Heimskringla - 03.06.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 03.06.1931, Blaðsíða 2
HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JÚNÍ 1931. Frá Bjarna Péurssyni og Þóru Sigríði Jóosdóttur Þessi merku og góðkunnu hjón eru nú bæði nýlega látin. Fara hér á eftir helstu æfiat- riði beggja, svo sem þau eru kunn þeim, er ritar. (Sjá enn- fr. “Sögu Isl. í N. Dakota’’, bls. 378, og Almanak Ó. S. Thor- geirssonar frá 1928, bls. 64). Bjarni Pétursson fæddist 25. júní, 1848 að Rangárlóni, Jök- uldalshreppi, Norður-Múlasýslu, og ólst upp á þeim slóðum. Foreldrar hans voru Pétur Guð- mundsson og kona hans í»or- gerður Bjarnadóttir, hrepp- stjóra að Stafafelli í Fellna hrepp. Aisystkini Bjarna voru mörg. Dóu sum ung. önnur lifðu og bjuggu á íslandi. Þrjú fluttu vestur um haf árið 1876, ásamt móður sinni: Bjarni, Petrólina Björg og Sigurður. Petrólina andaðist 5. febr. 1924, að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. S. Arngrímsson, Elfros, Sask. Um æfi og afkomendur Sigurðar sjá Dakotasögu bls. 379. Snemma mistu þau systkini föður sinn. Móðir þeirra giftist öðru sinni og átti Guðmund Kolbeinsson. Þeirra börn urðu fjögur: Lilja, Ágústína, Jónína og Sigfús. Sigfús dó fáum vik um síðar en Bjarni, og verður hans getið bráðlega hér í blað- inu. Á ieiðinni yfir hafið kynntist Bjarni konu sinni, sem varð, Þóru Sigríði Jónsdóttur. Hún fæddist 12. maí, árið 18'53 að Efrihólum, Núpasveit, Norður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar henn ar voru Jón Árnason og kona hans Kristveig Jónasdóttir (rangritð Jónsdóttir, Dakota- sögu bls. 379), er lengi bjuggu ágætu búi að Efrihólum. Ólst Þóra þar upp til 15 ára aldurs. Þá fluttu foreldrar hennar að Akurseli, Axarfirði. Var hún þar 3-4 ár uns hún hélt vestur um haf, ein síns liðs af vanda- mönnum. Af 3 bræðrum henn- ar komst einn upp, Jónas. Hann flutti síðar vestur; talinn burðamaður mikill, ókvæntur, nú á níræðisaldri, til heimilis á gamalmenní^hæl^, Beillingham, Wash. Bjarni og Þóra giftust í Nýja Islandi 25. des., 1878. Hafði Bjarni numið land, er vestur kom, í Breiðuvík og kallaði Víð- irhól. Árið 1881 flutti hann það- an til Norður-Dakota og bjó þar fyrirmyndarbúi á ýmsum jörðum í aldarfjórðung. Árið 1906 flutti hann vestur á Kyrra hafsströnd til Blaine, Wash. og dvaldi þar til hinstu stundar. Af 7 sonum þeirra hjóna dóu 3 ungir. Þá urðu þau og fyrir þeim mikla harmi að missa einkadótturina, er hét Ólöf Þor gerður, á 16. aldursári. Fjórir synir lifa, alir þrekmiklir og gjörfulegir menn: Pétur, áður kvæntur Hall dóru Benediktsdóttur, Gíslason ar; hún lézt árið 1914; nú kvæntur Grace Stapp af skozk- um ættum. Jón Nýmann, kvæntur Sól- línu, dóttur Árna Sveinbjörns- sonar frá Oddsstöðum, Lunda- reykjadal, þess er Þorskabítur kveður svo snildarlega eftir. Bróðir Sóllínar var Sveinbjörn Árnason, sem nú er nýlátin í Chicago. Friðjón, kvæntur Rósu Hall- dórsdóttur Baker. Hana höfðu Bjarni og Þóra tekið unga til fósturs og alið upp. Reyndist hún þeim til hinstu stundar sem ástrík og umhyggjusöm dóttir. Óli Theodór, kvæntur Elinor Lawson, af hérlendum ættum. Hann er skólastjóri við gagn- fræðaskólann í Brewster, Wash. Hinir allir búsettir í Blaine, hin ir nýtustu bændur, og ötulir áhugamen um félagsmál bænda Þeir hafa og lagt frjálskirkju- hreyfingunni drengilegt lið síð an hún hófst meðal íslendinga hér. * Auk fósturdótturinnar, sem fyr er nefnd ólu þau Bjarni og Þóra upp