Heimskringla - 11.02.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 11.02.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 11. FEBRCrAR, 1930. HEIMSKRINCLA 3 BLAÐSIÐA Ef í nauðimar rekur. Ræðumaður skýrði frá þvi, að í för þessari hefði þeir með sér nokkra isnafra (sbr. nafar tröllskessunnar i “Búkolla”!), ef svo illa skyldi vilja til, að kafbáturinn festist eða stöð- vaðist undir ísnum, og að hætta væri á loft-skorti. Með borum þess- um má bora gegnum alt að 15 m. Þykkan ís. Og þar eð ísinn venju- lega er að eins 3—4 m. á sumrum. *tti þetta að vera örugt. Eru bor- ar þessir bæði fyrir handafl og vélafl. Sá gildasti er 60 cm. að þvermáli, og verður því gatið svo vítt, að skipverjar geta farið um það upp á ísinn. Bent hefir verið á, að kafbáturinn gæti óvænt rekist á land (neðan- sjávar). Það er einmitt með það íyrir augum, að hljóðvarpstækið (áðurnefnda) verður sett í kafbát- inn, og verður því eigi sérlega mikil hætta á ferðum 1 þessa átt. Pól- hafið er djúpt, 4—500 m. Og skyldi báturinn hitta fyrir grynningar, er ætíð hægt að fara gætilega. Til hvers er förin gerð? Um það spyrja margir og telja för þessa tilgangslausa og fásinnu eina. Vil eg því þegar benda á, að eftir mínu áliti er tilgangur farar- innar mjög viðtækur og merkilegur: Að rannsaka til hlítar strauma Pól- hafsins. Nansen sannaði fyrstur manna, að Pólhafið er mjög djúpt, en það héldu engir áður. Einnig fræddi Nansen oss um, hvernig rás sumra strauma væri þar nyrðra- í’ar gengur Golfstraumurinn norður á við djúpt í hafi, en kaldur yfir-1 horðsstraumur heldur suður haf. í>etta er í rauninni alt og sumt, sem vér vitum um þessi atriði, og það er of lítið. Ætlum vér oss að kynnast Noregshafi og nyrðra hluta Atlantshafs, verðum vér einnig að þekkkja Pólhafið. Það er mjög mikilvægt fyrir fjölda atvinnugreina hér hjá oss. Kafbátur er hentugasta tækið. í kafbát ætti að vera auðvaldara að rannsaka Pólhafið, en á nokkurn annan hátt- Láti maður reka með ísnum, eins og reynt hefir verið, er ætíð lagt út í óvissu um, hvert lendir. Eigi að nota ísbrjót, verður áf anginn (* ‘aktionsradius’ ’) sty ttri. Auk þess má framkvæma margs- konar störf neðansjávar, sem eigi verður við komið ofansjávar. 1 kaf- bátnum er klefi, sem kallaður er kafarabyrgi. Þar er klefi með saman þjöppuðu lofti, svo að loftþrýstingin er jöfn vatnsþrýstingunni utan að. Er því hægt að opna hlera, án þess að sjórinn streymi inn í klefann, og kafari getur farið þar út um og niður í sjóinn. Við höfum ekki kaf- ara með í för þessari, en við getum notað klefann til að mæla dýpi með lóði og annað þessháttar. Einnig getur maður í kafbát mælt þyngdar-aflið ijijög rækilega, og er það afar mikilvægt fyrir rannsóknir á jarðskurninni við heimsskaut og miðjarðarbaug. Skip og skipshöfn. Kafbátur þessi, sem Wilkins hefir fengið að iáni hjá stjóm Banda- ríkjanna, var smíðaður 1917- Hann er 170 fet að lengd, 15 feta breiður og 14 feta hár. 1 framstafni var áður tundurskeytaklefinn, nú verður þar bækistöð visindamannanna, en allra fremst “kafarklefinn.” Aftar er svo stjómklefi o. fl. og í aftur- stafni vélarúmin. Nú verður settur nýr skjöldur yfir allan bátinn. Kaf- báturinn getur farið með 14 “knúta” hraða á yfirborði sjávar, en 9 í kafi. Wilkins ætlar að eins að nota 4 kn. hraða. Getur báturinn verið 16 klst. í kafi, og er þá i 8 klst. að hlaða allar raflhlöður sínar.. Skip- shöfnin er 12 manns, að meðtöldum yfirmönnum, en auk þess Wilkins sjálfur og þrír vísindamenn, blaða- maður og ljósmyndari. Um þessar mundir á báturinn að vera albúinn, svo að hægt sé að hefja reynsluferðir og rannsókn allra “þolrifja.” 