Heimskringla - 29.07.1931, Side 2

Heimskringla - 29.07.1931, Side 2
2. BkAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 29. JÚLÍ 1931 | Hctmskringla StofnuO 1886) Kemur iIt á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. »53 og 865 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 VerS blaðsins er $3 00 árgangurinn borgist fyrlríram. AUar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. RáðsmaÓur. TH. PETURSSON Vtanáskrift til btaðsirs: Uanager THE VIKING PPESS LTD., 853 Saraent Avp Wnninen Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til rKstfórans: EDITOR HEIV SKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. | ' •Heimskrirgla" ls published by and printed by The Viking Press Ltd. i 853-855 S'rrgent Avenue. Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 29. JÚLÍ 1931 SKILNAÐARSAMSÆTI Síðast liðið mánudagskvöld, var Sigfúsi Halldórs frá Höfnum haldið skemtilegt skilnaðarsamsæti af vinum hans hér í Alexandra-gistihöllinni í Winnipeg. Var um 50 manns þar saman komið. Og ræður héldu að minsta kosti um tuttugu manns. Kom það ótvíhætt í ljós, að flest- um var það hugleikið, að láta nokkur árnaðar orð og óskir fylgja handtakinu á þessari kveðjustund. Eins og frá var skýrt í Heimskringlu, kom Sigfús Halldórs vestur fyrir rúmum mánuði. Kom hann til að sækja farangur síns, svo sem bækur og annað, því þegar 'hann fór heim á þúsund ára afmælis- hátíðina á íslandi s. 1. sumar, gerði hann ráð fyrir, að verða kominn vestur aftur eftir þrjá mánuði og skyldi við alt í hasti. En þegar heim kom bauðst honum skóla- stjórastaða við gagnfræðaskólann á Akureyri og sló hann ekki hendi á móti svo virðulegri stöðu. Kendi hann því s. 1. vetur heima, en er sumarhvíldin hófst- brá hann sér vestur. Leggur hann nú af stað heim aftur upp úr næstu mánaðar- mótum alfarinn. Var það tilefni til skiln- aðarsamsætisins. I»ó Heimskringlu væri kært að skýra frá efni ræðanna er fluttar voru í sam- sætinu, verður því ekki komið við að sinni. Ein ræðan, sú er dr. Rögnvaldur Pétursson flutti, verður birt í næsta blaði. Ef til vill birtist eitthvað eða ein eða tvær af hinum síðar. Þó skal það ekki fullyrt því þær voru fæstar skrifaðar. Forseti samsætisins, hr. Ásmundur P. Jóhannsson afhenti heiðursgestinum staf, silfurbúinn og allgóðan grip, að minning- argjöf. Þó þarna væri eftir ástæðum saman kominn allstór hópur kunningja, ar óhætt að fullyrða að hann er smár hjá þeim sæg vina er kosið hefði sér að vera þarna við- staddur — en átti þess ekki kost og minningin hjá lifir, og mun lengi lifa um Sigfús Halldórs, ef ekki sem persónu- legan kunningja, því hann er hinn liprasti og viðkvnningar bezti- þá samt sem rit- stjóra Heimskringlu. Sá er þetta ritar mintist nokkuð á rit- stjórn Sigfúsar Halldórs, einkum að því er snertir stíl hans og val orða. En með því að það var alllangt mál, verður það ekki birt hér. í þess stað skal hér tekin upp stuttur kafli um sama efni, úr á- gripi því af sögu Heimskringlu, er birtist í hátíðar númeri hennar s. 1. sumar. Þar stendur meðal annars: ‘‘Er nú sögu þessari þar komið. er síð- asti og núverandi ritstjóri, Sigfús Halldórs frá Höfnum, sezt við stýrið. Síðasti, segium vér, en ekki sá sízti. Við ristjórn- inni tekur hann með blaðinu, sem dag sett er 5. maí 1924. Er styzt frá að segja, að á þeim sex árum, sem hann hefir haft ritstjórn Heimskr. með höndum, hefir hann áunnið sér óskift álit lesendanna. sem einn af færari ritstjórum blaðsins. Á öllu- sem hann skrifar, er menntablær, og á það jafnt við um hinar harðsnúnustu ádeilugreinar hans sem önnur efni, er hann skrifar um. Stíll hans er allajafna þróttmikill og oft efldur, og með svo góðu valdi ,sem hann hefir á íslenzku máli, verður frásögnin sterk og hrífandi, svo að því skeikar varla. 