Heimskringla - 20.01.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.01.1932, Blaðsíða 4
4. StÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 20. JAN. 1932 (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING. PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 20. JAN. 1932 SKRÍPAMYNDIR OG STÓLRÆÐUR. I. Við hliðina á skrípamyndunum í síð- asta Lögbergi, eru þrjár “myndir’’ eftir séra Sigurð Christophersson, sem hann tileinkar unga fólkinu í söfnuðum sín- um. Byrjar fyrsta “myndin” á því, að lýsa búpeningnum, sem “hvílir sæll og rólegur á básum, hlýjum og mjúkum ', og “dreymir um angandi krásir og marg- réttaða sumarhaga”, úlfinum, sem bæl- ir sig í háa reyrgrasinu bak við skóg- inn, uglunni, sem lengi hefir þreytt hljóð- in og refnum, sem “smýgur niður í jörð- ina eftir ótal bugðum og ranghölum, þangað sem ektamakinn bíður í svefn- húsi þeirra hjóna.’’ Næst er farið að lýsa því, hvernig “menn ganga til guðs á hinni helgu stúnd” og “guðsríki opn- ast á ný’’. Friðarfaðmur frelsarans- stendur öllum til boða”. “Guðsþjónustan hefst. Hugur og hjarta hefst upp til hins helga lands, þar sem ríkir eilíf jólahá- tíð.” — Þegar klerkurinn er rétt búinn að því, að leiða mann inn í þetta nýopnaða guðsríki, þar sem eilíf jólahátíð ríkir, lokar hann dyrunum, og síðan heyrist ekki orð um það mál um stund, enda lýsir höfundurinn því bráðlega yfir, að hættulegt sé að hafa blöðin full af löng- um, samhangandi efnislitlum greinum. í stað þess sé bezt að láta þær koma smám saman í köflum, ef “endilega þurfi að birta þær”. Höfundurinn hagar sér hér eftir, og kemur nú annar kafli um “blaðagerð”. Kvartar hann undan því, að blöðin flytji langar, leiðinlegar æfiminningar, brúðkaupslýsingar og efn- islitlar fréttagreinir. “Út yfir tekur,” segir hann, “þegar prédikanir og stól- ræður prestanna eru látnar skipa blað- síður dagblaðanna”. Þessu mun vera beint til Heimskringlu, þótt ekki sé hún “dagbiað” heidur vikublað. Hér kemur skringilega falskur tónn við undanfar- andi guðsorðasnakk séra Sigurðar um hið “græna tré guðs” og “guðs eingetinn son og frelsara mannanna”. Getum vér svo sem gert klerki það til geðs, að hafa hér kapitulaskifti í þesssari athuga- semd. II. Hversu yndislegir eru fætur þeirra, er boða fagnaðarerindið, stendur einhvers- staðar í hinni helgu bók, og sannast þetta betur á Heimskringlu en séra Sig- urði Christopherssyni, ef honum finst það ófyrirgefanleg synd, að láta “stól- ræður prestanna skipa blaðsíður dagblað- anna”. Reyndar er ekki hægt að hugsa sér öllu herfiiegri andlega þrotabúsyfir- lýsingu, eða vesaldarlegra vantraust eins drottins þjóns á sínum eigin málstað, en að telja það ósæmilegt fyrir “dagblöð” að flytja við og við hugvekjur þess efnis fyrir lesendur sína. Maður skyldi halda, að gervöli prestastéttin mundi gleðjast og syngja fagnaðarsöng yfir hverju því tækifæri, sem “guðsorði” er gefið til að berast út á meðal heiðingjanna og til endimarka heims, enda á hið “græna guðstré”, sem Sigurður prestur talar um, einshverntíma að hafa fyrirskipað lærisveinum sínum það, að boða fagnað- areríndið öllum þjóðum. Þetta er það, sem vér þykjumst vera að stuðla að, með því áð birta einstöku sinnum, og þó sjaldnar en skyldi, skynsamlegar ræður um þessi efni, og fer það svo fjarri því, að þetta hafi verið illa þegið af lesendum vorum, að vér höfum fengið víða að þakkir fyrir, og ræður þær, sem Heims- kringla hefir flutt, hafa yfirleitt verið taldar með