Heimskringla - 15.07.1931, Page 7
WINNIPEG 15. JÚLÍ 1931
HEIMSKRINGLA
7. BLAÐSIÐA
Endurminningar
Eftir Fr. Guðmundsson.
Frh. frá 3. bls.
hafnarlausa og óskreytta, á-
samt því að mála hana svarta
eða gráa eftir óskum. Það ér
kannske ekki ósanngjarnt, að
virða það daga verk á 5 doll-
ara. Naglarnir og máiið á kist-
una getur ekki kostað meira en
$2.25 cent. En þá er sannvirði
8líkrar kistu orðið 11 dollarar;
það ætti að vera algild regla
að hafa hálfsþumlungs svera
járnbolta í gegnum neðri kist-
una innan við báða gafla henn
ar, við efribrún kistunnar, því
fyrst bila kisturnar á þann
hátt að neðri kistan spennist
sundur að ofan og efrikistan
leggst flöt ofan í þá neðri,
undan moldarþunganum og
mætti gera einn dollar fyrir
þeim kostnaði, og er þá með-
alkista orðin 12 dollara. Eg
get ekki betur séð en að það
væri þjóðþrifa fyrirtæki að
menn út um sveitir tækju upp
þetta líkkistusmíði, ásamt því,
að steypa innan í grafirnar
hálft annað fet upp frá graf-
arbotni eða vel líkkistu hæð-
ina. Ekki þyrfti sá veggur að
vera nema fjögra þumlunga
þykkur og yrði þó betri ytri-
hista en nokkuð annað, og
kostnaðurinn lítið meir en
fórði partur af því, sem nú er
fátæklegast viðhaft í þessum
efnum. En venjur tískunnar
og heimskunnar, verða ekki
slitnar nema með öflugum sam
tökum. Og væri þá líklega
helzt, að sveitarstjórnir gengj-
ust fyrir slíkri breytingu á út-
förum. og er ekki ólíklegt, að
smiðir sjái sér leik á borði að
hafa ávalt til h'kkistur, og
skreyta þær svo eftir því sem
um væri beðið við sérhvert
tækifæri. Með þessari breyt-
ingu, felli líksýningin af sjálfu
sér úr sögunni og held eg að
fáir sæu eftir því.
Ýmislegt var það í minni
æsku, í hugsun og hegðun.
andlegt og efinslegt, sem var
og uppálagt, sem nú þekkist
varla eða er fyrirlitið þó á það
sé minst. Eg vil aðeins benda
á eitt eða tvö dæmi í þessa átt.
Börnunum og unglingunum var
innrætt það, að sparsemin væri
fögur dyggð, og þessi kenn-
ing var staðfest með daglegu
fyrirdæmi hinna fullorðnu, og
var börnunum kent að skilja
skýran greinarmun á sparsemi
og nísku. I>á er rétt að eg
tiltaki eitthvað þessu til sönn-
unar. Eg var kominn undir
tvftugt þegar fyrst eg sá svo-
nefndan póstpappír, og um-
slög; þetta var strax skilið og
viðurkent og keypt af almenn-
ingi en það þótti hæfilegt að
einn maður hefði til ársins 25
umslög tvö á hverjum mán-
uði og eitt til vara, og þá 24
póstpappirsarkir, ef hann ekki
hafði nein sérstök ritstörf á
hendi, en þetta var dýrari
pappir, og var því sjálfsagt að
spara hann. Ætti nú að skrifa
einhverjum hlefðarmanni eða
konu- þá var sjálfsagt að taka
póstpappir og umslag, en væri
það einhver algengur maður
og máske vel kunnugur sern
átti að skrifa þá dugði vel að
skrifa á ódýrari pappir, brjóta
bréfið samkvæmt algengri
reglu og læsa því með lakki.
