Heimskringla - 20.01.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 20.01.1932, Blaðsíða 1
DYERS & CLEANERS, LTD. Suits .... Men’s Suits $1.00 Hal*..........50c CALL 37 061 DYERS & CLEANERS, LTD. Ladies’ Dresses $1.00 CALL, 37 061 Cloth, Wool or Jersey .... XbVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 20. JAN. 1932 NUMER 17 Síðasti Frónsfundur. Fundur Þjóðræknisdeildarinn ar Frón síðastliðinn föstudag, var vel sóttur, eins og aðrir fundir deildarinnar á þessum vetri. Að fundarstörfum lokn- um flutti dr. Joseph T. Thorson l>ar ræðu. Var hún að efni til um áhrif lýðfrelsisins á löggjöf þjóðanna. Benti ræðumaður með ágætum rökum á breyt- ingarnar, sem orðið hefðu víða um heim á löggjöfinni, og eign- aði hann þær lýðfrelsinu, og einna mest þátttöku jafnaðar- manna eða verkamanna í stjórn málum. Mörg af þeim málum ltvað hann ekki hafa fengið ueina áheyrn fyrir 30 eða 40 árum. Taldi hann það gleðilegan ,vott þess, að þjóð- frelsini^ hefði þokað áfram á liðnum árum, og að það mundi einnig gera það á komandi ár- um. Hann kvað ekki fyrir það takandi, að ýms atriði úr stefnu ltommúnista yrðu að lögum orð in víða um heim að öðrum 30 eða 40 árum liðnum. Að ætla sér að geta þó ekki væri nema helztu atriða úr ræðu Mr. Thorsons, er ekki ueinn kostur á hér. Ræðan var löng, stóð yfir í einar fimtíu mínútur. Og á allar veigamestu stefnur, sem fram hefðu kom- ið meðal þjóðanna til þess að ráða fram úr kreppunni, var minst, og sumar mjög ítarlega. Var greinargerð ræðumanns á því öllu hin skarplegasta og fróðlegasta. Rómuðu áheyrend- ur vel ræðuna, enda var hún vel hugsuð og flutt af mælsku. Að loknu máli, var ræðimanni greitt þakklætisatkvæði á fund- inum. Á þessum fundi skemti Þor- steinn Þ. Þorsteinsson skáld með upplestri úr óprentaðri sögu eftir sjálfan sig. Mrs. Helgason og Miss Helga son skemtu og með píanósam- spili. Fundum Fróns er nú veitt meiri athygli en nokkru sinni áður, — og að verðugu. Bæði er, að menn eru búnir að fá reynslu fyrir því, að ekk- ert er sparað til þess að gera fundina gagnlega og skemti- lega, og svo hitt, að þar eru allir íslendingar hjartanlega velkomnir, hvort sem félags- menn eru eða ekki, án nokk- urs inngangseyris. Það er fá- gætt að haldið sé hér uppi reglulega, almennum, ókeypis skemtifundum á meðal íslend- inga, og er vonandi að margir færi sér það í nyt á þessum komandi vetri. “Fróni’’ er það eitt hugleikið, að sem flestir íslendingar njóti þessara skemt- ana, sem kost eiga á að sækja þær sér til ánægju og gagns. LÍTIL VON UM LENCRI LÁNSFREST. RÚSSÁR OG JAPANAR Rússland héfir farið fram á ■það við stjórn Japans, að lönd- In gerðu samning með sér um að halda friði í Mansjúríu á hverju sem þar gengi, og viður- kendu rétt hvers annars til þeirra fríðinda sem þau hafa þar nú. Er sagt, að Rússland hafi farið fram á þetta vegna þess, að þeim lítist ekki á að- farir Japana í þeim hluta Man- sjúríu, er járnbarut Rússa liggi um. Japanar taka friðar til- hoði þessu ekki vel, enn sem komið er og óttast að eitthvað búi undir þessu. Teljast sjálf- ir ekki hafa haft neinar árasir á Rússa í huga, og bera þeim á brýn, að þeir hafi ekki gefið Japan neitt tækifæri til að í- huga