Heimskringla - 14.10.1931, Síða 3

Heimskringla - 14.10.1931, Síða 3
WINNIPEG 14. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA 3. BLASSÍÐA ?;,r T I M BU R KA™° The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. ingarinnar til þess að vekja magnmikil áhrif með taumlitl- nm aðferðum. Menn hafa haft alt of mikið dálæti á hamslausum tilhneiging- um og tröllauknum. í ljóð- unum flóir alt út af í þessu efni, og margir markverðir rit- höfundar óbundins máls hafa einnig leiðst út í megnustu gönur í þessu efni. Guðmundur Kamban siglir í kjölfarið með Höddu-Pöddu, en eins og vænta mátti komst svo gáfaður mað- ur bráðlega undan áhrifunum og fann sínar eigin, farsælli leiðir. Guðmundur Hagalín hefir sýnilega einnig áttað sig eftir barnalegan bægslagang, t. d. i Brennumönnum. Smásögur hans ýmsar á síðari tímum bera vott um mjög mikið næmari dómgreind, og fimi hans með hin léttari vopn er ekki saman herandi við aðfarir hans með gaddakylfuna. -—Árborg, Man. 5. febrúar 1931. Ragnar E. Kvaran. —Iðunn. PÉTUR SIGURÐSSON tónskáld. Minningar æsku daganna I. Oft er það þegar maður er fjærri æskustöðvunum, þar sem maður hefir hlaupið á barns- skónum sínum, í gleði og sorg, að minningarnar gleiymast, sem þó eru þær kærustu, og ógleym anlegustu allra þeirra minninga, sem hafa mestu áhrif haft á líf vort. Þessar gömlu minn- ingar verða oft á margan hátt vaktar til nýs lífs í hugum vor- um, annað hvort með gleði eða sorgar fréttum. Komi minninga-dísin, með gleði fréttir, inn í hús vor, frá æskustöðvunum, þá er það að- eins stutta stund, sem maður hugsar með barnslegri gleði, um sporin sem liggja þar, en vinna og alvara lífsins fyrir hinu sífelda “Eg”, tekur mann tökum og þrýstir manni til að hugsa um hina líðandi stund. En komi minningardísin, með eorgar fréttir, að einhver æsku- vinurinn hafi farið yfir á land- ið, þar sem skáldið segir að sé “grösugra og grænna en jörð- in — og — geislar stafi af hafi blá’’ verður manni þó, þungt fyrir brjósti — þó maður viti að æskuvinurinn sé kom- inn til landsins þar sem full- komnun fullkomnunarinnar er. Og það sé aðeins um stutta stund að ræða að hittast—aftur og njóta samverunnar, eins og á æskudögunum, aðeins í full- komnari mæli. Þegar minningadísin, ber að dyrum okkar, með slíkar frétt- ir, hverfur algerlega úr hug- anum — manns eigið ‘‘Eg’’ og hugurinn hverfur heim til æsku stöðvanna, með vininum látna, og upplifir með honum fegurstu minningarnar sem æskudagarn- ir komu með til okkar. II. í*að eru nú mörg ár síðan eg var 19 ára, en Pétur 17 ára. Við vorum mikið skildir, og að mörgu líkir, elskuðum söng og músik, og góða hesta. Pétur spilaði ágætlega á orgel lærði hjá hinum góðkunna orgel-spilara Sigurgeir Jónas- syni á Akureyri. Viö áttum heima hjá pöbb- unum og mömmunum okkar, Pétur á Geirmundarstöðum, í Sæmundarhlíð, en eg á Litlu- seilu á Haugholti — það var “í góðri færð” tveggja tíma ferð á milli bæjanna, og komum við oft saman. Pétur spilaði, og eg söng, það voru yndislegir tímar, sorgir þektum við eng- ar, og sungum og spiluðum af hjartans-ánægju og tókum himin lifandi glaðir á móti öli- um þeim nýju söngvum, sem við gátum fengið. Eitt sinn kom Pétur með þá uppástungu, að stofna karlakór í svéitinni, og kom okkur sam- an um að biðja 8 af beztu söngmönnum sýslunnar að