Heimskringla - 24.06.1931, Blaðsíða 2

Heimskringla - 24.06.1931, Blaðsíða 2
2. BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. JÚNÍ 1931 Olafur Ástgeir Eggertsson Leikari og leikstjóri andaðist úr inflúenzukendri lungna- bólgu á Winnipeg Almenna Spítalanum eftir nokkurra daga legu þar, þriðjudaginn 17, feb- rúar 1931, 55 ára. Eg vitjaði hans á spítalanum daginn etfir að hann hafði ver- ið fluttur þangað. Var hann þá málhress, en sjáanlega al- varlega veikur, samt gerði eg mér góðar vonir um bata hans. Hann kvaddi mig með inni- legu handtaki og broshýru and- liti eins og hans var venja. Tvisvar kom eg á spítalann seinna í vikunni, hafði honum þá svo elnað sóttin- að viðtal var ekki leyft. Sá eg hann að- eins í svip. — Fáum dögum síðar barst ættingjum og vin- um sorgarfregnin að hann væri horfinn í þögnina miklu. óiafur Ástgeir Eggertsson var fæddur 6. júnf 1876 á Kolbeins- stöðum í Kolbeinsstaðahrepp í Snæfellsness og Hnappadals- sýslu. Faðir hans var Eggert Guðnason en móðir Ástríður Þorvaldsdóttir. Móðirinn dó af bamsförum, er Ólafur fæddist, og tók móðurbróðir hans, ólaf- ur Þorvaldsson (faðir Kristjáns Ólafssonar, umboðsm. N. Y. Life f Wpg.) sveininn í fóstur næt- ur gamlann og hafði hann með sér að Litla Hrauni er var bú- jörð hans. 7 ámm síðar flutti ólafur Þorvaldsson — er þá var orð- inn ekkjumaður — vestur um haf með fósturson sinn og nafna. Settust þeir fyrst að — á samt bróður Ólafs eldra, Þór- arni Þorvaldssyni — norður við íslendingafljót í Nýja íslandi. Eftir nokkurra ára dvöl þar fluttust þeir fóstrar upp til Winnipeg og var heimili þeirra á Point Douglas nokkur ár. Mikið ástríki var með þeim fóstrum en eigi var sambúð þeirra langvinn því Ólafur eldri varð nú aldurhniginn, heilsu- tæpur og efnalítill, og varð Ólafur Eggertsson eins og svo margir unglingar á landsnáms árunum að fara út í heiminn á unga aldri til að vinna fyrir sér, en Ólafur eldri mun síðast hafa haft athvarf hjá hinni á- gætu konu Mrs. Ásdísi Hinrick- son nú forstöðukona við Betel. Ólafur mun hafa stundað ýmsa vinnu á uppvaxtarárun- I um. Nokkur ár vann hann f | prentsmiðju blaðsins “Tribune’.’ Lít'illar sem engrar skóla- mentunar naut Ólafur á yngri árum, en síðar var hann að námi við Wesley College stutt skeið, en námsgáfu og fróðleiks fýsn hafði hann í ríkum mæli, og mátti heita sjálfmentaður. Snemma hneigðist hugur hans að leiklist, og mun hann hafa notið nokkurrar tilsagnar í þeirri grein. Kom hann stund- um með framsögn eða leik á skemtisamkomum á fyrri ár- um er þóttu bera vott um listgáfu í þessa átt. 28 maí 1902 kvæntist Ólaf- ur, Mörtu Maríu Anderson, var heimili þeirra hér í Winnipeg. Eitt barn fæddist þeim er and- aðist skömmu eftir fæðinguna, og nókkrum mánuðum síðar andaðist móðirin úr brjóstveiki. Festi hann þá eigi yndi í borginni og fór vestur í Sask- atchewan og nam land suður | af þorpinu Mortlack, á sér-! lega fgru svæði með hæðum og hvömmum og mun hin næma fegurðartilfinning hans hafa ráðið valinu. Eignaðist j hann þar hálfa section af landi og stundaði búskap, mest hveiti rækt á sumrum og farnaðist vel, en dvaldi í Winnipeg á vetr um og iðakði leiklist og fleira. 12 júní 1912 kvæntist Ólafur seinni konu sinni Jóhönnu Straumfjörð, dóttir Jóhanns Straumfjörð læknis er nam land í Mikley og síðar bjó í Grunna- vatns bygð. En skugga dauðans brá aftur yfir hjúskapar ham- ingjúu Ólafs, eftir tæpra tveggja ára sambúð fæddist þeim barn, en það kostaði líf móðurinnar, barndnu var komið í fóstur til Mrs. Ásdísar Hinriksson, en andaðist nokkrum mánuðum síðar. Þrátt fyrir nákvæma umhyggju fóstrunnar. Mikið ástríki var með þeim hjónum, og varð honum þett- að þungbær sorg, en hann lét. ! ekki bugast, heldur varð minn- ing hinnar