Heimskringla - 30.09.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 30.09.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 30. SEPT. 1931. HEIMSKRINLA ske aldrei í ljóg, e,f ekkert er gert til að vekja þá. Svo er eins og vaknaður áhugi og öfl- ug útþrá byggi svip á andlitin, bjóði beinum að vaxa, vöðvum að þykna, auka landnám sitt og þyngjast. Hefði eg 1881 þekt forfeður Þorleifs á Hólum. eins og eg þekti þá seinna per- sónulega, svo sem Eirík á Brú, og fyrir afspurn, þá hefði eg leitað að plássi á andlitinu á Þorleifi fyrir þann svip sem upphefð hans krefðist. Þorlieifur er faðir >Jóns Þor- leifssonar listmálara. Eg hefi ómótstæðilega til- hneigingu til þess að gera hér dálítinn útúrdiir, þó eg eigi hinsvegar nokkuð eftir að minn ast á skólabræður mína og ým- islegt annað í sambandi við skólavist mína á Möðruvöllum. Eg er nú í huganum staddur í Reykjavík, og vissi þar fyrir víst af 9 skólabræðrum mín- nm, sem allir voru meira og minna áberandi menn. Áður en eg fór að heiman, var mér vel kunnugt um þingsetuna í Reykjavík, meðan eg stæði þar við, og vel gunnugt um þessa vini rnína á þinginu. Stefán og Þorleif sérstakiega. Hafði eg mikið hugsað um þá á leiðinni yfir höfin og hiakkað til að finna þá og fræðast af þeim um marga hiuti viðvíkjandi land- inu og þjóðinni, sem eg þráði altaf að samferðast í huganum, þó að örlögin hefðu sparkað mér út úr hreiðrinu. Matthías Ólafsson þekti eg mikið minna að fornu fari; hann var í öðr- um bekk en eg, einn af þeim sem útskrifuðust um vorið, og við höfðum ekki verið neinir sérstakir kunningjar. Svo kom eg til Reykjavíkur, og ’við fyrsta tækifæri smeygði eg mér prúðbúinn inn í þinghúsið og bað um sérstakt leyfi til að mega standa við opnar dyrnar á þingsal neðri deildar, því all- ir voru á fundi og eg þekti svo marga þar inni, en eg þóttist of fjarri á áheyrendapöllunum Eg fékk ásamt fleiri að standa þarna og naut því góðs útsýn- is. Þingmennirnir gengu nm gólf stund og stund, þegar þeim þótti lítið til koma þess sem fram fór. Eg sá það strax að Matthías þekti mig, þó við hefðum ekki sést í 38 ár. enda fann hann strax tækifæri til að koma fram að dyrunum, og heilsa mér eins og beata bróð- ur. Hann sat og oft hjá mér á kaffíhúsum og bauð mér heim tii sín, þann tíma sem eg var í Reykjavík, en það voru fimm vikur. Aldrei gleymi eg sum- um stundum, sem eg hafði með honum. Þegar nú þingfundurinn var á enda, þá komu þeir Stefán og Þorleifur til mín og heils- uðu mér vingjarnlega, en aldrei gáfu þeir mér tækifæri til að sitja einslega með sér eða rifja upp æskuviðburðina og endur- nýja og treysta vináttuböndin. Kanske þeir hafi felt verð á mér fyrir það að eg fór til Ame- ríku, en það gerðu margir á þeim árum, að lá þeim sem fluttu af landinu, einkum þo þeir, sem höfðu borið gæfu til að þurfa aldrei að taka þátt í harðasta tilverustríðinu, og þéir sem aldrei gerðu sér grein fyrir því að jörðin öll er bygð og lánuð af sama höfundi; að það er aðeins útvíkkuð hreppa pólitík, að kannast ekki við mennina og málefnin, ef það liggur fyrir utan landamæri þjóðarinnar. Eins fyrir því þó maöur hafi reynt að breyta til og fært sig yfir flóann, þá er ekkert eðlilegra