Heimskringla - 24.06.1931, Blaðsíða 6
BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINQLA
WINNIPEG 24. JÚNÍ 1931
I JAPONETTA
eftir
ROBERT W. CHAMBERS. ;
Snúið hefir á íslenzku DavíS Björnsson
“Jim eg held þú látir mig bara gæla við
iiandlegg þinn og vaða sjóinn af meðlíðun
íneð þér!”
Þau hlóu 'bæði. Hann sýndi henni hvar
brotið var og hún athugaði arm hans. með
hinni mestu varasemi eins og hún væri
liroedd við að valda honum sárauka.
“Finnur þú alls ekkert til í honym, Jim?"
Spurði hún.
“Ekki hið minst. — En hvað lengi ætlar
þú að dvelja hér í borginni, Díana?” spurði
hann.
“Daginn á morgun.”
“Hamingjan góða! Er það alt og sumt?”
“Við höfum nú þegar dvalið hér í tvo
tlaga, Jim.”
“Mikið skolli var það leiðinlegt. Og eg
hefi verið í Pittsburg þessa daga.”
“Já, það munt þú hafa verið. En eg gat
^kki gert að því. Eg reyndi það sem mér
’var mögulegt að n^ í þig. Við höfum sent
"þér skeyti og talsímað til þín næst um aðra-
hvora mínútu í þessa tvo daga og alt án
nokkurs árangurs. En Jim, hefir þú tekið
eftir því að við höfum alveg gleymt að setja
okkur niður?”
Þau hlóu bæði hjartanlega. Edgerton
tók fram stól og bauð henni sæti. En hún
haus heldur að setjast á sófan og bauð hon-
m sæti við hlið sína. Þessar síðustu mín-
’útur hafði alveg ga.gngerð breyting orðið á
•Sálarlífi Díönu. Hún sem rétt áður var svo
hnigin, angurvær og efandi, var nú orðin
geislandi af gleði og fögrum vonum, sem
lýstu upp alt hénnar sálarlíf. Hún sagði
honum flest af því, sem borið hafði við á
Adriutha frá því hann fór að undanteknu því
þó, sem farið hafði á milli hennar og Wallace.
Og á þessu augnabliki gleymdi hún þvi al-
veg að Wallace hafði beðið hennar. Svo
spurði hún Edgerton um eitt og annað í
sambandi við athafnir hans og framgang. Og
hún var bæði upp með sér af honum og
lukkuleg yfir því hversu miklum breytingum
hann hafði tekið og yfir því hve vel honum
vanst að hefja sig hærra og hærra að marki
sínu.
Tíminn leið. Loginn í elstæðinu dofn-
aði. Og enn héldu þau áfram að tala sam-
an. Þau gleymdu bæði stað og stund —
öllu nema hvort öðru.
“Eg hélt að þið Silvíetta munduð halda
til í gömlu herbergjunum ykkar, er þið
kæmuð til borgarinnar,’ sagði Edgerton. “Her-
bergin eru alveg eins og þegar þið skilduð
við þau síðast. En í stað þess finn eg ykkur
sér búandi í dýrindis höll. Viltu útskýra
J)essa breytingu fyrir mér, fagra mær?”
“Við erum gestir hjá Mr. Rivett, Jim.
Annars værum við ekki hér. Mig langaði til
þess að halda til í gömlu herbergjunum mín-
um. Eg þráði að mega það. En við vissum
að það mundi særa Mr. Rivett ef við ekki
þæðum hið góða og vinsamlega boð hans.”
Edgerton sat um stund hljóður og hugs-
andi og sagði svo hægt og blíðlega án þess
að líta upp:
“Hvenær ætla þau Silvíetta og Jack að
gifta sig?”
“Það er ekki ákveðið neitt um það enn-
þá.”
“Þá getið þið ef til vill búið hjá mér í
vetur.”
“Ef þú kærir þig um okkur,” sagði Díana
ertnislega.
“Hamingian góða! Hvað heldurðu Díana
vil alt vinna til þess. Þú veist líka að þið
þurfið ekkert að borga fyrir íbúðina.”
