Heimskringla - 15.07.1931, Page 6

Heimskringla - 15.07.1931, Page 6
6 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINQLA WINNIPEXt 15. JÚLÍ 1931 Sigurdsson, Thorvaldson » GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS ARBORG RIVERTON HNAUSA I'hone 1 Phone 1 Phone 51, Ring 14 MANITOBA, CANADA. Veróníka. “Ekkert, það getur enginn gert neitt”, svaraði hann. “Eg ætla að fara undir eins. Eg hefi bundið í bagga þá muni, e reg verð að taka með mér og eg get borið. Þér lofið hinu að vera hér, þar til eg sendi eftir því __ ef til vill verður það ekki svo fljótt, eg býst helst við að það verði aldrei”. Burchett kinkaði kolli og horfði svo á hann um hríð. Síðan tók hann upp gömlu leðurpyngjuna sína og lagði hana á borðið. “Launin yðar”, mælti hann svo. Ralph gætti að innihaldinu. “Það er meira en mér ber”, sagði hann “Hirðið þér það”, mælti Burchett. “Hirð- ið þér það annars móðgið þér mig. Yður er þörf á peningum hvert svo sem þér farið. En eg hefi ekkert með það að gera’ . Það voru 10-punda seðlar og dálítið af silfri í pyngjunni. Ralph tók 5 pund úr henni og var kominn á fremsta hlunn með að skila henni aftur, en þá snerist honum hugur. Hann lét þá peninga, er umfram voru, á borðið, en stakk pyngjunni í vasa sinn. “Eg ætla að taka hana ef þér viljið leyfa mér það. Hún mun minna mig á alla vel- vild yðar við mig — ekki þó svo að skilja, að eg þurfi neins, er minni mig á hana. Eg gleymi henni aldrei, Mr. Burchett . Hann sneri sér við á hæli, til að hnýta að bagganum og til að hylja sorgina í augum sér. Svo horfði hann í kringum sig í her- berginu. “Það átti að vera hérna hnífur, gamall kunningi —" mælti hann. “Eg notaði hann í morgun til að skera með honum tóbak”, sagði Burchett. Hann tók svo ofan af arinhyllunni langan sjálf- skeiðing með dökkum hornkinnum. Á þær voru grafnir upphafsstafirnir: “R. F. . Hann rétti Ralph hnífinn, sem gerði ýmist að opna hann eða láta hann aftur, eins og í leiðslu. “Þetta er góður og gamall kunningi”, mælti hann. “Mér hefði þótt leitt að. skilja hann eftir. Nei! Eg ætla að gefa yður hann, ef þér viljið þiggja hann”. Burchett hristi höfuðið. “Þér munuð þurfa hans með”. Ralph tók lítinn gyltan prjón, er virtist verðlítill, upp úr böggli sínum. “Eg vildi að þér tækjuð við þessu”. mælti hann blátt áfram. Burchett tók við honum með jafn- miklum einfaldleik. “Þér virðist vera þreyttur”, mælti hann. “Það er best fyrir yður að borða eitthvað og drekka, áður en þér leggið af stað”. “Já, eg er þreyttur”, mælti Ralph, “mér befir liðið illa —”. Hann stilti sig. Hann fékk sig ekki til að segja jafnvel Burchett minstu ögn af því, er honum lá á harta. “Mér líður betur, þegar eg er farinn — þó að guð viti, að eg hafi verið sælli og hamingjusamari hér, e neg hefi nokkru sinni áður verið í lífi mínu!” Burchett lagaði te, bar það á borð og dá- lítið af mat með því. Ralph settist niður. Hann drakk einn bolla af te, en kom ekki nokkrum matarbita niður. Hann sat lengi og studdi hönd undir kinn, starði í eldinn eins og hann væri í þungum hugsunum. Burchett rauf ekki þögnina lengi vel ,en að lokum sagði hann f lágum róm: “Eg býst við, að eg megi spyrja hvert þér ætlið að fara?” Ralph hrökk við eins og af dvala, stóð upp og varp öndinni. “Aftur til Ástralíu að eg held. Raunar hefi eg ekki ákveðið neitt um það