Heimskringla - 10.08.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 10.08.1932, Blaðsíða 2
2 Bl.AÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. ÁGÚST 1932. BRÉF TIL HKR. Herra ritstjóri! Fyrir nokkru síðan fýsti mig að kasta að þér fáeinum ónot- um, fyrir afstöðu þína í stríðs- skuldamglinu, sem fávitar stór- þjóðanna, er málið meðhöndla, eru nú að leitast við að ráða fram úr, sér og sínum þjökuðu þjóðum t'.l bjargar. En kunningi minn, Sigurður Jóhannsson, er virðist eiga þann kost að vera vitsins og sannsýninnar megiu í hverju máli, tók af mér ó- makið. En af því að þú ritstjóri góður, hefir nú hreyft málinu á ný, og rekið árásina frá nokk uð annari hlið en var, langar mig til að koma fáeinum at- hugasemdum að. í fvrri grein þinni er því hald- ið fram, að það sé hvorki nauð- syn né gustuk, að gefa upp skuldirnar, því þeir, sem upp- tökin að stríðinu hafi átt, eigi fullkomlega skilið ' að boijga brúsann. En af því nú er búið að margjáta, að engin ein þjóð bafi átt upptökin, og eins sök- um hins, að frá öndverðu var bersvnilega engin leið til þess að láta hina seku gjalda — enda aldrei til þess ætlast — fellur sú vörn um sjálfa sig. Þegar bagginn er bundinn, ekki einungis á hina saklausu og afvegaleiddu alþýðu samtíðar- innar, heldur og á alla óborna þræla framtíðarinnar, verður orettlætið engum allsgóðum manni hulið. Hinir seku, stór- fésýslumenn allra landa, ganga e;ns og verið hefir og til var ætiast, lausir allra mála; en hirðsveinar þeirra, grannvitrir uppskafningar í embættisálög- u.n, þvæla málin og villa fólki sýn. í síðari grein þinni er ákær- an aðallega sú, að Evrópuþjóð- irnar hafi með Lausannesamn- ingunum, verið að leitast við að velta allri byrðinni yfir á Bandaríkin, og að allur kær- leikurinn og fórnfýsin hafi ekki verið annað en blekkingar og yfirskyn, og afrekið alt, ekki nema skollaleikur einn og ejnsk is nýtur. Eg er þér samdóma um það, að jafnvel þótt Bandaríkin sam- þykki tillögurnar, og fyrirgefi sín eigin lán, muni gerðimar lítil sem engin áhrif hafa á heimskreppuna og framtíð þjóð anna. Bú tilraun er um seinan orðin og ekki nema eins og íormlegt dánarvottorð á und- an greftrun. Allir heilvita menn skilja, að nálega allar milli- landskuldir, eru óborganlegar hvernig sem á stendur — hvað þá þegar hinn seki er gjald- þrota og lánveitandinn neitar að þiggja annað en gull. Aumingjar þeir, sem Versala ákvæðin (misnefnd samning- ar) fæddu — þar á meðal Wil- son - forseti — voru álíka börn og þau, sem nú eru að reyna að afmá þau í varnarskyni, eft- 'r þrettán óár. Afkoma þessa máls, eins og þú segir, þýðir Víki neitt. En það, að með besskonar gerðum sé hægt að -kerða hag Bandaríkjanna, nær ekki nokkurri átt. Það er ó- mögulegt að eyðileggja það. -em ónýtt er og aldrei hafði neitt gildi. Peningarnir (rétt- ara sagt vörurnar, sem þeir tákna) voru tapaðir um leifj )g þeir voru af hendi látnir, og ég fæ ekki betur séð en að það kæmi vel á vondan, því Banda- ríkin með yfirgangi sínum og verzlunargræðgi, voru sízt minna en samsek hinum þjóð- unum í upptökum og áfram- haldi stríðsins mikla. Það var ekki alt eins