Heimskringla - 20.01.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 20.01.1932, Blaðsíða 6
6. SEÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. JAN. 1932 RoblnllHood FI/dUR # BRAUÐ ÚR ROBIN HOOD HVEITI, NEM- UR Á BURT SULTINN OG VERNDAR ÞREK YÐAR. Á HÁSKA TÍMUM I Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir ! Georg'e A. Henty “Það er rétt”, tók þá majórinn fram í. “Það er Harroway, laglegur maður og kvenna- maður.” “Hvernig á að skilja það, frændi?” spurði þá Isabel. “Þykir kvennfólki vænt um hann eða þykir honum vænt að vera í kvennahóp?’’ “Hvorttveggja er nokkuð rétt, hugsa eg,” svaraði majórinn. “Hann er talinn einn fríð- asti maðurinn hér hjá okkur.” “Eg sé nú ekki hvervegna kvennfólki skyldi þykja vænt um hann fyrir það,” svaraði Isabel. “Mín reynsla er að fríðir menn séu ekki eins viðfeldnir eins og hinir. Og það líka kemur til af því að þeir þykjast af fríðleikan- um, og reikna svo ekki til að geðjast öðrum. Það var einn þessi fríði maður okkur samtíða á sjóferðinni, og hann var leiðinlegasti mað- urinn í viðræðum á skipinu. Nei, nei, doktor, engan að nefna! En segi eg ekki satt?’’ “Jú, hann var sannarlega staursleg fígúra, en þó held eg nú, að þú sért ekki sanngjörn í dómi núna”. “Ó, mér kemur ekki í hug að tala þannig um alla fríðleiksmenn,” sagði Isabel. “Eg á við þá menn, sem leggja sig í framkróka til að vera fallegir og uppfágaðir, en eg veit ekki hvert þú skilur hvernig menn eg hefi í huga. Að hverja ert þú að brosa, Mr. Wilson?’ “Mér dettur í hug tveir eða þrír náungar, sem þú óafvitandi lýstir svo vel með þessum orðum. En eg verð að fara, því næsta veð- hlaup er að byrja, og eg verð í því næsta á eftir. Það er m ál að eg fari að búa mig. Þú óskar mér til lukku, vona eg, Miss Hannay? “Það geri eg, — allrar þeirrar lukku, sem þú verðskuldar. Betur get eg ekki, eða hvað? svaraði Isabel. , “Þá er eg hræddur um að lukkan nái skamt”, sagði Wilson hlægjandi. “Eg býzt ekki við að verða fremstur, en eg vona og óska eg verði á undan honum Richards, af því hann er svo hár-viss um að hann verði á undan mér.” En Wilson fékk þá ósk sína uppfylta. Tveir fljótustu hestarnir voru nærri jafnir. Á eftir þeim, í fimm til tíu faðma fjarlægð, komu allir hinir hestarnir í einni bendu og þar voru þeir félagar og börðust um fast til að reyna að ná þriðju verðlaun- um. Þeir náðu þeim líka, en hestarnir voru hníf-jafnir og þurftu þeir svo að skifta verð- laununum. Kunningjar þeirra hlógu bæði hátt og lengi að þeim fyrir þessa miklu reið, en við svo búið varð að standa. “Þetta er hreint afbragð’’, sagði majór- inn. “Þið sjáið ekkert skringilegra en þetta í allan dag, stúlkur. Þriðju verðlaunin borga blábert aðgöngu-gjaldið, og þar sem dreng- imir skifta því fé milli sín, þá þýðir það það, að þeir hafa borgað tuttugu og fimm rúpía hvor, fyrir leyfi til að þeysa eftir reið-hringn- um, og að öllu loknu er enn ósannað hvor þeirra hefir betri gæðinginn.’’ “Jæja, þeir voru þó samt á undan æði mörgum,” sagði þá Miss Hunter. “Þeim farnaðist því ekki svo illa.” “Nei, langt frá, en það verður iangt þangað til tekur fyrir glósurnar um kapp þeirra að ná í þriðju verðlaunin.’’ Majórinn og gestir hans gáfu lítinn gaum að tveimur næstu veðhlaupunum, því kunn- ingjar þeirra flyktust að þeim úr öllum átt- um til að spjalla um veðrið og daginn, og með þessu kunningjafólki komu ýmsir ó- kunnir gestir, sem gjarnan vildu kynnast majórnum og þans fólki. Var þar mikið um hávaða og gleði, er þeir Wilson og Richards komu, og undireins beindu allir hæðnis- skeytum sínum að þeim og þeirra óviðjafn- anlegu reið, — á seinasta sprettinum. Báðir voru þess fulltrúa að dómara úrskurðurinn væri ósanngjarn, því hvor um sig staðhæfði jafn ótvíræðilega, að sinn hestur hefði verið snoppu-breidd ef ekki meir, á undan hinum! Veðhlaupið sem mest kvað að, sem beindi allra hug í eina átt á meðan á því stóð, var veðhlaup arabisku gæðinganna. í því hlaupi tóku tíu gæðingar þátt, og af þeim sköruðu tveir langt fram úr, í almenna álitinu, foli Rajahins, er hét Mameluke”, og hryssa Pro- thero’s adjútants, er nefnd var “Seila". Yfir- leitt var meira álit á Mameluke, fyrir sigur- vinningar annarsstaðar, en allur fjöldi manna tilheyrandi hernum treystu Seilu, sérstaklega af því Prothero var fyrirtaks hestamaður og reiðmaður og hafði oft verið fenginn til að stjóma veðhlaupi í nágranna héruðum. Aftur á móti var það kunnugt, að það var Hindúi sem átti að ríða Mameluke. Auðvitað var þessi Hindúi frægur reiðmaður og hafði unn- ið mörg veðhlaup fyrir Rajahinn, bæði í Cawnpore og annarsstaðar, en samt voru nú þeir sem kunnugastir voru á því, að Prothero væri þeim muú fastari fyrir og þrekmeiri, að hann hlyti að vinna, ef Mameluke væri ekki miklu fljótari, því Seila var bráðskörp og þolin og hafði unnið mörg veðhlaup sumarið næsta á undan. Eigi að síður stóðu meðmál þannig að meðhaldsmenn Seilu vildu fá tvo rúpía á móti einum ,og að meðhaldsmenn Mameluke’s, buðu fjóra á móti einum, og frá átta til tuttugu rúpía á móti einum, ef um einhvern hinna hestanna, átta, var að ræða. “Þú ert okkar eina von, Prothero,” sagði Mr. Hunter við hann, er adjútantinn stað- næmdist augnablik hjá vagninum, þegar hann var að ganga af stað til að búa sig í reiðina. “Miss Hannay er búinn að veðja glófum á Seilu, og það frámunalega g’apalega.” “Einmitt það, en þá ræð eg þér nú til, Miss Hannay, ef kostur er á, að hafa úti árar á bæði borð,” sagði þá Porthero. “Mitt eigið álit er, að Mameluke sé ferðmeiri en Seila, og það svo miklu muni. Eg var bara hálfa makka lengd á undan hesti Vincents í fyrra, en Mameluke vilnaði honum í svo nam tals- verðu, vegna þyngdarmuns, og varð samt fullar þrjár hest-lengdir á undan. Eg ræð þér þess vegna til að hafa árar á bæði borð í veð- málunum, ef þú getur.” “Hvað meinar hann með “árum á bæði borð,” frændi,’’ spurði Isabel, er Prothero var farinn. “Það þýðir að veðja jafnt á báða hesta, því þá stendur maður jafn réttur í leikslok.” “Nei, það geri eg ekki,” svaraði Isabel. “Eg hefi nóga peninga til að borga veðskuld- ina, ef eg tapa”. “Elrtu vrkilega að hugsa um að borga veðféð, ef þú tapar?” spurði doktorinn. “Auðvitað, eða hvað heldurðu?’’ sagði Isabel með þótta. “Heldurðu máske að eg borgi ekki ef eg tapa, en taki við veðfénu frá öðrum, ef eg vinn?” “Já, það er nú ekki alveg ókennilegur siður kvenna, þegar þær veðja við karlmenn,” svaraði doktorinn. “Eg held þær séu æru- kærar í viðskiftum, ef þær veðja við kvenn- menn, en þær gera það ekki oft, en þegar karlmaður á í hlut, er þeim gjarnt til að gleyma veðskuldinni.” “Þetta eru meiðyrði, er ekki svo, Mrs. Hunter?” sagði Isabel. “Ekki fyllilega, held eg. Auðvitað eru til konur sem borga veðskuldir skilvíslega, en þær eru ekki nærri allar þannig gerðar,” svaraði Mrs. Hunter. “Það kalla eg níðingslegt,’’ sagði þá Isa- bel. “Mér finst við mættum þá eins