Heimskringla - 24.08.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 24. ÁGÚST 1932.
BRÉF TIL HEIMSK.RINGLU.
Háttvirti Rritstjóri:
Mér finst eg þurfa að svara
athugasemdum þínum við bréf
mitt í síðustu Hkr. Ekki fyrir
það að þú notaðir tækifærið til
að henda ofboð litlu skopi að
mér. í>að er einatt tiltrekkjandi
og gerir minst til. Hitt er það,
að þú hefir í stöku stað aflagað
tilgang orðanna og ennfremur
opnað nýjar afleiðir, sem ekki voru
voru afgreiddar til fulls
Þú læzt ganga út frá því sem
vísu að bæði S. J. og eg séum
samþykkir Evrópuþjóðum þeim,
mun sem þú gerir á stríðslánun-
um og skaðabótaskuldunum.
Hvorttveggja var í sama augna-
miði afleyst; munurinn aðeins
þessi að strfðslánin voru sam-
þykt og undirskrifuð fyrir hag-
fræðilega neyð, en skaðabæt-
urnar vegna þess að hinir yfir-
unnu voru neyddir til þess með
afli hers og máttar. Þessvegna
nefndi eg Versala gerðirnar á-
kvæði en ekki samninga. Þar
dómákvæði, sem hinn
kærði varð að játa til að leysa
lífið, og Bandaríkin voru sam-
sek hinum heimskingjunum í
öllu því braski. Jafnvel Eng-
’endingar eru, ótilkvaddir, fyrir
er neituðu að minka vopnaburð ^ jgngU gfðan búnir að gefa upp
sinn ef Bandaríkin gæfu upp
stríðslán þeirra. En fyrir þeim
skilningi er, mér vitanlega, ekki
nein réttmæt ástæða. Herrarn-
ir eru all-lengi búnir að þvæla
um þetta stríðsskuldamál og
Bandaríkin hafa stöðugt verið
allri tilslökun andvíg, skilmála-
laust, þangað til Hoover, nú fyr-
lr skemstu, kastaði fram þess-
ari uppástungu um takmörkun
vopna, sem skilyrði í því sam-
bandi. Fljótt á litið var það
áheyrilegt og mannúðlegt til-
boð, en hafi nokkur “skollaleik-
ur'' átt sér stað í þessu máli, á
hann einmitt heima í þessum
þætti skrípaleiksins. Á afvopp-
unar þingum hafa Rússar marg-
sinnis farið fram á algera af-
vopnun svo Bandaríkjum var al-
Ijóst hverra undirtekta væri að
vænta. Ennfremur hafa stríðs-
skuldirnar lítil sem engin áhrif
á vopnaburð. Rætur þess ó-
fagnaðar liggja dýpra en það.
Ekkert nema afnám kapitalis-
mans getur áhrært stríð og víg-
búnað svo um muni — og það
spor er hvorki Hoover, né hinir
stór-herrarnir, að áforma sem
stendur.
Um þetta atriði virðist þú, rit-
stóri góður, vera mér nokkurn
vegin samdóma, því þú segir:
“Stríðin eru sporttin af við-
skiftagræðgi, sem alt heilbrigt
og fagurt ber ofurliði og ber
vott um skort á sönnum kristin-
dómi og sannri þjóðrækni.’’ En
þá samsinnist Hoover þeim
barnaskap að tala um að af-
nema stríð án þess að afnema
viðskiftagræðgina, sem þeim
veldur.
Eg fæ ekki séð hinn mikla
mest af lánunum til samherja
sinna.
Hoover gat þess að ef Evrópu
þjóðirnar hættu að verja biljón-
um til vígbúnaðar gætu þær
notað það fé til útgjalda, og
þannig grynt á skuldunum; og
’pú tekur í sama streng ef mig
minnir rétt. Viltu nú vera svo
góður að útskýra fyrir mér
hvernig það mætti ske? Eg
fæ ekki eygt hvemig það gæti
losað einn einasta dollar til út-
gjalda. Eini vegurinn til þess,
sein mér hugsast, er sá, að þær
~eldu Hoover byssurnar, dallana
g alt draslið móti kvittun. En
bæði yrði tollgarðurinn senni-
lega í veginum, og svo, eflaust,
lækti það að nokkru hans eigið
ifvopnunarstand. En það yrði
samt sjálfsagt einfaldara mál
en það, að innkalla skuldimar
í skildingum.