1 greinum, er hann hefir ritað um allerfið viðfangsefni, kennir óvanalega glöggs skilnings. Allir þessir rithæfileikar hafa nú orðið til þess, að fæstir neita sér um að lesa nokkuð af því, er hann skrifar. Oss er næst að halda, að fram hjá færra sé gengíð að tiltölu af því, sem hann ritar, en nokkur ; annar hér vestra.” Þó mörgu mætti nú við þetta bæta, verður það að bíða betri hentugleika. En þess skal þó getið, að Heimskringla mun lengi minnug verða vegs þess og gengis er hún naut á ritsjórnartfmum Sigfúsar Halldórs frá Höfnum. Og kveðja hennar að skilnaði eru hlýar heilla og árnaðar- óskir til fyrverandi ritstjóra síns. SÍÐASTA ORÐIÐ Næstkomandi laugardag er Islendinga- dagurinn í Winnipeg. Er’nú nefndin að leggja síðustu hönd á undirbúning há- tíðarinnar. Hún hefir verið á þönum síðustu dagana til þess að koma hlutun- um svo fyrir, að fólk megi sem mesta á- nægju hafa, þegar á hátíðina kemur. Að- eins eitt er það, sem skyggir á vonarljós hennar og hún ber enn nokkurn kvíðboga fyrir. En það er að íslendingadagurinn verði ekki eins vel sóttur og æskilegt er. Hefir hún verið á það mint, að enda þótt reynslan hafi ekki verið sem bezt með sóknina að deginum síðustu árin, þá sé nú ekki ástæða til að láta sig vera að dreyma illa. Minningin um ísland er nú betur vakandi í hugum manna en nokkru sinni áður og er hátíðinni miklu heima s. 1. sumar það að þakka. Útlendingum hér er ísland ofar í huga en áður vegna þess viðburðar. Því skyldi hann ekki vera íslendingum minnisstæður? En íslendingadagsnefndinni er vor- kunn. Hún veit ósköp vel, að skemtun hátíðarinnar fer mjög eftir því hve fjöl- menn hún er. Með lélegri þáttöku í henni getur svo farið að mikið af verki henn- ar sé unnið fyrir gíg, Fyrir það starf, sem búið er að leggja í undirbúning þessa þjóðminningardags, skorum vér á Winnipeg-íslendinga að vakna nú af þjóðræknisdvalanum og fjölmenna á ís- lendingadaginn. íslendingadagsnefndin ber ekki á- hyggjur út af hátíð þessari eingöngu sín vegna. Hún gerir það eins mikið eða meira vegna þín og mín. Verkið sem hún leggur sér á herðar endurgjaldslaust, er unnið í þágu allra Winnipeg-fslen ^nga og er þeim í heild sinni meira í hag, en henni sjálfri. / Fyrsta atriðið á stefnuskrá Fjölnis- manna hljóðaði svo: “íslendingar viljum vér allir veraÞeim, sem ekki sækja fslendingadaginn í ár, finst eflaust fara eins vai á því að einkunnarorð þessi væru þannig: “íslendingar viljum vér ekki vera!’’ AMERÍKU ÞÆTTIR 10. Menning Mayjanna, sem getið var um í síðasta þætti, má heita undirstaðan að siðmenningu Indíánanna. Aðrir Indíána flokkar lærðu af þeim. Siðmenning sumra þeirra flokka átti sér þó ekki langan aldur. Að minnast á þá menn- ingu hér. er ekki nauðsynlegt, nema þeirra flokkanna, er eitthvað bættu við hana og um menningar framför var að ræða hjá. Sá Indíána fiokkurinn sem aiment er talað um að tekið hafi við af Mayaflokk- inum, er Toltees flokkurinn. Nafn hans er sagt að þýði “maðurinn frá Tollan”, eða Tula, sem var ein af þeirra stærstu borgum í Suður-iIV^xlco. Aðrir segja að nafnið þýði “hinn mikli handverks- maður”. Þeir settust að í Suður-Mexico þar sem Maya-menningin var lengst kom- in norður. Og þar ríkti þessi fiokkur frá því á sjcfundu öld e. k. þar til á 13 öid. Á níundu öldinni verður sá maður einvaldur yfir honum. er síðar varð guð þeirra, en hann hét Quetzaicoatl. Er sagt að hann hafi iift þjóðinni úr villi- mensku til algerðrar siðmenningar. Vís- indamaður einn segir, að rústirnar af byggingu einni í stærstu borginni í rík- inu, borginni Testihuccan, um 30 mílur suður af borginni Mexico, sé í alla staði eins merkilegar og rústimar af Laby- rinth höllinni á eyjunni Krít. Garðurinn umhverfis byggingu