vel ganga um meðal karlmanna og biðja þá að beita á og gefa okkur svo og svo mikið, ef þeir vinna.” “Það kemur nokkurnveginn í sama stað niður,” svaraði Mrs. Hunter,” en svo er þessi veðmálaaðferð kvenna búin að ná nokkurs- konar hefð. Er álitið skyldu-gjald til kvenna á veðreiðafundum alveg eins og kvennfólk á Frakklandi áh'tur nýjársgjafir skyldugjald frá öllum karlmönnum sem þær eru kunnugar." “Já, mér dytti nú ekki í hug að Veðja, ef eg ætlaði ekki að borga veðféð skilvíslega,” sagði Isabel. “Og tapi Prothero, borga eg allar mínar veðskuldir undandráttarlaust.” Það sló þögn yfr mannþröngina þegar arabisku gæðingarnir, tíu í hóp, voru leiddir fram á reiðhringinn og brokkuðu eftir honum að sviðinu þar sem spretturinn skyldi hafinn. en það var um fjórðung úr mílu frá dómara- byrginu. Þessi auka-sprettur var ætlaður til að komast af stað og jafna svo reiðina, að hestarnir væru komnir á fulla ferð og allir samhliða, eða því sem nær, þegar þeir færu framhjá dómara byrginu, því þar byrjaði og þar endaði veðhlaupið, en það var tveggja mílna langt. Það gekk vel að komast af stað, en áður en langt leið sást að Mameluke og Seila drógust aftur úr og héldu sig um stund aftan til í þrönginni. Það undraðist Isabel og leizt ekki á. En alt í einu snaraðist rauð- serkur* fram í gegnum hestaþvöguna og var nú um stund á undan öllum hinum. “Prothero teygir hina áfram og það með ósTÍfni,” sagði majórinn, “en það finst mér ólíkt venju hans.” “Já, en hann yeit hvað hann er að gera, hugsa eg”, svaraði doktorinn. “Hann þótt- ist sjá að Mameluke var ætluð að vera aftar- lega þangað til á seinasta sprettinum, svo nú ætlar hann að neyta nýrra bragða. Hana! Þar fara þeir fram hjá mílu-merkinu, og Seila er nú alt að tuttugu föðmum á undan. Sjáðu nú líka! Nú er verið að knýja Mameluke! Sjá, hve hann snarast gegnum hesta þvög- una. Hindúanum leizt ekki á blikuna, og hafði ekki stillingu ti lað bíða lengur, en það hefði hann átt að gera, og ekki keyra skepn- una þannig fyrr en önnur hálf míla var farin. Seila er nú búin að hvíla sig ögn, eftir fyrstu kviðuna, og er að auki þolin, en Mameluke má nú fara míluna af alveg hvíldarlaust. Við sönnum að þetta bragð hrífur, og að Seila verður á undan yfir skeið-línuna.” Það laust upp miklu og almennu fagn- aðarópi meðal Hindúa allra þegar þeir sáu að bláserkur knúði Mameluke fram úr þvögunni, og sýnilegt var að hann var óðum að draga 40 Elnkennllltur ad jútantelns var rautur, en Rajahtne blár. á Seilu, sem nú um tíma hafði farið jafna ferð og hin- ir hestarnir allir, — hélt bara við en jók ekki ferðina. “Ó, frændi!” hrópaði Isa- bel og reif vasaklút sinn óaf- vitandi í fátinu sem kom á hana. “Mameluke ætlar að ná Seilu!” “Já, það gerir nú ekkert þó hann nái henni,” svaraði majórinn, sem nú fylgdi þeim altaf eftir með kíkirnum. “Prothero gerir ljómandi vel. Hann knýr Seilu ekki ögn, hann heldur jafnri ferð, en þessi auli sem ríður Mame- luke bers't um og knýr skepnuna eins og ekki væru eftir nema fáeinir faðmar. Seila að vísu fer alt að því fulla ferð, en þó mun hún geta betur.” Gæðingar voru komnir að sviðinu, þar sem þeir röðuðu sér í fyrst, kvart mflu frá skeiðlínunni, þegar Mameluke náði Seilu og og herti þá á sér á ný, svo, að hann komst framfyrir. Laust þá upp nýju og stórfeldu fagnaðarópi meðal Hindúa. Seila hélt enn sömu ferð, en Mameluke herti á sér enn, þangað til hann var fjóra, fimm faðma á undan, og þeirri