Heimskringla - 29.07.1931, Qupperneq 3
WINNIPEG 29. JÚLÍ 1931
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA
ÞÚ ÁTT MIKIÐ EFTIR, EF ÞÚ ÁTT EFTIR AÐ
PRÓFA ÞETTA KAFFI, SEM ER LJÚFFENGT
OG BRAGÐGOTT, MEÐ ENGUM BEISKJUKEIM
— JAFN ILMSÆTT KAFFI HAFIÐ ÞÉR ALDREI
SMAKKAÐ.
Blue Ribbon Limited
WINNIPEG
CANADA
að þeir ættu sjálfir sagnir um
ýmsa menn, sem fæddir væru
á þennan sama yfirnáttúrlega
hátt.
Hugmyndirnar um þúsund-
áraríki, endurkomu Krists,
endurfæðingu, friðþægingu,
sakramentið, helga dóma —
allar eiga þær sér hliðstæð
dæmi í öðrum trúarbrögðum.
Þetta, sem nefnt hefir verið,
er alt ytri einkenni kristin-
dómsins, ef svo má að orði
komast. En ekkert er til fyrir-
stöðu að horfa ögn dýpra, eða
eftir innri einkennum nokkrum
og athuga, hvað þá verður fyrir
oss. Og reynist þá óhjákvæmi-
legt að kannast við, að krist-
indómurinn hefir t. d. engan
einkarétt á bænarlífi og mann-
kærleika, svo mjög sem hvort-
tveggja er samgróið kristinni
trú. Jesús sagði: “Þegar bú
ibiðst fyrir, þá gakk inn í her-
bergi þitt, og er þú hefir lokað
dyrum þínum, þá bið föður
þinn, sem er í leyndum”. En
Epictetus sagði: “Þegar þú hefir
lokað dyrum þínum og byrgt
glugga þína, þá minstu þess að
segja aldrei, að þú sért einn;
því að þú ert ekki einn, guð er
inni’’. Hinar kristnu ritningar
segja: “Elskið óvini yðar’’ og
“rísið eigi gegn meingerðar-
manninum’’, en ritningar Búd-
datrúarmanna segja: “Með ró-
semi skal maðurinn yfirvinna
bræði sína; með gæðum hið
illa; ágirndarseggurinn sé lækn-
aður af ágirnd sinni með ör-
læti, lygarinn með sannleikan-
um”.
Þannig mætti lengi telja. Alt
þetta, sem er svona undarlega
líkt með trúarbrögðunum og
gengur eins og rauður þráður
upp úr hinu einfaldasta og ó-
brotnasta trúarlega lífi, og alt
ti! þessa, er það birtist á æð-
sta svigi. á rót sína í sálarlífi
mannsins, hvar sem hann á
heima k hnettinum. Og þeir
dagar eru fyrir fult og alt um
garð gengnir, er skynbærír,
kristnir menn líta til þess með
afbrýði, er þeir verða þess var-
ir, að önnur trúarbrögð eigi
iíka til djupar hugsanir og
markverðar.
En þrátt fyrir þennan á-
kveðna skyldleika, sem er á
milli kristindómsins og ýmsra
annara trúarbragða, þá er mun-
urinn samt greinilegur. Eða
öllu heldur, mismunandi trúar-
brögð bera mjög mismunöandi
ávexti. Pappír og kol eru
hvorttveggja karbónsambönd,
en þrátt fyrír það verður ekki
vilst á, að eðli þeirra er næsta
ólíkt. Eins er um Búdda og
Krist. Skyldleikinn er ákveð-
inn, en þó tala þeir hvor sína
tungu. Enda eiga áhangendur
þeirra erfitt með að skilja hvor-
ir aðra.
En hver er þá sá eiginleiki,
það einkenni, sem setur hinn
sérstaka stíl og blæ á kristin-
dóminn? Hvað er það, sem
setur svo ákveðinn blæ á hann,
að ekki verður sagt, að krist-
indómurinn sé kristinn, þegar
hann vantar blæ, sem að vísu
er finnanlegur annars staðar,
en svo ákveðinn í kristindóm-
inum, svo afdráttarlaust und-
irstöðuatriði fyrir höfundi
kristninnar, svo óafmáanlegt
einkenni þess lífsskilnings, sem
kallaður verður kristinn, að frá
þeirri uppsprettu hefir lang-
sainlega mest af því runnið,
sem hefir gert kristindóminn
dýrmætan?