þessa er 100,000 fer metra að stærð. Er hann úr steini. í miðju garðsins er aðal byggingin eða hofið er bygt er með sama lági og pýra- mídanir egipsku. Umhverfis það eru fleiri smærri hof og hallir. Er hof þetta helg- að guðinum Quetzalcoatl. Skamt þar frá er annað hof, helgað sólarguðinum; er það 200 feta hátt og hiiðar þess, sem eru 4, hver um 600 fet á lengd niður við jörðu. Feikna stór stytta er í því af sólarguðinum. Vegna þessarar pýramídalögunar á hofum þessum, er haldið. að þau eigi eitt- hvað skylt við pýramídana egypsku. En óvíst er þó, að þar sé um nokkurt sam- band að ræða. Mexico hofin eru ekki grafir, heldur nokkurskonar undirstaða aðal hofsins, er hér og -þar rís upp í háar byggingar, skreyttar og prýddar yfirfljótanlega. Hefir herteknum mönn- um eflaust veri ðfórnað sólarguðinum í þessum hofum, eins og Mayarnir gerðu. Uppi í hofum þeirra ristu prestarnir þá sem fórnað var á kvið með steinhnífum og skáru úr þeim hjartað. Þetta var hið . eina er eftir mátti heita að væri hjá þeim af villimensku. En Toltecarnir höfðu þó mjög breytt ef ekki lagt með öllu niður þennan sið á 13 öldinni. Virð- ist sem þeir hafi þá verið orðnir ráð- andi yfr allri Suður-Mexico og Yucatan eða öllum þeim ríkjum er áður heyrðu til Maya-flokkinum. Um 250,000 íbúar ætla menn að verið hafi í höfuðborg þeirra eða nærri því eins margir oe nú eru í Winnipeg. , En hvað sem til kemur fer öll þessi menning þeirra í rústir um þessar mundir. Og af henni sáust ekki nema rústirnar þegar Spánverjar komu til Mexico eftir aldamótin 1500. 11. Næsti Indíánaflokkurinn sem vart verður við menningu hjá, eru Aztecarnir. Og þeir voru mennirnir sem Cortes frá Spáni komst fyrst í kynni við. Er hald- ið að þeir hafi að norðan komið, er Tol- tec-menningunni hnignaði og að þeir hafi tekið við menningu þeirra. En mikið spursmál er þó hvort þeir hafi nokkuð bætt hana. Sumir efast jafnvel um, að þeir hafi nokkru sinni verið eins mikil menningarþjóð og þeir. Þeir voru her- skáir og uppivöðslusamari en Toltecarn- ir. Enda munu þeir hafa verið villimenn er þeir fyrst kyntust menningu þeirra. Þegar Spánverjar komu til Mexico, voru um tvær aldir liðnar frá því er Axtecam- ir komu þangað. En jafnvel þó að sið- menningartímabil þeirra væri ekki orðið lenga en þetta, þykir hitt nú víst, að þeir hafi ekki verið neitt líkt þvi eins ósiðuð þjóð og Spánverjar lýsa þeim. Vegna þess að þetta eru Indíánamir. sem Evrópumenn áttu fyrst saman við að sælda, og eru eiginlega stofn þjóð Indíanna. sem menningar áhrifin hafa borist frá til Indíánanna í Bandaríkiun- um og Canada, er hér þýddur stuttur kafli eftir fræðimann ejnn um Aztecana og menningar-ástand þeirra í Mexico, er Spánverjarnir komu þangað. Er þar þessum orðum um það efni farið: “Á tuttugu tonna stórum steini, er ártalið eða skifting ársins skráð eða höggvin. Ber það ekki aðeins vott um listfengi, heldur einnig hitt að Aztecam- ir hafa talsverðir vísindamenn verið. Það getur verið að stjörnufræði sína hafi þeir lært af Maya-flokkinum. En hún sýnir þá eigi að sfður, a ðþeir hafi yfir hæfiieikum búið, sem móttækilegir voru. fyrir menningu. Höfuð-borg þeirra var þar sem Mexico- borgin nú stendur og vom í henni um hálf miljón íbúar. Og borginni var skift í deildir (wards). Það er vanalega talað um Moctezuma sem hinn síðasta kon- ung þeirra. En rannsóknir hafa leitt f ljós, að þarna var um sameinaða lýð- veldis-flokka að ræða, er hver um sig naut talsverðs frjálsræðié. Aðal herfor- inai þeirra er SpánveHor kölluðu konung, var kosinn með þjóðar"tkvæði, og honum mátti víkja úr stöð ’ sinni ef ástæða bótti til. Ríkar f’ölskyldur munu þó hafa ráðið mestu. Kaupmenn þeirra voru vandaðir menn og heiðvirðir. Gjaldmið- illinn var gull-duft og