en hann þrái að sjá hvar vaggan hans stóð og hvar foreldrarnir fetuðu um og hvar æskuvinirnir ennþá heyja stríðið, og una máske meiri hagsæld en áður, sem alt eykur á samfundagleðina. — Tímarnir breytast og mennirn ir með. Þegar við höfum verið tvítugum manni samtíða heil- an vetur, ekki sízt ef við höfð- um haft með honum hugsunar- og skilnings-æfingar næstum daglega. þá leiðumst við til að hugsa, að við vitum hvað í 'honum býr, hvernig maður hann er; en þó er þessu ekki ætíð svo varið. Mig langar til að minnast á einn skólabróður minn ennþá, bóndann Guðmund Guðmunds- son á Þúfnavöllum í Hörgárdal. Han nvar bróðir brytans Jóns Guðmundssonar, en mikið yngri maður. Oft hefir hann hlotið að eiga bágt í okkar hópi um veturinn, að heyra alt það ilt, sem um bróður hans var talað í sambandi við matarmálin, og láta það þó altaf afskiftalaust. Hann var oft grunaður um græsku og beinlínis brígslað um að hann bæri sögur á milli, en hann neitaði þrí ávalt með hógværð, en afsakaði sig aldrei neitt ákaft. Seinna komst það upp hver var mest sekur um slúðursagna milliburðinn. Á aldamótahátíðinni sá eg Guðmund og dáðist að honum, þótti sem hann mundi vera sönn bændaprýði, tilgerðarlaus, háttprúður og vingjarnlegur; mjög fallega til fara, vandlega þveginn og greiddur, með Ijós- rauðleitt skegg ofan á brjóst. Maður fann hjá honum fúsléik1 til félagslegrar þáttöku, og í eitt skifti ætluðu Eyfirðingar að kjósa hann fyrir þingmann sinn, þó annar yrði yfirsterk- ari. Líkast til hefir enginn gaman af þessum endurminningum nema eg sjálfur, og þeir af skólabræðrum mínum, sem enn þá lifa og kunna að rekast á þessi blöð, en ekki get eg syo yfirgefið þetta mál, að eg minn ist ekki á minsta og jafnframt stilta skólapiltinn, ólaf Torla- cius. Hann var víst 10 til 12 ára gamall; eg lék mér að honum eins og gulli; hann var svo fallegur og rólegur. brosti aðeins, hvernig sem eg fór með han. Höfuðið á hon- um var svo hnöttótt og rúm- mikið, að eg hélt að hann yrði heimspekingur, meir en í vana- legri merkingu, en þá val á-‘ litið, að stórt höfuð væri skil- yrði fyrir miklu viti. Og það héldu lærðustu mennirnir líka; þess vegna viktuðu þeir heil- ann úr Jóni landritara Jónssyni, en þeim hafði svo mikið blösk- rað hvað hann var vitur, þó hann væri nú *naumast skrif- andi. Jæja. Ólafur Torlacius varð héraðslæknir í Suðurmála- sýslu, og sjálfsagt alltaf sami góði drengurinn, því fyrir þrem- ur árum sá eg, eða frétti af blöðunum, að honum var haldið afar fjölment kveðjusamsæti af hans starfssviði, þegar hann var að flytja sig alfarinn burtu. Á nýárinu efndum við til mikillar álfagleði. Við skutum saman heilmiklu fé, og send- um mann með hest og sleða inn á Akureyri; Jón minnir mig hann héti á Spóastöðum, vizku samur og snúningalipur karl; okkur var sagt að hann drykki ekki, og við mættum reiða okkur á han». Eg held eg hafi verið einn í framkvæmdarnefndinni því eg hafði svo mikið með karlinn að gera. Eg mab að hann hafði snjóhvíta vetlinga á hönd unum, en hann átti að sækja tjöru og steinolíu og júfertur; Jón fór og var kominn aftur hæfilega fljótt; eg átti að taka á móti honum og sýna honum hólinn. þar sem brennan átti að fara