Heimskringla - 14.10.1931, Qupperneq 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 14. OKTÓBER 1931
! ^iúmskringla
StojnuB lSSt')
Kemur út á hverjum miBvikudegi.
Eigendur:
the viking press. ltd.
MJ og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86537
VerB blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst
fyrlrfram. AUar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður. TH. PETITRSSON
Otanáskrijt til blaBsins:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
FUtstjóri STEFAN EINARSSON
Vtaniskrift til riistjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Tlelmskrlngla'’ is published by
and printed by
The Viking Press Ltd.
133-855 Surgent Avenue, Winnipeg. Man.
f«tephOD«: 88 885
WINNIPEG 14. OKTÓBER 1931
ATVIK
__ úr æfi tveggja velþektra manna —
Það var fyrir mörgum árum, að tveir
drengir stunduðu nám á Leland-Sanford
háskólanum í Bandaríkjunum. Þeir voru
fátækir. Og von þeirra um að geta
haldið áfram námi, var bygð á bjartsýni
tómri eða hugboði um að geta viðhaft
sparnað langt fram yfir það sem sann-
gjarnt eða jafnvel hugsanlegt var. Enda
kom að því, að fé þeirra þraut og skóla-
göngan var úr sögunni. Datt þá öðrum
þeirra í hug, að þeir skyldu efna til sam-
komu, og fá Paderewski, er þá var vestan
hafs, til að spila.- Spilarinn frægi áskildi
sér að launum $2,000. Drengirnir gengu
að því, með því að hann biði eftir laun-
um sínum þar til eftir samkomuna. En
þrátt fyrir að þeir ynnu baki brotnu að
undirbúningi samkomunnar, höfðu þeir
ekki í aðra hönd af því nema $1600.
Fóru þeir nú á fund Paderewski, af-
hentu honum þessa $1600, sögðu honum
hvernig alt hefði farið, og báðu hann
um frest á afgangi skuldarinnar, en
gáfu honum eiginvíxil (Promissory Note)
að upphæð $400 fyrir henni.
“Nei, nei, drengir mínir”, svaraði
Paderewski. “Svona gerum við ekki út
um þetta”. Hann reif eiginvíxilinn sund-
ur og lagði peningana, þessa $1600 á
borðið. Segir hann drengjunum að taka
10% hvorum af upphæðinni fyrir þeirra
fyrirhöfn, en afgangurinn skuli vera
fullnaðarborgun til sín. Varð hlutur
hvors drengs $160. og nægði þeim það
til þess að geta haldið áfram námi út
árið.
Ár liðu og stríðið mikla hófst, og létti
eftir að hafa veitt mannkyninu ótal ó-
læknandi svöðusár. Paderewski, stjórn-
arformaður Póllands, sá ættjörð sína
flakandi í sárum og þjóðina, sem hann
unni, hungraða, klæðlausa og aðfram-
komna. Til þess að reyna að bjarga
henni frá tortímingu, leitaði hann á náð-
ir einu þjóðarinnar, sem þá daufheyrð-
ist ekki við að græða sár heimsins ef
hægt væri. Og árangurinn var sá, að
vistir streymdu inn í landið, svo Pader-
ewski var önnum kafinn við að útbýta
þeim. Eftir að hinir bráðhungruðu höfðu
verið saddir og um sárin stærstu hafði
verið bundið, tók Paderewski sér ferð á
hendur til Parísar til þess að þakka
Herbert Hoover fyrir vistirnar, sem hann
hafði svo fljótt brugðist við að senda
Póllandi á neyðartíma þess.
“Ó, það er ekkert að þakka, Mr. Pad-
erewski’’, sagði Hoover. “Eg vissi hver
þörf vistanna var. Auk þess, en eg veit
að þú sért nú búin að gleyma því, hjálp-
aðir þú mér og öðrum vini mínum einu
sinni, þegar eg var í skóla og átti ekki
túskilding handa á milli”.
Frásögnin er ekki lengri af þessu. En
hún ryfjaðist samt upp á þakkargerðar-
daginn.