og sýndist eða 3agt var. Auðvitað væri það mikill góðs viti, ef það skyldi satt reynast, að þjóðirnar vildu hver annari vel. En ennþá meiri góðs viti væri í því, að þær sæju sinn eigin hag í þeirri velvild. Því miður eru enn engin tákn þess hugarfars fyrir hendi. Ekkert nema óttinn og neyðin virðist knýja þá, sem með valdið fara, til vonVænlegra framferðis, og þó oftast ekki fyr en í óefni ér komið. Við það auðvitað missir máttinn sú mannúð, sem öllum vitrum ráðum ósjálfrátt fylgir. Menn eiga skilið, og fá, lítil laun fyrir þá mannúð, sem þeir fá ekki umflúið af óttan- um frá afleiðingum síns eigin haturs og heimsku. Þjóðverjar og Rússar ganga þess ekki duldir, að ósigur illúðarinnar er ýtill þeirrar kurteisi, sem að þeim réttir nú loksihs sína visnu og hikandi hönd. Þjóðræknin svonefnda, sem nú á dögum er orðin lítið ann- að en ambátt fésýslunnar, er ein af verstu úlfúðarkveikjum heimsins. 1 skjóli hennar vaxa samskiftarígur, afbrýðissemi og hatur, og hennar vegna fá ó- prúttnir auðkýfingar egnt fólk- ið út í hin ægilegustu stríð, ef á liggur. f höndum þeirra er hún það eiturlyf, sem æsa má hina háttprúðustu menn til ^rimmilegs hugarfars og at- 'iafna, og fáir eru þeir nú, jáfn- vel meðal Vestur-íslendinga, sem líta vildu sína eigin mynd, eins og hún var um og rétt eft- •r stríðsárin sælu — og þó eru margir þeirra mjög sýrðir enn. Vitanlega er réttmætt og nauðsynlegt að hefja og virða sitt eigin hérað og sitt eigið !and, og vel sé þeim, sem það geta og gera að verðugu; en bað má á angan hátt verða á kostnað annara landa, og þjóð- um þeirra til storkunar og falls. Uppskeran verður eins og til er sáð. Vísindin hafa orðið þess valdandi, að nú er ekki lengur nein þjóð sjálfri sér nóg. Heim- urinn er að verða okkar land, og meinin, hvar sem þau fyrir- finnast. hafa sín áhrif á allan mannfélags líkamann. Þjóðrækn in verður því, svo fljótt sem unt er, að víkja fyrir mann- -ækninni, sem samvinnu- og safheignarhugsjónin stefnir að. Ekki “Canada fyrst’’ eða “ís- land fyrst”, heldur mannkynið alt. Fremd á leið þeirrar hug- sjónar er hverjum þjóðflokki sæmd og gifturík viðleitni til varanlegrar velferðar. Samein- ing um eitt einfalt, allsherjar tungumál, eins og Guðm. Finn- bogason ræðir um nýverið, hlýtur að verða eitt af fyrstu sporum þeirrar hreyfingar. Við kynning og þekkinguna, sem af henni flýtur, hverfur óttinn og sundurleitnin þróast upp í sam- tak. Mér hefði þótt gaman af að rabba við vin minn J. A. Reyk- dal í tilefni af greininni hans til mín, sem birtist fyrir skemstu, en það yrði of langt mál. Svo eftir að þakka J. S. frá Kaldbak fyrir ágætan lestur undir fyr- irsögninni “Hvers má vænta”, vil eg enda með því, að venda r Bíðið við og Athugið það borgar'sig að “VEFJA SÍNAR SJÁLFUR” með Það borgar sig í ánægju—og það borgar sig i peningum. Því Turret Fine Cut er ilmandi og bragðsætt Virginia tóbak og sérstaklega fallið til þess að vefja það upp í ánægjulegar Cígarettur. Þér getið vafið upp að minsta kosti 50 cígarettur úr 20c pakka ÓKEYPIS Chantecler cigarettu pappir með hverjum pakka. í 15c og 20c pökkum —einnig í V; pd. loftheldum baukum