Heimskringla - 14.10.1931, Side 8
8. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 14. OKTÓBER 1931
* FJÆR OG NÆR.
Séra Ragnar E. Kvaran flytur
guðsþjónustu í Árborg á sunnu-
daginn 18. okt., kl. 2 e. h.
♦ • •
Skáldið J. Magnús Bjarnason
frá Elfros, Sask., kom til bæj-
arins í gær. Hann kom með
Árna Eggertssyni frá Winnipeg
er vestur fór s.l. föstudag. Mr.
Bjarnason kom til þess að leita
sér lækninga við augnveiki. —
Hann býst við að halda heim-
leiðis aftur í kvöld.
* * *
Dr. S. E. Björnsson frá Ár-
borg og frú hans voru stödd í
bænum s.l. mánudag.
* * ♦
Sigurður Finnbogason frá
Langruth, Man., kom til bæjar-
ins s. 1. föstudag. Hann kom í
kynnisför til dóttur sinnar,
Mrs. F. Dixon, konu Mr. Dixons
þess, er kjötmarkað rekur á
Sargent Ave. hér í bænum.
* * *
Guðm. Hjartarson frá Árnes,
Man., var staddur hér í bæn-
um s. 1. fimtudag. Hann var
að heimsækja dóttur sína, Mrs.
Hope, og vini og kunningja
aðra, er hann á hér marga. —
ROSE ;
THEATRE
'" .......
Friday and Saturday
Oct. 16 and 17
BEYOND VIGTORY
With
BIIX BOYD — ZASIJ PITTS j
MABION SHILLINGS
JAMES GLEASON
Comedy — Serial — Cartoon
Mon., Tues., Wed., Next Week
.JACK HOLT
in
The Last Parade
Added:
Serial — Cartoon — News
QBgnpr
Exchange
Furniture
Bargains
SAVE BY OUR
CLEARANCE PRICES
ON RECONDITIONED
FURNITURE. EVERY
STYLE AVAILABLE ON
VERY EASY TERMS.
‘The Reuaöle Home Furnishers'
492 Main St. Phone 86 667
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
J. A.
JOHANNSON
Garage and Repair Servlca
Banning and Sargent
Síml 33573
Haima «íml 87136
Kxpert Repair and Complete
Garmge Serrice
Gm, 094, Extras, Tiree,
BaCteriet, Etc.
Ekki lætur Guðmundur sjáan-
lega aldurinn á sér hrýna, því
stundina, sem hann var inni á
skrifstofunni, var hann eins
fjörugur og ungur galgopi væri.
• * •
Guðm. Bjarnason, 309 Sim-
coe St., biður þess getið í blað-
inu, að talsímanúmeri sínu hafi
verið breytt nýlega og sé nú
3S 979.
• • •
Guðmundur Elíasson kom
vestan úr landi s.l. miðvikudag.
Hefir hann um tíma verið norð
ur í Peace River dalnum í
grend við Spirit River, sem er
við enda járnbrautarinnar, ein-
ar 300 mílur fá Edmonton. —
Fimm íslenzkar fjölskyldur kvað
hann þar eiga heima, þar á
meðal synir hans þrír. Einn
sonur hans, Ágúst, býr í Árnes-
bygðinni, og hjá honum er
Guðmundur og kona hans nú.
Nöfn hinna íslendinganna við
Spirit River eru þessi: Gunn-
laugur Björnsson og Óli Jó-
hannsson, báðir frá Leslie, og
Hjörtur Bjarnason, ættaðurí úr
Hlíð á Vatnsnesi.
• « •
Kristján Pétursson frá Ár-
borg, Man., kom til bæjarins
s.l. mánudag í viðskiftaerindum.
• • •
Stúkan Hekla hefir ákveðið
að halda skemtifund mánudags-
kvöldið þann 19. þ. m. Allir
I — Gooodtemplarar boðnir vel-
komnir. — Ilmandi kaffi verð-
j ur síðasti liðurinn á skemti-
j skránni.
