Heimskringla - 17.02.1932, Síða 6
6. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 17. FEBR. 1932.
Á HÁSKA TÍMUM
Saga frá uppreisninni á Indlandi.
Eftir
George A. Henty
í þessu veinaði barnið í byrginu, en ekki
hafði það nein áhrif á þústuna, fyr en eftir
tvær eða þrjár mínútur. Þá var sem þústan
þrútnaði og samstundis hreyfðist hún! t»að
var ekki efi lengur, að dýrið hafði gengið á
hljóðin frá byrginu. Þeir fylgdu nú öllum
hreyfingum dýrsins og sáu að það fór í hring
fram með skóginum fyrir utan runnann, —
var að njósna, áður en það gerði áhlaupið.
Það fylgdi skógarjaðrinum og stundum hvarf
það augnablik inn á bak við yztu buskana.
Hindúinn smáhnipti í þá félaga til þess þeir
þegðu, því undir því var alt komið nú, enda
voru nú þeir félagar svo varkárir að þeir
þorðu varla að draga andann. Þeir gátu hvergi
séð dýrið nú, en þeir vissu að það var ein-
hversstaðar rétt nálægt þeim. Að fáum mín-
útum liðnum benti Hindúinn þeim í öfuga átt
og sáu þeir þá hvar dýrið læddist, — var kom-
ið aftur fyrir þá og hlaut því að hafa farið
rétt nálægt trénu, þó þeir yrðu þess ekki varir.
Þannig hélt það áfram þangað til það var
komið þangað sem þeir fyrst sáu það og héldu
vera þústu. Þar nam það staðar og í því vein-
aði barnið, en ekki hátt. Fór þá dýrið af stað
aftur og gekk hraðara en áður, en þó stefndi
það ekki beint á byrgið, en færðist þó nær því
á svið, og var það fagnaðarefni fyrir þá félaga,
sem sáu, að hefði það hafði stökkið þaðan
sem það var, hefðu þeir ekki þorað að skjóta,
því byrgið var rétt í sigti við dýrið frá trénu.
En til hamingju fór það í sveig og nálgaðist
svo runnann.
Þeir félagar báru nú rifflana í sigti og
héldu þeim þar, og voru hálfhræddir að
hleypa af, því þeir treystu sér tæplega að
hæfa dýrið í dimmunni, þó ekki væri það meir
en þrjátíu skerf frá þeim. Þeir biðu þannig
með öndina í hálsnum eftir gjallandanum í
riffli doktorsins en hrukku þó við eins og
þrumulostnir þegar hvellurinn kom og eld-
glæringar rufu myrkrið. Um leið og skotið
reið af rak tígrinn upp org, hentist í loft upp,
datt svo niður og velti sér aftur og fram.
“Tígrinn er ekki dauður!’’ sagði þá Hind-
úinn. “Hleypið þið af þegar það stendur upp!”
Alt í einu stökk dýrið á fætur, orgaði
grimdarlega og hentist að runnanum. Þeir fé-
lagar hleyptu nú af, en af því að dimmt var
og dýrið á fleyi, voru þeir ekki vissir að þeir
hefðu einu sinni komið nærri því. Rétt í þessu
hljóðaði konan og mátti heyra að það var ekki
uppgerð, heldur ófalsað neyðaróp, og sam-
stundis heyrðu þeir dýrið klóra og rífa viðinn í
byrginu. “Það er að brjóta byrgið!” sagði þá
Richards, og flýttu þeir sér nú að hlaða riffl-
ana aftur. “Við verðum að fara niður og
duga nú doktomum.” En um leið og Rich-
ards slepti orðinu, reið af annað skot í byrginu
og sló þá undireins í þögn.
“Farið ekki ofan ennþá drengir!" kallaði
þá doktorinn. “Eg held að dýrið sé dautt nú,
en það er betra að vera viss um það.” Að
augnabliki liðnu skaut doktorinn í þriðja sinn,
og undireins á eftir kallaði hann til þeirra, að
nú væri öllu óhætt, að dýrið væri steindautt.
“En varið þið ykkur á riflunum, þegar þið
klifrið niður”, sagði hann.
“En að muna eftir öðru eins, rétt þegar
maður hefir unnið sigur á mannskæðu tígris-
dýri”, sagði Wilson. “Eg var nú ekki búinn að
láta hvellhettuna á, svo þar er ekkert að ótt-
ast.”
“Eg var búinn að láta mína á,” svaraði
Richards, “en eg ætla að taka hana af aftur”,
og svo sagði hann Hindúanum að fara ofan á
undan og réttu honum svo rifflana, áðúr en
þeir kiifruðu niður tréð sjálfir, nokkuð sem
þeim gekk ekki neitt iiðlega.
