Heimskringla - 24.08.1932, Síða 1
AMAZINC NEWS
)PHONE
| 37 266
DRESSES
Beautifully
Dry Cleaned
and Pressed
$1.
PertKs
MEN! YOUR CHflNCE
'Í'^'ÍISU ITSjÞi
* * Dry Cleaned I
* * [ and Smartly fl/ 9
Service 11 Pressed
phone 37 aee
PgpíKs
XLVI. ÁRGANGUR.
WINNIPEG MIÐVIKÚDAGINN 24. ÁGÚST 1932.
NÚMER 48
OTTAWAFUNDURINN
Samveldisfundinum í Ottawa
lauk síðast liðinn laugardag.
Hafði hann þá staðið yfir í rétt-
an mánuð.
í sambandi við það hve mik-
ilsverður fundur þessi er talinn,
skal minna á þessi orð eins
helzta fréttaritara fundarins:
“Hundrað ár eru ekki langur
tími í lífi þjóðanna. Það er
erfitt að segja, hvað fyrir kann
að koma á næstu lOO árum. En
hvað sem það verður, mun það
að einhverju leyti bera merki
og minjar þessa fundar.’’
Svo víðtækar áleit hann gerð-
ir þessa fundar fyrir brezka
veldið.
Það verður ekki kostur á því,
að skýra hér ítarlega frá því,
sem þar fór fram. Fyrir þvi
helzta skal þó reynt að gera
grein.
Síðustu dagana var erfiðasta
viðfangsefnið, að fá hömlur
legðar á innflutning frá þeim
löndum, er ríkisreksturs-fram-
leiðslu hefðu, svo sem Rússland
og önnur lönd, er miklu lægra
vinnugjald greiddu, en menn-
ingar lönd heimsins, og seidu
því vörur á hvaða verði sem
væri, og spiltu með því mark-
aði, sem lækkandi vinnugjald
fylgdi fyrir þær. Létu Bretar
loks eftir, að heita nýlendunum
vernd í þessu efni. Var með
því sáttum náð og botninn sleg-
inn í viðskiftasamninga þjóð-
anna innan Bretaveldis.
Og hevrnig eru nú þeir samn-
ingar? Að minnast á þá milli
Canada og Bretlands nægir. Að
vísu gerðu þjóðirnar á samveld-
isfundinum sérstaka samninga
sín á milli. En þeir hvíla þó
á aðal-samningum nýlendanna
við Bretland, eða Canada getur
maður sagt, við Bretland.
ívilnun sem Bretland veitir
Canada er þessi:
Innflutnings tollur Breta, sem
samþyktur var fyrir nokkru, er
liinn sami.
Á hveiti 3 pence á mælinum.
Á húsavið ívilnunartollur
10% í viðbót við það sem var.
Á eyr (kopar) ívilnunartollur
2 pence.
Á smjöri 15 shillings á 100
pundum.
Á osti 15% á verði.
Á eggjum 1 til 2 shillings
fyrir 10 dúz., eftir stærð eggj-
anna.
Takmörkun á innflutningi
nautpenings afnumin.
Ákvæði um innflutning svína
kjöts miklu rýmilegri en áður
eða sem næst ótakmarkaður.
Hömlur á innflutningi vöru
frá Rússiandi.
Auk þessa er ívilnun veitt á
eplum, niðursoðinni mjólk og
ýmsu fleiru.
ívilnun Canada til Bretlands:
Allar hindranir úr vegi tekn-
ar fyrir samkepni Breta við
inðaðar framleiðendur hér, með
tilliti teknu til vinnuiauna.
(Uppkastið að þessari grein er
samið með mestu varúð, en er
þó fyllilega aðgengilegt fyrir
Bretland.)
Þess skal gætt, að nýir tollar,
sem löggiltir kunna að verða,
komi ekki í bága við sameigin-
legan hag Bretlands og Canada.
