Heimskringla - 03.02.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 03.02.1932, Blaðsíða 4
4. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 3. FEBR. 193?, Iteímskrjngla . (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg - Talsimi: 86 537______ VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirlram. Allar borganir sendist: THE VTKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 3. FEBR. 1932. Á VfÐ OG DREIF. (Nokkrar hugleiSingar í sambandi viS bréfin til Hkr.) I. Þegar Heimskringla vakti máls á því við lesendur sína, að þeir ættu að láta oftar til sín heyra, en raun er á, var hún sér þess fullkomlega meðvitandi, að á meðal íslendinga er til fjöldi hugsandi manna, sem með öllu er ekki skapraunar- laust, að sjá aldrei línu frá í blöðunum. Nú hafa henni borist nokkur bréf, er máls hafa vakið á ýmsum umhugsunarverðum málum, sem alment ættu að vera rædd. Má t. d. benda á bréf þeirra Sigurðar Jóhannssonar, hins vinsæla aldna skálds, vestur á Kyrrahafsströnd og Jóhannesar læknis Pálssonar í Langham, Saskat- chewan, er hér vestra má með ritfærari íslendingum telja, sem birst hafa í síð- ustu biöðum. Auk þess mætti fleiri nefna. Fyrir bréf þessi er Hkr. þakklát og æskir að það sé byrjun tii samræðna í blöðun- um um mál, sem öllum er til gagns og skemtunar að hugleiða nánar. íslendingar hafa gaman af að masa saman. Og þeir eru gleggri á stefnur mála, en alþýða, sem fædd er í svo stórri hjörð, að ekki sér út yfir og ógjörn er því yfirleitt að beita sjóninni í 'fjarlægðir. Af þessu leiðir ef til vill þrætugirnina sem við annálum íslendinginn svo oft fyrir! En hvað er það að harma? Ef ástúðleg- ustu hjón geta ekki iifað æfina út án “hjónakrits”, eins og fullyrt er, og hann er aðeins til að skerpa kærleikann, getur þá ekki eins verið um “bræðrakrit” ís- lendinga? Dr. Helgi Pétursson segir einhvers staðar, að ef ísland hefði hætt' að gjósa á vissu jarðtíma-bili, eins og útlit hefði verið fyrir, hefði það að líkindum aldrei kamist upp úr sjó. Vér erum ögn hrædd- ir um, að þessu sé eins varið með íslend- inginn, að hann myndi í sjó hverfa ef hið sama henti hann. II. Það liggur ef til vill næst Heimskringlu, að leggja eitthvað til mála þeirra, er bréf- in til hennar vekja máls á. Skal því á efni áður áminstra bréfa hér að nokkru minst. Bréfi frá Sigurði Jóhannsyni, sem birt er í þessu blaði, lýkur með spurningu á þessa leið: “Hvernig á að breyta fyrir- komuiaginu, svo að af því leiði sem minstan sársauka?’’ í þessari spurningu felst margt. Með henni er gengið að því gefnu, að nútíðar þjóðskipulagi sé svo mjög ábótavant, að óhæft eða óvirkt megi heita orðið. Og ber ekki ástandið um allan heim vott um þetta? Á það er litið sem afleiðingar fyr- irkomulagsins. Stjórnir ailra landa eru að reyna að bæta úr því eftir öllum föng- um. En jafnvel þar sem skórinn kreppir minst að, gengur lækningin ekki ofvel. Þess eru nú allir orðnir vísari. Og því mun spurning bréfritarans vera á margra vörum. Stjómirnar eru að reyna að afla mönnum atvinnu, og halda með því á- fram framleiðslu. En er það ekki að bera í bakkafullan læk, þegar kreppan virðist einmitt stafa af ofmikilli framleið- slu? Vömbirgðir lggja hvarvetna óseld- ar og eru að rotna vegna þess að ofmikið hefir verið framleitt. Það er t. d. ekki tollum Canada stjórnar að kenna, að framleiðsla landsins selst ekki, þó and- stæðingar stjórnarinnar sperrist við að koma mönnum til að trúa því. Salan