systurdóttur Bjarna Þórhöllu Elísabet Þórólfsdótt ur, Vigfússonar, konu Sigurðar Arngrímssonar, áður nefnd. • • • Sambúð Bjarna og Þóru stóð fáum dögum skemur en 53 ár. Og heita mátti að þau yrðu samferða inn á huliðsálfur æðri heima. Hann dó sl 13. desem ber. Hafði hún þá tekið sjúk- leika þann, er leiddi hana til bana sl. 17. mars. Sarfsskeiðið . varð langt, enda má eflaust telja þau með merkari íslenzk- um landnemum hér vestra. Bjarni Pétursson var með hæstu mönnum, og sterkur; ímynd berserkja og víkinga. Hver bóndi í Canada, œtti a« veita því mikla athygli, hvar hveiti hans vex best. Hér eba þar getur skeb hann finni bletti á jörb slnni, sem kjarngrott hveiti vex í, sem verölaun fengi, sem útsæöis hveiti. Sum fyrstu vert51aunin eru $2,500, fyrir 50 pund af höfrum. $1,500 fyrir 40 pund af byggi, 50 pund af rúgi. $800 fyrir 10 ears of corn; $300 fyrir 30 pund af peas, 30 pund af flaxi, 30 pund af clover. í hinum 56 deildum sem keppa á meöal bænda í öllum löndum í heimi, eru 1701 verölaun sem í peningum nema $200,000. HEIMSSÝNING Á K0RNI 0G FUNDUR í ÞVÍ SAMBANDI REGINA, 25. JÚLf til 6 ÁGÚST, 1932 Ef bændur hafa ekki nú þegar valiö útsæöi, veröa þeir aó fá þat5 frá þessa árs uppskeru. Alt útsæöi sem til sýningar er sent, veröur aö vera komiö til hlutaðeigenda í Regina, ekkl Nelnnn en 1 marn 1032. MikilsverÖar upplýsingar vit5víkjandi undirbúningi kornsins eöa út- sæöisins, sem sent er til sýningarinnar, er hægt aö fá meö því aö skrifa ritara fylkisdeildar heims kornsýningarinnar og addressa til Akuryrkjudeildar fylkisins, et5a til undirritaös. t»essi korn-heimssýning og þing er haldin til eflingar landbúnaöi. Hún er bezta tækifæriö til þess aö útbreiöa þekkingu á búnaöar- framleiöslu Canada. t>at5 er þessvegna mjög áríöandi, aö alt þaö hveiti eöa korn, sem verölaunavert er, sé s. nt, svo engír prísar tapist sem Canada bera. Sýnirt það sem þér framleiðið á landinu og kennið þannig öðrum. Verölauna skrá, reglur allar snertandi samkepnina og hvaöa upp- lýsingar sem eru, getitS þér öölast meö því aÖ snúa yöur aÖ the Secretary, World’s Grain Exhibition and Conference, Imperial Bank Chambers, Regina, Canada. C'halrman >'atl«»nal (halrman Executive and (ommittfc Flnance Committfe HON. ROBT. WEIK HON. W. C. BtX'KLE MinlNtcr of Agrleulture MlnlHter of Agrieulture for Canadi for Sawkatchewan Kapp hans og dirfska þótti stundum eigi við hóf, og fara af því ýmsar sagnir. Eignaðist. hann að sögn, 9 heimili, og byggði mörg þeirra á eyðilönd- um, bjó altaf við rausn og efn- aðist umfram allan þorra bænda. Þrátt fyrir furðulegt afkastastarf gekk hann þó eigi ávalt heil til skógar. 1 Dakota varð hann fyrir gífuríegum á- verka og beinbroti og bar þess menjar alla æfi síðan. All- snemma æfinnar kendi hann og þeirar brjóstsýki, er síðar ágerðist og gerði honum ellina örðugasta. Hann var orðinn alþreyttur er hvíldarstundin kom. En, hún kom með þeim hætti, er hann hafði þrásinnis óskað að mætti verða — í svefni. Bjarni var einn þeirra manna, sem sá er þetta ritar, fékk góð- an þokka til við fyrstu sýn. Eg sá strax í honum einn þeirra manna, sem hafa kennt mér hér vestan hafs, öðru frem- ur, að meta norrænt mann gildi og menningarerfðir. Eg er ekki viss um að hann hefði sjálfur fallist á þann hugsun- arhátt minn. Hann mun lengst af hafa verið nokkuð sár út í lífskjör sín í æsku á íslandi. og landið og norrænar erfðir að einhverju leyti goldið þess hjá honum. Honum blöskraði