Heimskringla - 05.08.1931, Page 1
DYERS & CLEANERS. LTD.
SPECIAL
Men’s Suits Dry Cleaned
and Pressed .....-.....$1.00
Ladies’ Plain Dresses Dry
Cleaned and Pressed ...$1.00
GooiIm Called For and DelWered
Mlnor Repaira, FREE.
Phone 37 061 (4 lines)
MAKE NO MISTAKES
CALL
lori
DYERS & CLEANBRS, LTD.
PHONE 37 061 (4 lines)
XLV. ARGANGUR.
WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 5. ÁGÚST 1931
NUMER 45
Nýja Islands Minni
Flutt á íslendingadegi að Hnausum 3. ágúst 1931.
Gleð þig, vor öld, þv5 hér er helgur dágur,
Nú huldar raddir vakna í brjósti þér;
Af tímans djúpi er risinn röðull fagur
Sem rós á þyrnum alls ,sem liðið er.
Já, vakna hress, sjá vatnsins öldur titra
Og vorblóm teiga morgunbjarmans yl.
Þar 'tárhrein dögg sem gullnar perlur glitra
Á gróðri þeim, sem veit og finnur til.
Já, þessar djúpu dularfullu raddir
Frá dagrenning hins fyrsta landnáms hér,
Þær minna oss á, til hvers vér erum kvaddir,
Þær kenna oss enn hvað gildi starfsins er.
Já, þeir sem báru fjöll og dali fríða
Og fossa-afl í Nýja íslands skaut,
í»eir áttu sögu og frægðir fyrri tíða
I frjálsri sál- er guði einum laut.
Hinn frjálsi, stóri, sterki landnámsmaður
Varð stærri við hvert átak — meiri í þraut.
Og þetta land varð honum helgur staður
Sem heimalandsins góða móðurskaut.
Því stendur heill af starfi frumbyggjanna,
Vort stærsta lof er tengd þess ættarbands
Og það er vfst, að minning slíkra manna
Er mesta hrós vors kæra Nýja Islands.
S. E. Björnsson.
Minni íslands
(Flutt að
Hnausum
1931).
3. ágúst
í fornöld veginn varðar
á vestur hveli jarðar
vor litla landnáms þjóð
þó allir um það þegi
á íslendinga degi
mun Norðrið biðja niðja
hljóð.
sig breiddi blóma haf.
Og svanur söng á heiðum
— þá sást ei neinn á veiðum
en selur út við eyjar svaf.
En örlög brugðu brandi
um
Það hefur eögu sína
og svipstór spjöldin skína
af eldi og ísum skráð.
Sú bók er bókum hærri
og Biblíunni stærri
þau blöð fær tímans tönn ei
máð.
Það sveiplar sögu spjöldum
og sýnir þátt frá öldum
— sem menn ei máttu sjá —
þá okkar fóstra úr ægi
reis ein að morgunlagi
og horfði yfir höfin blá.
Sá guð sem ísa og elda
með orku saman felda
lét vinna eining í.
Kvað: “Norður! miklast máttu
Hér mestan gimstein áttu,
sem hefja mun þig hátt við
ský”.
Þó vetrar gengu um garða,
og gerði aðför harða:
fárviðri, frost og snær.
Þá brostu blítt um nætur
þær björtu himinsdætur,
og norðurljósin loga skær.
Það runnu aldir alda
og íshafsbrimið kalda
gaf henni hörku og þor.
En Golfstraumurinn góði
með gull í nægta sjóði,
fór sunnan að og sólbjart vor.
Er sungu sævar dætur
við sólskin miðrar nætur,
hún hvíta krónu bar.
Og skrýdd af skógi grænum
sem skalf í sumar blænum
á milli fjalls og fjöru ’ún var.
Á himnum englar hlógu-
er hörpur fossar slóu
á glaðri eyði-ey;
þeir söngvar aldrei entu,
sig ár um hana spentu
sem silfurbelti bjarta mey.
Hún átti gnótt af gæðum
frá grund að fögrum hæðum
| það báru menn að landi
er frfðinn fældu á braut.
Þeir fengu feikn af auði,
þeim fylgdi kvöl og dauði
og blóð í stríðum straumum
flaut.
