Heimskringla - 22.04.1931, Page 4
4 BLAÐSJÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 22. APRIL 1931.
k-------------
^tmskringléi
StofnuO 1886)
Kemur ilt á hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS. LTD.
153 og 855 Sarqent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86537
VerB blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
tyrlríram A;lar borganir sendist
THE iTIKING PRESS I.TD
Ráðsmaður. TH. PETURSSON
UtanáslcTift til blaOsins.
Manager THE VIKING PP.ESS LTD..
853 Sarnpnt 4?v> W:nniren
Ritstjóri STEFÁN EINARSSON
Vtanáskrift til riístjórans:
EDITOR HEIY SKRINGLA
853 Sargent A je„ Winnipeg.
~ '‘Heimskringla" is publlshed by
í.nd printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 S'rrgent Avenue, Winnipeg, Man
Telephone: 89 994
WINNIPEG 22. APRIL 1931.
SUMARDAGURINN FYRSTI
Sumardagiurinn fyrsti er á morgun.
Hafa íslendingar í þau ár sem þeir hafa
dvalið hér vestra, minst hans sem tylli
dags, að fornum íslenzkum sið. Þeir
munu, að minsta kosti þar sem þeir eru
fjölmennastir, oftast nær hafa komið
saman þennan dag til þess að árna hver
öðrum gleðilegs sumars.
f>að mun sönnu næst, er haldið hefir
verið fram um það, að íslendingar séu
eina þjóðin, sem dag þennan hefir í
nokkru afhaldi. í tímatali annara þjóða
er hans að minsta kosti ekki getið. Enda
þótt sumarið sé talið af( byrja um sól-
stöður, 21 júní, á norður hveli heims, er
þess dags ekki neitt minst sérstaklega
sem fyrsta dags sumars hjá neinni þjóð,
er vér til vitum.
Jafndægur á vori eru 21 marz og því
fullum máuði fyr en sumardagurinn
fyrsti hjá íslendingum. Við þau eykta-
mörk stjörnufræðinnar er dagur þessi
því ekki heldur bundinn.
En hvað er það þá, sem því veldur, að
hans er sérstaklega minst?
Þeirri spurningu svara skáldin öllum
öðrum betur. í kvæði um sumardaginn
fyrsta eftir skáldið Stephan G. Stephan-
son stendur þetta:
Þegar þiðnar í flóum,
til þýðveðra loft hefir breyzt.
Þegar þétt-knýtt af snjóum
er þrælsband af jörðinni leyst.
Þá er lánsdagur landa
og líf alt á jörðinni glatt,
hún er yngd upp í anda
* og al-frjáls------------
Það er með öðrum orðum fögnuður út
af breytingu veðráttunnar, áhrif ís-
lenzkra náttúru á hugi landsins barna,
sem er ástæðan fyrir því, að íslendingar
minnast sumardagsins fyrsta.
Vetraríki er mikið á íslandi eins og við
vitum. Fegins-hugur er ekki ólíklegt að
vakni hjá þjóðinni þegar hún sér að hún
er því ekki ofurseld um alla eilífð. Mun
oftast mega heita, að því ljúki með byrj-
un mánaðar þess, er til forna var nefnd-
ur Harpa, enn sá mánuður byrjar með
sumri eða með sumardeginum fyrsta.
Að sumarið sé um þetta leyti að byrja í
íslenzkri náttúru bera og ýms fleiri nöfn
vott um, sem þessum fyrsta mánuði
sumars, hafa verið gefin, svo sem nöfn-
in gaukmánuður, sáðtíð o. fl.
Einnig getur verið að ekki sé fjarri
að tengja vorleysinguna í náttúrunni við
frelsisþrána í lund íslendingsins, eins og
skáldið vitra gerir í kvæðisbrotum þeim,
sem vitnað var í. Að frelsisþráin hafi
verið rík í eðlisfari fslendingsins, er ekki
að efa. Hennar vegna yfirgáfu þeir óðul
sín í Noregi forðum, og það er í raun og
veru henni að þakka, að þeir urðu til
sem sérstök, óháð þjóð og eru það enn.