afstöðu héldu þau ofurlitla stund. Prothero sat altaf hreyfingarlaus og óhrærður, afi sýndist, en alt í einu, eins og sjálfkrafa, fór Seila að draga á Mameluke, og laust þá upp hvellu fagnaðarópi meðal Norður- álfumanna. Reiðmaður MameluKe heyrði það, leit um öxl sér, sá að saman dróg og fór þá að berjast um aftur og beita svipunni. Dróg þá ofurlítið í sundur aftur, en ekki nema augnablik, þó altaf sæti Prothero hreyf- ingarlaus og rólegur. Þegar þau snöruðust fram hjá fyrstu vagna-röðinni var bilið á milli orðið mjög lítið. “Seila á undan! Seila á undan!” hrópuðu þá hermennimir allir hver um annan þveran, en það virtist Isabel þó alveg ómögulegt. Fet fyrir fet nálgaðist þó góðhross adjút- antsins gæðing Rajahins og þegar þau fóru fram hjá vagni Hunters, var hryssan með höfuð sitt og hálfan svíra á undan Mameuke. Hindúinn barðist um og lét eins og óður maður, á Mameluke, en hægt og sígandi jók hryssan altaf á ferðina og þegar þau augna- bliki síðar snöruðust yfir skrið-h'nuna, var Seila fulla lengd sína á undan. 7. Kapítuli. Það var mikil gleði í hóp Norðurálfu manna yfir Seilu, sérstaklega þó meðal allra þeirra, sem tilheyrðu ‘hundrað og þriðju’ her- deildinni, því þeir höfðu allir veðjað á hana, enkum af því þeir vissu hve Prothero var frábærlega góður reiðmaður. í>rátt fyrir þennan almenna fögnuð höfðu samt margir hvítir menn tapað ógrynni fjár á þessu hlaupi, því þeir höfðu óhultir veðjað á Mameluke, vitandi að hann var viðurkendur ferðmeiri. Isabel sat máttvana um stund á eftir, og sagði Mrs. Hunter að hún hefði ekki trúað að veðhlaup milli tveggja hesta gæti farið svona með sig. “Eg hugsaði ekki út í veð- féð,” sagði hún, “en mig langaði, svo mikið til að Seila yrði á undan. Þangað til nú hefi eg aldrei skilið í ósköpunum sem kemur á fólk á veðreiða fundum, en eg skil það nú.” “Hvaða stærð tekurðu, Miss Hannay?” spurði Wilson, er þá kom að. “Æ, eg vil helzt enga glófa, Mr. Wilson,” svaraði Isabel mæðilega. “Eg sé éftir að eg veðjaði!” “Nei, I ú þarft nú ekki að hika við að þiggja veðféð, Miss Hannay, frá mér eða nokkrum okkar, því við höfum allir grætt og það svo, að við megum til með að halda samsæti og dansveizlu í minningu þess, að Seila vann. Eg hafði ekki veðjað nema hundrað rúpíum, en nú fæ eg þó fjögur hundruð rúpía í minn hlut. Og nærri allir hinir hafa þó grætt meira en eg. En alt mitt tap er aðeins fjögur pör af glófum til hvorrar ykkar, þín, Mrs. Doolan og til Mrs. Prothero, — ein tylft af glöfum alls. Nú, hvað er þá þín stærð, og hvert viltu þá heldur hvíta eða gula?” “Jæja, mín stærð er sex og hálft, og lit- urinn gulur.” “Þakka þér fyrir, Miss Hannay. óvenju hefir Rajahinn tapað á þessu hlaupi. Hann hafði veðfé á boðstólum á móti hverjum ein- asta manni, sem vildi þyggja. En svo gerir það honum ekki mikið, og það þykir mér nú æfinlega bót í máli, þegar skaðinn lendir á þeim, sem nógu eru ríkir. En hvað segir þú, majór, væri ekki tilhlýðilegt að herdeildin héldi Prothero veizlu? Eg álít að það sé honum og hans aðdáanlegu stjórn að þakka, að við unnum. Hefði Hindúinn haft stillingu til að bfða þangað til á seinustu hálf-mflunni, hefði Mameluke óefað orðið á undan.” “Já, hvað segírðu þá um veðreiðar, Miss Hannay,” sagði Bathurst er í þessu kom að, “mig minnir þú segðir í gær, að þú hefðir aldrei séð veðhlaup?” / “Já og eg skammast mín nú fyrir að játa, Mr. Bathurst, að þetta eina veðhlaup hrærði mig meir en eg gat ímyndað