Þeim gull og græna skóga
hún gaf og hagsæld nóga
Hún gnótt á borðin bar.
Hún gaf þeim alt sem átti
og ekki láta mátti ’ún
uns aum og fátæk orðin var.
un
Þeir óhug að oss stefndu
og ísland hana nefndu
sú fregnin flaug um sæ
það henni hlaut að óa.
Hann hélt oss Eskimóa
og ólíft fyrir ísi og snæ.
syng hásöng norræns anda,
sem svífi alt að Suðurpól.
í fornöld veginn varðar
á vesturhveli jarðar,
vor unga íslands þjóð.
Vort landnám lýsi heimi
um hönd og himin streymi
sem norðurljóssins logaglóð.
J. S. frá Kaldbak.
BEAUHARNOIS-MÁLIÐ.
ísland á aldahrönnum
þú unnir þessum mönnum
með ástúð öllu meir.
Þú horfðir hátt í raunum
þeir hétu miklum launum
því einir mannvit áttu þeir.
Frá afdal yst teð ströndum
þér ógæfan að höndum
var feld á förnum stig,
í klerka kúgun svarin
af kirkju svipum barin.
Þeir seinast kóngi seldu
þig-
Er þú varst rænd og rúin
og risnan burtu flúin
ium nótt á neyðarörk.
Stóð bókment barna þinna
— þér búin sæmd að vinna —
sem eldstólpi á eyðimörk.
Heill öllum andans mönnum
og öllum drengjum sönnum
á hvaða öld sem er.
Er yfir eldum vöktu
og einhvern skugga hröktu
frá íslandi, sem elskum vér.
Þeir gull og græna skóga
þér gefi og farsæld nóga
á meiri mannvits öld.
Þér skili öllu er áttir
og ekki láta máttir
uns ágirnd flýr og kúgun köld.
Þú landið helga í legi
sem leyftrar móti degi
sem aðeins Norðrið ól.
Sál norðurs sigra vanda
Eins og áður hefir verið skýrt*
frá í Heimskringlu, skipaði sam-
bandsþingið nefnd til þess að
rannsaka kærur, er í þinginu
komu fram gegn Beauharnois
raforkufélaginu í Quebec. Og
nefnd þessi hefir nú lokið starfi
og lagt skýrslur sínar fyrir
þingið. Er það styzt frá að
segja, að nefndin álítur félag
þetta hafa komið þannig fram,
að ekki sé aðeins stórhneyksli
að, heldur sé varhugavert að
Iáta það halda áfram sínu
starfi. Leggur nefndin og til
að starfsrekstursleyfið sé af
því tekið og sambandsstjórnin
takist reksturinn á hendur.
Forseti félagsins, Mr. Sweezy
er í skýrslunni kærður um að
hafa veitt fé í kosningasjóð,
til þess að verða greiðara fyrir
að ná í þau hlunnindi félag-
inu til handa, er undir högg
sambandsstjómarinnar þurfti að
sækja. Eru þrír liberal efri mál-
stofu þingmenn kærðir um að
hafa verið að verki með Swee-
zy í þessu. Em menn þessir:
W. L. McDougald, Andrews
Haydon og Donat Raymond.
Hinn fyrstpefndi er kærður fyr-
ir að hafa verið hluthafi 1 Beau-
harnois félaginu á sama tíma
og hann sem efri málstofu
þingmaður lagði því liðveizlu
sína. Hinir síðarnefndu eru
kærðir um að hafa þegið fé frá
félaginu í kosningasjóð liber-
ala. Einn aðstoðar ráðgjafi
Kingstjórnarinnar, J. B. Hun-
ter, er kærður fyrir að vera
meðeigandi í fólaginu. Og aðal-
verkfræðingurinn í stjórnar-
deild opinberra verka, Kenneth
M. Cameron að nafni. er einn-
•
ig kærður fyrir að vera með-
eigandi í Beauhamois félag-
inu. Þá eru stjórnandi félags-
ins, R. A. C. Henry, og gjald-
keri þess, H. B. Griffith, ein-
ig kærðir í skýrslunni.
