Heimskringla - 10.08.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.08.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA Hcrmskringla (Sto/nuð t$S6) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 og S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 36 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgiart fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” ds published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 10. ÁGÚST 1932. AÐ SKILNAÐI (Fáein orS flutt í kveSjusamsæti séra Benjamíns Kristjánssonar og konu hans s. I. mánudagskvöld af S. E.) Svo sögð sé hver saga sem hún gengur, setti það mig hljóðan, er Heimskringlu barst, fyrir rúmri viku, fréttin um það að séra Benjamín væri að halda alfarinn heim til íslands. Ef til vill hefði mér ekki þurft að koma fregnin neitt óvænt. Það hafði áður ver- ið talað um, að séra Benjamín hefði heimferð í huga. En eg gat aldrei feng- ið sjálfan sig til a líta á það öðru vísi en lausafregn. Auðvitað bjó mér það eitt í huga, er við öll vitum, að af komu séra Benjamíns hingað, hafði íslenzka þjóðlíf- inu hér stafað svo margir yiríkir og gróð- ursælir geislar. Það kom brátt í Ijós eftir komu hans hingað, að hann var einn af blómlegustu kvistunum á þjóðlífsmeið- num okkar. Vegna þess hver eftir sjá mér var að því, að hann hyrfi úr hópi okkar, var mér hugsunin um burtför hans alt annað- en kær, og eg vonaði sífelt, að hér væri um marklaust hjal að ræða, en ekki veruleika. En vona knör minn reynd- ist í því efni valtur, eins og stundum fyr. Af all-náinni viðkynningu gekk eg þess ekki dulinn, að hugur séra Benjamíns var oft heima. Að vísu mun mega segja hið sama um mörg af okkur, sem fullvaxta komum að heiman. En oft hefi eg um það hugsað hvort ísland sé þeim eins mikið veruleikans land, sem fyrir fleiri tugum ára eru þaðan komnir, og hinum sem það- an eru nýkomnir. Við sjáum að vísu öll vell ina græna á vornóttu heima; við sjáum lækina hverfast kring um hveldra hlíða brjóst; og báran kveður eins og áður út við fjöru sanda í eyrum okkar. En eigi að síður munum við mörg geta tekið undir með St. G.: Eg á orðið einhvern- veginn—ekkert föðurland. Fyrir þeim sem nýkomnir eru að heiman, er þetta alt eigi síður Ijóslifandi en okkur. En þeir eru nánari böndum tengdir þjóðlífinu eins og það er nú heima, en við. Eða — Muntu eins feginn faðma að þér frænda og vina-lið, getirðu andans-ættarsvip þinn ekki kannast við? — eins og St. G. spyr. Þarna skilur eflaust eitthvað með okkur eldri Vestur-íslend- ingum og Austurís'lendingum. Með langdvölinni hér erum við orðnir þjóðlífi þessa lands bundnari, en þjóð- lífinu heima. Og eg hygg það ástæð- una að þeir, sem langvistum hafa dvalið hér vestra, hafa á seinni árum komið eins hratt til baka, og þeir fóru heim. Þeir áttu einhvernveginn orðið ekkert föðurland. Þeim, sem nýkomnir eru hingað eða fyrir þrem-fjórum árum, sem séra Benja- mín, er ísland veruleikans land, í stað þess að vera aðeins drauma og hyllinga land. Það er ennþá í fylsta skilningi föðurland hans. Þjóðlífið þar er hluti af honum eða hann af því. Þetta mátti mér alt ljóst vera, er hann var stundum að minnast á ísland við mig. Hann talaði oft þannig um það, að eg hefði auðveld- lega getað trúað, ef hann hefði ekki verið giftur, að hann ætti kærustu heima. þannig liggur honum hugur til íslands. Það mun hafa verið til þess ætlast, að eg segði eitthvað af samvinnu okkar séra Benjamíns við blaðið Heimskringlu. Eg þarf ekki að segja ykkur neitt af því, að Heimskringla á, við burtför séra Benja míns, á bak að sjá einum sínum ritfær- asta manni. Unaðslegra og eðlilegra ís- lenzkt mál skrifar hér