því bezta, sem ritað hafi ver- ið og hugsað hér vestan hafs. Er því hnúta þessa guðsmanns mjög einstök í sinni röð, og kemur úr hörðustu átt, þar sem liann vegur beinlínis að sínu em- bætti eða framgangi þess máls, sem hann ætti að bera fyrir brjósti, og hétu slík högg klækishögg á fornri íslenzku. Er þessu því fremur þannig farið, sem þessari hnútu er varpað fram rétt á eft- ir hinni guðrækilegu jólahugleiðingu, sem áður getur, en á undan hugleiðingu um “málin á næsta kirkjuþingi”, þar sem menn éru hvattir til að taka þau til ræki- legrar íhugunar. Ef kirkjuþingsmál og endalausar kirkjuþingsgerðir þykja uppbyggilegt og nauðsynlegt lesmál í blöðunum, hví skyldu þá stólræður vorra andlegu leiðtoga vera “lítt þolandi”, eins og þessi prestur kemst smekklega að orði í krafti síns guðlega embættis? Hversu merkilegar sem kirkjuþings-fundargerðir kunna að vera og málatilbúnaður allur á þeim fundum, þá virðist oss xsamt, sem þar sé um umbúðirnar og hismið að ræða. Félagsskapurinn, hin ytri kirkja og skipulagsmál hennar, er að sjálsögðu nauðsynlegur og mikils varðandi. En kjarni málsins er hið lifandi orð, sem sáð er í hjörtun, Við guðsþjónustu má búast við, að hver prestur geri sér far um að gerhreinsa láfa sinn og safna að- eins hveiti sinnar prúðustu vizku í hlöðu. Þannig lagaðar alvarlegar og einarðar hugleiðingar um dýpstu vandamál manns andans og ýms vandkvæði vorrar menn- ingar — teljum vér hispurslaust að eigi erindi í blöð. Að m. k., ef ræður eiga er- indi í kirkjur, eiga þær einnig erindi í blöð. Og að þannig er hugsað yfirleitt meðal viturra manna í heiminum, getum vér ráðið af því, að varla kemur út tíma- rit, sem ekki er sérfræðilegt, að ekki komi einhver trúmáiagrein í næstum hverju hefti. Má í þessu sambandi benda á ýms virðulegustu og beztu tímarit Bandaríkjanna. III. Nú skulum vér ekkert dæma um það, hvort hið lúterska “guðsorð” séra Sigurð- ar Christopherssonar muni vera á þann hátt, að það væri “lítt þolandi” að komast á prent, og sé því bezt geymt hjá hans fáu “safnaðarlinnim” — hvort þessi ami hans á því, að sjá stólræður presta fá víðari áheym, en unt er í litlum kirkjum vorra strjáiu íslenzku bygða, stafar af ó- bifandi sannfæringu fyrir því, að það sem prestar hugsi eða tali yfirleitt, hljóti að vera slíkt dauðans rugl að skömm sé að því, að láta það á þrykk út ganga, eða, að hér gægist aðeins upp andstyggilegur flokkarígur og þröngsýnt trúarofstæki. Ef hið fyrra er tilfellið þá verður það auðveldlega skiljanlegt, að hann getur ekki flokkað kirkjustarfsémina eða boð- un fagnaðarerindisins undir “þrifnað og framfarir innan lands”, og biðjum vér þá guð að hjálpa allri hans lútersku. En ef þetta er aðeins flokkarígur og au- virðilegt skítkast yfir því að honum finn- ast ræður þær, sem Heimskringla hefir birt, ekki nógu lúterskar, þá læri hann betur að skilja “hið græna guðstré’’ og nema af því hógværð og sannsýni, sem hafin er yfir vesæla hleypidóma. Þá kynni vel svo að fara, að lúterska hans gæti einnig orðið frambærileg til að “skipa blaðsíður dagblaðanna”. C. N. R. Það hefir mikið verið rætt og ritað um C. N. R. járnbrautarkerfið síðan þjóðin tókst rekstur þess á hendur. Eigi að síður er oss það vafamál, að almenningi sé neitt ýkja kunnugt um hag þess, eða hvað af rekstri þess hefir í raun og veru leitt fyrir þjóðfélagið. Á síðustu tíu árum hefir svo mikið verið gert úr því, hvað kerfið hafi grætt árlega, að menn hafa eflaust yfirleitt ekki gert