Heimskringla - 17.06.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 17.06.1931, Blaðsíða 5
HEIMSK.RING_A 5. BLAÐStÐA WÍNNIPEG 17. JÚNl 1931. í fyTrasumar. Hann hefir víða flutt erindi þetta, ýmist á ensku eða íslenzku, og er að því hinn mesti sómi. Á undan mynda- sýningunni söng Kári Johnson tvö lög; annað þeirra talsvert eftirtektarvert lag eftir Þórar- inn Johnson, við vísu eftir Jón heitinn Runólfsson. En það var upphaf þessarar kvöldskemtunar, að börn þau og ungmenni, er notið höfðu kenslu í vetur í íslenzkuskóla “Vestra’’, sungu söngva, sýndu smáleiki og keptu um medalíur í framsögn íslenzkra ljóða. Að öllu þessu var hinn ágæt- asti rómur gerður, svo vel var alt undirbúið og vel af hendi leyst. Vestri hefir mannvali á að skipa við þessa starfsemi, svo að mér er næst að halda að fágætt sé í íslenzkum fé- lr<jsskap vestan hafs utan Win- nipegborgar. Forstöðukona skól ans, þau fjögur tímabil, sem hann hefir starfað, Mrs. Guð- rún Líndal Magnússon, hlýtur einróma hrós og þakklæti fyrir aiveg framúrskarandi alúð, samvizkusemi og dugnað við starfið. * Séra A. E. Kristjánsson, for- eeti Vestra síðastliðin þrjú ár, er óþreytandi við að fræða um Island og undirbúa yngri börn- in í lestri og söng. Séra K. K. Ólafsson tók alveg að sér eldri böbnin, las með þeim íslenzku á heimili sínu eitt kvöld í viku, en Gunnar Matthíasson æfði þau í söng. Ýmsir fleiri aðstoð- uðu við kensluna og undirbún- ing samkomunnar, svo of langt þætti, ef upp væri talið. — Alt þetta fóik á mikið þakklæti skilið frá ölium, sem nutu þess- arar ánægjulegu kvöldskemt- unar, eigi síður en aðstandend- ur barnanna. Dómarar í lestrarsamkepn- inni voru séra Carl J. Olson, Miss Josephine Josephson og- undirrituð. Fylgdi þessu starfi vandi mikill, svo afbragðs vel fóru öll börnin með hlutverk sín og svo unaðslegt var í sann leika að heyra þenna fallega hóp vestur-íslenzkra bama, flytja svo prýðilega gömul og ný íslenzk ljóð. Gullmedalíu hefði hvert einasta þeirra hlot- ið, ef eg hefði náð í Midas kon- ung kvöldið það. Mér þykir sem það myndi taka of mikið rúm í opinberu blaði, að birta alla skemti- skrána — læt hér því aðeins fylgja nöfn þeirra, er verðlaun- hlutu. Fyrstu verðlaun voru silfurmedalía og önnur verð- laun bronzemedalía, gefnar af lestrarfélaginu Vestri, er sér um allan kostnað við skólann. Börn innan 8 ára: FYrstu verðlaun Jóhanna Kristjánsson (foreidrar Mr. og Mrs. A. E. K.). Hún bar fram kvæðið “Systir mín” eftir J. Hallgríms- son. önnur verðlaun: Anna Magnússon (foreldrar Mr. og Mrs. J. M.). Hún bar fram kvæðið “Nú blánar yfir berja- mó’’, eftir Guðm. Guðmunds- son. Börn 8 tii 12 ára: Fyrstu verðlaun, Arngrímur Áraason (foreldrar Dr. og Mrs. J. S. Á.) Hann bar fram “Skúlaskeið”, eftir Grím Thomsen. önnur verðlaun, Hf^fsljeínn iStraum- fjörð (foreldrar Mr. og Mrs. J. H. S.). Hann bar fram ‘Þulu’ eftir Theódóru Thóroddsen. Ungmenni yfir 12 ára: Fyrstu verðlaun, Sigrún Ólafsson (for eldrar Mr. og Mrs. K. K. ó.). Hún flutti kvæðið “ísland far- sældafrón”, eftir Jónas Hall- grímsson. Önnur