til Ma- nitoba Cattle Loan félagsins i þeim tilgangi, að bændum verði lánað fé til skepnukaupa; á lækkun sveitar- skatts; á stofnun nýrrar stjómar- deildar, er verkamanna- og iðnaðar- mál á að annast; um nýja kjördæma- skiftingu; á kosningu nefndar i sam- bandi við breytingar á fylkislögun- um. Ennfremur er bent á að fjár- málareikningarnir verði brátt lagð- ir fyrir þingið. FJÆR OG NÆR Fundarboð Arsfundur hins íslenzka Sam- bandssafnaðar í Winnipeg verður haldinn að aflokinni guðsþjónustu, sunnudagskvöldið 1. og 8. febrúar n. k. í kirkju safnaðarins á homi Sargent og Banning St. Verða lesnar upp skýrslur ýmsra félaga innan safnaðarins, lagðir fram endurskoðaðir reikningar kirkjunn- ar, kosið í nefndir og önnur mál safnaðarins útkljáð. Æskilegt er að sem flestir sæki fundinn. Ritari. • • * Leiðrétting. I grein minni “Slitur,” er birtist í Heimskringlu 21. janúar eru fáein- ar prentvillur; þessar meinlegastari (Rockham) -á að vera (Rock- haven). — Physical deild,------á aS vera: — physical drill. Skelfingu af harmi á að veras skelfingu og harmi. A- I. B. T » • • Stúkan “Liberty” I. O. G. T. heldur dans mánudagskvöldið 2. febrúar n. k. í Goodtemplarahúsinu. Inngangur 35c. N. Bardal Orchestra spilar fyrir dansinum. Hvergi betri skemtun í bænum þetta kvöld. Fjölmennið.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.