ágætu og ástríku konu honum hvöt tál fórnfýsi og athafna fyrir göfug mál- efni. Fyrst gaf hann lúthersku i kirkjunni í Selkirk, þar sem kona hans hafði starfað og verið fermd, prýðilegan marm- ara skírnar font til minningar um Jóhönnu Straumfjörð og var sú fagra og smekklega j gjöf afhjúpuð við hátíðlegt ; tækifærí og veitt viðtaka og j þökkuð af presti safnaðarins sr. Steingrími N. Thorlakssyni er fermt hafði hina látnu | nokkru síðar réðst Ólafur í það að safna fé fyrir gamalmenna hælið “Betel’* á þann hátt að halda samkomur út um flest- allar bygðir íslendinga í Can- ada og Bandaríkjunum. Tókust þessar samkomur er hann einn stóð fyrir og lagði ! til alt prógrammin á, mæta vel, og hafði hann á þennan hátt j upp afgangs kostnaði, ihá^ft annað þúsund dollar, er hann gaf þessari kærleiksstofnun er hefir notið svo almennrar vin- sældar og velvilja fólks vors hér í álfu — gjöfin var til minn j ingar um Jóíhönnu Straum- f jörð. Snemma starfaði ólafur að ! því að sýna stærri og smærri sjónleiki meðal íslendinga hér í bænum, einn af þeim var “Pernilla’’ eftir Holberg, með þann leik var ferðast utan bæj- ar, samverkamenn ólafs við þennan leik voru þá Christoph- er Johnston (skáldið er and- aðist fyrir fáum árum í Chi- cagi), Rósa Egilson, Sig Júl. Jóhannesson, Karólína Dal- mann og fl. Lék ólafur leikrita listrænt og bókmenta- legt gildi þeirra, en síður fjár gróðavon, einnig að koma á framfæri verðmætum í leikrita gerð, frá hinum ýmsu þjóð- flokkum er flutst hafa tál þessa lands. 1925 lék Ólafur, ásamt öðr- um landa vorum, Guðmundi Thorsteinssyni, kennara — í leik sem heitir “The Little Stone House’’, fyrir Commun- ity Players. Professor Osborne frá Mani- toba Háskólanum, sem ritaði um leákinn fórust svo orð að “sá leikur var eins stórhríf- andi eins og nokkur leiklist er eg hef séð’’. “Leikendur höfðu áhorfendur alveg á valdi sínu’’, í lok greinarinnar segir hann: “En aðal sigurvegararnir í þessum mikla leik voru Miss Vernon McMartin og Ólafur A. Eggertsson’’, hrósar hann báð- fyrir frábæra hrífandi leiksnild, er þessi vitnisburður Þróf. Os- borne aðeins örh'tið sýnishorn af hrósi því er Ólafur hefir feng ið í enskum blöðum um leikara gáfu sína. Sem leikstjóri hefir Ólafur getið sér hinn besta orðstír hin síðari ár. Fyrir Comr^unity Players æfði hann leikinn “Conflict’’, og Japanskan leik er hét “The Pine Tree’’, afareinkennilegur leikur, og tókst frábærlega vel. Fyrir Womens University Club æfði hann hinn ágæta leik “The Dover Road’’, sem hann fékk að verðuga mikið hrós fyrir. “Forgotten Souls’’ eftir Pinski æfði hann fyrir Menorah Soci- ety (Gyðinga Stúdenta^félag) og er það eftirtektarvert að sú stórgáfaða þjóð sækji leiðsögn til íslendings'. Fyrir Skozkt þjóðræknisfélög æfði hann umfangsmikinn leik er bygður var á sögu Walter Scotts, “Guy Mannering’’. Var Það er óumræðilegur sparnaSur í því aS geta búiS sér til fimtíu vindl- inga úr 20 centa pakka af Turret Fine Cut. En þaS eru efnin, sem þér fáiS í Turret Fine Cut, sæt og sjálfþrosk- uð, angan og ilmur, sem veitir þess- um vindlingum, er þér vefjið sjálfir, óviðjafnanlega yfirburði, auk sparn- aðarins. CHANTECLER VINDLINGA PAPPÍR ÓKEYPIS S tvímælalaust BORGAR SIG ‘AÐ VEFJA VINDLINGANA SJÁLFUR' TURRET FINE CUT ‘Hieronymus’’ afburðavel í >eim ledk. Nokkra sjónleiki æfið Ólafur fyrir íslenzka Stúdentafélagig. Fyrst “Ungfrú Siegliere’’, er Þorvaldur heitinn Þorvaldsson, er þá var formaður Stúdentafél agsins hafði snúið úr frönsku og lék Ólafur hinn aldna og hrjáða greifa í þeim leik frá- bærlega vel. Þegar hin fræga leikkona, fröken Guðrún Indriðadóttir kem vestur um haf að tilhlut- un klubbsins “Helga Magra’’ til að leika Höllu í sjónleiknum “Fjalla Eyvindur’’ eftir Jóhann