Heimskringla - 03.06.1931, Blaðsíða 6

Heimskringla - 03.06.1931, Blaðsíða 6
• 8LAMB& HEIMSKRINQLA WINNIPEXJ, 3. JÚNÍ 1931. RobinP Hood FIidUR Ábyrgðin er yðar trygging ytoooooooeoBooaosoooooooooeqoococooooeooooooooooooooon ! JAPONETTA eftir' ROBERT W. CHAMBERS. SnúiS hefir á íslenzku Davíð Björnsson Dineen stóð upp og sló öskuna af vindli sínum. Þegar hann gekk út, mætti hann Jack Rivett, sem var á leið til föður síns með talsverðum asa. “Þér eruð á hraðri ferð, Jack. Er eldur einhversstaðar? Eða eru drykkjarföngin á þrotum?” “Ó, þér þurfið ekkert að óttast,” sagði Jack brosandi og hélt áfram ferð sinni. Dineen horfði á eftir honum sínum kænu, gáfulegu bláu augum og sagði við sjálfan sig: “Eg held eg þyrði að láta hengja mig upp á það að þessi ungi maður fer í sömu erindum sem systir hans, fyrir stundu síðan. Ef svo er. Guð hjálpi honum þá, því Jakob er ennþá ekki búinn að ná sér eftir það sem fram hefir farið síðustu stundirnar.” Jack bankaði. Og faðir hans* sem hafði vonast eftir því að hann fengi að vera i friði um stund með hugsanir sínar, hrópaði stigg- lega: “Hver er það?” “Það er Jack. Má eg koma inn?" “Kondu inn!” sagði faðir hans stuttlega. Eg er-------”. En við að sjá andlit sonar síns setti hann hlóðan. “Pabbi!” “Hvað er það?' 'spurði Rivett stuttlega um leið og hann rétti úr sér. “Má eg tala við þig eins og sonur þinn? eða á eg að tala við þig, sem maður við mann?” spurði Jack hæglátlega. “Alveg eins og þú vilt, Jack. Eg hefi haldið það að þú værir sonur minn — eða hefi eg farið vilt. 1 því tilliti getur þú reynt að þvinga mig með valdi. Gerðu eins og þér sýnist." “Það er alls ekki meining mín pabbi”. “Það veit eg vel að ekki muni vera. En þú^kemur hingað inn til mín með þá föstu hugmynd að eg muni ekki vilja gera það, sem þú ætlar að biðja mig um. Það er klaufa- legt hjá þér, Jack. Þegar þú byrjar á ein- hverju þá áttu að hefjast handa með þá föstu hugmynd að þú munir vinna. Það er hin ein- asta leið til þess að geta eitthvað og verða eitthvað. Haltu áfram með það sem þú ætl- aðir að segja.” Jack gekk út að glugganum og horfði út um hann og var dálítið utan við sig. Eftir fáein augnablik, snéri hann sér við, horfði einarðlega og góðlátlega á föður sinn og sagði: ., “Pabbi, eg er ástfanginn.” Rivett virti son sinn undrandi og reiði- lega fyrir sér, en aðeins augnablik. Svo slétt- aðist aftur úr hrukkunum á andliti hans, og han sagði góðlátlega. “Ung börn geta stundum fengið mislinga.” “Eg hélt að þú vildir heldur að eg segði þér frá því,” sagði Jack rólega. “Já, góðu börnin fara altaf þannig að. Hver er stúlkan?" “Silvíetta.” “Rivett roðnaði og hniklaði brýrnar. “O-oh! Hefir þú sagt henni frá því?” “Já.” Rivett beit jaxlinn og æðarnar þrútn- uðu á enni hans. “Silvíetta er — er aðlaðandi stúlka,” sagði hann þvngslalega. “En hún er launuð stúlka á heimili mínu og er ekki sú stúlka, sem eg óska eftir fyrir tengdadóttir.’ ’ “Þetta er nákvæmlega það sama, sem hún sagði sjálf við mig,” sagði Jack stillilega. “Hver - sagði - hvað?” “Silvíetta sagði þetta sama, sem þú. Hún sagðist vera í þinni þjónustu og hún sagði að sómatilfinning sín bannaði sér að hlusta á mig.” “A-ha! — Svo hún sagði það. — ó! — bað hún þig um að segja mér hvað hún hefði sagt?” “Nei. Hún sagði, að ef eg nefndi eitt orð um þetta við þig, þá skildi hún vera búin að yfirgefa þetta hús, innan tuttugu og fjögra klukkutíma.” Rivett horfði fast og rannsakandi í augu sonar síns, með efa og undrunar svip. “Og bú gerðir það. Þrátt fyrir það þó bún bæði þig um að gera það ekki.” “Já, eg hætti á það.” “Hversvegna?” . “Vegna þess að eg elska hana.” “Þú munt fá mörg þessu lfk innföll áður ne þú finnur þá réttu,” sagði