Sambandið milli stríðs og sigra vorsins í
náttúrunni og stríðs og frelsissigra þeirra,
levnir sér ekki í ísienzkum skáldskap.
Jafnvel í gleðskap íslendinga, tyllidaga-
haldi og algengum venjum, er stundum
falin einhver djúp þekking á lífinu. Það
er sem gleðin sjálf sé ekki fullkomin hjá
þeim, án þess að vera blönduð ströng-
ustu alvöru.
í enskum ritdómi umskáldskap, var
því nýverið haidið fram, að skáldskapur
gæti í raun réttri ekki annað kallast en I
það, sem eitthvað væri tengt náttúrunni,
því mannlífið væri svo háð áhrifum henn
ar, öflum og fegurð, að alt sem lyti að
því að lýsa því, yrði fánýtt og snautt, ef
því væru ekki fundin einhver rök þar. '
Þetta nær nú auðvitað til skáldskapar
meira en efnisins, sem hér er verið að
minnast á. En jafnvel frá þessu sjónar-
miði skoðað, verður það eftirtektarvert
við sumardaginn fyrsta, hve nátengdari
hann er áhrifum sjálfrar náttúrunnar, á
hugi manna, en tyllidagar annara þjóða
oftast eru, eins og t. d. öskudagurinn,
sem jafnvel þó í samband við föstuna sé
settur, kvað til vera aðallega vegna þess,
að í fyrndinni jusu múnkar ösku yfir
nauðrakaðar krúnur sínar, til merking-
ar um einhverja ímyndaða skírlífiskú-
vendingu eða yfirbætur og iðrun.
Hvernig að sumardagsins fyrsta var
minst heima, gæti verið efni í skemtilega
frásögn, ef gamall, minnugur ísiendingur
segði frá. Þeim sem að heiman fóru á
unglingsárunum, er það að mestu leyti
gleymt. Og þeir sem hér eru fæddir, vita
sennilega ekkert um það, nema það sem
þeir hafa á sumarmálasamkomum hér
heyrt sagt frá því. Ræður voru oftast nær
fluttar á sumardaginn fyrsta um sól og
sumar, eða eitthvað þessháttar. Sá er
þétta ritar man nú samt ekki eftir neinu
úr þeim. En hann man því betur eftir
sæta kaffinu og ljúffengu, heitu lumm-
unum, sem mönnum var þá gætt á. —
Þó að þeim sem hér eru fæddir, þyki
þetta nú ekki mikilli nýungu sæta, var
öðru máli að gegna um það fyrir fjórð-
ungi aldar heima. Vegna slitróttra sam-
ganga sumstaðar á landinu, höfðu margir
oft ekki bragðhð sætt kaffi síðan á þrett
ánda. Það var því engin furða, ef skip
voru ekki komin með sykur, tóbak og
annan varning til verzlana á sumardaginn
fyrsta, sem ekkert einsdæmi var, þó ekki
væri til hátíðarhaldsins litið með eins
miklum fögnuði. En mest hlaut þetta þó
að fá á töbaksmennina. Kaupmenn áttu
að vísu sjaldnast lofbænum að venjast.
En aðra eins ofanígjöf fengu þeir aldrei
og hjá tóbaksmönnunum, ef ekki var
hægt að fá “upp í sig’’ í verzlun þeirra
á hátíðum. Sá er þetta ritar, man sumt.
af því vel, er lesið var yfir kaupmönnun-
um út af þessu, vegna þess að hann var
þá vikadrengur í .búð, en frá því er naum-
ast viðeigandi að segja, nema þá undir
fjögur augu.
Að kvöldi var dansað á sumardaginn
fyrsta. En dansar voru þó ótíðir þá, til
sveita að minsta kosti. Tók sveitafólkið
hálf-hikandi þátt í þeim. Hvað sprækir
sem sveitapiltarnir voru, gátu þeir ávalt
átt von á því, að bæjardömurnar segðu
um þá, að dans þeirra minti á dans kálfa,
sem í fyrsta sinn er hleypt út á vorin.