vesta fár eða engi. Um samvinnu okkar, sem þið vitið ekki, er mér hjartanlega ljúft að segja, að eg hefði ekki getað hugsað mér hana ákjós- anlegri. Er því þó sízt að peita, að á samvinnuþýðleik hans reyndi ekki, því einatt leið stutt á milli þess, að eg leitaði mér fróðleiks hjá honum og bendinga. En hann tók því kvabbi öllu með jafnað- argeði síðskeggjaðs kirkju-bldungs, og á- valt með þeim hlýhug og einstakri alúð, sem ágætustu drengjum einum er eigin- leg. Hreinskilnislega sagt, sakna eg séra Benjamíns ekki aðeins sem samvinnugóðs manns, heldur jafnframt sem hins við- kynningarbezta og einlægast í allri framkomu. En við þetta samvinnuskraf mitt get e^ ekki svo skilið, að pg minnist ekki um leið Mrs. Kristjánssonar. Það er yfirleitt ekki skoðað lúastarf að skrifa vikublöðin íslenzku. Það ber fátt oftar á góma en það, hvað blóðlatir ritstjórar séu. En hvemig sem eg hefi reynt að sannfæra menn um, að ritstjórar vinni tveggja manna verk, hefi eg ekki enn rekist á neinn sem hefir samþykt það nema Mrs. Kristjánsson. Hún er sú eina sem skilið hefir, að því sé erfiði og þreyta samfara. Því hefir hún iðulega sjálf sótt mig til þess að drekka kaffi — með kleinum að sjálfsögðu — með þeim hjónum heima í húsi þeirra, og hefir auk þess skipað 'mér, hvenær sem eg væri þreyttur, að koma óboðinn og hressa mig á kaffi með þeim. Eg stæði illa að vígi ,ef eg ætti að standa ykkur reikningsskil á hve oft eg hefi notað mér þetta góðvildar — og gest- risnisboð. En hins má eg geta að eg er bæði kaffi og kleinu vinur. En væri nú svona haldið áfram, að segja frá starfi Mrs. Kristjánssonar í öll- um greinum, þryti fyr dagur en dæmi. Það er á allra vitund hvílíkur stólpi hún hefir verið safnaðarstarfseminni og hve ótrauð hún hefir lagt krafta sína fram þar. Það ber að þakka og viðurkenna, þó slíkt séu smávægileg laun fyrir það. Fyrir aðal-starfi séra vBenjamíns hér vestra, preststarfinu, gera þrír prestarnir sem hér hafa orðið betri grein, en eg get gert. Hitt vitum við, sem á ræður hans höfum hlýtt, að unaðslegra mál höfum vér ekki að jafnaði heyrt flutt, en þær ræður. Það hafa svo ótal leiftur logað þar bæði í hugsun, stíl og máli, að okkur mun það seint úr minni líða. Og ein- lægnin og sannleiksástin hafa þar átt óskoruð völd. Það mun með sanni um séra Benjamín mega segja, að hann hafí verið o^ verði hvar sem hann er lýginni og hræsninni háskalegur maður. Fyrir það sem nú hefir lítillega verið minst á — og svo miklu fleira, sem ekki gefst kostur hér að minnast á, mun okkur minningin um störf séra Benjamíns hér og dvöl hans lengi verða kær. Okkur skortir viðeigandi orð að tjá ykkur hjón- unum tilfinningar okkar á þessari slyln- aðarstund. En þakklætisskuldin sem við finnum til að við erum í við ykkur fyrir dvöl ykkar hér, er eins virkileg og sönn fyrir því. nE ósk okkar til ykkar þegar þið komið á “gamlar stöðvar,” vildi eg helzt segja með þessum erindum eftir skáldið St. G.; Er þú kæri, kemur heim þar kvöldsól lengi á vorin skín, og að þér fram úr fjallageim sitt fangið réttir sveitin þín. * * * Þá gangi ’ún æska að gæta að þér, úr gili, dæli, laut og runn’, og þjóti úr mó, að mæta þér og minna á þið voruð kunn. ENDURMINNINGAR Fyrsta bindi Endurminninga Friðriks Guðmundssonar er nú komið út í sér- prentun úr Heimskringlu, og er það álit- leg bók, bæði að stærð og efni. Ekki er hægt að segja annaðen að það hafi verið snjallræði, að gefa þessar Endurminn- ingar út í sérstakri bók. Þær eru einkar fróðlegar og kasta mjög skýrri birtu á menn og málefni frá þeim tímum sem aðeins elztu mönnum er kunnugt um af reynslu. Þar getur um ýms atvik úr lífi þjóðkunnugra manna ,sem bæði eru