“Nú skulum við láta hvell-hettumar á
aftur,” sagði Richards, “því vargurinn er
máske með lífi enn.” Svo nálguðust þeir
byrgið með mestu varúð, og á miðri leið köll-
uðu þeir og spurðu hvort doktorinn væri
alveg viss um að dýrið væri dautt.”
“Dautt og steindautt! Haldið þið máske
að eg viti ekki hvenær tígrisdýr er dautt,”
svaraði doktorinn.
Nálguðust þeir félagar nú enn byrgið, en
til vonar og vara héldu þeir rifflunum í sigti.
Að doktorinn hafi skynjað hve hræddir þeir
voru má ráða af því, að hann kallaði til þeirra
aftur og réði þeim th að bíða þangað til þorps-
búar kæmu með blys, því þeir gætu hvort-
heldur ekkert í myrkrinu, en betra æfinlega
að vera varkár.
Þegar Hindúinn sveiflaði sér niður úr
trénu hafði hann hóað hátt og höfðu margir
menn í farlægð óðara svarað því hói, enda leið
ekki langt til þess glórði í Ijós í skóginum, og
komu þar um tuttugu þorpsbúar með blys'og
luktir og æptu í sífellu fagnaðaróp yfir þess-
um sigri. Undireins og þessir menn komu
gengu þeir félagar heim að byrginu. Þar
lá dýrið uppi á þekjunni og sýndist sofa.
Komumenn gengnu til þess með gætni og
sveifluðu blysi rétt framan við snoppu þess,
en það hreyfðist ekki. Þá var ugglaust að það
var dautt, og voru menn þá handfljótir við að
bylta því niður. Jafnfram þrifu aðrir sveðjur
og ristu bindin, sem héldu ræftinu saman, og
stökk þá doktorinn upp úr tóftinni.
“Það er gott að losast héðan”, varð dokt-
ornum að orði. “Það er ekkert spaug að
húka sér í sex klukkustundir hjá konu með
organdi barn.”
Þeir félagar fóru nú að skoða dýrið með
nákvæmni, er Hindúar allir í bendu þuldu nú
allar sínar buslubænir yfir, því nú voru þeir
ekki hræddir við það lengur, og spurðu svo
doktorinn í mikilli alvöru hvað rnörg sár
mundu vera á dýrinu, en doktorinn spurði
aftur Hindúann, er setið hafði hjá þeim fé-
lögum. Eftir að hafa skoðað það nákvæmlega
svaraði hann: “Sárin eru þrjú, Sahig, — Eitt
á bringunni, og það pt af fyrir sig er bana
sár, og hin bæði á ryfjahylkinu í grend við
hjartað.”
“Ekkert annað sár!” sögðu þeir félagar
fýlulega, þegar doktorinn þýddi fyrir þeim
svarið.
“Doktorinn sjálfur fór nú höndum um
skrokkinn og sagði svo: “Nei, þið hafið ekki
hæft það, drengir mínir, en það er þarflaust
áð vera hnugginn af því. Það er ekki fyrir
viðvaninga að hæfa tígra í svörtu myrkri eins
og nú, þegar maður með naumindum sér móta
fyrir dýrinu, og þegar maður naumast sér
hlauplengd riffilsins. Eg gáði helduri ekki að
segja ykkur að rjóða ofurlitlu af eldspítna-
brennisteini í sigtið á rifflinum. Eg er svo
vanur við að gera það sjáifur, sem sjálfsagðan
hluta verksins, að mér datt ekki í hug að
nefna það við ykkur. En sleppum því, það er
gott að við drápum það, því að allra frásögn,
er það búið að vinna stórmikið tjón.”
“Það er föngulegt dýr og hefir verið fall-
egt einhverntíma,” sagði Wilson, “þó ekki sé
nú mikið varið í feldinn af því, að mér sýnjst.
Það er bara háriausar skellur á því.”
“Það er nú rétt æfinlega, að mannætu-
dýrin eru þannig. Tígrisdýrin leggjast ekki á
menn beinlínis, fyrri en þeim er farið að fara
aftur, og þrek þeirra bilar í tuski við öflugri
dýr. En ’ekki veit eg af hverju það kemur að
allar þessar mannætur eru hárlausar með
pörtumog fullar af óþrifum, nema ef manna-
ketið á ííla við dýrin.”
