Heimskringla - 03.06.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 03.06.1931, Blaðsíða 5
WINNIPBG, 3. JÚNÍ 1931. Hinsvegar sagði Matthías: Heill þín enn í lofti líður, iifir enn í bygð. Mér mundi líða illa, ef eg hefði ekki von um, að andi áe gætustu manna lifði stöðugt á landinu. Mér hefir orðið það hálf- vegis óvart, að minnast hér talsvert persónulega á tvo gamla kunningja mína, áður en eg sleppi almenningi heim af kjörþinginu. Eg vona þó að fá tækifæri til að minnast á einstaka menn seinna, og í sam bandi við önnur mál. f»að sem mér á þessum fundi þótti sérstaklega og yfir höfuð einkenna Sléttunga, Þistilfirð- inga og Langnesinga, voru dugg arafrakkarnir, sem þeir skrýdd ust, öklasíðar yfirhafnir af lA- um og sverum, frönskum og enskum kafteinum og stýri- mönnum, í sjálfu sér ljómandi góðar. Yfirhafnir þessar voru í sjálfu sér ljómandi föt úr lag- legu efni, fóðraðar vandlega og stoppaðar víða með bómull, en sniðið var hvergi nærri lagi á mörgum og flestum, sem þessu klæddust, og líklegast ekki hægt að sníða þær upp j svo vel færi. Seinna komst eg að raun um það að þeir sem við sjávarsíðuna búa og eiga sífelt kaup við erlenda fiski- menn, þeir geta oft fengið þess- ar yfirhafnir fyrir mjög lítið verð, en þá ræður oftast kylf- an kasti, hvort fatið passar kaupandanum eða ekki, og þá gat það hægiega komið fyrir að axlir kápunnar stæðu góðan spöl iít af öxlum mannsins, og löfðu því ofan á upphandlegg- ina, og þar af leiðandi héngu þá ermarnar fram yfir gómana, og þá var þetta ekkert sparifat lengur, hvað fallegt og verð- mætt sem það var í sjáifu sér. Eg hafði nóg að hugsa um á leiðinni heim og marga daga á eftir. Eg þarf sérstaklega að minnast á einn mann, sem eg sá þarna, og svo aldrei framar né áður. Það var bóndinn Gunn lögur Sigvaldason, lengst af á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, en á þessum árum hættur við bú- skap og var hjá syni sínum Birni í Skógum. Hann leit út fyrir að vera mikið á áttræðis- aldri, hvítur fyrir hærum, stór maður og hafði mikið við sig. Hann var rösklegur í öllum hreyfingum, háreistur og hátal- aður, því hann heyrði orðið mjög illa, en var sjáanlega vel skemt með þenna mannfjölda í kringum sig, og hefir hann sjálfsagt þekt flesta. Eg skal virða eins og skyldan býður, öldungur, þín silfurgráu hár. Mér var í æsku innrætt það eins og skylda, að virða menn fyrir hærurnar, og þegar amma mín eitt sinn uppáiagði mér þessa skyldu, þá spurði eg hana hvort eg ætti líka að virða hær- urnar á Kristjáni Brynjólfssyni. en hann var drykkjumaður og ruddamenni, sem enginn hélt upp á og var hiegið að mér fyrir þetta, en amma mín sagði, að það væri lífsreynslan, sem lægi á bak við hærurnar, sem æfin- lega væri umhugsunarverð og innihéldi þýðingarmikinn lær- dóm fyrir þá yngri. — Jæja, mér gekk ekkert illa að virða gamla Gunnlög mikils; eg glápti á hann með aðdáunar- augum margra hluta vegna; hann bar sig svo vel, þessi gamli maður, og fagnaði öllum sem hann heilsaði, svo fallega. Svo fór hann að segja eitt- hvað, sem honum þótti vel við eiga, og hélt áfram með það þangað til hann var búinn, og tók ekkert til greina af því, sem við hann var sagt, af þvf að han nheyrði ekki nema kall- að væri í eyra honum. Hann var greindur maður og fljót- | ur að álykta, og ætla eg að segja hér eina sögu af honum, sem eg hafði áður heyrt, og sem var mér stöðugt í huga á meðan eg horfði á liann og virti hann fyrir mér. Það voru kallaðar gagnsemis og