mjög skemtileg til lesturs og einkar fróðleg og gefa oft og tíðum upplýsingar um þessa menn, sem ekki er annar staðar að hafa. Að eiga aðgang að þeim í bó'k, mun mörgum reynast handhægt og þægilegt. Annað sem Enduminningum má til kosta telja er hve skemtilega þær eru skrifaðar. Svo langt mál sem þær eru, er frásagna blærinn ávalt jafn viðfeldinn, hýr og skemtilegur. Friðrik Guðmunds- syni lætur vel að rita. (Frh. á 5. bls.) MINNI ÍSLANDS Ræða flutt á fslendingadeginum 1. ágúst 1932 að Hnausum af Guðm. dómara Grímssyni. Herra forseti Háttvirtu tilheyrendur: Árið 1882, þegar eg var á fjórða ári, fluttust foreldrar mínir með flest sín börn frá íslandi til Ameríku. Eg var yngstur og hið þrettanda í röðinni og víst ein höfuð orsökin til þess að þetta spor var stigið. Eg var of ungur til þess að muna (eftir ættjörðinni frá þeirri tíð, en ósjálfrátt fékk eg þó snemma hugmynd um ísland. Sú hugmynd mun hafa verið bygð á því sem eg heyrði þá eldri segja. Fólk rnitt fluttist hingað vestur, bæði sökum örðugra kringumstæðna heima fyrir og svo í landinu sjálfu. Hugurinn var samt altaf heima. Það hafði dvalið í marga mannsaldra í Reykholtsdalnum. Það saknaði fegurðar Borgarfjarðarins. Elsti bróðir minn var í Latínuskólanum og mikið var talað um skólann og fræði- lindir hans. Þar fanst mér sem vera myndi uppspretta alls menningarlífs á jörðunni. Oft sagði faðir minn frá æfintýrum sínum í göngum og réttum. Svo hlust- aði eg hugfanginn á frasagnirnar um álfa og huldufólk. Snemma var mér kent að lesa á ís- lenzku. Þá fyltu sögurnar, um hinar fornu hetjur, huga minp. Landið bygð- ist fyrir hugskotssjónum mínum hetjum og skáldum, huldufólki og æfintýra mögnum. Þegar eg svo sá fáeina inn- flytjendur er nýkomnir voru frá íslandi, klæddi eg þetta hugmynda fólk mitt í búning þeirra. Mér fanst sem ísland myndi vera mjög fagurt land, en kalt og örðugt af- komu, þar sem eg þó eiginlega ætti heima, en af einhverri harðleikni ör- laganna væri nokkurskonar útlagi frá, um stundar sakir. Því þangað var í ung- dæmi mínu huganum beint. Eg iærði fljótt að segja “heima á íslandi’’, þó eg skildi ekki að fullu meiningu þess orða- tiltækis. Hugmynd mín um ísland var óskýr og hulin einhverri þoku, saknaðar og heimþráar er eg tók að erfðum frá foreldrum mínum. Samt skein í gegn- um þokuna vonarljós um upplýsingu á öllu þessu með tímanum. í næstum fimtán ár var því ísland f huga mínum, land fegurðarinnar, hetj- anna, æfintýranna og menningarinnar en um leið land fátæktar, kulda og erfiðleika Nú hefi eg á seinustu tveimur árum haft tvisvar tækifæri til að heimsækja þetta draumaland mitt. Eg hefi séð það bæði að sumri og að vetri. Eg hefi séð landið og fólkið í skrautklæðum Alþingis- hátíðarinnar og í hversdags búningi hinn- ar núverandi kreppu. Þokan er horfin sem huldi það, fyrir hversdagssjónum vökunnar og veruleikans. Nú er upplýs- ingin fengin. Held eg þá meira eða minna af íslandi síðan? Hafa hugmyndir mínar breyst eða eru þær hinar sömu og áður Fyrst er þá að athuga hugmynd mína um fegurð landsins. Hún reyndist rétt að því að ísland er mjög fagurt land. En eingin sem ekki hefir séð landið getur þó eiginlega gert sér rétta hugmynd um þá fegurð. Og ekki er auðvelt að lýsa henni. Eg held sú fegurð sé alveg sérstök og finnist hvergi nema á íslandi. Eg hefi ferðast nokkuð um Evrópu, Bandaríkin og Canada. Eg hefi séð hærri fjöll og stærri fossa. En eg hefi aldrei séð litina eins gullfallega á fjallshliðunum eða í foss-úðanum sem þar. Það er lítill skóg- ur á íslandi. Fjöllin eru þar ekki hulin dökkum trjám eins og öll önnur stórfjöll '■em eg hefi séð. Na'kið bergið, loftið og sólskinið mynda