Heimskringla - 14.10.1931, Síða 6

Heimskringla - 14.10.1931, Síða 6
f. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 14. OKTÓBER 1931 Veróníka. Það varð ys um salinn. Menn horfðu af einum á annan. Talbot rendi augunum að dyrunum, er dómendurnir komu inn um, eins og hann væri að hugsa um að laumast burt. En hann hætti við það og var kyr. “Þér voruð þá ekki í neinni vist? Sögð- luð þér skyldmennum yðar, að þér færuð í yðar eigið hús?” * “Nei”, heyrðist af skjálfandi vörum henni. Selby þagnaði. Hann vissi að hann var í aðsigi með að fletta ofan af sögu syndar og emánar. En hann varð að gera það. L.íf ekjólstæðings hans var í veði og það var hún, sem varð að koma fram með sannleik- ann. “Þér voruð ekki nógu efnaðar til þess að eiga sjálfar hús — hver leigði það nú handa yður?” Hún huldi andlitið í höndum sér og grúfði sig niður yfirkomin af blygðun. “Ó, eg þarf ekki að segja frá því, eg þarf þess ekki!” stundi hún. “Þér verðið að svara”, mælti hann frem- ur hörkulega. ‘‘Þér bjugguð í þessu húsi í St. Johns Wood sem húsmóðir, hver var — húsbóndinn?” Það ríkti djúp þögn í salnum. Ekkert heyrðist nema andardráttur múgsins. “Jæja, segið okkur þetta í snatri”, mælti Selby. “Því fyr sem þér svarið, því fyr fáið þér leyfi til að fara. Bíðið við. Ef dómar- arnir leyfa getið þér skrifað nafn mannsins”. Dómararnir réðu ráðum sínum, sem snöggvast. Svo mælti Saintsbury lávarður: “Vér álítum, að það sé nægilegt”. Henni var fenginn pappírsmiði og ritfæri látið í skjálfandi hönd hennar. Hún rendi augunum einu sinni til Talbots og reit svo nafnið. Blaðið var svo afhent Selby. Hann lét ekkert á sér sjá meðan hann las nafnið. Hann leit ekki upp, en augu hans tindruðu líkt og er Fanny nefndi “St. Johns Wood” og varir hans lágu fast saman. Svo rétti hann pappírsmiðann til dómaranna. Þeir grúfðu sig yfir blaðið, litu svo hver á ann- an og svo til Talbots. Það var steinhijóð í tvær, þrjár mínútur. Þá rauf Selby Þögnina: “Þér sverjið, að þetta sé nafn mannsins?” Fanny hneigði höfuðið. “Hvers vegna yfirgáfuð þér St. Johns Wbod?” mælti Selby. Hún svaraði með grátstaf í rómnum: “Við — við urðum ósátt. Hann — hann sagði mér, að hann væri orðinn leiður á mér. Hann bauð mér peninga, en eg vildi ekki þiggja þá. Eg hafði svolítið af peningum sjáif og eg leigði mér herbergi í veitingahús- inu, er þeir fundu mig í. Ó, eg hefi sagt yður alt. Leyfið mér að fara! Leyfið mér að fara! Taibot veit, að þetta er satt!” Óafvitandi hafði hún nefnt nafn hans. Múgurinn komst á hreyfingu, hann gekk eins og í bylgjum. Augu allra störðu á Talbot. Hann reis á fætur náfölur. “Mér skilst, að stúlkan hafi skrifað nafn mitt á pappírinn”, mælti hann hægt og fyr- irlitlega. “Eg ætla ekki að neita þessum á- burði. Það er ekki í fyrsta sinn að lauslát hvendi reyna að hylja sig í skjóli saklauss manns”. Andlit Fannyar logaði af ákafri gremju. “Dirfist hann — dirfist hann að neita því?” hvæsti hún í eins mikilli undrun sem gremju. “Hann veit, að þetta er alt satt! Hann taldi mig á, að fara með sér, hann hét mér — og eg trúði honum, trúði honum! Það er sannleikurinn í því!” — Hún snéri sér að Seiby og dómurunum með spentum greipum. ‘‘Horfið á hann, horfið í andlit honum! Það var