sér annað í hugarlund, en að þjóðin væri að stór- hagnast af rekstrinum. Eftir að Sir Henry Thornton tók við rekstrinum, var ávalt talað um gróða þess, en aldrei minst á tap. Og Kingstjórnin hampaði í hverjum kosningum framan í kjósendur þessum þriflega hvítvoðungi þjóðarinn- ar, til merkis bæði um hvað miklu ást- fóstri þjóðeignarhugmyndin ætti að fagna hjá sér og flokki sínum, og hvaða þrif væru að því fyrir landið, að hans stjórn hefði umsjá þjóðeeignarkerfisins með höndum. En hvað er þá að segja um rekstur iessa mikla þjóðeignarfyrirtækis í raun og veru? Sannleikurinn er sá, að þjóð- in hefir tapað stórfé á honum frá byrj- un. Og hann er og mun verða um langt ókomið skeið, eitt alvarlegasta viðfangs- og áhyggjuefni stjórnar landsins, hver sem hún verður. Fyrirtæki eins og járnbrautarrekstur þessi, var svo umfangsmikið, að því hlaut að fylgja mikil ábyrgð fyrir þetta land að takast rekstur þess á hendur. — Lengd allra járnbrauta í Canada er um 42,000 mílur. Rúmur helmingur þeirra heyrir til þjóðeignarkerfinu. Og að vísu getur maður sagt, að þjóðinni komi ekki annað við sem stendur. En tapið jafnvel á þeim hluta brautanna, er að verða svo ægilegt, að landinu stafar hætta af því. Það nemur árlega orðið alt að því 100 miljón dölum. Skuldir, sem á öllum járnbrautum þessa lands hvíldu í lok ársins 1930, námu rúmum fjór- um biljón döium (.$4,101,124,842). Það er hálfri annari biljón meira en þjóð skuld Canada var í mars 1930, og rétt- um helmingi meira en öll herskuld Can- ada er talin. Á þetta er aðeins bent til þess að sýna hve stórfengilegur járn- brautareksturinn er. Ef skuld þeirra væri jafnað niður á íbúa landsins, næmi hún $413. á hvern mann, eða $2,065 á hverja fjölskyldu (5 manns). (Hvað mikið af þéssari skuld, heyrir þjóðeigna- kerfinu til, er ekki sérstaklega greint frá). En það versta við hana er, að engin ráð hafa en verið uppgötvuð, til þess að koma í veg fyrir, að hún auk- /ist. Á bezta viðskiftaári þjóðbrauta- kerfisins síðan á stríðsárunum, skorti 27J miljón dala á tekjurnar til þess, að hægt væri að greiða að fullu rentur af skuld kerfisins. Frá árinu 1919 og til ársins 1930 jókst einnig skuld þjóð- barutakerfisins um eina biljón og eitt hundrað og seytján miljón dali. En að öllum ábirgðum á lánum sleptum, og til þess að gera ekki meira úr neinu en ástæða er til, hafa skattgjaidendur þjóð- arinnar greitt í peningum á síðast liðn- um tólf áruiri 283 miljónir dala til þess að bæta upp tekjuhallann á rekstri þjóð- eigna-kerfisins. Ekkert af þessum tölum nær til árs- ins 1931. Það má því heita, að þær sýni hag kerfisins, áður en versta kreppan kemur til greina. Hvernig skýrslur yfir síðast liðið ár verða, geta menn farið nærri um af þessu. Þannig hefir nú þessi rekstur þjóðeigna kerfisins gengið til þessa. Þó að það sé alt annað en skemtilegt til þess að vita, er ekki tii neins að vera að telja sér trú um annað en það, sem satt er í þessu efni, sem öðrum. Það virðist nógu lengi búið að leyna þjóðina því af pólitízkum ástæðum eflaust. Og það þarf betri menn en ennþá hafa lagt hönd á stjórn eða rekstur þjóðbrauta kerfisins til þess, að stjórna því svo að vel fari. Sé haldið á- fram eins og til þessa, getur auðveldlega fyr en varir farið svo, að þjóðeignakerfið steypi landinu í gjaldþrot. Og það eina, sem í veg fyrir það gæti í raun og veru komið, er að neita að greiða skuldirnar sem á kerfinu hvíla, eins og talað er um að gera með stríðsskuldirnar. Auðvitað