ívilnun á ullar vöru.
Mikil ívilnun á járn og stál-
vöru.
Mörgum lyfajbúðarvörum
bætt á frítollaskrána.
Ýmsum öðrum vörum eða um
135 tegundum alls bætt við á
frítollaskrána.
Að þessu lúta nú samnings-
ákvæðin ,eins og þau voru sam-
þykt á Ottawa-fundinum s. 1.
laugardag og birt s. 1. mánu-
lag. En gildandi skoðast samn-
ingarnir ekki fyr en þeir hafa
verið samþyktir á þingi hverrar
þjóðar. Verður það að vísu
bráðlega gert, en gefur þó nokk
urn tíma til frekari íhugunar á
þeim og lítilsháttar breytinga,
ef nauðsynlegt er.
Samningarnir eru gerðir til 5
ára. Með áamkomulagi allra
aðila má þó breyta þeim, innan
þessara 5 ára, ef þörf krefur.
* * *
Þetta er nú ekki nema lítið
sýnishorn af því ágripi sem birt
hefir verið af þessum samn-
ingi. Allir verða samningarnir
ekki birtir að líkindum fyr en
eftir að þeir hafa verið sam-
þyktir á þingi.
Margir hafa látið skoðanir
sínar í Ijósi á þessum samning-
um. Kemur þeim sem það hafa
gert flestum eða öllum saman
um, að þeir séu hagkvæmir og
”t spor í áttina til aukinna
viðskifta.
Blaðið “Times’’ í London seg-
ir: “Engin efi er á því, að ný-
lendumar hafa margfaldan
hagnað af samningum þessum.
Fyrir Bretland er hann einnig
mikilsverður, en þó fremur sem
^amvinnuband innan Breta-
veldis, en nokkur beinn við-
skifta-ávinningur. Hann eflir
viðskiftin innan Bretaveldis og
það losar um peninga. Áhrifin
af því munu einnig ná til ann-
ara þjóða heimsins. Á Ottawa-
fundinum hefir verið lögð
traust undirstaða að bættum
hag samveldisins, er lengi mun
bygt verða ofan á.”
í Canada farast mönnum
einnig vel orð um samninginn.
British Columbia fagnar þeim
í sambandi við viðarsöluna til
Englands. Telja þeir hana
verða viðartekju og viðarverzl-
un hér til viðreisnar.
í Manitoba segir John S. Mc-
Diarmid, námuráðherra, að þeir
séu mikils virði og hljóti að efla
námu reksturinn til muna með
ívilnuninni, sem veitt hafi verið
á eyr eða kopar. Situr Canada
eitt talsvert að þessu, og Mani-
toba sérstaklega.
Þá efa þeir ekki, er viðskifti
bændavöru hafa með höndum,
að stórt spor hafi á fundi þess-
um verið stigið til eflingar bún-
aöinum. Telja þeir, að með
þeim aukna markaði sem á
Englandi bíði ýmsra bús-afurða
svo sem smjörs, nauta og svína-
kjöts, eggja, ávaxta o. s. frv.
hljóti búnaður hér að rétta yið
og eflast. Og C. H. G. Short,
foreti Canadian Millers félags-
ins, segir að með ívilnunni á
Bretlandi á canadísku hveiti, sé
líklegt, að fram úr sölu
hveitis greiðist mikið og að
verð á því muni hækka.
Blaðið Manitoba Free Press
leitaði álits fyrverandi forsætis-
ráðherra McKenzie Kings um
samningana í gær. En hann
stein þagði. Honum hefir ef-
laust ekki verið geðfelt, að við-
irkenna þá, Sem nokkra tilraun
til að bæta úr núverandi ástandi
en hefir eflaust að hinu leytinu
þótt viðurlitamikið, að kalla full
trúana, sem á fundinum mættu,
græningja, sem ekkert sæu
fram í tíman.