“Við æðruðumst um stund og héldum að
dýrið væri að brjóta byrgið”, sagði Richards,
“þegar við heyrðum það rífa viðina, enda eru
það meira en smáræðis rispur, sem það hefir
gert. Við heyrðum þá ekkert til þín um stund
og óttuðumst að eitthvað gengi að.”
“Já, það gekk nú svo sem eitthvað að
kerlingunni þeirri arna”, svaraði doktorinn.
“Um leið og hún sá dýrið iyfta sér til að
stökkva á byrgið, fleygði hún sér flatri og
ofan á hinn riffilinn minn, og þegar eg snerti
við henni til að ýta henni af riflinum hugsaði
hún víst að tígrinn væri að hremma sig, því
hún skrækti þá svo óskaplega, að eg kipptist
við og svo fast grúfði hún sig niður að jörð-
inni, að eg mátti beita afli til að þoka henni af
riffiinum. Að þessu búnu þurfti eg að leggjast
á bakið og miða svo upp fyrir mig, því svig-
rúmið var ekkert. Alt þetta tók æði tíma.
Reyndar var eg vissum að dýrið hafði fengið
banasár, því eg hafði miðað í hjartastað, en
til þess að ganga úr skugga um það, hleypti
eg af hinum rifflinum líka. Jæja, ef annarhver
ykkar, eða báðir, viljið ná í kló, eða haus af
dýrinu, tii minja um þessa viðureign, skuluð
þið segja til þess undireins, því Hindúarnir
taka nú bráðum til að svíða kjamma dýrsins,
— það er nokkuð, sem hjátrú þeirra býður
þeim að gera ætíð og æfinlega”.
“Eg vil ekkert af dýrinu”, sagði Wilson
ömurlega. “Hefði eg hæft það einhversstaðar
svo eg hefði getað stært mig af að eiga þátt
í dauða þess, þá hefði eg eflaust viljað eiga
hausinn, til að senda haminn úttroðinn heim
til fólks míns, en eins og komið er vil eg ekk-
ert af því”. Richards var á sama máli og
Wilson, og biðu þeir þremenningar þá ekki
lengur, en gengu undireins af stað heim til
þorpsins. Þegar þar kom, voru allir á ferli
sigri hrósandi og fögnuðu þeim félögum sem
lausnurum sveitarmanna.
“Aumingja ræflarnir!” varð doktornum
að orði. “Þeir hafa öndina í hálsinum í
margar vikur, svo eg veit vel að þeim líður nú
eins og manni, sem vaknar af vondum
draumi. En nú skulum við fá okkur að
borða, piltar. Eg hugsa þið hafði lyst á bita,
og eg veit með fullri vissu að eg er til með að
borða væna máltíð.”
“O ghvar í veröldinni fær maður mat um
þetta leyti nætur, — klukkan sjálfsagt tvö?”
sagði Wilson spyrjandi.
“Auðvitað fáum við að borða”, svaraði
doktorinn. “Eg sagði þjóni mínum að taka
til matreiðslu undireins og hann heyrði óm
af byssuskoti, og eg þori að ábyrgjast að hann
hefir matinn tilbúinn nú.”
Eftir að hafa borðað og
reykt \indil lögðu þeir sig
niður og sofnuðu stundar-
korn, en í dögun stigu þeir á
hesta sína og riðu heim, en
þögulir og niðurbeygðir voru
þeir Wilson og Richarðs, af
því hve illa hafði rætst úr
þeirra fyrstu Tígra-veiðiferð.
“Það var hraparlegt að
hæfa dýrið ekki, Miss Han-
nay”, sagði Wilson, er hann
sagði Isabel söguna. “Eg var
búinn að hugsa mér að taka
klærnar og láta smíða háls-
men með þeim á festum og
gefa þér svo. Eg hélt þú
hefðir haft gaman af því.”
“Eg þakka þér fyrir velvildina, 'Mr. Wil-
son”, svaraði hún, “en eg hefði nú ekki viljað
eiga þvílíkt hálsmen. Hefði Tígrinn ekki verið
mannæta, hefði mér verið sama þó eg ætti
klær af honum á menjagrip, en eg hefði aldrei
borið klær af dýri sem búið er að drepa f jölda
manns, menn og konur og — börn."
RoblnlHood
FIvOUR
ÚR ÞESSU MJÖLI FÁST STÆRRI BRAUÐ,
BETRI BRAUÐ OG MEIRI SPARNAÐUR.
hve annríkt hann á,” sagði Isabel.
“Mín reynsla á karlmönnum er nú sú, að
þeir eigi aldrei svo annríkt, að þeir geti ekki
iyft. sér ögn upp, ef þeir vilja", sagði Mrs.