eða kynna sér friðarkost- ina áður en þeir hafi gert upp- kast að samningnum. Hvernig sem um þetta mál fer, gefur það til kynna, að milli Rússa og Japana hafi ekki neinir leynisamningar áður átt sér stað viðvíkjandi Mansjúríu, eins og vestlægu þjóðirnar hafa verið mjög smeykar um. i vetur, en það er ekki neitt líklegt að það setji sig upp á móti þessari ráðstöfun. Laun forsætisráðherra J. Bracken lækkar þetta í $8,200. R. D. Waugh í $7,380 og ráð- herranna í $6,560. FRAMFARIR í GLERGERÐ KAUP STJÓRNARÞJÓNA LÆKKAÐ 1 gær tilkynti fylkisstjórnin í Manitoba, að laun stjórnar þjóna yrðu lækkuð, frá fyrsta janúar þessa árs talið um 6% að meðaltali. Er sii launalækk- un í viðbót, við launalækkun- ina, sem gerð var 1. sept. 1931. Nemur því lækkunin nú eða frá 1. janúar alls sem hér segir: Á $6000 launum og þar yfir 18%, á $5,000 — 6,000. - 16%, á $4,000 — $5,000 14%, á $3,000 — $4,000 -— 10%, á $2,000 — $3,000 — 8%. o. s. frv. Kauplækkun þessi nær til allra stjórnar þjóna svo sem vínsölu- og símaþjóna, há- skólakennara og þlngmanna. lúngmanna kaupið lækkar því úr $2,000 í $1,840. Að vísu Þarf þingið að samþykkja þetta Ameríkumenn hafa lært þá list, að búa til því sem næst óbrjótandi gler. Það þolir jafn- vel byssuskot. Er það meðal annars notað í bílarúður. Þá hefir þeim einnig tekist að búa til hálf-gagnsætt gler (one way glass) með þeim hætti, að sjá má út um rúð- urnar, en ekki inn um þær. Kemur þetta sér vel, þar sem auðvelt er að sjá inn um glugga utan af götu eða úr næsta húsi. Dýrt mun gler þetta énn, því mest er það notað í hurðglugg- um og þvíl. Að utan kvað gler þetta líkjast spegli og má sjá sig í því. Sagt er, að Englendingar fá- lst og við þessa glergerð. Verð- ur að líkindum ekki langt þess að bíða, að það verði alment notað. Það horfir ekki vænlega sem stendur með það fyrir Evrópu- þjóðunum, að fá Bandaríkin til að taka þátt í ráðstefnu með sér um frekari frest á stríðs- skuldunum. Spumingu Laval, forsætisráð herra Frakklands, þessu við- víkjandi, er sagt að Bandaríkin hafi svarað því, að þau ætluðu ekki að láta sig vandamál Ev- rópu neitt skifta sem stæði. Halda blöð því fram, að á- stæða Bandaríkja sé sú, að þátt taka með Evrópuþjóðunum sé til lítils í þessum málum, með- an þær sjálfar bera ekki meira traust hver til annarar en raun sé á, og séu sjálfar ófúsar á að leggja nokkuð í sölurnar til að greiða á varanlegan hátt úr sínum eigin vandræðum. Þegar einhverra sinnaskifta verði 'vart í þessum efnum hjá Evrópu- þjóðunum, sé þó ekki vonlaust um, að Bandaríkin leggi sinn skerf til úrlausnar vandamál- anna. • VIÐSKIFTASAMBANDI SLITIÐ. Chiang-stjórnin nýja í Kína hefir slitið viðskiftasamband sitt við Japan út af Mansjúríu- málunum. Einnig hefir hún tek- ið fasta hina fyrri stjórnendur í Mansjúríu, fyrir að hafa svik- ið kínversku stjórnina, en lið- sint Japan, er vaðið var yfir landið. Er einnig sagt, að stjórn in í Kína líti á svar Japans til Bandaríkjanna um það, að níu- þjóða samningarnir hafi ekki verið brotnir með framferði Japans í Mansjúríu, sem óbil- gjörnustu ósvífni og smán sýnda Kína. Er alt útlit á að þessi nýja stjórn í Kína sé framkvæmdasamari en sú, er þar var áður við völd, og