verðlaun, Sig- ríður Líndal (bróðurdóttir Mrs. J. Magnússon). Híin flutti “Vorljóð” eftir M. Markússon. Þar sem eg er sjálf óþolin- móð við orðmörg fréttabréf, segi eg ekki þessa sögu lengri. Vinsamlegast, Jakobína Johnson Seattle, Wash. Ritað í maímánuði 1931. Þorgríimir M. Sigurðsson Þess hefir áður verið getið í blöðum vorum að þessi maður, Þorgrímur M. Sigurðsson á Storð í Framnesbygð, er ekki fyrir löngu til grafar genginn. Og með honum er farinn einn myndarlegasti maður bygðar- innar að dómi almennings. Sér- staklega eru slíkar raddir á- kveðnar meðal þeirra manna. sem mestan kunnugleika og mest skilyrði höfðu til dóms- ins. Þorgrímur M. Sigurðsson er fæddur á íslandi 29. ágúst 1886, og gera kunnugir grein fyrir ætt hans svo sem hér fer á ’eftir. Faðir Þorgríms var Magnús Sigurðsson á Storð, sem enn lifir son sinn, en er á áttræðis aidri, em vel og starfar sífelt að drögum sínum til iandnáms- sögu Nýja Íslands, sem þegar hefir nokkuð verið birt á prenti. Er Magnús fróðleiksmaður mikill eins og kunnugt er, og lætur ýmsar tegundir íslenzkra fræða til sín taka. Faðir Magn- úsar var Sigurður, bóndi á Háafelli í Hvítársíðu, Guð- mundsson, er einnig var bóndi á Háafelli, og hin fjölmenna Háafellsætt er frá komin. Af mönnum hér vestan hafs má þar til telja sr. Guðm. Árnason, Hjálm Þorsteinsson á Gimli, Hjört rafmagnsfræðing Þórð- arson og Jósafat ættfráeðing Jónasson, sem allir voru þre- menningar við Þorgrím. En bræðrasynir voru þeir Þor- grímur og Dr. Jón Helgason, hinn ungi prófessor við Kaup- mannahafnar háskóla, eftir- maður Finns Jónssonar. Móðir Magnúsar, föður Þorgríms, var Þuríður Jónsdóttir, bónda í Deildartungu, Jónssonar danne brogsmanns sama staðar. Syst- ur hennar voru þær Sigríður, móðir Árna fasteignasala Egg- ertssonar í Winnipeg og þeirra systkina, og Helga móðir Páls Reykdals. Er sá ættbálkur all- fjölmennur hér vestra. Móðir Þorgríms var Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Húna- vatnsiþingi. Var móðurfaðir hennar Þorgrímur hreppstjóri á Hjallalandi í Vatnsdal, Þor- leifsson hreppstjóra sama stað- ar, og bar Þorgrímur nafn lang áfa síns. Árið 1900 fluttist Þorgrímu’- með foreldrum sínum til Can- ada. Var hann þá 14 ára að aldri og var fyrst sezt að í Headingiy vestur af Winnipeg. Þótt Þorgrímur hefði ungur af fslandi farið, þá hafði sá aldur þó nægt til þess, að smekkur hans var vakinn fyrir íslenzk- um bókum og hélst sú tilhneig- ing jafnan með honum síðan. Og orð hafði kennari hans f Headingly á því haft, hve skarpur hann væri til námsins. En námsbrautin varð eigi hlut- skifti hans eigi að síður og gekk hann í lögregluliðið f Winnipeg er hann var enn ung- íir að aldri. Þótti hann þar hinn liðtækasti maður, en hug- ur hans hneigðist til annara starfa, svo að hann hvarf eigi að þessu ráði til fullnustu. Og árið 1910 tók hann við búi af föður sínum á Storð, og dvaldi þar jafnan eftir það. Sama árið, sem Þorgrímur tok að búa á Storð, gekk hann að eiga Magneu dóttur Geirs Finns Gunnarssonar prests í Laufá(sii, Gunnarssonar