kókóa-baunir. Bók- mentir þeirra vom furðu fjölskrúðugar og skáldskap iðkuðu þeir nokkuð. Ýmsa muni skreyttu þeir gulli eða silfri og gimsteina allhreina áttu þeir. úr fjöðr- um gerðu þeir ýmsa mjög skrautlega muni. Og leirkera smíði og ullar vefn aður var hinn bezti hjá þeim. Sönghneigð ir voru þeir mjög 0g unnu blómum mikið. En Spánverjar upprættu með rándýrs grimd allar minjar höfuðborgarinnar og bókmentir Azteeanna. í stað þess skrif- uðu þeir sjálfir langa sögu af fmm- þjóðinni. Af henni má að vísu margt læra, en yfirleitt er talið að þeir geri of lítið úr menningu* Aztecanna. Nú hefir það verið grafið upp, að lög þeirra og réttarfar var að mörgu leiti aðdáunar vert. Með drykkjuskap var strangt eftir- lit. Áfengadrykki mátti enginn bragða undir þrjátíu ára aldri. Og menn á bezta osccoscosocococðoosoeososoosococcoQosoocoooeoooosiooðr RobiníHood Rðpiá Odts Bctra því það er PÖNNU ÞURKAÐ OCCOOOOCOCOCOOOCOOCOOOCOSOOCOCOCOCCCOOCOCCOOSOOOCOCOi. aldri máttu ekki hafa það um hönd, nema við sérstök tæki- færi. Aðeins allra elztu og gætnustu mönnum var leyft að neyta þess eftir vild. En þegar Spánverjar höfðu náð þarna yfirráðum byrjaði hóflaus drykkjaskaur. Við ósiðferði var lögð dauða- hegning hjá Aztecunum og gengu lögin í því efni jafnt yfir karlmenn og konur. Með þræla sína fóru þeir vel og ekki mátti selja þá, nema með þeirra eigin samþykki. En þrælarnir voru annaðhvort glæpamenn eða herteknir menn. Dæmi voru þó til. að þeim væri fórn- að ef almenn þörf þótti á því. Þó skrítið sé höfðu Axtecarnir eins og hinir fornu Rómverjar, eina galum og gleði hátíð (sat- umalia) á ári, er stóð yfir einn dag. En þá lefðist hverjum að lifa og láta eins og honum gott þótti- án þess að verða brotleg- ur við lögin. Það var undan- þágudagur allra refsinga, (day of free license). NÝJAR RADDIR Frh. frá bls. bækuraar. Skoðanir þess'ara manna á sínum helgu bókum eru yfirleitt nákvæmlega þær sömu, sem kristnir menn hafa lengst af haft á biblíunni. Trúin á kraftaverkin, sem skýrt er frá í ritningunni, er heldur ekki á nokkurn hátt einstæð fyrir kristindóminn. Því nær öll trúarbrögð segja frá sams konar atburðum f sambandi við sína mérkismenn. í þessu sambandi er ekki á- stæða til þess að rekja það neitt, hvort trúin á krataverk- in muni vera sameiginlegur misskilningur hjá öllum trúar- brögðum, eða hvort einhver veruleiki kunni að vera að baki þeim sögnum. Sem stendur er þess eins að minnast. að hvað sem er um veruleika krafta- verkanna, þá eru þau ekki að nokkuru leyti einkennandi fyr- ir kirstindóminn. Eftir sjálf- stæðum einkennum hans verð- ur lengra að leita. Þá er það heldur ekki eins dæmi, að trúað hafi verið á stofnanda eða upphafspersónu trúarfélagsins sem guðdómlega veru, ekki heldur trúin á, að hann hafi fæðst í heiminn á annan hátt en aðrir menn. Miklu frekar má segja, að ein- mitt þetta atriði komi fram svo að segja í öllum trúarbrögð um á einn eða apnan hátt. Hinu sama er trúað um Búd- da, Zóróaster og Lao-Tse. Yfir- leitt má segja, að í allri sögu mannkynsins sé ávalt gripið til þessarar skýringar. þegar gera á grein fyrir þeim mönnum eða persónum, sem að einhverju leyti báru af eða skáru sig úr almenningnum. Og eftirtekt- arvert er það, að þegar einn af kirkjufeðrunum var að verja söguna um fæðingu Jesú til forna, þá benti hann á, að eng- in ástæða væri til þess fyrir Grikki að efast um söguna, því A Thorough School! The “Success’’ is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In; twenty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success’’ train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Dav and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTONSTREET. PHONE 25 843 i

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.