Iíið dýpsta einkenni kristin-
dómsins er virðing hans og
iotning fyrir mannssálinni og
mannlegum persónuieika.
í fljótu bragði mætti svo
virðast, sem þetta svar væri
næsta ófullkomið til þess að
skýra svo margbreytta stað-
reynd sem kristindómurinn • er.
En samt er það svo, að þess
nánar, sem að er gáð, því betur
mun í ljós leiðast, hve nálægt
þetta er þungamiðju kristin-
dómsins.
Öllum er kunnugt um, hve
margvíslegar myndiv menn
hafa gert sér af Jesú> er þeir
hafa verið að reyna að átta
sig á honum. Oft hefir lionum
verið lýst á þá leið, sem hann
hafi framar öllu verið draum-
sjónamaður með ríka skáld-
lega gáfu og næma sjón fyrir
yndisþokka blóma og þarna
og náttúru og alls lífs. Þetta
er t. d. það, sem glegst er
dregið fram í þeirri æfisögu
Jesú, sem ef til vill hefir verið
bezt skrifuð — Sögu Jesú, eftir
Renan. Og mörgum l^lend-
ingum er þessi lýsing kunn af
bók Oscars Wildes — De Prof-
undis. Aðallýsingarorð hans um
Krist er “charming’’—það voru
töfrar yndisþokkans, sem heill-
uðu hann. Enda er Wllde ber-
sýnilega lærisveinn Renans í
þessum efnum.i En ógerlegt er
að fallast á, að þetta sé nándar
nærri fullkomin lýsing.
Aðrir hafa gert Jesú að klerk-
legum umbótamanni framar
öllu öðru. Manni, sem hafi ris-
ið gegn klerkastétt síns tíma
sökum þess, að hún hafi verið
orðin gagntekin af eigingirni
Það
að búa til
sínar eigin
Beynið þetta. Kaup-
ið 20 centa pakka
af Turret Fine Cut,
brjótið hann upp,
takið út Chantecler
vindlinga pappírinn
sem þar er og vef j-
ið úr þessu angandi,
milda og rnegin-
hressandi tóbaki.
Það borgar sig —
margborgar sig—að
v e f j a vindlingana
sjálfur ú r Turret
Fine Cut.
TURRET
■JIHÍC'
FINE CUT
FineQu*
\/tor.lNlA roBACCOl
>■.. . 55
■A.
og hræsni. Vitaskuld var þetta
hluti af starfi hans, en með
því er ekki sagt nema brot eitt
af því, er fyrir honum hefir
j vakað.
1 Þá eru enn aðrir, sem líta á
| Jesú fyrst og fremst sem um-
i bótamann á þjóðfélagssviðinu,
spámann Drottins, er boðaði
réttlæti og miskunrýtemi os
mannkærleika í hinu komandi
ríki framtíðarinnar. Fyrir þenn
an boðskap hafi Jesús látið
lífið. Þetta er óneitanlega al-
, veg rétt og sönn mynd, og það
er líka rétt, sem oft er bent á-
! að saman við guðsríkisboðun
! Jesú fléttuðust hugmyndir um
heimsslit, er fýrir dyrum stæðu.
En boðskapur Jesú um bræðre-
félag mannanna er þó ekki
annað en afleiðing af öðru, sem
er dýpst og inst í skilningi hans
á lífinu.
Naumast er þörf á að minn-
ast í þessu sambandi á þær hug-
myndir, sem lengi hafa ríkt um
.Tesú sem aðra persónu þrenn-
ingarinnar. Þessi forna gríski
tilraun til þess að gera sér
grein fyrir persónuleika Jesú
í samræmi við heimspeki þá-
tímans, er mjög virðingarverð
en hún á naumast lengur mik-
ið erindi til manna. Jesús er
fyrst og fremst söguleg per-
sóna. Og furðulegast við þessa
persónu er, að hann gat aldrei
nokkurn mann konu eða barn
litið, án þess að finna til þess.
að þarna væri eitthvað svo ó-
endanlega dýrmætt fólgið, að
öll veröldin væri ekki meira
virði, en þetta hvert fyrir sig.