er það sama og gjaidþrot, en hvað er um anitað að ræða þegar árangurinn af rek- strinum er ekki svo rífur, að hægt sé að greiða rentur af fenu eða höfuðstóln- um sem í fyrirtækinu liggur? • Á sama tíma og þetta er skrifað, ligg- ur blaðið “Manitoba Free Press’’ fyrir framan oss á borðinu, og er þar dregin athygli að því, að skuld kerfisins sé í raun og veru ekki eins mikil og hún virð- ist vegna þess, að virðing þess hafi upp- runaiega verið of há. Samt þótti sú virð- ing ekki ósanngjörn, er kerfið var teikð yfir af stjórninni. Og hún var ekki að- eins gerð, af canadiskum járnbrauta- fræðingum, heldur einnig af bandarískum og brezkum sérfræðingum. En ber það ekki alt að sama brunni og minst er á hér a framan, að slá verði af skuldinni, ef vel á að fara? í hvert skifti sem hér á árunum var minst á tap kerfisins, settu liberalar upp þvílíkan vandlætingar- og sakleysissvip og sögðu, að það væri verið að reyna að blanda því máli saman við stjórnmáiin. Hvort sem málið hefir verið dregið inn í stjórnmálin eða ekki, er nú hagur og rekstur kerfisins orðin þjóðinni loksins ljós. Og hann er henni alt annað en lítið áhyggjuefni. SAMEINING SLÉTTUFYLKJ- ANNA. Hugmynd forsætisráðherra John Bracken um að sameina sléttufylkin í eitt voldugt fylki, hefir vakið talsverða athygli, meira þó að líkindum vegna þess, hve nýstárleg hún er, en hinu, hve framkvæmanleg eða jafnvel hagkvæm hún er, í bráðina að minsta kosti. Það virðist nokkuð um sein- an að tala um þessa samein- ingu nú. Ef Norðvesturhéruð- unum hefði verið bætt við Manitobafylki jafnóðum og þau bygðust hefði hagnaðurinn af sameinignu þeirra orðið meiri, en hann getur nú orðið. Þá hefði verið hægt að spara all- ar stjórnarbbyggingar og eigin- lega mikið eða alt stjórnarstarf tveggja fytkjanna í síðastliðinn aldarfjórðung eða meira. Nú eru vesturfylkin, Sask. og Aiberta, búin að kosta svo miklu til að hafa stjórn fylkj- anna með höndum, að óhugs- anlegt virðist að rífa það alt niður og kasta í burtu sem einskisverðu. Alt það starf hef- ir þá verið unnið fyrir gýg. Ef sameining þessara héraða hefði komið til mála, áður en út í alt það starf var lagt, hefði mikinn kostnað, bæði stjórnar- bygginga og annan, verið hægt að spara. Að koma þessari sameining- arhugmynd í framkvæmd nú, yrði að líkindum svo erfitt og kostnaðarsamt, að jafnvel þó einhvers hags eða sparnaðar væri af því að vænta frmvegis, kæmi það að engu gagni í bráð- ina. Kostnaðurinn við breyting- una yrði svo mikill, að hagn- aðar af því gætti einskis um mörg ár. Og máli þessu er þó eingöngu hreyft nú með bráða- birgðar hagnaðarvon fyrir aug- um eða til þess að bæta úr nú- verandi kreppu, að einhverju leyti. Það getur tæpast náð nokkurri átt. Það getur verið nógu gam- an að því, að sjá í huga sínum eitthvert særsta fylkið í land- inu rísa hér upp á rústum sléttufylkjanna. En enn sem komið er, virðast það þó draum- órar einir. Það væri sök sér, ef framkvæmdir í þessa átt væru hafnar, þegar vel lætur í ári. En gallinn er sá, að þá er því aldrei hreyft. Eins og tímar eru nú, virðist ókleift að byrja á því, með því að hagnaður er ekki sjáanlegur af því í bráð ina. DODDS é KIDNEY 5h°ISÍ^h á087 THEPS I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin vióurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. BRÉF TIL HEIMSKRINGLU. 