Þegar unglingar skrifubu upp
vísur eða kafla úr bókum til
að æfa rithöndina, þá mátti
aldrei kasta blaðinu fyr en
það var útskrifað báðumegin
Annað dæmi er það að þegar
hesti eða nautgrip var slátrað,
þá voru taugaböndin sem
liggja meðfram hryggsúlunni,
skorin frá beinunum áður en
hr5rggurinn var nokkuð skor-
inn syndur. Þessir taugaskúf-
ar sem eru mönnum óætir voru
svo þurkaðir og hertir vel, og
svo rifnir niður í svokallað
seymi og voru skór verptir
með þessu undir bryddingav
og var sá saumþráður öllu öðru
garni sterkari. Sumir höfðu
seymi aí hvalhryggjum. Þetta
kann að þykja fáfengilegt en
sparsemi og nýtni var það, en
en engin níska. Það er gamalt
máltælti, að spilla má með
sparseminni, og eg efast ekki
um að svo sé, en miklu algeng-
ara er það að menn spilla tíma
og heilisu og peningum með
þvi að láta aldrei á móti sér
hafa máske aldrei verið ámint-
ir um það, og fjölda ánægju-
stunda fara þeir á mis í lífinu,
sem aldrei neita sér um ne'tt,
en það er sú sælu meðvitund
að finna til þess að eftirláts-
semin er verðskulduð þegar
hún loksins kemur, í staðinn
fyrir að finna sig hennar ó-
verðuga.
Nú kem eg bráðlega að öð:-
um kafla endurminninga
minna; eg er ennþá ekki nema
tvítugur að segja frá því sem
mér er minnisstætt af því sem
eg veitti eftirtekt, það eru því
allar líkur til að minnst sé
ennþá komið þó eg hafi nú í
9 mánuði nokkurn veginn í
hverju blaði eitthvað haft að
segja. Eg hefi ekkert við eig-
endur blaðsins talað. og veit
naumast hvernig þeir unna
draumórum mínum, og sízt af
Öllu þegar eg er nú orðinn
myndugur, og fer að brjótast
fastara um. En hvað sem nú i
þessu líður, þá langar mig nú
til að minnast ögn nákvæmara 1
á íslenzka heimilislífið í mínu
ungdæmi áður en eg hverf að
öðrm umtalsefnum. Sveita-:
heimilin voru fjarskalega mis-'
jöfn, af margbreyttum ástæð-
um. þó var það máske mést
undir húsbændum og húsakynn
um komið. Sinnisfar og skaps-
munir heimilis manna orkuðu |
miklu í þessu efni; reglusemi
við öll heimilisstörf, matarhæfi
og nærgætni, hétu miklu góðu
á hverju heimili, geðílska eink-
um baktal, tilslettni og til-
tektasemi, komu öllu í bál og
brand. Það finst mér að fá-
tæk heimil hafi að öllu öðru
jöfnu verið ákjósanlegri. Menn
hafa á öllum öldum fundist
hjartanlega glaðir og friðelsk-
andi og uppgerðarlaust, á-
nægðir með sinn hag, þó fá-
tækir séu, en auðurinn alltaf
til áhyggju og ergelsis, til
raunargerða og reiðifloga. Eg
veit ekki hvað ykkur finnst, en
mér finnst að þeir menn sem
eg hefi þekt verulega ríka, að
þeir sóu manna ólíklegastir til
þess að viðurkenna það, að
þeir séu nú eftir allt. ekkeri
af sjálfum sér.
Þegar eg hugsa um daglegu
viðburðina, þá finst mér að það
sem áhrærði heimiiisfriðinn og
ánægjuna, þá mun mest hafa
oltið á húsfreyjunni; það var
ekki nóg að hún væri nær-
gætin, heldur þurfti hún að
hafa lag á að auðsýna nær-
gætnina svo að hún væri skil-
in og sannfærði þann sem átti
hlut að máli. Eg var gestur
hjá mestu myndarkonu á miðj-
um degi, og fólkið var alt að
þurka töðu út á túni. Alt í
einu vindur húsbóndinn sér inn
til okkar og segir við konu
sína: Fólkið veit að það er
kominn gestur og að þú ert
að fara með kaffi; eg ætla
að biðja þig að gefa öllu fólk-
inu kaffi; mér ríður á að hafa
það vakandi og viljugt í dag.