Það þarf því engan að furða
á því, þó Beauharnois félaginu
gengi greitt að ná hlunnindum
sínum hjá stjórninni, þar sem
þrír efri málstofu þingmenn og
tveir aðstoðarráðgjafar King-
stjórnarinnar eru annaðhvort
meðeigendur 5 félaginu eða hafa
fé í kosningasjóð frá því þeg-
ið. Hvað gera skuli við þess'a
menn, er engu haldið fram um
í skýrslu þingnefndarinnar.
Hvernig snýr nú þingið sér
að þessu máli?. Samkvæmt því
er forsætisráðherra R. B. Ben-
nett heldur fram, álítur hann
heppilegast að sambandsstjóm-
in taki rekstur félagsins í sínar
hendur, eins og nefndarálitið
fer fram á. Virðist honum að
almenningur, er hluti á í félag-
inu ekki með öðru betur vernd-
aður frá að tapa öllu sínu. —
Leyfi til þess að selja þá hluti
fékk félagið frá Kingstjórninni.
Fyrir þessum mönnum í opin-
berum stöðum, er hluti eiga í
félaginu, virðist því ekki ann-
að liggja beinna en að segja
upp stöðum sínum. Samkvæmt
þvl, er sumum sambandsþing-
manna hafa fallið orð um þetta
þykir þeim það tæpest nógu
mikil hegning, að svifta þá að-
! eins stöðu sinni. Hefir forsæt
isráðherra R. B. Bennett bent
á í þinginu. að það væri efri
málstofunni næst, að íhuga það
mál, þar sem þetta væru starfs-
menn hennar. Neðri deild
þingsins hefði ekki vald til að
dæma þessa menn fyrir störf
þeirra í stöðum sínum.
Á sambandsþinginu hreyfði
Mr. McKenzie King því, að kon-
ungleg rannsóknarnefnd væri
skipuð til þess að komast að
því, hvernig fé væri fengið í
kosningasjóði stjórnmálaflokk-
anna. Þótti forsætisráðherra R.
B. Bennett það heldur umfangs
mikið starf og kostnaðarsamt;
auk þess þyrftu að koma fram
kærur á menn til þess, að hægt
væri að taka upp mál á móti
þeim. Ef einhver hefði nokkra
slíka kæru, skyldi konungleg
rannsóknarnefnd strax skipuð.
Að þingnefndin hefði á nokk-
urn hátt sýnt hlutdrægni.
kvaðst forsætisráðherra neita.
í henni hefðu verið tveir con-
servatívar, 1 liberal, 1 bænda-
sinni og 1 verkamannasinni. —
Stjórnarsinnar hefðu meira að
segja verið í minnihluta í nefnd
inni. Krafa Mr. Kings um víð-
tækari rannsókn, án þess að
ákveðnar kærur kæmu fram,
væru aðeins tilraun til að klóra
yfir gerðir stjórnar hans og
Beauhamois félagsins. Það í
sjálfu sér breytti engu gerð
þeirra, hvað aðrir kynnu eða
kynnu ekki að hafa gert.
Stjórnin virðist ekki ætla að
gera nei^t mikið númer úr þvs,
þó að ferðakostnaður Mr. Hay-
dens og Kings og McDougalds
til Bermuda og Bandaríkjanna
hefði verið greiddur af Beau-
harnois félaginu. Á það ef til
vill rætur að rekja til þess, að
rannsókn þingnefndarinnar var
ekki hafin með það fyrir aug-
um, hvað félagið hafi greitt í
kosningasjóði. heldur hitt, hvað
Kingstjórninni hefði gengið til
að leyfa Quebecfylki að selja
Beauharnois félaginu orkuver-
stæði þarna. Það er nú kunnugt
orðið, að fossaflið er sú náma,
er auðfélög nú sækjast mest
eftir. Með því að komast yfir
það, geta þau rúið og flegið
þegna landsins, með sölu á ork-
unni til ljó&a og annars, Starf-
ræksla slíkra fyrirtækja ætti
aðeins að vera í höndum þjóð-
arinnar, en ekki einstakra
manna.
En þannig er nú ástatt, að
Beauharnois félagið á orku-
stöðvar þarna, er fylkisstjórnin
í Quebec seldi því beggja meg-
in árinnar. Árbotninn á Quebec-
fylkið. En umráð og eftirlit
samgangna eftir ánni er í
höndum sambandsstjórnarinnar.
