Heimskringla - 17.06.1931, Side 3

Heimskringla - 17.06.1931, Side 3
WINNIPEG 17. JÚNl 1931. HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSÍÐA einnig góðir menn, þeir Pétur B. Pétursson (sonur Bjarna sál. Péturssonar) og Barney Hrút- ford. Báðir munun þeir hafa verið stofnendur safnaðarins, og sá fyr nefndi stýrði stofn- fundi hans. Forseti safnaðar- ins er nú Jón Bergman — áður féhirðir. Þrátt fyrir þess- ar breytingar munu menn von- góðir um framtíðina, enda er safnaðarnefndin skipuð góð- um mönnum. Auðvitað búast menn við fjárhagslegum örð- ugleikum vegna almennra fjár- hags-vandræða sem stafa af atvinnuleysi og vondum tímum. Hin andlega hlið kirkjumála þess safnaðar gengur vel. Fjör og líf og áhugi, enda ágætir kraftar. Söngfl. góður með af- brygðum. En um hann er ó- þarft að fjölyrða. Sunnudaginn 8. feb. s. 1. héldu ungmenni safnaðarins guðsþjónustu upp á eigin spít- ur. Forseti Ung. fél., Finnur Lindal stjórnaði henni, en Baldur Johnson (Jónssonar frá Munkaþverá) flutti ræðuna og bæn, en ungfrú Margrét Thórðarson las biblíu-kaflann. Ungfrú Sigrún Thórðarson spilaði í kirkjunni og æfði söngflokkinn. Fór það að öllu leiti vel fram, og vel var sú guðsþjónusta sótt. Syndi þessi athöfn, eins og margt fl. að Fríkirkjusöfnuður á von á vax- andi kröftum — kröftum sem þegar eru svo áberandi hjá ■ungmennum hans, að óvíða1 mun betur. Frh. STEINGRÍMUR THORSTEINSSON Aldarminning Ötvarpsræða 19. maí 1931 eftir ÞorsteÍn Gíslason, ritstj. Steingrímur Thorsteinsson skáld á 100 ára afmæli í dag. Hann dó fyrir tæpum 18 árum, 21. ágúst 1913, liðlega 82 ára gamall. Fæddur var hann á Stapa á Snæfellsnesi ,sem þá var amtmannsisetur Viestfírð- inga, og var í báðar ættir af ágætu fólki kominn. Faðir hans, Bjarni amtmaður Thor- steinsson, var fyrir margra hluta sakir einn hinn merkasti maður hér á landi á sinni tíð, en móðir hans var Þórunn dóttir Hannesar biskups Finns- sonar. Hefir Steingrímur án efa fengið besta uppeldi. Hann útskrifaðist úr Latínuskólanum tvítugur, vorið 1851, “pereats”- árið og var talinn einn af fors- prökkunum í mótblæstrínum gegn Sveinbirni rektor Egils- syni, svo að til orða kom, að honum yrði af þeim sökum hrundið frá prófi, en svo varð þó ekki. Að ^túdenisprófinu loknu fór hann til háskólans í Kaupmannahöfn, og dvaldi síð- an í Danmörku samfleytt í rúm 20 ár, án þess að koma heim til íslands allan þann tírna . Á þeim árum fékkst hann við rítstörf og kenslu í Kaupmannahöfn, og eftir 12 ára veru þar, tók hann 1863 kennarapróf í grísku og latínu. Nokkur ár var hann styrkþegi við Árna-Magnússonar safniö. Hingað heim kom hann 1872, hafði þá verið settur kennari við latínuskólann en fékk veit- ingu fyrir embættinu 1874 Yfírkennari varð hann 1895 og 1905 rektor skólans. Því embætti gegndi hann fram á árið 1913 og vann því við skól- an yfir 40 ár. Hann var á- gætlega mentaður maður og víðlesinn, bæði í latneskum og grískum skáldbókmentum síð- ari tíma. Hann varð líka einn af helstu máttarstólpunum, sem báru uppi skáldbókmentir okkar um langt skeið, og þar af leið- andi einn þeirra manna, sem víðtæk áhrif hafa haft á and- legt líf þjóðarinnar. Mörg af ljóðum hans hafa nú um lang- an aldur verið meðal hins fvr- sta, sem íslenskir unglingar hafa lært og sungið, fest í minni og tekið trygð við. Flest allir eiga þeir honum að þakka fleiri eða færri ánægjustundir, fleiri eða færri fagrar og frjáis mannlegar hugsanir, sem Ijóð hans og rit hafa vakið. Lof- söngvar hans um frelsi, fegurð