“Nei, þetta vil eg ekki heyra. Ef við
megum ekki borga fyrir okkur þá afsegi eg
með öllu að flytja þangað inn.”
“Nú er eg hræddur um að eg sé neyddur
til þess að láta undan, Japonetta.”
“Það er langt síðan að þú hefir kallað
xnig þessu nafni, Jim,” sagði Díana og breytti
um umtalsefni.
“Hvað meinarðu?”
“Eg meina að mér er farið að þykja
vænt um þetta nafn, sem þú gafst mér.
Nafnið Japonetta á held eg vel við mig, það
tneinar alt og ekki neitt alveg það sem egt
«r sjálf.”
Edgorteon hprfði brosandi til Díönu.
“Eg veit hvernig þú ert,” sagði hann.
“Veist þú? Viltu þá gera svo vel og út-
skýra fyrir mér, hvað eg er?”
“Nei, ekki nú”.
“Hversvegna ekki?’
“Ekki núna,” endurtók hann.
“En hvenær þá?”
“Ef til vill einhvern fagran dag í næsta
júní.”
“í júní! Nei, heyrðu nú til, Jim. Það eru
sjö mánuðir þangað til.”
“Getur líka átt sér stað að það verði ekki
toooeooðoocoooGoooccooocðððooooooooQQoosðooseooððeeeot
RobinÍHood
FJPÖUR
Abyrgðin er yðar trygging
KIOOOOOSOQOOOOOOOðOOOðOOOOOOOOCeOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOet
einu sinni næsta júní”, sagði hann hlæjandi.
“Jim!’ ’
“Já'.’
“Þú ert reglulegt flón. Þú segist vita
hvað eg er. Ef svo er, þá segðu mér það
núna!!
Edgerton hristi höfuðið.
Díana dæsti.
“Gleður það þig nokkuð að sjá mig aft-
ur?” spurði Díana alvörugefin.
Edgerton leit til hennar- ástúðlega.
Sagði ekkert. En snéri sér svo frá henni og
kveikti sér í cígarettu. “Já, eg er glaður,”
sagði hann svo.
“Hún tók við cígarettu sem han rétti
henni, kveikti í henni, hallaði sér svo aftur
á bak og virti hann fyrir sér. Augu þeirra
mættust og þau brostu bæði.
“Hvar er hitt fólkið, Díana?” spurði
hann.
“Jack og Silvíetta fóru á leikhúsið en
Mr. Rivett og Mr. Dineen, sitja niðri í stofu
í djúpum samræðum.
Þau þögðu bæði um stund. Svo sagði
Edgerton:
“Hvað hefir þú hugsað fyrir þér eftir að
Silvfetta systir þín er gift?”
“Ó, eg býst helst við að eg giftist líka
einhverjum,” sagði hún hljómlaust um leið
og hún í fyrsta sinn hugsaði til Wallace. “Og
eg hefi gott tækifæri. Maðurinn bíður aðeins
eftir svari frá mér.”
“Hvað meinarðu?"
“Það að eg hefi sagt við einn velþektan
mann að eg skildi giftast honum ef — ef —.
Já, ef mér biði einhverntíma svo við að
horfa.”
“Er það alvara þín, Díana?”
“Áreiðanlega."
“Hver er hann?”
“Mig minnir að eg hafi skrifað þér um
hann.”
“Er það Wallace?”
“Já, sá er maðurinn.”
“Elskar þú hann?”
“Já meir en það. Mér fellur vel við
hann".
“Nægilega mikið til þess að giftast hon-
um.”
“Ekki sem stendur —. En hver veit. Það
er það eina, sem eg get gert’*.
Edgerton nikkaði höfðinu og brosti.
“Eg hefði vel getað sætt mig við þetta,
ef það hefði verið að ræða um reglulegan
mann. En að það skuli vera Wallace.—Eg hefi
nýlega heyrt nokkrar stúlkur tala um hann.”