Ekkí veit eg hvers vegna þú
gerir svo mikið veður út af um-
mælum mínum um þjóðrækn-
ina. Eg býst við að mér hafi
farist óhönduglega að skýra
hvað eg átti við, en þó finst mér
að óvilhöll yfirvegun hefði átt
að finna það. Eg tók fram að
sönn þjóðrækni væri eðlileg og
jafnvel lofsverð, en vegna þess
að meirð hugans er henni ávalt
samfara er kapitalismanum auð-
velt að nota hana, sem æsinga-
yf til úlfúðar, ósanngirni og
stríða. Kristninni er misbiðoð
bjóðast. Eðli beggja er af góð-
um og göfugum hvötum runnið,
en fésýslan brjálar afkast og
framferði þess, eins og allra ann
ara mannlegra dygða.
Þennan skilning trúi eg að
St. G. hafi borið, þrátt fyrir vís-
una, sem þú vitnaðir í. Hann
var ákjósanlegur heimsborgari,
ilt svo íslenzkur sem hann var,
því þjóðrækni hans var af því
sann-heilnæma tæi, er ekki læt-
ur æsast til blinds fylgis, haturs
og skrílmensku.
Eg veit að þótt allar þjóðir
heimsins gengju í eitt allsherjar
bandalag, í tililti til stjórnar og
hagfræða myndi þess langt aö
bíða að hin ýmsu þjóðerni hirfu,
því “röm er sú taug, er rekka
dregur föðurtúna til’ ’, og er það
hygg eg, sú hugsun, sem fyrir
Stepháni vakti er ljóðið, sem þú
vaktir máls á varð til. Eins og
líffæri mannsins eru hverju
öðru ólík, en vinna þó saman án
þess að hnotabítast um hvert
þeirra sé æðst og nauðsynleg-
ast, svo gætu hinir ólíku mann-
flokkar starfað saman hver öðr-
um til heilla, væri fésýslan, og
tortryggnin sem hún elur, af
dögum ráðin. Lífið sjálft er
tákn þeirrar óánægju í efninu,
er allri útsækni veldur; og seint
mun þróunar-geta materíunnar
svo til þurðar ganga að hætt sé
við “aldauða himins og jarðar’’
vegna of fullkomins samræmis
Þér þykir ólíklegt að ^eg álíti
Rússa óþjóðræknast fólk heim
sins, en það er nú einmitt það
sem eg geri. ítáðstjórnar Sam-
bandið, sem ríkjum ræður nú
og átt er við þegar á Rússland
er minst, telur meðlimi sína eiga
fyrir þegnbræður allar fyrirvinn
ur mannkynsins og, meira að
segja, móðgast ef um þá er tal-
að sem Rússa. Þjóðernis-með-
vitund þeirra, eins og er, lýtur í
lægra haldi fyrir bræðralags-
hugsjóninni. En sigri sú hreyf-
ing sem þeir veita forystu má
búast við að þjóðrækni þeirra
endurvakni og efni til nýrra
starfa á sviði menningarinnar.
Um þær þjóðir, sem frjálsa
á sama hátt. Sönn þjóðrækni i versiun heimta, sér til hagnað-
æfst um hinar háleitari hug- ar og prédika á móti þjóðrækni
jónir og heimili hvers flokks j í sama tilgangi, get eg ekki rætt
manna, er sameiginlegum til-1 með neinum ábata því eg er
-'ansd þannig binzt, en kristni þeim með öllu ókunnugur. Eg
aftur um hin bróðurlegu og and vissi ekki að þær væru til.
1ogu verðmæti, er mannkyninu Þú getur til að fjölmörgum
Þú segir satt/
það borgar sig að
“VEFJA
SÍNAR
SJÁLFUR” með..
Þúsundir neytenda segja þetta, því
þeir hafa reynt það, upp aftur og aftur.
Þér getið vafið upp að minsta kosti 50
cígarettur úr 20c pakka af Turret Fine
Cut, cígarettu tóbaki.
Og yður mun geðjast að hverri cíga-
rettu sem þér vefjið upp. Þess fleirl
sem þér vefjið upp, þess meiri nautnar
njótið þér af þeim. M
or 20c Dakkar r~C
ÓKEYPIS Chantecler cígarettu
pappír fylgir hverjum pakka.