faðir hans. “Nei, eg hefi það eins og þú.” “Hvernig þá?” “Eg segji að eg sé eins og þú, Pabbi —. Eg er sanfærður um að þú hefir aldrei unnað nnari stúlku en mömmu?” “Hvernig var það með Miss Beaumont, sem þú kyntist í Hot Springs?” spurði faðir hans. “Eg kendi henni að skjóta með skamm- byssu. Mér var vel við hana og ekkert meira. Það er alt annan veg með Silvíettu." Af einum eða öðrum ástæðum, kom þetta, Mr. Rivett til að hvarfla til baka í gamla tímann til stúlku, sem hann var að kenna. Betty Lawrence, sem brosti öðruvísi en allir aðrir að undanteknum syni sínum — mörg- umt mörgum árum síðar. Eftir stundar hlé, leit hann aftur skarp- lega til sonur síns, og sagði fast og ákveðið: “Eg vil ekki hafa það að þú giftist henni, Jack.” “Hversvegna ekki?” “Eg hefi hugsað þér annan ráðahag. Það eru ungar stúlkur í New York, sem —” “Það eru margar ungar stúlkur um alt. En það er aðeins ein Sflvía Tenant til. Eg er alveg eins og þú pabbi.” “Þú sýnir það ekki núna,’ 'sagði Mr. Rivett fast. “Heldur þú að eg vilji eyðileggja tækifæri mín í New York, eins og þú nú reynir til að gera?” “Þú komst ekki lengra en til Mills Cor- ner, pabbi, og hafðir þá ekki einusinni séð New York.” “Eg vil ekki hafa það að þú giftist henni,” sagði Mr. Rivett aftur. “Ennþá einu sinni, — hversvegna?” “Vegna — vegna þess að eg veit ekki neitt um hana, eða réttara sagt þekki hana lítið og ættfólk hennar ekki neitt. Og þar að auki spilar hún upp á peninga.” “Mundir þú geta borið ábyrgð á því, að sú stúlka, &em þú ætlar þér að velja hapda mér, spili ekki upp á peninga?” “Já, eg------” hann þagnaði skyndilega, en bætti svo við. “Svo reykir hún líka og drekkur eins og karlmaður.” “Þú ættir að fá einhverja til þess að bjóða þér til miðdagsverðar í Convent klúbbn- um,’ sagði Jack brosandi. “Og ennfremur. Hver er Silvfetta Tenn- ant?” spurði faðir hans þrjóskulega. “Þér ætti að vera kunnugt um Tennants familíuna, pabbi fyrst þú fórst að rétta við félagið, Edgerton Tennant & Co.” “Eg hafði aldrei heyrt neitt um Silvíettu eða systir hennar getið fyr en eg kyntist þeim eftir auglýsingu þeirra,” sagði faðir hans og roðnaði. “Pabbi, vertu nú einlægur við mig. Hvert er álit þitt á Silvíettu?” ‘Hvað meinarðu?” “Geturðu liðið hana?” “Eg get liðið systir hennar." “Og Silvíettu?” . “Jack, þú ert þreytandi — auðvitað get eg liðið hana." Jack hló. “Það get eg líka,” sagði hann. “En hún vill ekki hafa mig.” “Hún er góð stúlka. — Og vitanlega veit hún það vel að hún hefir engan rétt til þess að örfa þig til ásta við sig,” sagði Rivett. “Það er líka annað, sem hún veit," sagði Jack. “Og hvað er það?” spurði Rivett. “Að hún kærir sig ekkert um mig." Og af einni eða ananri ástæðu, höfðu þessi ein- földu orð óþægileg og ergileg áhrif á gamla Rivett. “Kærir hún sig ekkert um þig?” endur- tók Mr. Rivett. “Hún mundi fljótlega koma til með að halda af þér, ef hún þyrði það.” “Þyrði!” Jack hló. “Ef hún kærði sig nokkuð um mig, þá mundi hún hafa sagt mér það. Eg hygg að hún, þrátt fyrir sín gæði og sómatilfinningar að hún óski ekki sérlega mikið eftir því að tengjast inn í ætt okkar.” “Hvað! Hún, sem er starfandi hjá mér.” “Já, en getur þú ekki séð það pabbi að við með því að vista hana, höfum svift hana rótti sínum.” Gamli maðurinn sat hljóður og horfði á son sinn kýmnislega í gegnum gleraugun. “A-ha! Svo það*er þess vegna að hún vill ekki hlusta á þig,” sagði hann. “Hennar meining er sú að starfsvið hennar banni henni aö örfa mig til ásta við sig. Hún vill ekki misbrúka þá stöðu, sem þú hefir veitt henni i húsi þínu.” “Sagði hún það?” “Alveg orð fyrir orð.” “Hvenær?” “Fyrir löngu síðan.” “A-ha, hér er þá að ræða um mál, sem verið hefir