enn. Mér hefir ekki unnist tími til þess. Nú ætla eg að fara”. Hann setti staf sinn í gegnum lykkjuna á bagga- handinu og rétti út höndina. “Verið þér sælir”, mælti hann í hásum rómi. Burchett greip hönd hans, — hún var brennheit og titrandi — og leit sorgbitnum augum á Ralph. “Mig tekur sárt, að sjá af yður. Þér hafið fallið mér í geð. En ef þér verðið að fara, þá verður svo að vera. Eg hefi engan rétt til að halda yður. Lífsins saga er að heilsast og kveðjast”. Hann stundi, slepti hendinni á Ralph og snéri sér að eldinum. Um leið og Ralph gekk út, snéri hann sér við og horfði á þetta þægilega herbergi og þenna hnugna, beygða mann. Síðan gekk hann leiðar sinnar, en sporin virtust honum erfið og þung. Hundarnir eltu hann ýlfr- andi. Hann nam staðar örlitla stund til að kjassa þá. svo sendi hann þá til baka. Tunglið var ekki komið upp, en nóttin var þó heið og björt. Hann fór þrönga stíginn gegnum skóginn er lá að þjóðveginum. Á einum stað á veginum, þaðan sem hann gat séð heim að Court, nam hann staðar, hallaði sér upp að tré og horfði lengi með brennandi þrá í augum á þetta mikla hús — þetta skrautgripaskrín, er geymdi dýrgrip hans. Hans eina dýrgrip. Hæfur gimsteinn í kórón ur konunganna. en ekki til þess að vera bor- inn í baðmullardúks-teyju skógarvarðarins. Meðan hann stóð þarna bar svo við, að kven- maður kom að bugðinni á veginum. Það var Fanny Mason. Henni var litið í áttina til hans og kom auga á hann. Hún nam staðar og horfði eins iöngunarfult eins og hann horfði til Court — svo gekk hún í átt- ina til hans ,en hún nam staðar af því að hún heyrði til einhvers annars. Það kom maður skjögrandi eftir veginum, úr gagn- stærði átt. Það var umrenningurinn. Hún sá hann nema staðar er hann kom auga á háa manninn, er hallaðist upp að trénu. Hún heyrði, að hann yrti á Ralph með þeirri ó- svífni, sem ölvuðum mönnuvi er títt. “Á hvað starið þér, eins og tröll á heið- ríkju, ungi spjátrungur?” Ralph er var þannig vakinn af hugsunum sínum, leit á hann en hélt svo áfram. En Datway lagði höndina á handlegg honum. “Hvað liggur yður á” spurði hann með skipunarróm og vaggaði kollinum. “Það er eins og þér séuð að fara í langferð!” “Hugsið um yður sjálfan, drengur minn! og takið hönd yðar af handlegg mínum”, sagði Ralph stillilega og hristi höndina af sér. “En hvað við erum glensfullir, er ekki svo?" mælti Datway. “Við höldum að við séum mestu burgeisar, er ekki svo? Að fara í lengferð, eða hvað? Berið þér baggann á bakinu eins og almennilegur umrenningur! En” — bætti ahnn við og hló sigurhlátri alt í einu — “hengið mig, ef sannleikurinn er ekki sá, að þér hafið verið rekinn úr vistinni!” Hann glápti framan í Ralph með ákafri. dýrslegri hnýsni. “Það er engum blöðum um það að fletta. Eg sé það á yður. Þér hafið verið rekinn úr vistinni — fleygt út”. Hann hækkaði raustina og fálmaði höndunum framan í Ralph. “Það veltur á ýmsu fyrir okkur, nú er það þveröfugt. Eg er efst uppi í tindin- um, ofar en yður grunar”. Ralph hafði haldið áfram, maðurinn elti hann. Skyndilega snéri hann sér við og Fanny sá greinilega fölt, skarpleitt andlitið. Hún varð skelkuð, vildi ekki bíða neins frek- ar, heldur hljóp hún á braut, en nam staðar við enda vegarins. Hún bjóst við, að Ralph myndi ganga framhjá von bráðar. Ralph horfði alvarlega en ekki reiðulega á