mentunarleysi, tækifæraleysi og þrælkun uppvaxtaráranna. En á hitt bar jafnframt að líta: eðliskostina, sem þjóðstofninn lagði honum til, manndóminn til líkama og sálar, greindina ráðvendina, sem aldrei gekk á gefin loforð og ekki þoldi eyris óskil við nokkurn mann, hrey- stina, jötunkappið, metnaðinn, — þessar traustu norrænu eðlisundirstöður, er komu glögg lega í ljós þegar þetta land fékk málminn beran og gyllingarlaus an sér og þjóðerni sínu til ábæri legrar sæmdar. Það voru menn eins og Bjarni sem á landnáms- árunum áunnu íslendingum þann orðstír, sem hér-fæddu niðjarnir hafa nú þegið að erfð- um og bera ábyrgð á. Bjarni var skapfestumaður rnildll, hugsaði vel og skynsamlega sinn veg, og reyndist því þeim þungur í vöfum, er aðra vegi vildu ganga. Gat hann að vík- inga sið, verið skapbráður mjög og jafnvel skapharður. Að hann hinsvegar hafi verið gæddur allríku tdlfinningah'fj, hefi eg ástæðu til að halda. Að hann hafi látið sér ant um ást-> vini sína og heimil, efa eg ekki. Að hann hafi verið tryggur vin- ur og góður granni hafa margir sagt mér. Framan af æfinni var Bjarni íhaldsmaður í trúarefnum, eins og flestir þá, og einn stórvirk asti og fórnfúsasti félagsmaður sinnar bygðar í þeim efnum. En greindin og fróðleikseðlið varð rétttrúnaðinum að lokum yfir- sterkara. Hann var nógu ein- lægur maður og góðgjarn til þess að kynna sér málið frá báðum hiiðum. Rit séra Har- aldar Níelssonar urðu honum opinberun. Hann varð heill og eindreginn frjálshyggjumað- ur og einn af stofnendum ís- ’enzku Frílnrkjunnar hér í Blaine. Er smiðirnir voru við kirkjusmíðið bað hann þá hraða verkum, því að hann vildi gjarna verða fyrsti maðurinn, er jarðsunginn yrði frá þessu litla musteri andlegs málstað- ar og norræns sjálfstæðis. En Bjarni lifði í full tvö ár eftir að kirkjan var fullbygð. Þaðan var fyrst jarðsunginn Stefán Eiríksson, vfsnaskáldið góð- kunna. Útför Bjarna fór fram þriðju daginn 16. desember, með veg- legri athöfn í kirkjunni, að við- stöddu hinu mesta fjölmenni. Samkvæmt hans eigin fyrir mælum voru líkamsieifarnar brendar. Eigi er talið að þau Bjarni og Þóra væru lundlík né yfir- leitt skoðana skyld. Þó var samlíf þeirra ávalt heilbrigt og trygðir góðar. Þóra heitin virtist verið hafa hin myndar- legasta kona að vexti og ásýnd um. Hinn hái aldur svifti vanga henar aldrei heiisulegum og fögrum litarhætti. 1 æsku var hún gædd óvenjuleg- um líkamsburðum, enda þar um ættareinkeni að ræða. Samt fór hún ekki vanhluta af heilsuleysi og sársauka, eink um um miðbik æfinnar. Skap- höfn hennar var ekki alls-hvers dagsleg, og þá sumum geð- feldnari en öðrum. Eg kynntist henni ekki fyr en á síðustu mánuðunn æfinnar. Mér féll gamla konan mjög vel. Þótt þreytt væri orðin og sjúk til dauða gat hún gert að gamni sínu, og iátið þau tilsvör falla, er báru vott um góða um- hugsun og skoðun. Hún var einlæglega trúhneigð, og hafði áhuga á sæmd og eflingu kirkjulegs • félagslífs. Eðlis- gróin hollusta og trygglyndi við æskufræðsluna gerði henni hinsvegar örðugt að snúast til frjálslyndra triíarskoðana, þrátt fyrir viðhorf manns síns og sona. í þessun| efnum var hnú þó, er eg Vissi til, með öllu ofstækis- og iilviljalaus. og mun hafa dáið alsátt við þá stefnu og þær hugsjónir, er kirkja vor viil veita lið. Þjóð- erni sínu unni hún. Var hún, að sögn, öllu sáttari við gamla Frón en maður hennar var stundum, enda höfðu lífskjör hennar í æsku verið stórum ljúfari en hans. Sterkasti og ábærilegasti þátt urnin í upplagi Þóru var efa- laust tilfinningalífið. Mátti hún ekkert aumt sjá og engan vita líða skort. Umhyggja hennar fyrir fátækum og nauðstödd- um nágrönnum sínum í Dak- ota er orðlögð.