* * *
Eins og getið var um í síð-
I asta blaði Heimskringlu, hefir
j hr. málmfræðingur Jón Ólafs-
j son gert hjálparnefndum beggja
l íslenzku kirknanna hér í bsén-
; um það rausnarlega boð, að
i flytja fyrirlestur með skugga-
myndum til ágóða fyrir sjóði
j þeirra. Hefir nú verið ákveðið
j að samkoma þessi fari fram í
! kirkju Sambandssafnaðar föstu
dagskvöldið 30. öktóber n. k
Eru það vinsamleg tilmæli hjálp
arnefndanna að menn minnist
þessarar samkomu og styrki
J hana með því að koma. — Að-
gangurinn er aðeins 25 cents
og eru aðgöngumiðar til sölu
hjá hjálpamefndum beggja
kirknanna.
• • •
Ungfrú Rósa Hermannsson í
Toronto söng yfir radíóið þann
9. október s.l. nokkra íslenzka
söngva. Hlýddu íslendingar
hér vestra á söngkonuna með
mikilli ánægju.
SKEMTISAMKVÆMI
FYRIR ALDRAÐ FÓLK.
Kvenfélag Sambandssafnað-
arins að Lundar, Eining, stofn-
aði til gleðimóts fyrir aldrað
fólk í bygðinni sunnudaginn 4.
þ. m. Var það haldið í kirkju
safnaðarins og var það vel sótt.
i— talsvert á annað hundrað
manns, flest fólk eldra en 65
ára, en nokkuð með af yngra
fólki. Séra Guðm. Árnason
stýrði samkvæminu. Var fyrst
sunginn sálmur og flutti séra
Guðmundur stutta ræðu, ávarp
til gestanna. Vigfús Guttorms-
son, Mrs. Ljótunn Sveinsson,
Mrs. G. Finnbogason og fleiri
skemtu með söng, og auk þess
voru allmörg íslenzk lög sung-
in af öllum. Jón Kristjánsson
las kafla úr “Manni og konu”
og var gerður að því góður
rómur; Miss Aldís Magnússon
las Alþingishátíðarljóð Davíðs
Stefánssonar; Ágúst Magnússon
flutti ávarp til gamla fólksins;
Vigfús Guttormsson las nokk-
ur kvæði eftir sjálfan sig; Ste-
fán Scheving frá Winnipeg
sagði gamansögu, og mælti
fram gamalt gamankvæði er
hann hafði ort fyrir 40 árum;
Eiríkur Scheving mælti fram
kvæðið “Elli sækir Grím heim’’
eftir Þorstein Erlingsson og
sagði nokkur orð til áréttingar
efnisins í kvæðinu; Jón Kristj-
ánsson las nokkrar vísur eftir
Sigurð Gíslason, og eru nokkr-
ar þeirra prentaðar hér.
Að skemtuninni afstaðinni
var sezt að borðum. Voru veit-
ingar hinar rausnarlegustu og
skemtu menn sér við samta1
meðan menn nutu þeirra. Guð-
brandur Jörundsson og Gísl
Ólafsson lásu kvæði undir borð
um, meðal annars “Sjúkdóms-
lýsingu” eftir Pál Ólafsson.
Samkvæmi þetta var að öllu
leyti hið skemtilegasta og á
Kvenfélagið Eining þökk skilið
fyrir að hafa glatt gamla fólk-
íð. Væri vel við eigandi að slíkí
værí oftar og víðar gert, þar
sem venjulegar skemtisamkom-
ur með dansi eru sjaldan við
hæfi aldraðs fólks.
Viðstaddur.
• • •
SKEMTUN.
Á fundinn koma kvendin hlý,
kaffið rjóðar heita;
saman starfa Eining í,
ánægjuna veita.
Hressing miðla mildust fljóð
meður vilja sönnum;
þær hafa tíðum gæðin góð
gefið þurfamönnum.
Þar sem fylst er fátæktin,
fatar menn og seður,
áfram lifi Einingin,
Ó9kar sá er kveður. S. .G.
FRÁ ÍSLANDI
Vopnaf. 16. ág.
Tíðarfar ágætt að undan-
förnu. Spretta orðin sæmileg
Menn hafa náð inn allmiklu
af heyjum. Nýting ágæt. —
Aflabrögð sæmileg. Síld veiðst
með allra mesta móti fram að
þessu, en er nú hortfin. — 14.
þ. m. andaðist að Fossi í Hofs-
sókn Gestur Sigurðsson, í hárri
elli. Hann var tengdafaðir Ste-
fáns sál. Eiríkssonar tréskurð-
armeistara í Reykjavík.
