Heimskringla - 15.07.1931, Síða 2

Heimskringla - 15.07.1931, Síða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 15. JÚLÍ 1931 Aðeins eina nótt þýtt úr Magjisku af W. Kirkconnell Sendið þá hingað að«ins eina nótt, sem altaf voru að springa af hetju-sótt — já, aðeins eina nótt. Bg man og heyri hrokann þeirra enn, þótt hundrað sprengikúlur öskri í senn; þótt eitur-svælan þrykkji, þung og grá, og þjóti svölur blýs um loftin há. Sendið þá hingað aðeins eina nótt, sem áttu grófa lyst og maga-þrótt, — já, aðeins eina nótt. Er ótal byssur tæla holdið hrátt og hálfir búkar stynja þungt og lágt, en tundrin ofar leiftra glitur-grimm og gamla áin brýzt fram roða-dimm. Sendið þá hingað aðeins eina nótt, sem altaf sjúga lýðsins fé og þrótt — já, aðeins eina nótt. Þá elds- og tundur-gígar ypta jörð, svo líða kramin hræ um blóðgan svörð; þar loks í hrúgur safnast saur og mold og sviðin bein, í staðinn fyrir hoid. Sendið þá hingað aðeins eina nótt, sem ennþá trúa því að hér sé rótt — já, aðeins eina nótt. Þá kjaptur Heljar gýn, sem geispi land, og gubbar ógn og dreyra yfir sand: þar allir loks. við kvalir, kveðja líf, og köll á blæinn líða: “sonur — víf — Sendið þá hingað aðeins eina nótt, sem eiga tungu-flærð og haturs gnótt — já, aðeins eina nótt. Þá sprengi-hnatta blysin, björt og há, á bleikar kinnar rista óttans skrá, og dreyra-gufan hefst frá heitum leir, svo hrópi þeir, í bæn: “Minn guð, ei meir!” Sendið þá hingað aðeins eina nótt, svo, eins og börn, þeir kalli, á “mömmu" skjótt — já, aðeins eina nótt. Svo beygji þeir sín kné, í kaldri nekt, og kannist þar við stóra eigin sekt, og rífi klæði, berji sér á brjóst og biðji: “Drottinn, gjör oss orð þitt ljóst’’. Ó, Herra Lífs! Nú heimtar blóðs míns und þeir hreinsi, bljúgir, sína gráðgu mund> sem þjaka þessa grund: að stoltir þrælar fái móð sinn mist, en minnist þín og vilji treysta’ á Krist, og aldrei síðan svíkji láð né drótt — sendið þá hingað eina blóðga nótt! Snorri var ekki í þessari frá- urði konungi og höfðingjum sögu að fara með uppspuna hans var veitt vlðhafnarvið- eða að gylla viðburðina á reif- taka í salnum, þar sem svo aravísu, þótt hann taki á sögu- margir Normannanna hafa legum staðreyndum sínum og stansað fullir undrunar, undir heimildum með þeirri listfengi eins og þeir stigu inn yfir sem honum er lagin. þröskuldinn. Konungurinn og Samtíma heimildin, sem hér fylgdarlið hans gengu fram er um að ræða er bréf frá milli okkar og horfðu hvorki Cæsar Bryenios, en hann var til hægri né vinstri. En þegar tengdasonur þess Miklagarðs- gyltu ljónin við hásætið fóru að keisara, sem Sigurður konung- dilla skottinu og ýlfra, urðu öll ur heimsótti og sjálfur við- staddur komu Norðmannanna, en bréfið er til vinar hans, andlitin svo undarlega spaugi- leg, er þau börðust við það, að halda alvörunni og rónni. —P. B. SIGURÐUR JÓRSALFARI í Miklagarði. Samtíma grísk heimild til stað- festingar Heimskringlu Snorra. Flestir lesendur munu kann- asit við frásagnir Snorra Sturiu- sonar í Heimskringlu um Sigurð Jórsalafara, m. a. það, sem sagt er um för hans til Mikla- garðs og dvöl hans þar og manna hans. Talsvert hefir verið deilt um sannfræði kon- ungasagnanna og oft sagt svo, að Snorri hafi orkt að ein- hverju eða öllu leyti í eyður sögumanna sinna eða heim- i!da og sumar sérkennilegustu og bestu lýsingar konunga- sagnanna vilja sumir