er ekki til fyrir hana, vegna þess.að aðrar þjóðir hafa eins mikla framleiðslu á hönd- um sér og kaupgeta almennings í þeim löndum torgar. Framleiðslan er orðinn þörfinni meiri. Svo ör og auðveld er hún orðin. Að svo miklu afrekuðu, virtist jafnvel eðlilegast, að taka sér hreiniega hvíld frá vinnu og framleiðslu og lifa glatt meðan verið er að eta alt upp. Það er því ekki skorti á framleiðslu að kenna, að ástandið er eins og það er. Menningin er, með ölium þeim göllum sem á henni eru, komin það langt, að vörubirgðir þarf ekki að óttast. Mann- kynið er sloppið við þá hættu. En við hinu hefir ekki eins verið séð, að koma í veg fyrir, að framleiðslan lendi í fárra höndum, svo að almenningur má heita litlu nær, þrátt fyrir framfarirnar á því sviði. Að vísu er ekki þar með gleymt þeim auknu þægindum, sem hann hefir orðið aðnjótandi með fullkomnari iifnað- arháttum á marga lund, sem af framför mannkynsins hefir leitt, því það er einn- ig vegna breyttra lifnaðarhátta, sem kreppan er tilfinnanlegri, en ella. En það dregur samt ekki úr ójöfnuði þeim, sem ríkir, í sambandi við fyrirkomulag fram- leiðslunnar. Stórframleiðslan er í hönd- um einstakra manna og þeirra alt of fárra. Þeir gefa atvinnu við hana eins lengi og hún selst. En þegar hún ekki selst, sitja þessir fáu menn að ágóðanum, en atvinnusækjendur verða útundan. Og þá verða stjórnirnar eins og nú, að sjá þeim borgið, með því að taka féð til þess að láni hjá stórframleiðendum! Bréfritarinn segir, sem satt er, að stjórnir ráði ekkert við þetta. Sannleik- urinn er sá, að þær gera vel að minsta kosti þar sem alþýðan er yfirleitt mjög fátæk, ef þær geta með þessu fyrirkomu- lagi til lengdar bjargað landinu frá gjald- þroti. Hins ber auðvitað að geta, að þjóðir heimsins hafa ekki allar orðið jafnt fyrir barðinu á kreppunni, sem af þessu fyrir- komulagi leiðir. Annara þjóða menn spyrja, hvernig á því standi, að Canada virðist hafa sloppið svo miklu byllegra hjá henni, en aðrar þjóðir. Ef svo er, sem ef til vill er ekki fjarri, enda þótt hún hafi einnig komið hér við, megum við það láni okkar þakka, fremur en nokkru öðru, eða fremur en því, að við séum ekki sama fyrirkomulaginu háðir og aðrar þjóðir, þó afleiðingarnar verði ekki eins alvarlegar. En hér er ekki um neina sérstaka þjóð að ræða, heidur þjóðfyrirkomulag í heim- inum í heild sinni. Og með hverju verð- ur því breytt til hins betra sérsauka-lítið, eins og bréfritarinn spyr? I því efni á eflaust sitt við í hverju landi. í vestur heimi þar sem lýðsstjórn- arfyrirkomulagið hefir fest svo djúpar rætur í hugum manna, virðist auðvelt með einföldum ráðum og vilja almenn- ings, að gera þær breytingar á fram- leiðslu og verzlun, er æskt er eftir. Að takmarka stórgróðabrall með iögum, er auðvelt, þegar þessar þjóðir vilja það. Þjóðeign stærstu og allmennustu fyrir- tækja, er stefna allra framfaramanna hér. Og í það horf má heita að hraðan stefni. Almenningsviljinn virðist feta sig áfram á framfara brautinni einna fúsast eftir þessum leiðum og sjá hugsjóna-takmarki sínu fullnægt með þeim. Og sé um stöð- ugt áframhald að ræða, er ekki fyrir það að taka, að komist verði að því farsælu- takmarki, sem þráð er, í það og það skiftir, sársauka lítið. Það sem að er, er ef til vill því einu að kenna, að almenn- ingur á engar vakandi þjóðfélags eða samfélags hugsjónir. Hann hugsar oftast lítið í þá átt og dettur ekki í hug að trúa, að þær séu honum nokkurt velferðar