Heimskringla - 14.10.1931, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.10.1931, Blaðsíða 5
WINNIPEG 14. OKTÓBER 1931 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSÍÐA andi vetrar. Við þann áfanga- stað er margs að minnast, yfir mörgu að gleðjast, fyrst og fremst yfir lífinu sjálfu með öll- um þess yndisleik, og þá sér- stakalega yfir iþví að hafa lifað, hafa andað og fundið til. Þá er yfir samfylgdinni að fagna, sam leiðinni, yfir smáblöðunum, er samtíðin hefir safnað sumar- langan daginn, úr blómknipp- um þeim, er engill ljóssins varp aði yfir jörðina; yfir tryggum vinum, er nær oss hafa verið staddir, yfir sæmd þeirri, er þjóð vorri hefir auðnast, yfir þroska. vits og þekkingar, yfir hnignun hjátrúar og hleypi- dóma. Úr geislabrotum þess- um- byggjum vér brú, yfir ekammdegið, yfir ófæruna, sem framundan bíður, og að jöfn- um dagleiðum ár hvert verð- ur á vegi vorum — vetrarbraut alskínandi og minningum stráða — yfir á næstkomandi sumar Rögnv. Pétursson. DÁNARFREGN Þann 18. september síðastlið- inn andaðist að heimili sínu í grend við Oak View, bóndinn Ólafur FYímann Illugason. Ólafur sál. var fæddur árið 1865 á Sigríðarstöðum á Langa nesi í Norður-ÞingeyjarsÝslu. Foreldrar hans voru Illugi Ein- arsson og Kristbjörg Sæmund- ardóttir. Ólst hann upp hjá foreldrum sínum þar til hann gat farið að \inna fyrir sér, var síðan í vinnumensku og flutt- ist nokkru síðar á Austfirði. Þar kvæntist hann fyrri konu sinni Ingibjörgu Ólafsdóttur.— Þau fluttust til Canada og sett- ust að í Álftavatnsbygðinni við Manitobavatn, og þar andaðist hún eftir skamma dvöl. 1 annað sinn kvæntist Ólafur Guðrúnu Jónsdóttur, ættaðri úr Þistilfirði. Bjuggu þau lengst af í norðurbygðunum við Mani- tobavatn. Þau eignuðust tvo syni, sem ávalt hafa dvalið heima hjá foreidrum sínum, og eru báðir mannvænlegustu menn. Af systkinum Ólafs sál. eru þessi á lífi: Ólöf, Björg og Hannes í Winnipeg, og Krist- leifur í Árborg. Óltafur var mjög vandaðui og dagfarsgóður maður, starfs- maður mikili og góður heimilis- faðir. Síðustu árin sem hann lifði, var hann farinn að heilsu, en var samt sístarfandi meðan kraftar entust. Hann var jarðsettur í graf- reit bygðarinnar þann 22. að viðstöddum öllum íslenakum nágrönnum og nokkrum ann- ara þjóða. G. Á. MACDONALD mun vera sá mest umtalaði maður Evrópu um þessar mund- ir. Lofsunginn og svívirtur. Kunnugir menn herma að maðurinn sé einn af þeim, er með einhverjum, svo að segja dulrænum hætti, finnur á sér hvaðan vindurinn blæs, hvert stefnir. Fylgismenn hans trúa bókstaflega margir á dulræna hæfileika hans, frekar en eigin- lega foringjahæfileika. MacDonald er fæddur í Mor- ayshire í Skotlandi. Þar lifa enn á vörum manna munn- mælasögur um strandhögg norr ænna víkinga. Þar bera marg- ar konur norræn nöfn. Þar ólst MaoDonald upp hjá ömmu sinni. Hún kendi honum sög- ur og æfintýri. Er hann stálp- aðist gleypti hann í sig skáld- rit Scotts og Dickens. Bjart vaf yfir skólagöngu hans. Hann ber enn gullúrið, sem kennari kans arfleiddi hann að. Lundúnum kyntist hann, er hann var þar skrifstofuþjónn. Hann fekk þar 15 krónur í kaup ^ v^ku. Nokkru seinna varð bann skrifari hjá stjómmála- manni einum