að hún hugsi alvarlega á hefndir fyrir þann órétt, er kínversku þjóðinni hefir verið sýndur. í fyrstu ætlar hún þó að leita réttar sins hjá Alþjóðasamband- inu. Daufheyrist það við rann- sókn málsins, sem fyr, er ó- mögulegt að segja, hvað kom- ið getur fyrir í austlæga heim- inum ennþá. menn komu til þeirra og hand- tóku þá og fóru með þá niður á lögreglustöð. Á sér höfðu þjófamir ýmsa muni, er þeir höfðu stolið þessa nótt. Einnig hefir nú í húsi því ,er þeir bjuggu í, að 412 McGee St., fundist um $2000 virði af munum, er þeir hafa stolið. Er því líklegt, að þetta séu mennirnir, sem valdir eru að innbrotunum í vesturhluta bæjarins. Nöfn þeirra eru Frank Snow- den og Andrew John Proctor. Alls er talið að á stuttum tíma hafi verið brotist inn í 100 í- veruhús. Hefir tvisvar verið brotist inn í sum þeirra, þar á meðal hús eins lögreglumanns. Skildu þeir í seinna skiftið eft- ir miða til hans, sem skrifað var á, að þeir ætluðu senn að heimsækja hann í þriðja sinn. TILVONANDI ÞINGMANNSEFNI Blaið Manitoba Free Press mintist á það, eftir að samn- ingar tókust um sameiningu liberal flokksins og Bracken flokksins, að Walter J. Lindal K.C. væri ætluð staða hjá Mani- toba stjórninni og að líklegt væri, að hann sækti um kosn- ingu í Gimli-kjördæmi í næstu fylkiskosningum. NÝR LIBERAL FLOKKUR. INNBROTSÞJÓFUM NÁÐ. ÓSPEKTIR Á SPÁNI. Síðast liðinn mánudag hófust óspektir miklar á Spáni á tveim eða þrem stöðum eða víðar milli kaþólskra konungssinna og lýðveldissinna. I Bilbao voru fjórir rnenn dreþnir í slíkum óeirðum. Yerk- föll voru gerð víða og viðskifti heftust. Á nokkrum stöðum skvettu kommúnistar og verkamenn olíu yfir kirkjur og kveiktu svo í þeim. Brunnu nokkrar kirkj- ur til kaldra kola. Um þrjátíu og níu konungs- sinna og presta einangruðu verkamenn og kommúnistar á klúbb-fundi og héldu þeim í her- kví og ógnuðu þeim með því, að segjast ætla að reka þá í gegn. Gat stjórnin með naum- indum komið í veg fyrir blóðs- úthellingar með því, að setja hina umsetnu presta og kon- ungssinna í fangelsi. í Winnipegborg, einkum í vesturhluta hennar, hefir und- anfarið verið svo mikið um inn- brotsþjófnaði, að aldrei hefir neitt svipað þvi þekst áður. Það hefir hverja nóttina eftir aðra verið brotist inn í íveru- hús, á sama strætinu og hnupl- að þaðan peningum og öðru fé- mætu. En aldrei hafa þjófarnir svo mikið sem sést. Hefir bæj- arlögreglan haft hóp manna í tvær eða þrjár vikur, leitandi uppi þjófana, en aldrei getað fundið þá. í gær komust þeir loks í tæri við tvo menn norð- ur á Tecumseh stræti, er þeim þótti eitthvað grunsamt við. En er þeir sáu lögreglumennina, tóku þeir til fótanna og hurfu. Var nú símað á lögreglustöðina og hverjum lögreglumanni skip- að að hafa augun hjá sér. Næst sá lögreglumaður þá á Sargent og Agnes strætum, en er hann gekk í áttina til þeirra, tóku þeir enn til fótanna, og misti lögreglumaðurinn sjónar á þeim. En maður, sem á gangi var þar, spurði lögreglumanninn, að hverju hann væri að leita. Er lögreglumaðurinn sagði horium það, benti maðurinn honum á að tveir menn hefðu skriðið undir frampall á húsi þar skamt frá. Létust báðir náungarnir sofa, er lögreglu- . Um 60 liberalar komu