spursmál. Afleiðing eða þýðing lýðfrels- isins, sem haldið er að honum, er honum óskiljanleg í þeirri merkingu. Það er heimtað meira og meira, einstaklings frelsi, en svo kann enginn með það að fara í þjóðféiagslegum skilningi. Að læra að fara með lýðfrelsið, er sársauka-laus- asta leiðin og hin eðliiegasta breyting til bóta hjá Vestur-heims þjóðunum. En til þess að reyna að koma í veg'fyr- ir þennan ofvöxt í stórgróðabralli ein- stakra manna í sambandi við auðs-fram- leiðslu þjóðanna, er og hefir verið bent á fleiri leiðir, þó fáar hafi verið reyndar. Kenning Karl Marx, sem undirstaða er talinn að nútíðar jafnaðarstefnu, byggir mjög á þjóðeignafyrirkomulaginu. Kom- múnisminn á Rússlandi er ekki sama stefnan þó því sé vanalega haldið fram. Hann er þjóðeignastefna að vísu, en gengur svo langt, að öllu lýðræði er mis- boðið. Því alræði mundu lýðræðis þjóðir ekki geta unað. Kommúnisminn er lík- lega meira bygður á kenningum Tol- stoy’s, en nokkurra annara. Hann hefir ef til vill sérstaklega búið hugarfar rúss- nesku þjóðarinnar undir hann. Hann vissi, að með lýðræði kunni hún ekki að fara. Fyrir fáum þjóðum í Evrópu mun svo hafa verið ástatt, og er ekki enn. Þess vegna er ekki líklegt, að sú stefna komist víða á í Evrópu, eða annar stað- ar en á Rússlandi. Stefna Karl Marx hliðraf miklu meira til við lýðræðið og er því betur við hæfi vestlægu Evrópuþjóð- anna en hugsunarhátt hinna anstlægu. Auk þessa eru til ótal stefnur sem miða eiga að því að bæta alt böl mann- anna, en sem erfitt er að skilja og engin reynzla er fyrir hvernig gefast muni. Það er jafnvel ekki hægt að segja annað um stefnu Karl Marx, því hún er ekki á- kveðnari en það, að fylgismenn hennar sjálfa greinir aftur og fram á um hana. Það er aðeins ein jafnaðarstefna, sem hægt er að segja fyrirfram um hvernig reynast muni. Hún er svo vel úr garði ger, að þar er ekki um neitt að villast. Og hún er framkvæmanleg í öllum grein- um. Það er einskattskenning Henry George. Hún upprætir ójöfnuð auðsins eins og bezt er hægt að hugsa sér. En samt hefir hún aldrei náð hylli fjöldans og sízt bændalýðs. En hér skal nú staðar numið og öðrum gefið orðið um þetta efni. III. A bréf Jóhannesar læknis Pálssonar skal nú minst nokkrum orðum. Bera lækninum þakkir fyrir hve vel og ræki- lega hann minnist list málarans, Hauks Guðmundssonar. Það orkar ekki tví- mælis, að það er þarft verk, að draga athygli íslendinga að honum og starfi hans. Auk þess getur hvert hlýlegt og uppörfandi orð, til hans talað, verið hon- um mikils vert. Um það munu allir og þar á meðal Heimskringla vera bréfritar- anum sammála. En það er annað í þessu sambandi, sem Heimskringlu þykir ekki úr vegi að gera athugasemd við. í bréfi læknisins er svo að orði komist, að ætla mætti að ýmsir skildu það svo, sem Heimskringla hefði ekki minst einu orði á komu list- málarans til Winnipeg fyrir skömmu. Ef svo hefði verið, væri það ámælisvert. En Heimskringla viðurkennir ekki að vera brotleg um þetta. Um leið og listmálar- inn kom til Winnipeg, birti hún á fyrstu síðu annarar arkar jólablaðsins nærri dálkslanga grein um listmálarann og störf hans eftir Sigurð Júl. lækni Jóhann- esson. Að listmálarinn hafi jafnvel átt köldum móttökum að sæta hjá Heims- kringlu, eins og af bréfi læknisins má ráða, vitna ef til vill bezt eftirfarandi ummæli með öðru, sem tekin eru úr grein Sigurðar læknis og hljóða svo: Haukur er að áliti margra listdómara einhver