Heimskringla - 30.09.1931, Page 7

Heimskringla - 30.09.1931, Page 7
WINNIPEG 30. SEPT. 1931. HEIMSKRINLA 7. BLAÐSJÐA MR. og MRS. J. HALLDÓRSSON CULLBRÚÐKAUP VIÐ SINCLAIR, MAN. í tilefni af fimtíu ára gift- ingarafmæli þeirra Mr. og Mrs. Jóns Halldórssonar að Lang- ruth, Man., var að beimili Pét- urs sonar þeirra hjóna haldið gullbrúðkaup hér 28. ágúst. — Var það heimboð veizla mikil. kvöldverður fyrir alla bygðar- búa, og þar að auki nokkrar enskar fjölskyldur. Fyrir þessu rausnarlega samsæti stóðu þrjú böm þeirra, Mrs. F. Lusk og Hjálmar Halldórsson í Winni- peg og Pétur Halldórsson hér við Sinclair. Svo bættist við þenna hóp bifreið full af fólki frá Glenboro, Mr. og Mrs. Pete Goodman og Mrs. Goodmanson og dóttir hennar Jakobína hjúkrunarkona. 28. ágúst var yfirtaks fagurt kvöld ,og um kl. 7 byrjuðu bif- reiðarnar að koma úr öllum átt- um, og var fljótlega orðin stór þyrping; en alt var til reiðu fyrir alla. Aðallega stóðu kon- ur þeirra Halldórsonbræðra fyr ir öllu. Sýndu þær framúrskar- andi dugnað og rausn og nær- gætni. Pete Goodman stýrði samsæt- inu. Hann var í essinu sínu þetta kvöld, var hinn sköruleg- asti; allir hlýddu fyrirskipunum hans, aðailega þegar hann bauð öllum að setjast til borðs. Eg sá engan svíkjast um það. Datt mér í hug að hér væru sérlega trúir þjónar í víngarði — og hefðu allar þessar mál- tíðir verið keyptar, segjum í gistihöllum Winnipegborgar, þá hefði það komið upp á mikla peningaupphæð með öllu og öllu. Eftir kvöldverð byrjuðu ræð- ur, aðallega árnaðaróskir til Mr. og Mrs. Halldórsson. Mæltu íslendingar á sinni íslenzku flestir, en þeir ensku á sinni ensku. Síðastur en ekki síztur var Mr. Kristinn Abrahamsson. Hann kvað þetta sína fyrstu ræðu og óskaði að þau gull- brúðkaupshjónin lifðu svo lengi að þau gætu setið sitt gullbrúð kaup. En þar sem þessi ungling ur er ógiftur, þá er ástæða til að halda, að nú sé hann rétt að byrja að líta í kringum sig; og það sem Kristinn okkar byrjar á, gerir hann vanalega bæði fljótt og vel. Hann er drengur hinn bezti, og búhöld- ur ágætur, svo eg segi til ykk- ar- ungu meyjar, sem einnig em rétt að byrja að líta í kring, að tækifærin koma og fara líka stundum fljótt, svo hafið nú hraðar hendur. Stuttu eftir að ræðum var lokið, voru þeim Halldórsson- hjónum afhentir nokkrir gull- peningar að gjöf frá bygðar- fólki; einnig rogaðist litli Jack, sonarsonur þeirra hjóna, með stóra og fallega gjöf til afa og ömmu. Hann er nú 4 ára, blíð- ur og sætur strákur. Einnig var þeim lesið þakklætisávarp frá íslendingum hér, samið af Mr. Magnúsi Tait, og birtist það hér á eftir. Mr. John Halldórsson þakk- aði fyrir gullið og ávarpið, og las um leið þakkarávarp til ís- lendinga fyrir liðna tíð, en er eg get ekki birt hér með. Þau hjónin komu frá íslandi EINAR JÓNASSON, læknir Hvort er nú fögnuður eða gráthljóð á Gimli, nær genginn til hvíldar er öldungur valinn, einn af landnáms úrvalsliði, allvíða þektur, frægur talinn. Rétta lýsing af lífsstarfi Einars listfengan höfund tekur að farva; það var svo göfugt og gildindi viturt, sem greiddi hann til félagsþarfa.. Glaðlyndur vinur, heilráður, heppinn, hugsaði málin til líknar og þrifa; hann græddi mörg sárin, og gaf sína vinnu gersnauðum til hjálpar að lifa. Frá kvölum hann bjargaði konunni minni, og kepti við dauðann sem ýlvraði á ljóra. Og margir hafa að minnast hins sama af manngæzkuverkum þess sálarstóra. Það þarf ekki neina rósamáls rullu, eða rakning á hárri ættartölu; hann var hinn sami indæli Einar, eins í gleði og