hlunnindajarðir, er höfðu einhverjar sérstakar tekjugrein ar sér tilheyrandi, svo sem æð- arvarp, selalátur, silungsveiði. trjáreka eða eitthvað þvíum- líkt. Gunniögur hafði búið á slíkum hlunnindajörðum, fyrst á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. þar sem var hvorttveggja sela- látur og silungsveiði, og seinna við sömu kosti á Skógum í Axarfirði. Selalátur voru frið- lýst eins og æðarvörp, á vorin og frameftir öllu sumri, en á haustin gat ábúandi jarðarinn- ar aflað selinn í net eða nætur sem svo er kallað. í skifti var það, að Gunnlögur var í ár- ósi að draga selanætur að landi, en það var fullorðinn sel- ur í þeirn enda nótarinnar, sem hann dró að landi, og sér hann að selurinn er að sfeppa iir nótinni. Hann hafði ekkert bar efli með sér, og það var ekk- ert árennilegt að ráðast á sel- inn, því að þeir hafa stórar víg tennur og sækja fast á að bíta ef nærri þeim er komið; en það var heldur ekki gott að missa selinn. Ekki veit eg hvað þið hefðuð gert, en eg hefði ekki gert það sem Gunnlögur gerði. Hann óð að selnum, sem kom með gapandi kjaftinn á móti honum, og rak hnefann úpp í hann og fylgdi með öllu afli á eftir hnefanum ofan í kokið á selnum, svo að hann gat ekki bitið eða komið afii við í kjálkavöðvunum; en sner- ist á þá meira að því að losast og ná andanum; en þá réðist Gunnlaugur með fullu fylgi á selinn, og passaði að halda hnefanum stöðugt í kverkum hans, þangað til selurinn var steindauður, en Gunnlögur hafði handlegginn óskemdan. Þetta er líklega einsdæmi, og hefði líklega heldur ekki verið þeirra meðfæri, er ekki kunnu að álykta rétt. Sigurveig hét kona Gunn- lögs. Það minnir mig hún væri systir séra Sigurðar Gunnars- sonar á Hallormsstað. Vel fór á með þeim hjónum Gunnlögi og'Sigurveigu. Það var snemma á búskap- arárum þeirra hjóna, að óbrent kaffi fór að flytjast til Norður- lands; og eitt vor var Gunn- laugur staddur í kaupstað, þeg ar hann verður þess var, að þessi nýja vara er á boðstplum hjá kaupmanni, og ræðst hann í að kaupa eitt pund til reynslu og færir nú Sigurveign sinni þetta með greinilegri fyrirsögn um það hvernig eigi að mat- reiða þetta. Og hún kemst fljótt og vei upp á að búa'til kaffið. og öllum líkar þessi drykkur Ijómandi vél, og Gunnlögur, er var gestrisinn, nær nú í alla sem um veginn fara, til að koma inn og smakka þetta ný- næmi, sem fáir höfðu ennþá vogað að kaupa. Svo líður alt sumarið og Gunnlaugur býður mönnum inn upp á kaffi. En þá fer# einhver gestur, sem staddur er hjá honum, að tala um það, hvort það sé ekki dýrt. “Jú, dýrt er það, skömmin sú arna, en drjúgt er það; eg keypti eitt pund af því í vor, og þa ðer þó oft búið að smakka á þvi í sumar, og eg hefi eki kspurt Sigurveigu mína að því, hve mikið sé eftir af því ennþá, en hún hefir ekki kvartað um það að það sé að verða búið. En Sigurveig sendi ullarhnoðra með hverjum manni sem fór í kaupstað, og bað um kaffibaun fyrir. En þau hjón grunuðu ekki hvort annað um græsku. Til þess að komast hjá því að endurtaka mikið sömu við- HEIMSKRINQuA 5. BLAÐSTL>A burðina, þá verð eg eins mikið og mér er hægt að binda mig við ártölin, sem viðburðirnir til-; heyra. En þetta getur þó ekki j verið ófrávíkjanleg regla, því; á mörgurn árum þekkir maður sama manninn, og verður þó | að segja af honum í einu lagi, > svo hans frammistaða njóti1 sín; og fyrir blindan er ekki j hægt að grenslast eftir því, sem áður er sagt, nema að hafa þá, sem þó eru önnum kafnir. í þjónustu sinni. Nágranni okkar