1 apríl fer hann til Eng- lands og þaðan til Noregs. 1 júni verður svo haldið til Svalbarða, og þar reynt til þrautar. Júlí—ágúst er ætlaður til fararinnar og starfs- ins í Pólhafinu. Leiðin sjálf. Ferðaáætlunin er lögð um Pól- hafið þvert, frá Svalbarða um Norð- urheimsskaut og til Alaska, og eru ætlaðar 6 vikur til fararinnar,” segir prófessor Sverdrup, “myndi eg ekki hafa stefnt þvert yfir Pólhafið, heldur gert smákróka í áttina til Grænlands. Mundi það bera meiri vísindalegan árangur. En þar eð leiðangur þessi verður afar dýr, hyggst Wilkins að njóta hagnaðarins af undrun þeirri, er óslitin lang- ferð um hafið þvert mun valda. Þrátt fyrir þetta hefi eg mikinn áhuga fyrir förinni og tijgangi hennar, og er því fús til að vera með. En eg vil taka það upp aftur. að þrautreyna verður öll “farar-tæki” áður en lagt verði af stað fyrir fult og alt. Og eg hefi áskilið mér rétt til að vera alveg frjáls og sjálfráður, ef tilraunirnar með farar- búnað allan reynast eigi eftir á- ætlun og óskum. FRA ÍSLANDI Rvík 13. jan. Guðmundur Björnson landlæknir fékk aðkenning af slagi fyrir nokkr uro dögum- Preþare Now! Better times will come, much sooner than most people anticipate. The re- sult will be a keen demand for steno- graphers, secretaries and bookkeepers, to fill the openings made vacant by the late financial depression. Right now, office staffs are cut to the limit, and many who liave been dismissed have gone into other occupations, or have left the City. Besides, the number now training for business is considerably below the average. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largesi Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for-study. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PH0NE 25 843 Jóhannes Sigfússon yflrkennari við Mentashkólann í Reykjavík, andaðist að heimil sinu hér í bæn- um 19. í>. m. Var hann fæddur að Núpufelli i Eyjafirði 10. ág. 1853, og voru for- eldrara hans Sigfús bóndi Thorlac- ius, einn af sonum Einars prests Thorlacius í Saurbæ í Eyjaf. og kona hans Rosa Daníelsdóttir, bónda i Núpufelli Pálssonar. Voru þau hjón- in Sigfús og Rósa orðlögð gæða- og sæmdarhjón. ölst Jóh. upp hjá foreldrum sínum og vandist frá æsku aliri sveitavinnu. -Var i fyrstu ekki hugsað um að láta hann ganga mentaveginn, en þó naut hann nokk- uð frekari mentunar, en alment gerðist í þá daga, bæði hjá föður- bróður sínum, séra Jóni Thorlacius í Saurbæ og á Akureyri hjá Jóhan- nesi Halldórssyni, barnaskólastjóra. Fékkst Jóhannes síðan við bama- kenslu næsta vetur. Þegar hann mögulega gat komið þvi við frá vinnu, var hann sokinn niður í bækur og brann af námslöngun. Varð því að ráði, að hann byrjaði á skólalærdómi, rúmelga tvítugur að aldri, hjá séra Guttormi Vigfús- syni, er þá var aðstoðarprestur i Saurbæ i Eyjafirði, hjá séra Jóni Austmann, tengdaföður sínum. Fékk Jóhannes þar góða undirstöðu og því, er þá var. Einnig er sannorð og ítarleg lýsing á kennurum Lat- ínuskólans, er Jóh. kom í skólann, og kenslufyrirkomulaginu, er einnig var með talsvert öðrum hætti en nú tíðkast. 