mér. En þú hefir, vona eg, ekki tapað. Þú lítur svo— hún hikaði. “Læpulega út”, sagði hann þá. “Já, eg er allur af göflum genginn. En eg tapaði ekki einum peningi, því þó doktorinn léti mig leggja í veðsjóð í gærkvöldi, þá átti eg ekkert í húfi, því eg dróg núll. En hávaðinn og sköllin á eftir hafa ætlað að gera út af við mig.” “Og enmitt svona eru mínar tilfinningar,” sagði þá Isabel, “en eg hélt að karlmenn vissi ekki hvað þær tilfinningar eru. Þeirra taugar virðast oftast vera stálslegnari en svo.” “Ekki mínar, það eru nú vandræðin,” svaraði Bathurst. “Doktorinn er að telja mér trú um, að það spretti af of mikilli áreynslu, en eg hefi verið svona frá bandómi, og get ekki hrundið því af mér.” “Ekki líturðu þó út fyrir að hafa veikl- aðar taugar, Mr. Bathurst.” “Nei. Þegar maður hefir sterklega bygg- ingu og er veðurtekinn, þá er það ekki auð- sælt og ekki trúlagt. Eg vildi gefa æði mikið til að taugar mínar væru stæltari en þær eru, Miss Hannay.” “En það getur ekki gert þér nokkurn hlut, til eða frá, Mr. Bathurst.” ““Jú, jú, eg get fullvissað þig um, að það gerir mikinn mun, Miss Hannay. Eg lít svo á að þetta sé stórkostleg óhamingja fyrir mig’.’ Þetta sagði hann með svo mikilli alvöru, að Isabel varð hissa. “Eg hefði nú ekki trú- að því,” svaraði hún, “enda þótt eg skilji f að karlmanni geti fallið það illa, bara af því, að það mun þykja kvennlegur eiginleiki. En svo held eg nú, þegar til alls kemur, að æði- margir karlmenn séu einmitt taugaveiklaðir. Á sjóferðinni, til dæmis, höfðum við margar skemtisamkomur, og það var bara spaugilegt, að sjá hvernig stórir og sterklegir menn féllu í stafi og urðu að engu, sérstaklega ef þeir áttu að standa upp og flytja ræðu.” “Mín taugaveiklun kemur nú ekki þann- ig fram,” svaraði Bathurst hlægjandi. “Það sem verst fer með mig er hávaði, sérstaklega óvæntir smellir, þrumu-brestir o. þv.l. Það er ósegjanlega leiðinlegt. Hvað kvennfólk snertir þá hugsa eg að það sé einmitt hæzt móðins fyrir það að vera taugaeviklað, og að það stæri sig af því að heimta meðaumkun sem skyldugjald. En karlmenn sannarlega ættu að hafa sterkar taugar, enda er það af þeim heimtað, ef þeir að öðruleyti eru hraust- legir menn. En þar hringir nú bjallan fyrir næsta veðhlaup.” “Ætlarðu að veðja nokkru á þetta hlaup,” Miss Hannay?” spurði Wilson, sem kom hlaupandi. “Nei, Mr. Wilson,” svaraði hún alvarleg. “Eg er búin að veðja einu sinni, og það verð- ur í fyrsta og seinasta skifti, að eg gef mig í fjárglæfrabrögð. Mér þykir það ékki fall- egt, að kvennfólk veðji, og væri hér sjúkra- hús, skyldi eg heimta að þú gæfir þeirri stofn- un glófa-verðið, er þá gæti orðið til þess, að þú gæfir alt sem þú vinnur líka.” “Mín samvizka hneigist nú ekki til muna í þá áttina,,’ svarið Wilson hlægjandi. “Þeg- ar eg verð var við einhverja breytingu í þá átt, þá skal ekki standa á að eg kjósi verðuga stofnun. En úr því þú vilt ekki veðja, þá verð eg að leita fyrir mér annarsstaðar, því peningunum þarf eg að koma á vöxtu”! “Eg fæ að sjá þig aftur í dans-salnum í kvöld, vona eg, Mr. Bathurst,” sagði Isabel, er Wilson gekk burt. “Nei, það held eg ekki, Miss Hannay. Fyrst og fremst eg er lítið hneigður fyrir dans og verður langt frá að þar verði hörgull á karlmönnum. Það væri því óþarfi af mér að troða mér þar fram.” “Fyrir hvað ert þú helzt hneigður, að því skemtanir snertir, Mr. Bathurst?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.