Talbot Denby sem fór með mig á burtu!” Múgurinn þrengdi sér í áttina til hans og tautaði ógnunaryrði, því að Fanny hafði ver- ið fegursta biómarósin í sveitinni og notið þar mikillar hylli. Og margir ungir menn voru þarna viðstaddir, er gengið höfðu eftir henni með grasið í skónum. Er þeir litu af henni á hann mintust þeir hennar sem fag- urrar, glaðlyndar stúlku, og núna — Ralph horfði alvörugefinn á þetta. Svo leit hann alt í einu til Veroníku. Hún skildi augnaráðið, stóð hljóðlega á fætur og gekk inn í vitnastúkuna, tók Fanny við hlið sér og leiddi hana út úr salnum. Jarlinn huldi andlitið f höndum sér. Dóm- aramir störðu fram fyrir sig með viðbjóð og gremju í sérhverjum andlitsdrætti. Talbot leit í kringum sig ýrður á svip, ypti öxlum og gekk svo út um einkadymar. Nokkrir af hópnum leituðust við að kom- ast út um dyraar um leið, en lögregluþjónn vamaði þess. Það varð ys og þys um salinn. Svo þagnaði hann og yfirheyrslunni var haldið áfram. Burchett var leiddur inn í stúkuna til þess að sanna fund hnífsins. önnur sönnun- inn var borin fram, en Selby gaf því lítinn gaum. Hann sat í þungum hugsunum. Hann hrökk við er kallað var til hans: “Kallið þér nokkurt vitni fram, Selby?” “Já, ungfrú Veroníku Denby”. Jarlinn hrökk við og roði þaut upp í kinnar honum. Áheyrendurnir færðu sig nær og höfðu nú gleymt framburði Fannyar og Talbot Denby. Þeir horfðu áfjáðir til vin- stúlkunnar og stóðu á öndinni. Það varð örlítil bið. Svo gekk Veroníka inn í salinn og fór inn í stúkuna. Hún hafði farið með Fanny til móður hennar • og beðið hana um fyrirgefningu henni til handa. Hún var fölleit. En aldrei hafði hún ver ið jafn fögur í augum áhorfendanna sem nú er hún stóð þarna og bar vitni fyrir þann mann, er hún unni. Augu hennar, ástúðleg hrein og skær liðu um salinn, svo staðnæmd- ust þau hjá Ralph. Hún horfði á hann hug- rökk og brosti svo ástúðliega til hans, að tárin komu farm í augun á margri konunni, er viðstödd var. Ralph horfði ástúðlega á hana aftur, en það lýstu sér mótmæli í augnaráðinu. Hann hafði verið þessu mótfallinn. En er hún var nú kominn þarna fram, þá fann hjarta hans til ánægju og stolts hennar vegna. Það var djúp þögn í salnum. Selby mælti blíðlega, en eins og utan við sig: ‘‘Ung- frú Denby, þér vissuð, að fanginn fór skyndi- lega í burt frá Court og, eftir því sem borið er fram, án sérstakrar ástæðu. Eg vil ekki spyrja yður neinna spurainga, en láta yður koma fram með framburð yðar sjálfa. Þér, eins og hin vitnin, eruð eiðsvarin til að tala sannleikann og ekkert annað”. “Já”, mælti hún í lágum en mjög gneini- legum róm. Svo sagði hún frá því, er gerð- ist í laufskálanum. Rödd hennar var þrung- in af ást og innileik. “Og Denby lávarður”,—múgurinn hreyfði sig skyndilega við þessi orð: ‘Denby lávarður’ —“lofaði að fara burt af Court er jarlinn hvatti hann til þess?” “Það gerði hann”, svaraði hún. “Hann breytti göfugmannlega ,eins og hann ætíð hefir gert og ætíð mun gera!” Það heyrðist fagnaðaróp og kvenrödd hvísla: “Hún elskar hann í sannleika, hún ung- frú Veroníka. Það er deginum ljósara”. Veroníka heyrði orðin og roði færðist yfir andlit henni. Svo leit hún í áttina, er hún heyrði málróminn koma úr og ástúðlegt bros skein