og ást, hafa látið eftir sig góð og göfgandi áhrif. Ádeilukvæði hans og háðvísur geyma spak- mæli, sem hafa orðið rótgróin í minnum manna. Hann vand- aði alt er han nlét frá sér fara, vildi ekkert ljótt né óvandað láta eftir sig liggja. Hann vildi “bera gullinu vitni", eins og hann ségir í einu af kvæðum sínum frá efri árum, vildi máia ‘rósina' en ekki “þrekkinn”, eins og hann líka segir á öðr- um stað. En hvorttveggja er hjá honum ádeila gegn þeirri listastefnu, sem honum þótti fara í öfuga átt. Annars var hann enginn vígamaður eða stefnuþjarkur í bókmentum. Hann var þar friðsemdarmað- ur og prúðmenni, eins og í lífi sínu og dagfari. Út á við var hann yfirlætislaus, fáskiftinn og óáleitinn. En í sínum hóp var hann gamansamur og hæð- inn. Hann gat fram til hins síðasta hlegið dátt að því, sem skoplegt var, einkum ef það kom fram í monti og yfirlæti. Gangi almennra mála fylgdi hann altaf með áhuga, þótt hann tæki ekki beinan þátt í stríðinu um þau. Á Hafnarár- um sínum var hann eindreginn fylgismaður Jóns Sigurðssonar, eins og kvæði hans bera vott um, og altaf var hann harður í dómum um þá íslendinga í Kaupmannahöfn, sem verið höfðu í andstöðu við Jón igr urðsson. Þótt hann ílengdist. í Kaupmannahöfn fram yfir fertugt, kvæntist danskri konu, ætti ýmsa góðkunningja meðal danskra mentamanna og feng- ist nokkuð við ritstörf á dön- sbu, þó mátti vel heyra það á honum, að han nhefir altaf verið mjög íslenskur í hugsun- arhætti, og lá honum jafnan miklu ver orð til þeirra landa sinna, sem honum fanst hafa brugðið út af því, heldur en hinna. Þegar Steingrímur hefir lok- ið skólanámi hér heima og fer utan, er Jón Sigurðsson á besta skeiði, og er þá að koma skipulagi og festu á sjálfstjórn- arkröfur íslendinga. Einmitt tímamótaárið sjálft þjóðfundar- sumarið 1851, kemur Steingrím ur í hóp landa sinna í Kaup- mannahöfn, þann hóp, sem var fyrsti vísirinn til þess stjórn- málaflokks, sem síðar fylkti sér um Jón Sigurðsson og kenningar þær, sem hann flutti um réttarstöðu íslands gegn Danmörku. Dvalarár Stein- gríms í Kaupmannahöfn eru baráttuár Jóns Sigurðssonar, vakningarárin, þegar hugir manna hér á landi eru alment að losna úr læðingi liðinna tíða. Hugsunarhátturinn er að breyt- ast, vonirnar að glæðast um betri tíma framundan og trúin á landið að festa rætur hjá almenningi. Þetta er tímabil föðurlandskvæðanna og frelsis ljóðanna, meðan stjórnfrelsið er ófengið, en menn berjast fyrir því og vænta þess. Forsöng- varinn, Jónas Hallgrímsson, er nýfallinn ungur í valinn, en hin yngri og uppvaxandi skáld taka við af honum, og í þeim hópi er Steingrímur Thorsteins son fremstur í flokki. Ætt- jarðarkvæðin og frelsisljóðin eru einn höfuðþátturinn í kveð skap hans á útivistarárunum í Kaupmannahöfn. Þau eru framlag hans til þeirrar bar- áttu, sem íslenska þjóðin háði á þeim árum fyrir frelsi sínu. Og það framlag er stórt. Hvata- kvæði Steingríms voru bæði ort af svo heilum hug, að þau (hrifu menn þegar, og líka af svo miklu mannviti, að þau læstu sig föst í minni manna. Allir dáðust að “Vorhvöt” Steingríms, og það er efamál. hvort nokkurt söngljóð hefir ómað betur í hugum tslend- inga en hún gerði á sínum tíma. Hann biður vorgyðjuna, sem þá er á leið til ættlands hans, að syngja þar: “Um þjóðvorið fagra, sem frelsi vort skal með fögnuði leiða yfir vengi. Þá vaxa meiðir, þar vísir er nú. Svo Verður, ef þjóðin er sjálfri sér trú. Vér grátum hið liðna, en grát- um sem stytst, svo grátum ei komandi