litina á fjallshlíðunum, sem breytast eftir stundatali dagsins og veðurlagi. Eg sat við fætur Ingólfs stytt- unnar á Árnarhóli í Reykjavík og horfði á Esjuna hinum megin við fjörðin um sólarlag í júní mánuði. Eftir því sem sól hallaði breyttust litirnir — rauðir, gulir, glóandi — bjartir og töfrandi. Eg ferðaðist um Borgarfjörð að sumri og að vetri, f sólskini og tunglsljósi. Hvar sem eg var staddur sá eg Okið í þess fögru litum. Fjallið var sem gnæfandi varða til leiðbeinlngar öllu héraðinu og sýndist alstaðar rétt hjá manni. Eiríks- jökull glampandi og glóandi sendi út fegurð sína til að lýsa holtum og dölum. í fjarlægð lágu Skjaldbreið og fjöllin á allar síður. Ekki var þetta útsýni síður yndislegt í tunglsljósinu. Gullinu var að- eins breytt í silfur. Sér staklega voru reykirnir upp úr hverunum ábærilegir í tungls- ljósinu. Þeir gáfu til kynna hvar sjóðandi lindir brutust upp úr eldheitum iðrum jarðar til þess að milda ískulda jökul fljótunna. Eg flaug frá Reykjavík yfir Faxaflóa, Snæfellsnessýslu, Breiðafjörð, Barðastrandarsýslu til ísafjarðar, svo framhjá Horn- ströndum, dálítið út yfir ís hafið og til báka yfir Vestfirðina og Snæfellsjökul. Með mér í þeirri ferð var Amerikani sem ferðast hefir um víða veröld. Sagðist hann að eins einu sinni áður hafa séð þvílíkt útsýni, en það var sagði hann; í Himalaya fjöll unum. Við flugum yfir fiski- sæla firði, yfir eyjar bókstaflega þaktar æðarfugli. yfir frjósama dali, þar sem grænkan á gras- inu var grænni en á nokkru grasi öðru, er eg hafði séð. yfir snjókringd fjöll og jökla. Við sáum skýin dragast saman um fjallatindana, við sáum upp- tök ánna, sem kvísluðust eins og silfurþræðir undan rótum jöklanna, þær smá stækkuðu, og steyptust að lokum í glitrandi fossinn, niður fjallahliðarnar á leið til sjávar. Við fórum yfir Vestfiröina, djúpa, með hrikaleg fjöll á báðar síður, en inst þar sem vatnið var tærast og kyrr- ast sáust kauptúnin friðsæl og fögur. Það seinasta sem við sáum þegar við sigldum frá New York höfninni í vetur var mynda styttan “Liberty Enlightening the World”. Það fyrsta sem við sáum á íslandi var Vatna- jökull. Eins og myndastyttan er merkileg frá manna hendi, svo er Vatnajökull eitt af hinum stóru fegurðar afbrigðum nátt- úrunnar. Hann skein sem hið skærasta ljós — sýnishorn nátt- úrufegurðar íslands. Ætíð á nótt og degi, hvar sem var á íslandi var sem í loftinu væri töfrandi afl náttúrufegurð- arinnar sem greip mann, hylti mann og fylti mann með undr- un og aðdáun á kraftaverkum náttúrunnar. Draum hugmynd mín um feg- urð Íslands var bara ekki nógu dýrðleg. Náttúrfegurðin þar er alveg ógleymanleg, þeim sem hana hafa séð. * * * Þá er næst að athuga hug- mynd mína um æfintýra landið og hetjurnar. Eg hafði oft hugs- að um þá djörfu og áræðnu aðalsmenn Noregs, eins og Skallagrím, sem neituðu að lúta valdi Haraldaf Hárfagra, en bygðu ísland. Af þeim voru komnir “Gissur og Geir, Gunnar, Héðinn og Njáll.” Svo var lif- andi í huga mínum huldufólkið sem dvaldi í hólum og holtum og lék með fólk eftir vild. Átti eg nú að fá að sjá þetta hug- mynda fólk mitt? Ekki sá eg nú neitt huldu- fólk en eg get vel trúað, að töfrandi fegurð náttúrunnar hafi stundum birst í gerfum sem líktust fólki og svo komið á stað álfasögunum. LiLlar eru nú leifar eftir forn- hetjurnar. Samt var okkur sýndur haugur Skallagríms og Ieifar af búðum á Þingvöllum. Einnig er margt í forngripa- safninu sem minnir á þá. Þó eigi sæi eg fleira, er það samt ennþá hugmynd mín að fsland sé æfintýraland. Hér berjast ís og eldur um yfirráð- in. Hér heyja náttúruöflin voldugri og margbreytilegri bar- áttu en á nokkrum öðrum stað um víðaveröld. En