1 allmörg ár fékkst Jóh. við þing- skriftir, er Alþing var háð að sum- arlagi, og þótti hann með bestu og færustu þingskrifurum, sem þá voru. Jóhannes var kvæntur Cathincu, dóttur Christians Zimsen, kaup- manns og konsúls, síðast í Rvík Varð þeim eigi barna auðið, en ólu upp sem sitt eigið barn, Rósu dótt- ur Bjarna kennara Jónssonar, og er hún nú hjúkrunarkona hér i hæn- um. Þau hjónin voru samvalin að gestrisni og allri valmensku, og þar var ætíð hinum fjölmörgu vin- um þeirra tekið opnum örmum, og margur námspiltur, sem í fyrsta skifti kom til Reykjavikur, umkomu- lítill og ókunnugur, mætti þar mann- vini og velgerðarmanni, er greiddi braut þeirra, Yfirhöfuð var Jóh. einkar vel metinn hjá öllum þeim mörgu er kyntust honum vegna mannkosta hans, ljúfmensku og yfirlætisleysis E. Th. —Vísir Nýárið nýr fíminn ! ÞETTA LYFTIDUFT ER BÚIÐ TIL í VERKSMIÐJU HÉR f WINNIPEG AF BORGURUM WINNIPEGBÆJAR. ÞAG ER ÚR HREINU EFNI, HOLT OG ÁBYRGST AÐ VERA ÁBYGGILEGT f HVfVETNA. Blue Ribbon Limited að vera, á Islandi, þegar svo er kom- ið. Þá mun Reykjavík verða ein af skemtilgustu höfuðborgum jarð- arinnar, og skemtileg í beztu merk- ingu orðsins, bær þar sem auðið verður að þrifast og þroskast á hvern þann hátt, sem nauðsynlegt er, svo að áður á mjög löngu líður mun verða komist fram úr því, er var á 10. öld, þó að á þeim tíma væri hér á Islandi hið mesta at- gervisfólk jarðar vorrar. A nýárinu 1931. Helgi Péturss. —Vísir. ur áramótum, en aðeins einn bátur i mun hafa farið á sjó enn, en nokkrir ] bátar eru tilbúnir og munu þeir fara á sjó innan skamms. Liklega verða gerðir hér út alt að þvi eins margir bátar og í fyrra, a. m. k. ef úr ræt- ist, en peningaleysi er hér og erfið- leikar, þar sem mjög mikið af fiski liggur hér óselt. Borgarnesi 2. Jan. Tíðarfar yfirleitt gott að undan- förnu en nokkuð stormasamt. Heilsu far gott- Skepnuhöid yfirleitt góð það sem af er vetri. kenslu hjá séra Guttormi, er var prýðisvel að sér í latínu. Settist Jóh. í 2 bekk latínuskólans, haust- ið 1876. Rejmdist hann besti náms- maður og útskrifaðist þaðan með hárri 1. einkunn.* Að því búnu gekk hann í prestaskólann og útskrifaðist þaðan 1883, einnig með hárri 1. einkunn. Eigi gekk hann þó í presstöðu, sem honum stóð þá til boða, en gerðist kennari við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði, og var þar kennari, þar til þann 13. ágúst 1904 var settur yfirkennari við Mentaskólann í Rvík, og skipaður kennari við skólann ári siðar. Kendi hann síðan við skólann, uns hann sagði af sér yfirkennaraembætti, haustið 1928, og hafði þá verið kennari i samfleytt 45 ár. Þegar við Flensborgarskóla fór orð af lipurð Jóhannesar og góðu kennara- hæfileikum og margir skólabræður hans vísuðu síðan piltum, er voru að byrja á námi, til hans, og reyndist hann þeim bæði hinn besti kennari og einkar hjálpsamur þeim, er af litlum sem engum efnum voru að brjótast til náms, og munu margir þeirra bera hlýjan hug til hans og nú blessa minningu hins vingjarn- lega og látlausa manns, sem studdi þá oft svo drengilega á erfiðri námsbraut með hollum ráðum og ýmiskonar liðveislu. Jóh. sál. fylgdist vel með á sviði kenslumála, þó eigi yrði af að hann færi