Jón Metú- salemsson í Víðirdal, var lærð- ur og góður smiður. Kona hans var Stefanía Stefánsdóttir frá Stakkahlíð í Ldðmundarfirði, frænka mín og mér sem önn-1 ur móðir. Hjá Jóni þessum var | eg að læra að smíða, þegar j hann hafði eitthvað slíkt með höndum. Jón Baldvin Jóhannesson bóndi í Stakkahlíð átti fyrir konu Ingibjörgu systur Ste- faníu konu Jóns í Víðirdal. — Þeir voru frændur og vinir, svilarnir og var Jón í Stakka- hlíð líka góður smiður. Hann hafði skrifað frænda sínum og beðið hann að útvega sér ung- lingspilt, sem vildi læra að srníða, sagðist hafa svo mikið að gera að sig vantaði hjálp. Þá réðist svo, að eg færi til bans um sumarið 1879. Eg átti að koma að Mýrnesi í Eiðaþing há, þar sem hann byrjaði að byggja. Á tilteknum tíma var eg reiðubúinn og slóst í för með austanpóstinum, sem þá var Benedikt Jóhannesson kunn ingi minn, nú nýlega dáinn í Wii .íipeg. Það var um mán - aðamótin júní og júií. — Það hafði vorað vel og öli jörð var vel sprottin. Nú lá fyrir að kanna nýja stigu, en þó minnir mig að það væri hálfgerður kvíði í mér að vera svo lengi burtu frá for- eldrum mínum og systkinum. Fyrst^a daginn á ferðinni bar ekkert nýstárlegt fyrir augu mín né eyru; eg var aðeins á leið út úr gamla sjóndeildar- hringnum mínum. En áð kvöldi næsta dags, þegar við sluppum ofan á bak við Skjöldólfsstaða hnjúk á Jökuldal, þá var kom- inn annar þrengri og óþektur sjóndeildarhringur, en fuilkom- inn samt og fagur. Frá Skjöld- ólfssstöðum sér lítið eitt inn Efra-Jökuldal, af því hann snýr öfugt við eins og hálfboginn handleggur; en þár inn á enda voru þó heimilin tvö, sem hug- ur minn þráði mest að sjá. Þar inn til öræfa standa bæirnir Eiríksstaðir og Brú. hvor gagn- vart öðrum með Jökulsá á Brú á milil sín í gínandi hamra- gljúfrum, svo að ekki verður á milli komist nema í svoköll- uðum kláf, sem dreginn er á öðlum milil hamraveggjanna. íargar mannhæðir ofan við vítfyssandi árstrenginn. En á essum heimilum bjuggu kunn- ígjar mínir, forfeður Mrs. Jón ífldfell í Winnipeg. Á Eiríks- böðum voru systur tvær, þær árprúðustu sem eg sá á «ís- indi, náðu flétturnar þeim í nésbætur. Næsta dag fórum við norður eðri Dal í glansandi sólskini. )g þvfflík búsældarheimdli á áðar hliðar við beljandi ána! ►ar var ekki illgresið í ökrun- m; túnin voru silfurlituð af axinu á hinum þróttmikla og reina vallarpunti; og bændurn- r þessir stórlaxar á hverri jörð. >ó við riðum fyrir neðan tún- n, þá fanst mér eg þurfa að >eita öxlunum til þess að kom- ist framhjá þeim. Og þeir hétu ón Skjöldur, Guðmundur Hnef 11, Kristján Kröyer, og allir æru- þeir ríkisstjórar í Trans- val. Rjúfkindur heita árnar, er 'alla ofan úr fjallshlíðunum íorðan megin dalsins, niður á nilli bæjanna ofan í Jökulsá. Þær eru hér um bil þurrar á sutnrin en vatnsmiklar í leys- ingum á vorin, og svo brattar eru þær, að ef vatnið snertir kviðinn á hestinum, þá fossar það yfir bakið og skellir hest- unurn. Við riðum eins og langferða- menn, aldrei seinagang og aldrei á harða spretti. Þá voru hestarnir úthaldsbeztir, þegar riðið var hóftölt og valhopp og létt brokk, en hestarnir aldrei látnir stökkva. Þetta reiðlag leiddist mér æfinlega, því að þá var aldrei friður og ekki einu sinni hægt að njóta fögru blettanna, sem maður reið hjá. Alt í einu var eg í hugsun- arleysi farinn að kveða þessa vísu: Signa og Hörgá fluttu fregnir fram að Ægi, ölduslátt með lofsöngslagi. En þessa vísu gerði séra Björn í Laufási, þegar Pétur amtmað- úr Havsteen