Og spengilegum, kraftalausum flibbaherr-
um úr bæjunum varð það ekki erfiðis-
iaust, að dragnast með aðra eins nökkva
og sumar sveitasctúlkurnar voru út heil-
an dans. Fólk finnur aldrei eins mikið til
sín og á dansi. Og það var engin furða
þó sveitastúlkurnar hlífðust við að koma
þar fram, sem þær áttu víst að bíða lægri
hluta, þó í engu stæðu bæjarstúlkunum
að baki, nema í því að skvetta sér —
vér eigum við, eftir reglum danslistar-
innar. Og eins var með sveitapiltana.
Unga fólkið úr sveitinni var eins látið
finna til vanvirðu fyrir vankunnáttu sína
í þessari óviðjafnanlegu list, eins og bæj-
arfólkinu fanst til um virðingu sína fyrir
fræknleik sinn í henoi, og eins og dans-
hetjunum hefir ávalt fundist. í þessari
skemtun var því sjaldan almenn þáttaka
á þessum árum. ✓
Um útileiki var aftur meira, og var
bændaglíman langbezta skemtunin af
þessu tæi talin. Þegar fram í bændaglím-
una sótti, og keppendur voru aðeins tveir
orðnir, var áhugi fólksins engu minni en
hér gerist við íþróttir, og var hvortveggi
eggjaðir óspart til framgöngu. Einstöku
eamla -íslendinga hittir maður hér enn-
þá, sem enga íþrótt skoða glímunni
fremri, enda þarf til þess að vera góður
glímumaður eins mikið þrek, snarræði og
fimleika, og líklegast við nokkra íþrótjt.
sem hér tíðkast. Og glíman var eingöngu
iðkuð vegna listarinnar, en alls ekki fyrir
neitt endurgjald. Auk glímunnar var einn
ig skemt sér við hiaup, stökk og ýmsar
aflraunir, sem drengi þurfti til að ynna
af hendi, en ekki dáðleysingja.
Þrátt fyrir alt þetta, var sumardagur-
inn fyrsti ekki neinn lögskipaður helgi-
dagur. En á fáum heimilum var samt
skipað fyrir um vinnu þann dag. Ein-
stöku gamlir búnubbar voru þó til, sem
drifu vinnufólkið til að vinna á túnum
eða eitthvað þessháttar; en það voru ekki
nema þeir, er voru svo skapi gerðir, að
þeir gátu aldrei vitað að það mætti um
frjálst höfuð strjúka. Víðast var fólk lát-
sjálfrátt um það. Og almennast heimsóttu
þá lausamenn kærusturnar sínar, ef á
öðrum bæjum voru.
Það getur nú verið, að eitthvað af
þessu sé breytt orðið. En sumardagurinn
fyrsti var áreiðanlega einn þjóðlegasti
tyllidagurinn, um eitt skeið á ísiandi.
-----------------o------
SPÁNARBYLTINGIN.
Á Spáni gerðust mikil tíðindi s.l. viku.
Skal hér í fám orðum drepið á aðdrag-
andann eða helztu tildrögin til þeirra
tíðinda.
Ástæðurnar fyrir óánægjunni með kon
ungsvaldið eiga rætur sínar að rekja til
ársins 1923, er konungurinn afnam þing-
ræðið og gerði Primo de Rivera að ein-
ræðisherra.
En til þess gerræðis gagnvart þjóðinni
greip konungurinn vegna þess, að spánski
herinn í Marokkó hafði beðið ósigur, er
grunur lék á, að væri ráðstöfunum kon-
ungsins að kenna. Þingið skipaði nefnd
til að rannsaka málið, en konungurinn
vildi fyrir hvern mun stöðva rannsókn-
ina, því hann óttaðist að hún stofnaði
konungsvaldinu í hættu.