utan til frekari fullkomnunar, sem hann hafði þó lengi ríkt í huga, en mörg rit mun hann hafa lesið, er fjölluðu um kenslumál og ýms rit og kenslubækur gaf hann út um það efni (ásamt öðrum) og skulu hér nokkur talin: Tímarit um uppeldi og mentamál I—V, árin 1888—92 (ásamt Jóni Þórarinssyni og ögmundi Sigurðs- syni). Reikningsbók handa byrjend- um 1885. Samtíningur handa börn- um I—III. Kenslubók í dönsku (ásamt Jóni Þórarinssyni). Lesbók handa börnum og unglingum (ásamt Guðmundi Finnbogasyni og Þórhalli Bjarnasyni). — Kenslubók í dönsku I—III, og Danskt orðabókaóver (á- samt Jóni öfeigssyni). Mannkyns- sögu-ágrip, ásamt Þorl. Bjarnason. Auk þess safnaði hann í mörg ár til sögu um kenslu og skólahald á Islandi, frá byrjun til vorra daga. Rannsakaði hann margt og mun handrit þetta vera allstórt, en eigi er mér kunnugt um, hvort riti þessu hefir verið lokið til fulls. Síðast ritaði hann æfisögu sína, og er það merkt og þýðingarmikið rit- Segir þar ítarlega frá vinnu- brögðum og ýmsum háttum í sveit, er tíðkuðust á uppvaxtarárum hans, sem nú er orðið allmjög breytt frá * Vantaði Jóh, einungis eitt þriðja st. upp á ágætiseink. Voru þá og siðar gefnar fremur lágar einkunnir í skóla, og hækkuðu ekki fyr en dr. Valtýr benti á þetta í grein í Einmreiðinni og benti til saman- bnrðar á vitnisburðagjafir í latínu- skólum f Danmörku- I. Nýtt ár er byrjað, en ekki ný öld. Miklu fremur hefir aldarfarið versnað enn, frá því sem áður var. Og þó getur nýi tíminn hafist, þeg- ar menn vilja. Hann hefst þegar menn vilja verða samhuga um rétt- an skilning á nokkrum aðalatrið- um tilverufræðinnar, um nokkrar réttar tilfinningar og réttar fram- kvæmdir. Menn þurfa að skilja nauðsynina á sambandi við fullkomn ari tilverustig lifsins, og að þau til- verustig eru jarðnesk, þó að um aðrar jarðir, aðrar jarðstjörnur, sé að ræða en vora. Menn þurfa að vera samhuga í óbilandi trausti á því, að breyta megi til frá þvi sem nú er, þannig að gott verði að lifa, fyrir alla, og ávalt betra og betra. Og menn verða að vera samtaka um réttar framkvæmdir, sem þá fyrst verða að miða að þvi að auka og bæta hið magnandi, lifeflandi sam- band. II. Hér í Reykjavík mætti nú gera merkilega byrjun. Hér á að fara að reisa kirkju mikla. Vígi Reyk- víkingar þá kirkju sannleikanum. í Reisi þeir hana af hiklausum skiln- ingi á eðli og uppruna allra trúar- bragða, og fullum hug á að hún verði að meiri notum en nokkur kirkja hefir verið áður. Reisi þeir hana sem stöð til sambands við líf- ið á stjörnunum. Stöð, þar sem þeir sem mist hafa sína geti fengið ör- uggar fréttir af þeim og jafnvel séð þá og heyrt. Þar sem hjálpa megi læknunum til að sigra sóttir og þjáningar. Þar sem svo gott sé að koma, að menn fari þaðan jafnan auknir að viti og lífsþrótti, og hæf- ari til að komast fram úr hverjum var.da. Og hvergi mundi sannast betur en í þessu dæmi, að hugur ræður hálfum sigri. Þó að fyrir- tæki þetta virðist mikið og torsótt- legt, þá væri sigurinn vís, ef lagt væri út í það af réttum hug. III. Haustið 1928, hvatti eg til þess að reisa hér sambandsstöð þeirrar tegundar, sem á hinni nýju öld mun taka við af kirkjunum, og greiða svo fyrir og bæta um árferði og at- vinnu, að baráttan við fátækt og vanmenning, sem nú virðist von- laus, mun á skömmum tima reynast