JÁ OG AMEN
Fyrst þegar vér kyntumst stjórnmála-
h'fi þessa fylkis, var liberalflokkurinn hér
talsvert spertur og mannborlegur. Það
hefði þá þótt saga til næsta bæjar, að
hann segði já og amen við því, sem aðrir
flokkar ráðlögðu honum, hversu heitt
jafnvel sem verið hefði. Nú virðist öld-
in önnur. ósjálfstæðið er nú orðið leið-
arhnoða flokksins. Alt sem aðrir segja
honum, gerir hann nú umsvifalaust og
umhugsunariaust. Hann má heita orð-
ilin að stýrislausu flaki, sem hrekst fyrir
fjöllum og vindi til og frá á öldum stjórn-
málahafsins.
Um leið og forsætisráðherra Bracken
hreyfði því að mynda samsteypustjórn
í þessu fylki, beit liberal-flokkurinn und-
ir eins á öngulinn og leiðtogi hans, dr.
Mackay, var svo hrifinn af því, að hann
gat ekki stilt sig um að lýsa því yfir að
hjarta sitt og Brackens slæu nákvæm-
lega eins í þessu efni. Bæði Konservat-
ívaflokkurinn og verkamannaflokkurinn
Utu á samsteypustjórnarhugmyndina, sem
hvern annan póhtízkan barnaleik á þeim
grundvelli, sem forsætisráðherra Brack-
en hafði hugsað sér hana, og aðéins
fálm út í loftið til að leita fyrir sér um
möguleikana að sitja kyr við vöid og
umflýa kosningar.
Að það hafi verið völdin ein, sem
forsætisráðherra Bracken hafði í huga,
getur enginn rengt sig um, þegar þess
er gætt að hann ætlaði sér eftir sem
áður að vera í meiri hluta og taka að-
eins í stjórnina 2 Konservatíva, 1 liberal
og 1 verkamannafulltrúa. Ef stjórnin
átti að geta heitið samsteypustjórn, varð
hún að vera skipuð nokkurn veginn jafn-
mörgum mönnuim úr hverjum flokki.
En hjartað hoppaði í barmi liberal-
foringjans við vonina um að koma, fyrir
einskæra náð Brackensflokksins, einum
manni í stjórnina. Minnir það á hið
fomkveðna:
Lítilla sanda,
h'tilla sæva,
lítil eru geð guma — — —
SKULDIR.
Um skuldir er nú mikið talað, einkum
stríðsskuldir. Em margir þeirra skoðun-
ar, að skuldir síðasta stríðs séu orsök
kreppunnar í heiminum, og til þess að
bæta tímana sé heppilegasta leiðin að
strika út þá skuld, ef ekki allar þjóð-
skuldir. Grein sú, er hér fer á eftir fjall-
ar um þetta efni frá þessari hlið. Hún
er skrifuð af manni, er D. F. Rose heitir,
merkum rithöfundi, og var birt í ágúst-
hefti tímaritsins, Aero Digest, sem gefið
er út í Bandaríkjunum:
Ef Þýzkaland greiðir allar stríðsskuld-
ir sínar — og það er atriði, sem vert er
að athuga — greiðir það hana ekki að-
eins einu sinni, heldur þrisvar sinnum.
Það tvíborgar hana með rentunum ein-
um. Og samt er hún ekki að fullu gold-
in. Það er alveg eins og með húsið, sem
eg keypti einu sinni, eg var búinn að
þríborga það, þegar eg loks fékk eignar-
rétt á því. Löngu eftir að þú ert kominn
undir græna torfu, halda ekki aðeins
börain þín, heldur og bamabörn, áfram
að greiða skuldir síðasta stríðs.