Þama eiga því þrír aðilar hlut
að máli. Og þó sambandsstjórn-
in tali nú um að taka yfir rekst
ur þessa félags, er bágt að segja
hvort liberalstjórnin í Quebec-
fylki leyfir það. Fylkið getur
sjálft krafist rekstursins. Og
það er jafnvel efamál, hvort
nokkuð sé við Sweezy eða fé-
laginu hægt að hreyfa, nema
með góðu leyfi fylkisstjóraar-
innar í Quebec.
Um þetta mál mætti enda-
laust ræða, en hér skal þó
staðar numið að sinni.
verða þau samt 5 í þetta sinn,
úr því að ekki varð af kosningu
í ár.
Forsætisráðherra L. A. Tas-
chereau hefir verið stjórnarfor-
maður síðan 1920. Hefir liber-
alastjórn verið þar við völd í
31 ár, eða síðan um aldamót.
Núverandi stjórn hefir 69 þing-
menn, en conservatívar 12. —
Tveir þingmenn hafa dáið, og
tveir hlotið fasta stöðu. Alls
eru þingsætin 85 sem stendur,
en 4 ný kjördæmi er verið að
mynda, svo þingmannatalan
verður eftir næstu kosningar
89.
Er sagt að kosningar þessar
verði sóttar af kappi miklu. —
Eins og sambandskosningarnar
bára með sér. hefir conserva-
tívum í fylkinu fjölgað mjög
síðán 1927.
Einnig hefir Beauharnois-
hneykslið orðið til þess að vekja
óhug hjá Quebecbúum, en við
það er Taschereau stjórnin svip
i að riðin og Braokenstjórnin í
j þessu fylki yið sölu Sjö Systra
fossanna. Búast liberalar við
öflugri andstæðingaflokki en
nokkru sinni fyr.
RÚSNESKA SMJÖRIÐ.
Næst er það smjör frá Rúss-
landi, sem til sögunnar kemur
markaðinum á Bretlandi. —
Hver smjörfarmurinn kemur nú
þaðan eftir annan, og áður en
árinu lýkur, gera menn ráð fyr-
ir, að Bretland verði búið að
kaupa þaðan smjör, svo að
nemi $10.000,000.
Canada er að reyna að halda
þenna markað á Bretlandi,
en svo virðist sem smjör frá
Rússlandi gangi nú orðið bet-
ur í augu Bretans, heldur en
smjör frá nýlendum hans.
lendingadagurinn er ein elsta
og þjóðlegasta stofnunin. sem
hér hefir verið á fót komið af
slendingum. Hún hefir verið
íslenzka þjóðarbrotinu í þessum
bæ bæði til gagns og sóma. —
Það hefir ef til vill verið meira
tekið eftir Islendingum hér fyr-
ir þessa hátíð, en fyrir nokkuð
annað, sem við höfum haft með
höndum. Um langt skeið hefir
blaðið Manitoba Free Press
dregið upp íslenzka fánann á
>essum þjóðminningardegi vor-
um. Og með því er oss sæmd
og viðurkenning sýnd, er mikils-
verð er fyrir oss meðal hérlendu
ijóðarinnar, auk þess sem það
minnir oss á,, hve mikils þjóð-
minningardagar eru metnir hjá
öðrum þjóðum.
Auk hinnar djúpu þýðingu,
sem þjóðminningardagar hafa,
eru ávalt samfara þeim fjöl-
breyttar skemtanir. Þar hittast
og .vinir og kunningjar, sem
ekki hafa lengi sést, og rifja
upp allar þær skemtilegustu
endurminningar, sem í sálum
>eirra hafa blundað. Það verð-
ur margur að nýjum manni,
fyrir að verða fyrir því happi.
í bænum verður hvergi aðra
eins skemtun að hafa næst-
komandi laugardag, sem á ís-
lendingadeginum í River Park.
ILEANA PRINSESSA GIFT.
Nýlega giftust þau Ileana
prinsessa frá Rúmeníu og An-
ton erkihertogi af Hapsburg.
