Heimskringla - 22.04.1931, Side 7

Heimskringla - 22.04.1931, Side 7
WINNIPEG 22. APRtL 1931. HEIMSKRINGLA 7 bla»siða TYRKLAND. Frh. frá 3. bls. skóla. Þar elur hann þingmenn sína upp í góðum siðum, og er hann þar ekki í fullu samræmi við stéttarbróður sinn Mussol- ini hinn ítalska. Það vakti eigi alllitla athygli í Evrópu er það fréttist, að Kemal Pasha hefði sjálfur “búið til” andstöðuflokk gegn sér. Skýrði hann það fyr- irtæki sitt þannig, að með því að andstaða væri í þinginu, þá myndu málin verða rædd nánar og kjarni þeirra því verða ljós- ari. En andstöðuflokkinn varð Kemal Pasha að afnema von bráðar, því svo skringilega viidi til, að í honum sameinuð- ust eldur og vatn, eða “komm- únistar” og allir þeir, er voru andvígir lestri og skrift, afnámi fjölkvænis og vildu koma sold- áni að völdum eins og áður var. Verklýðshreyfing er til í Tyrk landi; en hún er afar-lítil. Nokkrum sinnum hafa verka- menn gert verkföll, en þau hafa í flestum tilfellum tapast, því alt vantar: forustu, lestrarkunn- áttu. og verklýðsmenningu. Verkamenn eiga engin blöð og í raun og veru ekki nokkurn skapaðan hlut af því, sem þarf í stéttabaráttunni. Atvinnulíf og framleiðslulíf Tyrkja tekur miklum framför- um ár frá ári. Eftir margra ára ófrið og óstjórnir lá alt í rústum, vélar voru litlar sem engar og kunnáttumenn örfáir. Kemal Pasha hefir sett á fót verksmiðjur víða um landið. Vélar hefir hann keypt frá Þýzkalandi o. fl. löndum, og þýzka iðnaðarsérfræðinga hefir hann í þjónustu sinni — En samgöngur hafa lítið verið bættar. Kemal Pasha er eins og sést af framanrituðu einn hinn virðingarverðasti allra einvalds- herra. — Stjórn hans er að eins skiljanleg þegar athugað er menningarástand þeirrar þjóðar, er hann stjórnar. Mentaðri og frjálsri þjóð er okki hægt að stjórna með ein- ræði. —Alþb. 3 marz Veróníka. “Ajæja,’ sagði jarlinn. “Eg vona nú að þetta verði til að kenna þér að ríða ekki út ein- sömul hér eftir.’’ “Já, eg ímynda mér, að þetta verði mér nægileg lexia’’, sagði Veroníka og leit niður á fótinn. sem læknirinn var að ieggja halda bakstra við með hinni öiestu nákvæmni. “Eg vona að eS verði ekki lengi hölt, Dr. Thorne?’’ “Hölt!” Honum óaði við því orði í sambandi við hina tignu o^ey á Lynne Court. “Ó, nei, kæra, unga frú mín, Það er undir yður sjálfri komið. Hvfld, hvíld, það er besta ráð við liðskekkju. Eg ætla að homa aftur í kvöld og sjá, hvern yður líður. Munið þér nú, e8 bið yður um það. Hvíld full- hominn hvíld”. “Þessi ungi maður befir stytt legutímann fyrir Miss Denby, að minsta kosti um viku,” sagði hann við jarlinn, þegar þeir geng-u niður stigann. “M hann hefði ekk itekið af henni skó- inn, eða ef hann hefði leyft henni að stíga í fótinn, þá hefði bólgan orðið miklu alvar- legri. Hver segið þér að hann sé? Eg man ekki nafnið.” “Hm, nýr skógarvörður,” svaraði jarlinn. “Laglegur, ung ur maður. sem er í uppáhaldi hjá Miss Denby. Þér eruð viss um, að það sé einungis liðs- kekkja? Þér ætlið að líta hing- að inn í kvöld, alveg áreiðan- lega?” Veroníka losaði sig við Good- win svo fljótt sem