úr augum henni, er jafnframt lýsti stolti. “Eg verð að spyrja yður annarar spum- ingar, ungfrú Denby. Voruð þér úti nóttina sem morðið var framið, nóttina sem Denby Iávarður fór frá Court?” “Já, eg var úti þá nótt”, svaraði Veroníka en dálítið hissa á svipinn. / “Hvað voruð þér að gera?” mælti hann. Roðinn færðist aftur yfir andlit henni. “Til að hitta Ralph — Denby lávarð”, mælti hún. ‘‘Til þess að hitta hann — hvers vegna?” “Til þess að segja honum, að eg gæti ekki verið áfram á Court ef hann færi. Til — til” — hún kom fyrst ekki upp orði, svo hélt hún áfram — “til þess að biðja hann að eiga mig og fara með mig með sér”. Aftur heyrðist ánægjukliðurinn og sama konan og áður mælti: “Þetta er hugrökk kona. Hún yfirgaf ekki unnusta sinn!” “Þögn”, var hrópað, en augu Veroníku hvarfluðu aftur til konunnar. “Sáuð þér hann ekki?” spurði Selby. “Nei — hann var farinn”. ‘‘Og þér yfirgáfuð Lynne Court morguninn eftir?” ‘‘Já, það gerði eg”, mælti Veroníka. “Hvers vegna?” “Vegna þess að eg gat ekki fengið af mér að lifa óhófssömu lífi meðan hann var að berjast fyrir tilverunni”. “Og þér funduð hann?” “Er hann var að bjarga litlu barni úr eldsvoða, og stofnaði um leið lífi sínu í hættu.” Aftur heyrðist kliðurinn, en hann var þaggaður niður. “Enn ein spuming að lokum”, mælti Selby og varð nú skyndilega alvörugefinn. “Sáuð þér nokkurn þessa nótt?” “Já”, svaraði Veroníka með spyrjandi augnaráði. Hvers vegna spurði hann þessa? ‘‘Hvar?” “Milli versturskógarins og hússins”. “Hver var það?” spurði Selby. Hann hallaði sér áfram og leit hvössum augum til dómarabekkjanna. Veroníka leit þangað er Talbot hafði setið. “Það var Talbot Denby”. Selby hneigði sig fyrir henni sem tákn þess, að hún mætti fara. Svo sneri hann sér skyndilega til dómaranna. Þjónninn endurtók nafnið hátt. Múg- urinn heyrði það. Lögreglu- þjónninn við dyrnar kallaði það svo að Talbot sjálfur gat greint það, þar sem hann stóð fyrir utan dyrnar á einka- inngangi dómaranna. Hann kiptist við og fölnaði. Hann snéri sér hálfvegis við eins og hann hefði í hyggju að hlýðnast kallinu. En eins og gripinn af snöggum ótta, snéri hann skjótlega á braut. Er hann kom fyrir eitt horn hússins sá hann vagninn frá Lynne Court standa þar. Hann staulaðist inn í hann. RobinHood FIvOUR Úr þessu mjöli fáið þér stærri brauð “Akið til Court”, mælti ----------------- hann við þjóninn. > Ekkert svar heyrðist hvernig sem kallað var. Loks ávarpaði Greiy dómarana: “Talbot finst ekki”. “Eg æski þess, að fanginn sé sendur aftur í fangelsið”, mælti Selby skjótlega. Saintsbury lávarður hneigði höfuðið. Veroníka gekk þá til Ralphs. Fólkið vék úr vegi. Hann rétti hendurnar niður til henn- ar og hún greip þær. “Þú ættir ekki að vera héraa, þá ættir ekki að vera hérna!” tautaði hann fyrir munni sér um leið og hann var leiddur á burt. * XXXII. Kapítuli. “Akið nú hratt”, mælti Talbot við öku- manninn. Tabot reyndi að ná valdi yfir sjálfum sér. Hann sá, að hann hafði farið óviturlega að ráði sínu, þar sem hann hafði ekki farið aftur inn í dómsalinn, en flúið eins og — eins og glæpamaður. En nú var um seinan að snúa við. Talbot varð að komast heim og fara svo til London. Hann gat fundið upp ástæðu fyrir þessari snöggu burtför. 