fræði- menn skýra þannig. A|eðál þeirra lýsinga, sem ýmsir hafa talið með hvað skáldlegustum blæ er frásögnin um Mikla- garðsdvöl Sigurðar Jórsalafara. En nú vill svo til, að kunn er einnig grísk samtímaheimild um þetta ferðalag, og varpar að ýmsu leyti merkilegu ljósi yfir frásögn Snorra og styrkir að vissu leyti trúna á sann- fræði sögunnar og það, að yfirherforingjans í Asíu. Bréf- Og enginn gat varist brosi nema ið er dagsett 28. júní og hafa Norðmennirnir þá verið hálf- an mánuð í Miklagarði. “Einni viku eftir hátíð hinna 40 píslarvotta, segir tengda- sonur keisarans í bréfi sínu lcom mikill floti hingað á höfn- ina og lagðist við akkeri utan við Magama. Floti þessi hafði legið í hálfan mánuð úti í Hellusundi og varð þess vald- andi, að allur bærinn varð ó- kyrr og ótta lostinn af því einu, að flotinn lá þarna og hafðist ekki að. Engin kaupför. sem sigla áttu inn til bæjarins, fengu leyfi til þess að fara um Hellusund, eigendurnir vildu það ekki og allur egyft ski flotinn varð að bíða í Patr- as eftir skipun. Keisarinn beitti nú einnig venjulegum aðferð- um sínum, það er að segja hann sendi menn með stór- gjafir til þeirra höfðingja, sem fyrir flotanum réðu, til þess að reyna að komast á snoðir um hvað erindi þeirra væri eigin- lega. Þessir sendimenn kom ust þá ekki einungis að raun um það, að það var Noregs konungur, sem átti flota þenn- an, en þeir urðu þess einnig áskynja, að langferðamennirn ir höfðu á því miklu meiri hug, að ríða inn í bæinn gegn- um Romanoshliðið sem heið- ursgestir vorir, en að setjast um bæinn og taka hann her- skildi. Normannarnir eru ann- aðhvort ærnir þorparar, eins og t. d. Róbert frá París, eða hæverskir, alúðlegir og auð- hrifnir eins og Sigurður (Sig yros) konungur og lið hans, En þeir eru barnalega smeykir við það, að láta á því bera. að nokkur hlátur hafi áhrif á þá eða fái á þá, eða á því að þeir séu ekki öldungis eins vanir öllu, sem fyrir þá ber, og hver annar. Eg var viðstaddur þegar Sig H u g s i a yöur ’• Vfir 50 vindling- ar úr 20 centa pakka af Turret Fine Cut. H i n ekta reik- miidi, ilmriki or sérstöku brafiö- gæði munu sann- færa yður um þaú, að þegar þér húið tU yöar eigin ciga rettur úr Turret Fine Cut, þá haldast i hend u r hressing o g hagnaður; og Chantecier ciga- rettu pappir fyl- gir ókeypis. Það borgar sig að búa til sínar eigin úr TURRET FINE C UT keisarinn einn. Norðmennirnir eru vel limaðir og sterklegir. Það að þeim sé sýnd mikil virð- ing hefr miklu meiri áhrif á þá en mikil peningagjöf, en hin minsta móðgun særir þá svo, að þeir svífast einskis. Að því er eg best veit er þeim það þvert um geð, að standa í þakklætisskuld við nokkurn mann. Einn daginn gaf eg einum af höfðingjum konungs irs allfagra bók um æfi hins heilaga Georgs. Hann glugg- aði dálítið í sumar bókmynd- irnar og þegar honum varð það ljóst, að mér var það al- vara, að ætla að gefa honum bókina, dró hann tafarlaust gildan gullbaug af armi sér og gaf mér hann að bókarlaun- um. Eg verð að játa það mér til liáðungar, að eg hélt að baugurinn væri úr gyltum eir og lét reyna hann hjá einum gullsmiðnum. en grunur minn reyndist alveg ástæðulaus. Baugurinn er alveg ósvikinn og allur úr gulli, næstum þvf eins gildur og venjulegur hurð arhringur. Samkvæmt ráðstöfun borg- arstjórans er konungurinn og fylgdarlið hans, sem er til húsa í Bukoleion, heimsótt af konum, sem bera gult hár- skraut. En eftir því sem eg hef frétt., eru konur þessar mjög óánægðar yfir þvf, að kunn- ingsskapurinn verður þeim ekki sú auðsuppspretta sem þær höfðu víst í upphafi gert ráð fyrii. 