Hver einasta manneskja verður
í hans augum miðstöð tilver-
unnar. Hvert mannsbarn býr
yfir einhverju, sem Drotni til-
verunnar finst svo mikils virði,
að alt, sem þeim er gott gert
til þess að létta fyrir þeim
möguleikana til þess að þrosk-
ast og lofa því að ná fullum
blóma, sem með þeim felst. er
sem Drotni sjálfum væri gert
það. Þetta er rauði þráðurinn
svo að segja í hverri einustu
dæmisögu hans; því nær hver
lýsing hans fjallar um þetta;
sjálfir himnarnir fagna í hans
augum í hvert skifti, sem ein-
hverjum manni tekst að skipa
lífi sínu þannig, að horfi til
blessunar og framfara; sjálfur
guð almáttugur finnur til og
þjáist í hvert skifti sem manns
sál er að skera á þráðinn, sem
liggur milli hennar og hans. er
að uppræta í sér manndóminn
og persónuleikann oe þar með
leggja i auðn þá guðlegu sköp-
un. er hver maður er.
Þetta er þungamiðjan í kenn-
ingum höfundar kristninnar og
hetta er það. sem kristindómur
inn hefir lagt veröldinni til
fram yfir og í ríkari mæli en
öll önnur trúarbrögð. Vér get-
um tekið svo að segja alla
kirkjulega helgisiði og gefið
þeim annað nafn, vér getum
tekið svo að segja hverja grein
úr öllum trúarjátningum kirki-
unnar frá öndverðu, snúið
henni upp á eitthvert annað
en nafn Jesú frá Nazaret, og
þá höfum við rétttrúnað Mú-
hameðstrúarmanna, Hindúa eða
einhverra þeirra margvísJegti
trúmanna, sem við nefnum einu
nafni heiðingja. En ef vér
höldum fast við þá þungamiðju
kristindómsins, sem hér hefir
verið bent á, þá erum vér
kristnir menn, þótt alt annað
fari.
En gerum vér það? Getum
vér haldið fast við þennan
kjarna kristindómsins? Um
það skal engu spáð. Aðeins
skal bent á- að þeir menn, sem
láta sér ant um að varðveita
kristna trú í landinu, hafa alt
annað og mikilvægara að gera
en að rekast í því. hvort ungir
prestar þræða handbókina ís-
lenzku eða sinna hinni postul-
legu trúarjátningu. Því að
enginn vafi er á því, að fvrir
dyrum stendur mikil barátta
um það í mörgum mannsbrjóst-
um, hvort sé, skynsamlegt og
sæmilegt að ala með sér lífs-
Nafnj ;piöid
rJ .
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd BI«Ik.
flkrifstof usími; 23674
Stundar sérstaklega lunKnasJúk
dóma
Er ati finna á skrifstofu kl 10—12
f h og 2—6 e. h.
Heimili: 46 Alloway Ave.
Talnfmi: »31W
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bldg
Talsími 24 587
DR A. BLONDAL
60J Medtcal Arts Bldg
Talsimt: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
,og barnastúkdóma. — ATS httta
kl. 10—12 * h. og 3—6 e h
Hetmlll: 806 Vlctor St. Simi 28 130
W. J. LINDAL
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAB
á öðru gólfi
825 Mítin Street
Tals. 24 963
Hafa einnig skrifstofur að
Lnudar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miðvikudag I
hverjum mánuði.
Dr. J. Stefansson
*i« miÍdicai. ahts bldg.
Horni Kennedy og Graham
Stnndar Hnirönmi aii£ftin- eyrna
nef- oft k verka-Mjrtkdótnn
Er aTJ hitta frá kl. 11—12 f h
og kl. 3—6 e h
Talsimi: 21KH4
Helmlll: 688 McMillan Ave 42691
Telephone: 21613
J. Christopherson.
tslenskur Lögfrœðingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
TalMfml: ZN KK9
DR. J. G. SNIDAL
TAN KÍL.A5KN IH
614 Kom«*r»ef Rloek
P«»rtaire Afenur WINNIPEtí
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
J. T. THORSON, K. C.
fMlenr.knr loKfrieWnKur
Skrifstofa: 411 PARIS BLDG.