fram, og ækið að leggj- ast niður. Eg rauk út og karl- inn heilsaði upp á mig löngu áður en eg var kominn til hans og var svo mælskur og kátur að han hlaut að vera fullur og eg sá, að vetlingarnir höfðu óhreinkast jafnvel meira en nauðsynlegt var. Eg fór að sPyrja hann eftir prísum og reikningslokum; já hann dróg upp hjá sér viðskiftaseðla yfir hvaðeina og alt stóð heima, og áður en eg kvaddi hann, þá komst eg að því, að hann hafði ekki smakkað brennirín, en var svona glaður yfir því hvað honum hafði lukkast að Ieysa þetta erindi þolanlega af hendi Við reystum upp tvær 12 álna júfertur og negldum styttri tré á milli þeirra svo hlóðum við svarðarhlaða langt upp með trjánum og löðruðum allt í tjöru Og olíu, og hengdum svo olíu- fat og tjörukjagga efst á topp inn, en Páll Árdal og Hannes Blöndal sátu inni og ortu álfa- söngva. Svo þegar dagurinn Qg stundin var komin þá stóð lím við prúbúnir hjá sinni for- kunnar fríðri og gullskreyttri álfamærinni hver, og sungum Og dönsuðum lengst fram á nótt. Svo neitum við því núna dð hafa nokkum tíma látið éins og unga fólkið gerir á þessum dögum. Kristjana hét hún Magnús- dóttir, ráðskona skólastjórans Jóns A. Hjaltalín. Hún var skínandi falleg stúlka, um tví tugt, eða rúmlega það. Hún þafði eitthvað svo mikið við Sig og var svo aðlaðandi, að hún hefði getað vali úr okkur þann hentugasta ,en hún var engin glopra og vissi hvar hún ætlaði sér; hún giftist 62 ára gömlum smíðameistara, Jóni Stefánssyni á Akureyri; sumir sögðu að hann væri mikið eldri. en han átti eitt fínasta og fallegasta húsið á Akureyri og var vinur allra stórhöfðingja. Með þessa dýrmætu fyrirhyggju vona eg að hún hafi gifst kornungum úrvalsmanni seinna. Sjálfur var eg á þeim dögum ekkert farinn að hugsa um stúlkur. þó eg sæi eina fallegri en aðra; eg skrifa því engar endurminningar um þær, nema þar sem eitthvað sögulegt er í sambandi við það, eins og þegar kornung fyrirtaks stúlka giftist gömlum karli. Margir merkir menn komu að Möðru- völlum um veturinn; bar auð- vitað margt til þess. Jörðin hafði ávalt ; verið hö;fðfngja- setur og höfuðbýli; og ennþá seinna konunglegt ríkis&etur hans hátignar, full- trúa amtmánnanna, og þá á morgni menta lífsins, orðið að- setursstaður fyrsta norðlenzka gagnfræðaskólans. En það var máske fleira en þetta; eftir því sem fréttirnar báru með sér, þá bólaði þarna á nýrri Sturlungaöld og hvað sem það þoðaði þá hafði um allan Hörg- ardal eins og líka austan og vestan Eyjafjarðar sézt ógur- legt bál á Möðruvöllum á gamlársdagskvöld; það hafði teygt sig upp jafnt við fjalla- brúnir, og hlaut að tákna áður óþekta atburði. Allir ferðamenn vildu sjálfir sjá og heyra hvað væri að gerast á Möðruvöllum. Sumir þessara gesta fengu leyfi til að koma inn í bekkina til okkar pilta þegar ekki stóð á tímum, til þess að sjá þessa yrðlinga. Minnisstæðastur slíkra gesta varð mér maður sá er Friðrik hét Jónsson, og minnir niig að hann segðist eiga heima á Stóra-Bakka, lengst út með Eyjafirði. Það var fremur lag- legur og tilkomumikill aldraður maður, hann var glaður og við- feldinn, og varð reglulega mæl- skur, þegar við vorum komnir að því málefni, sem honum var hugleiknast. Hann