isama staðar. Er hún og Hannes Haf- stein systkinabörn, því að Geir Finnur og Kristjána móðir Hannesar voru systkini. Þau Þorgrímur og Magnea eignuð- ust 9 börn, sem öll eru á lífi og flest hjá móður sinni á Storð. Heldur hún áfram bú- skapnum eftir mann sinn með aðstoð þeirra, enda er þetta alt mannvænlegt fólk. Svo segja kunnugir menn að ekki geti hjá því farið, að þess verði tilfinnanlega vart í bygð- inni, að maður þessi sé fallinn frá. Dugnaður hans við búskap inn var fyrst og fremst frábær. Og þótt eigi hefði öðru verið til að dreifa, þá hefði það nægt tii þess, að hann hefði með réttu getað borið það orð, sem kunnugir gáfu honum, að hann væri í röð fremstu bænda í öllu Nýja fslandi. En auk þessa lét hann hin meiriháttar fram- faramál sveitar sinnar mjög j til sín taka. Hann var einn af t hvatamönnum tveggja merkra fyrirtækja — Bændavierzlun- arinnar og smjörgerðarinnar í Árborg. Og oftast hefir bann setið /í stjórn þessara stofnana frá því er þær komust á fót. Traust almennings á Þorgrími var örugt og óbrotgjarnt, og | gerði hann þó ekkert til þess að afla sér iýðhvlli, því mað-1 urinn var að eðlisfari bæði dul ur og fáskiftinn. En einbeittur var hann og afgerandi um hvað eina. Þá var hann og flest um stéttarbræðrum sínum bet~ ur mentur, því þótt ekki væri um mikla skólagöngu að ræða, þá voru bækur — bæði á ís- lenzku og ensku — yndi hans, iægrastytting og auðlind. Lát Þorgríms M. Sigurðsson bar að höndum á heimili hans 27. apríl síðastliðinn. Var hann jarðsunginn af séra Sigurði ól- afssyni 1. maí, og mælti séra Ragnar E. Kvaran einnig yfir kistu hans. Við jarðarförina var fjölmenni svo mikið, að naumast eru þess önnur dæmi þar í sveit. Ágætar gáfur þessa manns, drengskapur og mann- dómur valda þrí, að hann var sveitungum sínum mikil eftir- sjá, en harmdauði þeim, sem nær standa. K. I Frá Birni Benediktssyni Æfiminning. Mánudaginn 5. janúar síð- astliðinn andaðist bóndinn og j landneminn Björn Benedikts-! son, að heimili sínu í Blaine. Washington, eftir hartnær hálfs árs þungbæra sjúkdómslegu. | Hann fæddist að Undirfelli í. Vatnsdal f Húnavatnssýslu 14. j september árið 1858. Faðir hans, Benedikt, var sonur séra Jóns Eiríkssonar að Undirfelli. Móðir Björns hét Kristfn, dótt- ir hinna góðkunnu Hjallaiands- hjóna, Þorleifs og Helgu skáld- konu. Af kunnum nútímamönn um og náskyldum frændum Björns má nefna Jón Þorláks- son, fyrram forsætisráðherra fslands. Voru þeir systkinasyn- ir. Er Jón sonur Þorláks Þor- lákssonar prests að Undirfelli, og Margrétar, er var ein af fimm föðursystrum Björns, og er margt vel gefið fólk frá þeim komið. Guðrún Þoríeifsdóttir hét náfrænka Björns. Hún bjó með .Tason Samsonsson að Neðri- Lækjardal í Refasveit í Húna- vatnssýslu. Hún tók Björa árs- gamlan til fósturs og ói hann upp, og naut hann þar góðs fósturs. Þann 25. október árið 1882 kvæntist Björn eftirlif- andi eiginkonu sinni Kristínu, dóttur Þoríeifs Óiafssonar Og konu hans Sigurlaugar Guð- mundsdóttur frá. Breiðabólsstað í Vatnsdal. Bjuggu þau að Neðri-Lækjardal