taka þátt í þeim félagsskap, — en það vóru þessir: Benedikt Sigurðsson, Fjalli Jónas Sigurðsson, Fjalli Þorvaldur Guðmundsson, Sauð- árkrók. Þorbjörn Björnsson, Heiði. Sæmundur Ólafsson, Dúki. Kristján Hansen, Sauðárkrók. Bjarni Sigurðsson, Sauðárkrók og Sigurður bróðir Péturs. Viðvíkjandi málaleitun okk- ar voru undirtektir þessara manna, allar á einn veg, að þeir með gleði vildu styðja fé- lagið með söng sínum, ráðum og dáð. — Allir voru þessir menn á- gætir drengir og söngmenn góðir, sérstakiega var Benedikt á Fjalli ágætur bassamaður, og hefi eg aldrei heyrt jafn fallega bassa-rödd, nema ef vera skyldi hjá Kúban-Kosakka kórn um. Þá Þorbjörn á Heiði, skín andi tenórist — táhreinn og hljómfagur tenór. Æfingar voru ákveðnar tvis var í viku, og meðlimir skild- ugir að mæta á Sauðárkróki, hvernig sem veður væri, aðeins veikindi var afsökun. Margir af okkur áttum langt að sækja, 30 — 50 km. en við létum það ekki fyrir brjósti brenna, en sóttum æfingar, eins og lög félags okkar ákváðu. Félag okkar starfaði í 5 ár— og var Pétur altaf söngstjóri þess, og enginn þótti sú sam- koma góð — í Skagafirði eða Húnavatnssýslu, að ekki sýngi “Bændakórinn Skagfirski” þar. Nafnið á flokknum var valið óannig, af því að allir félags- menn voru bændur, nema eg og Pétur. Minningarnar þyrpast til mín frá þessum góðu gömlu dög- um. Eg sé 'og heyri okkur félaga syngja “Ólaf Tryggva- son”, “Brúðarförin í Harð- angri” — og Grænlands-vísur, sem kannska gerðu altaf mesta “lukku” hjá okkur. Pétur altaf myndugur og á- kveðinn söngstjóri — hans minstJU hreyfingu fylgdum við sem einn maður. Og félagarn- ir allir innbyrðis sem einn mað- ur, aldrei kom upp misklið, í þau 5 ár sem við störfuðum saman, allir unnum við í bróð- erni og vináttu, öfund og ill- vilji þektist ekki í hugum okk- ar. Nú smá fækkar þessum æskuvinum mínum. Tveir eru dánir fyrir nokkrum árum, báð- ir ungir menn, þeir Sæmundur og Sigurður bróðir Péturs, og svo nú 25 ágúst dó söngstjórinn okkar Pétur, 33 ára gamall. m. Pétur Sigurðsson var orðin kunnur um alt ísland, sem eitt af beztu yngri tónskáldum, lögin hans “Erla”, “Harpan mín” og “Vor” og Litli Jón og Litla Gunna’’ og ‘‘Hún kom’’ eru þekt, og sungin af öllum heima á Fróni. Enda eru þau lög hreinustu perlur í íslenskri tónlagagerð. Fjöida mörg önn- ur lög Var Pétur búinn að semja, hann var snillingur að raddsetja lög. Eg minnist þess, að þegar eg söng lagið hans “Erla” á hijómplötu í Berlin, að sá sem spilaði fyrir mig — var mjög þektur píanisti — Erz. Salomon — og afar “kritiskur” á alla músik, taldi að lagið “Erla” — sem vöggulag gæti staðið við hlið Schuberts og Brahms — sönglögum. Pétur var að mestu sjálf- menntaður en tónfræði — kontra punkt — og fuga — form — kunni hann eins og faðirvorið sitt. Pétur naut aldrei neinnar peningahjálpar frá neinum. Með framúrskarandi dugnaði vann hann fyrir fjölskyldu sinni, og var orðin vel efnaður mað- ur. Lög Péturs eru ólík sumra annara lögum, að því leiti að hann átti þau sjálfur, hann tók ekki eina nótu frá öðru tón- skáldi, hann var svo ríkur af skáldskap — að hann þurfti þess ekki. Organisti — eins og eg áður hefi sagt, var Pétur ágætur, erfið verk eftir Bach og Han-, del spilaði hann ágæta vel. “Minningarnar mætar mýkja hverja braut” segir eitt góð- skáldið íslenzka. Og