hafði verið hafskipasmiður, en eg hafði aldrei séð eða heyrt neitt um slíka hluti; við þurftum ekkert á því að halda þar upp á Hóls- fjöllunum. en eg held han hafi farið að tala við mig af því eg hét Friðrik einsog hann, en samtal okkar varð mjög langt, og eg gleymdi öllum undirbún- ingi fyrir næsta dag. Mér fanst þetta vera reglulegur töframað- ur, og eg gafst ríst af undrun þegar hann lýsti fyrir mér haf- 3. BLAÐSlÐA skipabyggingaraðferðinni frá upphafi til enda. Allra mest blöskraði mér það, sem hann kallaði dúnkraft, og þá fanst mér nafni minn líka aukast og þrútna allur. Já hann sagðist geta lyft skólahúsinu með dún krafti; ekki datt mér í hug að trúa þrí, en lét samt ekki á því bera; fanst líka að hann hafa leyti til að ýkja fremur en aðrir menn, eg var svo hrifinn af honum. Loksins var hann búinn að byggja skipið og átti ekkert annað eftir en að setja það út á sjóinn, en þá hafði hann fulla tunnu af grænsápu og löðraði alla stokka og steina í henni og lyfti skip- inu að framan með dúnkrafti en það var auðvitað byggt fast við sjóinn, og þá rann skipið að mestu leyti sjálft á flot. Eg grenslaðist eftir því seinna sjá nágrönnum, hvaða álit þeir hefðu á þessum manni, en allir hrósuðu honum. Hinsvegar er öll mín þekking á hafskipa- smíði útleidd frá þessum fyrir- lestri nafna míns á Stóra- Bakka. Séra Davíð Guðmundsson á Reistará var sóknarprestur okk- ar á Möðruvöllum; hann var þá orðinn mjög við aldur, líklega um sextugt álútur orðinn í herðum og baki en röskur á fæti og ákveðinn í allri fram- komu. Ilann hafði verið frem- ur þrekvaxinn, meðalmaður á hæð Ijóshærður á hár og skegg, >en var þá búinn að fá mikinn skalla á framhöfuðið. Hann var fínlegur og hátt- prúður, en fáskiftinn. Hann mun hafa verið framúrskarandi skyldurækinn og pössunarsam- ur með allt, sem hann tókst á hendur, en ekki fanst mér hann áhrifamikill prestur í kirkjunni og eg varð ekki var við að neinn vitnaði í hann, sem ræðumann. Fjórir menn drukknuðu á Eyjafirði og voru allir látnir í sömu gröfina í Möðruvalla kirkjugarði; séra Davíð jarð- söng þá; við piltar vorum marg ir við jarðarförina og, ieg man að okkur kom saman um það, að, presturinn hefði lítið haft að segja frá sjálfum sér, og lítið útlistað bókstafinn. í mörg ár hafði séra Davíð það starf á hendi, að semja verðlags skrá norður og austur amtsins, en það hefir hlotið að vera fjarskamikið verk. Auðvitað gáfu allir hreppstjórar árlega skýrslur yfir gangverð á öllum landaurum í sínum hreppi á árinu og þær skýrslur voru undirstaða og byggingarefni verðlagsskráarinnar en svo þurfti að draga þetta saman í eitt af öllu landinu og finna útaf því hið svokallaða meðal- verð allra meðalverða, en það var mælikvarði lagður á ár- BUJERIBBtyf SglJIH STf« ‘ Snu c.uT BAUKUR ÞESSI HEFIR INNI AÐ HALDA PUND AF HINU BEZTA KAFFI SEM í BAUK HEFIR VERIÐ LÁTIЗSPYRJID VINI YDAR UM ÞAD. Blue Ribbon Limited 117T\T\TTr»n WINNIPEG CANADA væri? Það stóð ekki á svarinu. Framúrskarandi vitur og trú- fastur til eiginhagsmuna, svo næði það nú heldur ekki lengra. Og svo var mér kend bæn eftir hann, þar sem hann bað fyrir tíðinni í óttalegum vetrar harð- indum. Bænin var ekki löng. en þó hefi eg