Heimskringla - 09.09.1931, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINLA
WINNIPEG 26. ÁGÚST 1931
BORGIÐ HEIMSKRINGLU
Veróníka.
“Maður, sem dvaldi í “Hundinum og ugl-
unni’’, mælti lögreglustjórinn, “hálfgerður
flækingur. Hann vgr ruddamenni. til ills eins.
Eg er hræddur um —’’
Hann þagnaði skyndilega, því að hann
heyrði vagnskrölt. Talbot hafði komið ak-
andi hann stökk út úr vagninum og gekk
til þeirra er fyrir voru. Hann var fölur, en
eins rólegur og jarlinn er mælti þannig til
hans:
“Talbot! Eg bjóst ekki við þér. Þetta er
hræðilegt”.
Talbot horfði rannsóknaraugum í kring-
um sig. “Eg heyrði heima, að eitthvað hefði
komið fyrir, að þú hefðir farið hingað, þess
vegna fór eg auðvitað á eftir. Eg óttaðist, að
eitthvert slys —”
Lögreglustjórinn hristi höfuðið. “Það er
ekkert slys, Talbot”, mælti hann lágt. Um
leið og hann mælyti þetta bjóst hann til að
draga klæðið aftur yfir líkið, en Talbot rak
alt f einu upp hljóð:
“Nei, nei!” mælti hann. Svo gekk hann
hálfsneiptur að líkinu og horfði á það. Þeir
sem horfðu á hann sáu að hrollur fór um
hann — en þeim hafði líka ölium brugðið
við þessa hræðileau sjón. Hann snéri sér
vi ðog strauk hendinni yfir enni sér.
“Þekkir enginn þennan mann — átti hann
enga frændur hér?” spurði jarlinn.
Allir hristu höfuðið.
“Hann virtist vera öllum ókunnugur, kom
hingað af tilviljun, á flækingi”, mælti lög-
reglustjórinn. “‘Hvernig það atvikaðst að
han var myrtur — það er morð, lávarður
minn. þér sáuð stunguna? Og auk þess —
þarna er hnífur!”
“‘Hvaða hnífur?” spurði jarlinn. Lögreglu
m stjórinn rétti fram hnífinn svo að jarlinn gat
séð hann.
“Hann virðist vera afbragðs morðkuti”,
mælti hann. “Hver á hann? — veit nokkur
það?”
Það var þögn örstutta stund. Svo mælti
ungur verkamaður, er var þar viðstaddur
“Hann er ekki ósvipaður hníf er Ralph
Farrington, skógarvörðurinn átti’’.
Jarlinn horfði alvarlega á hann. Svo
leit hann spyrjandi framan í Burchett.
“Hvað segið þér, Burchett? Látið hann
sjá hann”.
Burhcett tók hnífinn og horfði á hann.
“Hann er líkur—” mælti hann hásum rómi
og stillilega. “En það eru hnífar svo hundr-
uðum skiftir, sem eru þessum líkir”.
“Ekki eins og þessi, Burchett”. mælti lög-
reglustjórinn. “Þessi hnífur er ekki enskur,
að minsta kosti er hann öðruvísi en þeir sem
við erum vanir að nota”.
“Eg hefi séð hann margsinnis með þenn-
an hníf’’, sagði ungi verkamaðurinn. Hann
fyltist hugrekki við að heyra til sjálfs sín.
“‘Já, já, það höfum við séð!” kvað alstað-
ar við.
Lynborough lávarður varð öskugrár í fram-
an og hann hleypti brúnum. “Gætið að hvað
þið segið”, mælti hann svo byrstur að þeir
sem næstir stóðu hörfuðu aftur á bak. “Hvers
vegna ætti hnífur Ralphs að vera hérna?”
“Hann var grafinn með líkinu., Hann
fanst við höfuð þess eftir því sem Burhcett
og Goldie segja”, nöldraði lögreglustjórinn.
Jarlinn hvesti svipinn við þetta innskot.
“Hvaða samband gæti verið milli morgingj-
ans og þessa unga manns? Sennilegast er,
að þeir hafi eldrei hist, aldrei sést!”