# Fór þar sam- an, sem ekki fer annars aitaf saman, að hún átti eitt mynd- arlegasta heimilið í sinni bygð, og vttr allra manna ^ferauðust að rétta hjálparhönd. Af því segja gamlir nágrannar ýms eftirtektaverð dæmi. Þess sá og nokkurn vott veturinn 1928. þegar þeim hjónum var haldið veglegt gullbrúðkaup. Bárust þeim þá um þrjátíu ávörp frá Dakóta, er öll höfðu svipaða sögu að segja. Gullbrúðkaup- sins er getið í “Heimskringlu". Þóra heitin var lasin mjög, er dauða manns hennar bar að. Skömmu síðar andaðist mágur hennar Sigfús með dap- urlegum hætti. Þetta voru því þungir áreynslutímar, og tóku mjög á hina aldurhnignu konu. En þegar eftir fráfall föður síns bygðu bræðurnir lítið en mjög vistlegt heimili handa móður sinni, þétt upp við heimiii Frið- ións og Rósu. Hlakkaði gamla konan mjög mikið til þess ef hún mætti frískast og setjast þar að. Þá var það henni og mikil hugfró og hjálp að fóst- urdóttir hennar, Mrs. S. Arn- 'írímssnn. kom að austan og dvaldi biá henni og hjúkraði ^enni um 10 vikna skeið. Hafði "undum ekki borið saman í fjölda mörg ár. Hrestist Þóra svo að hún fékk flutt í nýja heimkynníð. En bajtinn var skammur. Þótt vakað vaéri yfir lífi hennar, af ástvinum hennar og aðfengnu hjúkrunarfólki, þá fjaraði það út á stuttum tíma. Útför hennar fór fram fimtu- daginn, 20. mars, frá Fríkirkj- unni, og voru líkamsleifarnar brendar. Var hún, eins og mað- ur hennar, kvödd hinum hinstu kveðjum með hátíðiegri og mjög fjölsóttri athöfn. Við bæði tækifærin flutti prestur kirkj- unnar ávörp á íslensku og en- sku, en Mrs. Ninna Stevens, hin ágæta íslenska söngkona héT i bygð, söng “Síðasta kveðjan’’, hið fagra nýja útfar- arljóð (sjá “Strauma” okt., 1928): “Hér stiliist sérhver strengur rótt, hér stöðvast lífsins öldur hljótt Við dauðans hlið um drottins frið vér biðjum bljúgum hug. í ijósi Krists er leiðin skýr, í ljóma trúar óttinn flýr: Svo birtir vel, að brosir Hel sem gyðja ljóss og lífs. Sú hugsun þaggar harmsins mál, sú huggun friðar þreytta sál. Sú háleit trú sem háreist brú til lífsins landa rís’’. (St. Sig.) Fjöldamargir ástúðlegir hug- ir þakkar og vináttu eru liðnir á leið með Þóru og Bjarna inn á iífsins lönd. Blaine, 11. maí, 1931 Friðrik A. Friðriksson BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Frh. Félagslíf Biaine ísl. furðu fjörugt og margbrotið, þegar tekið er tillit til vinnuieysis og peningaleysis fólks alment. Kem ur það til af því, meðal annars hvað félögin eru mörg, sem ^krefjast lífsviðurhalds, og seín eg mun hafa talið upp í síð- asta bréfi og vil því ekki eyða á tíma og rúmi nú. Engin held eg að hafi bæst við síðan. enda meira en nóg. Önnur á- stæða er og sú, að þó að Blaine íslendingar, og Blaine búar yfirleitt séu flestir fá- tækir hafa margir landar hér hin síðari árin, síðan atvinnu- vegum fækkaði, meir og meir reynt að bjargast upp á eigin spítur — án utanaðfenginnar atvinnu. Hygg eg þá því færri hér, en annarstaðar, sem bein- línis hafa verið manna — þ. e. utan að aðstoðar þurfa, eða ekki mikið fl. en venja er til. s. s. einstöku gamalmenni hér og þar, að einni1 samkomu undanskilinni sem beinlínis var haldin til aðstoðar fátækri fjölskyldu, sem einnig átti við óvenjulega mikið heilsuleysi