stríði svölu. Nú hvílirðu í friði, kæri vinur og kannar vel dýrðina hinumegin ; þar keppast margir um það einasta eina: eilífðar sýna þér greiðasta veginn. Börnin, konan og ættfólk hans alt, sem eflaust tekur missirinn sárast; en minning hans blíða í brjóstum þeim bölinu hrindir nær sem þeir tárast. Eg bið til guðs. þeim lýsi ljós leiðina að verða auðnu-fræknir, og aldrei gleymist að ganga rétt þá götu, sem þræddi Einar læknir. Jón Stefánsson. árið 1886, og settust þá að í Argylebygð, þar til árið 1899, að þau fluttu til Sinclair. — Bjuggu þau hér í liðug 20 ár; en síðustu 10 árin hafa þau verið í bænum Langruth, Man. Þau hafa eignast átta böm. — Eitt þeirra mistu þau á Í9landi, og aftur þrjú í Argylebygð, og þar á ofan ungan og ágætan pilt- Konráð, í heimsstríðinu mikla. Það er því stór sæmd og heiður fyrir þrjú börnin, sem eftir lifa af átta, að taka svona greinilega saman höndum til þess að gleðja og heiðra sína öldruðu og hnígnu foreldra á þeirra fimtíu ára giftingaraf- mæli. Hjálmar sonur þeirra hefir líklega keyrt bíl sinn sem næst þúsund mílur til að koma þessu í kring; því hann þurfti að fara marga og langa útúrdúra þessu viðvíkjandi. Þau komu öll í bíl frá Winnipeg, og fóru sama veg. Vér þökkum öllum fyrir kom una og þetta rausnarlega heim- boð og gamla trygð til okkar allra hér í þessu plássi hér við Sinclair. Má hér segja: Hver sína gengur götu í gegnum lífs- ins dal. Vér sendum ykkur hjónum, Jóni og Guðrúnu, okkar hug- heila kveðju og óskir. Sinclair, 21. sept. ’31. A. Johnson. • • • ÁVARP til Mr. og Mrs. Jón Halldórsson Um leið og við nágrannar og samlandar ykkar óskum, ykkur til hamingju á þessu gullbrúðkaupsafmæli ykkar — þá þökkum við ykkur fyrir alt gott og gamalt, fyrir samfylgd- ina um fjórðung aldar hér í bygðinni; fyrir einlægni og á- huga í samvinnu og félagsmál- um; fyrir gestrisni og drengi- lega framkomu yfirleitt. Það eru fá hjón af fjöldan- um, sem auðnast að lifa gull- •brúðkaup sitt eða 50 ára hjóna bandsafmæli. Það er því þess vert að minnast þess líkt og gert er hér í kvöld. Við landar ykkar komum hér saman til að votta ykkur gleði okkar yf- ir því að þið eruð gullbrúð- kaupshjón, og yfir því að þið hafið unnið gott verk í vín- garði mannfélagsins. Þið eruð nú að heita má sezt í helgan stein og eigið það fyllilega skilið, að njóta rólegra og áhyggjulítilla daga það sem eftir er, eftir meira en 50 ára starf, því oft var unnið ósleiti- lega og af dugnaði, kraftarnir notaðir í það ítrasta, því hugs- unin var að verða að liði, og það eigi síður þó unnið væri fyrir aðra. Margt hefir á dagana drifið þessi 50 ár. Þið hafið reynt mótvindi og mótlæti, sorg og söknuð; og þó eruð þið láns- manneskjur; aldrei gefist aipp andlega. en haldið ykkar sál- arþreki fram á þenna dag; bor- ið byrðina hvort með öðru og hvort út af fyrir sig. Þið hafið uppalið mannvænleg börn, sem óefað vilja launa ykkur upp- eldið eftir beztu kringumstæð- um. Þið hafið staðið traust í barnatrú ykkar og talað við guð í bænum ykkar. Við höfum hér svo lítinn sjóð af gulli, sem að nú skal af-* * hendast ykkur. Þið fyrirgefið hvað smár hann er. Sjóðurinn á að tákna vinarhug okkar, þakkir og virðingu. Að endingu óskum við, að æfikvöld ykkar verði bjart og fagurt. — Þakka þér fyrir afmælis- gjöfina frændi. — Ekkert að þakka, það var svo lítið. — Það fanst mér líka, en mamma sagði að eg skyldi samt þakka þér fyrir. ÞANKABROT. Að horfa yfir glæstan geiminn og guðsdýrð alt í kring, þá glæðast góðar vonir um göfugan verkahring. En þokan læðist