Talbot stóð rétt hjá honum. Hann kinkað:
kolli samsinnandi. “Alveg rétt”, mælti hann
lágt. “Sennilegast hafa þeir aldrei hvorn
annan augum litið. Hvers vegna ætti ungi
maðurinn — hvað heitir hann? — Farrington
að vera grunaður?”
“Það mintist enginn á neinn grun”, mælti
jarlinn hvatskeytlega.
Lögreglustjórinn hristi höfuðið. “Mér
þykir leitt að þurfa að segja það. lávarður”,
mætli hann virðulega en ákveðið, “að þeir
hittust. Þeir hittust oftar en einusinni og
að minsta kosti í tvö skifti fóru þeim orð á
milii. Farrington rakst á manninn hér í
skógunum og samkvæmt skyldu sinni þá
skipaði hann honum að hafa sig á burt.
Maðurinn var ekki mjög hlýðinn og mér
er sagt, að hann hafi ógnað Farrigton, eða
Farrington hafi ógnað honum”.
Jarlinn varð enn alvörugefnari og þyngri
á svipinn. “Hér er ekki staður fyrir slíkar
umræður”, mælti hann ákveðið. “Farið með
líkið burtu, lögreglustjóri, og komið svo upp
að Court, Burchett ,þér komið með honum”.
Talbot rétti fram handlegginn og jarlinn
studdist við hann að vagninum. Um leið og
hann sté inn í vagninn gaf hann Whetstoue
merki um að koma líka. Er þeir komu inn
í lestrarsal jjarlsins, féll jarlinn niður í stól
einn við eldinn og sat hugsi, starandi fram
fyrir sig. Svo stóð hann svo skyndlega á
fætur, að hinum varð felmt við. Hann gekk
tígulega að stólnum við borðið og tók rit-
föng sín fram.
Talbot gekk hægt til hans. “Hvers vegna
ert þú að íþyngja þér með þessu? Hvers
vegna léstu ekki lögreglustjórann fara til
Saintsbury lávarðar?’ ’mælti hann.
Jarlinn horfði byrstur framan í hann.
“Hvenær hefi eg ekki gert skyldu mína?”
mælti hann alvörugefinn. “‘Helduðu að eg sé
svo gamall, svo volaður að eg reyni ekki
að gera skyldu mína? Þetta morð — ef það
annars hefir verið morð — var framið á
landareign minni. Ungi maðurinn, sem er
ákærður —’’
“Nei, nei”, tautaði Talbot. “Ekki ákærð-
ur, — naumast grunaður!’
Það létti yfir jarlinum. “Þú hefir rétt
að mæla. Eg gerði of mikið úr þessu. Tal-
bot”, mælti hann. “Það er hreinasta heimska
að ætla, að Ralph Farrington sé nokkuð við
þetta riðinn”.
“Auðvitað”, mælti Talbot. “Hann var á-
kafur í lund og menn vissu ekkert um hans
fyrri æfi, en ” — hlýlega og skírskotandi til
hinna — “þetta eru áreiðanlega ekki nægi-
legar ástæður til þess, að gruna hann um svo
hryllilegan glæp”.
“Whetstone leit upp. Þér hafið rétt að
mæla, Talbot, það er eg viss um. Hann
hefir ekki gert þetta”, mælti hann með svo
miklum ákafa, að Talbot horfði á hann und-
randi.
“Þektuð þér hann, Whetstone?” mælti
hann eins og hann væri ánægður yfir því,
hversu Whetsone var sannfærður um sak-
leysi Ralphs.
“Já, Talbot”, svaraði Whetstone. “Eg sá
hann nokkrum sinnum og varð mjög hrifinn
af — útliti hans og framkomu”.
“Sagði hann yður nokkuð um sitt fyrra
líf?” spurði Talbot alveg eins og han fýsti
að heyra alt hið besta um Ralph.
Whetstone hristi höfuðið. “Mjög lítið”
svaraði hann. “En eg dró — af andliti hans
og málróm —’’
Lögreglustjórinn kom inn og jarlinn leit
upp, þungur á svip.
“Eg hefi fengið fleiri upplýsingar, lá-
varður”, mælti Grey. “og eg hygg, að skylda
mín sé, að biðja yður um skipunarbréf til
þess, að taka Ralph Farrington fastan fyrir að
hafa framið morð”.