7,200 Á ELLISTYRK ,
f MANITOBA
í sambandi við ýmsar spurn-
ingar um ellistyrkslögin, er
blöðunum iðulega berast og C.
K. Newcombe, er sér um greið-
slu styrksins, var beðinn að
svara, gat hann þess, að 7,200
manns væru styrkhafar í Mani-
toba.
* Spurningunni um það, hvað
miklar tekjur sá maður megi
hafa sem $20 ellistyrks nýtur á
mánuði, svaraði hann þannig,
að þær mættu nema $125 á ári,
án þess að styrkurinn yrði
færður niður.
'Hjón sem eignir eiga, sem
$5,000 virði eru, og fá skulum
við segja 5% í tekjur af þeirri
eign, eða um $250. á ári, fá
eigi að síður fullan ellistyrk.
Það gerir ekkert til, hvernig á
tekjunum stendur eða hvort
þær eru af eignum, eða eru
vinnulaun. En fari tekjurnar
fram úr $125. á ári fyrir hvern
mann, mínkar ellistyrkurinn að
því skapi.
Þá spyrja ýmsir, hvort aldur
ellistyrks þega verði færður nið-
ur í 65 ár. Svar við því er það,
að til þess eru litlar líkur. Það
eru meira að segja meiri líkur
til, að aldurifin verði hækkað-
ur, en lækkaður.
75% af ellistyrknum er
greiddur af sambandsstjórn-
inni, en 25% af fylkjunum.
LANDSTJÓRI CANADA
HÉR VSTRA
Síðast liðinn fimtudag komu
til Winnipeg landstjóri Canada
Bessborough jarl, og lafði Bess-
borough. Eru þau á ferð um
vestur landið. Winnipegborg tók
hið hátíðlegasta á móti þessum
tignu gestum. Hefir alt verið
gert til þess, að gera þeim kom-
una sem skemtilegasta. Láta
þau og mikið af víðtökunum.
Þau hafa bæði haldið ræður hér
og sitt hvað fleira, og hafa yfir-
leitt með framkomu sinni heill-
að hugi manna.
NÝR
HÆSTARÉTTARDÓMARI
Það mun ákveðið, að Einar
Arnórsson prófessor taki
sæti í Hæstarétti.
Um nokkurt skeið hefir verið
óskipað í eitt dómaraembættið
í hæstarétti, en Ólafur Lárus-
son prófessor hefir gegnt em-
bættinu sambliða sínu starfi við
Háskólann. —
Á síðasta þingi flutti Magnús
Guðmundsson þingsályktunar-
tillögu, þar sem skorað var á
stjórnina að leita samninga við
L. H. Bjarnason fyrv. hæsta-
réttardómara um það, að hann
tæki aftur við dómaraembætti
sínu í Hæstarétti. Áskorun
þessi dagaði uppi í þinginu, en
núverandi dómsmálaráðherra
fór fram á það við L. H, B., að
hann færi í Hæstarétt aftur, en
sú málaleitun varð árangurs-
laus.
Eftir því, sem blaðið hefir
sannfrétt mun nú ákveðið, að
Einar Arnórsson prófessor taki
sæti í Hæstarétti frá 1. sept.
næstkomandi.
Einar Arnórsson er fyrir
löngu þjóðkunnur maður. Hann
er 52 ára að aldri. Hann lauk
prófi í lögum við Hafnarháskóla
1906, var skipaður kennari við
lagaskólann hér í Rvík 1908 og
prófessor við háskólann 1911.
Ráðherra var hann 1915 til
1917. Hann var þingmaður
Reykvíkinga, sem kunnugt er.
Stjórnarskráin bannar dóm-
urum í Hæstarétti að sitja á Al-
þingi og verður Einar Arnórsson
því að segja af sér þingmensku.
Eigi mun ráðið hver taki við
prófessorsembætti því, er Einar
Arnórsson hefir gegnt, en
heyrst hefir, að lagadeild Há-
skólans hafi sa^iþykt að mæla
með Bjarna Benediktssyni
(Sveinssonar fyrv. alþm.)—Mbl.