Hunter, “og þegar karlmaður segist engan
tíma hafa til þessa eða hins, þá er óhætt að
geta á að það er viljinn, sem vantar og ekki
“Já, eg hugsaði nú ekki út í það, Miss
Hannay, en þegar eg hugsa um það, Sé eg
það er nú eiginlega ekki geðfeld eign. En
samt vildi eg að eg hefði komið kúlu einhvers-
staðar í skrokk dýrsins.”
“Þér gengur sjálfsagt betur næst, Mr.
Wilson. Doktorinn hefir verið að segja mér
hvað erfitt sé að hæfa dýr í níða myrkri, og
sérstaklega fyrir viðvaninga. Hann sagðist
altaf hafa verið hræddur um sig og að hann
hafi verið ósköp feginn þegar hann heyrði
ykkur skjóta og að hann slapp ómeiddur!”
annað. Þú heyrir kvennmenn oft segja að
þær hafi engan tíma til að gera þetta eða
hitt, en svo sérðu líka þær sömu konur hafa
nógan tíma til að mæta á hverri skemtisam-
komu sem býðst. Það er, hugsa eg, iíkt á
komið með karlmönnum. Það er enginn efi að
Bathurst er iðjumaður og þess vegna einn
bezti maðurinn í þjónustu félagsins, en svo
hindra þau störf hans hann ekki frá að koma
á kvöldin, ef hann vill, einstökusinnum að
minsta kosti. En svo sýnist hann nú hafa
“Það var nú illa gert af honum”, s-*"*’
Wilson hlæjandi, “Svo miklir aular erum við
þó ekki. Hann hefir sagt það í spaugi, held
eg.”
snúið við blaðinu í þessu efni, og eg vona
hann hverfi nú ekki aftur í sitt fyrra far. í
litlu þorpi eins og þetta er, munar um hvem
einn, og sérstaklega þegar það er eins skemti-
“Nei, Mr. Wilson, eg held honum hafi ver-
ið alvara. Hann sagði það væri helzt ómögu-
legt fyrir viðvaninga, að sjá hvert byssu-opið
stefndi, í svarta myrkri, og bætti því við, að
hann hefði líka gleymt að láta ykkur nudda
brennisteini í sigtið.”
“Það var illa gert. Það hefði verið mátu-
legt handa honum hefðum við hæft tré í byrg-
inu, svo hann hefði haft ástæðu til að hræð-
ast. En gaman hefði eg haft að sjá hann
bysa við að koma kerlingunni af rifflinum,
þegar Tígrinn var að klóra raftinn á byrginu.”
“Hann sagði mér ekki frá því,” sagði Isa-
bel hlægjandi, “en hann sagðist hafa haft
konu með bam hjá sér til að laða dýrið að
byrginu.”
“En mér finst nú að þær manneskjur
heföu fremur fælt öll heiðvirði tígrisdýr, en
ekki laðað þau að sér,” sagði Wilson, “því jafn
hryllileg óp minnist eg ekki að hafa heyrt.
Mér varð svo hverft við það fyrsta, að eg
nærri datt niður af trjágreininni, og mér fanst
eins og kalt vatn rynni um mig milli holds og
hörunds. Hvað bam-aumingjann snertir þá
veit eg ekki hvort konan hefir klipiö það, eða
doktorinn stungið það með prjónum, en það
var óvenja að heyra hvernig það emjaði. Eg
held eg fari aldrei í tígra-veiðiför aftur að
næturlagi. Eg er allur sár og stirður eftir
setuna í trjágreininni og átökin að halda jafn-
væginu. Það var æði oft að eg var rétt bú-
inn að missa af jafnvæginu. Mér liði ekki ver
eftir fyrsta knattspyrnuleikinn, heldur en mér
líður í dag.”
“Þú hefir líklega verið um það að sofna,”
sagði Miss Hannay.
“Eg hefði líklega sofnað, ef barn-unginn
hefði ekki emjað svo iðulega. Eg hefði stað-
ið mig vel hefði eg mátt reykja, en að húka
þar uppi, mega ekki tala orð, og mega ekki
reykja, en stara altaf út i þreifandi myrkur,
það er á: ynsla, skal eg segja þér. Og svo
tekur út yfir, eftir aliar þær þrautir að hæfa
hvergi nálægt dýrínu.”
Svo leið tíminn og bar lítið til tíðinda.
Þeir Wilson og Richards komu á hverjum degi
til majórsins og Isabel og það gerði doktorinn
einnig, að sjálfsögðu, ef hann var ekki burtu,
á veiðiferðum. Enda Bathurst var þar ekki
sjaldséður gestur.