í fyrra var óánægjan orðin svo mikil,
að konungurinn varð að reka Rivera frá
völdum. Lofaði hann að láta Berenguer,
er þá tók við stjórn, að koma þingræðinu
aftur á. En það drógst stöðugt, og marg-
ir efuðust um að nokkuð mundi úr því
verða. Konungurinn virtist helzt á því,
að halda einræðinu áfram. En það hefir
ekki gefist vel á Spáni. Atvinnulífinu hef-
ir hnignað, gjaldeyrir landsins fallið og
skuldirnar aukist. Varð þetta alt til þess
að magna lýðveldishugmyndina. Og loks
kom að því, að konungur varð að lofa
að láta ganga til almennra kosninga 1.
mrz s. 1.
En það var þá orðið um seinan. Frjáls-
lyndir konungssinnar, lýðveldismenn og
sósíalistar neituðu að taka þátt í kosn-
ingunum. Þeir töldu algerlega ófullnægj-
andi að kvatt yrði saman venjulegt þing.
Þeir vildu láta kveðja saman þjóðþing
(Oortes), til þess að gefa landinu nýja
stjórnarskrá. Þeir heimtuðu að vald kon-
ungsins yrði minkað, að hann yrði svift-
ur neitunarvaldinu og réttindum til að
rjúfa þing. Þessir flokkar vildu hafa
tryggingu fyrir því í stjórnarskránni, að
konungur gripi ekki aftur til einræðis-
ins, ef hann þyrfti á að halda, til að
bjarga krúnunni.
Romanones greifi, foringi frjálslynda
flokksins, heimsótti Berenguer stjórnar-
forseta 14. febrúar s.l., og skýrði honum
frá þessum kröfum. Að viðtali þeirra
loknu, beiddist Berenguer lausnar og kon-
ungur afkallaði tilskipunina um þing-
kosningar 1. marz.
Þá leitar konungur á náðir fjandmanna
sinna og fær Guerra, foringja umbóta-
manna, til þess að reyna að mynda
stjórn. Guerra leitaði að ráðgjafaefnum
sínum í tugthúsunum, en þeir vildu held-
ur sitja kyrrir þar en að gerast ráðherr-
ar. Loks fékk hann nógu marga á listann
til þess að færa konungi, en þegar kon-
ungur sá nöfnin, gafst honum ekki á að
líta, svo Guerra varð að hætta við að
mynda stjórn.
Þá fær konungur Aznar aðmírál til að
verða stjórnarforseta. Lofar Aznar öllu
góðu um kosningar og endurskoðun á
stjórnarskránni, en í stjórnina valdi hann
eindregna konungssinna. Var þá lýðnum
nóg boðið, og skömmu seinna verður
konungurinn að láta af völdum og flýja
land.
Af þessu litla sýnishorni af stjórnmáia-
ástandinu á Spáni undanfarin ár, og þó
einkum síðustu tvö árin, er það auðsætt
að konungurinn hafði búið vel í pottinn
fyrir byltingu. Hann var búinn að svifta
þjóðina þingræði og öllu stjórnarfarslegu
frelsi. Blindaður af drotnunargirni skildi
hann ekki, hver hætta honum hiaut af
því að stafa fyr eða síðar.
En er nú lýðveldinu borgið? Eða bíð-
ur þess hið sama og Kerenskylýðveldisins
forðum á Rússlandi? Tæplega er mikil
hætta á því talin. Konunginn er ekki að
óttast. En kommúnistaskipulagi verður
þar að líkindum reynt að koma á fót. Þó
er búist við, að það gangi ekki greitt.
Kaþólska kirkjan er mjög volddug á
Spáni, og það er haldið, að hún muni með
áhrifum sínum á iandslýðinn geta sporn-
að við því að kommúnisminn eflist þar
svo, að lýðveldinu stafi hætta af því. En
eigi að síður er lýðveldið þar barn í reif-
um ennþá.
-------o-------
“SPAUCILEGI PABBI”
eftir Lita Grey.