manninn. Hann var ekki í því skapi, að honum gæti runnið í geð við þennan bjálfa. “Farið þér leiðar yðar, maður minn, og látið mig fara minnar leiar", mælti hann. En þar sem Datway virtist fús á að ausa yfir hann fúkyrðum, snér ihann af veginum og gekk inn í skóginn. Datway rak upp tryllingsegan ölæðishlátur og elti hann. En Ralph gekk svo rösklega, að Datway hætti brátt þessari gagnslausu eftirför. Hann sett- ist á tré til að kasta mæðinni, tók^pípuna upp úr vasanum og kveikti í henni. eftir marg- ítrekaðar tilraunir. “Hann er að fara” ,tautaði hann fyrir munni sér. “Hverju sætir það? Hefir hinn pilturinn haft einhver brögð í frammi, hefir hann verið að losa sig við hann? Ef eg héldi það — ef eg héldi að unnið hefði verið bak við tjöldin — þá væri eg kominn í klípu. Hvers vegna sagði hann aðra nótt? Því ekki í nótt? Það er verið að leika hér einhvern leik, og eg kæri mig ekki um, að komast í klípu. Eg veit ekki, hvort eg vil að þessi ungi snáði hverfi mér sjónum — enda þótt eg hati hann — hati hann. Eg held, að eg verði að athuga þetta alt nánar. Eg skal líka —!” Han nstaulaðist á fætur, en datt aftur niður, fór að draga ýsur og var brátt fallinn í fastan svefn. Ralph gekk leiðar sinnar. Alt í einu rakst böggullinn í tré. Bandið var of langt, svo að hann tók upp hnífinn til að stytta það. Meðan hann var að þessu, misti hann hnífinn úr hendi sér, hann kom við stígvélið hans, og skoppaði af því eitthvað frá. Ralph leit- áði að honum ,en smákjarrið var svo þétt, að þó að hannyþreifaði eftir hnífnum þá fann hann hann ekki. Hann vissi, að hann mætti þreifa og leita til morguns, svo að hann gaf upp leitina. þó honum þætti fyrir því. “Það hefði verið eins gott, að Burchett hefði þegið hann”, sagði hann við sjálfan sig um leið og hann yfirgaf staðin. “Þetta var elsti vinurinn, er eg átti”. Fanny beið nokkra hríð við vegarendann. Svo þóttist hún sjá, að Ralph hefði farið í gegnum skóginn og þar sem hún var hrædd við að bíða lengur, ef Datway skyldi koma auga á hana, gekk hún nauðug heimleiðis. XIX Kapítuli Meðan að sorgarþátturinn í lífsleik þeirra tveggja var leikinn í laufskálanum, hafði Talbot Denby lokað sig inni í herbergi sínu og var að reyna að standa augliti til auglitis við þá fregn, eða þann veru- leik, er Jim Datway hafði frætt hann um. Hann gat naumast enn komið sér til að trúa full- yrðingu þessa manns, að í raun og veru, þá væri þessi skógarvörður sonur jarlsins og erfingi. En hann vissi, að hann varð að standa augliti til auglitis við þessa staðhæf- ingu, að hann varð annað- hvort að bjóða þessum manni byrginn, er leyndar- dóminn átti, eða gera samn- ing við hann. Að gera samning við þann mann. er uggaust mundi hafa hann að féþúfu það sem hann átti eftir ólifað. Hann hugsaði sér ótal leið- ir, til að leika á þenna mann, en allar virt- ust honum þær ófarandi. Aðeins ein leið virtist vera farandi, það var mútuleiðin. Or- vingla og órór út af þessu gekk hann fram og aftur um gólf, þar til kominn var mið- dagsverðartími. Hann hafði skilið þjón sinn eftir í borginni, því að hann þögli Gibbon var ekki í neinu uppáhaldi hjá þjónunum á Court. Því að þeir voru mannblendnir, og litu grunsemdaraugum á þögulleik Gibbons. — Þegar Talbot var í heimsókn á Court, þá notaði hann sér þjón jarlsins, eða var þjón- að af ungum og snyrtilegum