Já, elskan mín, segir konan.
Eg bjó ekki til nema svolítinn
sopa handa okkur Friðriki, og
það er enginn kaffitími núna.
Þú verður að hafa einhver ráð
með það segir maður hennar:
eg kem strax með fólkið inn
og ekki máttu tefja fyrir okk-
ur. Aumingja konan hafði ekk-
ert brent kaffi og því síður
malað hún þreif vatnsketilinn
og rendi könnuna fulla, og það
var þó ofurlítill litur á vatn-
inu. Fólkið var komið inn og
hún gaf því öllu ofurlítinn
sopa, hafði það vel sætt og
gaf því duglega brauðsneið með
og sagði við hverja manneskju
um leið og hún afhenti þetta
kaffi: Herna auminginn, taktu
við, það er lítið, en það er
gott. Eg sá ekki betur en að
fólkið tryði henni til þess, og
eg dáðist að því valdi sem hún
hafði yfir fólkinu. Því öll
sveittu andlitin skinu af á-
nægju framan í hana.
Húsfreyjan þurfti að vera
nærgætin einkum við matar-
skamtinn, það var nauðsynlegt,
en þó jafnframt einbeitt, hún
þurfti að vera minnisgóð á
alla dutlunga heimilismanna;
einn gat ekki smakkað feit-
ann bita, öðrum þótti feitu
bitarnir bestir; einn gat ekki
smakkað lifrarpilsu. annar
vildi ekki sjá blóðmör; þetta
varð konan allt að muna. Fólk-
inu var skamtað sínum í
hverjulagi því flesta tíma árs-
ins hefði öðrum háttum ekki
orðið framgengt. Þegar menn
unnu sinn í hverri áttinni oe
komu heim sinn á hverjum
tíma eftir því sem veður og
fjárpössun leifði. Stundum var
húsbóndinn sjálfur erfiðasta
viðfangsefnið fyrir konuna að
gera honum til hæfis. Þessi
smásaga bendir á það. Bónd-
inn er sestur niður til að borða
og segir við konu sína sem er
viðstödd: Hvemig stendur á
því, að þú gefur mér aldrei
lunga elskan mín. ó, mig
minti að þú vildir ekki Iunga,
líklega 3 enskar mílur.
Mér hraus að vísu hugur við
að rannsaka þessa nýju leið
einn á ferð en bafði þó gaman
af að kynnast nágrenninu, og
að geta hrósað mér af því
eftir að eg væri búinn að koma
útí Nvjabæ, því ekkert hinna
systkinanna minna hafði kom-
ið þar. Eg var klæddur reglu-
lega fínt. eða það fanst mér
og allt af á meðan var verið
að punta mig og laga til þá
var mamma að segja mér allar
kurteisisreglur, og blessað and-
litið á lienni var svo fallegt og
svipbrygðin á því töluðu alltaf
með vörunum eða öllu heldur
þrýstu að skilningi mínum því,
sem varirnar hennar sögðu.
Ef mér yrði boðið inn þá átti
eg að segja, eg þakka fyrir
það, en mér var sagt að slóra
nú ekki mikið, og svo átti eg
að taka ofan húfuna strax í
baðstofudyrunum, ganga svo
að hverjum manni sem í bað-
stofunni væri, rétta hendina
og segja, sæll vert þú, eða sæl
vert þú. Svo mátti eg ekkert
rugla við fólkið. einsog eg
gerði heima; það væri fallegt
að börn væru dálítið feimin.
Nú var gengið frá bréfinu í
vasa mínum, og nælt fyrir vas-
ann; eg bað mömmu að gera
það ekki, en hún fór sínu fram,
en þú getur víst fengið það. en mikið óskaplegt vantraust
Næsta dag þegar bóndi fer að
borða segir hann, nú kemur
blessað lunga. Annan daginn
þegar hann lítur á diskinn sinn
segir hann, enn kemur lunga.