• • •
Rvík 12. sept.
Kaupfélag í Rvík. —- Undir-
búningur til kaupfélagsstofnun-
ar í Reykjavík er hafinn fyrir
nokkru. Á fundi, sem haldinn
var í Kaupþingssalnum 7. þ. m.
var kosin nefnd til þess að
semja uppkast að lögum fé-
lagsins og boða til stofnfund-
ar svo fljótt sem nauðsynlegum
undirbúningi væri lokið. í nefnd
ina voru kjörnir Hermann Jón-
asson lögreglustjóri, Jón Árna-
son framkvæmdarstjóri, Hann-
es Jónsson dýralæknir, Pálmi
Hannesson rektor, Eisteinn
Jónsson skattstjóri, Helgi Bergs
forstjóri og Theódór Líndal lög-
fræðingur. Á fundinum mættu
um 200 manns.
• • •
Rvík 12. sept.
Kaupfélag Eyfirðinga hefir haft
hér í bænum undanfarna viku
sýningu á ostum og smjöri frá
mjólkursamlagi sínu. Hljóta
þessar vörur almanna lof og
hefir aðsókn verið mikil að sýn-
ingunni. Er yfir mjólkurvinslu
K. E. sami bragur og öðrum
fyrirtækjum þessa glæsilega
samvinnufélags. — Verð á vör-
unum mun lægra en hér tíðk-
ast í búðum.
• • •
Rvík 12. sept.
Látinn er á Seyðisfirði Árni
Kristjánsson símritari. — Bar
dauða hans óvænt að og snögg
lega, en banameinið var heila-
blóðfall. Árni heitinn var mað-
ur á bezta skeiði, vel gefinn og
ritfær prýðilega.
Rvík 12. sept.
Atvinnubætur. — Samkvæmt
fjárlögunum frá þinginu í sum-
ar er ríkisstjórninni heimilt að
taka að láni 300 þús. kr. og
verja til þess að veita aðstoð
sveitar- og bæjarfélögum, gegn
tvöföldu framlagi hlutaðeiganda
sveitar- og bæjarfélags. í at-
vinUunefnd hafa nú samkvæmt
lögunum verið skipaðir: Sigur-
jón Ólafsson formaður Sjó-
mannafélags Rvíkur (útnefnd-
ur af Alþýðusambandi íslands),
Maggi Júl. Magnússon læknir
(útnefndur af bæjarstjórnRvík-
ur) og Sigurður Sigurðsson
búnaðarmálastjóri, sem jafn-
framt er skipaður formaður
nefndarinnar. — Atvinnunefnd
veitir viðtöku umsóknum um
atvinnubótastyrk og gerir tii-
lögur um hversu og til hvaða
verka honum skuli úthlutað,
eftir nánari fyrirmælum lag-
anna, en atvinnumálaráðuneyt-
ið úrskurðar um styrkveiting-
ar, að fengnum tillögum nefnd-
arinnar. Verði fé eigi nægilegt
til að veita vinnu öllum þeim,
sem eigi hafa, ganga fjölskyldu
menn fyrir öðrum. Fulltrúi bæj-
arstjórnar Rvíkur víkur úr
nefndinni, ef um er að ræða at-
vinnubætur í öðru bæjar- eða
hreppsfélagi og það hefir út-
nefnt fulltrúa fyrir sína hönd.
• • *
Rvík 12. sept.
Bygging þjóðleikhússins er
haldið áfram í sumar. Er ný-
byrjað á verkinu, og er það
unnið f ákvæðiíjvinnii. Var
leitað tilboða í að steypa veggi
ofan kjallara (sem áður var
byggður) gengið að tilboði frá
sama manninum, sem sfceypti
kjallarann, kornelíusi Sigmunds
syni.
• * *
Rvík 12. sept.
Bruni. Aðfaranótt 3. þ. m.
brann íbúðarhús og brauðgerð-
arhús Stefáns Sigurðssonar
bakara á Akureyri til kaldra
kola. Fólk komst nauðulega
út. Engu var bjargað af hús-
munum. Verzlunarbækur brunn
u og voru þó í skáp sem átti að
vera eldtryggur. Húsmunir vá-
tryggðir.