Charlie Chaplin, fyrrum eiginmanni
mínum þykir vænt um böm, en þó á dá-
lítið einkennilegan hátt. Þau eru eins og
flestir vita, hans fremstu aðdáendur, en
þrátt fyrir það virðist sem hann sé feim-
inn vð þau.
Hann hefir mikiar fðurlegar i
tilfinningar til sinna eigin
barna. Hann er stoltur af þeim ^
og heldur að í þeim búi ljós
mikilia gáfna, sem seinna muni
gera þau að miklum mönnum.
En hann veit í raun og veru
ekki, hvað börn eru, eða hvern-
ig ala eigi þau upp.
Mig iðrar hvorki eftir að hafa
gifst Charlie, né að hafa skilið
við hann. Eg held að eg geti
metið hans kosti betur nú, en
meðan við vorum saman. Og
drengjunum okkar, Sidney Earl
og Charlie, get eg betur komið
f skilning um, hvað pabbi þeirra
er, en eg mundi annars geta.
Þeir voru of ungir til að vita
nokkuð um hann, er við skild-
um, en þeir muna eftir honum.
Þeir fara oft á hreyfimynda-
húsin og hafa undur gaman af
að sjá pabba sinn leika.
Einu sinni heyrði eg á samtal
milil annars sonar míns og ná-
búastúlku lítiliar. Þau voru að
jagast út af feðrum sínum. —
Stúlkan sagði: “Pabbi minn er
miklu laglegri maður en pabbi
þinn.’’ Sonur minn hugsaði sig
um, en svaraði svo: “Það getur
verið að pabbi þinn sé laglegri,
en þú átt ekki eins skemtileg-
an og spaugilegan pabba eins
og eg. Það á enginn!’’
Drengirnir þekkja Charlie
sem “spaugilega pabba”, og
þeir eru upp með sér af hon-
um. Hugmynd sína um hann
hafa þeir öðlast af því að sjá
hann leika.
Charlie er djúpvitur á vissu
sviði. Hann er ‘spaugilegur fað-
ir’’, erfiður eiginmaður, undra-
verður listamaður, og að vissu
leyti mikilmenni. • Eg spyr
stundum sjálfa mig, hvort sú
kona sé til, sem gæti að öllu
leyti þóknast Charlie. Hann er
svo niðursokkinn í starf sitt,
að eg á ómögulegt með að
hugsa mér hann sem um-
hyggjusaman eða ákjósanleg-
an eiginmann. Hann er einnig
um of tilfinninganæmur.
Þegar hann kom heim eftir
sitt harða dagsverk, hafði hann
vanalega góða matarlyst. Og
eftir máltíðina tók hann sér í
hönd annaðhvort fiðlu eða bók.
Kvöld eitt kemur hann heim
örvinglaður og harmi lostinn,
eins og nokkur maður getur
verið. Hann leit ekki á matinn
og fiðlan og bókin lágu ósnert.
Hann sat hreyfingarlaus og ein
blíndi niður á dúkinn á gólfinu.
Hann hafði á leiðinni heim séð
dauðan hund liggjandi fram
með veginum!
Eg held að sá maður sé ekki
enn fæddur, sem fær væri um
að gefa nokkra nákvæma lýs-
ingu af hinu fjölbreytta lund-
erni hans. í tilfelli eins og þessu
áminsta, getur ekki einu sinni
dagleg umgengni og náið sapi-
líf skýrt það neitt. Menn sem
skara fram úr, eru ráðgáta
jafnt kunnugum sem ókunn-
ugum.
Eg var sjö ára, er eg kyntist
Charlie Chaplin.
Hann var stundum gestur á
kaffihúsi eins vinar föður míns,
og eg kom þangað* * einnig með
| foreldrum mínum. Hann kom
þá oft til mín, og við lékum
saman. Oft voru leikir hans
einkennilegir og var mér mjög
skemt með þeim.