TURRET
T
k
muni finnast þörf á athuga-
semdum við mál mitt, og er eg
vel ásáttur með það. Væri ekki
svo færi mig sjálfan að gruna
að eitthvað væri meira en lítið
bogið við niðurstöðurnar. Eg
hefi frekar dáð hugdirfð en
höfðatölu og því oftar fylgt
þeim flokknum, sem fámennari
var. Nái hann fjölmenni og
framkvæmdum verður tími til-
komin að brjótast aftur útleiðis,
því meðalmenskan er makráð
og lítilþæg, en veggurinn fram-
undan ekki nema hillingar, er
endurspegla íhald manns og
ótta. Eg hvorki miklast af því
innræti né iið afsökunar, og
háð og gamansemi fá mér engis
hugarangurs. Lífsmark, af
hverju tæi, er vonríkt tákn þess
ósamþykkis, sem áræðið kveik-
ir. Það er jafnvel heillavæn-
legra að fara afleiðis en hvergi.
P. B.
* * *
Aths. ristj.:—
Vér skulum ekki vera lang-
orðir um þetta bréf, sem bera
á í bætiflaka fyrir staðleysu-
skraf höf. í fyrra bréfi hans. En
að þegja um það, er þó ekki
hægt, vegna þess að höf. reynir
þar enn að styðja mál sitt með
fjarstæðum.
í ofskráðu bréfi heldur höf.
því fram að Bandaríkin séu
jafnsek Evrópuþjóðunum um
Versala-samningana. Ef þetta
er ekki sagt gegn betri vitund,
vitum vér ekki hvað halda á um
sannleiksást höf. Versalasamn-
ingarnir koma Bandríkjunum
ekki hið minsta við. Þeir voru
svo óaðgengilegir í augum þeirr
ar þjóðar, að hún neitaði, að
vera aðili þeirrar ósvífni er þar
var í frammi höfð. Að P. B.
ekki viti þetta, má einkennilegt
heita. Og til þess, að finna
þeim orðum sínum stað, að
Bandaríkin séu eftirbátur Ev-
rópuþjóðanna í að gefa eftir
stríðsskuldir sínar, bendir höf.
á að England hafi nú þegar
gefið eftir mest af stríðslánum
sínum. Sannleikurinn er sá, að
Bretland hefir gefið jafnmikið
eftir af þeim og aðrar þjóðir
hafa gefið því, en ekki meira.
En Bandaríkin hafa gefið
Frakklandi eftir öll lán sem
veitt voru fyrir árið 1918, skil-
málalaust. Það er því undar-
iegt, að vera að bera sakir á
þau fyrir tregðu í að gefa eftir
stríðsskuldirnar, er vitanlegt er,
eða ætti öllum a’ð vera vitan-
legt, að þau eru eina þjóðin,
sem lit hefir sýnt á því, en hin-
ar stríðsþjóðirnar ekki. Þó Eng-
land striki út skuld við Frakk-
land, með því skilyrði að Frakk-
land stríki út jafnmikla fjárhæð
af skuld þess, er þar ekki um
neina uppgjöf skulda að ræða.
Höf spyr með hverju Evrópu-
þjóðirnar eigi að greiða stríðs-
lán sín, hvort þær eigi að gera
það með byssunum og döllunum
o. s. frv. Það ber á að líta,
að Bandaríkin eru ekki, að krefj
ast skulda sinna, ef Evrópu
þjóðirnar aðeins brjóta byssum
ar og sökkva döllunum. En
meðan þær gera það ekki, en
halda í þess stað áfram að
veita eina eða tvær biljónir
dala árlega til þess, að efla og
bæta byssur sínar og dalla, þá
gætu þær með þeirri upphæð,
ef fram á það væri farið af
Bandríkjunum, grynt á stríðs-
skuldum sínum. En því má
ekki gleyma, að fram á þessa
borgun fara Bandaríkin ekki.
Þau segja aðeins, úr því að þið
eruð í fjárþröng, þá sparið
vopnaútbúnað ykkar og notið
sjálfar féð, er þið til hans eyð-
ið, til þess að bæta hag ykkar.