THÓRA BORGFJÖRÐ DÁINN.
Á föstudagskvöldið 18 ágúst,
lézt Þóra Hróðný Gróa Borg-
fjörð, yngsta dóttir hjónanna
Guðrúnar og Þorsteins Borg-
fjörð, að sumarheimili foreldra
sinna að Árnesi. Hún liafði átt
við heilsubrest að búa í ár eða
neira. Þóra var fædd í Winni-
peg 11. des. 1917 og var því
ekki fullra 15 ára að aldri. En
þrátt fyrir það þó aldur hennar
vrði ekki lengri, hafði hún á-
unnið sér vináttu og lilýleik
allra sem henni kyntust, og er
auk sinna nánustu syrgð og
saknað af félagssystkinum sín-
um, því hún var indælt barn og
skemtilegt. Jarðarförin fór fram
frá Sambandskirkjunni í Winni-
peg s. 1. mánudag, að viðstöddu
fjölda af fólki. Séra Philip M.
Pétursson jarðsöng.
ÝMSAR FRÉTTIR.
Peter Verigin, sem dæmdur
var til 18 mánaða fangelsisvistar
í Prince-Albert fyrir meinsæri,
hefir sagt upp stöðu sinni, sem
formaður félagsins Christian
Community of Universal Broth-
erhood. Varaformaður P. W.
Chukin og fjármálaritari W. Rei
ben, hafa einnig sagt upp störf-
um sínum. Er haldið að félagið
leysist upp.
* * *
Stjórnin í Brazilíu lýsti því
yfir í gær, að landinu væri
stjórnað með herrétti. Uppþot
hafa verið tíð um hríð í Brazil-
íu. Eru þau aðallega sögð stafa
af því, að bráðabirgðarstjóm-
in, sem þar er við völd, hefir
dregið úr hófi fram, að láta
ganga til kosninga.
¥ ¥ ¥
1 gær vom 5 menn, er valdir
voru að uppreist og morði kom-
múnista í Beuthen á Þýzkalandi
dæmdir til lífláts. Voru þeir
fylgismenn Hitlers. Eftir að
dómur þessi var feldur, urðu
Hitlers-menn æfir og tóku til
að andmæla gerðum stjórnar-
innar á strætum úti. Varð
stjórnin að skjóta nokkrum skot
um yfir höfðum mannfjöldans,
er þyrpst hafSjí saman á stræt-
unum og flestir voru Hitlers-
menn, 'áður en hópnum varð
tvístrað og uppþoti afstýrt.
Á Þýzkalandi má segja að
stjórna verði með herrétti, svo
eru óeirðir þar miklar, enda
fullkominn herréttur víða í
landinu.
¥ ¥ ¥
J. H. Mollison flugmaðurinn
nafnkunni, kom einn í loftfari
s. 1. viku frá írlandi til Ný-
fundnalands og er nú í New
York. Er hann fyrsti maðurinn
að fljúga einn á báti vestur yfir
Atlanzhaf. Kona hans, Amy
Johnson, flaug fyrir skömmu
ein austur um haf. Það hallar
ekki á með þeim í fluglistinni.
Bátur Mollisons er sagður lít-
ill, vigtar ekki yfir eitt tonn.
Hann hrepti mótvind mikið af
leiðinni, en úr þoku gerði hann
lítið.
¥ ¥ ¥
12. sept. n. k. leggur fylkis-
stjóri Franklin G. Roosevelt af
stað í kosningaleiðangur sinn
um Bandaríkin.