saman í St. Regis gistihöllinni s. 1. mánudag, og ræddu um að stofna nýjan liberal flokk í Manitoba. Bannsungu þeir sem mest mátti verða samþyktina, sem gerð var á fundi liberala fyrir skömmu, um að samein- ast Brackenflokknum. Kváðu þeir hana hafa gerða verið án þess að meðlimir liberal flokks- ins hefðu verið að spurðir. All- ir mótmæltu þessir menn sam- einingu flokkanna á fundinum, þar sem hún var samþykt. Mál- ið um stofnun nýs liberal flokks var þó aðeins rætt, en engar samþyktir gerðar þar um að sinni. En hitt er víst, að þessir menn ætla að engu að virða sameiningarsamþyktina. Á meðal þeirra, sem á fundi þessum komu saman, voru E. J. McMurray, Alex. McLeod^ K. C., Fred C. Hamilton, Col. J. Y. Reid, H. B. Hermanson, R. F. Kirvan og W. W. J. Tait. ÞÝZKALAND. í Þýzkalandi námu útfluttar vörur árið 1931, $2,339,650,000, en innfluttar vörur, $1,680,- 735,000. Námu útfluttar vörur því $790,275,000 meira en þær innfluttu. Greiðsla á skaðabóta- skuldunum, sem í vörum var goldin, er innifalin í þessari út- fluttu tölu. VINNUR KAUPLAUST. T. R. Deacon í Winnipeg hef- ir boðist til þess að vinna í veganefnd (Good Road Board) þessa fylkis kauplaust í ár. — Hann hefir verið í nefndinni síðan 1914. Kaup, sem goldið hefir verið fyrir það starf, er $1000 á ári. FÁ TVfBORGAÐA HOSALEIGU Hjón ein í Winnipeg, sem framfærslustyrk fengu hjá bæn um, fengu og leiguna goldna af bænum fyrir húsið, sem þau bjuggu í. En ekki komst það nú aðeins upp, að hjónin áttu sjálf húsið, heldur einnig að þau voru að fá tvöfalda húsaleigu greidda sér fyrir Ólína Svarfdal. (Mrs. ólína Kristin Árnadóttir Svarfdal, frá Hamri í Svarfaðardal. Dáin í Wynyard, Sask.) 10. okt. 1850 — 11. des. 1930. Sem augnablik liðið lífið er. Hve löng var þó mörg þess stund. Óskirnar brjóta öll sín skip unz andvakan festir blund. Vinirnir gömlu geyma þig, þótt gleymskan ríði í hlað, fornkvenna gildi að skörungsskap, þótt skarinn ei vissi það. Skapétór og trygg og traust og sönn, tápmikil, hrein og sterk. Gjafmildin stór, en getan smá, sem grefur hvert rausnar verk. Stórhuga fátækt er leiðin löng — langt í hvern áfangastað. Lengstur samt vildustu vonunum manns, er vegurinn heiman að. Þér var ei ísland uppgerð nein, unnir þú landi og þjóð, æfina löngu þér undir bezt við íslenzka sögu og ljóð. Ljósin frá æskunni lýsa bezt •lúa og elli manns: englanna tunga er íslenzkt mál og eilífðin sveitin hans. Þ. Þ. Þ. það. Kvaðst konan leigja hjá manninum, en maðurinn hjá konunni, og breyttu auðvitað nöfnum sínum til þess að eng- an grunaði neitt. Á þenna hátt fengu þau leiguna tvíborgaða fyrir eitt og sama húsið, sem >au bjuggu bæði í og áttu. Þau fá hana nú samt ekki lengur greidda. AFNÁM BANNLAGANNA. Rvík 23. des. 17. þ. m. var fundur haldinn í Stúdentafélagi Reykjavíkur, og var umræðuefni “afnám bannlaganna’’. —• Málshefjandi var Guðmundur prófessor Hann esson. — Fundurinn var mjög fjölmennur og stóðu umræður yfir fram á nótt. Var fundi þá frestað og ákveðið að halda framhaldsfund um málið fljót- lega. Þessi framhaldsfundur var haldinn á mánudagskvöld (21. j. m.). Var fundurinn mjög fjölmennur og enn miklar um- ræður. Tók fyrstur til máls dr. Guðm. Finnibogason og