“Á eg að skilja það svo að þú hafir verið
að spyrjast fyrir um hann?” spurði Díana.
“Já, eg tók mér það sjálfdæmi.”
“Það var mjög vinsamlega gert af þér.
Það getur komið sér vel að vissu leyti”.
“En hann er ekki sá maður, sem þú
hyggur, Díana”, ságði Edgerton.
Hún lét augu sín hvíla fast og fjörlaust
á Edgerton og það lék dauft bros um varir
hennar er hún mælti:
“Hann er ungur — og duglegur. — Ann-
að veit eg lítið um hann. Eg hefi ekki
kynst honum svo nákvæmlega enn.”
“En það verður þú að gera aður en þú
giftist honum”.
“ó, ef til vill ekki. — Ung stúlka tekur
ekki ávalt tillit til smámunanna undir slíkum
kringumstæðum. Eg hefi ekki gert það. —
Nei, Jim. Þeir dagar eru nú á enda. Eg er
orðin leið á þesusm leikaraskap. Eg er
þreytt á því öllu saman og svo er eg. —
Jim mér líður illa að ýmsu leiyti, eg get
ekki hjálpað því og þú getur ekki skilið það”.
“1 þessu hringdi dyrabjallann og þau
Silvíetta og Jack, ásamt Mr. Rivett gengu
inn í stofuna.
“Jim! Loksins!” hrópaði Silvíetta um
leið og hún rétti honum báðar hendur sínar.
“Góðan daginn kæra frænka! Góðan
dag Mr. Rivett! Kondu sæll, Jack!’ sagði
hann og tók þétt í hönd þeirra allra.
“Hvernig gengur það?” spurði Mr. Riv-
ett stuttlega, sem vanalega.
“Þökk fyrir, ágætlega.”
“Töluðið þér við Mr. Millian í Pittsburg?”
“Já, vissulega gerði eg það! Hann var
mjög spentur fyrir málefninu og tók mér
Ijómandi vel.”
Mr. Rivett kinkaði kolli. Hann hefði
getað svarað því til að það var hann, sem
hélt McMillian föstum í stálgreipum sínum,
en hann horfði aðeins athugull á Edgerton í
gegnum gleraugun sín.
Litlu síðar, sátu þau öll saman að kvöld
verði. Jack ráðfærði sig við Silvíettu við-
víkjandi áformum þeirra næsta kvöld. Og
Edgerton sagði þeim að hann byggist við að
geta komið svo snemma heim að hann gæti
farið þá með þeim í leikhúsið.
“Þér ætlið að fara til Jersey, er ekki
svo?” spurði Mr. Rivett.
“Jú,” sagði Eedgerton.
“Það verður víst svo að
vera. En reynið þér að koma
svo tímanlega heim að þér
getið borðað miðdag með okk
ur.”
“Eg er hræddur um að
mér verði það ekki mögu-
legt.”
Rivett leit fast á hann.
“Reynið þér það”.
En Edgerton sagði lágt
við Díönu.
“Mér er ómögulegt að
komast heim til mín fyrir
kiukkan átta.- — Þú hefir
sjálf lykil a herbergjum þín-
um ef þig langar til að ganga
þangað upp á morgun.”
“Þakka þér fyrir, Jim. Það getur vel verið
að eg gangi þangað upp einhverntíma á morg-
un. Mig langar til að sjá.” — Hún roðnaði og
hikaði og sagði svo stillilega:
Við skildum þar eftir koffortin okkar.”
Edgerton kinkaði kolli. “Gátt ubara ó-
hikað þangað upp.„ Þú munt finna þar alt í
þeim sömu stellingum, sem þú skildir við það.”
Litlu síðar fór Edgerton. Mr. Dineen fór
einnig rétt á eftir honum. En Jack og faðir
hans gengu til herbergja sinna og systurnar
voru einar eftir.
“Kæra systir”, hvíslaði Silvíetta um leið
og hún hallaði sér niður að henni. “Ertu nú
dálítið ánægðari en þú varst í morgun?”
“Já”.
“Mikið?”
“Já, mikið.”