1 þessu falli halda þeir ekki óskráðar reglur sínar, en láta sjóð borgarstjórantí 'sjá um þessi gjöld. Sigurður kon- ungur er einstaklega laglegur maður, á honum er Aresar- svipur, eins og gömlu menn- irnir mundu hafa sagt. Svip- brigðin á andliti hans eru ör, svo það er afarauðvelt að sjá það í hvernig skapi hann er, með því einu að horfa á hann. Allir menn hans, jafnvel skó- sveinaj, þúíjj íhajnn, en þáð veldur engri rýrnun á virð- ingu og aga. Eg var boðinn í drykkju til konungs hérna um kvöldið og drukkum við þar fyrst í stað mjög hóflega og hæversklega úr glerskálum. Síðan voru settir á borðið stór- ir silfurbikarar og að lokum, þegar tveir þeirra höfðu skemt okkur með kvæðum, sem eg skildi ekki orð af, fórum við að drekka iir sjálfum skap- kerunum. hef aldrei séð mann svo1 -a svo gamalt Chiosvfn oa: eg átti því einnig von á þv» að það hefði ægileg áhrif á bá. En hinir fáu þeirra. <5em g*tu talað latínu glevmdii þ\d ekki eitt andartak að eg var ókunnur maður og skildi ekki tungu þeirra. Það get eg sagt þér satt, að þú og eg og við allir hefðum legið mar- flatir eins og flugur á haustdegi ef við hefðum reynt að fylgjast með Norðmönnunum”. Þetta segir sjónarvotturinn. Þeir, sem hafa Heimskringlu handbæra ættu að bera saman bréfið og lýsingu Snorra. Bréf- ið eykur hana og fyllir að ýmsu leyti og bregður upp eftir ektarverðri mynd af einni gamalli söguhetju að áhorfand- ir.n hefir veitt athygli einkenn- um f fari þeirra, ’sem sega má. að sum hafi lifað fram á þenn an dag. Fleiri vitnisburðir eru einnig til um ferðir norrænna manna um þessar slóðr, s. s. Pvreuslónið, sem einhver þeirra hefir fyrir löngu krotað á rún- ir og í sögum er þess alloft getið að íslendingar gengu suð- ur, fóru til Róms eða Mikla- garðs og eina sögu af þessu úr íslenskum bókmentum stað festir nú bréf sjónarvottar, tengdasonar keisarans. MANNDAUÐI AF ÁFENGISEITRUN. Áfengisverksmiðja tekin. Tveir loftskeytamann Fyrir nokkru létust tveir ung ir lofstekytamenn snögglega. Þeir hétu Rafnkell Bjarnason frá Vattarnesi við Skerjafjörð og Magnús Einarsson, Skóla- vörðustíg 38, hann var starfs- maður á Loftskeytastöðinni hér, en hinn var á togara. Það er haft eftir læknum að alt bendi til að þessir menn hafi báðir látist af áfengiseitrun (Metyl- acohol-eitrun). Þeir höfðu verið saman um daginn og Rafnkell hafði haft þriggja pela flösku af sterkum spíritus, sem olíubragð var að. Höfðu þeir drukkið það hér í bænum og “upp á bæjum’’, en þangað höfðu þeir farið þann dag. Seinni hluta dagsinp komu þeir á ioftskeytastöðína og voru þá með spírituslögg, er þeir blönd- uðu vatni og drukku í flýti. Var það síðasti dropinn, er fór inn fyrir þeirra varir. Mennirnir báðir létust næstum samtímis og gátu því hvorugur sagt frá því, hvar þeir hefðu keypt það, sem þeir höfðu drukkið. — Er nú þetta mál 1; rannsókn bæði hjá lögreglunni og læknum, sem rannsaka hvað mennirnir hafa drukkið. var ölstofan. Gengu þeir að útihurðinni og hrundu henni upp, en þá komu nokkrir menn fram í forstofuna á móti þeim og ætluðu út. Lögreglan stöð- vaði þá og sagði þeim að bíða. Fóru lögreglumennirnir lengra inn og kom þá maður nokkur á móti