Þjóðskuldir eru í þessu fólgnar — að
binda bagga eyðslusemi einnar kynslóð-
ar annari á bak. Eg ætla ekki hér að
fara að segja þér frá, hve mikið þjóð-
skuldir hafa aukist síðastiiðna öid. í
stað þess ætla eg að benda þér á hitt,
hve lengi þú greiðir þeim vinnulaun, sem
þú ræður í þína þjónustu í stríð, eftir að
stríðinu er iokið. Síðasta ekkjan frá
stríðinu 1812 dó á þessu ári. Allan þann
ti'ma hefir stjómin greitt henni kaup
mannsins hennar, þakklát fyrir þjónustu
hans í þarfir ríkisins. Út á það er í
sjálfu sér ekkert að setja. Það var í
raun og veru ekki nema sjálfsagt. En
það er annað, sem eg viidi beina athygl-
inni að. Þegar þú rífur hár þitt út af
því, hve fe-kattarnir eru háir í ár, þá máttu
vita, að sumt af skattfénu fer til þess,
að greiða skuldir einhverra stríða, sem
háð voru áður en afi þinn sá dagsljós
þessa heims.
En svo er auðvitað iangt frá því, að
skuldir þær, sem þjóðir safna yfir höfuð
sér handa öðrum að borga, séu alt stríðs-
skuldir. Þjóðskuld Bandaríkjanna hefir
lækkað síðastliðin 10 ár, en skuldir bæja
og ríkja hafa að sama skapi hækkað. —
SkÝrslur, sem fyrir framan mig iiggja.
sýna, að 250 bæir t. d. hafa á s. 1. 10
árum bætt 304 miljónum dala við skuld
sfna. 10 prósent af öllum bæjarútgjöld-
um eru nú fyrir vexti á skuldum. Og á
síðastliðnu ári gátu mörg ríki, eða 21
talsins, ekki mætt útgjöldum sínum og
urðu þá auðvitað að taka lán til þess. —
Sannieikurinn er sá, að hvort sem við
köllum það menningu eða ekki, erum við
að hlaða upp fjöllunum hærra skuida-
byrðinni á bak þeim, sem ennþá eru ekki
famir að ganga á síðum buxum. Auð-
vitað er skuidin fyrir verk, sem við höf-
um vinna látið og við stæmm okkur af
og bendum á sem sönnun okkar miklu
menningar. En kostnaðinn, sem samfara
er þessum afreksverkum, höfum við ekki
nema að sára litiu leyti greitt sjálfir, og
ætluðum okkur aldrei að gera það, held-
ur afkomendum okkar.
Eins og áður er vikið að, á þetta sér-
staklega við um stríðsskuldir, og hjá
þeim verður trauðlega komist meðan her
vald þykir óumflýjanlegt. Það getur vel
verið að fyrir mörgum þjóðum vaki ekk-
ert nema friður. En hver getur, enn sem
komið er, reitt sig á það? Sannleikur-
inn er sá, að sú þjóð, sem ekki hervæðist,
býr yfir ótta um að verða rúin hverri
fjöður á svipstundu af einhverri annari
þjóð, sem hervaldssinnaðri er en hún.
Hugmyndin um að takmarka iand-, loft-
og sjávar-herútbúnað, er ekki trygging
algers friðar. Hin hugmyndin, sem fram
hefir komið, að minka vopnaburð smátt
og smátt, gerir það heldur ekki sem
stendur, eða í bráðina. En þó er hvort-
tveggja að vissu leyti spor í rétta átt.
Á móti aukinni notkun loftskipa í við-
skiftalífinu, er auðvitað ekki neitt hægt
að hafa. En svo segir það sig sjálft, að
það verða loftskip, sem kanske ráða
mestu um úrslit næsta stríðs. Með fjölg-
un og fullkomnun þeirra, eru því þjóðim-
ar í raun og veru að hervæðast. Og hvað
mörg loftskip þarf í næsta stríði? Miklu
fleiri en svo, að nokkur þjóð geti smíðað
þau af eigin ramleik eða á eigin kostn-
að. Hún verður að taka lán til þess.
Og það lán verður skuldabaggi á tveimur
eða þremur komandi kynslóðum.
En nú gæti svo farið, að jafnvei þáu
loftskip, sem nú em smíðuð til hernaðar,
yrðu ónóg í næsta stríði. Þau gætu úr-
elzt eins og herskipin og fallbyssumar.