3212 Portland St. Burnaby, B. C. 16. jan 1932. Ritstjóri Heimskringlu, Stefán Einarsson. Kæri herra! í seinustu Heimskringlu er nokkurskonar áskorun um meiri bréfaviðskifti við blaðið, og hugsa eg að það ætti að geta orðið til mikils góðs, ef vel væri á haldið. Eins og sakir standa með mig, sem komist hefi í leir- skáldatölu Vestur-íslendinga, eins og kaupendum blaðsins er kunnugt, nú síðastliðin milli þrjátíu og fjörutíu ár. Þetta leirburðargal mitt út í bláinn, hefir oftast verið tekið, enda þótt einstaka sinnum hafi svo úrskeiðis gengið, með málefni og meðferð, að hætta þótti vel- sæmistilfinningu lesendanna. — Af því að eg hefi æft mig tölu- vert meira á rími en bréfa- skriftum, er mjög svo óvíst, að betur færi. En ef eg gæti eitt- hvað það sagt, sem eftirtekt vekti, þættist eg alls ekki of góður til þess. Það gladdi mig sérstaklega að sjá í ritstjórnargrein Heims- kringlu, hvernig komið væri hjá fjöldanum, hvað ráðvendnis- hugsun viðvíkur; og er það sannarlega orð í tíma talað.' Orsök til þess mátti heita smá- ræði, nefnilega að tveir menn höfðu tekið traustataki á eitt hundrað þúsundum úr fylkis- sjóði Manitoba. Er þetta ekki smáræði hjá löghelguðum rán- um, sem ganga um allan hinn svokallaða mentaða heim? Og hver er orsök til kreppu þeirr- ar, sem á sér stað? Það munu þó ekki vera þessi lögleyfðu rán, sem eg leyfi mér að kalla? Það væri annars mjög svo fró» legt að fá að heyra, hvað væri löglegt í viðskiftum og hvað ekki. Geta má eg þess í þessu sambandi, að eg hefi lifað stranglega eftir minni eigin- réttlætistilfinningu, sem hljóð- ar þannig: Hafðu aldrei neitt frá öðrum, nema með því móti, sem ekki kemur í bága við annars hag. Þetta er það eina boðorð sem eg viðurkenni rétt fyrir almennings heill, og hefir áttatíu og. eins árs æfi sannfært mig æ betur og betur um það. Það skal játað, að mér finst þessi réttlætissljógleiki hjá fjöld anum, mjög svo eðlilegur, að minsta kosti í þessu landi. — Hingað flytja þúsundir af allra þjóða fátæklingum, sem ekki höfðu vanist góðu, “því þeir voru kúgaðir komnir í heim, og kaghýddir langt fram í ætt”. Þetta fólk var duglegt verka- fólk, sem gerði sig ánægt með lítið, og þar af leiðandi var hægt fyrir ágenga, duglega spekú- lanta, að auðgast ,á þessum frómu, duglegu, óupplýstu fá- tæklingum. Þessi auðsöfnun hef ir gengið síðan þetta land bygð- ist; auður vaxið og fátækt vax- ið, þar til að miljónir svelta í allsnægtum. Vill nú nokkur af hinum ís- lenzku fjármálaspekingum sann færa mig, að alt hafi gengið réttlætisins veg? Og ef ekki, hvernig eigum við þá að vinna bætur á því, sem rangt er? Eg bíð í auðmýkt eftir svari. SigurSur Jóhannsson. Hugleiðingar og samtíningur um heimsveldi Breta. Frh. frá 1. bls. og víðár. Þá hverfa þær úr sög- unni. Það er þjóðernið og tungan, er aðallega tengja nýlendurnar við ættlandið nú orðið. Bretar hafa í raun og veru engin völd í Canada, Suður-Afríku, Ástr- alíu eða Nýja Sjálandi. Á sviði fjármála hafa þessi lönd í raun og veru fárra hagsmuna að gæta með Bretum. — Hags- munaleiðir þeirra liggja ekki saman. Síður en svo. Það kem- ur ennþá betur í ljós, þegar Indland er laust úr samband- inu, og almenningur út um heim er farinn að sjá, að vald Bretlands er ekki það sama og það var — og menn hafa hald- ið. Menn verða að læra að líta undandráttarlaust á sögulegar staðreyndir, hvort sem mönn- um líkar betur eða ver. Sumir kunna að gleðjast í hjarta sínu yfir því, að vald Bretans í heim- inum er brotið á bak aftur. Aft- ur aðrir líta á það með ugg nokkurum. Hér á landi munu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.