tíma. Ei sturlun oss gefur þá stund, sem er mist, en störfum fyrst liðin er gríma. Því feðranna dáðleysi’ er barn- anna böl og bölvun í nútíð er framtíðar kvöl. Það hitti vel í mark á þeim árum er Steingrímur sagði í sama kvæðinu: Og jafnvel úr hlekkjunum sjóða má sverð í sannleiks og frelsisins þjón- ustu gerð. Kvæðið endar á þessu al- kunna erindi: Svo frjáls vertu, móðir, sem vindur á vog, sem vötn þín með straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norð- ljósa log, sem ljóðin á skáldanna tungu. Og aldrei, aldrei bindi þig bönd, nema bráfjötur ægis um klett- ótta strönd. Þetta eru ómarnir frá frelsis- baráttunni fyrir 1874, en inn í þá eru fléttuð sígild spakmæli. Við, sem nú erum komin á hin efri árin, munum með hve mik- illi hrifningu þetta kvæði og fleiri slík voru sungin á æsku- árum okkar. Steingrímur er á- hrifríkasta hvataskáldið á tíma- bilinu fyrir 1874 og um langan tíma þar á eftir. Annar meginþátturinn í ljóð^- gerð Steingríms eru náttúru- lýsingar hans, og meðal þeirra eru vorljóðin ekki síst. Þegar hans var minst hér fyrir 20 ár- um, á áttræðisafmæli hans, þá var það af flestum tekið skarp- ast fram, að hann væri vorsins skáld. Hannes Hafstein, sem þá hélt aðalræðuna fyrir hon- um, segir: “Hann, sem fyrir átta áratugum fæddist þennan dag, í vormánuðinum Hörpu, hefir nú í fulla tvo mannsaldra ver- ið vorsins, blíðunnar og unað- arins skáld fyrir þetta land og þessa þjóð.” — Guðmundur Magnússon skáld byrjar þá kvæði til Steingríms svo: “Þér gaf vorið sín ljóð, þú söngst vor yfir þjóð, því þig vorgyðj- an íslenska kaus fyrir son”. Þorsteinn Erlingsson byrjar sitt kvæði með tilvísun í “Vorhvöt” Steingríms. Og Rögnvaldur Guðmundsson skólapiltur, sem einnig orti til hans, byrja svo: “Á vori ertu fæddur, með vorið í sál og vorhýra náttúru- óðinn”. Þetta sýnir, hve vor- kvæði Steingríms eru rík í hugum manna, enda eru líka margar fegurstu lýsingarnar, sem við eigum af vorprýði og sumarskrauti íslensku náttúr- unnar að finna í kvæðum hans. En kvæðið um Snæfellsjökul sýnir að hann hefir líka haft auga fyrir því, sem hart er og hrikalegt í náttúru landsins, og það er eitt af helztu kvæð- um hans. Þriðja þáttinn í kveðskap St. má telja háðvísurnar, stuttar og hnittnar stökur, sem enn lifa margar á vörum manna. Rík fegurðartilfinning og hæðni fara oft saman. Samanburð- ur á ímyndum fullkomleika og ófullkomnum virkileika skapar háð. Um það leyti sem Steingrím- ur hverfur aftur til íslands er ný stefna að ryðja sér til rúms í skáldskapnum erlendis, og var það, sem kunnugt er, Georg Braudes, sem ruddi henni braut í Danmörku og á Norðurlönd- um yfirleitt. Hér á landi kem- I ur hún auðvitað líka fram og þær kenningar, sem henni fylgdu. Hin yngri skáld hér, sem fram komu eftir 1880, töldu sig til þeirrar stefnu: Gestur Pálsson, Einar H. Kvaran, Hannes Hafstein og Þorstelnn Erlingsson. Ei^ elnkum var það hér Getsur Pálsson, sem héit á lofti hinum nýju kenn- ingum á þessu sviði. Urðu hér þó aldrei víðtækar deilur um þetta mál, eins og orðið höfðu bæði í Danmörku og Noregi, eða svo áhrifamiklar, að þær næðu verulega til almennings, nema helzt milli þeirra Gests Pálssonar og Matthíasar Joch- umssonar. Gestur fór altaf hrósandi orðum um Steingrím, þegar hann mintist á skáld- skap hans í riti ,og hann tel- ur kvæði hans um Snæfells- jökul eina hina sönnustu og bestu náttúrulýsingu, sem til sé í íslensku máli. En að deilunni, sem nefnd er hér á undan, er sumstaðar vik- ið í