¥ ¥ ¥
í Illinois-ríki stendur yfir víð-
tækt verkfall í kolnámum. í
gær komu um 200 verkfalls-
menn að einni námunni í Zeigl-
er, þar sem verfallsbrjótar voru
að vinnu. Voru þeir reknir
burtu með skothríð. Var einn
verkfallsmanna skotinn ti
bana. Hefir nú verið hafinn
rannsókn í málinu, sem verk-
fallsmenn telja hreint og beint
morð. Vinnulaun verkfalls-
manna voru $5.00 á dag, en
þeir kröfðust $6.10. Hóta þeir
að gera kröfugöngu í dag sem
ekki færri en 30,000 manns taki
þátt í.
FRÚ GERTRUD FRIÐRIKSSON
OG BÖRN HENNAR KVÖDD
Á mánud. 25. júli lagði frú
Gertrúd Friðriksson, kona séra
Friðriks A. Friðrikssonar af
stað áleiðist til ættlands síns
Danmerkur, ásamt dóttur og
syni, Björgu og Erni. Fóru
þau með C. P. R. til Montreal.
Kvöldið áður hélt Fríkirkju-
söfnuður í Blaine myndarlegt
samsæti er forseti safnaðarins
J. K. Bergman stýrði.
Frú Gertrúd hefir getið sér
miklar vinsældir meðal íslend-
inga hér í bygð. Hún er Ijúf í
viðmófi og gestrisin heim að
sækja og fús til að leggja fram
mentun síná og hæfileika félags
lífinu til eflingar. Síðan þau
prestshjónin komu hér vestur
hefir hún starfað við sunnu-
dagaskólann, söngflokkinn, leik-
félagið kvennfélagið og í hverri
annari mynd sem þörfin og at-
vikin hafa krafist. Hinn ágæti
píanóleikur hennar hefir komið
félagslífi voru að miklum og
ánægjulegum notum, og svo
vel talar hún íslenzku að við
landarnir gleymum því alveg
að hún er ekki vorrar þjóðar.
í samsætinu voru rausnar-
legar veitingar frambornar,
söngvar sungnir, margar ræð-
ur fluttar af konum og körlum.
Afhenti forseti heiðursgestinum
vandaða leðurtösku til minja.
Öll óskum vér henni og börn-
um hennar góðrar ferðar og á-
nægjulegrar heimkomu til ald-
raðra foreldra og vonum að
áður en fjarveruleyfi hennar
rennur út 3. júní næsta ár verði
hún heilu og höldnun komin tii
vor aftur.
J. F. J.
LEIFS VARÐI f CHICAGO
Chicago í júlí.
Minnisvarði verður reistur hér
að sumri, til minningar um ís-
lenska víkinginn, Leif Eiríksson,
er fystur fann Vesturálfu. Verð-
ur minnisyarðinn afhjúpaður
skömrnu eftir að heimssýning-
in verður opnuð í Chicago. ■—
Minnisvarðinn verður reistur í
Grants Park.—Konungi íslands
og Danmerkur, Noregskonungi
og Svíakonungi, verður, boðið að
vera við afhjúpun minnisvarð-
ans. — Vísir.
VfKINGAGRAFIR
fundnar í Þýskalandi.
Fyrir skömmu fundust í Aust-
ur-Prússlandi mjög merkar norr
ænar víkingagrafir. Eru þær hjá
Linkulinen, skamt frá Tilsit.
Hið einkennilegasta við þær er
það, að þær eru í lögum hver
upp af annari, líkt og kata-
komburnar í Róm. Eru lögin
fjögur alls og telst mönnum
svo til, að dýpsfcu og elstu graf-
irnar sé frá 6. öld, en þær efstu
og yngstu frá 12. öld.
Þeir, sem hvíla í neðstu gröf-
unum, hafa verið brendir og
hefir lítið verið borið í gröf með
þeim af fé eða gripum. En með
þeim, sem hvíla í efri gröfun-
um, og ekki hafa verið brendir,
hefir verið borið svo mikið af
gripum að furðu sætir. 1 sumum
gröfunum eru 6—10 sverð og
tylft af spjótsoddum fyrir utan
önnur yopn og verkfæri. Með
sumum hafa hestar verið grafn
ir.