Sigurjónsson, tók Ólafur oflug- ann þátt í leiknum, lék Árnes tókst leikurinn ágætlega og fór sigurför >im bygðir íslend- inga hér nærlendis. Leikendum of sérstaklega hinni aðkomnu leikkonu til sóma og fræðar- auka. Sá sem þettað ritar færði það í tal við Ólaf hve æskilegt það væri að Vestur-íslending- um gæfist kostur á að njóta hinnar glæsilegu leiklistar Frú Stefaníu Guðmundsd. í Reyk- javík. ólafur tók þessard bend- ingu með fögnuði og var það um tíma hans mesta áhuga- mál að fá frú Stefaníu hingað vestur, og er það langmest honum að þakka að sú hug- mynd komst í framkvæmd. Til undirbúnings myndaði hann dálítinn leikflokk hér í Wpg., var svo frú Stefaníu boðið vest- ur og samvinnu flokksins. Þáði hún það og kom vestur með son, Oscar og 2 dætur Emilíu og Önnu Borg en Ólafur Egg- ertsson tók á sig fjármunalega ábyrgð í sambandi við fyrirtæk- ið og er það ekki nema eitt dæmi af mörgum um ósér- plægrí hans og fórnfýsi. Frú Stefanía lagði til leik- in, og voru þessi leikin: “Kinn- arhvolsystur’’ eftir Hauch; “Heimilið’ ’eftir Sudermann; “ímyndunarveikin’’ eftir Mol- iere. Mörgum mun vera í fersku minn hve frábærlega vel sú samvinna hepnaðist, Ólafs of Stefaníu. Tókst hin innilegasta vinátta milli þessara göfuga listhneigða sálna er hvor um sig kunni svo vel að meta mann kosti og list hinnar. Eftir að frú Stefanía hvarf heim aftur með syni sínum, myndaði Ólafur annan leik- flokk er ásamt þeim gáfuðu systrum Emilíu og Önnu Borg. ferðuðust með hinn / fræga sjónleik “Þjónninn á Heimil- inu’’, um bygðir íslendinga við góðann orstír. — í þeim flokki var Christopehr Johnston skáldið og aldavinur Ólafs — og léku þeir aðalpersónurnar í leiknum af mikilli list. Fyrir 5 árum stofnaði Ólaf- ur til leiklistar samkepni milli íslenzkra leikflokka og gaf fagurt sigurmerki (sigurgyðja sfiurbúin á háum ibenholt fót- stalli) er keppa skyldi um hér í Winrf^^g ár hvert. Tvisvar ehfir v«”ið kept; fyrst vann leikflokkur frá Árborg, og ann að sinn flokkur frá Wynyard. Nokkur gjóður hefir myndast ’’ aambandi við þessa samkepni og var það að tilmælum ólafs að honum var ráðstafað i byggingarsjóð þjóðleikhússins í Reykjavík — sem var honum mikið áhugamál að styðja, með öðrum peningum er hann hef- ir ráðstafað í þann sjóð mun upphæðin nema rúmum 2000 kr. Fyrir utan leikstörf meðal samlanda sinna hefir hann af- rekað miklu og getið sér frægð meðal innlendra í þeirri grein Þegar Community Players of Wiinnipeg settu á stofn sitt “Little Theatre’’ tók hann drjúg ann þátt í starfi þeirra bæði lék Röllu og Wooton Goodman sem leikari og leikstjóri. | er Wk Eyvind. Var leikurinn, Markmið þessarar “Little leikstjóra og öllum hlutaðeág- Theatre’’, hreyfingar er eins endum til sóma. og sumum er kunnugt það að Mikinn áhuga hafði Ólafur á taka aðallega til greina í vali því á seinni árum að koma VISS MERKI Nýrun hreinsa blóðið. Ef þau bregð- ast, safnast eitur fyrir i því og veld- ur gigt, Sciatica, bakverkjum og: fjölda annara kvilla. Gin Pills gefa varanlegan bata, með þvi að koma nýrunum aftur i heilbrigt ástand. Kosta alstaðar 50c askjan. 134. þjóðlegum íslenzkum leikrituna á framfari meðal innlendra. Að því mun hann hafa verið að starfa er hann lagðist banaleg- una. Listgáfa hans og smekkvísi þroskuðust stöðugt. Enda um- gekst hann listrænt fólk, og naut samvinnu helstu listmál- ara innlendra hér í bænum við leiksýningar sínar. Makill bókamaður var hann og átti merkilega gott bóka- safn er hann andaðist. Yngstur var hann systkyna; sinna — 2 bræður eru dánir, Guðvaklur dáinn 16. apríl 1927. Helgi er dó af slysi í Winnipeg á landnáms árum ísl. hér. Þaug sem lifa of syrgja þennan göfuga og gáfaða bróð- ur eru: Mrs. Ástdís Johnson ekkja eftir Jósep Johnson byggin gam