að stríða. Fyrir þeirri samkomu stóð aðallega eða máske ein- göngu Bergmanns fólkið, og hafði tekist mjög vel. Annars er nú samkepni miiil félaganna um að vanda samkomur sínar sem best enda vaxandi kraftar í þá átt, sérstaklega að því er söng og hljóðfæraslátt snertir. Svo er og leikið, ýmist smáleik ir til að fylla upp skemtiskrár, eða langir ieikir eingöngu og eyðurnar á milli þátta venju- lega fyitar með söng eða hljóð færaslætti — stundum hvoru- tveggja. Mikið mætti segja um þessar samkomur, en eg ætla ekki að gera það — aðeins drepa á þær sérkennilegustu. Samsæti hélt Fríkirkjusöfn- uður nýkomnum presti sínum og fjölskyldu hans 30 maí 1930 í samkomusai safnaðarins. For- seti, Veum stýrði. Var þar margt um manninn, flest alt safnaðarfólk og fl. — Skemti- I legt og vingjarnlegt samsæti. eins og þ. k. samkomur eru VISS MERKI um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa og þvaig'steinar. GIN PILLS lækna nýrnaveiki, meC því ati deyfa. og græfta sjúka parta. — 50c askjark hjá öllum lyfsölum. 131 æfinlega. Sept. 26. 1930 hélt söngfél. Fríkirkjusafnaðar söngsamkom u í Fríkirkjunni, sem án efa var ein hin allra bezta af því tæi, sem hér hefir átt sér stað,. og eigum vér Blaine búar þó góðu að venjast í þeim efnum. Tii hennar var vandað að efni og meðferð, enda naut flokk- urinn aðstoðar söng-iærðs fólks framar venju. Þar á eg sér- stakiega við frú Friðriksson, sem er ágætur píanisti fröken Emilía Magnússon, og ekki sízt frú Guðmunds, (Loisu dóttir Nikúiás Ottenson). Sú síðast talda stýrði Karla kór, sem söng tvisvar. 1 fyrra skiftið, “Until the Dawn”. í síðara skftið “ís- land’’ eftir Kaldalóns. Þær frú Friðriksson og fröken Emilía Magnússon höfðu píano sam- spil. Kvenna kóo söng tvisvar^ vel í hvortveggja skiftið, en betri fannst mér síðari söngur- inn, sem var Cantata eftir t Bjarnason. Fyrri söngur þeirra var “The First December,’" | einnig eftir Bjarnason. Sam- söngur þeirra sr. Friðriks og hr. St. Guðmunds. var Ijóm- andi fjörugt og skemtilegt lag. Og síðast en ekki sízt, var sungin Cantata eftir Björgvin ! Guðmundsson. Var það til- komumikið, og mun hafa tek- ist ágætlega, eða svo heyrði eg söngfróða menn segja. Jack okkár Sigurðsson söng sóló, auk þess sem hann í þetta sinn söng , einnig með flokknum. Jack er talinn einn bezti sóló- isti í bæ þessum bæði meðal ísl. og innlendra. Það er ekki ónýtt að fá slíka aðstoð. Margt fl. var á skemtiskránnf og alt gott, þó ekki nenni eg að tilfæra það. Þó er enn eitt, sem ekki má gleymast, af því að það er óvanalegt. Tveir prestar höfðu verið beðnir að tala, en tala stutt. Urðu þeir báir við þessari tvöföldu ósk, að tala og tala stutt, en um leið svo skemtilega, að fólk var áreiðanlega ánægt, ef nokkuð er að marka lófaklapp og hlá- tra, sem kvað við svo undirtók úr hverju horni kirkjunnar. Þessir prestar voru þeir sr. Friðrik og sr. J. Buchanan Tonkin, Únítara prestur frá Vancouver. (þ. e. sá síðari). Kvenfél. Fríkirkjusafnaðar hafði samkomu í samkomusal safn. þ. 17. okt. s. 1. Var sú samkoma einkennileg að þvf leyti að í skemtiskránni tóku konur einar þátt, og þó var HREINLÁTASTA OG HOLLUSTUMESTA MJOLKURSTOLN- UN I WINNIPEGBORG Eign Winnipegbúenda og rekin af þeim. Hreinlæti í meðferð allra afurða og stjórnsemi. Veldur framjfangi vorum og vextl. SfMI 201 101 'Þér getið siegið rjómann — en ekki skekið mjólkina.’’ MODERN DAIRY LIMITED

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.