mesti málari, sem islenzka þjóðin á. Málverk hans eru forkunnar fögur, einkennileg og nátt- úrleg. Það er enginn skrípabragur né sundur- , gerðarsnið á þeim. I þeim er sameinaður ram- islenzkur andi, kraftur, vit og fegurðarsmekkur við æðsta form og stefnur classiskrar listar heimsins mestu og bezt þektu málara fyr og síðar. Hakur hefir unnið að drátt- og málara- list frá bamdómi, því listaeðli hans kom snemma í ljós, og jafnframt því sem hann óx á legg og þroskaðist.” Fleiri orðum ætti ekki að vera nauð- synlegt að fara um þann misskilning, að Heimskringla hafi ekki minst á listmál- arann, eða hafi ekki haft nema klaka kalda hönd að rétta honum, er hann var hér síðast á ferð. Annað sem lækirinn minnist á, er það, að honum þykir það einkennileg til- hliðrunar-semi hjá Heimskringlu, að geta birt skoðanir séra Benjamíns Kristjáns- sonar og forsætisráðherra R. B. Bennett hlið við hlið í blaðinu. Hvað hér er átt við, er ekki gott að segja. Og hvor þess- ara manna er að dómi læknisins óalandi og óferjandi vitum vér ekki. Heimskr- ingla h'tur eflaust á þá báða sem tals- vert málsmetandi menn, úr því að hún birtir skoðanir þeirra. En auðvitað geta ýmsir haft aðra skoðun á því, eins og Jóhannes lækni virðist hafa. Ef vér spyrðum liberala t. d. um það, er auðvelt að ráða í hverju þeir mundu svara. En spyrji maður há-lúterska um það, gæti dómurinn orðið annar. Hvorn á að krossfesta væri því fleirum en Heimskr- inglu ráðgáta, ef píslarvætti þarf endi- lega að bíða annars hvors. Bréfritarinn minnist á tolla- stefnu. Er því ekki ósennilegt, að skoðanir hans í því máli valdi mestu um það, að hann gerir þessa áminstu athuga- semd. Um skoðanir Bennetts er þar ekki að villast. En hverj- ar skoðanir séra Benjamíns eru í þeim málum, er oss óljóst. — Hugsanlegt væri, að þær væru ekki ósvipaðar og bændastjórn- arinnar á íslandi. En er allur munur á skoðun hennar í þeim málum og skoðun forsætisráð- herra Canada? Að vísu er önnur stjórnin nefnd íhaldsstjórn, en hin fram- farastjórn. En yannar nokkuð raunverulegar eni afstaða beggja þessara stjórna til tollmála, hvað lítið er að reiða sig á nöfnin tóm. Við nánari athug- un gæti einnig svo farið, að læknirinn yrði þess var, að sannasta framfarastjórn þessa lands er einmitt núverandi stjórn Canada. Vér héldum satt að segja, að læknirinn hefði komið auga á það fyrir löngu, að það þarf meira en að skreyta sig með nöfnum til þess, að geta kallast sannur framfaramaður. Það er hverju orði sannara, að vér skiljum hvorki þessar eða aðrar aðfinslur læknisins við Heimskringlu. Ef dæma skal af þeim, ætti Heimskringla hvorki að flytja orð um stjórn- mál, trúmál, þjóðræknismál né jafnvel nokkur önnur félags- mál. Þá yrði hún fyrst þarft blað, ef hún ynni öllum slíkum málum alt það tjón, sem hún getur! Að því skal gengið sem vísu, að menn greini á um trúmál og stjórnmál, og að menn elti grátt silfur út af þessu, er svo algengt, að það virðist naum- ast tiltökumál hjá íslendingum fremur en öðrum. En það er eitt mál, sem ó- skiljanlegt er með öllu, að all- ir íslendingar skuli ekki geta verið sammála um. Og það er þjóðræknismál Vestur-íslend inga. Að heyra óhróðri, getsök- um, slettum og jafnvel allskon- ar vömmum og skömmum, dróttað að þeim félagsskap, er hér hefir verið stofnaður, ís- lenzkri þjóðrækni til viðhalds og verndunar, eins lengi og hægt er og ástæða er til, er meira en nokkrum ærlegum, sönnum íslendingi getur skilist. Það