dul og dimm, unz dýrðarljóminn þver; og margur af vegi villist og veit ei hvert hann fer. Að reyna að halda í horfi, er hugsjón æðst og bezt, og láta af sér leiða lífsins gæðin flest; en standa ei líkt og staur í jörð, það starfsins deyðir þrá; né glápa á gamlar tíðir, sem gengnar eru hjá. Þú, mikli mentaheimur, sem mælir alt við dal, en þykist lina þrautir, þegar hjálpa skal, láttu mig hafa litla stund af lífsþæginda frið. Eg er nú bráðum búinn og bið þá ekki um grið. Jón Stefánsson. FRÁ SALT LAKE CITY. Salt Lake City. Utah, 21. sept. 1931. Þann 13. þ. m. kom heim Loftur Bjarnason, átján ára að . aldri, frá dvöl sinni á íslandi. Faðir Lofts er Loftur Bjarna- son fræðslumálastjóri Utah- ríkis, sonur Gísla Einarssonar Bjarnasonar, að Hrífunesi í V.-Skaftafellsýslu. Þeir feðgar fóru til íslands í fyrrasumar og voru staddir við þjóðhátíð- ina á Þingvöllum. Var þetta í annað sinn að Loftur hinn eldri heimsótti land forfeðra sinna. Að lokum þjóðhátíðarhaldsins fór hann til Danmerkur, til þess að kynna sér lýðháskóla þar, en skildi son sinn eftir á feðra- fróni til þess að læra íslenzku, og kynna sér siði og mentun íslendinga. 1 því áformi fór hann undireins upp í sveit eft- ir burtför föður síns, og gerð- ist vinnumaður hjá Einari bónda Einarssyni í Vestur- Garðsauka á Rangárvöllum. — Þegar tíminn kom að byrja skólalærdóm, fór hann til Reykjavíkur og stundaði nám fyrst um sinn við kennaraskól- ann, og síðar við háskóla fs- lands. Honum gekk prýðilega vel að læra íslenzku, og stuttu áður en hann lagði af stað heim, var hann gerður “stú- dent” og “háskólaborgari”. Hann sigldi frá Reykjavík 3. ágúst og kom til Kaupmanna- hafnar þann 11. í Danmörku og Þýzkalandi dvaldi hann nokkrar vikur, og síðan kom hann við í London á Englandi, en þaðan fór hann heim. — Hann ætlar nú að stunda nám við háskóla Utah ríkis. VÍGBÚNAÐUR BANDARfKJA- MANNA. Þrátt fyrir allar afvopnunar- ráðstefnur og friðarskraf víg- búast sum stórveldin eftir mætti. Að vígbúnaði Frakka og ítala hefir nokkuð verið vik ið áður. Nokkrar hömlur hafa að vísu verið lagðar á her- skipasmíðar stórveldanna með samningum, en alt kapp er lagt á það af stórveldunum, að smíða sem flest og bezt útbúin herskip þeirra stærða, sem eng in samningsákvæði ná yfir. Um Breta og Þjóðverja er nokkuð öðru máli að gegna en Frakka, ítali, Japani og Banda- ríkjamenn. Þjóðverjar eru svo aðkreptir á marga lund, að þeir geta eigi aukið herskipa- stól sinn að neinu ráði. Samt hafa þeir smíðað herskip, að minsta kosti eitt, sem er útbúið af svo miklu hugvgiti og verk- legri snilli, að öfundunarefni er öðrum þjóðum. Bretar virðast hafa fullan hug á að draga úr herútbúnaði bæði á sjó og landi. Veldur þar um miklu, að þeim er hin mesta nauðsyn á að Dr. M. B. Halldorson 401 Boy4 Bldc. Skrlfatofusíml: 23C74 Stundar sérst&klafa lungrnasjúk- dóma. Kr atS flnna & skrifstofu kl 10—12 f. k. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talnfmlt 3315N G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfretðingur 702 Confederation Life Bld(. Talsími 24 587 DR A. BLONDAL <61 Madlcal Arta Bldg. T&lsimt: 22 2« Staad&r aérat&klera kvenajúkdóma o* b&rn&sjúkdém&. — Atl hltt*: kl. 10—U * h. og 3—6 e. h. Helmtlft: S0« Vlctor St. Siml 28 130 W. J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKIR LÖGFRÆÐINGAK á öðru gólfi 325 Main Street Tals. 24 963 Hafa einnig- skrifstofur aS Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Dr. J. Stefansson *1« NEDICAL ARTS BLDO. Hornt Kennody 0( Or&h&m •t&ad&r