auðið var. Hún hallaði sér aftur á bak, lokaði augunum og rifjaði upp fyrir sér ])að, s-em við hafði borið þenna dag. Hún fann til brunaverkjar víðar en í fætin- um — henni fanst hún öll vera að brenna. Einhver tilfinn- ing, sem hún ekki gat gert ser vel grein fyrir, orsakaði það. Hún blygðaðist sín svo mjög og fann til sárrar iðrunar. Hún hafði leyft Ralph að bera sig — hann hafði haldið á henni í fanginu tvisar sinn- um þenna dag jpn það, sem verra var, hún hafði — það var ómögulegt að neita því— slegið staupum saman við hann — það var ekki hægt að nefna það öðru nafni — eins og hann væri jafningi hennar. Annað var þó ennþá verra. Hún haifei viðhaft alla kvenlega klæki til þess, að vinna virðingu hans, til þess að vekja aðdáun hans á sér Hún hafði ekki gert sér grein fyrir þessu,- meðan hún kendi mests sársauka og með- an þakklætið var efst á baugi hjá henni. En nú, þegar hún var komin burt frá honum. fann hún þetta til fulls. Hún játaði það með sjálfri sér, að hún hefði ekki orðið móðg- uð, ekki veitt viðnám, þegar hann tók utan um hana. Hún hafði fundið til gleði yfir því, að hafa hann hjá sér. Rödd hans hafði hljómað sem tólist í eyrum hennar, einkum þó þeg- ar hann varð utan við sig af því, að hún horfði á hann eða brosti til hans. Henni hafði ekki leiðst eftir vagninum, hafði meira að segja leiðst það, að liann kom svo fljótt, þrátt fyrir kvölina, sem hún hafði í fæt- inum. Og svo hafði hún freist- að hans, boðið hon'um, eigin- lega neytt hann til þess, að taka hana á arma sína aftur. “Æ, eg kann ekki að skamm- ast mín! Stolt! Eg er ekki stoltari en beiningakona,” stundi hún upp. “Að láta svo lítið að daðra — já, eg daðraði við hann — við — við — skóg- arvörð! Var eg að verða brjál- uð eða hvað? En hvað hann var sterkur — og þó svo prúð- mannlegur. Og svo dæmaláust nærgætinn. Það var hann, sem beið með óþolinmæði eftir vagn- inum. Og eg hagáði mér eins og einhver — Fanny Mason. Eg notaði mér stöðu mína. hjálpsemi hans og kurteisi, eg lét hann dást að mér — og — DUSTLESS COAL and COKE CHEMICALLY TREATED IN OUR OWN YARD Phone 87308 D. WOOD & SONS LIMITED. WARMING WINNIPEG HOMES SINCE “82” og — eg á ekki skilið að vera annað — að minsta kosti hér á Lynne Court — annað en vinnukona. Já, það er mín rétta staða því að eg hefi hegð- að mér eins og að eg væri það. | Ef eg hefði verið vinnukona, þá hefi hann máske tekið daðri mínu, því að eg gaf honum undir fótinn. Eg gerði það, gerði það, gerði það! Og — og hefði eg getað orð- ið reið, þótt hann hefði tekið því? Ó, eg er alveg að verða geggjuð! Eg hefi altaf vierið að husísa um hgnn. síðan fyrst eg sá hann. Eg vildi óska, að hann færi héðan. Já Eg verð að fá Lynborough lávarð til að segja { honum upp vistinni.’1 Hún var kafrjóð af geðshrær- ingu þegar Goodwin læddist inn á tánum. “í guðanna bænum læðist þér ekki eins og eg sé að deyja!” hrópaði Veroníka og var bjrrst í , bragði. “Fyrirgefið þér, Miss,” sagði aumingja Goodwin, sem var enn óróleg og óttasleeinn. “Það er Fanny Mason. Hún kom í morg 1 un.’’ “Æ, látið þér hana koma inn,’’ sagði Veroníka. Það, að Fanny var nefnd, verkaði á hana sem kalt steypibað, og liún jafnaði sig brátt. Fanny kom inn. Hún var ákaflega auðmjúk og óróleg. j “Ó, Miss, það er svo fallega gert, að vilja sjá mig,” sagði hún. “Og eg vona að ekkert alvarlégt sé á ferðum. 1 Eg mætti Ralph rétt í þessu, og um. að það væri slæm liðs-1 kekkja, En hvað hann er lán- | samur! Eg sagði það líka við hann í gærkvöldi, að hann væri gæfusamur maður.” “Gærkvöldi?” mælti Veron- íka fremur kuldalega. “Já, Miss. Hann kom með fiskinn frá yður, og stansaði og fékk sér bita. Mömmu þyk- ir svo vænt um, þegar hann kemur, hann er svo skemtileg- ur og vingjarnlegur og falleg- ur Svo ólíkur öllum öðrum karlmönnum hér. Hann leit út ívrir að vera mjög órólegur út af yður, Miss, þegar eg mætti i I honum rétt áðan. Hann sagði,! j að þér hefðuð verið svo hörð j og kveinkað yður svo lítið, og \ þó hefði yður hlotið að kenna mikið til —” “Ajá, já, einmitt,” greip Ver- oníka fram í fyrir henni, því að hún ætlaði aldrei að þagna. “Eg hefi tekið frá handa yður kjól, Fanny. Goodwin hefir hann, hann er of þröngur handa henni Mér þykir vænt um —” hún lét sem hún tæki ekki eftir þakklæti Fannyar — “mér þykir vænt um, að Ralph , kemur til ykkar. Honum hlýt- | ur að finnast einmanalegt með j köflum . Það er fallegt af ykk- ur, að vera svona góðar við, j hann. Verið þér sæl. Eg vona, j j að það þurfi ekki að breyta i | kjólnum mikið, því að við er-' ! um hér um bil jafnstórar.” “Og þér eruð sögð stolt, Miss!” kallaði Fanny alveg ó- viljandi upp yfir sig. Veroníka snéri sér undan Hana setti dreyrrauða. “Stolt!” Hún hló beiskju- hlátur. “Ó það er misskilningur. Fanny, 'finst yðuis það ekki? Verið þér sæl.” Hún lá tímum saman á legu- bekknum og reyndi að hugsa ekki um Raiph, eða, ef hún ekki gat varist því, að hugsa um hann, reyndi hún að hugsa sér hann' í sambandi við Fanny Mason. Að lokum gat hún ekki lengur unað einverunni og kyrðinni í herbergi sínu, en skipaði að láta bera sig niður á hjallann. Hún hafði ekki legið þar lengi í stóra útistólnum, þegar jarlinní sem studdist fram á staf sinn, kom út og gekk til liennar “TJngi maðurinn kom mteð skóinn þinn og langar til að að vita, hvernig þér h’ður” Hún ypti ofurlítið þeirri öxl- inni, sem að honum vissi. “Gott og vel," sagði hún. “En hvað í ósköpunum átti það að þýða, að fara að koma með skóinn. Hann er alveg ónýtur.’ Jarlinn var reglumaður, þrátt fyrir stoltið og fálætið. “Það var rétt gert af honum,’’ svar- aði hann. “Eg ætla að þakka honum fyrir það og leyfa hon-! um að fara." “Já — en bjóðið honum ekki, peninga,” sagði Veroníka. Jarlinn glotti. “Ef þú trúir mér ekki fyrir því, þá er best að þú þakkir honum sjálf. Seg- ið Ralph að koma,’ sagði hann við þjóninn, sem fylgdi honum. Veroníka opnaði munnin til j þess, að koma í veg- fyrir það, j en sá þó brátt, að það þýddi ekki. Hún snéri sér á aðra hlið- j ina, studdi hönd undir kinn og | barðist gegn þ\a, að blóðið, kæmi fram í kinnar hennar. Hún leit ekki upp, þegar hún heyrði fótatak Ralphs, en varð þó að gera það, því að jarlinn