einmitt mætu minningarnar frá æsku- dögum okkar Péturs og hinna tveggja vina minna, gera mér léttara í skapi. Eg finn í hug- anum nálægð þeirra, eg sé broshýru andlitin þeirra, og hlusta á fjörugar samræður þeirra — eins og svo oft heima í Skagafirðinum fagra — á laugardagskvöldum á sumrin, þegar við þeystum á góðhest- um okkar eftir Skagafirði eftir að hafa sungið og æft allan. laugardaginn. Ellegar eftir vel góðan konsert annaðhvort í Skagafirði, eða hjá Húnvetn- ingum. Þá vorum við barns- lega glaðir og ánægðir, það var líka eins og klárarnir okkar fyndu það á sér, að við vórum í góðu skapi, því þeir voru þá altaf tilbúnir að gefa okkur góðann sprett—frýsuðu spertu eyrun, og drógu taumana af okkur; það var eins og þeir vissu, að við söngmennirnir hefðum sungið vel það og það kvöld, og vildu gera sitt til að fullkomna ánægju okkar. Kæri æskufélagi minn, vinur og frændi eg þakka þér allar >ær yndisstundir sem við átt- um saman í æsku okkar, og eins eftir að við urðum full- orðnir, aldrei hefi eg kynnst betri dreng en þér — og eg á svo bátt með að trúa því að þú sért farinn — og horfinn, en eg veit að — Oft er söngvari sár þráir samúð og tár* drottinn himnanna hár mér var hrollkalt í ár. þegar hretviðrið hrín leitar hugurinn þín Sendu dýrðlegan dag yfir draumalönd mín. Eg hef óska mergð átt fundið æskunnar mátt þá var heiðið svo hátt lífið hamingju blátt. Hvort er sólminning sú Aðeins sveim, hugans trú? Blær hins fjarlæga fjalls vill hann freista mér nú. Guð í hæðunum hátt þetta heimslán er smátt tak mig særðan í sátt vþit mér söngvanna mátt verði Harpan mín hlíf inn í heiðið eg svíf. Heyr þú bamshugans bæn Ö, eg bið þig um líf. ; 1 St. Péture klaustri í sept. 1931. Sig Skagfield BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. Lundar 5. okt. 1931. Nokkrar línur til rirtstjóra Heimskringlu. Á 4 síðu Heimskringlu 23. september 1931, stendur grein með nafni “City Hydro”. Það var vel gert af ritstjóranum að birta þá grein, eins og alt sem er fræðandi og skemtilegt. Eg hefi ekki verið stórvirkur framkvæmdamaður um dagana, en eg hefi haft yndi af að sjá og lesa um nytsöm fram- kvæmdar verk, þó smábrotnari hafi verið, en í grein þessari er svo ljóst og liðlega lýst, og jafnframt gefur bendingu um, að verða mætti á nálægum tímum víðáttu meira svæði til ómetanlegrar hagsældar. Þetta vekur svo mikla forvitni um það, hve langt þessir rafmagns ljósa vírar geti flutt geisla sína, og vera þó jafnframt kostnaðai léttasti ljósgjafinn. Eins og sjá má, þekki eg sama eem ekkert raforku heim- inn; þess vegna vil eg leggja hér fram spurningu. Væri ekki mögulegt að lagðir yrðu ljósa vfrar yfir allar brautarstöðvar C. N. R. frá Winnipeg til Gyp- sumville? Það er líklega lengri leið, heldur en ljósa vírar lagðir hafa verið frá nokkru orku veri? Sannarega væri þarfa verki til vegar komið, ef þetta er framkvæmanlegt, og mikið fé mundi þar til þurfa fram að leggja, sem jafnframt greiddi úr atvinnuskorti allmargra manna. Okkur Lundar-búum væri einkar kært, að fá þessari spurningu svarað. Guðbr. Jörundson. ÞÉR ÞURFIÐ ALDREI AÐ BIDJA AFSÖK- UNAR Á BAKNINGUNNI—EF ÞÉR NOTIÐ EINGÖNGU ÞENNA BAKING POWDER— BLUE RIBBON ER FULL TRYGGING FVLRIR ÞVf. Blue Ribbon Limited WINNIPEG :: :: CANADA örlög sumra þeirra orðið þau, að þegar þeir stækkuðu