Þetta er svo drengileg stefna og
framkoma í þessum málum, að
vér fáum ekki séð, hvernig af
nokkurri sanngirni er hægt á
móti henni að mæla. Og vér
efumst ekki um, að augu al-
mennings eru opnari fyrir sann-
gildi og réttsýni hennar en augu
P. B. virðast.
Draumóra virðist það og
minna á er P. B. heldur fram
um þjóðrækni Rússa. Að í-
mynda sér að þeir séu að berj-
ast við að útbreiða stjórnarfars-
stefnu sína af því, að þeir beri
meiri elsku til allra manna, en
sinnar eigin þjóðar eða þjóð-
emis, er skilningur, sem vér ef-
umst um að Rússar sjálfir eða
nokkrir aðrir, hafi á þjóðviðreisn
artilraunum Rússa. 1 prédikun-
um Rússa heima fyrir, er það
sterkasta eggjunin til lýðsins,
að Rússar eigi að verða önd-
vegisþjóð heimsins, alveg eins
og Bretanum hefir fundist, að
hann ætti að vera og Þjóðverj-
um fyrir stríðið mikla, að min
sta kosti. Rússar eru með öðr-
um orðum af sömu hvötum að
vinna að útbreiðslu sinnar þjóð-
menningar og aðrar þjóðir.
Svipað kemur fram í bræðra-
lagshugsjóninni, sem P. B. eign-
r þeim. Það er sama bræðra-
lagshugsjón og aðrar þjóðir
hafa varið yfirgang sinn með,
eða foringjar þeirra. Það er
bræðralagshugsjón Kains en
ekki Krists, sem þar ræður lög-
um og lofum. Eins og einstakl-
ingar flestra landa geta um það
borið, svo getur Trotzky, sem
útlægur var ger af Stalin, borið
þessu vitni í Rússlandi. Sjálfs-
elskan á sér enn meira grið-
land í heiminum en kristilegur
bræðraandi, og ekki síður í einu
landi en öðru. Það er fagur
draumur, að hugsa sér mennina
engla. En það er eins fjarri
raunveruleika og mest getur
verið eigi að síður.
Höf. gefur í skyn, að vér höf-
um álitið hann standa einan
uppi með skoðanir sínar, og
smíðar svo utan um það skáld-
legan vef um sjálfstæði sitt og
áræði. Af þessu þarf hann ekk-
ert að miklast því hver sem á
>að lagið vill ganga, að mæla
eins og fjöldinn hugsar, þarf
ekki annað en að finna, að nú-
verandi ástandi í heiminum.
Það er svo aðfinningarvert, að
það mun leit á þeim manni, sem
ekki samþykkir það afdráttar-
laust. P. B. á ekkert á hættu
með þær aðfinningar sínar og
berst í því efni aðeins með
straumnum. En það er dálítið
annað að sjá sjúkan mann og
tala um þjáningar hans, en að
lækna hann. Hið fyrra geta
allir, en hið síðara er þrautin
þyngri. Og þó að mönnum sýn-
ist sitt hvað um lækninguna, er
ekki þar með sagt að allir séu
fjandmenn hins sjúka nema P.
B., þó honum sjálfum finnist
það.
Skýring P. B. við vísuna er
tekin var upp eftir St. G. er ó-
þörf. Vísan skýrir sig sjálf. Og
St. G. var auk þess sá er sízt
varð skotaskuld úr að finna því
orð sem hann vildi segja.
P. B. gat þess snemma í fyrri
grein sinni, jafnvel áður en hann
tók til verks, að hrekja greinar
vorar um stríðslánin, að rök-
færslur þeirra væru fallnar eða
úr sögunni. Við bíðum og sjá-
um hvað setur með það. /
VÍSINDARANNSÓKNIR
FYRIR LANDBÚNAÐINN
Ágæti íslenskrar moldar
Fyrir nokkru skrifaði Fr.
Weis prófessor hingað og skýrði
frá fyrstu athugunum sínum á
jarðvegssýnishornum þeim er
hann tók hér í vor.
Hann furðar á því, hve ís-
lenskur jarðvegur er í eðli sínu
ágætur. Hann hafði ekki órað
fyrir að slík, frjósemi væri hér í
jarðveginum. Ef Danir hefðu
eins frjóa jörð og eldfjallajarð-
veginn íslenska, væru þeir
betur staddir með búnað sinn
en raun er á, segir hann.
Það er fyrst og fremst upp-
runalegri frjósemi hins lslenska
jarðvegs að þakka, að íslenskur
landbúnaður getur átt glæsilega
framtíð. —
Jarðvegsrannsóknum hefir
miðað ákaflega mikið áfram
tvo síðustu áratugi. Nú geta
menn mun betur en áður gert
sér grein fryir öllu eðlisástandi
jarðvegs og gerlalífi hans og
hvernig gróðurskilyrðunum hag
ar til eftir því hvemig líf og eðli
jarðvegsins er.