talaði á móti banni. í sama streng tóku: Ólafur Thors alþm., Jón Kjartansson ritstj., Guðm. Hann esson prófessor, Gústav A. Sveinsson lögfr., Bolli Thorodd- sen verkfr.; en með banni töl- uðu: Pétur Zophoniasson full- tr., Sigfús Sigurhjartarson stór- templar, Guðjón Guðlaugsson og Helgi Sveinsson. Á fyrri fundinum lagði Guð- mundur Hannesson prófessor fram svohljóðandi tillögu: “Fundurinn skorar á Alþingi að nema núgildandi Alþingislög úr gildi ‘á næsta þingi og gera jafnframt þá skipun á sölu, innflutningi og framleiðslu á- fengra drykkja: að öllum sé heimilit að kaupa áfengi og neyta þess, að sölu og veitingu áfengra drykkja sé hagað svo, að sem minst tjón hljótist af, hvort sem þetta er gert með því að hafa útsölu- eða veitingastaði fáa, solutíma takmarkaðan eða á annan hátt. að höfð sé* hliðsjón af því hins vegar, að sem fyrst taki fyrir smyglun og heimabrugg- un ,svo ríkissjóður missi ekki réttmætar tekjur af sölu á- fengra drykkja, að frjáls bindindisstarfsemi njóti ríflegs styrks af ríkisfé, Fundurinn felur stjórninni að leita samvinnu við önnur félög hér í bæ eða víðar um fram- kvæmdir í þessu máli.’’ Var tillaga þessi borin undir atkvæði á síðara fundinum. — Var fyrst borinn undir atkvæði fyrri hluti tillögunnar, aftur að orðunum: Fundurinn felur stjórninni ... — og var sam- þykt með 70 samhljóða at- kvæðum. Niðurlag tillögunnar var einnig samþykt án mót- mælaatkvæða. Sigfús Sigurhjartar9on bar fram svohljóðandi tillögu: “Fundurinn skorar á stjórn sína að beita sér fyrir öflugri bindindishreyfingu meðal stú- denta og lýsir yfir því, að hann sé eindregið fylgjandi bindind- isstarfsemi í skólum landsins.’* Þessi tillaga var feld með þorra atkvæða gegn 4. Mbl. HUGLEIÐINGAR OG SAMTÍN- INGUR UM HEIMSVELDI BRETA. Hinn heimskunni rithöfundur Jack London, lýsti Englandi eitt sinn við gamla og gráhærða móðir, sem einmana sæti heima og yfirgefin, siðan synir hennar væru komnir út um allar jarð- ir, og hefðu brotist áfram í framandi heimsálfum, og reist þar bygðir og bú. Að vísu könnuðust hinir uppvaxandi og nú sjálfstæðu synir við móður sína og ætterni, en þeir væru orðnir sjálfbjarga, henni óháð- ir, stæðu á eigin fótum. Bretar hafa farið að heiman og numið lönd. Heilar heims- álfur hafa þeir lagt undir sig. En nýlendurnar ætla allar að fara eins og Bandaríki Norður- Ameríku, skilja við ættlandið. Heimsveldi Breta stendur völtum fótum. Þó ráðstefnur séu lialdnar á ráðstefnur ofan um Indlandsmálin, um versl- unina við nýlendurnar, um yfir- ráðin í Asíu- og Egyptalandi, þá nægja engar bollaleggingar til þess að stemma stigu fyrir því sem er að gerast í þeim málum. lndland er að losna úr tengsl- um við hið brezka heimsveldi. Það er augljóst. Og þegar Ind- land er farið, rata hinar nýlend- urnar sömu leið. — Landasam- bandið milli Egyptalands og Indlands, sem Bretar reyndu að koma á upp úr ófriðnum, er að gliðna í sundur. Og þegar Indverjar eru farnir, þá fa»i Egyptar sína leið. Og þegar Indland er skilið við Bretland, þá hafa Bretar enga ástæðu til að halda uppi flotastöðvum sínum á leiðinni milli Bretlands og Indlands, við' Súezskurðinn Frh. á 4 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.