Jarlinn þrsti saman vörunum harðneskju-
lega og mælti:
“Það eru ekki nógar sannanir’’
“Hnífurinn —” Lögreglustjórinn snéri sér
að Burchett. “Segið þér ekki að Ralph eigi
hnífinn ? Mér er sagt af manninum, sem var
að rýma hrísinu á burt, að þegar þér tókuð
hnífinn upp hafið þér hrópað: “Hnífurinn
hans Ralphs!”
Burchett brá ekki, hann einblíndi á vegg-
inn á móti sér.
“Já, það er hnífurinn hans”, mælti hann.
“Sannleikurinn verður að segjast, eg get
ekki þyrmt honum”.
“Eg hefi vitni, sem segja að Fanny
Mason hafi sagt þeim, að hún sá Ralph og
myrta manninn — James Datway, eins og
hann kallaði sig — hann hafði mörg önnur
nöfn — kvöldið sem Ralph. fór frá Conrt.
Hún heyrði þá rífast og að þeir voru orðnir
svo reiðir, að hún varð óttaslegin, hélt að
þeir færu í handalögmál. Hún hljóp heim í
stað þess að bíða eftir Ralph. Hún hafði frem-
ur mætur á Farrington, eins og kunnugt er”.
Jarlinn virtist vera orðinn óþoliUmóður.
“Þetta sannanir! Þær eru einkis nýtar”.
“Áreiðanlega!” mælti Talbot með á-
herslu. “Hvar er þessi Fanny Mason?”
Hann hafði fölnað upp, en hafði nú náð
sér. Hann talaði mjög rólega en þó alvar-
lega.
“Já, hvar er hún?” endurtók jarlinn.
“Hún er víst í London”, svaraði Grey.
“Eg hefi heimilisfang hennar og eg ætla að
senda skeyti. Eg hefi sent símskeyti með
lýsingu á Ralph til aðallögreglustöðvarinn-
ar í Scotland Yard, lávarður minn. Eg vona
því, að það verði ekki neinum eríiðleikum
bundið að finna hann”.
“Er það víst?’ mælti jarlinn. ,“Það er
álitið að hann hafi farið til Ástralíu”.
“Hann var ekki farinn þaðan fyrir fá-
einum vikum, lávarður”, mælti Grey. “Yðar
hágöfgi man ef til vill eftir að hafa lesið
fregn um það, að hann bjargaði lítilli stúlku
úr eldshættu. Blöðin segja, að hann hafi
stefnt lífi sínu í mjög mikla hættu”.
Jarlinn hristi höfuðið og glotti. “Og þessi
maður er grunaður um að hafa framið morð”,
mælti hann hæðnislega.
“Já- lávarður, líkurnar
eru svo miklar. Vill yðar há-
göfgi láta mér í té skipunar-
bréfið —?”
Jarlinn stundi og dró
skjalið til sín. Hann var að
fylla það út er Whetstone, er
verið hafði eins og milli
heims og helju, kiptist við,
lagði höndina fram á borðið
og hafði nærri snert hönd
jarlsins, til að koma í veg
fyrir að hann skrifaði meira.
“Nei, nei!” mælti hann
hásum rómi. “Gerið þér þetta
ekki, lávarður minn, gerið þér
það ekki! Látið Grey — látið
hann fara til Saintsbury lávarðar — eða
einhvers annars. Eg — eg bið yður, eg grát-
bæni yðar hágöfgi að útfylla ekki skipunar-
bréfið!”
JarHnn lagði frá sér pennann. Hann virt-
ist vera í mikilli geðshræringu er hann leit
á þennan skjálfandi mann.
“Hvað gengur að yður, Whetstone?”
mælti jarlinn alvarlega. En rödd hans titr-
aði þó dálítið. “Hvers vegna ætti þessi
ungi maður að vera mér svo kær, að eg vildi
ekki láta af hendi skipunarbréf um, að
hann verði tekinn fastur?”
Talbot hafði fært sig nær. Hann horfði
frá einum á annan og lygndi augunum. Um
leið og Whetstone lét fallast niður í stól,
beygður af alvörugefni jarlsins, mælti hann:
“Eg ráðlegg yður það líka, herra! Látið
þetta ekki snerta yður!”
Jarlinn horfði reiðilega á hann. Sco fylti
hann út bréfið með harðneskjusvip.