Og til hvers væri þá að sökkva sér í
skuldir fyrir smíði þeirra nú? Herskipin
og fallbyssumar og allur herútbúnaður
Bandari'kjanna, sem aldrei hefir verið
notaður í stríði, hefir kostað mikið meira
fé en öll stríðsskuidin og þjóðskuldin, og
allar þær skuidir, sem á þjóðina hafa fall-
ið í sambandi við kreppuna, sem við eig-
um nú við að búa. En vegna þess að
aðrar þjóðir heimsins hafa sífeit verið
að hervæðast, hefir Bandaríkjaþjóðin einn
ig orðið að gera það. Og það er nú ein-
mitt þetta, sem hún kvartar um hjá Ev-
rópu þjóðunum. Hvers vegna afvopnast
þær ekki, eins og Bandaríkin hafa verið
að knýja á þær að gera? Er það ekki dá-
lítið grunsamt, að þær skuli standa með
betiidiskinn í ánnari hendi, en maskínu-
byssuna í hinni? Þarna er ástæðan fyrir
vopnaútbúnaði Bandaríkjanna. Og kostn-
aðurinn við hann er ekkert smáræði.
Síðastliðið ár nam hann 707 miljónum
dala. Á Rússlandi nam hann 579 milj-
ónum. Og þriðja mesta herútbúnaðar-
landið er Frakkland, og Bretland hið
fjórða. Þetta eru svo mikil útgjöld, áð
við sjálft liggur, að þau séu að verða nú
tíðar menningunni að falli.
Nei — framtíðarstríðin verða þannig,
að herútbúnaður nútímans verður ekki
til neins, nema að hnýta þjóðunum skulda
bagga á herðar. Þýzkaland var allra
landa bezt búið út í stríðið mikla. En
hveraig fór fyrir því? England var illa
við því stríði búið. Skotfæraverksmiðjur
voru þar fáar til að byrja með. En að
tveim til fjórum vikum liðnum, var skot-
færaverksmiðja komin þar upp 9 mílna
löng. Það verður ekki áhlaupahernað-
ur, sem vinnur næsta stríð, heldur hitt,
hve mikinn auð að þjóðin hefir á bak
við sig til að halda umsát eða einangrun
áfram. En það verður hverri einustu
þjóð um megn að gejra vegna féleysis.
Auk þess er ekkert unnið með þvíy eða að
minsta kosti ekki einn tíundi hluti alls
þess fjár, er eytt er, ekki einu sinni fyrir
þjóðinni, sem vinnur sigur. Næsta stór-
stríð borgar sig ekki frá neinu sjónarmiði
skoðað. Sigur síðastT stríðs gerði það
alls ekki heldur, með tilliti til alls, sem
af því hefir leitt.
Skuldir síðasta stríðs verða að líkind-
um .aldrei borgaðar, allra sízt að fullu.
Vonandi er að það kenni þjóðunum, að
lána ekki fé framvegis til stríða. Ef þjóð-
in getur ekki sjálf borgað fyrir stríðið,
sem henni finst að hún verði að heyja.
er henni betra að sitja heima og efla hag
sinn með því, sem henni verður meira
til frambúðar en stríð.
Að öllum stríðum sleptum, er það orð-
ið álitamál, hvort þjóðskuldir yfirleitt séu
réttmætar. Sú þjóð, sem taka verður
lán til mikíls af þeim verkum, er hún
ræðst í að gera, ætti að láta störf þau
óunnin. Siðferðisskylda hennar ætti að
benda henni á það, að hún er að mestu
leyti að byggja fyrir sig, en ekki komandi
kynslóðir. Flutningstækin t. d., sem hún
sökkvir sér í skuldir fyrir nú, og ætlar
þremur eða fjórum næstu kynslóðum að
borga fyrir, geta veríð þeim kynslóðum
til einskis gagns. Þegar hver
uppgötvunin rekur aðra, breyt-
ast tímar og hættir þjóða skjótt.