hetjur nútíð- arinnar hafa tamið þessi öfl °g Rota þau í þarfir þjóðarinn- ar. Upp úr jörðinni kemur sjálfkrafa sjóðandi vatnið, sem nú er veitt um bæina til hita og eldunar, sem notað er til ræktunar allskonar garðávöxt- um og blómstrum, árið um kring. Ofan úr jöklunum koma árnar með vatnið í fossana, sem WINNIPEG 10. ÁGÚST 1932. leggja til aflið, til að snúa verk- smiðjunum, lýsa bæina og gera. daglega Jífið bærilegra. Er það ekki eins mikið æfintýri, a& taka svona þessi öfl náttúrunn- ar og nota þau í þjónustu þjóð- félagsins eins og nokkuð það sem forfeður vorir gerðu? Þa5 finst mér. * * * En draumaland mitt var kalt. Nafnið sjálft, — ísland — bar það með sér. Hafís lá við land um það leyti sem fólk mitt fluttist þaðan. Jöklarnir gnæfa hvarvetna yfir eldfjöllin. Þegar eg var heima um Alþingishátíðina, var oft glatt sólskin. Birtan frá miðnæt- ursólinni gerði nóttina líka degi. En hálf kalt og hráslaga- Iegt var nú samt stundum. Þeg- ar við fórum heim um miðjan vetur bjóst eg við snjó og kulda og dimmviðri. En fyrsta morg- * uninn í Reykjavík, 9. febrúar skein sólin inn um gluggan af heiðum himni kl. 9. um morgun- inn og vakti okkur. Þær sjö vikur sem við dvöld- um í Reykjavík í febrúar og marz mánuði frysti aðeins tvo daga en snjór féll aðeins einu sinni. Við sáum fólk synda úti undir beru loftiN Við týndum blóm á túnum. Á leið til Þing- valla varð bíllin fastur í leir- bleytu á veginum. Við fórum í bíl yfir Hellisheiði austur f Flóa og upp um Borgarfjorð, að Reykholti. Okkur var sagt að þetta væri óvenjulega góð vetrartíð, og kviðið var fyrir vorkuldum og frosti. Samt sýnir þetta að á fslandi er engin vetrar veðrátta eftir okkar mælikvarða. Það eru engar frost hörkur líkar þeim sem við eigum að venjast hér. Snjór fellur og hráslaga veður koma, en veðrátta’ er jafnari hvað hita og kulda snertir, en hjá okkur, og veldur Golfstraumurinn því, er veðurfari stjórnar. * * * Mikil var mér ánægja að finna að hugmynd mín um fá- tækt og erfiðleika íslands var . ekki rétt. Einhver fótur hefm nú líklega verið fyrir henni samt eftir ástandi því að dæma sem mun hafa átt sér stað þeg- ar foreldrar mínir fluttu vestur. Um Alþin.gishátíðina heyrði eg aldraða Vestur-íslendinga, sem mundu vel eftir íslandi frp, ung- dæmi sínu, segja, að ef þeir hefðu haft hugmýnd um þær framfarir sem orðið hafa á ís- landi á þessum seinustu 60 ár- um, hefðu þeir aldrei flutt vest- ur. Aðal atvinni^vegunum hefir farið fram. f stað þess að róið var á sjó í opnum bátum er nú veitt á nýtízku togurum. Flug- vélar eru stundum notaðar til að leita að hvar fiskurinn ligg- ur fyrir í stæðstum torfum. Með þráðlausu firðtali er svo togur- unum leiðbeint þangað. Þeir hlaða svo skipin með nýjustu tækjum — leggja fiskin í kassa svo hann ekki merjist eða skemmist í flutningi, geyma hann svo í kælurúmi þar til á markaðinn kemur. íslenzkur ferskur fiskur gengur oft sem verðlaunavara á Englandi. Þá er fiskurinn líka þurkaður og saltaður með nýjustu aðferð* um eftir því hvar á að selja hann. Þá er landbúnaðurinn. Nú eru túnin slétt með vélum. f staðinn fyrir orf og Ijá eru nú notaðar sláttuvélar og önnur nútíðar vinnutæki til heyskap- ar. Eg sá við Reykjavík hið best útbúna mjólkurbú sem eg hefi nokkurn tíma séð. Smjör- gerðar hús eru víða, og góð. Suðurlands undirlendið virðist vera ágætlega fallið til naut- griparæktar og er nú verið að þurka það. Þegar það verður hagnýtt, eins og land er hag- nýtt í Evrópu, færir það mikið út búnað landsins. Sauðfé er enn rekið á fjöll og er það mun þægilegri aðferð en hér er viðhöfð. Svo eru ullar verk- I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.