frjálslyndum. Þá fekk hann sem svarar 2000 krónum í árslaun. Þá skrif- aði hann heim til sín, að nú væri hann orðinn ríkur. Stjómmálamaður þessi kom honum í kynni við marga mæta menn. Hann kyntist Snow- den, William Morris, Bernard Shaw o. fl. — Þegar hann bauð sig fram til þings í fyrsta sinn, var kvenmaður einn sendur á framboðsfundina til þess að trufla hann með því að leggja fyrir hann ýmsar spumingar. Hún hét Miss Gladstone. Þau giftust nokkru síðar. Hún varð hin besta hús- móðir. Á heimili þeirra komu margir merkir menn, svo sem Shaw, Galsworthy og Oscar Wilde. Þegar Bretar fóru í ófriðinn, var í fyrsta sinn far- ið fram á það við MacDonald, að hann yrði ráðherra. Hann neitaði þAd. Sama kvöldið varð hann LJoyd George samferða heim. Þegar þeir komu til Temsárbakka, staðnæmdust þeir og hlustuðu á Big-Ben slá miðnæturslögin. Þá varð Mac- Donald að orði: “Þarna rann út eitt tímabil í sögunni — nú byrjar annað”. Á ófriðarárunum var í Eng- landi talað um MacDonald með fyrirlitningu, því hann var al- gerlega mótfallinn því, að Bret- ar tækju þátt í ófriðnum. “Ó- friðurinn kemur okkur ekki við’’, sagði hann. “Þeir þarna á meginulandinu Ailja breyta landamæralínunum. Þeir um það. En við eigum ekki að skifta okkur af því. Allra síst getum við verið bandamenn Rússa”. En MacDonald náði ajftur hylli. Ræðusnild hans jók vin sældir hans. Oft sækir hann samlíkingar sínar í hinar klass- ísku bókmentir. Það er fáum lagið sem honum, að draga upp myndir í ræðum sínum, svo áheyrendur sjá atburðina ijóslifandi fyrir augum sér. Rit hans bera sömu einkenni og ræður hans. Stíll hans hefir einkennilegan draumsæisblæ. Oftast nær slær hann snögg- lega botninn í það, er hann segir, eða ritar. Það er eins og hann tapi þræðinum — og hugur hans hvarfli þá út um heima og geima. —Lesb. Mbl. NÝTT KRABBAMEINSPRÓF. Svo er sagt, að hollenskur lænkir, Dr. Bendien í Zeist í Hollandi hafi fundið nýja að- ferð til þess að þekkja krabba- mein. Hann rannsakar blóð sjúklingsins og notar aðallega litrófssjá (spektroskop) til þess. Það er nú ekki nýtt að heyra slík tíðindi að fundið sé eitt- hvert “próf’ til þess að þekkja krabbamein, en öll hafa þau reynst illa til þessa. Eigi að síður vildu enskir krabbameins fræðingar vita vissu sína um þetta nýja þróf, tóku blóð úr 38 mönnum (af þeim höfðu 5 krabbamein) og sendu einn af sínum mönnum með sýnishorn- in af blóðinu til Bendien. Vissi sendimaður ekki neitt um það hver sýnishorn væru úr mönn- um með krabbamein og hver úr mönnum með aðra sjúkdóma eða úr heilbrigðum. Var hann viðstaddur meðan Bendien rann sakaði öll sýnishornin. Þóttist hann finna að 6 þeirra væru úr krabbameinssjúklingum. Þegar úrlausn Bendiens kom til Lundúna reyndist hún keip- rétt hvað 5 krabbameinssjúkl- ingana snerti. Við síðari rann- sókn kom það einnig í ljós, að sjötti maðurinn, sem Bendien taldi hafa krabbamein, hafði líka slíka meinsemd! Erlendis hefir þessi fregn flog ið um alt, sem vonlegt er, því mikitl sigur vær það, ef próf þetta reyndist áreiðanlegt. Þó telja læknar að miklu fleiri tilraunir þurfi að gera til þess að skera úr því. —Mbl. ÞJÓÐBANDALAGIÐ Genf 11. sept. Frést hefir, að fulltrúar Dan- merkur , Þjóðbandalaginu