kvæðum Steingríms á síð- ari árum, en skýrast í vísun- um “Valið” á 314, bls. í kvæða bók hans. Þær eru svona: Mærum vors á morgni gekk málarinn um teiginn. Öðrumegin eygði hann þrekk, ungrós hinu megin. Eitthvað frumlegt, eitthvað nýtt á við tíðarsmekkinn. Minna rósblóm mat hann frítt, málaði svo rekkinn. Á þennan hátt setur hann fram kenningar hlutsæismanna um skáld skapinn gagnvart hugsæissefnunni, sem ríkjandi var í skáldskapnum á yngri ár- um hans og hann heldur trygð við. Hugsunin er þessi: Róm- antðkin valdi ró/sifnar, t-eaV- isminn velur þrekkinn, þ. e skáldskapurinn var áður um það, sem fagurt er, nú er hann orðinn um það, sem ljótt er. Sama er hugsunin í þessari visu, sem er ort á elliárum hans og stendur í kvæði um Sigurð Breiðfjörð, en Steingrímur hafði miklar mætur á kveðskap hans: Sorann tíðrætt ef að um kann öðrum vera, það er hverra girnd, sem gera. Gulli eg helst skal vitni bera. Steingrímur var ágætur þýð- ari, bæði á ljóð og laust mál. Ljóðaþýðingar hans eru engu minni fyrirferðar ei^ frum- ortu kvæðin og eru nú að koma út í heild í tveimur heft- um á kostnað Axels sonar hans, en áður hafa þær flestar verið prentaðar til og frá. Er þetta prýðilegt safn af úrvalskvæð- um ýmsra helstu Ijóðskállda margra þjóða. Mest hefir hann þýtt af ljóðum eftir Byron lá- varð, og hafa þær þýðingar hans komið út áður í sérstakri bók. En hann hefir einnig þýtij margt etftir höfuðskáJfí Þjóðverja: Goethe, Schiller og Heine. En stærsta ritverk Steingríms er þýðingin á “Þús- und og einni nótt”, sem hann gerði á Kaupmannahafnarár- um sínum og þar kom þá út^á kostnað Páls Sveinssonar, en nú er fyrir nokkru komin út hér í 2. útgáfu. Annað stærsta þýðingarverkið er “Æfintýri’ H. C. Andersens, sem hann vann að á efri árum, og kom hér út 1904 og 1908 í tveimur bindum. Hér heima þýddi hann einpig sorgarleikinn Lear kon- ungur, eftir Shakespeare, prent aðan 1878, Robinson Krusoe, ÞETTA ER HIÐ NAFNTOGAÐA BLUE RIBBON — KEIM GÓÐA KAFFI — KEMUR f RAUÐUM BAUKUM MED TIL- HEYRANDI LYKLI — JAFNAN TEKIÐ FRAM YFIR ANNAÐ ÞEGAR UM GÆÐI ER AD RÆDA. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA Dæmisögur Esops o. m. fleira. En frá Kaupmannahafnarárun- um eru, auk 1001 nóttar, þýð- ingar hans á Pílagrími ástar- innar, eftir W. Irving, Undína, eftir M. Fouque og margt fleira, m. a. ritaði hann að mestu leyti ársritið “Ný sumargjöf”, sem Páll Sveinsson gaf út í nokkur ár í Kaupmannahöfn. Annars er nú að koma hér út í Vísi ritgerð eftir Rich. Beck próf. um þýðingar Steingríms. En nákvæmasta skrá yfir öll verk hans er að finna í riti því sem I. C. Poestion gaf út á óýsku til minningar um átt- ræðisafmæli hans. Þar eru >ýzkar þýðingar á 60 kvæðum eftir Steingrím, og ítarlega ritað um skáldskap hans og bók- mentastarf. Safn af ljóðmælum Stein- gríms kom fyrst út 1881. Síðan komu þau út í 2. útg. aukinni, hjá Gyldendals bókaverslun í Kaupmannahöfn 1893. 3. útgáf- una gaf Sigurður Kristjánsson út, enn aukna, nokkru fyrir dauða höfundar, í 400 eintök- um, og var sú ðtgáfa uppseld og endurprentuð 1925. Sýnir >etta best, hve ljóðmæli Stein- gríms hafa orðið vinsæl hjá íslensku þjóðinni. — Þingeyska skáldið, Konráð Vilhjálmss/on sagði í eftirmælum um Stein- grím: “Út með annesjum óð hans söng fiskimaður í fleyi sínu. Innst í afdal orð hans kunnu sauðamaður og sel- stúlka”. Skáldbróðir Steingríms — séra Matthías Joohumsson, segir um hann í eftirmælum: “Aldrei hefi eg andans manni innlífaðri orðið. Hitti eg