Og þriðja daginn segir hann,
ennþá kemur helv. lunga. Eg
þekti mann, sem fyltist alltaf
með ólund og jagi við konuna
sína þegar átti að fara að
borða, og þóttist ekki hafa list
á neinu, en hún var mjög
hreinleg og sérstaklega vel að
sér um alt matarhæfi og gekk
eftir honum með grasið í skón
um; nei, hann gat ekkert borð-
fanst piér hann bera með sér
þessi prjónn í vasalokinu. Allir
kvöddu mig virðulega og faðir
minn áminti mig um að halda
hiklaust áfram og vera hug-
rakkur. Vegurinn var nokkurn
veginn skýr og ferðin sóttist
vel, en eg hugsaði mest um
prjóninn, og var hvað eftir
annað að hugsa um að ráðast
á hann, en komst að þeirri nið-
urstöðu að taka hann ekki
fyr en eg væri næstum kom-
inn á enda. Bréfinu kom eg til
skila og var mér tekið mjög
vel og boðið inn í baðstofu; eg
að. en þegar hún var sofnuð fylgdi nákvæmlega öllum kurt-
á kvöldin og allir aðrir seztir
að ,þá staulaðist hann á fæt-
ur og fram í búr og valdi allt
það besta úr matnum og reif
það í sig, og þó hún stundum
kvartaði um að það hvirfi úr
búrinu frá sér ýmislegt, sem
hún hefði sérstaklega geimt
handa honum, þá vissi hann
ekkert, hann hugsaði minst um
mat. Mörg af þessum aum-
ingja ársvistarhjúum sem aldrei
þurftu á neinum sjálfsúrræð-
um að halda. en hlýddu aðeins
annara fyrirsögn, þau höfðu
magann fyrir sinn guð og ekk-
ert mátti útaf bera til þess
skapsmunir töpuðu ekki jafn-
væginu.
Eins og það er víst að heim-
ilisfriðurinn og ánægjan staf-
aði að mestu leiti af húsfrey-
unni eins og ljómandi Ijóskeri.
þegar hún á annaðborð var
stöðu sinni vel vaxinn, eins
víst er hitt, að engin önnur
heimilis stjarna ihaíðj tækí-
færi til að skína og gleðja ef
húsfreyjan var ónærgætinn
sóði og vargur. Eg þekti dæmi
til þess að mikilhæfar hús-
mæður stjórnuðu búunum úti
og inni og fórst það ljómandi
vel, en miklu algengara er
hitt að ráðríki húsmæðra há-
vaði og afskifti um alla hluti,
gerði heimilið óviðunandi, eins
og hverjum manni gefur að
skilja, af því að ytri og óblíðA
ari hlið búskaparbaráttunnar
er ósamkvæmari réttu kven-
eðli, nema hvað áhrif þeirra á
eiginmanninn í kyrþey, geta
verið blessunarrík. En þetta
er jafnt á báðar síður. Þegar
fjárhúsahugur og handa tiltekt
húsbóndans fékk að ráða allri
niðurröðun innan húss þá lá
fegurðin sjaldnast á yfirborð-
inu.
Vorið 1872 var eg sendur
með bréf til næsta bæjar. Fað-
ir minn var nýfluttur á þetta
pláss og eg hafði aldrei fyr
faiið þessa bæjarleið; eg var
á ellefta ári; veðrið var Ijóm-
andi gott, allur snjór farinn og
vegalengdin ekki dönsk mfia,
] N afns • «« PJO ld
Dr. M. B. Halldorson
4*1 Boyd Bldfí.
8hrif.tofu.lml: 23674
Btuodar .4r.takl.co lunrno.Júk-
dómo.
■r .« flnn. 4 .krlf.tofu kl 10—12
f. k. o| 2—6 «. h.
R.lmlll: 46 Allow.r At«.