getur vel verið að íslenzk- ur félagsskapur hér vestra sé ekki mikils verður og eigi ekki mikla virðingu skilið. En hvað Þjóðræknsfélagið snertir, erum vér ekki í vafa um það, að þeir sem utan við það standa, og sí- felt kasta að því aur og skami, eru ísl. til meiri skammar og háðungar — að ekki sé á nyt- semina minst — en nokkur þessi íslenku félagssamtök eru. Að berjast með hnúum og hnef- um á móti Þjóðræknisfélaginu, eins og gert hefir verið hér af mörgum, er eitt af þeirri boru- bröttustu ósvífni gegn íslenzka arfinum, ætt sinni, norrænni dáð og drengskap, sem fram hefir ktomið í fari nokkurs frjálsborins íslendings fyr eða síðar. Það -má nú búast við að lækninum þyki Heimskringla skrifa langt mál út af litlum texta, og að bréf hans gefi lítið tilefni til alls þess, sem hér hefir verið haldið fram. Það getur nú satt verð að einhverju leyti. En vér höfum oft heyrt læknirinn leggja vel út af litlum texta. — Hefir oss alls ekki fundist það neitt aðfinsluvert, heldur þvert á móti bera vott um greind, að lesa það stóra og mikils verða út úr smámununum, og því sem í flestra augum er lítils vert. En svo er nú öðru máli að gegna með blöð. Annars skiljum vér heldur! ekki í hinu, þegar verið er að bregða Heimskringlu um það, að hún flytji ekkert nema aft- urhaldskenningar, vegna þess, hve ofstækisfult pólitískt og pTDODDS v KIDNEY m pills u I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. kirkjulegt flokksblað hún sé. Heimskringla hefir ekki neitað einni einustu grein enn birting- ar, sem sómasamlega hefir ver- ið gengið frá, vegna skoðana þeirra, er þar hafa komið fram. Hún hefir birt grinir frá kom- múnistum, jafnaðarmönnum, verkamönnum, bændastefnu- mönnum, liberölum, conserva- tívum, trúuðum mönnum og trúleysingjum, vitrum og óvitr- um, syndugum og sáluhólpnum jafnt, sem henni hafa borist. Stefnu hennar sjálfrar hefir verið gefið lítið mejra rúm en annara. En enda þótt þær skoð- anir brjóti í bága við hennar skoðanir, eru þær þeim jafn- réttháar í augum þess, er þær semur. Hvað getur blaða- og ritfrelsi lengra gengið? Hafi ekki Hreimskringla rýmkað neitt hér vestra um skoðanafrelsi, þá hefir hún til lítils lifað. JÓNAS STURLAUGSSON Æfiminning. Mánudaginn, 29. júní síðast- liðið ár, andaðist bóndinn og heimilisfaðirinn Jónas Stur- laugsson, að hemili sínu að Blaine, Wash. Hann fæddist að Dönustöðum í Laxárdal, Dalasýslu, 25. mars, ár 1880. Foreldrar hans voru hjónin Jón- as söðlasmiður og bóndi Stur- lausson, Bjarnasonar, og Ás- gerður Björnsdóttir yfirsetu- kona, vel gefin hjón og vel met- in, Jónas eldri flutti með fjöl- skyldu sína til Vesturheims árið 1883, í síðasta stóra innflytj- endahópnum frá íslandi. Farið var eins og leið lá beint til Norður-Dakota, og nam Jónas land skamt frá Akra, þar sem nú er kallað Svold. Þar ólst Jónas yngri upp, ásamt systkin- um sínum fjórum, Láru, er dó sem ung kona, Ásbirni, Ásgeiri og Sigurði. Á unga aldri lærði Jónas rakaraiðn í Minneapolis. En hugur hans hneigðist jafn- framt til biiskapar, enda af góðum bændum kominn. Ár 1909 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Þuríði Jóns- dóttur, Gíslasonar (sjá Dakota- sögu Þorstínu Jackson, bls. 394). Er Vatnabygðarlandnám- ið opnaðist í Saskatchewan, Canada, hélt hann norður og nam land suðvestur af Mozart; keypti jafnframt land norðaust- ur af Elfros, og vann síðan bæði að búskap og hárskurði-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.