ætli að bera fram tillögu þess efnis, að allar ríkisstjórnir fallist á að öllum vígbúnaði verði hætt á meðan afvopnunarráðstefnan stendur yfir.' Búist er við, að meiri hluti þeirra þjóða, sem í Þjóðabandalaginu eru, muni fall ast á tillögu Dana. —Mbl. Rvík. 19. sept. Eldsvoðj á Hólmavík. Að kveldi 17. þ. m., eftir hátta- tíma ,kom upp eldur í húsum kaupfélagsins á Hólmavík. Kviknaði út frá rafmagnsþræði í íbúð kaupfélagsstjórans, Sig- urjóns Sigurðssonar. Vindur var hraðhvass af suðvestri, svo að eldurinn læsti sig um húsin á svipstundu, og björgun reynd ist ókleif, t en hitt tókst, að hindra frekari útbreiðslu elds- ins um þorpið. Öll hús félags- ins brunnu nema eitt, sem er á öðrum stað, ennfremur mest- allar vörubirgðir þar, þ. á. m. 80 sekkir ullar og mikið af fiski. Úr íbúð kaupfélagsstjór- ans varð engu bjargað nema lítilsháttar af rúmfatnaði, og slapp fólkið með naumindum út á náttfötum einum. — Húsin sem voru úr timbri, voru vá- tryggð, sömuleiðis útlendar vörur, en innlendar vörur óvá- tryggðar. Innanstokksmunir kaupfélagsstjórans voru óvá- tryggðir. Afleiðingar eldsvoðans eru því mjög tilfinnanlegar bæði fyrir félagið og kaupfélagsstjór ann. JÁRNÖLD HIN NÝJA. Rousseau hefir deilt sköpum annara mikilmenna um það að verða faðir einnar hinnar líf- seigustu bábilju, er nú þjáir hugi mannanna, og kvað þó áður meira að þeir reimleikum. Því að vísdómur spekinganna verður fáfræði og meinloka, ef hann nær að varðveitast fram á þá tíð, er félagsleg þróun hefir ekið málefnum manna yfir á vettvang, er spekingur- inn taldi utan endimarka verald ar. Má þá svo fara, að það, er eitt sinn var lausnarorð á vörum frumherjans, verði kerl- ingabók og afdala-hjátrú, sem tröllríður mannlegar sálir. Rousseau á að hafa sagt við tildurmenni samtíðar sinnar: “Hverfið aftur til náttúrunnar!” Og vel má ætla, að þau hafi haft gott af þessari frómu ráð- leggingu. Hinu hefir hann að öllum líkindum ekki órað fyrir, að þaðan af yrðu þeir, er mold- ina yrkja, taldir blóm og sómi þjóðanna öðrum fremur — úr- valið, sem geymdi siðgæðis þeirra og manndóms. Sú hefir verið trú manna, að lífsmeiður þjóðanna ætti rætur sínar í sveitunum. í löndum, sem eru eftirbátar annara í framkvæmd- um og starffræðilegum vís- indum, er þessu trúað enn. En samtímis gerast þau hroðalegu undur, að mannfólk ið streymir úr sveitunum til borganna. Og það ekki ein- ungis hér á landi, heldur alls staðar í heiminum. En með því frjálslyndi, sem ríkir í félagslegum efnum hér á landi, er það alt of mikill persónu- legur háski að halda því fram, að moldarflóttinn á íslandi eigi sín félagslegu rök, er ekki verði hamin með trylliráðstofunum, til þess að út í slíkt verði farið hér. Eg ætla því að seilast svo langt til dæmis, að síður sé Ulúðay von. Bændalýð Bandaríkjanna fækkaði um 598 þúsundir árið ! 