þjóni. Hann varð því mjög hissa, er hann eftir að hafa hringt, sá Gibbon í dyrunum, dauf- ingjalegan á svipinn og niðurlútan eins og hann átti að sér. “Þér heima! Hvað veldur?” mælti Tal- bot með kaldri ósvífni, sem kemur mönnum enn ver, en opinskár rustaskapur. Gibbon leit upp og rétti fram bréf. “Það kom í morgun, herra, og þar sem á því stóð “áríðandi og tafarlaust”, hélt eg að heppileg- ast væri að eg kæmi með það.” Talbot tók við bréfinu og opnaði það. Efni þess gerði Talbot súrari á svipinn, en hann hafði áður verið. “Eg vildi óska, að þér vilduð hlýða skip- unum mínum og vera þar sem þér eigið að vera, þar til sent er eftir yður. Þetta bréf er alls ekki áríðandi”, mælti hann, ekki reiðu lega, en með sömu nöpru ósvífninni. Gibbon varð niðurlútur. Hann hafði gef- ið andliti húsbónda síns nákvæmar gætur meðan hann var að lesa bréfið. “Eg bið afsökuaar, herra”, mælti hann hljómlausum rómi. Síðan lagði hann frá sér fötin, er hann hafði á handleggnum. og fór að skifta um föt húsbónda síns, eins og ofanígjöfin befði farið fra mhjá honum athugunarlaust. En meðan hann var húsbónda sínum til aðstoð- ar. gætti hann þó stundum í laumi að svip hans í speglinum, og augnalokin lögðust sí- felt þéttar og þéttar að augunum og virtust hylja þau. “Þér verðið að bíða hér til morguns”, mælti Talbot kuldalega, er Gibbon ætlaði út að loknu verki sínu. “Þér virðist ekki vera velkominn meðal hinna þjónanna, eftir því sem eg heyri, og mig undrar það ekki. Þessi bófasvipur á yður kemur upp um yðar innri mann. Eg undrast stundum hvers vegna eg get liðið yður. Farið með fyrstu lestinni, og komið ekki hingað aftur nema því að eins, að eg sendi eftir yður.” “Já, herra”, svaraði Gibbon í nákvæm- lega sama hljómlausa rómnum og áður og lét sér að engu leyti bregða. Hann draup höfði, • auðmjúkur á svip, þar til húsbóndi hans var farinn út úr herberginu. Þá brevttist skyndi- lega látæði hans. Rauðir dílar knmu fram í kínnar honum dauflegu augun leiftruðu af bræði og hann nísti tönnum eins og hann væri að varna blótsyrðum að komast fram á varirr sér. Hann stökk undir. eins að bréf- inu, er Talbot hafði böglað f hendi sér og fleygt, breiddi úr því og var farinn að lesa það með ákafri forvitni, er hann heyrði Tal- bot vera að koma aftur. Hann böglaði bréf- ið aftur og fleygði því þar sem það hafði leg- ið og fór að fást við fötin. “Bréfið?” mælti Taibot. Gibbon horfði í kringum sig með skyldu- ræknum fjörleik. Talbot tók bréfið og fór. “Það var ekki það”, tautaði Gibbon. “Það var ekki það, en hvað skyldi það geta verið? Hann var í slæmu skapi áður en eg kom inn. Hvað er að? Eg hefði gaman af að vita hvað það væri. Hann er f meiri kröggum en nokkru sinni fyr. — Eg hefi aldrei áður séð hann sýna hugleysi. Hvað geíur þetta verið?” Hann snéri um öllum vösunum á fötum Talbots, athugaði herbergið og alt sem í því var með mikilli gaumgæfni. en þar sem hann varð einskis vís, var hann enn óánægður. “Það var örvæntingarsvipur á andliti honum”, tautaði hann fyrir munni sér. “Eg hefi setið um hann alla þessa mánuði eins og köttur um mús, en eg hefi aldrei séð hann siíkan. Hann var venjulega hörkutól, en nú kastaði tólfunum. Vegna hörku hans skal eg komast leftir ^essu. ‘Bctfasvipur! Bófasvipur!’ Þér vitið lítið um það, Talbot, hversu oft mig lagar til að hengja yður, er þér talið til mín og farið með mig eins og eg væri hundur”. Talhot fann engan í borðsalnum. “Hans hágöfgi borðar í sínum eigin her- bergjum í þetta sinn”, mælti kjallarameist- arinn. “Og ungfrú Denby hefir höfuðverk og biður yður að afsaka sig”. Talbot hneigði höfuðið og létti stórum. Hann var ekki í þannig skapi, að hann gæti verið með öðrum. Hann vissi, enda þótt hann væri afbragðs leikari, að það myndt hafa orðið erfitt, að vera blátt áfram og glað- legur, undir hinu hvassa augnaráði jarlsins, og köldu fjólubláu augunum hennar Vero- níku. Han nreyndi að borða, en átti bágt með að koma matnum niður. En víninu hafðf hann lýst á hann lét ekki þjónana aðeins fylla hvert glasið á fætur öðru, heldur teig- aði hann rauðvínið, er þeir voru farnir. Það var lítil flaska með konjaki á borðinu, hann réðst á hana að lokum. Konjakið kom blóði hans á rót. Hann hafði verið í versta skapi og dapur í hug, síðan hann heyrði sögu Datways. En nú stóð hann upp frá borðum rjóður í kinnum og fjörgaður. Hann fann hjá sér löngun til að hitta hann aftur undir eins, að þjarka við hann, tefla sinni skörpu greind á mótl sljóleika hans. Hvers vegna hafði hana stungið upp á, að hitta hann annað kvöld, en ekki í kvöld? Hvers vegna hafði hann gefið þessum þorpara tíma til að fleipra öllu fram úr sér í ölæði hans? Skyldi honum vera það ókleift að hitta hann í kvöld? Hann gekk upp á loft til herbergja sinna, að lítilli stundu liðinni. Hann óskaði þess ákaft, að hitta Datway undir eins til þess, að gera samninga. Gibbon var í næsta her- bergi við Talbot og heyrði hann æða fram og aftur um gólfið. Alt í einu hljóðnaði fótatakið og Gibbon sá, með því að gægjast gegnum skráargatið, að Talbot fór í yfirhöfn bretti upp kragann og dró húfuna niður fyrir auSu, ganga síðan fram að dyrunum, opna þær og skima út. Þetta var á þeim tíma, er alt þjónaliðið að öllum jafnaði var í herbergjum sínum í öðrum enda hússins. Þar sem því Talbot sá engan á stái. gekk hann gætilega niður stigann og fór út um bakdyr á húsinu. Gibbon beið í nokkrar mínútur, svo fór hann í yfirhöfnina og setti á sig höfuðfatið, bretti upp kragann og lét höfuðfatið slúta. Svo læddist hann niður stigann og fór í hum- átt á eftir húsbónda sínum. Talbot fór í gegnum kjarrið, stjaidraði ör- Iítið við og hlustaði. Gibbon nam einnig staðar. Síðan gekk hann fram með jaðrin- um á grasflötinni, gekk hratt meðfram girð- ingunni, sem skildi skemtigarðinn frá þjóð- veginum. Svo fór hann um Iítið hlið er var á girðingunni og gekk út á þjóðveginn, er hann hafði kveikt sér í vindli, og lötraði svo eftir veginum í hægðum sínum, eins og hann væri að ganga sér til dægrastyttingar. Loftið var þykt, tunglið óð í skýjum. Skyndilega fann Gibbon, að það lagði lykt af tóbaksreik úr skóginum til vinstri handar. Húsbóndi hans hafði að öllum lfkindum einn- ig veitt því athygli, því að hann nam staðar, og gekk svo hægt og gætilega inn í skóginn tiT vinstri handar. Gibbon læddist frá einu trénu til annars og elti hann. Augu hans glömpuðu eins og í hreysiketti og varir hans löfðu eins og á blóðþyrstum rakka. XX Kapítuli. Talbot gekk stöðugt á tóbaksltyktina, ekki beint heldur í ótal hlykkjum. Hann smaug gætilega á milli trjánna og bar fæturna var- lega fyrir sig í kjarrinu.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.