1 slíkum nýtísku rannsóknum
stendur Fr. Weis prófessor með-
al fremstu manna.
!En þó hér sé gerð hin mikil-
verðasta byrjun, er það aug-
Ijóst, að ágæti íslenskrar gróð-
urmoldar er ekki alls staðar hið
sama, og mikið starf er fyrir
höndum til þess að fullreyna,
hvernig eðlileg og upprunaleg
frjósemi landsins verður best
hagnýtt.
Allar búnaðarafurðir Dana
síðustu 50—60 árin eru bygðar á
traustum grundvelli vísinda-
legra rannsókna. Þeir hafa því
lengi séð, að frumskilyrði bún-
aðarframfara eru vísindalegar
rannsóknir og athuganir.
Hér hafa búvísindarannsóknir
átt erfitt uppdráttar fram á
þennan dag. Stofnuð var “rann-
sóknastofa í þarfir atvinnuveg-
anna’’ nýlega. En hún hefir
aðeins komist á pappírinn enn.
Hér í Rekjavík er nú geymd
ónotuð hin góða gjöf Þjóðverja,
er þeir gáfu hingað, í tilefni af
Alþingishátíðinni, verkfærin í
vísindalega rannsóknastofu.
Með allri virðingu fyrir öðrum
vinargjöfum til þjóðarinnar á
því herrans ári, mun vart önnur
hafa verið betur til fundin, en
gefa hingað verkfæri til vísinda-
■annsókna, til að rannsaka nátt-
úrleg skilyrði fyrir atvinnuvegi
landsmanna.
En tæplega verður það talið
vansalaust, að gjöf þessi fær að
liggja ónotuð, vegna þess að
ekkert húsnæði er fyrir hendi
fyrir verkfæri þessi.
Þó fjárhag landisins sé illa
komið, sem kunnugt er, þá mega
fjárhagsvandræðin ekki draga
úr áhuga manna fyrir vísinda-
legum rannsóknum sem komið
geta •atvinnuvegum landsmanna
að notum. Þvert á móti. Eins
og búnaðarkreppan fyrir 50—60
árum kendi Dönum að byggja
framtíð landbúnaðarins á vís-
indarannsóknum, eins ætti nú-
verandi kreppa að kenna okkur
að fara sömu leið.
Það er bein skylda lands-
stjórnarinnar að sjá íslenskum
vísindamönum fyrir húsnæði til
rannsókna sjá til þess m. a. að
hin ágætu verkfæri sem til eru,
komi að notum, og íslensk vís-
indi geti dafnað sem örast, til
ómetanlegs gagns fyrir atvinnu-
vegi vora, jafnframt vitanlega
að sjá fyrir því, að þeir menn
sem áhugasamastir eru um hag-
kvæm vísindi og besta þekkingu
hafa í þeim efnum, fái sem best
að njóta sín.
Athuganir Fr. Weis prófessors
á íslenskum jarðvegi ættu að
geta vakið ýmsa menn, sem
áður hafa veitt vísindarannsókn
um litinn gaum, til umhugsunar
um það, að vísindin verði betur
en áður tekin í þjónustu hins
íslenska landbúnaðar.—Mbl.
SLYS
Maður drukknar við Skaftárós.
Aðfaranótt 25. þ. m. voru þrír
menn við silungsveiði í Skatár-
ós. Höfðu þeir net og drógu
það á eftir sér. Við annan end-
ann á netinu var Jón Vigfússon
frá Geirlandi, en félagar hans
tveir við hinn endann. Voru
þeir fast við útfallið og féll sjór
inn í ósmynnið. Jón Vigfússon
var við ytri endann á netinu.
Kom nú alda inn í ósmynnið og
hefir þá orðið það djúpt, að Jón
hefir ekki botnað og sogaðist
hann út í sjó með útsoginu og
drukknaði. Hann var allvel
syndur, en straumurinn hefir
verið svo mikill, að hann hefir
ekki getað beitt sér á sundi.
Eftir nokkrar klukkustundir rak
lík hans þar á fjörurnar.
Jón heitinn var einkar efni-
legur piltur, að eins 23 ára að
aldri. Hann var systursonur
þeirra bræðra, Lárusar Helga-
sonar alþm. og Helga Bergs
forstjóra Sláturfélagsins.—Mbl.