þeim, Árni J. Strand- berg að nafni, sem dvalist hefir vestan hafs, en kom hingað fyrir tveim árum. Hann kom út úr litlu herbergi á móti lög- reglumönnunum og lét hurrð- ina á eftir sér. Spurði þá lög- reglan han nað hvað væri þar inni, e nhann kvað það vera öllögg, er hann hefði sér tif skemtunar. Lögreglumennirnir opnuðu nú hurðina og kom þá í ljós, að þar var mjög mik- ið af bruggunaráhöldum, marg- ar ámur. tvær fullar af vín- anda, áfengismiðar og bækur og maður nokkur, A. v. d. Velda-Ruyter. sem er yfir- prentari í Herbertsprentsmiðju. Hann kom hingað fyrir rúmu i ári og er, samkvæmt skjöl- um, er hjá honum hafa fundist. af þýzkum aðalsættum. Hann á heima í Lækjargötu 6B og hjá honum hafa fundist skjöl og áfengis-sýnishorn. Tók lög- reglan 4bæði heima hjá honum og á Laugavegi 17B milli 30— 40 sýnishorn af bitterum, “ess- ensum” og ýmsum öðrum á- fengistegundum, sem voru f lögun og sem voru fulllagaðar. Enn fremur tók lögreglan kassa af flöskumiðum, sem prentað- ir eru erlendis, en sendir eru til “aðalsmannsins’’. Árni J. Strandberg og yfir- prentarinn, “aðalsmaðurinn”, sitja í gæzluvarðhaldi. Er talið fullvíst að “aðalsmaðurinn” sé Ma&uiinn á Landsspítalanum Á kosningadaginn seinni partinn var lögreglunni tilkynt að Hannes Guðmudsson lækn- ir hefði látið flytja mann í Landsspítalann, sem hefði ver- ið algerlega mállaus og ósjálf- bjarga af áfengisdrykkju. Brá lögreglan þegar við og fór í spítalan. Voru læknar þá að dæla úr manninum, en hann lá eins og liðið lík. Gátu lækn- arnir þá ekki sagt með fullri vissu, hvort maðurinn væri þannig á sig kominn af eitrun eða ofdrykkju. — Eftir nokkra stund lífgaðist maðurinn og gátu menn skilið á honum, að hann hefði keypt áfengið hjá manni, sem væri í bakhúsi við Laugaveg. Lögreglan brá þeg- ar við, en hún komst brátt að raun um að maðurinn hafði ekki sagt rétt til. Eftir skamma stund kom hún þó að stað, er henni þótti grunsamlegur. Var það við húsið nr 17B við Lauga veg. Lögregluþjónar voru nokkrir saman þarna, og fóru tveir þeirra þar að, sem áður aðalmaðurinn í þessu máli. Vínandinn, sem tekinn var. svo og áhöldinn öll, er alt í efnafræðislegri rannsókn. Manninum, sem fór á land- spítalann, líður vel. Kjallarinn, sem bruggararnir voru í. er ekki undir skóbúðinni á Lauga vegi 17 (eins og margir hafa haldið). Þar undir er geymsla. skóbúðarinnar og geymsla í- búða hússins. Bruggararnir voru í kjallara undir prjóna- stofunni Malin, sem nú er f bakhúsinu við Laugaveg 17. f kjallaranum vestan við brugg- arana er málarverkstæði ósk- ars Jóhannssonar, og er sami inngangur og að bruggurun- um. í kjallaranum austan við bruggarana er trésmíðaverk- stæði. Árni J. Strandberg, sem sjálfur býr á Laugavegi 8B, hefir haft kjallarann leigðann þarna fram undir ár. Sagði hann húseiganda (Jóni Stef- ánssyni) að hann ætlaði að búa þarna til smákökur og Verndið peninga yðar Til þess að peningar yðar séu óhultir, þá notið þenna banka eins og fólk gjörir yfirleitt. Þér getið byrjað sparisjóðs reikning með einum doll- ar ef þér viljið Yfir sjö hundruð miljón dollarar fé karla og kvenna til og frá í Canada, eru inni- liggjandi á vöxtum og til varðveizlu á honum 800 útibúum bankans er daglega hefir verið lagt þar inn. útibú vor taka ávalt með ánægju á móti viðskiftum fslendinga. The Royal Bank of Canada

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.