Dag einn — eg var þá 12
ára gömul — gengur Charlie
fram kjá blómagarðinum okk-
ar í HoIIywood. Með honum var
maður, er aðstoðaði hann við
leiki, og eg þekti vel, af því að
hann var vinur föður míns. Eg
heilsaði þeim. Charlie horfði
undarlega á mig um stund, að
mér fanst, en segir svo, að eg
sé rétta stúlkan fyrir hlutverk
í leikmyndinni Jackie Coogan,
sem hann hafði þá á prjónun-
um. Og hann fór til foreldra
minna og bað þá um leyfi ti!
þess að eg léki hlutverkið. For-
eldrar mínir veittu það, með
því skilyrði, að það kæmi ekki
í bága • við skólanám mitt.
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hio
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
Næsta dag fór eg til leikhúss
ins. Hlutverk mitt hét “The
Kid’’. Eftir að myndin var tek-
in, sagði Charlie, að eg liti þar
út eldri en eg í raun og veru
væri, og í draumsýningu í þess-
ari sömu mynd lék eg hlutverk
fullorðinnar stúlku.
Eg get ekki sagt, að neitt
sérlegt væri við mynd þessa.
En mér féll vel að leika. Mér
fanst sem eg væri heima hjá
mér. Og eg fann til dálítils
stolts af því að vera, þó ekki
væri nema í smáum stíl, sam-
verkamaður þins víðfræga
Charlie Chaplin.
Löngu eftir þetta veiktist afl
minn alvarlega og mér var sagt
að fara með honum til viss
staðar, sem læknar ráðlögðu
honum að dvelja á um hríð. En
þegar eg fór að kveðja leikvini
mína, horfir Charlie á mig eins
og hann hefði aldrei séð mig
fyr og segir: “Bíddu eina mín-
útu. Eg held að þú sért rétta
stúlkan til þess að leika kær-
ustuna í “The Gold Rush’’.
Eg sagði honum, að eg yrði
að fara með afa mínum, eg gæti
ekki synjað honum fárveikum
minnar aðstoðar. En Charlie
hlustaði ekki á það, sem vita
mátti. Myndin, sem hann hafði
í smíðum, var öllu öðru þýð-
ingarmeira í hans augum. Og
hann sat fast við sinn keip, að
eg tæki hlutverkið. Lét eg þá
leiðast til þess. Myndin hepn-
aðist vel. Og nú var eg orðin
fastaleikkona hjá félaginu.
Skömmu eftir þetta kemur
Charlie til mín og tjáir mér ást
sína og að hann óski að giftast
mér.
Eg var aðeins 15 ára og hafði
eðlilega litla þekkingu á lífinu.
Eg get varla sagt hvaða hug-
myndir eg gerði mér un^ það,
að verða Mrs. Chaplin. Eigi að
síður geðjaðist mér áformið yf-
irleityog eg hélt, að það hlyti
að véra af því að eg væri orð-
in ástfangin.
Eftir að við Charlie vorum
gift, vildi hann að eg hætti vfð
leikstörfin, og var eg því heima.
Eftir skilnað okkar tók eg þau
aftur upp á vaudeville leikhús-
unum, og geðjaðist mér betur
að leika þar en fyrir hreyfi-
myndir, vegna þess, að sam-
band leikenda og fólksins, er
þar miklu nánara.
Hjá Charlie er listin alt. Milli
hennar og hans kemst ekkert.
Það kom oft fyrir þegar-við sát-
um og töluðum saman og hann
svaraði spurningum mínum, og
mér virtist samræðan vera hin
eiginlegasta, að hann segir alt f
einu: “Ó! Nú kom mér í hug
fyrirtaks hugmynd!’’ Hann
hafði þá meðan á samtalinu
stóð, verið stöðugt að hugsa
um einhverja hreyflmyndina,
sem í smíðum var.
Charlie er ágætur vinur. En
honum hættir við að sökkva
sér svo djúpt niður í hugsan-
irnar um list sína, að hann
gleymir öllu, jafnvel sínum nán-
ustu. En það sem þeir tapa,
græðir þá heimurinn.