Sími: 24 471
skoðun kristindómsins. Og
það er alls ekki áreiðanlegt, að
allir komi úr eldrauninni með
sama hugarfari eins og þeir
knnna að hafa gengið inn i
hana. Mjög mikið af heimspeki
nútímans stefnir i þá átt, að
minka manninn og gera hann
óverulegri. Afar erfitt er að
S'tanda andspynis náttúruvís-
indunum og halda áfram að í-
mynda sér, að maðurinn sé
þungamiðja lífsins. Afar erfitt
er að standa andspænis mjög
miklu af því, sem ritað er um
sálarfræði og fá það útskýrt,
að hver einasta mannleg at-
höfn sé afleiðing af þeim
breytingum, sem verða á hin-
um líkamlega mekanisma, sem
heitir taugakerfi — og ein-
göngu afleiðing af þeim. Afar
erfitt er að horfa á allar þær
ytri framfarir, sem orðið hafa
á högum manna, og sjá megn-
ið af því aukna valdi, sem
mönnum hefir veizt- fara í það
að búa sig undir nýja heims-
styrjöld — og halda samt á-
fram að samsinna þeirri lotn-
ingu fyrir mannlegri sál, sem
Jesús hafði, og er þungamiðja
kristindómsins. Það er yfirleitt
afar erfitt, að vera kristinn
ntaður.
En þó er vissulega engin
ástæða til þess að örvænta um
forlög kristindómsins. Undir-
straumurinn í heimspekinni
virðist vera að breytast. Efnis-
hyggjan er að lamast hjá þeim,
sem fróðastir eru um líffræði.
Sálarrannsóknirnar hefa dreg-
ið athyglina að margidslegum
staðreyndum, sem varpa nýju
Ijósi yfir persónuleika manns-
ins, og vitrir kirkjumenn eru
teknir að finna til auðmýktar
yfir því hve hin vitsmunalega
hlið starfsemi sinnar hefir ver-
ið vanrækt um skeið. Vonandi
ber þetta alt mikinn og bless-
unarríkan árangur, er stundir
lfða.
(Niðurlag í næsta blaði)
A. S. BARDAL
selur líkkistur og ann&st um útfar
ir. Allur útbúnaóur sá bestl
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvartfa og legsteina
848 SHERBROOKE ST.
V’hone: K6 «07 WINNIPEG
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. 8. G. SIMPSOIM. N.D., D.O., D.C.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
MARGARET DALMAN
TEACHER OF PIANO
KM RAX\l!>i(i ST.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthúsinu.
Sími: 23 742 Heimilis: 33 328
TIL SÖLU
A ADtRll YKKOI
“ITCHSiACB” —bœtil vltJar o*
kola “furnace” lítlU brúkah, »r
tll sölu h]& undlrrltuVum.
Gott tœklfærl fyrlr fólk út &
landl er bæta vllja hltunar-
fthöld & helmlllnu.
GOODMAH & CO.
7S6 Toronto St. Slml 2KK47
Jacob F. Bjarnason
—TRAN SFER—
Boitgoff and Fnrnltur. Movln*
762 VICTOR ST.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fram
og aftur um bæinn.
100 herbergl meö eöa &n ba*a
SEYMOUR HOTEL
verTi sanngjarnt
Sfml 2N411
C. G. HUTCHISON, elgaaél
M&rket and Klng 8t.,
Winnipeg —:— M&n.
MESSUR OG FUNDIR
i ktrkju Sambandssafnaðar
Messur: — á hverjum sunnudegr
kl. 7. e.h.
Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld í hverjum
mánuSi.
Hjálparnefndini Fundir fyrsta
mánudagskveld I hverjum
mánuCi.
Kvenfélagið: Fundir annan þriBju
dag hvers mánaSar, kl. 6 atl
kveldinu.
Söngfickkurv**: Æfingar á hrerjo
fimtudagskveldi.
Sunnudogaskólinn: — A hverjum i
sunnudegl, kl. 11 f. h.