gleymt fyrri- partinum, en hún endaði svo: Drottinn minn, úr hvaða átt sem þú kemur næst, þá ætla eg að biðja þið að muna sér- staklega eftir því, að skafa vel af Myrkármóunum. Amen. Myrkármóar áttu að vera beiti land séra Arnljóts. Það væri gott að muna þessa stuttu bæn, til samanburðar við það sem eg kann að segja seinna, fyrir 14 ára þekkingu af Arnljóti. Frh. FRA ÍSLANDI lega tíund hvers manns á land inu, til allra opinberra útgjalda. Séra Davíð var einnig í stjórn Gránufélagsins; hann mun og hafa verið sýslunefndarmaður af og til að minsta kosti, og þetta allt fyrir utan prests og prófastsstörf sín, en þetta sam- anlagt gefur bezt hugmynd um hvaða traust hvíldi á honum. Þarna á Möðruvöllum átti eg nú heima í nágreni við tvo af merkustu mönnum norður- lands, þó það væri nokkuð sitt með liverjum hætti, en það voru þeir Þorsteinn Danielsen á Skipalóni og séra Arnljótur á Bægisá. Það má nærri geta eins forvitinn og eg var, að ieg frétti margar sögur af þess- um mönnum. Eg hefi áður lítið á séra Arnjót í sambandi við matarmálin, og ætla heldur ekki mikið af honum að segja í þetta sinn, því seinna verður hann mér mikið umtalsefni ef eg sit uppi við sömu heilsu. en þó hefi eg gaman af að sýna dálitla mynd af honum á hug- sjónahæðum Hörgdælinga. Þegar eg var hrifinn af fram- komu hans í matarmálinu, þá spurði eg, hvernig prestur hann Líkneski Leifs hepna. Rvík 1. sept. Hingað kom í fyrradag á e.s. íslandi, Mr. Lignd, fulltrúi Bandaríkjastjómar. Erindi hans er að sjá um að koma upp fót- stalli undir líkan Leifs hepna, sem stjórn Bandaríkjanna gaf landinu í fvrra, á 1000 ára af- mæli Alþingis. Fótstaljurinn er hingað kominn, en líknesk- ið kemur síðar. Nú er frá því skýrt í Morg- unblaðinu í dag, að líkneskið eigi að standa á Skólavörðu- holtinu og að varðan verði rif- in. Þessari ráðstöfun eru marg ir Reykvíkingar mjög andvígir, og rílja þeir að líkneskið standi á bersvæði, þar sem engin hætta er á að skygt verði á það með húsum. Hafa menn einkum augastað á Vaihúsum hér á nesinu, og er eigandi Val- húsa fús til að gefa þenna stað með nægri lóð undir líknesk- ið. En margir mætir bæjar- menn munu þessu fylgjandi. bæði af því að þeir viJja ekki, að Skólavarðan verði rifin, og "telja hins vegar líkneskið miklu betur komið á Valhúsahæð. Vísir. CANADIAN, ,ij j PACIFIC STEAMSHIP5 LIMITED Niðuríærzla í C.P.R. Farbréfum Canadian Pacific eimskipafélagið hefir sett niður fargjald á þriðja farrými frá Montreal og Quebec til hafnstaða í. Norður-álfunni og á Englandi. Skipin hin stærstu. Fljót í förum. Öll þægindi. Alúðar viðmót. Canadian Pacific reglusemi í öllum efnum. Beint samband við siglingar frá Leith til Reykja- víkur. Eftir fullkomnum upplýsingum leitið til C.P.R. umboðsmanns sem næstur er, eða skrifið til: W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent, 372 Main St., Winnipeg Man. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff of expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In; twenty-one years, since the founding of the “Suc- cess” Business College of Winnpeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Success” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.