T.l.tmli 11116
DR A. BLONDAL
663 M.dlc.l Arta Bld*.
T.l.lml: 22 226
■ tand.r .4r.t.kl*c. kY.najúkdóm.
o« b.rnujúkdóm. — AD hltt.
kl. 12—1* • k. oc 2—6 «. h.
R.lmllli 204 Vletor 8t. Blml 28 120
Dr. J. Stefansson
•1« MBDIGAL ARTS BLDO.
Rornl Konn.djr o( Or.h.m
■ taad.r .u«h>.- .ffu
■ «f- *c kY«rku-*Júkdómu
Br «8 hltt. frá kl. 11—12 f. h.
oc kl. 2—6 e. h.
T.l.lul i 11884
Helmlll: 622 McMtll.n Ay«. 42621
Tulutmlt 18 882
DR J. G. SNIDAL
TANFÍLÆKPriR
•14 ••■ierwt BJook
Portat* Aveaat WINNIPRO
DR. K. J. AUSTMANN
Wjrnyard —:— Sask.
eisisreglum og var mér boðið
inn í hjónahúsið í baðstofunni
og vísað þar á sæti. Beint á
móti mér á skilrúmsveggnum
hangdi lítill kringláttur klæðis-
dúkur með yndislega fallega
saumuðum rósastreng alt í
kring af marglitu garni; á sama
naglanum og utan á dúknum
hékk úrskór, var táin á hon-
um útsaumuð blómskrúði með
silfurvír; yst á naglanum hékk
vasaúr húsbóndans, og lafði
úr keðjan ofan í tána. Þetta
iistaverk varð mér á auga
bragði svo meðeiginlegt og
minnisstætt að eg gæti enn f
dag sagt góðri saumakonu svo
greinilega frá því, að hún
gæti saumað annað eins. Eg
man svo vel eftir hjónahúsinu,
að öll niðurröðun í því benti á
fegurðarnæma og kærleiksríka
konu. Hjónin voru Sigurbjörn
Þorsteinsson og Rósa Gísla-
dóttir; þau fóru seinna til
Ameríku og settust að í Mínne-
sota.
Þegar eg kom heim brosti
alt við mér og eg hafði langa
og efnisríka sögu að segja, og
svo hafði eg líka verðlaunin
fyrir ágæta frammistöðu í vös-
unum, hagldabrauð og rúsín-
ur, og eg vonaði að það þyrfti
að senda mig aftur. Eg hef
stutt það með ofurlitlum dæmi
sögum. að gleði og ánægja
heimilanna muni alment hafa
verið meira undir kounni kom-
ið en manninum. En þar á
móti held eg að hagsæld eða
efnahagur heimilanna hafi al-
ment verið meira undir mann-
inum komin, þó á öllu þessu
séu undantekningar. Það er
eins og það sé sá eldur sem alt
brennir, ef konan er kæringar-
laus trassi en hvað orsakar
ekki áfengtisnautin sem er bó
vanalega meiri á mannsins
síðu. Eitt gamla máltækið
okkar segir að það sé ekki
minni vandi að gæta fengins
fjár en að afla þess, en ís-
lenzka þjóðin var ekki á eitt
sátt með þetta máltæki því
sumir höfðu það svo. Hægra
J. T. THORSON, K. C.
fftlenzkur IIÍKfricftlnKur
Skrifstofa: 411 PARIS BLDG.
Sírai: 24 471
er að gæta fengins fjár en að
afla þess. Eftirlit og árvekni
húsbóndans, réði oft miklu um
efnahaginn. Þeir voru ekki
allir gáfumenn íslenzku fjár-
mennirnir. Einu sinni kom
faðir minn til vinnumanns síns
þar sem hann stóð yfir sauðum
í góðri krafstur jörð og allir
sauðirir voru að hamast að
kroppa nema einn sem stendur
inn í miðri breiðunni og lítur
ekki ofan. Þegar nú faðir minn
er búinn að vera þarna dá-
litla stund þá veit hann að
þetta er ekki einleikið, og vill
skoða sauðinn svo þeir fara
og ná honum; hann er þá orð-
in magur þó allir hinir séu
feitir; hann hlaut því að vera
búinn að þjást lengi. Þeir
fundu þá stærðar bolgukepp
á hálsinum á honum sem ull-
in leyndi þangað til skoðun
fór fram. Faðir minn tók sauð-
inn heim og læknaði hann, því
þetta var aðeins kýii á hálsin-
um þar sem einhver flís hafði
rekist inní holdið. Hann hefði
mist sauðinn ef hann hefði
ekki sjálfur litið eftir.