sagði: “Farrington, Miss Denby langar til að þakka yður fyrir hjáip þá, sem þér hafið veitt henni í morgun. Mér hefir skil- ist svo, að það sé dugnaði yðar og hygni að þakka, að þetta slys liennar varð ekki alvarleg- ra, en raun er á orðin.” Veroníka leit upp. Jarlinn hafði sest á ieinn af steinbekkj- unum. Hann studdi báðum höndum á gullhnúðinn á stafn- um sínum og horfði fast á Ralph, sem stóð með byssuna í annari hendi en húfuna í hinni. “Miss Denby hefir þegar þakkað mér, lávarður minn,” mælti hann lágt. Hann stóð teinréttur, en horfði til jarðar. “Vafalaust, vafalaust,’ mælti jarlinn glaðlega, “en hana lang- ar til að gera það betur. Eg þakka einnig fyrir mitt leyti.” Ralph hneigði höfuð sitt. Veroníka leit á hann og hann liorfði í augu hennar, en reyndi þó augsjáanlega að hafa augun af henni. “Eg gerði h’tið, lávarður minn,’ sagði hann. “Þetta slys hefði ekki viljað til, ef gott beisli hefði verið við hryssuna og tvíteymingur.” “Ho — hvað?” sagði jarlinn. “Ha, Veroníka, er það svo?” “Það er víst!” svaraði Veron- íka mjög kæruleysislega. “Eg skal byðja Brown að gá að því. Eg þakka yður, Farring- ton, fyrir umönnun yðar." Þetta var í fyrsta skifti sem hún nefndi hann með nafni j og röddin var mjög blíð, þegari hún nefndi nafn hans. Blóðið streymdi upp í kinnar Ralphs og hann leit undan um leið og! hann hneigði sig. Jarlinn starði á hann og viróst vera utan við sig. “Eng- 1 ar fréttir viðvíkjandi vleiðinni i Farrington?’ ’spurði hann. “Nei, lávarður minn,” sagði Ralph og snéri sér að honum. J “Ungarnir þroskast vel — ef veiðiþjófarnir létu skóginn í friði”. Jarlinn hnyklaði brýnnar og það vottaði fyrir roða í fölu j kinnunum hans. “Veiðiþjófar! Hverjir eru j það? Eg hélt að þeir væru ekki hér.” “Jæja, það eru engir, aðeins einn eða tveir,” sagði Ralph Nú náði hann sér aftur, þegar veiðin bar á góma. “Og við vHum hverjir það eru. Þeir eru úr nágrenninu eða jafnvel frá London. Þeir halda til í ‘Handinum og uglunni’. Það er hreiðrið þeirra.’’ ‘Hundurinn og uglan’ var lítið og óþverralegt veitingahús. sem stóð hjá þjóðveginum við landamerkin á Lynne Court. \yið verðum að loka því,” sagfSi jarlinn. Ralph hristi höfuðið. “Eg er hrædtlur um, að þér getið það ■** Nafns pjöld | Dr. M. B. Halldorson 401 Doyd Bldfr. Skrif*tofusími: 23674 Stund&r sérstaklega lungrnasjúk- dóma. Er &TJ finna á skrifstofu kl 10—12 f. h og 2—6 e h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talslmi i 3315« G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 24 587 DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg. Talsími: 22 296 Btandar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — At5 hitta: kl. 10—12 ♦ 0g 3—5 e h. Helmlli: 806 Vlctor St. Sími 28 130 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON lslenzkir lögfræðingar 709 MINING EXCHANGB Bldg Sítni: 24 963 356 Moin St. Hafa einnig skrifstofur aö Lund&r, Piney, Gimli, og Riverton, Mtn DR. B. H. OLSON 21(1-220 Metlleal Arf*i Bidic. Cor. Qraham and Kennedy St Phoner 21 834 VitJtalstimt: 11—12 og 1 6.30 Heimili: 921 Sherburn