MERKUR FORNGRIPUR
Verndargripur með rúnaletri
fundinn hjá Sigtúnum
í Svíþjóð.
í vor var verið að grafa
fyrir kjallara að skólahúsi hjá
hinum fornu Sigtúnum í Sví-
þjóð. Á rúmlega meters dýpt
komu verkamennirnir niður á
fornleifar. Þar var aska, bein,
brot úr leirkrukkum, dálítill
boginn járnbútur, lítið brýni,
hárgeiða og hárnálar úr beini,
tvær framtennur úr hesti og
dálítil koparþynna, ílöng, með
gati í öðrum enda. Eru á henni
rúnir og er auðséð á öllu, að
þetta hefir verið verndargripur,
og verið borinn í festi um háls
inn. Líkur vemdargripur úr
kopar eða bronze fanst einu
sinni í Maglemose í Danmörku,
skanít frá Dómkirkjunni í Hró-
arskeldu. Er hann einnig með
rúnum, sem ekki hefir enn
tekist að þýða til fullnustu.
Af rúnunum á þessum grip,
sem fanst hjá Sigtúnum, og mál
inu, má marka það, eftir dómi
fornfræðinga, að þær hafi ver-
ið ristar fyrir árið 1000, eða
ekki seinna en 1100. Þynnan er
ekki stærri en svo sem fjórði
hluti úr 10 króna 9eðli, en á
hana eru þó ristir um hundrað
rúnastafir, og auk þess strik til
þess að skilja á milli lína, og
ennfremur nokkur tákn til þess
að skilja á milli orða. Á fram
Ragnar H. Ragnar
pianist and teacher
Studio: 566 Simcoe St.
Phone 39 632
m
Palmi Palmason
L. A. B.
violinist and teacher
Studio: 654 Banning St.
Phone 37 843
Joint Studio Club Every Month
Pupils prepared for examination
hlið þynnunnar eru tvær lín-
ur, en þrjár á hinni hliðinni.
Sænski fomfræðingurinn,
Ivar Lindquist docent, sem mik
ið hefir fengist við rúnaráðning-
ar og ritað sérstaka bók um
galdur og galdra rúnir í fom-
eskju, hefir fengist við það
að lesa og ráða rúnirnar á
þessum verndargrip. Hann segir
að rúnirnar sé mjög auðlæsi-
legar og auðráðnar, sérstaklega
vegna þess, að sá, er þær.reist,
hafi sett merki milli orða, þar
sem hættast var við að orð
rynni saman og yrði ólæsileg.
Áletrunina les Lindquist
þannig:
Þórr, sáer réþu,
þurs(a) alrýri,
en fliúþ unnu,
und i enni.
Ef þáer þríar þráar ylfi,
ef þáer níu nöþir ylfi.
Eghi ésir,
es ésir áe,
kinds naer,
ef nítnd lýi.
EÐLILEG
NÆRING
City Milk veitir hreina og
gerilsneydda fæðu fyrir alla
í fjölskyldunni, jafnt eldri
sem yngri. Beinið börnun-
um inn á þessa heilsusam-
legu braut City Milk nú
þegar.
I*HONE 87 647
Það er nú einkennilegt að hér
kemur fram vísa undir forn-
yrðalagi, átthend og rímuð, og
í henni miðri stef.
Vísan kann nú að þykja tor-
skilin, þrátt fyrir þessa skýr-
ingu, en útlistun Lindquists á
henni er þessi: Þór, þrumu1-
goð, þursa alrýrir, er fljóð
unnu, (með) und í enni. Þótt
þér þrjár áhyggur ógni, þótt
þér nífaldar neyðir ógni, eigi
óar þér, sem aldrei óar, bjarg-
vættur kynkvísla, slá þú hina
níu.
Vera má, að ekki verði allir
sammála Lindquist um þessa
þýðingu, en þó er rétt að geta
þess hér hvaða röksemdir hann
færir fram, henni til stuðnings.