“Hérna er það, Grey”, mælti hann. “Ger-
ið þér skyldu yðar, eins og eg hefi gert onína
skyldu”.
Grey tók við skjalinu og fór. Talbot gekk
á eftir honum inn í borðsalinn.
“Þetta er óskemtilegt starf. Grey”, mælti
hann.
“Þér hafið rétt að mæla, Talbot”, mælti
hann alvarlega. “Eg sé, að þetta hefir haft
áhrif á yður og mig furðar það ekki”, bætti
hann við með hluttekningu- enda var Talbot
náfölur í framan og varir hans skulfu. Skelf-
ingin var uppmáluð í augum hans.
“Já, já”, mælti Talbot. “Þetta kom svo
óvænt. Funduð þér — ” hann færði höndina
upp að vörunum, þær skulfu — “funduð
þér nokkuð á líkinu?"
Hann leit undan um leið og hann spúrði,
rétt eins og hann hefði ekki hug til að horfa
framan í Grey, um leið og hann svaraði:
“Einn eða tvo hluti, herra. Hníf — eg er
hissa, að hann ekki notaði hann”.
“Hann hafði ekki tíma til þess”, mælti
Talbot utan við sig. “Eg — eg á við’’ —
bætti hann við í flýti og brá fyrir ótta í svip
hans — “eg býst við, að Farrington — eða
hver það annars var — hafi gert svo fljótt
út af við hann”. §
“Einmitt rétt, herra. Hann hafði á sér
pípu og örlítið af peningum”.
“Ekkert — ekkert annað?” Talbot virtist
hafa talsvert fyrir því, að koma þessu út úr
sér. Engin — engin skjöl? Eg — eg á
við skjöl er gætu sannað hver maðurinn var?”
Grey hristi höfuðið. “Nei, Talbot. Það
voru engin skjöl. ekkert af slíku taki”. Hann
hikaði rétt í svip. “Eg ætla að fara, herra.
Eg má egum tíma eyða. Þetta er ekki létt
starf, sem bíður mín”.-
Þegar Grey var farinn, ætlaði að líða yfir
Talbot. Hann hefði dottið, ef hann hefði ekki
rekið sig á borðið og komið aftur til sjálfs
sín. Hann ^kalf eins og hrísla. “Engin skjöl!
Hvað var oiðið af vasabókinni er hafði verið
grafin með manninum?” Hann reyndi að
hugsa. Hann náði í dálítið af konjaki úr
skáp, og slokaði í sig úr einu glasi. Vasabókin
hafði ekki fundist — já, hvað gerði það ann-
ars til, það var aðeins betra. Hún hafði auð-
vitað dottið úr vasa mannsins meðan á viður-
eigninni stóð og lá falin í kjarrinu. En Grey
myndi rannsaka svæðið. Hann varð að vera
fyrstur til að aðgæta svæðið — hann varð að
láta í veðri vaka, að hann væri hinum til að-
stoðar. Hann varð að finna vasabókina.
Hann nísti tönnum og horfði í kringum
sig með djöfullegu glotti.
“Leikurinn er ekki enn á enda!” mælti
hann. “Þeir hengja hann —sannanirnar eru
of sterkar — þeir hengja hann — þeir verða
að gera það".
XXVI. Kapítuli.
“Þér eruð Ralph Farrington”, mælti mað-
urinn er komið hafði inn þar sem þessi fá-
menni en hamingjusami hópur sat. “Eg tek
yður fastan samkvæmt skipunarbréfi”.
Það var dauðaþögn í svip. Undrun og
skelfing greip þau. Veroníka stökk á fætur
og staðnæmdist fyrir fíaman Ralph eins og
til að verja hann. Saintsbury stóð líka á
fætur náfölur og eins og steingerfingur. Ralph
varð sá fyrsti er rauf þögnina.
“Samkvæmt hvaða ákæru?” spurði hann
rólega, en röddin skalf.
Grimmúðugt morð. Þér eruð ákærður
fyrir að hafa drepið James JDatway nálægt
Lynne Court nóttina — ”
Óp brutust fram af vörum Veróníku, og hún
vafði báðum handleggjunum um hálsinn á
Ralph. Svo hallaði hún sér afturábak og
hofði framan í hann.