St. WTNNIPEG, MAN. Telephone: 21613 J. Christopherson. Islemkur Lögfrœffingur 845 SOMBRSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. Dr. J. Stefansson 216 NBDICAL AKiTS III.DG. Horni Kennedy og Graham Sfundar flntönjni niigtoa-. ejrnn nef- «g kverka-HjðkilAmn % Er atJ hitta frá kl. 11—12 f h og kl. 8—5 e h. Talalmi: 21834 Heimill: 688 McMillan Ave. 42691 a! s. bardal uelur likkistur og ann&st um útfar- Ir. Allur útbúnaóur sá bestl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaróa og legsteina. 843 SHERBROOKE ST Phonei 80 007 WINNIPBQ Tnlafml: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TAN8LÆKNIR 014 Someraet Rlock Portaffe Aveaoe WINNIPBG Biömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of MusSc, Composrtion, Theory, Counterpoint, Orchet- tration, Piano, etc. 555 Arlington SL StMI 7IB21 ~4 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. 1 MARGARET DALMAN TEACHKR OF PIANO «04 BANNING 9T. PHONE: 26 420 HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja Dlt. S. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C. { Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. Ragnar H. Ragnar Planókennari heflr opnað nýja kenslustofu jB STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIMI 38 295 MOORE’S TAXI LTD. Cop. Donald and Graliam. 50 Cents Taxi Frá einum statS til annars hvar sem er í bænum; 5 manns fyrir sama og einn. Állir farþegar á- byrgstir, allir bílar hitatSir. Slml 2.1 Ki»« (8 Ilnur) Kistur, töskur o ghúsgagna- flutnlngur. TIL SÖLU Á ADfKU VERÐI “FWRfiACB)’* —bætJi viBar OC kola “furnace” lítits brúkaB, er tll sölu hjá undlrrttuöum. Gott tækifæri fyrlr fölk út 1 landl er bæta vilja hltunar- áhöld á helmillnu. GOODMAN Á CO. THfl Toronto St. Slmi 2884T Brynjólfur Þorláksson Sími: 86 762 670 Victor St. Stillir PIANOS og ORGEL Jacob F. Bjarnason —TRAN SFER— Bairgragre nnd Furnttnre M«rli| 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. Mrs. Björg V ioletlsfeld A. T. C. M. Pianist and Teacher 666 Alverstone St. Phone 30 292 Winnipeg 100 herbergi met eba án baSe SEYMOUR HOTEL veró sanngjarnt 8lml 28 411 C. G. UUTCHISON, elgnndl Market and King St., Winnlpeg —:— Man. Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 23 742 Heimilis: 33 328 MESSUR OG FUNDIR i kirkju SambandssafnaSar Messur: — á hverjum sunnudrgt kl. 7. *.h. Safnoðarnefndin’. Fundir 2. og 4. finrtudagskveld i hverjiUR mánuði. Hjálparnefndin'. Fundir fyrst* mánudagskveld l hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriVjv dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. SöngflokkwiÆfingar á hrerju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn:— A hverjum sunnudegt, kl. 11 f. h. ekki, lávarður minn.” ‘O-o, get eg það ekki!” sagði hinn voldugi jarl þurlega. “Nei, lávarður minn. Þeir aðhafast ekkert ólöglegt í því liúsi. Það er engin kæruorsök segir lögreglan. Og þó valda þeir menn, sem þar eru, okkur mestum örðugleikum”. “Jæja, hafið gát á því, haf- ið gát á því,” sagði hans hág- öfgi stuttlega.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.