“Mér þykir vera farið að rætast úr hon-
um Bathurst”, sagði Mrs. Hunter einusinni
við Isabel er þær vom tvær saman, en dætur
Hunters voru að spila á píanó í næsta her-
bergi.” Það var hér fyrrum svo ómögulegt að
ná honum að heiman, að við kölluðum hann
einsetu karlinn. Við vorum bara hissa þegar
hann tók boði okkar að koma til kvöldverðar
í gærkvöldi."
“Eg held doktor Wade hafi lífgað hann
við”, sagði Isabel með hægð, “þeir eru miklir
mátar og doktorinn hefir mikið álit á honum."
“Ekkert ómögulegt, góða mín," sagði Mrs.
Hunter brosandi, “en hver sem orsökin er,
þykir mér ósköp vænt um að sjá þessa breyt-
ingu, og bara vona að hann feli sig ekki inni
í kumbalda sínum eftir að þið öll eruð farin
héðan aftur.”
"Það verður nú líkiega mikið komið undir
legur maður eins og Bathurst getur verið.
Hefirðu heyrt að hann tilheyrði hemum einu
sinni?”
“Er það virkilega, Mrs. Hunter?”
“Já. Eg hefi aldrei heyrt hann sjálfan
segja það, en það hafa margir aðrir sagt mér
það .En hann var held eg ekki nema árlangt
í honum. Honum hefir líklega ekki fallið
staðan og eg get vel ímyndað mér það um
mann eins og hann. Hann seldi því sinn rétt
og tók stuttu síðar stöðu hjá félaginu. Faðir
hans var hershöfðingi, svo það voru engin
vandræði fyrir hann að ná þessari stöðu, og
þar á hann líka heima, að sýnist. Faðir hans,
sem var nafnfrægur hermaður, er nú dáina
fyrir tveimur árum, og eftir hann fékk Bath-
urst miklar eignir og fallegt bú heima á Enp-
landi. Það bjuggust ailir við að hann slepti
stöðu sinni hér, en færi heim og settist í fé3-
urleyfð sína, en hann gerði ekkert þvítíkt.
Hann hélt áfram að vinna eins og hann ætti
enga aðra úrkosti.”
“Það er nú auðskilið að það muni hu»3-
næmara fyrir starfs og iðjumann að vera hér
og gera mikið gagn, heldur en hverfa heim og
hafa ekkert ákveðið að hugsa um eða gera,”
sagði Isabel.
“Ef til vill er það, góða mín, og enginn afi
að hugmyndin er rétt, en svo sýnir reynslaa,
að undir þessum kringumstæðum mundu nítj-
án af hverjum tuttugu manns, sleppa hvers-
dagsstritinu og setjast að eigum sínum og
njóta lífsþægindanna. En, eftir á að hyggja,
þú mátt til með að koma hingað í kvöld, Mies
Hannay. Það er töframaður staddur í þorp-
inu og Mr. Hunter sagði honum að koma í
kvöld. Vinnufólk okkar segir hann sé naf»-
togaður töframaður, — einn með þeim fræg-
ustu á Indlandi, og af því dætur okkar hafa
aldrei séð nema þessa almennu töfra, þá fékk
Mr. Hunter hann til að koma, og við höfum
boðið öllum vinum og kunningjum að kouaa
og horfa á. Við sendum miða til ykkar, ea
þú hefir sjálfsagt verið farinn áður en sendi-
maðurinn kom.”
“Já, eg þakka innilega, því mig langar
svo mikið til að sjá töfraleik,” sagði Isabel.
“Það komu einu sinni tveir eða þrír töframenn
til okkar í Cawnpore, en það var ekkert mark-
vert, sem þeir gerðu. En frændi segir að surat
er þeir geri, sé bara yfirgengilegt, og alger-
lega ómögulegt að skilja í því. Það var eitt
sem eg las um, í skólanum á Englandi, og það
vonaði eg að fá að sjá á Indlandi og langaði
meir til þess, en nokkurs annars. Einusinni
fórum við skólastúlkur allar til að sjá töfra-
menn leika í Cheltenham. Auðvitað skildi eg
ekket af því sem þeir gerðu, en eg hefi heyrt
menn tala um það, sem sögðu það væru alt
náttúrlegir töfrar og missýningar, sem vanda-
laust væri að útskýra. En svo hefi eg líka
lesið um töfra á Indlandi, sem óntögulegt
sýnist vera að gera sér grein fyrir öðruvísi e«
að það sé heinir galdrar.