sigursæl. Orð min voru að engu höfð. I stað þess að farið væri að l ; mínum ráðum, var reist hér kaþólsk kirkja- Daginn, sem hún var vígð, , kom hér jarðskjálfti, eins og kunn- ugt er, einn sá mesti sem orðið hefir hér í bæ. Það var óneitanlega skrit- in tilviljun. Nú ættu Reykvíkingar I að reyna, hversu mjög á annan veg tilviljanirnar verða, og hversu skemti legar, þegar farið er að minum orð- um, og greitt fyrir því, að verur slíkar, sem forfeður vorir kölluðu guði og gyðjur, geti haft hér áhrif meiri en áður. Þá verður hér gott FRÁ ÍSLANDI. . Akureyri 5. jan. Hörmulegt slys varð í morgun á verksmiðjunni Gefjun. Einn verka- manna lenti í vélarreim og limlest- ist svo stórkostlega, að hann dó á leiðinni i sjúkrahúsið. Er þetta ann- að skiftið sem slíkt slys verður í Gefjun á tveimur árum. Maðurinn hét Arngrímur Jónsson, innan fer- tugs, kvæntur, lætur eftir sig sex hörn, öll ung. * * * Siglufirði. 12. jan. Aðalfundur Verkamannafélags Siglu- fjarðar var haldinn á laugardags- kvöldið og var mjög fjölmennur. 1 félagið gengu þá 37 nýir meðlimir. Formaður var kosinn Kristján Sig- urðsson og varaformaður Guðmund- ur Skarphéðinsson. Þeir og með- stjórnendur allir sósíalistar- Komm- únistar komu engum að í stjórn. Kristín Blöndal, ung efnisstúlka, símamær, lézt á sjúkrahúsinu i morgun. * * * Vestmannaeyjum 12. jan. A bæjarstjórnarfundi á fimtudag, var samþykt að bæjarstjóri og tveir menn aðrir væru sendir á fund ríkis- stjórnarinnar til þess að ræða um útvegun fjár til framkvæmda hér, vegna atvinnuleysis þess og deyfðar sem hér er nú. Fóru sendimennirn- ir á Dettifossi. Vertíð byrjar hér vanalega upp Sýslumaður var sóttur á vélabát til Akraness í morgun. Mun það standa í sambandi við kaupdeilur þar. 4 Aðsókn að skólunum í héraðinu er góð I ár sem að undanfömu. A Hvanneyri mun fullskipað, en á Hvitárbakka er nokkuð færra en vanalega, þvi sumir umsækjndur kusu að bíða næsta skólaárs, er Reykholtsskólinn tekur til starfa. Er unnið af kappi miklu að skóla- byggingu þar. Er hún vel á veg komin. Hitaleiðslan er fullgerð. Er vatn leitt úr hvernum Skriflu norð- anvert við túnið, og í þró heimavið og húsið hitað upp með gufu. Munu 14 menn vinna að húsbyggingunni í vetur, og er búist við að hún verði fullger snemma sumars. Heilbrigði í skólunum í bezta lagi í vetur. I Borgarnesi er um engar sérstak ar framkvæmdir að ræða, en bráð- lega verður byrjað á vegabótum l þorpinu- A að minsta kosti að end- urbæta veginn frá Brúnni yfir Brák arsund alla leið á þjóðveginn, hlaða hann upp og breikka að mun- * • • Akranesi 12. jan. Sýslumaður Borgarfjarðarsýslu kom hingað kl. 3 í dag. Mun hann gera tilraun til að miðla málum f deilu milli Haralds Böðvarssonar út- gerðarmanns og verkalýðsfélagsins. Bátar hafa farið á sjó tvisvar það Frh. á 7. bls. C0AL SPECIAL Best Grade Drumheller Kitchen Lump $9.50per ton Satisfaction Guaranteed PHONES 24 512 — 24151 NÚ ER TÍMINN TIL AÐ KAUPA RÚMFATNAÐ YÐAR og borga fyrir hann nú og yfir sumarmánuðina. VéH höfum agætt crval af Eiderdown Stoppteppum, Ullarteppum, Bómullarteppum Rúmteppum, Gólfteppum — og Linoleum dúkum. — Simið og umboðsmaður vor mun koma til yðar. "YOUR CREDIT IS GOOD WITH US” Gillies Furniture Co., Ltd. 956 MAIN ST. PHONE 53 533

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.