1928. Þeim fækkaði enn sýnu méira hin næstu tvö ár. Og þeim á eftir að fækka enn þá meira en nokkru sinni fyr, með því að það hefir verið reiknað út með nokkurn veginn vissu, að það þurfi að eins 15% af íbúatölu Bandaríkjanna til þess að framleiða mat, í stað 25%, er nú stunda þá iðju. Og það, sem út yfir tekur, er það, að ekki verður líft við matarfram- leiðsluna, fyrri en henni verð- ur annað af þessum 15%, að óbreyttu þjóðskipulaginu, sem amerískum hollvættum er treyst til að varðveita með aðstoð guðs. Þetta þýðir, að tíundi hver maður hinnar “voldug- ustu” þjóðar í heimi er dæmd- ur til þess að flosna upp og fara á mölina, af því að amerískur matur verður ekki að skað- lausu seldur ódýrar en sá, er framleiddur er í öðrum hlutum veraldar. Þess vegna kemur það óneitanlega dálítið hlálega við eyru, þegar verið er að vanda um við vesalings æsku- lýðinn í sveitunum fyrir það, að hann hverfur til borganna, í stað þess að ílendast í sveit- inni við mjög raunveruleg bág- indi og mjög ímyndunarkenda og reikula vissu um, að það sé fórnarstarf í þjónustu sið- gæðis og menningar að lepja dauðann úr skel þar, fremur en í sóti og vélaþvargi bæj- anna. Hér er þá komið að því, að athuga verður, hvort útfirið úr sveitunum hrapi einhverjum þeim verðmætum í hættu, er menning þjóðanna stendur á, rítsmunaþroska þeirra, mann- dómi eða síðgæði. Þykir ýms- um sem alt beri þetta til ófarn- aðar, og hefir þeirra gætt mest hgr á landi. Hefir sumum farist svo ófimlega sókn og vörn, að kalla má, að góðlát- legt bros hafi orðið andsvar það, er alþýða manna galt við umvöndunum þeirra. Þetta á einkum við um málsvara þess siðgæðis, er sveitalífið eitt fái þróað. Yfirburðir sveitanna um þroskun manndóms og vits muna hafa átt sér miklu skel- eggari formælendur, er veitt gátu skoðunum sínum braut- argengi úr skjóli virðulegra embætta og hárra metorða í lærdómi. En alt hefir komið fyrir ekki. Fólkið hefir rifið sig upp af torfunni, þrátt fyrir aðvaranir prófessora og pré- dikara. Þeim hefir farið stór- um fjölgandi, hér sem annars staðar, er telja þetta hærra siðgæði sveitalífsins aflóa hjá- trú. Munurinn sé einkum fólg- inn í því, hve miklu opinskárri borgarbúinn sé um viðhorf sín við öllu, er að siðgæði lýtur, og óháðari í skoðunum. Aðrir hafna öllum mun á siðgæði sveita og borga, en af öðrum orsökum. Þeir segja sem svo: Borgarbúinn lætur eftir skemtana- og nauta-hvöt sinni, án þess að gera sér neina rellu út úr því, hvorki við um- hverfi sitt eða samvizku. í stað þess hættir sveitamönnum til að gera sér forboðna hluti fremur að íhugunarefni og um- ræðu en athafna. Hugir þeirra eru því einatt fullir af ófull- nægðum löngunum og kot- ungslegum hneykslunum. Og af þessu tvennu er síðari villan tvímælalaust argari hinni fyrri. En annars er allur slíkur samanburður löngu úreltur. Héðan af verður hann aldrei annað en glíma við ástæður, sem heyra fortíðinni til — gestaþraut fyrir hugi, sem gliðnað hafa úr tengslum við samtíðina. Vélaöldin hefir rutt úr vegi öllum hindrunum þess, að hugmyndir og siðir fari samtímis um þjóðlönd og álf- ur. Hún hefir fært ilíkami sveitamanna í milljónum inn f borgina, en með miklu meiri hraða hefir hún gróðursett borgarhyggjuna, borgarsálina, í sveitinni. Til dæmis hafa kvik myndir fært meira samræmi f klæðaburð manna, látbragð, venjur og smekk en nokkurt annað tæki, er mann hafa not- að. Og þar er það borgin, sem mælir fyrir lögum, sveitin, sem hlýðir. Útvarpið flytur sömu söngva og ræður út um eyjar og andnes eins og þær, er sam- tímis hljóma á heimili borgar- búans. En borgin