Og það var alt og sumt, sem hún sagði.
Silvíetta horfði um stund á fölt andlit syst-
ir sinnar, síðan lagðist hún fyrir og slökti
ljósið.
Svefninn breiddi blæju sína yfir gleði
þeirra og þrautir.
Hjarta Díönu barðist ákaft. Þegar hún
gekk inn á götu þá er Edgerton bjó við,
morguninn eftir. Og þegar hún kom að húsi
hans tiraði hún ofurlítið, þrátt fyrir það,
þó hún vissi að hann var þar ekki. Hún bar
lykilinn í skrána, opnaði og gekk inn. Alt
var þar með kyrrum kjörum eins og síð-
ast er hún var þar, og endurminningar lið-
ins tíma rifjuðust upp í huga hennar. Eftir
að hún hafði gcngið inn og athugað ná-
kvæmlega þessi gömlu, kæru heimkynni sín,
tók hún sér sæti á legubekknum og hallaði
sér aftur á bak og lét hugann sveyma og
dreyma. Hún var þreytt af vökum og á-
hyggjum og var því sofnuð áður en hún
vissi af. Hve lengi hún hafði sofið vissi hún
ekki. En hún vaknaði við það að maður
beigði sig yfir hana og nefndi nafn henn-
ar.
“Jim!” stamaði hún.
“Já, það er eg. Hver er meining þín
með að sitja hér og sofa í legubekknum
mínum?” spurði hann glettnislega.
“Hamingjan góða! Ó, Jim!” hrópaði hún.
“Eg hlýt að vera orðin galin fyrst eg læt
slíkt henda mig! Hvað er klukkan? Eg
gekk hingað inn til þess að jiá í dálítið, sem
eg átti, og sem — sem — ó, Jim, eg veit
ekki hvað eg er að segja.”
Hún lét hendurnar falla niður og leit til
hans vonleysislega.
“Hefir þú nokkurntíma séð jafn heim-
skulegt?” spurði hún. “Hvað er klukkan,
segðu mér það ef þú heldur að eg þoli að
heyra það.”
“Hún er átta.”
“Átta! Jim, viltu ekki vera svo góður
og hringja heim til Mr. Rivetts, svo hann
haldi ekki að eg sé dauð!”
“Hann gekk til talsímans og talaði við
Mr. Rivett og sagði: “Þér skuluð ekki bíða
eftir okkur. Skiljið aðgöngumiðana eftir í
herbergi Díönu. Við komum bráðum.”
“Hvað meinar þú með þessu, Jim?”
spurði Díana.
“Það er orðið svo áliðið, Díana að þú
^sttir að bíða eftir mér meðan eg hefi fata-
slíifti. Svo fylgi eg þér lieim svo að þú getir
búið þig. Síðan skulum við borða kvöldverð
saman og að því búnu nota aðgöngumiðana
okkar. Við ættum að geta náð f ísðasta þátt-
inn.”
“Eg hefi. eyilagt alt kvöldið fyrir þér,
Jim,” sagði Díana.
“Helduðu það?”
“Eg veit það. Hélt ekki Mr. Rivett að
eg væri alveg óttaleg manneskja?”
“Ekki gat hann um neitt þessháttar við
mig í gegnum símann.”
“Hvað sagði hann þá?”
“Ekki neitt þýðingar mikið”.
“Segðu mér það!”
“Hann sagði aðeins að eg skildi gæta
þín. — Þú skilur efalaust hvað hann hefir
átt við meíi því.”
“Nei, það veit eg ekki,” sagði Díana
og leit á Edgerton. “Veist þú það?”
“Þarfnastu nokkurn að gæta þín?” spurði
han|n brosandi.
Hún horfði á han ndreymandi augum. Og
brosið hvarf af vörum hans. Hann hafði
aldrei áður séð hana svo áhyggjufulla og
þreytulega.
“Hvað er að þér, Díana?” spurði hann
undrandi. “Hvað hefir skeð?”
“Ekkert — óttalegt,” sagði hún.