í Vatnsdal fyrstu 6 búskaparárin, eða nnz þau fluttu til Vesturheims ár- ið 1888. Settust þau að, er vest ur kom, í Selkirk, Man., og bjuggu þar fram tii ársins 1903 er þau fóru búferlum vestur til Blaine, Wash. Hafa þau bú- ið þar síðan við allgóð lífsskjör. Þeim varð 10 barna auðið. Urðu þau fyrir þeirri miklu sorg að missa 4 börnin sín, er voru 3 drengir og 1 stúlka, fyrstu vikuna, er þau dvöldu í þessu landi, og fékk Björn naumast afborið þann missi. Sex mann- vænleg börn þeirra komust upp nú öll gift og búsett hér á ströndinni: Páll Friðrín, búsettur f Blaine, kvæntur Fjólu Jóns- dóttur Dalsted. Súsanna Guðrún, gift Roy Dodd, Bellingham, W’ash. Björn Kristján, búsettur í Naches, Wash., kvæntur Ruth Biack, konu af héríendum ætt- um. Fjóla Soffía, gift A. F. Farn- ham, Bellingham. Oddrún Nikólína, gift Percy Wiilowby, Bellingham. Freyja Ólafía, gift Don Browne, Portland, Ore. • • • Um skaphöfn Björns og lífs- verðmæti, er mér, sem þetta rita, að nokkru kunnugt, þótt hann legðist sjúkur þegar skömmu eftir að eg settist hér að. Heimsótti eg hann alloft, og þótti mér hann ræðinn vel og glaðsinna, unz þrekið tók mjög að þverra. Veitti eg ýmsu eftirtekt í minningum hans og hugsunarhætti, er mér þótti fróðleikur að og skemtun. — Hann hafði hreimmikla rödd, enda eru börn hans mörg, eða öll, mjög hneigð til söngs, og heimilið um eitt skeið opið sönggefnu fólki bygðarinnar til samveru og æfinga. Björn hafði og stundum nokkuð sér- stætt orðaval, og jafnvel þrótt- mikið. Virðist mér hann hafa búið yfir allnokkru listeðli til orðs og söngs, þótt eigi nyti það sýn að ráði í álagafjötrum tækifærasnauðrar æsku og annasamrar æfi. Björn var trúhneigður vel og að sama skapi frjálslyndur. enda einn af stofnendum ís1- lenzku Fríkirkjunnar hér í Blaine. Yfir rúminu hans, og banabeðnum, hékk myndin af kennimanninum frábæra, sem með ritum sínum hefir bezt vakið, og nært, andlegt sjálf- stæði og innilegt triiartraust fjölmargra þjóðbræðrcj isinna vestan hafs — séra Haraldi Ní- elssyni. Var það mér meðai annars, sönnun þess, að yfir sálarlífi og brottför Björns ljómaði brosbjarmi upprisutrú- arinnar. Björn mun aldrei rík- ur orðið hafa, en taldi sjg þó mikinn lánsmann, og þakkaði það öllu öðru fremur konu sinni. Enda var hann, að flestra manna sögn, því nær einstak- ur heimilisfaðir, svo mjög sem hann unni konu sinni og börn- um, og vildi þeim alt til vegs og velfarnaðar gera. Var hon- um það hvað ljúfast umtalsefni hríiíkur bjargvættur og vinur kona hans hefði verið honum, alla þeirra samverutíð, og hversu mjög hann hefði stuðst við sálarþrek hennar, stundum er djúptækar sorgir og von- brigði lífsins ætluðu að verða honum óbærileg. Enda mátti hann ekki af henni sjá í bana- legunni, og veik hún naumast frá hvílu hans, en stundaði hann með meiri fórnfýsi og á- reynslu, en hennar hái aldur og þverruðu kraftar leyfðu Þá sýndu og börn þeirra mikla skyldurækni og ástríki allan þenna langa þrautatíma. Skift- ust þau á, mánuð eftir mán- uð, um vökur og hjúkrun, og komu þó flest frá