1 London myndi honum vinnast tími til umhugsunar og mæta hættunni. Er öllu var á botninn hvolft, þá var engin hætta á því, að sannleikurinn kæmist upp. Hann myndi lifa það, að sjá Ralph Farring- ton hengdan. Hann stökk í snatri út úr vagninum og hljóp upp á loft. Þar mætti hann Gibbon. “Eruð það þér, Gibbon?” mælti Talbot. “Útbúið farangur minn og útvegið vagn — lokaðan vagn — til þess að aka okkur til járnbrautarstöðvarinnar. Eg hefi fengið boð um, að koma til borgarinnar í — í mikils- varðandi erindum”. “Já, herra”, svaraði Gibbon. “Það fer engin lest 'fyr en kl. hálf fimm, herra”,* bætti hann við. “Hlýðið skipun minni”, mælti Talbot hörkulega, “og verið fljótur! Þér komist ekk- ert úr sporunum” . Gibbon horfði á eftir húsbónda sínum en lötraði svo niður stigann. Litlu síðar heyrði Talbot, að hann var farinn að taka til far- angurinn í næsta herbergi. Gibbon var nokk- uð lengi að því. Loks kom hann inn til Tal- bots. “Farangurinn er til”, mælti hann, ‘‘og léttivagninn bíður”. Talbot horfði á hann hamslaus af reiði. “Skilningssljói hundur!” mælti hann. “Eg bað yður þó að hafa vagninn lokaðan' Komið því í kring. Eg segi yður *upp vist- inni að mánuði liðnum. Snáfið á burt!” Gibbon fór út og Talbot tók að ganga aftur um gólf. Kæmist hann aðeins á stað áður en jarlinn kæmi. En hálf stund leið án þess að Gibbon kæmi. Talbot heyrði að vagni var ekið heim að húsinu. Hann gekk út að glugganum og sá að það var jarlinn, sem kominn var. Talbot beit sig á vörina og brá mjög. Svo gekk hann niður stigann og inn til jarlsins með gamalt símskeytisumslag í hendinni. “Eg vona að þú fyrirgefir mér að eg tók vagninn”, mælti hann. “Eg fékk mjög áríð- andi símskeyti og verð að fara óðara til London”. Jarlinn hafði látið sig falla niður í stól er Talbot kom inn. Hann laut höfðinu og starði út í bláinn aveg eins ogl hann vidi ekki líta á þennan mann, er hann þar til nýskeð hafði skoðað sem erfingja sinn og eftirmann. Hneisan, sem Talbot hafði gert sig sekan í, hafði lagst með afar-þunga á jarlinn. Loks leit hann á Talbot með fyrirlitningu. “Þú ferð nú frá Court fyrir fult og alt, það er eina bótin”, mælti hann. Talbot reyndi að vera rólegur. “Þú mein- ar — vissuega getur þú ekki meint það, að þú ætlir að fara að rífast við mig, herra?” mælti hann og þóttist nú mjög móðgaður. Það brann eldur úr augum jarlsins. “Ríf- ast!” endurtók hann. “Það eru til þeir menn sem maður vill ekki rífast við og sem maður vill ekki vita af undir sama þaki. Lynne Court hefir aldrei verið staður fyrir lygara og svikara”. Talbot varð dökkur á svipinn. "Þú Gleym ir hver það er, sem þú nú ávarpar”, mælti hann. “Það veit eg sannarlega!” mælti jarlinn “En bara að eg gæti gleymt því! En skömm- in um, að vita til þess, að þú ert í ætt vi& mig, að þú varst rétt að segja orðinn eftir- maður minn hérna — hérna, þar sem slíkir þorparar og þú hafa aldrei húsum ráðið! En eg þakka guði, að það hefir farist fyrir”. “Eg er nú ekki svo viss um það”, mælti Talbot. “Þú byggir þessi orð þín á framburði Fanny Mason. Þú hlýtur að vera svo reynd- ur og þekkja heiminn svo vel að það er ekki ráðlegt að trúa orðum slíkrar stúlku. Það ber ekki ósjaldan við, að slíkar drósir reyna að skella