dó, en á sama tíma fréttist iát Napóieons Frakka- keisara, og báðir þóttu þeir harðstjórar, svo Björn lætur þær Signu á Frakklandi og Hörgá á íslandi gera sér glaðan dag við fráfall þessara mikil- menna, og líkast til hefir Jök- ulsá á Dal, sem rann þarna við hliðina á niér, heillað mig til þess að kveða þenna lofsöng systra sinna. — En þá spyr Benedikt mig hvort eg kunni erfiljóðið, sem séra Björn hafi búið til eftir PétUr amtmann. Nei, það hafði eg nú ekki heyrt en það hljóðar svona: Þar skall hann Pétur, og því fór nú betur, úr sínu hásæti aftur á bak; margt var hans brallið, og mik- ið var fallið, heyrðist sá dæmalaus hlúnkur og brak; var sem að græði og grund léki á þræði, alt skalf og nötraði aiheimsins þak. Þegar vicí komum noúður fyrir Hauksstaði, sem er nyrsti bær á Jökuldal vestan megin árinnar, þá opnaðist mikið út- sýni yfir jökulsárhlíð, Hróars- tungu og Þinghárnar, þar sem tvö meginfljót landsins falla til sjávar í Héraðsflóa með Hró- arstungu á milli sín. Mikið og fagurt er þetta hérað, og marg ir gildir og giftudrjúgir bænd- ur hafa setið þar að góðum bú- urn og unað vel hag sínum. Þar er vafalaust lengst til lands frá sjó eftir óslitnum manna- bygðum á íslandi; annars veg- ar upp að efstu bæjum á efra Jökuldal og hins vegar upp að fremstu bæjum í Fljótsdal. Þeg- ar sú mikla menning upp rann á íslandi, að þjóðin skyldi hafa fjóra lækna, sem kallaðir voru fjórðungslæknar, og bjuggu þeir þá búum sínum sinn í hverjum landsfjórðungi, eins og lítið væri að gera eða lítið um lasleika. Þeir sem bjuggu norð- an við jöklana í Austfirðinga- og Norðlendingafjórðungum, var annar þeirra í þessu héráði austan við Lagarfljót, en hinn vestur í Húnavatnssýslu. Með þeim farartækjum sem þá voru fullkomnust á landinu, þá voru 8 dagleiðir á milli þessara lækna. Þegar eg man fyrst eft- ir mér, þá hétu þessir læknar, Hjálmarsen á Héraðinu, en Skaptasen á Hna*usum í Húna- vatnssýslu. Ekki man eg nokk- umtíma eftir því að þessara lækna væri vitjað úr Þingeyj- arsýslu. Frh. Guðsþjónusta verður haldin, ef guð lofar, sunnudaginn 7. júní, kl. 3 e. h., í kirkjunni að 603 Alverstone St. Ræðumaður P. Johnson. Efni: Hvenær kem ur guðs ríki samkvæmt faðir- vorinu? Þessari spurningu vill P. Johnson svara í samræmi við guðs orð. Gerið svo vel og fyllið húsið og takið kirkju- sálmabækur með. — Allir vel- komnir. m • • Kristján Albert, til heimilis hér í bæ, lézt 29. apríl s.l. — Hann var um áttrætt. — Að heiman kom hann ásamt konu sinni er lifir hann, árið 1882,. og hefir búið í þessum bæ á- valt síðan. Tvo syni áttu þau hjón,1 Carl, sem nú er í Chi- cago, og Albert, í Portland, Ore. Kristján var ættaður úr Eyja- firði. Þetta er veður fyrir ís \ Bíðið ekki þangað til að maturinn skemmist, að ná í • “Arctic” ísmanninn. Símið strax! 121/2 PD. AF fS TIL JAFNAÐAR A HVERJUM DEGI. frá 1. júní til 30. september AÐEINS $12.50 í PENINGUM (Borgist að fullu með 15. júní) VÉLFRYSTUR EÐA VETRARÍS — v HVORT SEM ÞÉR VILJIÐ. Símið "Arctic pöntunina strax! SfMI 42 321 The Arctic Ice & Fuel Co»^ Ltd* VERÐIÐ HEFIR EKKI STIGIÐ Á BLUE RIBBON TE, KAFFI EÐA BAKING POWDER ÞÉR GETIÐ HALDIÐ ÁFRAM AD KAUPA ÞESSAR UPPÁHALDSTEGUNDIR YÐAR Á HINU GAMLA VERÐI BLUE RIBBON LIMITED WINNIPEG :: :: MANITOBA Það er ekkert brauð til sem tekur þessu fram að gæðum, hreinleik og saðsemi CANADA BREAD t Pantið Butternut brauðin—sæt sem hnotur—kjarngóð sem smjör FRANK HANNIBAL, ráðsmaður.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.