TURRET F I N E C U T Cígarettu Tobak nokkrum orðum að herra Þ. G. ísdal, sem tvívegis hefir gert mig og mál mitt að umtalsefni. í byrjun skal geta þess, að eftir ritum hans að dæma, virð- ist Þ. G. í. búa yfir töluverð- um eðlisgáfum, og óefað er hann í tölu þeirra, sem öllu og öllum vilja vel. Þótt hann sé mér mjög ósammála að mörgu leyti, og segi meðal annars: “Eg hygg að Sig. Jóhannesson hafi frekar orðið fyrir stundar- hrifning af vini sínum (P. B.) en meðfæddu athyglisleysi’, breytir það ekki skoðun minni hið minsta, Sigurður þekkir mig aðeins af sömu ritunum, og þar eð Þ. G. í. viðurkennir dóm- greind hans, og hann aftur míná, vegur framtakið á því sviði nokkurnveginn salt. En hvort sem væri, stæði álit mitt að svo stöddu óhaggað. Eg hygg að Þ. G. í. sé nokk- uð eldri maður en eg og því eðlilega trénaðri í hugsunar- hætti. Æfalangur vani hefir oft orðið mikluni vitmönnum ofur- efli. Kapítalisminn þekkir vel þann veikleika og rær öllum árum að viðhaldi hans, en í- haldið, hverju nafni sem nefn- ist, er forsvari þess hugarfars. Þ. G. í. álítur að eg sé ofstæk- isfullur uppreisnarmaður, sem öllu vilji umsteypa með blóðs- úthellingum og gauragangi; en þar yfirsést honum heildlega. Eg vil reyna að gera mitt til þess að benda þeim, sem ekki sjá, á hina einu réttu leið, svo þeir megi í friði og samúð stilla til betra fyrirkomulags áður en til uppreisnar dregur, sem ó- umflýjanlegt er, • ef kapítalist- ar og hálfdrættingar eiga að annast framfarirnar, eins og verið hefir. Væri nokkur milli- vegur til, skyldi eg fúslega að- hyllast hann; en því miður er ekki því að heilsa. Þ. G. í. er í hópi þeirra, er öll stríð og styrjaldir skapa, þó hann aldrei verði þess áskynja, og því ber okkur á milli. Þeir eru ekki van- ir að hreinsa sín eigin bæli, sem í þau láta, og eg hefi enga trú á kapítalismanum, hvorki heilum né hálfum, að dæma sig til dauða. Hann fyrirfer sjálf- um sér að vísu, en ekki vís- vitandi. Eðli hans er öllu lífi andvígt. Misskilningur er það af Þ. G. í., að Sósíalismi (Kommún- ismi) hafi enn verið innleiddur á þessari jörð. Rússar ætla sér þá tilraun og eru eftir beztu föngum að menta fólkið og efna til þess ástands, og virðist sú hugsjón ætla að takast,' þrátt fyrir undirróður og áhlaup ann- ara þjóða. Misskilningur eða missögn er það einnig, að sósí- alistabyltingin þar hafi kostað miklar óeirðir. Fyrri byltingin, sem var kapítalista bylting, var sú ,sem rann rauð í blóði, eins og þær eru vanar; en heimur- inn, eins og hann er líka van- ur, varpar skuldinni á hina sak- lausu. Alt í alt voru rússnesku hildarleikirnir ekki nema eins og dropi í sjóinn, samanborið við strfð og glæpahryöjur kap- ítalista, og nú til langs tíma hefir Soviet samftandið senni- lega verið eitt af hinum frið- sömustu ríkjum á jörðinni, eins og vænta mátti, þar sem mest er þjóðræði. Þ. G. í. hefir enda skifti bæði á sannleikanum og sinni eigin dómgreind, þar sem hann segir: “En hafi sú að- ferð (hryðjuverk) verið nauð- synleg við hina þrælkuðu og marghýddu Rússa, við hverju mætti *þá ekki búast að beita þyrfti við fólk, sem vant er frelsi og sjálfræði’. Hann