Að hneppa skuldakeðju um háls
afkomenda sinna, er mesta ó-
ráðið, sem siðmenningu vorra
tíma háir. Við verðum að fara
að borga fyrir öll þau þægindi,
sem vér njótum sjálfir, en hætta
að demba því á komandi kyn-
slóðir. Ef við gerðum það,
gæti svo farið, að við færum
varlegar í hlutina en við höfum
gert til þessa. — Skulda þræl-
dómshelsið, sem við nú hnepp-
um komandi kynslóðir í, er svo
DODD’S ^
IKIDNEY;
PILLS
4£der TR0 7.- H J
^heumaTÍí
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s
nýrna pillur verið hin viðurkenndu
svartur blettur á siðmenningu bakverk, gigt og biöðnn
i sjukdómum, og hmum morgu kvilla,
vorra tírna, að rnér er til efs, er stafa frá veikluðum nýrum. —
að næsta kynslóð geti annað iÞær«1 söiu i öiium íyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 oskjur fynr
en skammást sin fyrir að vera $2.50. Panta má þær beint frá
fyrsti ættliðurinn frá okkur. Dodds Medicine Company, Ltd. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang—
að.
ÞAKKARGERÐARDAGINN
12. OKT. 1931.
Frh. frá 1- bls.
menskunni, sem hann þó er
neyddur til að fyrirgefa og
frelsa. Hitt er þó meira vert, að
Þjóð vor er orðin gömul, þó vera minnugur þess góða, sem
eigi teljist bún með himum manni áskotnast og sýna þar
elztu þjóðum. Hún hefir átt lit á móti — efna heit sín við
breytilega æfi og mörg tíma- guð og góða menn, eins og hin-
bilin í sögu hennar verið ervið- ir gömlu komust að orði.
leikaár. Yfir hana hafa gengið Þeir sem lesið hafa Ólafs^
hallæri árum saman og öld af sögu helga, er einkar vel lýsir
öld. Eins og skáldið kemst að trúarfari forfeðra vorra, munu
orði, hún “hefir mátt þola mein minnast sögunnar af Gauka-
in flest, er skýrt má greina, ís Þóri og Hafrafasta, er varpar
og hungur, eld og kulda, áþján, ljósi yfir iþetta, er vér höfum
nauðir, svartadauða”. Hún hef- bent á. Rétt fyrir orustuna á
ir lært að skilja hvers virði fæð- Stiklastöðum skipar Ólafur liði
an er, enda kemur það fram i sínu að ganga til skrifta við
ótal mörgum orðum hennar, er biskup og lærða menn. “Þá er
hvert um sig lýsa huga hennar menn gengu til skrifta,” segir
á því efni, svo sem “kostur”, sagan, “fóru þeir Gauka-Þórir
“bjargráð’’, “fagnaður” o. fl. j og Hafrafasti með flokk sinn
íslendingar hafa verið og eru að sitja einhversstaðar. Kon-
matmenn og sælkerar. En þeir ungur spurði hví þeir gerðu
hafa sjaldnast litið öðrum aug- eigi sem aðrir menn. “Ekki höf-
um á fæðuna en sem nauðsyn um vér til at hvísla við biskup.”
lífsins. Þeir hafa aldrei hafið sagði Gauk-Þórir. “Ekki mun
matinn upp yfir að vera annað þat svo vera kvað konungur,.