leggur til alt efnið. Það eru hennar sjón- armið, hennar skoðun, hennar tízka, hennar mál, sem flæðir yfir bygðirnar og verður *hug- unum það, sem þeir gera sér af hversdagsföt og skartgripi. En þetta þýðir það, að nesjaheim- ilið hefir mist alla aðstöðu þá, er það áður hafði, til þess að orka á siðgæði og almennings- álit. Dalbúinn er orðinn inn- flytjandi. Þetta er úrslitaor- ustan, sem menning hinnar nýju járnaldar er að heyja við frumrænni lifshætti. Og um leið og hún jafnar við jörðu gömlu híbýlin og reisir önnur ný, nemur úr höndum manna þúsund ára gömul verkfæri og knýr þá til nýrra starfshátta, mylur hún siðaskoðanir þeirra undir hrömmum sínum og kennir þeim ný lögmál hugsun- ar og hegðunar, nauðugum, viljugum. Hér breytir það engu, hvort þessi þróun veldur oss fögnuði eða áhyggju, hvort vér vænt- um af henni viðreisnar eða tor- tímingar einhverju þrí, er vér unum. Hér er um það eitt að ræða, hvort vér höfum hug- rekki til þess að kannast við staðreynd . Skapendur þeirra siðgæðislögmála, er vér höfum kallað vor, hugsuðu á sveita- manna vísu og að þeirrar ald- ar hætti, er ekki kunni grein á nytsemi járns, aðra en þá, að sverfa mátti í það egg. Hinn hebiiesk-kristilegi siðalærdóm- ur þróaðist með bændajþjóð, sem lifði á jörðum stórra eyði- marka. Það er afarmikið vafa- mál, hvort lögmálið frá Sinai- fjalli hrekkur til þess að vera siðferðileg mælisnúra manna, sem lifa í þröng og skarkala stórborgar, og ákaflega hæp- ið, hvort yndisleikur galileiskr- ar náttúru, sem speglast í hug- arástandi þeirra manna, sem greint er frá í hinni helgu bók. getur orðið þeim að verulegu liði, sem eru þrælar athafna- lífsins í sótugri iðnaðarborg. Þar eru komin upp ný hugðar- efni og vandamál, sem hafa gert prestaþrætur og heimspeki legar bollaleggingar lærðra manna að fremur ólystugu hugarfóðri. Og höfuðprestar borgaralegrar nýmenningar í Reykjavík, þ. e. eigendur hinna stóru veitingahúsa, hafa svarað þessu fyrir sitt leyti og æsku- lýðsins, með því að fá sér marg og hálf-trúarlegu klúbba-kjaft- svo að rauðar og grænar eld- flugur trítla þar á öllum veggj- um samtímis því, að notalegt rökkur hvílir yfir hinni danz- andi kös. Fyrir nokkrum árum kvað mikið að borgaralegri mærð og hálf-trúarlegu klúbba-kjaft- æði, sem leit hönd guðlegrar forsjónar í hverju nýju einka- leyfi, sem skrásett var, og dýrð leg fyrirheit í hverjum kíló- metra, sem aukið var við stund- arhraða járnbrauta og skipa, og sigurhrós mannvitsins í hverri hæð, sem tildrað var ofan á skýjaskafana, og fyll- ing tímans í flugvélum og tal- myndum. Þetta var á meðan menn höfðu ekki gert sér ljóst, hve nærri járnöld hin nýja myndi ganga fornum háttum. Það var afdrep hugans þeim, sem ekki orkuðu að hafa andleg hamskifti um leið og þeir skiftu h’f9háttum. Nú upp á síðkastið verður vart allmikillar andúðar gegn þessari stefnu. í veizlum og samkvæmum er það nú alltítt, að konur manna, sem tekjur sínar hafa af iðjurekstri, harmi það mfeð sárum kveinstöfum og rómantískum andvörpum, hve vélamenningin steingeri sálir mannanna, hve vélaframleiðslan setji eyðiblæ og verksmiðjusvip á heimilin, í stað heimilisiðnað- ar og persónlega mótaðrar fegurðar, er áður prýddi