Vopnin bera það öll með sér
að þau erö norræn og frekari
rannsóknir hafa leitt í ljós, að
við ósa Memel hefir á 10. og 11.
öld verið víkingaborg, svipuð
og víkingaborgin í Haitabu
(Heiðabæ), sem fornfræðingar
hafa nú verið að rannsaka að
undanföinu.
Etiii er rannsóknunum á foni
leifunum njá Linkuhnen ekki
lokið og er búist við að áður
en lýkur fáist þar margar og
merkilegar upplýsingar um nor
ræna menning á víkingatímun-
um.—Mbl. . x
RANNSóKNÁ
KOMMÚNISTAÓEIRÐUNUM
Ólafur Þorgrímsson, er skip-
aður var rannsóknardómari út
af kommúnistaóspektunum um
daginn, vinnur ótrauðlega að
rannsókn þessari á degi hverj-
um.
Kommúnistar gerðu samtök
með sér um dagin, að tengja mál
efni sín við ofsóknir Jónasar
Jónssonar með því að neita að
svara spurningum fyrir rétti, og
láta það uppi, að þögnin um a^-
hæfi þeirra í óspektunum yrði
ekki rofin, fyrri en yfirvöld
landsins létu að vilja Jónasar í
ýmsum málum hans.
Hjörtur Helgason hét sá, er
fyrstur neitaði að svara dómar-
anum. En er honum hafði verið
haldið inni í 2—3 daga, og runn
inn var mesti vígamóðurinn af
félögum hans, þá losnaði um
tungutak hans, og játaði hann
þátttöku sína.
En í gær hafði Ól. Þorgríms-
son tekið til yfirheyrslu Indíönu
nokkra Garibaldadóttur, ætt-
aða af Siglufirði. Hún hafði,
að því er menn best vita, tekið
upp á því að kasta salti í lög-
regluþjónana. Hún neitaði al-
veg að svara dómaranum, og
var úrskurðuð í Steininn, fyrst
um sinn, uns hún fengi málið.
Langt er frá því, að rannsókn
málsins sé lokið. Til þess að
málið upplýsist vel, er nauð-
synlegt að borgarar bæjarins
geri sér nokkurt far um, að
létta undir með rannsókninni,
með því að gefa dómaranum
upplýsingar um þau skemdaverk
og það glæpsamlega athæfi, sem
þeir hafa verið sjónarvottar að.
Það má t. d. geta nærri, að
ýmsir hafa séð tilræðið við
borgarstjóra, er keyra ’átti lurk
í höfuð honum. Frásögn sjón-
arvotta um slíka atburði þarf
Ól. Þorgrímsson að fá sem
fyrst.—Mbl.
GLIMUFLOKKUR
FRÁ ÁRMANN
fer í haust til SvíþjóSar til þess
aS sýna þar íslenska glímu
í mörgum borgum.
Sýningarnar verSa í sambandi
viS íslensku vikuna, sem hald
in verSur í Stokkhólmi.
í septembermánuði næstkom-
andi fer héðan flokkur glímu-
manna til Svíþjóðar og ætlar að
sýna þar vora þjóðlegu íþrótt
glímuna og fimleika í mörgum
borgum. — Fara þeir fyrst til
Stokkhólms og fara glímusýn-
ingar þar fram í sambandi við
íslensku vikuna, er þar á að
halda þá, verður síðan sýnt í
fleiri, sænskum borgum, en enn
er ekki ákveðið til fullnustu hve
víða verður farið.
Glímumennirnir eru allir úr
“Glímufélaginu Ármann’’ og
ferðast undir stjórn kennara
síns, Jóns Þorsteinssonar frá
Hofsstöðum. Hafa þeir nú að
undanförnu æft sig af miklu
kappi, og efast enginn um að
Frh. á 8. bis.