sjald- an, þótt heimin stykki, sanfl- göfugri sálu”. Steingrímur var meðalmaður á hæð, þreklegur og vel vax- inn, dökkhærður og dökkbrýnn, hárprúður til dauðadags og hærðist seint. — Fríður í and- liti með örum og miklum svip- brigðum, og hafði sérlega skær og fögur augu. “Þegar hann hélt ræður í samkvæmum, var hann andríkur með afbrigðum og einhver látlaus tign yfir allri framkomunni”, segir séra Haraldur heitinn Níelsson í rit- gerð um Steingrím, “og í raun og veru var hann altaf “aristo- krat”, þótt hann væri yfirlætis laus”. \ Ljóðin eru sú grein bók- mentanna, sem náð hefir sér mestri fullkomnun á síðari öld- um. — tslenska þjóðin hefir lengi verið Ijóðelsk, og ætti ekki að týna þeim eiginleika, þótt ný ment og menning riði hér í garð. Við lestur og söng ljóða sinna hefir hún hafið hugann yfir þrautir hinna myrku alda, og í frelsisbaráttu á örvandi orð skálda sinna, þar á meðal ekki sízt þess manns- ins sem við minnumst í dag. Lengi lifi minning þjóðskálds ins Steingríms Thorsteinsson- ar! —Lesb. Mbl. UM VÍÐA VERÖLD Frh. FramtíS JafnaSarstefunnar. Af svipuðum ástæðum og nú voru greindar, segist Sir James hafa litla samúð með jafnað- arstefnunni. Lýðræðið er æsku lasleiki, jafiVaðarsttefnan ,full- kominn sjúkdómur. Orsök jafnaðarstefnunnar er fátækt og erfiðir tímar. Eg á þó ekki segir Sir James, við bóklærða jafnaðarstefnu Karl Marx eða enskra menntamanna, því hún hefir varla lengur mikið hag- nýtt gildi. Eg á við lifandi og starfandi jafnaðarstefnu þess manns, sem finnur til þess, að það er erfitt að lifa, atvinnan lítil og vill þessvegna skatt- leggja þá samborgara sfna, sem heppnari hafa verið en hann. Eg á við þá tegund jafnaðar- stefnu, sem blómgast í fátæk- ustu og. vesælustu hlutum Eng- lands og þeim hlutum megin- landsins, sem harðast hafa orð- ið úti og mest eru aftur úr. Þessi jafnaðarstefna rýrir auð- legð þjóðarinnar með því að gera hana fátæka, ennþá fá- tækari og með því að lama framtak og ötult starf. Reynsl- an sýnir að þessi stefna þrífst ekki í þjóðfélögum, þar sem vel gengur. Leiðtogar jafnað- arstefnunnar tala oft um þá björtu framtíð, sem stefnan muni skapa. En hversvegna segja þeir ekki einnig frá for- tíð hennar? Vegna þess, að hún sýnir það, að tilraunir- heqnar hafa mistekist og að bkkert jafnaðarmennskuríki hefir orðið langlíft — sem slíkt. Orkulindir framtíðarinnar. Sif James segist því hvorki trúa á jafnaðarstefnu né lýð- ræði, þótt hann viti ekki hvers- konar stjórnskipulag annað framtíðin beri í skauti sínu. Þörfin á bættri verzlun, bætt- um lífskjörum og bættu upp- eldi er mjög brýn. Menn telja venjulega svo, að í framtíð- inni hverfi handavinna fyrir vélavinnu og rafmagnið rnuni vinna flest verstu og þyngstu verkin fyrir mennina, En þetta er alt undir því komið, segir Sir James, hvort mannfinum hepnast að finna einhverjar nýj ar orkulindir. Kola-, olíu- og skógaforða heimsins verður bráðlega brent upp og það er hugsanlegt, að engin leið finn- ist til þess að fá annað í stað- inn, að minsta kosti eru ekki horfur á slíku nú sem stendur. Það er því hugsanlegt að mann kynið verði aftur að fara að lifa við miklu lakari og erfiðarí kjör en nú, í miljónir ára, þeg- ar núverandi orkulindir hafa þorrið eftir nokkur hundruð ár. Mennirnir verða ef til vill að láta sér nægja þann tiltölu- lega litla kraft, sem vinna mætti úr ám og fossum, sjáv- arföllum og vindum. Það er að vísu satt, að vís- (Framh. 4 T. síOu.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.