lengi á döfinni.” “Eg hefi umgengist hana lengi; og nú hefi eg gert hana óhamingjusama. Og hún gerir alt hvað hún getur til þess að forðast mig. Eg veit ekki hvað eg á að gera,” sagði Jack niðurbugaður. “Já, en nú fyrst hefir þú gert hana reglu- lega óhamingjusama, með þvi að koma til mín o gsegja mér alt, á móti hennar vilja. Og nú fer hún á burt héðan — ef eg segi henni frá því, sem þú hefir sagt mér.” “Eg ætla sjálfur að segja henni frá því,” sagði Jack. “Eg kom ekki til þín í þeim tilgangi að koma óheiðarlega fram gagnvart henni.” “En hún fer, — segir þú.” “Já, það gerir hún áreið- anlega, nema því að eins að þú biðjir hana um að vera.” « “Eg?” “Já, þú þabbi.” “Heldur þú að eg hafi í huga að slá þannig höfuðið af sjálfum mér?” Jack brosti dapurlega. “Ef þú biður hana ekki um að vera, verður það höfuð mitt, sem þú slærð af. Annars þarf eg ekkert höfuð þegar hún er farin svo, gerðu alveg eins og þú vilt, pabbi.’ “Veistu hvað systir þín hefir gert?” spurði Rivett og horfði fast á son sinn. “Já, Inwood er góður og vel gefinn dreng-- ur. Eg er mjög glaður yfir því að systir mín náði í hann.” “Nú, svo þú ert það.” “Ert þú ekki glaður yfir því?” “Hvernig í skollanum ætti eg að vera glaður yfir því að sjá hús mitt verða tómt. Mér fanst í dag að saga Christines væri það versta, sem eg gat frétt, en svo kemur þú hoppandi hingað inn með aðra hálfu verri. Hvernig í dauðanum getur þú hugsað þér að eg geti verið glaður? Eg vonaði að eg mætti halda ykkur börnunum mínum hjá mér dá- lítið lengur —. f gær lást þú í vöggu þinni í dag ert þú ákveðinn í því að stökkva úW heiminn með unga stúlku í eftirdragi, sem eg sá í fyrsta sinni síðasta júní! Jack! Hver þremillinn er að? Er heimurinn að verða vitlaus?” “Er þetta ekki alveg sama sagan og þeg- ar þú varst ungur, pabbi?" “Nei, als ekki. Ef einhver hefði getað sagt fyrir um það þá, hvernig alt væri á þessum tíma aldarinnar, þá mundi hann undir eins hafa verið tekinn fastur fyrir syndsamlega spádóma. — Alt þetta fimbul- famb, skraut, skemtanir. Cigarettu reykingar vinnautnir og —’’ “Eg á ekki við þessa smámuni, pabbi. Eg á við, fæðingar, uppvöxt, gróanda, giftingar og kveðjur.” Gamli maðurinn sat hljóður. Jack stóð á fætur, gekk út að gluggan- um og liorfði á skýjafarið f loftinu. “Jack!” kallaði faðir hans. “Hversvegna komstu inn til mín?” “Mamma sagði að eg skildi gera það.” “Mamma þín!’’ sagði hann með fáti. “Já, eg sagði henni vitanlega alt fyrst og það áður en eg talaði við Silvíettu.” “Hún hefir ekki sagt eitt einasta orð um þetta við mig,” sagði Mr. Rivett. “Hún lofaði mér því að gera það ekki fyr en eg leifði henni það.” “Er það nú meining þín að hún standi með þér í þessu máli?” “Hún sagðist ekkert hafa á móti því, ef þú værir því ekki mótfallinn —. Og eg vil biðja þig, pabbi að segja til Silvíettu að hún skuli gleyma því, sem eg hefi sagt við hana og — að þú biðjir hana um að vera kyrra.” “Hversvegna óskar þú eftir að hnú verði hér kyr?” Jack Ieit einarðlega í augu föður síns. “Til þess að eg hafi tækifæri til að ná ástum hennar með aðstoð foreldra minna.” Rivett stóð á fætur. “Vertu hér á meðan eg fer og hefi tal af móður þinni,” sagði hann og hraðaði sér út og skelti hurðinni aftur á eftir sér. . Jack settist niður. Hann bjóst við að mega bíða æði tíma. En það fór á annan veg. Innan fimm mínútna var faðir hans kominn aftur til baka. “Eg hefi talað við móðir þína. Út með þig! Flýttu þér stcákur! Silvíetta kemur hingað inn innan mínútu.” “Hingað?” “Já inn hingað! Ef þú ekki hraðar þér út þá — varpa eg þér, þó gamall sé — út um gluggann.” “Pabbi, þú ert ágætur!" “Nú, langar þig til að eg endi loforð ' mitt, ef þú ekki hraðar þér.’ Jack hló og rétti föður sínum höndina og gamli maður tók í hana þétt og ást- úðlega. Hann bar sig til að segja eitthvað en hætti við það og bandaði aðeins með hendinni. Jack gekk út. Þegar Silvíetta gekk inn, stó Mr. Rivett út við gluggann og þurkaði gleraugun sín í annað skiftið þennan fyrir miðdag. Hann sneri sér óðara við, nikkaði til hennar höfð- inu og tók fram stól og bauð henni sæti, en stóð sjálfur. “Eg hugsa að þér hafið ekki mikla hug- mynd um ástæðuna til þess að eg bað yður að koma hingað inn,’ ’sagði Mr. Rivett. “Nei, það hefi eg sannarlega ekki," sagði hún brosandi. “Eg býst við að þér haldið að það standi að einhverju leyti í sambandi við viskifti?” “Já, vitanlega.” “Hversvegna vitanlega?’’ “Vegna þess a þa er undirstæða alls sambands.” “Hugsið þér það eingöngu þannig?’’ “Eg er nauðbeigð til þess. Er eki svo?” “Líkar yður ekki við okkur?” . “þetta er skapleg spurning, Mr. Rivett,” sagði hún. “Jú, það er áreiðanlegt að mér líkar við ykkur. Eg elska alveg konuna yðar.” “Ekki mig?” Hún hló glaðlega. “Þér vitið það vel að bæði Díönu og mér er mjög vel til yðar.” “Virkilega?” “Já, það er áreiðanlegt. Þér hafið verið svo góður og álúðlegur við okkur. Og hvað Christine við kemur, þá höldum við reglu- lega mikið af henni, Mr. Rivett.” “En hvernig er það með, Jack?” spurði Mr. Rivett léttilega. Léttur roði leið upp í andlit Silvíettu. *“Það halda allir af Jack,” sagði hún stuttlega. “Gerið þér það?’ “Vissulega.” “Það var einmitt það, sem eg vildi komast eftir. Það var ástæðan til þess að eg bað yður að koma hingað inn." Silvíetta leit á hann óttasleginn, einsi og hún triði ekki sínum eigin eyrum. “Eg held eg skilji yður ekki, Mr. Rivett.’* sagði hún. “Þá skal eg tala ljósara við yður. Jack hefir sagt mér að hann vildi eignast yður fyrir k'onu.” Silvíetta varð blossandi rjóð í framan en jafnaði sig þó furðu fljótt og sagði rólega: “Þá álit eg að útrætt sé um viðskifta- sambönd okkar.” “Ekki frekar en þér viljið.” “Eg vil það.” “Hversvegna?” “Vegna þess að eg sagði við Jack að eg ætlaði að yfirgefa Adriutha, ef hann segði eitt orð um þetta við yður.” “Hversvegna?” “Vegna þess að eg er þénandi í húsi yð- ar, og Jack er sonur yðar,” sagði hún kulda- lega. “Hafið þér í huga að yfirgefa okkur?” “Eg verð að gera það.” “Þér þurfið þess ekki.” “Það er mjög fallegt af yður að segja svo, en eg get ekki verið hér lengur til nokk- urs gagns.” “Eg bið yður um að vera kyrrar,” sagði hann hægt, stillilega og ákveðið. “Þennan stutta tíma, sem þér hafið dvalið hér hafið þér látið mér í té, svo mikið og gott starf að eg fæ aldrei launað yður það fyllilega. Eg bið yður um að dvelja hjá okkur, sem gest okkar, ef þér getið og — ef þér viljið, sem ástmey Jacks.” Silvíetta roðnaði aftur af undrun. “En — en eg — eg elska Jack als ekki!” stamaði hún. “Hann veit það líka vel, því eg hefi sagt það við hann. — Mér fellur hann mjög vel í geð--------hann er góður drengur — myndarlegur, hrífandi og nærgætinn. — En eg elska hann ekki, Mr. Rivett. “Það er Jacks málefni en ekki mitt,” sagði Mr. Rivett þurlega. “Eg get ekki þvíngað yður til þess að elska son minn, og það getur móðir hans heldur ekki. Ann^rs er það þó mikið, sem mæður geta afrekað. Það eina, sem eg get gert, Miss Tennant, er að biðja yður um að vera hér og segja yður það, að ef það skildi fara svo að þér kæmuð til með að fá ást á Jack, syni mínum þá mun móðir hans bjóða yður velkomna, sem dótt- ur sína-------og það geri eg einnig.” Silvíetta sagði ekki eitt orð, en beygði höfuð sitt niður yfir skrifborð Mr. Rvetts og hélt vasa klútnum sínum fyrir augunum. Það var dauða hljótt í herberginu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.