en þarfir, — aldrei fært brauð- en þat megi vera at þér béri,ð
ið upp í guðahelgi eins og Gyð- þar ekki mikinn vana til,” og
ingar og Rómverjar, aldrei gert mun hvorttveggja hafa verið
fæðuna að miðhugsun lífsfagn- satt. Gauka-Þórir leit svo á„
aðarins eða lífstilgangsins, — að skriftaathöfnin væri eigi
aldrei sett henni hátíð í sér- mönnum sæmandi, væri hvorki
stökum skilningi. Þegar á bját- veglegri né þýðingarmeiri en
aði fyrr á öldum, settu þeir svo, að hún væri einskonar
“heitdaga”, en ekki þakkar- slúður eða hvísl við biskup, og
gerðarhátíðir. Tóku þann kost-
inn, sem þeim virtist mannleg-
baðst því undan því erviði. —
Þannig tnun og þjóð vor hafa
astur, að leggja sig fram sjálfir, á, hana litið á ölum þeim tím-
vinna eiftir fremstu getu til er hún hefir mátt upprétt
þeirra gæða eða aðstoðar er ! standa. Enda mun iþað á sann-
þeir þráðu. Það var helminga- j asL ef eftir er leitað, að ein-
félag við forsjónina, réttlátt og fyrir þá skuld lögðust
sanngjarnt, að yfirsýn beztu höfðingjar hennar og leiðtog-
manna. ar aldrei undir hæl rómversku
Þetta lundarlag, þessa lífs-' kirkjunnar, að þeir “höfðu ekki
skoðun skildu Danir ekki, er
þeir settu oss almennan bænar-
og þakkargerðardag, er óvin-
sælastur varð, ekki eingöngu
allra hátíðisdaganna, heldur og
allra daga ársins, og var jafn-
skjótt úr lögum numinn og ráð
fengust til. Ef til vill eymir það
eftir af hinum eldra sið, og að
til að hvísla við biskup”.
Sé þetta rétt ályktað, og sé
þetta þjóðareðli vort, þá hefir
hinn viðtekni boðskapur há-
tíðarinnar í þjóðlífinu hér,
aldrei komist til vor. Vér höf-
um eiginlega haldið alt aðra
hátíð en þeir, sem í kringum
oss hafa búið. Það er fyrst nú
sjálfsögðu líka liggur það í blóð- með þeirri breytingu sem er að
inu, að þjóðin hefir jafnan verið
ógjörn til þakkargerðarhátíða.
Hefir það verið lagt svo út, að
verða — þegar að kalkúns-
merkið verður tekið af henni,
að vér getum tileinkað oss hana
hún væri vanþakklát og heimtu- I og að henni verður skipað í
frek þjóð í eðli sínu. En það er! flokk með hinum öðrum há-
alls ekki ástæðan. Þjóð vor er tíðisdögum, er verið hafa, og
ekki vanþakklát að upplagi, né
skamminnugri á það, sem henni
er gert vel til, en aðrar þjóðir,
nema síður sé. Heldur er hér
eg vona að verða muni jafnan
vökudagar vors andlega lífs.
Það er því minni erviðleik-
um bundið en í fyTstu virtist,
um alt annað að ræða og sem að flytja ræðu þessa hátíðis-
kemur til greina. Bænar- og
þakkargerðarhátíðir eru, jafn-
framt því sem þær minnast ein-
hvers eins ákveðins hlutar, eins-
konar upptalninga- og skrifta-
göngudagar, þar sem dýrkand-
inn telur upp þau gæði, sem
honum ómaklegum hafi verið
veitt. Þessi upptalning, þetta
tfjas, þessi játning hefir jafnan
verið fráleit norrænu eðli. Hvað
þýðir að vera að telja slíkt upp?
Drottinn veit það alt saman,
því “hann er fyrir framan oss
og að baki voru og heldur yfir
oss sinni hendi”. Og til hvers
skyldi eiga að vera að telja upp
allar manns ávirðingar og lítil-
mensku, og gera guði óþægt
verk með því, hæla sér af ó-
dags, í vorum hópi, þó hvorki
verði alið á orðinu “þökkum”,
eða hvatt til skriftargöngu. Úr
boðskap hennar söknum vér eigi
þess, sem vér höfum aldrei við
hana tengt.
Að hátíðin tapi við það, að
þýðing hennar færist yfir á
hina andlegu hlið, fjær kjöt-
pottunum og átveizlunum, —
munu fæstir samsinna, eftir al-
varlega íhugun. Svo fjarri því
að gildi hennar gangi saman,
rýrni við þann aðskilnað, kem-
ur það fyrst í ljós. Hún er minp-
ingarhátíð, fagnaðar- og sig-
urhátíð, að haustnöttum hald-
in, að liðnum sólskinsdögunum,
að liðnu sumri. Hún er áning
neðan við jökulhrekkur aðhall-