Hann segir svo í grein í
“Svenska Dagbladet”:
Flest orðin í fyrra vísuhelm-
ingi eru komin úr forn-íslensku,
og efnið er vel sanirýmanlegt
því, sem vér vitum um átrún-
aðinn á Þór. Und-í-enni finst
mér svipa mjög til viðurnefnis-
ins ormur-í-auga(Sigurður orm-
ur-í-auga), og það bendir einn-
ig til hinnar alkunnu sögu um
Þór og Hrungni jötun, sem
hafði hjarta og höfuð úr steini,
og hein að vopni, þá er Þór
fekkst við hann. Sagan segir
að Þór hafi kastað hamri sín-
um að honum og jötuninn sam-
tímis hein 91'num að Þór. Vopn-
in mættust í fluginu, en héldu
áfram. Hamarinn molaði haus
þursans, en brot úr heininni
lenti í höfði Þór, “og þar er
hún enri’.
Það verðu rekki séð af forn-
ritum íslendinga, að Þór hafi
átt mikilli kvenhylli að fagna,
en Adam frá Brimum segir, að
Svíar hafi tignað hann, sem
frjó.semi9goð, og Þrymskviða
gefur í skyn að brúður hafi
verið vígð með Þórsmerki.
Þá kemur Lindquist að stef-
inu
If thir thriar tlirar ulf
if thir niu nothir ulf,
og segir þar um:
Það er kunnugt að slík stef
voru algeng í galdraljóðum Ger-
mana (9já bók mína “Galdrar”,
1923). Eftirtektarvert er, að
töluorðið þriar (þrjár) fellur
við tafluorðið níu, og að í
fornsænsku eru orðin thrar og
nöthir sömu merkingar, með
öðrum orðum, að þrjár áhyggj-
ur eru eins og níu neyðir. En
það, sem verst er hér við að
eiga er orðið ulf, sem er tví-
tekið. Hér hygg eg að eigi að
standa viðtengingarháttur sagn
arinnar ylfa, en í fornmálinu
þýðir sú sögn að espa, jafnvel
ógna, hræða. Það þýðir í raun
inni sama sem að vera öðrum
úlfur, á ensku to wolve = to
behave like a wolf, play the
wolf.
Sérstökum heilabrotum hafa
mér valdið orðið kis og nir.
Þessi orð brjóta í bág við alt
það, 9em sænska tungan geym-
ir, og þess vegna verður mál-
fræðingurinn að grípa til leið-
beininga utan Norðurlanda. t
engilsaxnesku þýðir ner t. d.
athvarf (hjá guði). í samhandi
við það þýði eg gis með kinds.
Eignarfallið er öðru vísi, en
menn mundu ætlað hafa, en
það á stað í sænskum mállýzk-
um og jafnvel þýskum.
í hinum fornu bókmentum
íslendinga er ekkert ámóta
þessu. Helst væri það þó í
hinni torskildu Þórsdrápu, þar
sem talað er um að hvorki
skjálfi hjarta Þórs né Þjalfa af
ótta.
Eg hefi lagt Þórsdrápuna og
norskt bygðamál til grundvall-
ar, er eg skýrði orðin ihi isir,
sem er samstofna sögninni eisa.
Siðan minnist Lindquist á
rímið í þessum rúnum, og þyk
ir það merkilegt, og svipa mjög
til áletrana þeirra, er fundist
hafa í rúnasteinum frá víkinga
öld bæði í Svíþjóð og Danmörk,
t.d. á hinum svonefnda Sjörup-
steini í Danmörku:
Sa flo eghi
at Uppsalum
en va meth han
vapn hafthi.
(Só fló eigi hjá Uppsölum,
en va meðan vopn hafði).
Það væri verk fyrir íslenska
fróðleiksmenn að freista þess,
hvort þeir geta ekki ráðið rún-
ir þessar betur, því að þeim
ætti að veita það hægast allra
manna, því að íslenskan er
lykill að allri forneskju, á Norð-
urlöndum.
|í niðurlagi greinar sinnar
segir Ivar Lindquist líka:
Mér mun leyfast að taka svo
djúpt í árinni, að segja að
þessi fundur sé ómetanlegur.
Hann hefir stórmikla þýöingu
fyrir fornfræðinginn, trúar-
sagnritarann, bókmentafræð-
inginn og menningargrúskar-
ann, ekki síst vegna þess, að
hann sannar það, er marga
hafði grunað áður, að í Sig-
túnum voru enn heiðnir menn
á dögum Ólafs skautkonungs.
—Lesb. Mlbl.