skuldinni á aðra, einkum þá, sem eru þeim ofar að metorðum og mann- orði, til þess að afsaka athæfi sitt”. Jarlinn horfði á Talbot með vaxandi fyrir litningu. “Stúlkan sagði sannleikann”, mælti hann alvörugefinn. “Það var ekki ein einasta sál í dómsalnum, er trúði ekki orðum henn- ar”. Talbot hleypti brúnum. “Það myndu þeir heldur ekki hafa gert þó að hún hefði borið þetta á einhvern annan t. d. fangann. f sannleika sagt, þá álít eg að henni farist heimsfeulega að gera það ekki. Hún fór á burt héðan skömmu eftir að hann hvarf á svona leyndardómsfullan hátt. Hann hefir ekki nema í meðallagi gott mannorð — aó minsta kosti ekki í augum laganna — Hann er ákærður um morð”. Augu jarlsins spurðu ekki. “Þú dróttar slíku að honum!” æpti hann. “Hann er son- ur minn — hann gæti ekki gert sig sekan i slíku —” “Setjum svo, herra, en hvers vegna getur þú hugsað, að eg gerði mig sekan í því að draga hana á tálar?” mælti Talbot alvarlega. Jarlinn laut áfram. “Vegna þess, að þjóf— ur er til margs vís”. “Þjófur!” endurtók Talbot. Svo hló hann, alveg eins og þessi aðdróttun tæki ekki tali. “Já, þjófur! Hvaða öðru nafni getur þú nefnt þann mann, sem stelur erfðaskrá úr læstum skáp og glatar henni?” Talbot varð fölur sem nár. “Þú sást —” braust fram af vörum honum. “Eg var vakandi — eg sá það!” mælti jarlinn. “Ekkert frekar — bíddu! Þjófar eru ávalt flón, en þú tekur öllum öðrum fram, því að þú varst ekki nógu aðgætinn til þess að varast að brenna skakka erfðaskrá — þér skjátlaðist þar, því að þii brendir þá skökku”. Talbot leit til skápsins og beit sig í vör- ina. “Hér er víst einhver misgáningur á ferð- inni, herra”, stamaði hann. Jarlinn brosti kaldhæðnislega. ‘‘Já, það var misgáningur. En það gerir ekkert. Þú ert á förum. Það er langt síðan að eg hefí beðið nokkurs, en þess bið eg nú heitt, að eg sjái þig aldrei framar”. Það lýsti sér æði í augum Talbots. Svo stundi hann. “Þú ert óréttlátur, herra”, mælt.i hann. “Eg skrifa þér frá London — eg þori ekki að tefja, — og eg vil biðja þig að taka þá á móti skýringu minni, vörn minni”. Jarlinn benti honum á dyrnar. Talbot stundi og gekk út. Vagninn beið við dyrnar. Þjónninn opn- aði vagninn fyrir Talbot og hann sté upp í hann. Gibbon vatt sér í ökumannssætið og vagninn hélt til stöðvarinnar. “Eg er smeykur um að við verðum að bíða lengur en klukkutfma, herra”, mælti Gibbon, er þeir voru komnir til stöðvarinnar. Talbot leit á úrið. “Náið í farseðlana”, mælti hann alveg eins og hann væri að tala til hunds. Hann gekk á eftir Gíbbon upp stigann og kveikti í vindlingi. Hann var á svipinn alveg eins og þegar hamingjan hafði orðið honum fráhverf, sem ekki hafði hent hann svo sjaldan. Hann gekk fram og aftur á stöðvarpall- inum. Loks varð hann þreyttur á því. Hann gakk svo út af pallinum og fram með braut- inni. Hann vissi naumast hvert hann fór. En honum var engin hætta búin, því að garðurinn, sem jámbrautin lá á yfir um dal- inn, var breiður. Garðurinn var mjög hár og svo sem hálfa mílu frá stöðinni hækkaðf hann þar sem dalbrúin tók við. Dalbrúin var skoðuð sem mesta meistarverk af fólkinu f nágrenninu, enda var hún geysimikið bákn og haglega gerð.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.