el&&éa&u iuthi- ejrat- ■ #f- ag kvrrka-aiflkdAma ■r &« hfttt* frá kl. 11—12 f. h. o* kl. 3—8 e. h. Tatalmii IIHM Helmlll: «38 McMIU&n Ave 42691 draga úr hinum gífurlegu ríkis- útgjöldum sínum. Seinustu fregnir frá Banda- ríkjunum hérma hins vegar, að flotamálaráðuneytið ætli að fara fram á það við þjóðþingið, að það veiti 129 miljónir og 385 þúsund dollara til að smíða ný herskip fyrir. M. a. vill flota- málaráðuneytið láta smíða tvö ný skip, sem til þess eru ætíuð að vera bækistöðvar flugvéla. Hvort þessara skipa er ráðgert að kosti 27 miljónir og 500 þús- und dollara. Ennfremur sex kafbáta, eitt beitiskip með flug- vélaþilfari o. s. frv. Fara ame- rískir sjóliðsmenn ekki dult með þá skoðun sína, að Bandaríkj- unum beri að eiga öflugasta og bezt búna herskipaflota í heimi. Er mælt að flotamálaráðuneyt- ið telji víst, að fé verði veitt til að smíða skip þessi. Mikla eftirtekt vekur það, að mieiri hluti þeirrar fjárhæðar, sem farið er fram á, eða 81 miljón dollara, á að verja til þess að bæta aðstöðuna til þess að nota flugvélar í sjóhemaði. Beiti- skipið með flugvélaþilfarinu, kvað vera fyrsta herskip þeirr- ar tegundar, sem smiðað verð- ur. Það er 10,000 smálestir, út- búið með 8 þumlunga fallbyss- um. Áætlaður hraði þess er 32 hnútar. Áætlað er að skip- ið kosti alt að 21 miljón doll- ara eða 95—96 miljónir króna. Vísir. SKRfTLUR Hann: Elskan mín — eg er svo glaður að eg gæti Kyst alt og alla. Hún: Ertu vitlaus — nú er- um við trúlofuð, og því verð- urðu að leggja niður öll æsku- pör þín. * * * „ Nemandi: Fyrirgefið, herra prófessor, hvað er það sem þér hafið skrifað hérna á spássí- una á ritgerð minni? Eg get ekki lesið það. Prófessor: Eg skrifaði að þér ættuð að skrifa læsilegar. • • • — Eg er hrædd um það, mælti frú nokkur við lækni, að maðurinn minn sé ekki með öllum mjalla. Stundum tala eg við han nstanslaust í heilan klukkutíma, en það er eins og hann heyri ekki eitt einasta orð. — Þetta em engin veikindi. svaraði læknirinn. Þetta er að- eins hæifleiki hjá manninum yðar. • • • Lærlingurinn: Var það nú kannske nauðsynlegt að slá mig niður á þennan hátt? Hnefaleikakennarinn: ó, sussu nei. Eg kann tuttugu aðra aðferðir til þess. Telephone: 21 613 J. Christopherson. /denzkur Lögfrttðingur 845 SOMBRSBT BLK. Winnipeg, Mankobfl. A. S. BARDAL eelur likklstur o* ann&st um fltf&r- lr. Allur útbún&Hur sá beati. Enntremur aelur b&nn allaken&r mtnniav&rtfta ag lecatelna. 843 SHERBROOKE 8T. Pheraei M flOT WIMNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. fl. G. HIMP.HON. N.D., D.O.. D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHBR Or PIANO Hft4 BANNIN6 ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Siml: 23 742 Helmilis: 33 328 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Ba«ate &a< renttara Mevt&R 1« V1CTOR 8T. SÍMI 24.508 Annaat allakonar flutnlnga fram og aftur um baeinn. J. T. THORSON, K. C. telenaknr ISfl(rarSI&Bur Skritstofa: 411 PARIS BLDQ. Símt: 24 471 '^4! DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —s— Sask. MESSIJR OG FUNDIR i fetrkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegi M. 7. rÁ. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. finrtudagskveld i hverjnm mánuCi. Hjilparnefndin: Fundir fynta tnánudagskveld t hverjt** mánutti. Kvenfélagið: Fundir ann&n þrilja dag hvers minallar, kl. 8 aC kveldittu. Söngflekkurinn: Æfinfflr 4 hv*rj* fimtudagskveldi. SunnudagaskiUnn:— A flvarjvtai ■unnndflfl, kl. 11 t. h. i

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.