“Þú ert þó vonandi ekki veik, Díana?”
“Tárin blinduðu augu hennar og hún
snéri sér undan, og reyndi að sigrast á grát-
inum, sem ætlaði að yfirbuga hana.
“Díana-------.”
Hún gaf honum bendingu um að hann
skildi þeyja, svo hann stansaði augnablik,
svo gekk hann til hennar og greip um hand-
legg hennar.
“Segðu mér það kæra,” bað hann.
Hún reyndi til að tala, — en gat það
ekki alveg strax, svo hún gaf honum bend-
ingu um að víkja frá, en hann var ekki á því
eins og þá stóð á.
“Þú hjálpaðir mér einu sinni, þegar
sorgir mínar þvinguðu mig. Má eg nú ekki
fá leifi til að bera með þér þínar sorgir?” —
Og þegar hún svaraði ekki, hélt hann áfram.
“Kæra vina! í>ó að þú elskir mig ekki, þá
hefir þú gert fyrir mig meira en nokkur,
önnur manneskja.”
Hún hafði nú náð sér nokkurnveginn
aftur og snéri sér að honum róleg og á-
kveðinn.
“Það var ást. — — En þú mátt ekki
misskilja mig, Jim. — Eg elska þig, það sem
eg hefi gert fyrir þig er af því að ást mín
var einlæg til þín.----Eg — eg álít að rétt-
ast sé að segja þér það eins og er af því eg
get ekki staðið þetta lengur. — Og það
virðist vera svo, sem — þessi veröld sé sköp-
uð fyrir man nog konu að — elskast og líða.
— elskast og gleðjast. Alt þetta skéði fyrir
löngu síðan, Jim”.
“En ástin — dó?”
“Já, þín ást, Jim,’ ’sagði hún með daufu
brosi. “Það var eg sem eyðilagði hana.”
“Eg meina þína ást, Díana?”
“Hún? En eg hefi líka gefið þér það
sem þér var meira virði.” Svo stansaði hún og
horfði á hann rannsakandi og bætti svo við.
“Er það ekki satt, Jim?”
“Vissir þú ekki að eg elskaði þig?” spurði
hann.
“Eg — — nei.”
“Jú, Díana. Þú vissir það. Það heflr
ekki liðið eitt augnablik síðan þann dag að
eg yfirgaf þig, að eg hafi ekki ávalt borið
þig efsta í huga mínum. Mitt líf tilheyrir
þér einni og engum öðrum. Og það sem
eg er og verð, verð eg aðeins fyrir þína að-
stoð. Díana — Japonetta —’’ Hann lagði
arma sína utanum haúa. Hún greip um
hendur hans, sem hún vildi rífa sig lausa.
Hún leit í augu hans og gaf svo eftir.
“Geturðu elskað mig, Japonetta?” spurði
hann.
“Eg--------”.
“Geturðu það?”
“Já.”
Hann tók hana í arma sína og kysti
hana og hún hallaði sér að barmi hans og
hvíslaði nafn hans. —•—
Þau höfðu ekki fataskifti og fóru heldur
ekki í leikhúsið. Þau borðuðu saman kvöld-
verð á einum greiðasölu stað, sem Edgerton
var vanur að borða á, og þar fundu þau Sil-
víettu, Jack, Mr. Rivett og Mr. Dineen, þau
er þau komu úr leikhúsinu.
“Díana!” hvíslaði Silvíetta. “Hvað er
eiginlega í veginum með ykkur Jim?” —
Hún stansaði við augnaráð systir sinnar.
“Ó, Díana! Er það þá virkilega komið
svo. Mín elskulega systir. Eg er svo glöð.”
Mr. Dineen leit spyrjandi til Mr. Rivetts.
“Bíddu þangað til seinna, John hvíslaði
Mr. Rivett þurlega. Við getum gengið niður
augnablik.
“Nei, það getið þið ekki,” sagði Díana,
um leið og hún snéri sér að þeim geislandi af
gleði. “Þið megið óska okkur til hamingju
Frh. á 7 bls.