“Þú — þú ert ekkert hræddur, Ralph,”
mælti hún og var mikið niðri fyrir.
Hann brosti framan í hana, um leð og
hann losaði handleggi hennar.
“Hræddur! Nei. Hvers vega ætti eg að
vera hræddur? Eg er saklaus".
Rnlph var fluttur um nóttina til Halsery.
Það þarf ekki að geta þess að Veroníka,
Saintsbury og Ada fóru með sömu lest og
hann. Saintsbury var undrandi yfir rósemi
og stillingu þeirri, er Veroníka sýndi, enda
þó hann væri farinn að þekkja hana.
“Hvers vegna ætti eg að vera hrædd eða
láta hugfallast?” mælti hún. “Eg veit, að
sakleysi hans verður leitt í Ijós. Auk þess
fæ eg að sjá hann. og haldið þéi; þá að eg
vilji láta hann þurfa að skammast sín fyrir
mig — að eg örvænti um réttlæti og misk-
unnsemi drottins?”
Hún fekk að sjá hann, eins og hún hafði
vonast eftir — aðeins í örfáar mínútur.
“Eg skal koma til þín, hvenær sem eg fæ
leyfi til þess”, mælti hún með mestu stillingu.
“Sannleikurinn mun koma í ljós áður en marg-
ir dagar eru liðnir — ef til vill innan fárra
stunda. ó, að þeir aðens leyfðu mér að vera
hjá þér!”
Grey flutti fregnina morguninn eftir um,
að Ralph væri tekinn fastur. Jarlinn og Tal-
bot sátu þá að morgunverði. Jarlinn hafði
komið niður til að borða morgunverð svo að
segja í fyrsta skifti í mörg ár.
“Hann e rí fangelsnu í Halsery, lávarð-
ur", mælti Grey, er hann hafði sagt þeim
nákvæmlega frá handtökunni. “Sá, sem tók
hann höndum í London, segir, að hann hafi
verið óskiljanlega stiltur og hafi, eins og gefur
að skilja, tjáð si gvera skalausan”.
“Auðvitað,” mælti Talbot, er ennþá var
fölur og bjálfalegur.
Jarlinn horfði hvast á hann. “Eg er á
því að hann hafi rétt að mæla. Er þetta alt
saman, Grey? —” því að Grey virtist búa
yfir einhverju.
“Eg hélt að mér bæri að láta yður vita.
að ungfrú Veroníka dvelur í Rocheek Hotel
í Halsery hún og faðir litlu stúlkunnar,
sem Farrington bjargaði úr eldsvoðanum”.
Talbot hrökk við, en jarlinn lét sér ekki
bregða. Aðeins varð augnaráð hans harð-
legra.
“Er þa ðalt og sumt?”
“Rannsóknin fer fram klukkan tvö, lá-
varður minn”.
“Eg ætla að vera þar”, mælti jarlinn.
“Það gerið þér vissulega ekki, herra”.
mælti Talbot kvíðafullur. “Þér eruð eklci
nógu hress”.
“Eg ætla að vera þar”, endurtók jarlinn
um leið og hann benti Grey að hann mætti
fara.
Talbot fór upp á loft pg hringdi á Gib-
bon.
“Náið þér í dökk föt handa mér”, mælti
Talbot í kalda ósvifna rómnum, er hann æ-
tíð ávarpaði þennan mann með. “Eg ætla
að fara og hlusta : yfirheyrsluna”.
“Já, herra”, mælti Gibbbon. Hann sneri
við og ætlaði að fara, en hikaði og snéri sér
við.
“Eg var að hugsa um, að biðja yður að
lofa mér að fara úr þjónustu yðar, Talbot
Denby”, mælti Gibbon.
Talbot leit á hann um öxl sér. “Eg hefi
ekki í hyggju að láta yður fara. Þótt und-
arlegt megi virðast, eruð þér mér að sumu
leyti gagnlegur”.
“Eg var að hugsa um, að kaupa dálitla
veitingakró”. hélt Gibbon áfram, eins og
hann hefði ekki heyrt synjunina. “Eg hefi
sparað dáltla fjárupphæð. Raunar ekki nógu
mikið. En eg hélt að þér mynduð láta mig
hafa það sem á vantar. Það yrði hér um bil
þúsund pund, herra”.