þau. Eiginmenn þeirra taka að jafn- aði undir þetta og gefa “and- legum” fyrirtækjum dálítinn skilding, þegar vel lætur í ári og hlutabréf gefa sæmilegan arð. Og blöðin éta þetta eftir. Ef marka skyldi ræður þessa fólks, þá væri svo að skilja, að vélarnar hefði drepið frum- leik og fegurð og persónulega starfsmöguleika fyrir yfirstétt- inni. Og þó eiga þessar konur það venjulega framleiðslutækj- um og gasvélum að þakka, að þær hafa tíma og fé til þess að velta vöngum yfir slíku, í stað þess að standa við þvottabal- ann eða hræra í pottinum. Vélaöldin hefir heldur ekkí gert verkamanninn að þræli, fremur en áður var hann. Hann hefir alt af borið ok á hálsi og viðjar á höndum. Fyrrum var hlutskifti hans réttleysi, gerræði og skortur; nú býr hann við lág laun, heilsuspill- andi fbúðir, skort á hollustu á vinnustöðvum — og atvinnu- leysið, sem herjar þjóðfélögin eins og banvæn pest. Þetta eru ægilegar staðreyndir í aug- um þeirra, sem skilja. Véla- menning! andvarpar borgarinn og hristir höfuðið. Til þess að draga hugi alþýðu frá stétta baráttunni þvaðrar hann sýknt og heilagt um mein og böl velamenningarinnar. Þessir sí- feldu kveinstafir leiða menn sem ekki hafa sögulega þekk- ingu, til þess að trúa því, að Aerkamenn fyrri alda hafi ver- ið hamingjusamir starfsmenn og frjálsir allra athafna sinna. En þegar vér minnumst átt- hagafjötranna, fógetakúgunar- innar, réttarfarsins og annara félagslegra glæpa, sem viðhald- ið var á grundvelli þeirrar fá- fræði, sem ríkti í starfsháttum, þá verður oss það alveg ósjálf- rátt að blessa alla hina miklu uppfinningamenn, sem frelsara allra þræla jarðarinnar. Lang- samlega minstur hluti þeirra hefir enn þá hlotið það frelsi. En vélin táknar í insta eðli sínu ekkert annað en það, að torfærum er rutt úr vegi og byrðum létt af herðum þeirra, er strita. Hún táknar frelsis- möguleika, sem engin kynslóð ánauðugra manna hefir fjrrri átt. Hún er tæki starfsmanns- ins til þess að sigrast á skorti, kúgun og undirlægjuhætti, sem á að veita honum kost þess að sinna persónuleika sínum og þroska, forða lífi hans frá því að verða blint og meiningar- laust strit fyrir kröfum munns og maga. Að vísu má með sanni segja, að hagur lista, vísinda og fag- urra menta sé bágborinn hjá oss ' eins og öðrum útkjálka- þjóðum. Og þó hefir vélaöld- in skapað skilyrði þess, að ekki þurfi framar að tjóðra snilling- inn við plóg, né gera afburða- skáld að illmenni og þjóf í af- dalakoti. Hin nýja járnöld er enn þá eins og barn í reifum, óráðin á svip, en með fyrirboða tröll- aukins vaxtar og óhemjandi, lífs í öllum dráttum. Máttur er sú nornagjöf, er hún hlaut f vöggu. Og gagnvart þess- um máttarauka, sem kominn er inn á svið mannlegrar lífs- baráttu, standa menn enn þá ráðalausir og blindir í álaga- ham gamalla hugmynda um rétt og rangt. Sú kynslóð, sem kent hafði verið, að neyta skyldi brauðs í sveita síns and- lits, sveltur eins beiningamaður, þegar sá máttur kemur til sög- unnar, sem lyltir stritinu af herðum hennar, ekki fyrir þá sök, að ekki sé nógur matur til, heldur vegna hins, að hún kann ekki að neyta hans nema með svitann á brám. Frh. —Iðunn. 1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.