fóru þeir að fara lengra en það, að fólk þekti þá, og svo hefir komið maður með byssu og bráðan hug að drepa, og verið úti um selinn, sem var sanðgæf- ur og átti sér teinkis ills von. Sumir af þessum tömdu selum hafa lent í silunganetum, eða hrognkelsanetum og drukknað, og er ekki kunnugt um neinn þeirra, að hann hafi orðið gam- alL —Alþbl. SÝKLASAFN. Sýklasafn mikið eiga Eng- lendingar í Listersstofnuninni í Lundúnum. Eru þar saman- komnar yfir 3000 tegundir af sýklum. Geta læknar og aus- indamenn fengið þaðan sýnis- horn af hverri tegund, sem vera skal.—Allur þessi grúi af sýkl- um er alinn með mestu ná- kvæmni, hver tegund fyrir sig við það hitastig og í þeim nær- ingarvökva, sem henni hentar. Það hlýtur að vera bæði vandasamt og hættulegt að ala þennan fénað svo ekkert út af beri. Níels Dungal gaf safni þessu lungnabólgusýkil þann, sem hann fann í Borgarfirði. Reynd ist hann ný tegund, eins og Dungal hélt svo hér er um merkilegan fund að ræða, ekki síst þegar það bættist við að honum tókst að finna gott bóluefni við pest þessari. — Hefir margur orðið frægur fyrir minna. —Mbl. “Eg læt börnin alt af fara út að leika sér, áður en eg fer að rífast við konuna.” “Nú, þetta hlaut að vera, þau eru svo hraustleg og útitekin.” Aths. ritstj.: Raforka er leidd suður og vestur um alt þetta fylki með leiðsiukerfi fylkis- ins, sem orkuna keypti til skamms tíma af ‘‘City Hydro” og hún var auðvitað leidd alla leið utan frá Pointe du Bois- fossaverunum. Með góðri og atorkusamri fylkisstjórn, gæti Lundarbær og eflaust öll bygð- in norður á milli vatnanna ver- ið lýst með orku frá fylkis- kerfinu. Heimskringla þakkar bréfritaranum fyrir þessar þarf- legu athugasemdir hans og vinsamleg ummæli. TAMINN SELUR. Kona ein, Margrét að nafni, sem á heima í Óseyrarnesi að austanverðu við Ölfusárós, náði í tvo landselskópa, karldýr og kvendýr. Karldýrið drapst skömmu seinna, en kvendýrið er bráðlifandi, og lifir að sögn góðu lífi. Fer selur þessi aldrei í sjó né vtan, en konan, sem á hann baðar hann á hverjum degi og ber hann sig þá aum- lega, hrín og vælir. Tamdir selir hafa nokkrum sinnum verið hafðir hér á landi, einkum á Norðurlandi. Hafa það er ekkert brauð til sem tekur þessu fram að gæðum, hreinleik og saðsemi CANADA BREAD Paotið Butternut brauðin-sæt sem hnotur—kjarngóð sem smjör FRANK HANNIBAL, ráösmaður. A Thorough School! The “Success” is Canada’s Largest Private Commercial College, and the finest and best equipped business train- ing institution in Western Canada. It conducts Day and Evening Classes throughout the year, employs a large staff oif expert teachers, and provides sufficient individual instruction to per- mit every student to progress according to his capacity for study. In; twenty-one years, since the founding of the “Suc- cess’’ Business College of Winnipeg in 1909, approxi- mately 2,500 Icelandic students have enrolled in this College. The decided preference for “Succese” train- ing is significant, because the Icelanders have a keen sense of educational values, and each year the number of our Icelandic students show an increase. \ Day and Evening Classes OPEN ALL THE YEAR The SUCCESS BUSINESS C0LLEGE, Ltd. PORTAGE AVENUE AT EDMONTON STREET. PHONE 25 843

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.