Nágrranni minn misti 7 ær
sem tróðust undir í heyhlöðu
dyrum, fyrir eftirlitsleysi; það
var 100 krónu skaði. Annar
misti bátinn sinn af því hann
treysti því að vinnumaðurinn
þefðl bundið hann, líka 100
króna skaði. Eg misti 14 kind-
ur í sjóinn fyrir eftirlitsleysi.
Þannig fanst mér að fyrir-
hyggja eða athugaleysi hús-
bóndans, hverjum sem fremur
hafði yfirhöndina, vera mestu
ráðand um hagsæld heimilisins,
En samhugur og samvinna
hjónanna, var og er þó alltaf,
heill sú sem heimilisfriðurinn
hagsældin, og ánægjan byggð-
ist á. Það er býsna rétt að
hjónin þuría að vera einn
maður til þess að heimilið sé
ákjósanlegt jafnvel þó fátæktin
píni fyrirætlanirnar.
Frh.
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
LögfrmSingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 24 587
W. J. LINDAL
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAB
á öBru gólfi
825 Main Street
Tals. 24 963
Hafa einnig skrifstofur að
Lnudar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miövikudag i
hverjum mánuOi.
Telephone: 21613
J. Christopherson.
Islemkur LógfrtrSingur
845 SOMERSBT BLK.
Winnipeg, :: Manitoha.
A. S. BARDAL
««lur llkkUtur o« annaat um útfor-
Ir. Allur útbún&úur «4 b««U.
Ennfrimur ««lur hann alUkonar
tnlnoUvartla 0( lo««tolna.
«42 8HRRBROOKK 8T.
Phflupi 86(107 nucipas
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. 8. U. 81MPSON, N.D., D.O., D.C.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Someraet Btk.
WINNIPEG —MAN.
MARGARET DALMAN
TBACHRR OF PIAFIO
KH BANNING 8T.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu.
Sími: 28 742 Helmilis: 38 828
TIL SÖLU
A ADtRII VERBI
‘•RURNACB*’ —bntll TlOar
kola “furnaoo” lltte brúkaO, «3
Ul «ölu hjá undlrrRuBuat
Oott twklfaM fyrlr fðlk út *
tandt «r ba«t« vilja hltunar-
áhflld á halmlllna.
GOODMAN A CO.
78« Toronto St. Slml 18847
Jacob F. Bjamason
—TRANSFER—
Buciuce und Furattare tt.Yt«6
76* VICTOR 8T.
SIMI 24.500
Annast aUskonar flutninga fram
og aftur um bœinn.
100 h«rber«i ra«TI eBa án baS«
SEYMOUR HOTEL
verT5 sanngjarnt
Sfmfl 2h 411
C. G. HUTCHISON, elfaaál
Market and Klnf St^
Wlnnipak —:— Man.
MESSUR OG FUNDIR
i ktrkju Sambandssafnatnr
Messur: — á hverjum sunnudegt
kl. 7. t.h.
SctfnaSarnefndin'. Fundir 2. «g 4.
firrrtudagskveld í hver jum
mánuBi.
Hjálparnefndin: Fundir fyrito
mánudagskveld i hyerjuMi
mánutSi.
Kvenfélagið: Fundir annan þriíju
dag hvers mánaSar, kl. 8 atl
kveldinu.
Söngflokkttrv**: Æfingar & hverju
fimtudagskveldl.
Sunnudagask ólinn:— A hyerjuaa ,
stmnudegi, kl. 1-1 t. h.