heimilum sín um um langa vegu. Aldursár Björns heitins urðu 72, og nokkrir mánuðir fremur. Var hann að minni hyggju vænn maður og mörgum góð- um kostum gerður. Tók hann sér nærri ef grannar hans áttu bágt og hjáipaði þeim oft af fá- tækt sinni. — Er með honum kvaddur einn þessara öldruðu íslenzku landnema, sem dvalið hafa nú langdvölum í þessari álfu, og áunnið íslenzku þjóð- erni traust hérlendra manna með ráðvendni sinni og iðju semi. | Útfararathöfnin fór fram íslenzku Fríkirkjunni miðríku- daginn 7. janúar, að viðstaddri konu hans og börnum og skyidu liði þeirra flestu, svo og fjölda vina og sambygðarmanna. — Prestur safnaðins aðstoðaði og | fiutti ávörp á ensku og ís- lenzku. í öðru þeirra tileinkaði I hann hinum látna þessi kveðju- j orð (úr “Ljóðfórnum" Tagore): i “Árnið mér allra heilla vin- ir mínir, á þessari skilnaðar- stundu. Nú roðnar himininn í aftureldingunni, og fögur ligg- ur leiðin framundan. Eg hefi bragðað á hinu hulda i hunangi vatnaliljunnar. Það I hefir orðið mér til blessunar. , Sjónleikur lífs míns var leik- , inn á leiksviði, þar sem leik- | endurnir voru óteljandi. Og eg j hefi komið auga á Hann, sem j ekki birtist í neinum líkama j eða gerfi. Komið og kveðjið I mig, bræður mínir. Eg kveð ykkur alla með lotningu — eg fer.” ‘ Ritað að Biaine, Wash., 30- maí 1931. Friðrik A. Friðriksson. SJÖ TUGS AFMÆLI. Frh. frá 1. bls. þótt sá er þetta ritar muni það ekki í bili. Söngvar voru sungn- ir og lék Miss Guðrún Sigurðs- son á píanó. Var sungið af hrifn ingu og fjöri. Veitingar góðar og miklar voru bornar fram af konum bygðarinnar. Naut fólk sín vel þá, sem og endrarnær. Við lok borðhaldsins, tók heið ursgestur kvöldsins til máls, og mæltist vel. Þakkaði hann hlý- hug og kærleika sér sýndan, og samfylgd og samrínnu sveit- unga sinna frá fyrri og #einni tíð. Guðmundur hefir ávalt verið einn í hópi þeirra, er störfuðu að félagsmálum sveitarinnar. bæði fyr og síðar. Hefir hann. sem ríkið hefir verið að, haft með höndum fræðslu ungmenna til undirbúnings undir fermingu og tekist það vel. Hann er maður fróðleiksgjarn og hefir ávalt haft mikla á- nægju af lestri bóka, en trúin á guð hefir verið ljósið, sem lýsti honum á hans breytilegu og af- ar hrjóstrugu æfileið. Sveitungar hans og vinir árna honum og börnum hans og ölium kærkomnum allra heilla og blessunar. Megi æfi- kvöld hans verða bjart og ham- ingjuríkt. Viðstaddur. Laugardaginn 6. júní vorn þau Robert Wyatt Polson og ungfrú Ólöf Sigríður Egilsson, bæði til heimilis í Langruth, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni. — Hjónavígslan var framkvæmd f íslenzku kirkjunni í Langruth, og mun vera fyrsta guðsþjón- ustan í því guðshúsi. Kirkjan var fagurlega skreytt margvís- legum blómum. Organistinn var Mrs. A. Árnason. Mrs. G. W. Langdon söng einsöng. — Til sætis leiddu Sveinn Egilsson og Wilfred W. Goodman. Bróð- ir brúðarinnar Daríð Egilsson leiddi hana að altari. Brúðguma. sveinn var Jóhann Konráð Pol- son, en brúðarmeyjar Fjóla Polson og Jóhanna Thompson. Kirkjan var full af