get- ur til, að þess meiri, sem menn ingin er, þess voðalegri verði byltingin, og ennfremur að hér sé nú frelsi og sjálfræði. Hann augsjáanlega veit ekki að sjálf- ræðið í Soviet héruðunum er komið svo langt á undan því, er viðgengst í bankaríkjum heimsins, að jafnvel betrunar- húslimir þar stjórna algerlega sínum eigin stofnunum — kjósa verði og ráðsmenn úr sínum eigin hópi og samábyrgjast alla afkomu. Ef brotlegustu mönn- um þjóðarinnar er gefið þvílíkt sjálfsforræði, hvað mun þá um hina, sem skylduríkir og sam- hendastir eru? Samt er ekki svo að skilja, að eg sé ánægður með allar aðferðir Rússa. Þeir voru óupp- lýstir og áhaldalausir og illa fyrir það kallaðir að öllu leyti, að efna til samvinnu. Flest önn- ur lönd, þftr á meðal Canada, gætu það miklu fremur án nokkurra óþæginda eða óeirða, ef aðeins nógu margir fengju öðlast þá djörfung, er svo heil- brigðan skilning útheimtir. Sé þess ekki kcstur, má búast við þeim styrjöldum og hörmung- um, sem allflestir skyrrast við að íhuga- — P. B. * * * Aths. ritstj.: Við ofan skráðá grein höfum vér margt að athuga. Skal hér þó ekki bent nema á það helzta. Það er misskilningur hjá P. B. að Heimskringla sé á móti eftir- gjöf á stríðsskuldum yfirleitt. Ef til þess kæmi, að þær yrðu strikaðar út, virðist mjög tíma- bært og í sjálfu sér sjálfsagt, að allar þjóðir heimsins hættu að veita fé til herbúnaðar, eða að eftirgjöf skuldanna væri bundin því skilyrði, að þjóð- irnar afvopnuðust. Hkr. virð- ist alt skraf um eftirgjöf á stríðsskuldum harla fánýtt, nema með því sé um leið bund- inn endi allan vopna-útbúnað Til hvers væri eftirgjöf stríðs- skuldanna, ef það yrði aðeins til þess, að gefa þjóðunum meira svigrúm tll frekari her- úthúnaðar? Oss virðist góðu tækifæri slept, ef eftirgjöf stríðs skuldanna yrði ekki notuð til þess, að reyna að afmá þennan svarta blett og svívirðilegasta á heimsmenningunni, stríðin. Spor í þessa átt virtist oss stigið, er Bandaríkin lögðu til að vopnaútbúnaður væri tak- markaður eða minkaður að ein- um þriðja. En jafnvel þó ekki væri fram á meira farið en þetta í afvopnunar-áttina, vildu Evrópu þjóðirnar ekki að því ganga. Hvað geta P. B. og Sig- urður Jóhannsson, sem báðir hafa athugasemdir gert við skoðanir Hkr. í þessu máli, fært Evrópu-þjóðunum til afsökunar í þessu efni? P. B. minnist á í ofanskráðri grein, að þeir sem séu ekki sömu skoðunar og hann, “séu í hópi þeirra er öll stríð og styrjaldir skapa,” hvort sem þeir séu sér þess meðvitandi eða ekki. En ef P. B. er ekki með því að mæla framkomu Evrópu þjóð- anna bót í að neita afvopnunar- tillögu Bandaríkjanna, í hópi þeirra, er muna í stríð eins og þann næsta, sézt oss illa yfir. Og að þetta geri þeir P. B. og S. J. að íhuguðu máli, ætti ekki að þurfa að efast um þar sem þeir segja hvor um ánnan að þeir hafi þá yfirburði yfir aðra, er við ritmensku fást, að vera “vitsins og sannsýninnar” meg- in í hverju máli! P. B. játar, að það gerði heim inum að líkindum hvorki gott né ilt, þó stríðsskuldirnar væru strikaðar út, eða eins og hann kemst svo haglega að órði: “Þó Bandaríkin fyrirgefi lán sín!’’ Ef með þessu er átt við, að eftirgjöf stríðsskuldanna komi því aðeins að verulegum not- um, að þær væru bundnar skil- yrði um afvopnun, ber P. B. og Hkr. minna á milli en ætla mætti. En að ástæðum fyrir hinu orðmarga bréfi P. B., verð- ur þá annarstaðar að leita. P. B. minnist á þjóðræknis- málið í sambandi við orsakir stríða. Og hann er ekki sá fyrsti sem það gerir. En á því máli höfum vér aðra skoðun. Gerðum vér ítarlega grein fyrir henni í erindi á Frónsmóti í vetur, en með því að oflangt yrði að taka það mál alt upp í þessari athugasemd, skal aðeins bent á niðurstöður þær, er þar var komist að, án þess að tína upp allar ástæðhr fyrir þeim. Þær geta menn hvort sem er fundið eða íhugað sjálfir. Hvað 'sem því veldur,, er menningarstig þjóðanna mis- jafnt. Það virðist, sem einni þjóð sé meðskapað að þroskast meira en annari og á annan hátt. Ein þjóðin virðist vissra skilyrða vegna leggja sig meira eftir menni\igu í eina ákveðna átt, en önnur. Og hún reynir að efla hana og hlúa sem bezt að þenni. Hún verður <ef svo mætti að orði kvéða, nokkurs konar sérfræðingur þeirrar menningar. Þetta má um flest- ar þjóðir heimsins segja. Þær hafa hver að einhverju leyti sína sérstöku menningu. Þær auðga heiminn hver á sinn hátt að einhverju. Og þá er spurning- in, yrði heimsmenningin eins fjölþætt Og hún er, án hinna ó- líku þjóðerna? Hvar hefði t. d. þroskast menning í heiminum á grundvelli forn-norrænnar- menningar annarstaðar en á ís- landi? Vér berum dr. Sigurð ' Nordal fyrir því, að forn-ger- mönsku menninguna vissn menn ekkert um, ef íslendingar hefðu ekki bjargað henni og haldið henni við og þroskað. Og þar sem að þar er að finna grundvöllinn að þjóðlífi flestra Norður álfu þjóðanna, liggur. oss við að segja ,að þar hafi, að fögru menningarblómi verið hlúð af þjóðinni ‘á eyjunni hvítu í ægi blám.’ Vér fáum ekki betur séð, en að mannkyninu sé eins eðlilegt að skiftast í þjóðflokka og það er gróðri jarðar að deilast í mismunandi og ólíkar tegundir. Fer því fjarri að menningar gróðurinn sé fjölbreyttari fyrir það, að til er fleiri en ein þjóð- menning, eins og jörðin er fyrir hinar mörgu tegundir jarðar- gróðursins fjölskreyttari og feg- urri á að líta? Þetta ætlum vér nú hina sönnu mynd þjóðrækninnar. Að segja hana orsök stríða, er eitt- hvað svipað og að kenna sjálfri hugsjón kristindómsins um stríð in í heiminum. Og hvar kemur þjóðræknin til greina, er innan lands stríð eru háð? Nei, stríð eiga rætur að rekja til viðskifta þjóðanna. Það eru flest stríð bæði innbyrðis og útá við verzlunarstríð. Þó reynt sé að leggja helgi-blæju yfir stríðin,' með því að telja þau hugsjónum þjóðrækni e ð a kristindóms til eflingar er það sá barnaskapur, sem fáum dylst. Þau eru sprottin af við- skiftagræðgi sem alt heil- brigt og fagurt ber ofurliði og MENN MINNAST VÖRUGÆÐANNA LÖNGU- EFTIR AÐ ÞEIR GLEYMA VERÐINU. MODERN HREIN MJÓLK OG RJÓMI tákna æðstu vörugæðin sem fáanleg eru, á hinu lægsta verði eftir tímum kostamestu mjólkur vörur. Símið 201 101 MODERH DAIRIES LIMITED “Þér getið slegið rjómann en ekki- skekið mjólkina.” I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.