Ileana er dóttir ekkjudrotning-
ar Maríu í Rúmeníu. Faðir henn
ar var Ferdinand konungur, er
nú er dauður. Bróðir hennar er
Carol, núverandi konungur í
Rúmeníu. Á hann einn son,
þó skilinn sé nú við Helenu
drotningu sína, svo systir hans
er ekki líkleg til að erfa kon-
ungdóm í Rúmeníu.
Hapsborgarættin, sem áður
réði yfir Austurríki og Ung-
verjalandi, má heita úr sög-
unni sem ríkisstjórnarætt. —
Austurríki og Ungverjaland eru
nú lýðveldi, og jafnvel þó að
konungsríki væri þar komið á
fót, sem í Ungverjalandi kemur
að minsta kosti ekki til mála
meðan Horthy forseti er á lífi,
því hann berst öflugt gegn kon-
ungsvaldi þó gamall sé, er An
ton ekki sá næsti, er til ríkis
er borinn. Ríkisstjórn bíður því
ekki þessara hjóna. Anton er
flugmaður góður sagður, og
kvað vera að kenna konu sinni
að stjórna flugvél. Victoría
drotning er langamma Ileana
prinsessu.
FYLKISKOSNINGAR
f QUEBECFYLKI.
Kosningar fara fram í Que-
becfylki 24. ágúst n.k. Voru
síðustu kosningar þar 1927. —
Gat því stjórnin setið eitt ár
lengur. En það er í flestum
fylkjum landsins orðin hefð, að
stjórnin láti ekki nema 4 ár líða
á milli kosninga. í Manitoba
ÞJÓÐMINNINGARHÁTÍÐ
WINNIPEG-ÍSLENDINGA
Eins og auglýst er á öðrum
stað í þessu blaði, verður ís
lendingadagurimi í Winniþeg
haldinn næstkomandi laugar
dag (þann 8. ágúst) í River
Park. Vega rigningarinnar s.
laugardag varð að fresta hátíð
inni.
Vonandi fjölmenna Winnipe
íslendinga á þessa hátíð. fs
ALMENNUR FUNDUR.
Óháða verkamannafélagið í
Winnipeg hefir ákveðið að kalla
til almenns fundar í sambandi
við Beauharnois hneykslið. —
Robert Gardiner og E. J. Gar-
land, er fyrstir vöktu máls í
sambandsþinginu á Beauhar-
nois málinu, fyrir ári sáðan,
hafa verið beðnir að koma og
halda ræður á fundinum. Einn-
ig Mr. Woodsworth. Verði nokk
uð af þessum fundi, á að bjóða
hverjum orðið sem æskir þess,
hvaða stjórnmálaflokki, sem
hann tilheyrir. Tillaga verður
lögð fyrir fundinn, er að því lýt
ur, að tordæma athæfi þeivra,
er á einn eða annan hát.t. eiu
við Beauharnois málið riðmr,
og sem auðgast hafa á því.
TALA BÍLA f BANDARfKJ.
UNUM.
Skýrslur sýna að 1. janúar
1931 voru 27-690,000 bílar eða
mótorvagnar í Bandaríkjunum.
Alls er sagt að séu í heiminum
um 36,000,000 bíla í notkun.
Er þvá ekki nema einn fjórði
>eirra utan Bandaríkjanna. —
Verður og samkvæmt því einn
bíll á hverja fimm manns í
Bandaríkjunum, en einn á
hverja 200 í öðrum löndum
heimsins. Auður Bandaríkja-
manna kemur í ljós í rnörgu.
VfSA.
er L. Kristjánsson mælti fram,
þegar Sigfúsi Halldórs' frá
Höfnum var afhentur stafur
að gjöf í skilnaðarsamsæti. er
honum var haldið 27. júlí á
Alexandra gistihöllinni.
Fúsi, austur yfir haf,
um óravegu langa,
á við þenna undra-staf
alla leið að ganga.
FLUG.
Lindbergh og kona hans
lgðu af stað f flugvél frá New
York til Tokio í Japan s. 1.
föstudag. Þau komu við í Ot-
tawa og Fort Churchill um helg
ina. Frekari fréttir hafa ekki
borist af ferð þeirra.