fólki. Brúðgumin ner sonur Mr. og Mrs. A. G. Polson í Winnipeg, en brúðirin er dóttir Mr. og Mrs. Ól. Egilsson, er lengi hafa búið í Langruth. Heim til foreldra hennar var farið að afstaðinni hjónarígsl- unni og var þar haldið fjöl— ment og ánægjulegt samsæti. Að þrí búnu lögðu brúðhjónin af stað í skemtiferð. Heimili þeirra verður í Langruth. Er briiðguminn starfsmaður við verzlun mágs síns Mr. B. Bjara arsonar. LfK DR. WEGENERS FUNDIÐ Hvar er Grænlendingurinn Rasmussen? Khöfn 21. maí. Leitarmenn fundu lík dr. We- geners um eitt hundrað og tutt- ugu mílur frá vesturströndinní. Sáu þeir á skíði hans upp úr snjónum. Líkið var vafið feldl til flutnings. Ætla menn að dr. Wegener hafi látið af hjarta- bilun. Engin skjöl fundust á hon um og ætla menn því að félagi hans, Grænlendingurinn Ras- mussen, hafi haldið áfram eftir andlát hans, en en ner ekkert sem bendir til, hver hafi orðið afdrif hans. Mbl. í VERÐ- LAUNUM Veraldar kornyrkjusýningin og búmálaþingitS er sett á stofn til hags- muna fyrir jarbyrkju ibna’Ö allra þjóba. ÞatS veitir bezta tarkifœrio til þess ats vekja eftirtekt veraldarinnar á búnatSarafurbum Canada. Í>at5 er því lífsnautSsyn ab kornyrkju bændur í Canada nái 1 oll þau verblaun sem Canadiskar korn eía frætegundir eiga skilitS ab fá. En þessu vertSur a’&eins nátS met5 því at5 hver bóndi leggi fram sinn fulla skerf til þessarar samkeppni. . ...... Jart5yrkjubændur: Athugit5 vertSlauna skrána. Veljit5 ur þá flokka sem lúta at5 þeim tegundum sem þér ræktiti; takit5 svo sýnishorn af þeim sem þér leggit5 svo fram til sýnis, á VERALDAR KORNYRKJU SÝN- INGUNA 0G BÚMÁLAÞINGIÐ í REGINA, 25. JOLÍ til 6 ÁGÚST, 1932 Mjögr gagnlegar bendingar um meöferö þeirra korn og frætegunöa sem til sýnis veröa haföar má fft meS þvi að skrífa Secretary of the Provincial Committee of the World’s Grain Exhibition and Conference care of the Department of Agriculture i yðar heima fylkjum eða undirrituðum. Verðlaun eru veitt í 56 deildum. og standa þau opln til umsókn- ar öllum bændum um allan heim, 1701 að tölu og nema yfir $200,000.00 í peningum. Nokkur hinna fyrstu verðlauna eru þessi: Pyrstu verð- laun $2,500 fyrir bezta 50 punda sýnishorn af hveiti; 30 pd. af höfr- um; $1,500 fyrir bezta 40 punda sýnishorn af byggi; 50 pd. af rúgi; $800.00 bezta sýnishorn 10 hausa af maiz; $300 fyrir bezta 30 pd* sýnishorn af baunum; 30 pd, af hörfræi; 20 pd. af smftra fræi. öll sýnishorn verða að vera komin í hendur sýningarnefndarinnar í Regina nm eða fyrir lsfa mar* 1932. Ef þér óskið, sendir The Secretary, World's Grain Exhibition and Conference, Imperial Bank Chambers, Regina. yður verðlauna skrftna, lög og reglugjörðir um það hversu legg.ia skal fram sýnishornin, og allar aðrar nauðsynlegar upplýsingar. fhnlrmnn Naltnnal . Commtttee HON. ROBT. WRIR Minlster of Agrleulture for Canada Chalrman Exeeutlve and Ptnanee Commlttee HON. W. C. BtCKLE Mlnlater of Agrleulture for Snskatehevvan ^SeOSOCOOOOOOSOCOOOOCCGOOðOðOCCOOSOOOOSOSOOSCOOOe

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.