eistar a Ásbjörn Eggertsan fyrrum kaupmaður á Gimli nú búsettur í Winnipeg Guðgeir Eggertsson bóndi í Þingvallanýlendu Ólafur sál. var jarðaður f Brookside grafreit frá útfarar stofu Bardals, og vinur hins sé leikur leikinn á Walker leik- framliðna sr. Sigurður Ólafs- húsinu og tókst mæta vel. En það sem er ef til vill aðdáunarverðast af öllu er ólaf u rhefir afrekað sem leikstjóri, er það sem hann gerði fyrir blindingjanna. Á blindra stofnuninni sér í borginni voru nokrir sem iðk- uðti hljómlist og sönglist og nokkrir sem fengist höfðu við leiklist áður en þeir mistu sjónina. x Samkomu höfðu þeir haldið í smáum stíl — en langaði svo til að koma á stórum sjón- leik og leituðu þeir til ólafs sem leikstjóra. Tók hann að sér að æfa þá í sjónleiknum “A Pair of Spec- tacles’’, eftir Sydney Grundy. Með fádæma þolinmæði og ná- kvæmni tókst honum að æfa þessa blindu svo, að þegar þeir léku fyrst á Playhouse og síðar á Walker Theatre að ekki var hægt að merkja á tilburð- um eða hreyfingum að þeir væru blindir og leiklist þeirra var á háu stígi, enda fengu þeir og leikstjórin mikið lof í blöðunum. Nokkra smærr ileiki æfði hann fyrir þá blindu og voru þeir leiknir fyrir troðfullu húsi á Playhouse Theatre. son flutti fagra og hjartnæma líkræðu. Minning þessa göfuga list- fenga og kærleiksríka manns mun lifa lengi í hjörtum þeirra er þektu hann best. Friðrik Sveinsson • * • Innilegt þakklæti viljum við, systkyni hins látna bróður vors Ólafs Ástgeirs Eggertssonar votta öllum er auðsýndu samúð og aðstoð við útförina og lögðu blóm á kistuna. Mrs. Ástdís E. Johnson Ásbjörn Eggertsson Guðgeir Eggertsson Sale of Building Sealed tenders addressed to the un(t- ersig-ned and endorsed “Tender for purchase of Immigration Shed, Win- nipeg, Man.”, will be received at this office until 12 o.clock noon (day- light saving), Friday, July 10, 1931, for the purchase of Immigration Building No. 3 (Old Hospital Build- ing) situated on Government prop- erty on parts of Lots 116 and 117, Plan 63 D.G.S. 35, East St. John, .Winnipeg, Man. The party whose tender is accept- ed must pay the full amount im- mediately in cash, on notification of acceptance of tender. , Building, including foundations í fyrra vetur tókst ÓJafur á to grade ievel to be removed from hendur að æfa og sjá um all- site-wlthin thirty (30) days from an útbúnað á'“Fjalla Eyvindi’’, ensku þýðinguna fyrir Comm- unity Players. Á “Little Thea- tre’’. Leikendur voru innlendir að nndantpknnm rílafi o, ixv A, 1 the Minister ot Public Works, equal unaanteknum Olaíi er lek Ar- to ío per cent of the amount of the nes og Miss Öllu Johnson er tender, which wili be forfeited if the notification by the Department of the acceptance of the tender, and property to be cleared of all ruhbish- and debris resulting from same re- moval. Each tender must be accompanied by an accepted cheque on a chart- ered bank, payable to the order of lék Guðfinnu. Sá sem þettað ritað sá leik- person tendering decline to carry out his bid. Bonds of the Dominion of Canada or bonds of the Canadian • „ _„„ ,____ , . . National Railway Company will aiso inn eitt ktold og að hans domi. >,e accepted as security, or bonds and a cheque if required to make tókst hann mjög val, útbún- aður góður. íslenzku leikend- urnir léku aðdáanlega. — sömuleiðis frú Nancy Pyper, er up an odd amount. Any further narticulars required' may be obtained on application to the Resident Architect, Customs Building, Winnipeg, Man. or to the undersigned. The Department does not hind it- self to accept the highest or any tender. By order, N. DESJARDINS, Secretary^ Department of Public Works, Ottawa, June 19, 1931. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.